Evrukrýsan kominn á fullt á ný!

Margir Evrópusinnar voru farnir að lýsa yfir dauða evrukrýsunnar, en í dag þriðjudag 10/4 mynnti hún á sig og það rækilega, en í dag varð mikið verðfall á hlutabréfamörkuðum og samtímis hækkaði vaxtakrafa á ítölsk og spænsk 10. ára ríkisbréf og það mikið.

Hérna sjást sveiflur á vaxtakröfu fyrir spænsk 10. ára ríkisbréf, (eins og jarðskjálftalínurit) og vel má sjá hvernig krafan hefur jó-jóað. Fyrst fer hún nokkuð hressilega upp sl. sumar, en svo hefjast kaup Seðlabanka Evrópu á ríkisbréfum Spánar og Ítalíu samtímis og krafan lækkar aftur. Síðan sækir aftur í sama farið og pressan nær hámarki cirka í fyrstu vikunni í jan. 2012. Svo fellur hún verulega vegna áhrifa að talið er, útgáfu Seðlabanka Evrópu á neyðarlánum til evr. banka gagnvart 1% vöxtum til þriggja ára. Talið er að lækkun kröfu hafi verið vegna kaupa spænskra banka á ríkisbréfum eigin lands fyrir a.m.k. hluta þess fjár er þeir fengu frá Mario Draghi seðlabankastj. Evrópu. En eins og sést nú, virðast áhrif hins svokallaða "LTRO" vera að fölna, og krafan að sækja hraðbyri í fyrra far - hið minnsta er hækkun undanfarinna 2-ja vikna hröð.

http://s.wsj.net/public/resources/images/OB-SN715_Spanis_G_20120410102256.jpg

Sjá hreyfingar dagins í dag: Evrópskir markaðir!

  • "The FTSE 100 closed down 2.2pc at 5,595.55 points,
  • while the CAC fell 3.1pc in Paris and
  • the German DAX lost 2.5pc.
  • The Italian index, the FTSE MIB, slid 5pc."
Bandarískir markaðir:
  • "The Dow Jones dropped 1.7pc to 12,715.93 points,
  • while the S&P 500 lost 1.7pc to 1,358.59."

Markaðir í Asíu:

  • The Hang Seng index in Hong Kong fell 1.25pc to 20,102.70 in late trading,
  • while Japan's benchmark index, the Nikkei 225, closed down 0.83pc, at 9,458.74.  

Ps - Evrópskir markaðir eru aðeins upp nú á miðvikudag 11/4, skv. í morgun - skoðum hvað gerist síðar í dag:

  • The FTSE 100 in London is currently trading flat, at 5,600.27,
  • while the FTSE Mib index in Milan, which shed 5pc yesterday, is up by 0.45pc.
  • Elsewhere, the DAX 30 in Frankfurt rose 0.74pc, to 6,655.19,
  • while the CAC 40 in Paris ticked up 0.14pc, at 3,222.15.

 

Sérstaklega vekur athygli hve mikið markaðir á Ítalíu falla.

"Spanish and Italian bonds got badly beaten up today. The yield on Spain’s 10-year hit 5.95%, and Italy’s 10-year is following not far behind, lately around 5.67%. In addition credit default swaps on Spanish debt took off, hitting a record-wide 490 basis points. The previous record was 487 basis points in November."

Það er enn nokkuð í það hámark sem vaxtakrafan fór í síðla í des. 2012, þ.e. nálgaðist 7%.

En ljóst er nú að það er að fara eins og mann grunaði, að þegar Grikklandskrýsan myndi róast aðeins, þá myndu sjónir markaðins færast yfir á næsta land.

En það átti að vera öllum ljóst að aðgerðir Seðlabanka Evrópu voru einungis gálgafrestur.

Sem ríki Evrópusambandsins og einkum evrusvæðis, áttu að líta á sem slíkann og nýta með hraði.

En því miður, virðist það gerast í hvert sinn að þegar krýsan róast í smá tíma, þá fara evr. pólitíkusar í þann ham, að vandamálin séu frá og ekkert þurfi að gera - það virðist alltaf stutt í afneitunina.

Þetta hefur sést á ummælum um það, að krýsan væri leyst - ekki síst t.d. í Þýskal. þ.s. menn héldur því fram hinir og þessir, að formúla Angelu Merkel svokallaður "Stability Pact" hefði róað ástandið.

En þetta var bara tímabundið logn vegna 1.000ma.€ innspýtingar Seðlabanka Evrópu inn í evr. fjármálakerfið - og nú virðast áhrif hennar vera mjög bersýnilega að fjara út.

Ótrúlegt að svo stór innspýting skuli ekki virka lengur en cirka 2 mánuði.

En það sýnir hve djúpstæður vandinn er - að eitt stykki 1.000ma.€ skuli vera eins og dropi í hafið.

Þannnig að Evrópa að því er best verður séð, er þá stödd á nærri því sama stað og fyrr í vetur - - nema auðvitað að ákveðið verði, að prenta 500ma.€ til viðbótar og halda því svo áfram.

------------------------

Sannarlega er ástæða að hafa áhyggjur af Spáni þ.e. 23% atvinnuleysi og efnahagssamdráttur samtímis.

Auk þessa að aðilar óttast um bankakerfið í landinu, en á Spáni sprakk húsnæðisbóla í engu minni að umfangi en sú írska var er lagði írska bankakerfið í rúst.

Grunurinn er sterkur um að, vandamálum hafi verið sópað undir teppið - að yfirvöld séu að vonast eftir því að það leysist af sjálfu sér, sbr. yfirlísingar þeirra að bankarnir eigi að afla sér fjármagns sjálfir.

En mér skilst að húsnæðisverðlag hafi ekki fallið meir á Spáni kringum 20% síðan eftir hrun, sbr. að á Írlandi er verðfall orðið vel yfir 50%.

Ótinn er því að vandinn hafi einfaldlega verið frystur um hríð, en að fyrir rest lendi hann á spánska ríkinu, eins og vandi írsku bankanna lenti á því írska.

Sjá tölur frá Bloomberg:

  1. Spain GDP €1.051Tn
  2. Greece GDP €0.237Bn
  3. Ireland GDP €0.164Tn
  4. Portugal GDP €0.168Tn

Þær sýna umfang spænska hagkerfisins mælt í þúsundum milljarða evra.

Eins og sést, er Spánn miklu stærra hagkerfi en hagkerfi Grikklands, eða Írlands, eða Portúgals.

Það er hinn hluti óttans hjá fjárfestum, að vandi Spánar eða Ítalíu, eða beggja - sé svo stór biti fyrir restina af evrusvæði.

Að ekki sé unnt að bjarga þeim löndum.

Hið minnsta tel ég það ekki unnt nema með einni aðferð - takmarkalausri prentun!

 

 

Niðurstaða

Evrukrýsan að komast á fullt span á ný, eftir tímabundna lægð. Spurning hvað verður gert? Ætli að Mario Draghi lýsi fljótlega yfir 3 þriggja ára neyðarlánapakkanum til evr. fjármálastofnana, gegnt 1% vöxtum?

En ég sé eiginlega ekki nokkurn annan leik í stöðunni.

------------------------------------

Vandi Evrópu sérstaklega evrusvæðis er sá að lífskjör þar eru á hærri staðli en í reynd Evrópa hefur efni á.

Þetta var kannski ekki alltaf þannig.

En skuldavanda tel ég vera vegna þess, að þegar Evrópa og Bandar. fóru að gefa eftir fyrir alvöru í samkeppni við Asíu á 10. áratugnum - þá var farin sú leið að falsa lífskjör með skuldasöfnun.

Grikkland og Ísland séu einungis meir áberandi dæmi, um sjúkdóm sem geisar víðsvegar um hinn vestræna heim.

Einn hagfræðingur hvetur til allsherjar skulda-afskrifta heiminn vítt. Falleg hugmynd.

En ég tel verðbólgu einu leiðina - að eyða umframfjármagninu með þeim hætti, að auki leiðrétta lifskjör niður í ástand sem er sjálfbært, miðað við þær núverandi bjargir sem vesturlönd ráða yfir.

Evrusvæði er mjög líklega á leið í þá átt - líklega neyðast Bandaríkin og Bretland, einnig að feta þá vegferð - þegar kreppan í Evrópu togar í þau tvö lönd niður.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Kostnaðurinn við að viðurkenna ekki að evran var mistök fer vaxandi dag frá degi.

Þorgeir Ragnarsson, 11.4.2012 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 30
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 531
  • Frá upphafi: 847252

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 506
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband