Nánar um jafnvægissjóðakerfi, til að auka stöðugleika, draga úr verðbólgu!

Ég fjallaði um þetta síðast, Tökum upp jafnvægissjóðskerfi til að tempra þær hagsveiflur sem stöðugt eru til vandræða á Íslandi!, ég ætla ekki að endurtaka allt þ.s. ég sagði, heldur fara ítarlegar í kosti og galla jafnvægissjóðakerfis.

En grunnhugmyndin er annars vegar, að auka stöðugleika og draga úr verðbólgu, auka traust á gjaldmiðlinum, ef beitt innan krónu-umhverfis.

Ef beitt innan annars gjaldmiðils, skapar þetta svigrúm til þess að unnt sé að aðlagast sveiflum, gerir okkur hugsanlega mögulegt raunverulega að láta upptöku annars gjaldmiðils ganga upp.

 

Fyrst stutt um það, hvað jafnvægissjóðakerfi væri:

En þetta gengur út á að gera gjaldeyrisvarasjóð, að jafnvægissjóði til að sveiflujafna.

  1. Hún er í stuttu máli, að skattleggja allar gjaldeyrisskapandi greinar.
  2. Það fé er lagt beint inn í gjaldeyrisvarasjóð. Ef við tökum upp annan gjaldmiðil, myndi sjóðurinn heita e-h annað kannski "Jafnvægissjóðu", en samt vera varðveittur af Seðlabanka. Og samt vera eins byggður upp.
  3. Sjóðurinn stækkar ár frá ári meðan góðæri ríkir.
  4. Seinna meir, þegar hallæri kemur vegna tímabundins tekjuhruns hjá gjaldeyrisskapandi greinum, þá er borð fyrir báru í sjóðnum til að standa undir tímabundnum viðskiptahalla, þannig að þá gengur á hann smám saman. Þetta virkar með sama hætti ef slík sjóðasöfnun er nýtt innan annars gjaldmiðils.
  5. Þetta gæti brúað stutta sveiflu upp í miðlungs kreppu, eftir því hve stór sjóðurinn er orðinn.
  6. Ég reikna með að stórar sveiflur muni áfram þíða gengisfall. Ef við höfum tekið upp annan gjaldmiðil og stór sveifla verður sem jafnvægissjóður getur ekki höndlað - - tja, þá erum við í vandræðum.

 

Upptaka annars gjaldmiðils hefur einnig ímsa ókosti:

Eigin gjaldmiðill þýðir að þú getur beitt vöxtum skv. þörfum eigin hagkerfis, haft gengi sem einnig hentar þess þörfum, og síðan getur þú höndlað skyndilegar hagkerfissveiflur með gengisfellingu, þannig lágmarkað gjaldþrot fyrirtækja og atvinnuleysi, þegar sú sveifla gengur í gegn.

Verðið er þá gengisóstöðugleiki, verðbólga og að gjaldmiðillinn tapar virði til lengri tíma litið, það gerir gjaldmiðilinn óhagstæðari fyrir sparnað, skapar vandkvæði fyrir þá sem vilja varðveita andvirði peninga innan hans.

  1. Ef þ.e. tekinn upp gjaldmiðill annar hagkerfis - þarf að snúa aðlöguninni við.
  2. Það er, í stað þess að gjaldmiðilinn aðlagi sig hagkerfinu, þarf hagkerfið að aðlaga sig gjaldmiðlinum, og elta þær sveiflur sem sá kann að taka.
  3. Ath. þetta er ástand sem er hagstæðara fyrir þá sem eiga peninga í bönkum, eða í sjóðasöfnun og getur t.d. verið hagstæðara fyrir lífeyrissjóði, kannski eru það orðnir mikilvægari hagsmunir. Þetta þurfum við að íhuga í samhengi.
  4. En á móti er þetta minna hagstætt fyrir atvinnulíf, sem þarf þá einnig að aðlaga sig gjaldmiðlinum, þ.e. ef hann hækkar þarf að íta launum niður - eða skera niður kostnað með öðrum hætti, eða bland af hvoru tveggja. Þarna er ég einkum að vísa til útfl. greina, en ath. þær hafa oft fastann kostnað sbr. rekstur skipa, rekstur versmiðja, þannig að þ.e. takmörk hve mikið er unnt að ná fram með hagræðingu, siðan eru fyrirtæki í samkeppnisrekstri oftast nær ekki með mikla "fitu" hvort sem er, þannig að líklega er þetta meginspurning um aðlögun "LAUNA."
  5. Vandi er að aðlögun launa er alltaf mun tafsamari aðferð en gengislækkun - þannig að hagkerfistjón þá vísa ég til tapaðs hagvaxtar og tapaðra starfa, er yfirleitt meiri þegar hagræðing er á því formi - að auki hefur gengisfelling 100% sannaða skilvirkni í því að lækka laun, og við skulum einfaldlega viðurkenna þann sannleik að lækkun launa í einu formi eða öðru er þ.s. þetta snýst alltaf um - árangur af því að ætla sér að lækka þau með beinum hætti verður alltaf fyrirfram óviss þ.e. þú getur ekki vitað fyrirfram hvort sú aðgerð yfirleitt tekst eða ekki, meðan eins og ég sagði að skilvirkni gengisfellingar er mun öruggari.
  6. Áhættan er töluverð, en ef maður nefnir Argentínu, þá tengdu argentínumenn pesóið við dollar með fyrirkomulagi sem kallast mynntráð, þ.e. Seðlabanki Argentínu skuldbatt sig til að eiga sama magn af dollar og magn pesóa í umferð hverju sinni, svo pesó væri alltaf 100% skiptanlegt yfir í dollar. Þetta var því aðgerð sem gekk mjög nærri einhliða upptöku dollar. Því Seðlabankinn gat ekki prentað pesó eins og honum sýndist, því hann þurfti þá alltaf á móti að úvega sér sama magn af dollurum. Þetta átti að skapa trúverðugleika á ný - afnema gengissveiflur, þannig afnema verðbólgu, lækka vexti - mjög sambærileg umræða og sú sem á sér stað í dag hérlendis. En síðan á seinni hluta 10. áratugarins fór "US Federal Reserve" að hækka stýrivexti ítrekað, og það framkallaði hækkun dollars (alveg eins og ofsaháir stýrivextir Seðlab. Ísl. um hríð hækkuðu krónuna á sl. áratug, sami mekkanismi). Þetta gerði Seðlab. Bandar. til að draga úr verðbólgu - - en þetta hentaði mjög ílla Argentínu. Það sem þar gerðist, er að útflutningur Argentínu glataði samkeppnishæfni en þeir eins og útgerðin okkar eða fiskvinnsla, hafa fastann kostnað sem ekki verður afnuminn. Þannig að laun þurfa þá að lækka. Og þ.s. verra var, að það náðist ekki samstaða innan samfélagsins að lækka laun um tja tugi prósenta, verkalýðshreyfingin tók það ekki í mál, og Perónistar gátu ekki knúið það fram vegna andstöðu innan eigin flokks, o.s.frv. Þannig, að þ.s. þá gerðist, var að útflytjendur sem sáu fram á tapresktur og ekkert annað, lokuðu sjoppunum hjá sér unnvörpum í stað þess að framreknað fara í þrot. Svo það dróg út útflutningstekjum Argentínu mánuð eftir mánuð, og fyrir rest stórfellt. Þá skrapp hagkerfið saman, skuldir argentíska ríkisins hækkuðu sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, og á árinu 2000 loks varð ríkissjóður Argentínu greiðsluþrota.
  7. Þetta eru áhrif sem við þurfum að muna eftir, þ.e. að hagkerfið skreppur saman þegar beitt er aðlögun með launalækkunum, og því meir minnkar hagkerfið því stærri sú launalækkunaraðlögun er sem framkvæma þarf, þannig að þá hækka skuldir allra á móti tekjum með svipuðum hætti og ef gengislækkun væri framkvæmd. En eitt er nefnt sem óheilug áhrif gengislækkana að skuldir hækki, að erlendar skuldir ríkisins geri það einnig. En þetta er smávegis þröngsýni, því hinn valkosturinn gerir akkúrat það sama. Þess vegna er mjög mikilvægt einnig að ef við förum inn í annan gjaldmiðil, að það verði mjög stíf stefna um að halda skuldum ríkisins sem lægstum, svo þær magnist ekki í niðursveiflum upp í fullkomlega óviðráðanlegar stærðir - eins og kom fyrir Argentínu og við erum að sjá í Grikklandi. Almenningur og fyrirtæki þurfa að mynnast þess, að þau og hann muna einnig fá að finna fyrir því sama að skuldir hækki í reynd miðað við tekjur.
  8. En þ.e. mjög grimmt ferli sem fer af stað, þegar kröfuhafar í reynd taka stjórn á landi að sér eftir að það er á brún gjaldþrots og verður að gera nauðasamninga, Argentínumenn gerðu uppreisn gegn því, en Grikkir hafa ekki a.m.k. enn gert slíka uppreisn. Þá eins og við sjáum af Grikklandi, er landið blóðmjólkað. Kröfuhafar eru alltaf fullkomlega miskunnarlausir peningamenn. Krafan á Grikkland um hagræðingu felur í sér 20% af þjóðarframleiðslu niðurskurð, sem mér skilst sé heimsmet.
  9. Þ.s. þ.s. ég hef sagt frá upphafi, að ég sé fyrir mér þá áhættu að Ísland verði hugsanlega Grikkland, Portúgal eða Argentína - ef við gerum þetta. En það verður mjög krefjandi hagstjórnarlega fyrir Ísland að búa við annan gjaldmiðil en eigin, þ.s. Ísland býr við stöðugar sveiflur frá atvinnuvegunum, þá þarf það að vera svo að launin séu jafn sveigjanleg og krónan hefur fram að þessu verið. Það þarf að vera 100% sami sveigjanleiki, annars er stórfelld hætta á því að við siglum upp á sker og lendum í þeim vanda sem Grikkland, Portúgal og Argentína, hafa lent í.

 

Hvernig getur það samt sem áður hugsanlega gengið upp, að taka upp annan gjaldmiðil?

Ég tel að jafnvægissjóðakerfi sé alger grunnforsenda þess að það sé yfirleitt hugsanlega mögulegt.

En þ.s. sjóðasöfnunin mun gera, er að í reynd að við búum til okkar eigin björgunarsjóð í stað þess að neyðast kannski til að fá björgunarlán t.d. frá AGS eða einhverju öðru apparati.

Með sjóðasöfnun ætti að vera unnt að safna peningi fyrir 2-3 árum af viðskiptahalla, þá án hættulegrar skuldasöfnunar.

Það gefur þann tiltekna tíma til að framkvæma aðlögunaraðgerðir - t.d. hefur Írlandi og Eystrasaltlöndunum tekist að framkalla umtalsverða aðlögun með launalækkunum á sambærilega löngum tíma sem liðinn er síðan kreppan hófst rétt eftir hrun Lehmans bankans, um haustið 2008.

Svo önnur dæmi séu nefnd þ.e. Portúgal, Grikkland, Ítalía og Spánn; þá hefur a.m.k. fram að þessu gengið mun síður vel í þeim hagkerfum, að ná fram viðsnúningi - eins og ég sagði, þ.e. engin leið að vita fyrirfram hvort aðlögun tekst.

Við í reynd hérlendis getum ekki vitað fyrirfram, hvort það væri í reynd mögulegt að taka stórfelldar launalækkanir í stað stórfelldra gengislækkana, mig grunar að aðlögun upp á t.d. 10-15% launalækkanir geti vel verið framkvæmanlegar, hugsanlega allt að 20%.

Meðan stærri lækkanir, væru mun erfiðari í framkvæmd t.d. yfir 20%, t.d. 30%, hvað þá eins og við klárt þurftum í kjölfar hruns bankanna þ.e. 40% launalækkun.

Við verðum þá einfaldlega að vona heitt og innilega, að aldrei aftur komi slík aðlögunarþörf að við springum á limminu með dæmið, og lendum í alvarlegum vandræðum.

 

Aftur á móti hugsað í samhengi þess að halda krónunni, þá hefur jafnvægissjóðakerfi margvíslega kosti fyrir gjaldmiðilinn

  1. Gjaldmiðlinum er í reynd haldið lágum með því að skattleggja gjaldeyristekjur, sem gerir þá gengi hans að jafnaði hagstætt fyrir útflutning. Í reynd er þetta mjög svipað þeim leik með gjaldmiðilinn sem Japan og Kína hafa ástundað.
  2. Alveg eins og hjá Kína og Japan, þá til lengri tíma litið því lengur samfellt sem sjóðasöfnun stendur yfir, því meir traust hefur gjaldmiðillinn - í reynd ætti hann fyrir rest að rísa nema skatturinn sé hækkaður og sjóðasöfnunin efld frekar.
  3. Fyrir okkur er slík sjóðasöfnun sérdeilis aðlaðandi aðferð, vegna þeirra sveifla sem við stöndum reglulega frammi fyrir, því við vitum að eftir nokkur ár af hagstæðum útflutningstekjum koma alltaf einhver ár þ.s. útflutningstekjur eru minna hagstæð.
  4. Þá mun sjóðasöfnun bjóða upp á þ.s. a.m.k. valkost, að framkvæma aðlögun með launalækkunum þ.e. viðhafa svokallað fastgengisfyrirkomulag. Því ef sjóðasöfnun hefur staðið nægilega lengi, þá er sjóðurinn með nægann pening til að borga fyrir 1 eða 2 eða 3 ár af viðskiptahalla - - > þ.e. halli mun ekki nær samstundis kalla á gengisfall eins og að jafnaði á við hérlendis.
  5. Ef því væri fylgt fram, að halda genginu föstu meðan stætt væri, nýta slíka jafnvægissjóði, þá ætti að vera mögulegt að brúa stuttar kreppur eða tiltölulega smáar þ.e. aðlögun með launalækkunum hugsanlega allt að 20%.
  6. Það ætti að skila því að meðalverðbólga verði lægri á Íslandi innan okkar krónuumhverfis.
  7. Að sjálfsögðu mun það einhverntíma gerast, að svo stór sveifla kemur- að ekki tekst að brúa bilið með launalækkunum, þá getur það verið að gengið falli þegar jafnvægissjóðurinn er tæmdur, t.d. eftir 2-3 ár.
  8. En munum að einnig í hinu dæminu, að við værum með gjaldmiðil annars lands, væri það ekki víst að það væri mögulegt að brúa stórt áfall - þannig að við yrðum þá í því tilviki að leggjast á bæn gagnvart kröfuhöfum, sem eins og við sjáum af Grikklandi væri ekki neinn elskumamma valkostur.


Niðurstaða

Ég hallast að því frekar en hitt að halda krónunni áfram, því að þegar maður skoðar ókosti þess að taka upp annan gjaldmiðil verandi með mjög óstöðugt auðlindahagkerfi, þá sér maður að það myndi geta endað mjög ílla - ef við tökum upp gjaldmiðil annarra. 

En það þarf alltaf að skoða slík mál út frá því versta mögulega sem getur gerst. Og það versta mögulega ef við tökum upp annan gjaldmiðil, er sannkölluð hrollvekja.

Það þíðir ekki að ég dásami það ástand sem við búum við. Við höfum komið okkur í mjög erfiða klemmu með okkar gjaldmiðil. Það er engin auðveld eða ódýr leið út úr henni.

Ef við tökum upp gjaldmiðil annars lands, þurfum við að skuldsetja okkur til að kaupa hann. Hagfræðingurinn sem nefndi upphæðina 200ma.kr. nefndi alltof lága upphæð, því aflandskrónurnar svokölluðu sem mun þurfa að kaupa upp, eru einar sér hærri upphæð en það. En líklega getum við notað þann lánsgjaldeyrissjóð sem þegar hefur verið tekinn að láni, haldið sem sagt áfram að borga 40-50ma.kr. per ár að meðaltali.

Ef við losum um höftin, þá þarf ekki að kaupa upp allar krónur, einungis að greiða þeim út sem vilja út úr kerfinu. Þegar aflandskrónur munu streyma inn, þá mun gengið falla og það mun framkalla gjaldeyrssparnað, þ.e. fyrstu fá mest síðan lækkar verðið og á einhverjum tímapunkti hættir útstreymið.

Sumir vilja meina að allir sem geti muni fara, en ég velti fyrir mér af hverju. Það er rökrétt t.d. á Grikklandi sem er með vonlausa skuldastöðu fullkomlega, að auki enn með 10% viðskiptahalla. En Ísland er með mun öflugari útflutning, ekki bara með ferðamennsku. Þ.e. einnit hægt að auka útflutning tiltölulega auðveldlega. Þegar krónan lækkar við losun hafta, þá um leið dregur úr innflutningi og þannig stækkar viðskipta-afgangur - þ.e. innstreymi fjármagns á móti útstreyminu.

En sannarlega þarf að tímasetja losun hafta rétt. Meginatriðið er að skapa jákvæða væntingar, til þess að fjármagnið vilji halda sig hérlendis. 

Til þess að skapa þær væntingar, þarf að skapa væntingar um auknar framtíðar útflutningstekjur.

Því miður fyrir andstæðinga álvera, virðist ekki vera neinn valkostur í boði til þess að skapa slíkar jákvæðar væntingar, annar en sá að gera samninga um uppbyggingu eins eða tveggja risaálvera, eins og ríkisstjórnin upphaflega lagði af stað með sem áætlun.

Um leið og slíkum samningum hefur verið landað, þeir undirritaðir - þá er búið að breyta væntingum um framtíðar tekjur hagkerfisins - - á þeim tímapunkti má láta höftin gossa.

Tek fram að ég er enginn sérstakur aðdáandi álvera per se, en ef einhverntíma hefur verið unnt að rökstyðja þörf fyrir að hrinda slíkum framkvæmdum af stað, þá er það núna þegar Íslandi sárvantar svo klárt frekara erlent fjármagn - - svo snúa meigi neikvæðum spíral yfir í jákvæðan.

Reyðarál og Kárahnjúkar voru framkvæmdir á röngum tíma. Ef aftur á móti, við stæðum fyrir þeirri spurningu í dag, einmitt í ástandi að Ísland er á botninum, með mikið atvinnuleysi, með stórfelldan hagkerfisslaka, með þörf fyrir innspýtingu svo unnt sé að losa um höftin af krónunni - - þá lýtur málið allt, allt öðru vísi út. 

Þörf okkar er mikið - mikið meiri í dag. Það þíðir ekki að fórnarkostnaðurinn fyrir landið sé ekki samt umtalsverður, en hann er mun verjanlegri við þessar aðstæður.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ríkir gerir ráð fyrir í samburði að raunmeðaltekjur á langtímforsendu haldist óbreyttar og vill að hækkanir verði að meðatali 17,5 % á öllum mörkuðum að jafnaði segjum yfir 5 ár. 5 x 3,5$ =17,5%  Þá er hægt að hækka alla fasttekju kaupþega um 3,5% á hverju ári aðrir tekju stofnar eru yfirleitt fastir hlutfallalega og eru því verðtyggðir sjálkrafa. Ríkið hér ein og önnur getur skipt sínum heildar tekju stofni í föst hluföll á milli skilgreindra endurfjárveitinga geira, fast 10% í 10 geira eru 100 %.

Síðan er hægt að velja PPP til að meta heildarraunvirði þjóðarsölu á hverju ár. Byrji hækkun í 100 þá á hún að vera 103,5% næsta ár ef sama magn af raunvirði hefur selst, sýni söluverð hærri upphæð  þá er afskrifað depreciated, uppgefna tekjur lækkaðar með CRED færslu og Skuldir framtíðar lækkað með sömu upphæð með DED færslu.  Næst ár sýni sölu verð lægra en ráðgert, þá eru uppgefnar tekjur hækkaðar DEB og skuldir framtíðar lækkaðar CRED.

Þetta gera öll fullorðin ríki ennþá.  Voða einfalt í framkvæmd, og byggja síðan lög , reglur, til skipanir á þessu einhalda jafnatriði í framhaldi.   

Júlíus Björnsson, 4.3.2012 kl. 22:20

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er og hef verið á því að við eigum að setja ALLA umræðu um að skipta um gjaldmiðil á "HOLD".  Það sem þarf að gera er að taka ALLAN rekstur ríkisins í gegn.  Í opinbera geiranum er þvílík SÓUN í gangi að það hálfa væri heill hellingur.  Ef einfaldlega væri "tekið til" í ríkisgeiranum, þá þyrfti ekkert að skera niður í heilbrigðismálum, menntamálum og félagsmálum.  Gengi krónunnar endurspeglar bara hagstjórnina undanfarin ár og áratugi.  Það að við tökum upp annan gjaldmiðil breytir ekki þeirri staðreynd að afborganir lána eru alveg gríðarlega miklar og það sem fyrst og fremst veldur gengissigi krónunnar nú um mundir er að sveitarfélögin og OR eru að greiða alveg gríðarlegar fjárhæðir af lánum sínum.

Jóhann Elíasson, 5.3.2012 kl. 12:14

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

AGS staðfestir 2005 lögmál á Alþjóða fjármálamarkaði.  Banki [fjármálastofnun : til dæmis. Fjármálráðuneyti] fjármagnar ekki annan banka [fyrirtæki] til að hann hagnast á því meira en sjálfur.  Ef long planning grunnvextir á markaði Banks sem biður um lán er x prósent, þá  þarf bankinn sem lánar leggja á þessi x prósent sína grunnvexti og sjálfsagaðar  verðbætur.

Hér um um  2000 voru ráðandi uppgefnir [lífeyrissjóða og íbúðlánsjóðs] grunnvextir um 3,5% [max. ráðandi long planning er alltaf 1,99% í góðærum.    3,5/1,99= 199% það er tvöföld fjármagsleiga longplaning. Hinsvegar var sleppt að benda á að hér er stunduð langtíma ávöxtun í gengum veðlásforminn. langtíma grunnvaxtakrafa um 6,8% til 8,0%. Þess vegna segir AGS eftir 2000 lokaði sá hluti Aljóðafjámálgeirans fjármálageirans sem tekur ekki meiri áhættu en 1,99% max. á Íslensku einkabankanna. Þeir fóru út um alla heim og hér fylltist allt af vogunsjóðum. Hrunið byrja um 1983 og á langtíma forsendum var staðreynd um 1998-2000, í baklandi langtíma fjármálheims Alþjóðsamfélagsins. Hér er líka lög sem skilda fyrirtæki til hækka reikning rekstrarlega eigna DEB um neysluverðbólgu á hverju ári og færa CRED til skuld framtíðar um fram skuldir síðat á árs: Equiti, það er eigið-fé sem kallast eignir umfram skuldir á Íslandi.

Hér var sagt að erlendir aðilar kæmu ekki hér vegna krónu, skýring er að þeir geta ekki unnið í longplanning lagavitleysunni hér.   

Erlendi er arður reiknaður sem prósenta af eigið-fé: því lægra eigið-fé því öruggari rekstur . Hinsvegar ef rekstur á Íslandi er borin saman við jafnstóran erlendis þar sem arður af eigið-fé mynd vera ágætur 10%.  Segjum að lámarks eigið-fé er 100 milljónir þá er þetta 10 milljónir í arð. Segjum að þetta sé Ísland þá er öruggt að Skuldir framtíðar er mikið hærri og sama prósenta 10% er mikið hærri  í krónum. Eðlilga rekið erlent fyrirtæki hér er þá að sýna miklu lægri prósentu hagnað í evrum eða krónu miðað við áhættlausan langtíma rekstur.   Erlend fyritæki geta ekki pantað ríkis ábyrgði og skyldur tekjur[lífeyrsjóða kerfið, verðbótakerfið, persónuafsláttarkerfið]þau gera ekki út á svo ríkisafskipti til langframa. 

Júlíus Björnsson, 5.3.2012 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 67
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 1248
  • Frá upphafi: 848993

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 1168
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband