Joseph A. Stiglitz lýsir algeru frati á áætlun Angelu Merkel fyrir Evrusvæði

Umæli Joseph A. Stiglitz i dag um evrusvæðið hafa vakið mikla athygli. En klárt af þeim er að hann er viss um að sú leið sem Angela Merkel vill að Evrusvæðið fari, sé leið til efnahagslegs helvítis.

Að auki virðist sem hann sé orðinn mjög skeptískur á áframhaldandi tilvist evrunnar.

 

Hér er hlekkur á hið fræga viðtal við Joseph A. Stiglitz:

Stiglitz Says Slower China Growth Probably `Good Thing'

En viðtalið var tekið í Hong Kong, og greinilega að spyrli fannst svör hans um aðstæður í Kína áhugaverðastar.

En fyrir okkur, er það til mikilla muna áhugaverðara, hvað hann segir um stefnu ríkisstjórnar Angelu Merkel - sem telur réttu leiðina til viðsnúnings úr kreppunni, vera þann að gervallt evrusvæðið fari inn í meiriháttar niðurskurð á opinberum útgjöldum, og það samtímis.

Síðan dæmi um umfjöllunn fjölmiðla:

Stiglitz says European austerity plans are a 'suicide pact'

""The answer, even though they see over and over again that austerity leads to collapse of the economy, the answer over and over [from politicians] is more austerity," said Mr Stiglitz to the Asian Financial Forum, a gathering of over 2,000 finance professionals, businessmen and government officials in Hong Kong."

""It reminds me of medieval medicine," he said. "It is like blood-letting, where you took blood out of a patient because the theory was that there were bad humours.""

""And very often, when you took the blood out, the patient got sicker. The response then was more blood-letting until the patient very nearly died. What is happening in Europe is a mutual suicide pact," he said."

""Among economists the discussion is about the best way to end the euro. It could be civilian upset that does it. Youth unemployment in Spain has been over 40pc since 2008. How much longer will they tolerate that? The policies of the new government are for more of the same medicine, except worse."

""The other way it may end is when the European Central Bank refuses to be the lender of last resort for some countries, precipitating a crisis. We can be sure that markets will be highly volatile and the end of the Euro will be a very severe disruption to the global economy," he said."

 

Fyrir þá sem hlustuðu á viðtalið!

Það er ljóst að Stiglitz telur að bandaríska ríkið eigi að eyða peningum, ekki skera niður. Hann bendir á "crumbling infrastructure" - að alríkið geti notfært sér ótrúlega ódýr lánskjör þessa stundina, til þess að framkvæma með tiltölulega ódýrum hætti. Og þannig hvetja hagkerfið.

Hann hefur ekki heldur tiltrú á sparnaðaraðgerðum breskra stjv. - klárt telur að þar eigi einnig að nota ótrúlega hagstæð lánskjör sem breska ríkinu bjóðist i dag.

Ég bendi þó á að "Bank of England" er að prenta peninga á fullu þessa stundina, og það má alveg halda því fram að slík prentun, komi í stað þess að ríkið sé að eyða - eins og hann leggur til.

Það sem kannski má gagnrýna, er að i júlí tók seðlaprentunaraðgerð enda hjá "Federal Reserve" bandar. seðlabankanum.

En því má alveg halda fram, að ef "Fed" prentar samhliða því að stjv. skera niður - þá ætti það að duga til þess, að ekki verði allsherjar hjöðnun í hagkerfi Bandar.

  • Ég er alveg sammála honum, þegar hann segir að niðurskurðaraðgerðir bandar. stjv. muni hafa mjög hjaðnandi áhrif, ofan á skerta neyslu út af skuldastöðu almennings og vegna þess að fyrirtæki eru enn að halda að sér höndum með fjárfestingar.
  • Ef þ.e. á hinn bóginn rétt hjá honum að vega- og samgöngukerfi Bandar. sé víða úr sér gengið, þá sannarlega getur það verið hagkvæm ráðstöfun að framkvæma á fullu akkúrat núna. En samgöngubætur nýtast síðar, þ.e.a.s. ef þær raunverulega eru nauðsynlegar - bæta skilvirkni hagkerfisins.
  • Annað átti við í Japan, þar var samgöngukerfið gott fyrir, og það gekk hratt á nytsama hluti til að framkv., og margt af því sem framkv. var síðar meir er talið hafa verið til lítilla nota - "Bridges to nowhere - roads to nowhere".
  • Skuldir eru eftir allt saman skuldir - svo ríkið á ekki að skuldsetja sig frekar - jafnvel þó skuldsetning sé mjög ódýr nú; nema um raunverulega arðbærar famkv. sé að ræða.
  • Japanska ríkið reyndi í áratug að beita eyðslu til að örva hagkerfið - með mjög takmörkuðum árangri, eiginega er sá fyrst og fremst að japanska ríkið skuldar mjög mikið.
  • Alternatív leið - er sú breska, sem verður að flokkast sem millileið - þ.e. að ríkið sannarlega spari, en á móti hafi seðlabankinn "Bank of England" fullt umboð til seðlaprentunar.
  • Bank of England er einmitt að prenta í dag.

Mér finnst nefnilega Stiglitz ganga smá langt, þegar hann mótmælir aðgerðum breskra stjv., setur undir sama hatt og aðgerðir bandar. stjv.

En bresk stjv. hafa haft mikinn ríkishalla, það reyndar hafa bandar. líka - eða um eða yfir 10%.

Svo mikill halli framkallar frekar hraða skuldasöfnun. Það verður að muna, að þó ódýr nú, þá samt auka nýjar skuldir vaxtakostnað ríkisins - sem minnkar í framtíðinni umráðafé þess.

Nema auðvitað að það finnist mjög arðbærar fjárfestingar - sem ef það á við, getur breytt reikningnum.

Varðandi sparnaðaraðgerðir innan evrusvæðis, er ég algerlega sammála hans gagnrýni:

  • Það er út af fyrir sig unnt að skilja þá hugsun, að ef ríkin skulda - eigi þau að spara.

En þarna þarf að hugsa dæmið í samhengi.

Þjóðverjar telja að þ.s. þeir gerðu á sl. áratug sé dæmi til eftirbreytni - en þ.s. þeir gerðu er til mikilla muna vægara en þeir eru að krefjast af S-Evrópuþjóðunum.

  1. Þjóðverjar frystu að mestu launahækkanir á sl. áratug, laun hækkuðu ekki nema 1% á ári að meðaltali, vegna þess að laun hækkuðu meir annars staðar - framkallaðist raungengislækkun í Þýskal. vs. önnur aðildarlönd evrusvæðis, eins og Þjóðverjar hefðu fellt gengið.
  2. En í dag er krafan um beinar launalækkanir, sem er til mikilla muna stýfari krafa, erfiðari aðgerð. En meðan launafrysting orsakaði ekki samdrátt í Þýskalandi - heldur stöðnun í aukningu neyslu. Þá mun launalækkun með þráðbeinum hætti minnka neyslu í S-Evrópu löndunum, þannig minnka efnahagsumsvif - því tekjur ríkisins, og að auki hækkar skuldir landsins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.
  3. Þýska ríkið sannarlega skar nokkuð niður útgjöld, en krafan um niðurskurð á S-Evrópu er mun stífari, sem framkallar sjálfstæð samdráttarárif innan hagkerfisins, sem mun auka hlutfall skulda af landsframleiðslu.
  4. Svo þarf að muna, að á sl. áratug var það Þýskal. eitt og sér, sem var að beita sig aðhaldi, meðan hin hagkerfin voru í uppsveiflu. Þýska hagkerfið naut góðs af vaxandi eftirspurn frá þeim löndum - og heilmikil hjálp fyrir þýska hagkerfið var af þeim auknu tekjum - meðan aðlögun átti sér stað.
  5. En ef öll flest hinna 17 aðildarríkja evrusvæðis samtímis beita sig hörðu, verða víxlverkandi áhrif yfir landamærin, vegna þess að samdráttur í einu mun minnka eftirspurn eftir framleiðsluvörum þess næsta og öfugt, svo koll af kolli. Þannig að samlegðaráhrifin af því að evrusvæðið er einn markaður, mun þá fara í öfugann gír.
  6. Svo þarf að muna eftir bönkunum, sem á evrusvæði hafa því miður fengið að hafa mjög lágt eiginfjárhlutfall þ.e. kringum 5%. Sannarlega hefur þeim verið skipað að auka það í 9%, en þeir hafa frest til þess fram í júní eða júlí nk. Það sennilega hefur ekki enn komið til framkv.
  7. Hættan er sem sagt, að öll þessi hjöðnun sem ég lýsi í 1-5 leiði til svo mikils verðfalls á eignum bankanna, svo mikillar aukningar affalla af lánum - að eiginfé einhverra banka þurrkist upp.
  8. Mér sýnist hætta á bankahruni augljós - og klárt vaxandi því meir sem ofangreindar aðgerðir auka á samdrátt hagkerfa evrusvæðis.
  • Bankahrun er jafnt og endalok evrunnar sjálfrar - eða það getur farið þannig, að hrun stórs banka hefði sambærilega afdrifaríkar afleiðingar við hrun Credit Anstalt í Austurríki í mái 1931, atburður sem hratt af stað bankahruni um Evrópu víða - hruni fyrirtækja í framleiðslu og þjónustu einnig, þetta barst síðan til Bandar. framkallaði hrun þar einnig, svo barst þetta um heiminn vítt.
  • Slíkur atburður sýnist mér geta endurtekið sig - og það sé í reynd ákaflega líklegt að sagan endurtaki sig, ef fylgt verði ráðleggingum ríkisstjórnar Angelu Merkelar innan ríkja Evrusvæðis.

Það verði að vera peningaprentun - samtímis, svo Seðlabanki Evrópu geti eftir þörfum endurfjármagnað banka í vandræðum, með svipuðum hætti og Federal Reserve eða Bank of England gerðu.

Ef peningaprentun er bætt við púkkið, verði efnahagsstöðnun og nokkur - hugsanlega vaxandi - verðbólga, jafnvel töluverð verðbólga, e-h umtalsvert lífskjarahrun; en sennilega ekki þessi stórfelldi hrun atburður, sem myndi valda enn skelfilegra tjóni.

Það má vera að sé rétt, að lífskjör þurfi að lækka - ríkissjóðir þurfi að minnka umsvif, skera niður. En án peningaprentunar sé ég ekki hvernig á að komast hjá stórum hrun atburði - ef svo víðtækum hjöðnunar aðgerðum er beitt.

 

Niðurstaða

Hagfræði er óviss vísindi, sjálfsagt mál að lesa jafnvel þá allra frægustu hagfræðinga með gagnrýnum hætti. Ég kaupi algerlega þá gagnrýni Stiglitz að leið Angelu Merkelar sé líkleg til að keyra evrusvæði í stöðugt dýpri samdrátt. Að auki, að þá sé um leið sífellt vaxandi líkur á stórum hrun atburði sem líklega myndi binda enda á tilvist evrunnar.

Þetta þarf þó ekki að fara svo ílla. Vel unnt að komast hjá slíkum hrun atburði.

Ekki víst þó að maður eigi að vera sammála öllu því sem hann vill gera með öðrum hætti.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Ertu ekki bæði að gera Stiglitz upp skoðanir og bera saman epli og appelsínu???

Stiglitz er ekki talsmaður óheftra ríkisskulda en hann spyr á hvaða tímapunkti menn spari.  Það er lykilatriði í máli hans.  Hvort sparnaður geri illt verra og ýti undir frekari samdrátt.

Kreppan í Japan er ekki sæmbærileg við þá kreppu sem núna ríður yfir Vesturlönd.  Hún á sér ekki sambærilegar rætur.  Og þar að leiðir að lausnirnar eru mismunandi.  Japanir glíma við kerfisvanda þar sem peningaprentun gerir illt verra. Afleiðing fjármálakreppunnar er hins vegar að slaki myndast í nýtingu framleiðsluþátta, slaki sem virðist ætla að vinda upp á sig.  

Á það er Stiglitz að benda.  

Hann er að vara við hamförum eins og urðu í kreppunni miklu.  Hann bendir á leiðir sem virka, og leiðir sem virka ekki.  Ekkert í málflutningi hans útilokar að menn þrói aðrar og virkari leiðir.  Hann myndi örugglega taka þátt í þeirri umræðu.

En það er vitað hvað virkar ekki, og það er kjarni hans gagnrýni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.1.2012 kl. 10:34

2 Smámynd: Starbuck

Nú er ég ekki sérstaklega fróður um það hvernig nútíma hagkerfi og fjármálakerfi virka og langar því að spyrja ykkur gáfuðu menn, Einar og Ómar einnar spurningar.

Ef ég skil Einar þetta rétt þá þarf ríkisvaldið alltaf að taka lán fyrir eyðslu sinni ef hún er meiri en kemur inn af skatttekjum.  Sjálfstæðir seðlabankar geta hins vegar prentað peninga að vild án nokkurs vaxtakostnaðar? Mér finnst þetta alls ekki "meika sens" (ef ég skil þetta rétt) Af hverju er það ekki bara ríkið sem prentar peninga til að koma af stað framkvæmdum, bæta menntun og auka þjónustu og sparar í leiðinni útgjöld til atvinnuleysisbóta? 

Svo ég umorði spurninguna út frá ákveðnum atriðum í pistlinum. 

"Ég bendi þó á að "Bank of England" er að prenta peninga á fullu þessa stundina, og það má alveg halda því fram að slík prentun, komi í stað þess að ríkið sé að eyða - eins og hann leggur til."

Hvernig getur peningaprentun seðlabanka út í loftið gert sama gagn eða meira fyrir hagkerfi og samfélög heldur en það að ríkið prenti peninga og setji þá beint í að byggja upp og halda við infrastrúktúr samfélagsins s.s. menntakerfi, heilbrigðiskerfi og samgöngumannvirkjum? 

Ef ég er úti á túni í þessum pælingum, mætti ég biðja um stutta útskýringu á helstu lögmálum sem gilda um peningaprentun og útgjöld ríkissjóða?

Starbuck, 18.1.2012 kl. 14:31

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Fróðlegt að fá sjónarmið og ústkýringar Einars við þessum pælingum þínum Starbuck.

Vil benda á að eitthvað hefur þetta með útþynningu gjaldmiðla að gera og óttann við verðbólgu.

En sá ótti má ekki snúast upp í andhverfu sína, að þjóðir fórni innviðum sínum og efnahagsstarfsemi til að viðhalda huglægu mati á virði gjaldmiðla, því eins og Mídas sannaði forðum daga, þá lifir enginn á gulli einu saman.

Eitthvað sem trúmenn evrunnar virðast ekki alveg átta sig á.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.1.2012 kl. 17:15

4 Smámynd: Starbuck

Útþynning gjaldmiðla hlýtur alveg eins að eiga sér stað þegar seðlabankar auka peningamagn í umferð eins og þegar ríkið eykur umsvif sín.

 Annars sú skoðun mín sífellt að styrkjast að þessu kerfi sem við höfum sé ekki ætlað að "meika sens".  Það virkar illa og er sífellt að taka kollsteypur en það er lítill hópur fólks sem vill hafa þetta svona því það tryggir þeim gríðarleg völd og auðæfi.   Þetta er fólkið sem stjórnar bæði peningunum og stjórnmálamönnunum.   Þetta eru arftakar Nathans Rothschild sem eitt sinn sagði:

"I care not what puppet is placed upon the throne of England to rule the Empire on which the sun never sets. The man that controls Britain's money supply controls the British Empire, and I control the British money supply."

Starbuck, 18.1.2012 kl. 18:30

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Af hverju er það ekki bara ríkið sem prentar peninga til að koma af stað framkvæmdum, bæta menntun og auka þjónustu og sparar í leiðinni útgjöld til atvinnuleysisbóta?"

Sæll, ekkert er raunverulega frýtt - eins og sagt er. 

Best að taka dæmi af Zimbabve hans Robert Mugabe. En ástæða fyrir óðaverðbólgu sem náði víst fyrir rest milljónum prósenta. 

Var eyðsla ríkisins langt umfram rauntekjur - sem fjármögnuð var með prentun.

Þá ertu stöðugt að auka peningamagn í umferð, ef þ.e. ekki t.d. hraður vöxtur í hagkerfinu þ.s. umfang þess mynti t.d. aukast nokkurn veginn svipað og peningamagnið í prósentum talið; falla peningarnir óhjákvæmilega stöðugt í verði í takt við prentunina.

------------------------

Við vissar aðstæður getur prentun á hinn bóginn virkað eins og "free launch" þ.e. þegar hagkerfi er í kreppu, frjálsir aðilar eru að skera niður útgjöld, verð eru frekar að lækka en hitt - þá getur varfærin aukning peningamagns spyrnt á móti, komið í veg fyrir allsherjar niðurspíral niður í vaxandi samdrátt og hjöðnun.

Þá sé ég ekki betur en að það séu nokkurn veginn jafnar aðgerðir, þegar kemur að því að veita þá viðspyrnu - hvort ríkið notar þessa prentuðu peninga sem mjög ódýr lán frá seðlabankanum, og framkvæmir fyrir það fé.

Eða að seðlabankinn prentar án þess að lána ríkinu - og beitir öðrum aðferðum tul að dæla því fé inn í hagkerfið.

Meginmunur á því hvað ríkið varðar, er að ríkið eykur skuldir sínar - sem þó sannarlega eru við eigin seðlabanka, ef ríkið tekur lán í prentuðu frá seðlabankanum.

Það þarft alltaf að hugsa það vel og vandlega, hvor leiðin er heppilegri - en það kostar ríkið að skulda þó svo sú skuld sé tekin í ódýru fé, þannig að þá þarf það fé að fara í e-h raunverulega arðbært.

Ef þ.e. til staðar þörf fyrir endurnýjun samgöngumannvirkja, sem skila meiri skilvirkni lengra fram í tímann - þá getur það fullkomlega réttlætt slíka skuldsetningu.

En ef aftur á móti samgöngukerfið er í góðu lagi, er ef til vill betra að ríkið sleppi því að beita sé með þessum hætti - seðlabankinn beiti sé þá eins og "Bank of England" er að beita sér núna, en ríkið þess í stað fylgi varfærinni peningastjórnun eins og breska ríkisstj. beitir nú.

Tilgangur prentunarinnar, sé að koma í veg fyrir þróun yfir í verðhjöðnun innan hagkerfisins, sem gæti skapað hættu á kerfishruni.

Það er einmitt kerfishrun, sem maður óttast sem afleiðingu efnahagsaðgerða innan evrusvæðis - þ.s. það virðist ekki nægilega að gert til að skapa mótvægi við öllum þeim hagkerfishjaðnandi áhrifum sem til stendur að skapa, ef þeirri efnahagsáætlun raunverulega verður fylgt fram.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.1.2012 kl. 20:22

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Það virkar illa og er sífellt að taka kollsteypur en það er lítill hópur fólks sem vill hafa þetta svona því það tryggir þeim gríðarleg völd og auðæfi. "

Ofureinföldun. Ég held að heilt yfir sé þetta óstöðuga kerfi, samt betra en það hvað annað, myndi hugsanlega taka við.

En mig grunar að hagkerfin séu dálítið eins og sagt er um skóga, en mér skilst að "brush fire" eða skógareldur, sé ekki endilega neikvætt fyrirbæri - þ.e. hann brenni burt feisknum viði, og skapi endurnýjun og heilbrigðari skóga.

Mig grunar að sama eigi við okkar hagkerfi, að skógareldur á nokkurra áratuga fresti - sé í reynd bætandi fyrir kerfið í heild, því með sama hætti séu feysknir viðir brenndir í burtu, endurnýjun eigi sér stað - og kerfið verði heilbrigðara á eftir.

En við skulum muna, að jafnvægi hefur tilhneygingu til þess að leiða til þess að mannleg kerfi staðni, verði feyskin - spilling hlaðist upp og óstjórn.

Takið eftir hve núverandi tíma svipar til spillingarinnar í heimshagkerfinu rétt fyrir stóra hrunið á 4. áratugnum - þ.s. gerist þvert á móti er að hrun minnkar misskiptingu auðs, því gríðarl. peningamagn einfaldlega fuðrar upp.

Þó svo fátækir verði fáækari - þá verða þeir ríku það líka, og þeir tapa mun stærri upphæðum. Fátækir falla úr minni hæð, og það tekur þá skemmri tíma að ná svipaðri stöðu og áður.

Síðan tekur það nokkra áratugi fyrir auðssöfnun að vinda smám saman upp á sig á ný.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.1.2012 kl. 20:35

7 Smámynd: Starbuck

Takk fyrir upplýsandi svör.  Það er þó eitt sem truflar mig töluvert.  Þú segir:

"Þó svo fátækir verði fáækari - þá verða þeir ríku það líka, og þeir tapa mun stærri upphæðum. Fátækir falla úr minni hæð, og það tekur þá skemmri tíma að ná svipaðri stöðu og áður"

Þegar upp er staðið liggja raunveruleg auðæfi í áþreifanlegum hlutum, auðlindum, landi, fyrirtækjum, fasteignum o.s.frv.  Ég tek undir að þeir ríku tapa miklum peningum í kreppu (t.d. vegna verðhruns á hlutabréfum) en mér sýnist að þeir tapi ekki endileg svo mikið af áþreifanlegum eigum (ólíkt fátæka fólkinu sem gjarnan tapar sinni einu fasteign).  Ég get ekki betur séð en að þeir verði jafnvel ríkari, í áþreifanlegum eignum talið, í kreppum.  Skoðum bara eigendur stærstu bankanna í Bandaríkjunum - þessir bankar hafa bara stækkað eftir að kreppan hófst - þeir hafa tekið yfir minni banka, fjölda fyrirtækja og íbúðarhúsnæði.  Eigendur þeirra eru því núna töluvert ríkari í raunverulegum auðæfum (og þar með líka valdameiri) heldur en þeir voru fyrir kreppu.  Þetta skiptir held ég miklu meira máli heldur en það hvort virði hlutabréfa þeirra í peningum hefur minnkað. 

Svo er heldur ekki að sjá að þeir allra ríkustu hafi þurft að breyta lífstíl sínum neitt í kreppunni. 

Starbuck, 19.1.2012 kl. 10:48

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að kreppur haldi aftur af þróun í átt að stöðugt vaxandi misskiptingar auðs - en mér sýnist hún alltaf aukast þegar hagsveilfan er upp, síðan eins og þú segir, falla hlutabréf - fj. fyrirtækja leggur upp laupana einnig.

Þegar ég segi fátækir, meina ég venjulegt launafólk.

Þ.s. gerist í kreppum er að þeir sem hafa veðjað of stórt, tekið of mikla áhættu - lenda undir, þ.e. verða gjaldþrota.

Það gerist þá í reynd óháð samfélagsstöðu - þ.e. fátækur sem tók of djarfa ákvörðun er allt eins líklegur til að falla, eins og ríkur fyrirtækjaeigandi sem hefur framkv. einni fyrirtækja yfirtökunni of margt.

Þ.s. ég á við, er að meðal launamaðurinn - verði fyrir minna tjóni. Sé fljótari að ná fyrri stöðu.

En aftur á móti taki það nokkurn árafjöld, fyrir auðmagnið á toppnum að meðaltali að ná þeirri stöðu sem ríkti fyrir kreppu.

----------------------

Ég er að horfa á meðaldreifinguna - ekki einstök fyrirtæki. Í öllum kreppum eru aðilar sem græða stórt - vanalega aðilar sem spiluðu minna djarft, eiga því lausafé og fá þá tækifæri upp í hendurnar að hirða upp eignir ódýrt.

Ég átti við það einnig ekki síst, að hlutverk kreppa sé að slá af þá sem annaðhvort taka of mikla áhættu eða kunna ekki nægilega til rekstrar, þannig viðhelst skilvirkni hagkerfisins - að hratið hverfi, við og við.

Mig grunar meira að segja, að kreppurnar á vesturlöndum, hafi verið eitt af því sem veitti vesturlöndum samkeppnisforskot á kommúnistalöndin. 

En mér sýnist að óskilvirkni hlaðist upp í stofnunum yfir tíma, einnig spilling - kreppurnar ekki síst, gegni því hlutverki í vestrinu að halda aftur af upphleðslu spillingar innan fyrirtækja, því spillt fyrirtæki séu minna skilvirk og líklegri til aðf alla, og geri það almennt - - ég sé sosum annars enga ástæðu þess að einkarekin fyrirtæki séu annars minna spillt, meira skilvirk heldur en t.d. opinberar stofnanir.

Það séu þessar períódísku hreinsanir - sem sé mekkanisminn sem skapi það ástand, að einkafyrirtæki séu vanalega minna spillt og betur rekin.

--------------------

Þetta virkar kannski síður hérlendis, vegna þess hve hagkerfið er agnarlítið - vantar oft nægilega samkeppni sennilega til þess að þessi fúnksjón kreppa skili sér almennilega.

Það getur hugsanlega einnig skýrt af hverju atvinnulíf hér - virðist meira spillt og minna skilvirkt, en atvinnulíf innan fjölmennari landa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.1.2012 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 847147

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 468
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband