Heimsbankinn spáir kreppu í Evrópu í ár!

Dökk skýrsla Heimsbankans/World Bank um framvindu efnahagsmála heimsins er komin út:

Global Economic Prospects 2012 - COMPLETE REPORT

Ég hvet fólk að lesa hana sem treystir sér til.

Ath. - þessi spá miðar við það að engin frekari stór áföll verði í Evrópu.

Hlutir muni ganga svona nokkurn veginn, án viðbótar stórra boðafalla.

 

Spá Heimsbankans fyrir 2012: Hagvöxtur

  • Heimurinn..........................2,5%.
  • Rík ríki..............................1,4%
  1. Evrusvæði.........................-0,35%.
  2. Japan................................1,9%.
  3. Bandaríkin..........................2,2%.
  • Þróunarlönd........................5,4%.
  • E-Asía, Kyrrahaf..................7,8%.
  1. Kína..................................8,4%.
  2. Indónesía...........................6,2%.
  3. Tæland...............................4,2%.
  • Suður Asía...........................5,8%.
  1. Indland...............................6,5%.
  2. Pakistan..............................3,9%.
  3. Bangladesh..........................6%.
  • "Latin" Ameríka, Kyrrahaf.......3,6%.
  1. Brasilía................................3,4%.
  2. Mexíkó................................3,2%.
  3. Argentína.............................3,7%.
  • A-Evr., N-Afríka.....................3,2%.
  1. Rússland..............................3,5%.
  2. Tyrkland...............................2,9%.
  3. Rúmenía...............................1,5%.
  • Miðausturl., N-Afríka...............2,3%.
  1. Egyptaland............................3,8%.
  2. Íran......................................2,7%.
  3. Alsír......................................2,7%.
  • Afríka S-Sahara.......................5,3%.
  1. Suður Afríka...........................3,1%.
  2. Nígería..................................7,1%.
  3. Angóla...................................8,1%.


Hvað gerist ef það verða viðbótar boðaföll í Evrópu?

Þetta segir Heimsbankinn:

  1. "The world could be thrown into a recession as large or even larger than that of 2008/09."
  2.  "Although such a crisis, should it occur, would be centered in high-income countries, developing countries would feel its effects deeply."
  3. "Even if aggregate developing country growth were to remain positive, many countries could expect outright declines in output."
  4. Overall, developing country GDP could be about 4.2 (5,4 - 4,2 = 1,2%) percent lower than in the baseline by 2013 — with all regions feeling the blow.
  1. "In the event of a major crisis, activity is unlikely to bounce back as quickly as it did in 2008/09, in part because high-income countries will not have the fiscal resources to launch as strong a counter-cyclical policy response as in 2008/09 or to offer the same level of support to troubled financial institutions."
  2. "Developing countries would also have much less fiscal space than in 2008 with which to react to a global slowdown (38 percent of developing countries are estimated to have a government deficit of 4 or more percent of GDP in 2011)."
  3. "As a result, if financial conditions deteriorate, many of these countries could be forced to cut spending pro-cyclically, thereby exacerbating the cycle."
  4. "Arguably, monetary policy in high-income countries will also not be able to respond as forcibly as in 2008/09, given the already large expansion of central bank balance sheets."
  • "Developing countries need to prepare for the worst."
  • "All countries, should engage in contingency planning. Countries with fiscal space should prepare projects so that they are ready to be pursued should additional stimulus be required. Others should prioritize social safety net and infrastructure programs essential to assuring longer-term growth."
  • "More generally, a downturn in growth and continued downward adjustment in asset prices could rapidly increase the number of non-performing loans throughout the developing world also resulting in further deleveraging."
  • "In order to forestall such a deterioration in conditions from provoking domestic banking crises, particularly in countries where credit has increased significantly in recent years,
    countries should engage now in stress testing of their domestic banking sectors."

 

Hættan er skýr!

Heimsbankinn varar skýrt og skilmerkilega við því að hætta sé á kreppu sem orðið geti verri og sem geti staðið lengur en kreppan sem hófst í kjölfar falls Lehman's fjárfestingabankans.

Og hvaðan kemur hætta? Evrópu -Já!

En nánar tiltekið, kemur hættan frá evrusvæði!

Evrusvæðið er helsta ógnin við stöðugleika heimshagkerfisins - þessi misserin.

 

Niðurstaða

Hvet alla til að lesa a.m.k. fyrsta kaflann í skýrslu Heimsbankans. Það er tragedía Evrópusambandsins, að það sem átti að vera kóróna hins evrópska samstarfs - hefur þróast yfir í að vera myllusteinn um háls þeirra ríkja, sem þátt hafa tekið.

En þ.s. verra er, að vegna þess hve svæði heimshagkerfisins eru orðin innbyrðis háð, er kreppa evrusvæðisins ógn við efnahagslega velferð í heiminum öllum - í reynd versta ógnin sem til staðar er þessa stundina, við efnahagslega stöðu mála heiminn vítt.

Þetta er óneitanlega stór skellur fyrir þá sem fóru af stað með þetta verkefni, þ.e. hinn sameiginlega gjaldmiðil. Og kaldhæðni örlaganna getur leitt til þess, að það yfirskot sem evran felur líklega í sér, geti leitt til hruns hins evrópska samstarfs - þ.e. Evrópusambandsins.

  • En þ.e. ekki lengur unnt að "dissa" á að slíkt geti ekki átt sér stað.
  • Nógu oft er einmitt varað við slíkri hættu á hruni sambandsins alls, af verjendum evrunnar - sem ef marka má slíkar yfirlýsingar, sjálfir trúa á að hrun evru muni leiða til hruns sambandsins sjálfs.

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 847146

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 467
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband