Bankabjörgun Mario Draghi kominn í 1.019ma.€

Það er enginn vafi á því að innstpýting Mario Draghi hin nýja Seðlabankastjóra Evrópu, á 489ma.€ til 523 banka í desember, forðaði stórfelldum vandræðum á evrusvæði sem annars hefðu líklega orðið í janúar.

Eða svo vitnað sé í hann sjálfann: "So we know for sure that we have avoided a major, major credit crunch"

Á hinn bóginn hefur sú lánveiting ekki stöðvað þann umtalsverða efnahagssamdrátt sem er nú kominn af stað sérstaklega í S-Evrópu, sem dregur niður restina af svæðinu í nettó samdrátt.

Né hefur hún stöðvað samdrátt í lánveitingum banka til almennings - fyrirtækja, né opnað aftur botnfrosinn millibankamarkað.

En lánveitingin hefur hið minnsta hindrað bankahrun á evrusvæði, sem var allt útlit fyrir - fyrir tilstuðlan lausafjárskorts.

Á hinn bóginn aftur, þá eru bankarnir í S-Evrópu áfram í alvarlegum vandræðum, því þeir fá ekki lán lengur frá bönkum í N-Evrópu, eða lengra að. Enn virðist útlán í S-Evrópu vera í samdrætti, sem magnar þann samdrátt sem þegar er kominn af stað, auk þess að við bætist að ríkisstjórnir allra landanna, ætla í harðar niðurskurðar og sparnaðar aðgerðir.

Þó svo að evran hafi hækkað umtalsvert sl. 6 vikum eða svo, þá er staðan á evrusvæði enn mjög alvarleg.

 

800 Evrópskir bankar taka 530ma.€ að láni hjá Mario Draghi!

530 + 489 =  1019ma.€

Áhugavert er að muna að TARP aðgerð "Federal Reserve" kostaði um 700ma.$ þ.e. bankabjörgun Seðlab. Bandar., og bandar. bankar eru búnir að endurgreiða féð að mestu.

Munum að evran stendur í rúmlega 1.33 móti dollar.

Svo bankabjörgun Mario Draghi er innan Evrópu er virkilega orðin mjög kostnaðarsöm.

Það er einmitt bankabjörgun, sem "LTRO - Long Term Refinanci Operation" er.

En eins og einhverjir hafa örugglega heyrt, eru lánin veitt til 3 ára á einungis 1% vöxtum, og ECB er til í að taka mun lélegri veð en áður - þ.e. slakað var samtímis á reglum um gæði mótveða.

Skv. eftirfarandi fréttum Financial Times:

Banks borrow €530bn from ECB scheme og Europe banks hungry for second helpings

Þá sé nettó aukning peningamagns, 193,4ma.€ í fyrri aðgerðinni en 310ma.€ í þeirri seinni.

Með öðrum orðum, nýtt prentað fé:  503,4ma.€.

Annað fé hafi verið millifært milli reikninga annars staðar frá innan Seðlabankakerfis Evrópu.

Það þíðir samt að prentun er hafin

Þetta er sennilega ekki næg prentun til að hafa e-h umtalsverð verðlækkandi áhrif á evruna, þvert á móti hafa áhrif aðgerðarinnar verið mjög jákvæð fyrir traust innan fjármálakerfis Evrópu - sem virtist í janúar við það að riða til falls en með þessari miklu peningadælu, þá er sennilega langt komið með að redda evrópskum skammtímafé á þessu ári. 

Þannig að líkur á því að evr. bankar falli vegna lausafjárskorts, séu nú orðnar hverfandi.

En í áður en peningadæluaðgerðin hans Draghi hófst, var sú hætta orðin mjög umtalsverð og hratt vaxandi.

Það aukna traust sem hefur skapast, hefur hækkað gengi evrunnar verulega sl. 1 1/2 mánuð.

Rétt að muna, að það aukna traust er miðað við það ógnarástand er ríkti rétt fyrir sl. áramót, er menn héldu að allt væri á leið á hliðina.

 

Hvað með ókosti aðgerðarinnar?

Þeir eru reyndar nokkrir:

  1. Ljóst er að evrópskir bankar hafa notað féð að verulegu leiti til að kaupa skuldabréf Ítalíu og Spánar. Eins og fram kemur hjá FT þá jókst eign spænskra banka á ríkisbréfum eigin lands um 24,4ma.€, aukning á eign um 29% í 230ma.€ og ítalskra banka um 28,4ma.€, aukning á eign um 13% í 280ma.€. Reiknað er með því að þessum leik verði haldið áfram, þ.e. að spanskir og ítalskir bankar kaupi bréf eigin landa, og græði vaxtamuninn. Á móti eykst einmitt þ.s. hefur verið megin áhætta bankanna - þ.e. þeirra eign í ríkisbréfum eigin lands.
  2. Samtímis því að bankarnir eiga meir af ríkisbréfum, og eru þannig í enn meiri hættu en áður ef þeirra ríkissjóðir lenda í vanda, síðar meir. Þá eignast ECB sjálfur aukið magn af rusli sem bankarnir í vanda, hafa fengið að nýta sem veð. Það eykur áhættu ECB einnig umtalsvert, sem ærin er fyrir.
  3. Á sama tíma, hefur ekki verið uppi vísbendingar þess að bankarnir séu að nota þetta fé til að lána hverjum öðrum, þvert á móti virðast bankar í S-Evrópu enn algerlega frosnir út af millibankamarkaðinum.
  4. Né virðast þeir vera að auka útlán til atvinnulífs eða einstaklinga.
  5. Á sama tíma, hefur inneign evr. banka í Seðlab.Evr. verið í hámarki, sem bendir til þess að bankarnir hafi kosið að varðveita verulegann hluta peninganna, inni á reikningum sínum í ECB. Þetta gera þeir í stað þess að lána hverjum öðrum.
  1. Líkur eru til þess að ef banki tekur mjög mikið af lánum með þessum hætti, þá geri það þann banka síður áhugaverðann í augum annarra hugsanlegra lánveitenda.
  2. Þetta er vegna þess, að ECB tekur sér forréttindastöðu sem kröfuhafa, þ.e. að kröfur ECB gangi framar kröfum einka-aðila.
  3. Þetta þíðir að því meir sem banki tekur að láni frá ECB, því minna er eftir af hans eignum - sem renna til ECB sem veð, til að standa undir lántökum frá 3. aðilum.
  4. Með öðrum orðum, staða ítalskra - spanskra - írskra og jafnvel franskra banka, getur orðið slík; að þeir muni í framtíðinni eiga mjög erfitt með að losa sig af spenanum hjá ECB.
  5. Því þeir hafi mjög lítið upp á að bjóða, til handa 3 aðilum af nothæfum veðum.

Hver var skiptingin á peningunum síðast:

  1. Ítalskir bankar 25%.
  2. Spanskir 16%.
  3. Franskir 14%.
  4. Írskir 13%.
  5. Grískir 11%.


Ókostur aðgerðarinnar er ekki síst, að hún hjálpar lítt hagkerfum í vanda!

Seðlabanki Evrópu eða "ECB" er bundinn af því heimskulega banni, sem sett var í upphafi skv. vilja þjóðverja, þ.s. stofnuninni er bannað að veita aðildarríkjum beint - neyðarlán.

Það má vera að breyting verði á nú, en fram að þessu hafa bankar notað þetta fé til að kaupa ríkisbréf sem hjálpar ríkissjóðunum en ekki beint atvinnulífinu, þ.e. engin aukning hefur orðið í útlánum.

Þvert á móti, gætir enn skv. tölum mikillar og alvarlegrar lækkunar peningamagns, sérstaklega í jaðarríkjum.

Skv. Eurozone money numbers: peripheral M1 contraction accelerates

"M1 comprises currency in circulation and overnight deposits. The ECB publishes a country breakdown of deposits but not currency. A 1.0% (not annualised) fall in Eurozone real M1 deposits in the six months to January conceals a solid 2.2% rise in “core” economies (defined here as Austria, Belgium, France, Germany, Luxembourg and the Netherlands) offset by a 6.1% plunge in the “periphery” (i.e. Greece, Ireland, Italy, Portugal and Spain) – third chart. The latter represents a new low, suggesting that the rate of peripheral GDP contraction will accelerate in mid 2012."

Eins og sést á myndinni að neðan, er enn kröftugur samdráttur peningamagns í svokölluðum jaðarríkjum evrusvæðis.

"The peripheral country decomposition, as expected, shows the largest decline in Greece (-12.9%, not annualised) but Ireland is now as weak as Portugal (-9.2% versus -9.0%), with Italy not far behind (-8.0%); Spain’s contraction, oddly, is milder (-1.5%) – fourth chart. In the former cases, these are depression-scale declines, although normal monetary relationships may be breaking down in the context of rising EMU dissolution risk."

Áhugavert að samdráttur peningamagns er minnstur í Spáni, en hann er kröftugur sá samdráttur alls staðar annars staðar, Ítalía lítur ekki vel út skv. þessu og Írland er merkilega ljótt einnig.

Eurozone bank lending stabilises: Þar kemur fram að hægt hafi á minnkun útlána evrópskra banka til fyrirtækja, þ.e. minnkun sé einungis 1ma.€ í janúar sbr. minnkun um 35ma.€ í desember.

Um þetta þykir mér þó líklegt að sama eigi við og um þróun peningamagns, þ.e. heildaraukning í betur stæðum löndum vs. samdráttur í verr stöddum.

Það er sjálfsagt hugsanlegt að bankar standi sig betur nú í mars, eftir seinni peningainnspýtinguna.

En sú fyrri hefur fram að þessu einungis hægt á efnahagssamdrættinum sem ríkir - þ.e. vegna þess að aðgerðin hefur það form, að lána beint til banka sem hugsa fyrst um sig sjálfa.

Þó svo að aðgerð Mario Draghi sé minna skilvirk en QE 1 og 2, Federal Reserve, þá samt er klárt að án hennar væri ástandið á evrusvæðinu miklu mun verra.

 

Niðurstaða

Peningadæluaðgerð Mario Draghi sennilega kom í veg fyrir þ.s.annaðhvort hefði verið stórt gengisfall evru sl. janúar eða jafnvel mun alvarlegri hlutur, þ.e. keðja bankahruna. Eftir svo mikinn peningaaustur eru evrópskir bankar sennilega ekki lengur í bráðri hrunhættu vegna lausafjárskorts.

Á hinn bóginn, er staðfest af stofnunum ESB að öll S-Evrópa er í efnahagssamdrætti. Auk þess var Holland, Þýskaland, og Belgía í samdrætti á síðasta fjórðungi 2011.

Þ.s. knýr á um hann, er ekki síst sparnaðar og aðlögunar-aðgerðir þær sem stofnanir ESB hafa knúið S-Evrópu og ímiss önnur aðildarríki evru til að hrinda í framkvæmd.

Allt aðgerðir sem til skamms tíma a.m.k. munu draga úr eftirspurn enn frekar, auka samdrátt. Þetta er slæmt fyrir evr. banka vegna þess, að það þíðir að útlán þeirra munu dragast saman vegna minni eftirspurnar - en auk þess hafa þeir verið að halda í fjármagn. En neyðarlánin ættu að draga úr þeim tilhneygingum, einnig gegn tilhneygingum til þess að auka lántökukostnað.

Vandinn er að samdráttur þessa árs, mun að flestum líkindum setja þrýsting á virði eigna bankanna, þannig valda þeim frekari búsifjum. Sem getur knúið þá til enn frekari töku neyðarlána.

  • Því miður er aðgerð Mario Draghi ekki bein peningadæling út í hagkerfið, heldur beint til bankastofnana - sem virðast fram að þessu halda í það fé sjálfar.
  • Þá virðist aðgerðin fram að þessu ekki vera að slá að neinu umtalsverðu leiti á þann samdrátt peningamagns sem verið hefur stöðugur og ef e-h er vaxandi á evrusvæði sl. 6 mánuði.

Það þíðir að aðgerð Draghi gerir lítt a.m.k. enn sem komið er, til að draga úr efnahagslegu niðursveiflunni.

Það væri þá einna helst, að ef Framkvæmdastjórn ESB hliðrar til við Spán og Ítalíu, en fram hefur komið í fréttum að halli á ríkisrekstri Spánar stefni í 8% sem er fjarri takmarki Framkvæmdastjórnarinnar um einungis 4,4% halla, og hefur Rajoy forsætisráðherra sent beiðni til Framkvæmdastjórnarinnar um það að fá að reka Spán með meiri halla, sem er í reynd krafa um að fá að skera minna niður í ár en Framkvæmdastj. hefur fram að þessu krafist af Spáni.

En ég er fyrirfram ekki bjartsýnn um að það verði af slíkri tilhliðrun, en fram að þessu hefur Framkv.stj. virst mjög ákveðin í því, að knýja aðildarríkin með halla á ríkisrekstri umfram 3% til að minnka hann með sem mestu hraði. Sem skapar hættu á að Spánn og jafnvel Ítalía, endurtaki þá afgerandi hjöðnun sem átt sér hefur stað á Grikklandi.

En eitt virðist mér víst - að ef Framkvæmdastjórnin slakar ekkert á klónni, þá verður Mario Draghi að halda áfram að prenta, það sé eina leiðin til að halda evrukerfinu gangandi í gegnum þann ógnarsamdrátt sem þá mun eiga sér stað.

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður kannski aftur eins og eftir stríð í Þýskalandi þegar það þurfti fullar hjólbörur af peningum til að kaupa eitt rúgbrauð.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 07:00

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það væri fræðilegt versta dæmi, en líklegar að það yrði ekki alveg svo rosalega mikið slæmt, en það getur alveg orðið þó töluvert umtalsverð verðbólga.

Spurning hvort þjóðverjar myndu þá segja bless v. evru.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.3.2012 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 714
  • Frá upphafi: 846644

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 652
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband