Árás á Íran leiðir líklega til heimskreppu!

Mér finnst aðdragandinn að hugsanlegum átökum við Íran líkjast um margt aðdraganda átaka við Írak Saddam Hussains. En í sjálfu sér er ekkert rangt við það, að Íran hafi áhuga á því að verða kjarnorkuveldi. Enda er Íran með kjarnorkuveldi sem næsta nágranna, Pakistan. Og nokkru lengra í austri er svo annað kjarnorkuveldi, Indland. Svo má nefna Rússland all nokkurn spöl í norðri, og Kína allnokkurn spöl í NA. Í Vestri er svo kjarnorkuveldið Ísrael.

Áhyggjur manna af kjarnorkuvæðingu Írans, eru allt frá ótta sem algengur er í Ísrael um það að Íranar væru líklegir til að gera árás af fyrra bragði vegna trúar á elífa himnavist fyrir þá sem deyja píslarvætti gegn óvinum trúarinnar - yfir í að menn óttast einfaldlega að það íti fleiri löndum í nágrenninu t.d. Tyrklandi jafnvel Saudi Arabíu, í það að afla sér eigin kjarnavopna.

Þær almennu áhyggjur að fjölgun kjarnorkuvelda geri notkun kjarnorkusprengja líklegri í vopnuðum átökum.

Á hinn bóginn veit enginn fyrir algerlega víst - að Íranar hafi það í hyggju að smíða kjarnorkuvopn.

Þeirra áætlanir geta verið algerlega "consistent" við það, að ætla sér að stilla ástandinu þannig upp, að þeir geti smíðað á skömmum tíma, hvenær sem er fj. sprengja.

En svo fremi sem ekki verði á þá ráðist, geti vel verið svo að þeir sjái sér hag af því, að láta vera að stíga það fullnaðarskref.

Það er t.d. vitað að þeir eiga nú umtalsvert magn af auðguðu úrani, sem líklega dugar til að smíða einhvern óþekktann fj. sprengja, þó svo að þeirra búnaður til auðgunar væri eyðilagður. 

Þó þarf að auðga það úran frekar, en vitað er að þeir eiga byrgðir af úrani auðgað allt að 19,75% - sem er nothæft í röntgentæki. Sem er þannig séð gild afsökun til auðgunar að því hlutfalli.

En það kvá víst vera tiltölulega einfalt, að auðga slíkt úran frekar - upp í 90%.

Meginerfiðið sé að koma því úr 1% í 19,75%.

Eftir því sem þeir eiga meir af svokölluðu læknisfræðilegu úrani, verði erfiðara að tryggja að þeir geti ekki smíðað kjarnavopn.

Sem auðvitað varpar því upp sem mótspurningu - er ekki unnt að lifa með kjarnorkuvæddu Íran?

Er Íran klárt verra eða hættulegra en Sovétríkin voru eða Kína Maos?

Bendi á að í Íran er mun minna hættulegt að vera stjórnarandstæðingur - það eru engin gúlög í Íran, Íran er a.m.k. ekki ófrjálsara heldur en Rússland Pútins.

Bæði Rússland og Íran voru fyrir skömmu að halda almennar kosningar, forseta í Rússlandi en þing í Íran. 

Íran er miklu mun lýðræðislegra og frjálslyndara í reynd, heldur en t.d. Saudi Arabía.

Sjá áhugaverða umfjöllun Der Spiegel: Israel, Iran and the Battle for the Bomb

Það er áhugavert að skoða kortið að neðan, sem sýnir landslagið í Íran og næstu löndum!

  1. Eins og sést er Íran fjallgarður eftir fjallgarði.
  2. Það er mjög óvenjulegt að svo fjöllótt land, sé svo þéttbýlt.
  3. Íran er reyndar eina fjöllótta landið í heimssögunni, sem hefur tekist að verða meiriháttar stórveldi, og það ekki bara einu sinni heldur ítrekað.
  4. En fjallshlíðarnar í Íran eru óvenjufrjósamar, vegna þeirrar úrkomu sem þar fellur.
  5. Eins og gefur að skilja, þegar það fer saman að land er fjölmennt og svo fjöllótt, þá er það ekki auðvelt heim að sækja, ef fjölmennur her er til varnar.
  6. Það væri sannkölluð martröð að gera innrás í þetta land.

Til samanburðar sem vel sést, er Írak mjög sléttlent - fyrir utan Kúrdasvæðin. Enda voru Bandaríkin mjög fljót að sækja alla leið til Bagdad, enda fátt um náttúrulegar varnir.

Fræðilega getur ísraelskur her keyrt nokkuð greiðlega í gegnum Sýrland og Írak - en Íran þar úir og grúir af farartálmum.

Og auðvitað, Íranir hafa nóg úr af velja af fjöllum til að grafa inn í, svo mikilvægar burðarstoðir þeirra áætlana séu í sem bestu skjóli fyrir sprengjum.

En Íranar virðast hafa lært af mistökum annarra, og skipulega byggt allt sem máli skiptir niður í jörðina - að auki virðist sem að líkur séu á því, að þeir hafi byggt kópíur af mikilvægum einingum, sem óvíst er að staðsetning þeirra allra séu þekkt.

  • Þess vegna er almennt talið að ekki sé mögulegt að koma í veg fyrir að Íranar smíði sér kjarnorkusprengjur - með loftárásum.
  • Ekkert minna en innrás dugi - og þá þurfi að hertaka stórann hluta landsins, leita vel og vandlega að leynibyrgjum til að sprengja - á meðan að innrásarlið væri undir stöðugum árásum.
  • Að sjálfsögðu þyrfti það að vera fjölmenn innrás - mun fjölmennari en innrás Bandaríkjanna í Írak.

http://www.worldofmaps.net/uploads/pics/topographische_karte_iran.jpg

Það eina sem mér sýnist ísraelar hafa upp úr því að ráðast á Íran, er:

  1. Íran mun þá örugglega pottþétt smíða kjarnavopn.
  2. Það mun gerast í ástandi stríðs milli Írans og Ísraels. Sem hlýtur að vera umtalsvert hættulegra, en ef Íranar gerast kjarnorkuveldi í ástandi friðar þó það sé óvinveittur friður.
  3. Íran ræður yfir þeirri tækni til að koma gervihnöttum á sporbaug um Jörðina, en þeim hefur a.m.k. tvisvar tekist að skjóta upp einum slíkum. Sem er sönnun þess að þeir geta smíðað eldflaugar sem geta borið kjarnavopn.
  4. Líklega mun heil kynslóð ungra Ísraela láta lífið, eins og átti sér stað í tilviki þjóðverja og japana á fyrri hluta 20. aldar.
  • Mér finnst mjög lílklegt að ef ráðist er á Íran, það verða stórfelldar loftárásir er vitað, og líklega verður mannfall í þúsundum, þá verður auðvitað stórfelld reiðibylgja sem ganga mun í gegnum írönsku þjóðina, þannig að meira að segja þeir sem hafa mótmælt stjórnvöldum Írans, munu svara hiklaust kallinu um að ganga í herinn.
  • Stríð við Íran verður gersamlega ólíkt tel ég fyrri stríðum Ísraels, því íranar munu ekki hætta. Enda munu íranar verða tiltölulega óhultir fyrir innrás, því hún þarf að vera svo stórfelld ef hún ætti að hafa möguleika á því að heppnast, að Ísrael einfaldlega hefur ekki nægann mannafla.
  • Þá tekur við langt stríð þ.s. ég reikna með, að Ísrael verður knúin að eigin mati til að hernema Líbanon, Sýrland og en treysta má því að Hesbollah flokkur shíta í Líbanon mun svara kalli Írana og gera eldflaugaárásir yfir landamærin. Að auki, má reikna með því, að reiðibylgjan muni sannfæra íraska shíta um að ganga í lið með Íran. Svo við erum að tala um óhemju umfangsmikinn skæruhernað sem ísraelski herinn væri stöðugt að eiga við. En íranir munu líklega senda stöðugann straum af aðilum þjálfuðum í skæruhernaði til að berjast við Ísraela. Má reikna með þátttöku íraskra shíta einnig.
  • Ég sé ekki að Ísrael hafi úthald í svo umfangsmikið stríð til langframa. Aftur á móti er ég fremur viss, að Íranar muni eins og er þeir börðust við Saddam Hussain, ekki hætta. Þeir verði eins og N-Víetnamar þegar þeir börðust við Bandaríkjamenn í S-Víetnam í gegnum svokallaðar Viet Cong sveitir, sem í raun og veru voru mestu skipaðar N-víetnömskum hermönnum. Íranir muni gera svipað, meginherinn verji landamærin haldi sig þar innan, en hundruðir þúsunda verði þjálfaðir til að verða skæruliðar og þeir munu fara gegn ísraelum.
  • Þetta var taktík sem skilaði N-Víetnam sigri fyrir rest gegn Bandaríkjunum, og mig grunar að það sama geti endurtekið sig, að fullkominn her muni fyrir rest ekki duga ísraelum þegar þeir eru að kljást við aðila, sem eru tilbúnir til að falla tugum þúsundum saman en halda samt áfram að ráðast að þeim.
  • Ísrael er einfaldlega ekki það fjölmennt. Ég er að segja, þeim myndi smám saman blæða út.

 

Eru Ísraelar nógu heimskir samt til að gera þetta?

Já - hugsanlega. En forsætisráðherra Ísraels virðist hafa sannfært sjáfann sig um það, að "Ísrael verði að vera fyrra til." Sem sagt sú kenning, að íranskir stjórnendur séu hættulegir brjálæðingar, sem séu líklegir að kjósa að falla í stórum hildarleik gegn því að taka með sér óvini trúarinnar.

Á sama tíma er Obama í sérkennilegri klemmu. En hann stendur frammi fyrir kosningum í haust, og á sama tíma liggja frambjóðendur Repúblikana honum á hálsi fyrir að styðja Ísrael ekki nægilega vel. Þetta virðist vera að þrengja hans pólitísku stöðu heima fyrir.

Það getur verið að hann telji sig tilneyddan til að setja upp einhver rauð strik, sem hann lofi forsætisráðherra Ísraels og almenningi í Bandaríkjunum, að kosti stríð.

En ég sé alls ekki að Bandaríkin hafi efni á öðru jafnvel enn dýrara stríði, en sennilega Írak + Afganistan samanlagt.

  • Svo eru það aðrar afleiðingar - en olíuverð er líklegt til að fara í sögulegar hæðir, svo meira sé ekki sagt.
  • Og það er líklegt til að drepa þann hagvöxt sem nú er í Bandaríkjunum, íta Evrópu í enn dýpri kreppu en nú er reyndin, í reynd líklegt til að skapa heimskreppu.

Þetta getur orðið virkilega áhugavert ástand!

 

Niðurstaða

Ef 4 stærsti olíuútflytjandinn allt í einu hættir að flytja út olíu? Ef við bætist olíustopp einnig frá Írak? Munum að ekki er enn kominn full framleiðsla í Lýbíu. Að auki, áhugavert, að eftir kjarnorkuslys sl. árs lokuðu Japanir flestum kjarnorkuverum sínum fyrir utan örfá þau nýjustu, svo þeir hafa í staðinn stóraukið innflutning á olíu. Þannig að á sama tíma, er um að ræða milli ára frá því í fyrra nettó heildaraukningu eftirspurnar í heiminum vegna Japans, þrátt fyrir samdrátt í eftirspurn frá Evrópu og Bandaríkjunum.

Þannig að útlit getur verið fyrir algert hnattrænt efnahagslegt stórslys, ef ráðist er á Íran.

Bendi fólki á að skoða nýjustu tölur um vaxandi samdrátt í Evrópu, sjá:

Eurozone: Markit Eurozone Services PMI

Eurozone: Markit Eurozone Composite PMI

Slík atburðarás getur ekki mögulega komið á verri tíma fyrir Evrópu.

Bara spennan ein og sér, ef hún heldur áfram að magnast svo olíukaupendur fara að hamstra olíu, það eitt getur dugað til að hífa upp olíuverð heilmikið - sem ef til vill dugar til að íta Evrópu í töluvert verri kreppu en nú virðist útlit fyrir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Einar Björn, jafnan !

Þó svo; ég sé ekki alls kostar sammála þér, um hina raunverulegu stöðu Rússlands, í þessum áhugaverðu hugleiðingum, fara skoðanir okkar, um margt, saman, í vandaðri samantekt, þinni.

Þú talar réttilega, um samþjöppun og samstöðu Shíta, kæmi til þessa hildarleiks.

Útilokum alls ekki; mögulega þátttöku Súnníta þjóða einnig, Einar Björn - þó svo; að á síðari stigum, kynni að verða.

Auk Hizbollah; megum við alveg, gera ráð fyrir : Al- Kaída - Talibönum - Lashkar-e-Tayiba, auk annarra, sem hafa jú Ísrael, að sameiginlegum fjanda, ekki síður.

Líkast til; ferð þú nærri, með áhugaverðri samlíkingu þinni, við þá Norður- Víetnama, gagnvart Bandaríkjamönnum, á sínum tíma.

Einnig; finnst mér beinskeytt, skírskotun þín, til þrýstings Repúblikana, á höndur Obama karlinum; ekki sízt, í ljósi komandi Forseta kosninga, þar vestra.

Þakka þér að lokum; fyrir afar skýra - sem myndræna frásögu þína, um þennan dimma möguleika, sem í vændum, kynni að verða, eins og teikn eru á lofti um.

Heimskreppa sú; sem af kynni að leiða, yrði ekki síður drungaleg, en sú, sem við lesum um, frá árunum 1929 - 1940, Einar Björn.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 02:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hún sver sig í ættina, þessi hugleiðing þín, frændi, um stöðuna í Íransmálinu, enda viðbúið að maður, sem veit meira um skriðdreka heimsins fyrr og nú en allir aðrir Íslendingar til saman, myndi vinna góða heimavinnu.

Mjög mikilvægt er þegar lagt er mat á átök og togstreitu að kynna sér aðstæður og hugarfar beggja aðila en ekki bara annars.

Reagan kallaði Sovétríkin "hið illa heimsveldi" en varð samt eins og allir aðrir Bandaríkjaforsetar að sætta sig við ógnarjafnvægi kjarnorkuvopnanna, sem þrátt fyrir allt skóp lengri frið á milli stórvelda en áður hefur þekkst.

Ég man enn vel eftir þeirri óttatilfinningu sem fréttin um fyrstu kjarnorkusprengu Rússa 1949 olli á Vesturlöndum, enda var NATO stofnað það ár.

Þá höfðu Sovétmenn í raun lagt undir sig Austur-Evrópu og klárað það með valdaráni í Tékkóslóvakíu og Berlínardeilu, sem hvort tveggja olli miklum stríðsótta á Vesturlöndum.

Í ljós kom, að jafnvel hinn bilaði harðstjóri Stalín sá engan hag í því að efna til stórstyrjaldar sem myndi hafa í för með sér enn meira mannfall en þær ca 20 milljónir sem Sovétmenn misstu í stríðinu.

Íran er vaxandi stórveldi rétt eins og Sovétríkin voru fyrst eftir stríðið og vonandi gera ráðamenn þar sér grein fyrir því að árás þeirra að fyrra bragði á Ísrael muni leiða mikla hörmungar yfir þá sjálfa ekki síður en allan heiminn.

Ómar Ragnarsson, 6.3.2012 kl. 08:28

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sælir, þ.s. ég tel mig skynja er oftrú þess sem er vanur að sigra, þegar kanar réðust inn í Írak, þá töldu þeir sem skipulögðu þann verknað sér trú um að þeir kæmu sem frelsandi englar, mynni frá frelsun Frakklands undan nasistum voru dregin fram þ.s. innrásarhermönnum var fagnað sem hetjum, og flr. mynni um það hvernig þjóðirnar risu sjálfar upp á lappirnar þegar okinu var lyft af þeim.

Þetta var ástæða þess að þeir undibjuggu ekki hvernig það ætti að stýra Írak, því þeir voru svo sannfærðir um að það sama myndi gerast er Frakkland losnaði undan ógnarstjórn nasista, að frakkar sjálfir sáu um að endurreisa landið. Það sama gerðu hinar þjóðirnar í Evrópu.

Svo þeir voru mjög hissa þegar Írakar gerðu ekki slíkt hið sama, heldur tók við stjórnleysi, rupl og gripdeildir, enn frekara stjórnleysi og alger lömun, síðan hófust fyrstu árásirnar á her Bandaríkjamanna. 

----------------------------

Þeir sem vilja ráðast á Íran, eru einnig haldnir blindu, þ.e. þeir leggja of mikið upp úr þeim atburðum sem áttu sér stað á sl. ári er fj. manns risu upp gegn stjórninni, þeir fatta ekki að þ.e. ekki að Íranar eru einnig þjóðernissinnar. Þ.e. ekki bara stjv. sem eru hlynnt uppbyggingu kjarnorkuiðnaðar, tilraunum með eldflaugar. Það einnig hleypir írönskum þjóðernissinnum kappi í kinn. Margir íranskir lýðræðissinnar eru samtímis harðir þjóðernissinnar.

Samstaðan innan Írans um þessar áætlanir stjv.er mun víðtækari heldur en samstaðan um stjv. sjálf.

Og þegar og ef ráðist verður á Íran, verða viðbrögðin venjulegra Írana akkúrat þau sömu og viðbrögð venjulegra bandaríkjamanna voru þegar Japanir réðust á Perluhöfn des. 1941.

------------------------

Hvað á Ísrael að gera? Ekki ráðast á Íran, er nr. 1. Málið er að ef Ísrael gerir ekkert, lætur ekki neitt áberandi á sér kræla, þ.e. engar árásir á nágrannalönd. Þá mun spennan milli Írana og hinna múslíma landanna halda áfram að magnast.

Þeir munu óttast kjarnorkuveldið Íran - þeir munu þá mynnast hins gamla hatur milli súnníta og shíta.

Ef Ísrael sytur kyrrt, þá getur Ísrael smám saman farið að líta skár út. Menn jafnvel farið að sjá það sem mótvægi við Íran, þ.e. þeirra kjarnavopn.

Það gæti smám saman bætt mjög samskipti araba og ísraela, gefið Ísraelsmönnum tækifæri upp í hendurnar sem þeir annars eru ekki líklegir að fá.

---------------------------

Eða þeir geta hent öllum þessum möguleikum frá sér, hafið hyldarleik sem mun sennilega drepa heila kynslóð ungra ísraela, og samt munu þeir ekki hafa erindi sem erfiði.

Eftir mun sytja mjög veiklað Ísrael. 

Kjarnavopnin munu verjað það gagnvart innrás. En eftir það myndu þeir ekki lengur vera meiriháttar herveldi á svæðinu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.3.2012 kl. 11:18

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Olía er á langtíma forsendum í samkeppni við vindmillur, gas og kjarnorku. Skoðanir OPEC ríkja um olíverstefnu til skammtíma og  langtíma, eru mismunandi. Sum vilja ekki miklar hækkair til langframa, til að eiga ekki á hættu að verðfella svo sínar byrðir, vilja tefja eftirspurn eftir öðrum orkugjöfum  á langtíma forsendum. 
Persar vilja örugglega spara sínar olíuvarasjóði og reiða sig á kjarnaorku til heima brúks. Þá geta þeir haft meir áhrif og minnkað olíu útstreymi úr Persíu.

Ísreal á mikla olíu varasjóði undan ströndum Ísraels. 

Kjarnorkustyrjaldarráðgerðir eru ekki aðalatriði í raunveruleikanum heldur er umræðan tilgangur sem helgar meðalið [aðferðafræðina á ný-Íslensku]. Menn gera hvorki ráð fyrir hruni né kjarnorku styrjöld, gera ráð fyrir slíku utan Ísland í lögum eða reglum er á lítið brjálæði og landráð í innanríkis skilningi.  Menn geta haft ímyndunarafl og skoðanir og tilfinningar að eigin vali í flestum ríkjum í dag. 

Júlíus Björnsson, 6.3.2012 kl. 13:12

5 Smámynd: Starbuck

Mér finnst mjög ótrúlegt að Ísraelar ráðist að fyrra bragði á Íran án stuðnings annarra ríkja.  Hins vegar kæmi mér ekki á óvart að þeir semji við Bandaríkjamenn um stuðning við innrás bak við tjöldin á meðan opinber afstaða Bandaríkjanna væri andstæð innrás. 

Ég er á þeirri skoðun að Bandaríkjamenn vilji ráðast á Íran (burtséð frá því hvort þeir ætli sér að koma sér upp kjarnorkuvopnum eða ekki) eftir að hafa flett í gegnum "The grand chessboard" sem er eftir einn áhrifaríkasta hernaðarráðgjafa Bandaríkjanna síðustu áratugi, Zbigniew Brzezinski - og horft á þetta!:  http://www.youtube.com/watch?v=SAS_q5TYkSg

Starbuck, 6.3.2012 kl. 17:08

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Starbuck - þetta eru gamlar fréttir. Taktu ekkert mark á þessu. Það fólk sem þá var við völd, hélt að innrásin í Írak myndi sanna fyrir heiminum mátt og meginn Bandar., en hún gerði það akkúrat öfuga - sýndi þeirra vanmátt. Það fólk sem velti þessum hugmyndum upp, hefur meira eða minna allt tapað áliti og völdum síðan.

Þetta var liðið í kringum hann Bush.

Árás á Íran væri mjög óskynsöm aðgerð fyrir Bandaríkin, en tjónið þ.e. efnahagstjónið af heimskreppu eitt og sér, verður mjög mikið. 

Það má vera að Bandaríkin muni endurnýja vopnabyrgðir Ísraela frýtt, og það stöðugt. En ég efa að þeir styðji þá frekar, eða sendi eigin flugvélar, þaðan af síður mannskap.

Ísraelar muni sjá um að blæða, þeir eru einfaldlega ekki nægilega margir til þess að þeir hafi úthald, jafnvel þó þeir fái stöðugt frýtt send vopn, þá þarf mannskap til að beita þeim og það verður mannfall hjá þeim. Það verður þá langtímavandinn, að fámenn þjóð mun lenda í vanda ef stríð dregst á langinn - en það kemur að því að þá fer að skora þjálfaða hermenn, standardinn fer að lækka, gæðin dala og smám saman fjarar undan þeim.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.3.2012 kl. 23:52

7 Smámynd: Starbuck

Það er rétt að "brjálaða gengið" er horfið frá völdum en stefna Obama í utanríkismálum og stríðinu gegn hryðjuverkum hefur ekki reynst mjög ólík stefnu Bush og félaga. 

Miðað við hversu líkur fréttaflutningur og áróður um Sýrlandi og Íran að undanförnu hefur verið líkur því sem var fyrir innrásina í Írak þá finnst mér allt eins líklegt að ráðist verði inn í bæði ríkin áður en langt um líður.

Þetta er auðvitað allt spurning um völd og áhrif og mér finnst ekkert ólíklegt að Bandaríkjastjórn (og þeir sem eru bak við tjöldin s.s. military-industrial complex) sjái stríð þarna sem svar við dvínandi áhrifum Bandaríkjanna í heiminum.

Starbuck, 7.3.2012 kl. 13:38

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Of áhættusamt miðað við hugsanlegann gróða, tapið er of mikið af heimskreppunni einni saman fyrir Bandaríkin, Bandaríkin þyrftu sambærilega "mobilization" og í Kóreustríðinu - það hafa þeir ekki gripið til síðan, ekki á þeim skala. Ef þú skoðar stríð Bandaríkjanna þá hafa þau hingað til skilað nettó gróða, að öllu jafnaði, meira að segja Víetnam var ekki í nettó gróða, því ég held að Bandaríkin hafi gefið það upp á sínum tíma skv. leynisamningi við Mao í Kína, þá rak Mao rítinginn í bakið á Sovétríkjunum, en fékk á móti það að Bandaríkin hveddu herlið sitt frá S-Víetnam og hættu stuðningi við það. Nettó gróðinn var þá sá, að þaðan í frá töldu Sovétríkin sig þurfa að hafa 3 milljónir hermanna til að gæta landamæranna við Kína, sem annars hefður verið á t.d. Evrópumegin. Bush var þó klaufi, ef bandaríski herinn hefði fengið að ráða, þá hefði ekki verið framkv. innrás - því herinn í reynd vildi það ekki. Var ánægður með ástandið eins og það var, með veiklaðann Saddam við stjórn. Fíflið Bush yngri misskildi allt, því það var mun snjallara að hafa Saddam við völd áfram, en ekki lengur það sterkann að hann væri ógn við Kuvait eða Saudi Arabíu, því hann var enn tékk á Íran. Þó svo Bandaríkin vilji gjarnan koma ríkisstj. Írans frá völdum, þá eins og ég sagði, er tilkosnaðurinn við stríð of mikill. Það borgar sig frekar, að einangra Íran - halda því tiltölulega veiku. Þarna eru það Ísraelar og gyðingar í Bandaríkjunum, sem eru að beita sér fyrir annarri niðurstöðu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.3.2012 kl. 21:41

9 Smámynd: Starbuck

Vonandi hefurðu rétt fyrir þér, því eins og þú færir góð rök fyrir í pistlinum þá hefði stríð þarna, að öllum líkindum, hrikalegar afleiðingar.

Starbuck, 8.3.2012 kl. 00:49

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mundu, Bandaríkjamenn eru bissnes menn. Það þarf alltaf að vera "profit." Ef þ.e. ekki "profit" þá standa þeir ekki í þessu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.3.2012 kl. 12:06

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

En Ísrael gæti samt heimskast til að gera þetta fyrir sinn eigin reikning, sérstaklega ef þeir og bandar. gyðingar, geta knúið Obama til að tryggja það að vopnabyrgðir Ísraela verði stöðugt endurnýgjaðar, frýtt. En það hefði mög alvarlegar langtíma-afleiðingar fyrir Ísrael, tel ég. Það getur verið að Obama láti undan, vegna þess að kosningar eru framundan - vegna þess að allir Repúblikanarnir eru að gagnrýna hann fyrir að aðstoða Ísrael ekki nægilega mikið að þeirra dómi. Obama óttist þá stöðu að vera málaður sem andstæðingur Ísraels, eða e-h svoleiðis. Hann gæti því heimskast til að taka óskynsama ákvörðun, eins og Bush yngri tók í reynd óskynsama ákvörðun. Þó á ég ekki von á því, að líkur séu á því að hann myndi gera meir, en að tryggja frýjar vopnasendingar til Ísraels, þ.e. ekki bein þátttaka Bandar.

Þ.e. þá þeirra "doom" þ.e. Ísraela.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.3.2012 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 524
  • Sl. viku: 1186
  • Frá upphafi: 848931

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1112
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband