Grikkland er statt í hratt versnandi "depression."

Skv. nýjum upplýsingum frá Markit, sem er stærsta einkarekna markaðskönnunarfyrirtæki Evrópu, og byrtir reglulegar markaðskannanir sem mikið er fylgst með, þá náði samdráttur í pöntunum frá grískum fyrirtækjum nýjum ekki áður séð hæðum.

Sjá: Markit Greece Manufacturing PMI: "The headline Purchasing Managers’ Index® (PMI®) – a composite indicator designed to provide a single-figure snapshot of the performance of the manufacturing economy – fell to a survey low of 37.7 in February (data have been collected since May 1999). Moreover, the PMI has now posted sub-50.0 readings in each of the past 30 months, with the rate of deterioration accelerating since the turn of 2012."

"Sales of Greek manufactured goods were down from both domestic and foreign sources: new export orders fell for a sixth successive month and at the steepest pace since May 2010."

Þetta er ótrúleg útkoma, að vísitala pantanastjóra grískra fyrirtækja mælist einungis 37,7 í febrúar.

En allt neðan við 50 er samdráttur, þetta segir því að samdráttur sé, 50 - 37,7 =  12,3%, bara í febrúar miðað við janúar.

Þetta kemur ofan á samfellt samdrátt sl. 30 mánuði, þ.e. 2 og hált ár.

Samtímis mæla þeir einnig mesta mælda samdrátt í sölu og útflutningi grískra fyrirtækja í langann tíma.

Það er ekki unnt að kalla þetta annað en "depression."

Markit byrti einnig gögn um pantanir iðnfyrirtækja á evrusvæði, skv. þeim gögnum dróg úr samdrætti pantana milli mánaða, þ.e. PMI mældist 49 í febrúar í stað 48,8. Þ.e. samt minnkun pantana um 1% miðað við mánuðinn á undan. Þó sjálfsagt sé jákvætt að minni minnkun mælist.

Sjá: Markit Eurozone Manufacturing PMI® – final data

Countries ranked by Manufacturing PMI® (Feb.)

  1. Austria..........52.0 8-month high
  2. Netherlands...50.3 6-month high
  3. Germany........50.2 2-month low
  4. France...........50.0 7-month high
  5. Ireland...........49.7 4-month high
  6. Italy..............47.8 5-month high
  7. Spain.............45.0 2-month low
  8. Greece...........37.7 Record low 

 

Áhugavert að sjá hve bersýnilega kemur fram í gögnum, að það eru 2. Evrópur! Norður vs. Suður!

Eurostat byrti í dag yfirlit yfir atvinnuleysi á evrusvæði: Euro area unemployment rate at 10.7%

  • En það hefur aldrei áður mæst hærra í sögu evrunnar, þ.e. 10,7%.
  • Atvinnuleysi ungmenna var 21,6%.
  1. 16.925 milljón manns eru atvinnulausir á evrusvæði í lok janúar 2012.
  2. Þeim fjölgaði frá desember um 185.000. 
  3. 3.314 milljónir ungmenna voru atvinnulausir á evrusvæði í lok janúar.
  4. Sem er fjölgun frá desember um 141.000.

"Among the Member States, the lowest unemployment rates were recorded in Austria (4.0%), the Netherlands (5.0%) and Luxembourg (5.1%), and the highest in Spain (23.3%), Greece (19.9% in November 2011), Ireland and Portugal (both 14.8%)."

"Compared with a year ago, the unemployment rate fell in ten Member States, remained unchanged in two and rose in fifteen Member States."

  • Að það eru tvær Evrópur kemur skýrt fram í tölum yfir atvinnuleysi almennt.

"The lowest (youth unemployment) rates were observed in Germany (7.8%), Austria (8.9%) and the Netherlands (9.0%), and the highest in Spain (49.9%), Greece (48.1% in November 2011) and Slovakia (36.0%).
  • Tölur yfir atinnuleysi unga fólksins eru virkilega ótrúlegar í Grikklandi og á Spáni.
  • Alger skortur á framtíð - unga fólkið hlýtur að spá í það að flytja annað.

Sömu N vs. S skiptinguna má sjá í gögum Markit:

"The level of new export orders fell for the eighth month running, albeit at the weakest pace since last July. The drop in foreign demand was led by a steep reduction in Greece and marked falls in Spain and Germany, the region’s largest exporter."

  • Þetta finnst mér áhugavert, að pantanir erlendir frá hafi verið í samdrætti fyrir aðildarríki evrusvæðis, samfellt í 8 mánuði.

"Increased prices for fuel, oil, plastics, steel and other raw materials led to the sharpest rise in manufacturers’ input costs since June last year...Input price pressures rose in all of the nations covered by the survey, in most cases hitting levels last seen in the middle of 2011."

  • Þetta eru einnig slæmar fréttir, en fregnir hafa borist af verulegum olíuverðshækkunum upp á síðkastið, en þarna kemur fram að hækkanir ná til hráefna vítt yfir sviðið.
  • Slæmur kokteill að hráefnisverð hækki ofan í efnahagssamdrátt.

"The steepest falls in employment were seen in Greece and Spain, though further marginal cuts in staffing levels were also signalled in Italy, the Netherlands, Austria and Ireland."

"France and Germany reported slight gains in payroll numbers."

  • Aukning atvinnuleysis langmest í Grikklandi og Spáni, minni að hlutfalli á Ítalíu, Hollandi, Austurríki og Írlandi, meðan það mælist smávegis fjölgun starfa í Frakklandi og Þýskalandi. 

Að lokum bendi ég á stutt yfirlit frá Open Europe um Grikkland!

 

Niðurstaða

Ég held það sé gersamlega klárt að stofnanir ESB eru enn að stórfellt að vanmeta efnahagsframvindu Grikklands, en skv.: EU’s revised economic forecasts. Þá verður samdráttur í ár á Grikklandi minni en í fyrra er hann var 6,6%, en þess í stað spáir Framkvæmdastjórnin 4,4% samdrætti á Grikklandi. Sú spá er reyndar nærri spá Framkvæmdastjórnarinnar við upphaf sl. árs.

  • En allar vísbendingar um framvindu mála á Grikklandi benda í þveröfuga átt.
  • Það er, að samdráttur sé enn að aukast, ekki minnka.

Ég held það sé klárt að stefna sú sem keyrð hefur niður í kok grikkja, hefur sett gríska hagkerfið í ástand sem á ensku nefnist "depression." En "recession" er of milt til að lýsa ástandi Grikklands.

Eins og kemur fram hjá Open Europe, þá verður niðurskurður ríkisútgjalda á Grikklandi, ef prógrammið nær fram að ganga eins og þ.e. nú sett fram, allt í allt 20% af þjóðarframleiðslu.

Open Europe bendir á að, þetta sé heimsmet. Til samanburðar hafi Írland á 9 áratugnum þegar landið var í kreppu og beitti sig hörðu, minnkað útgjöld um 10,6% af landsframleiðslu.

Manni virðist það algerlega klárt að gríska planið munu aldrei ganga upp.

Að einungis sé tímaspursmál hvenær Grikkland verði gjaldþrota.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 253
  • Frá upphafi: 847335

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 249
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband