Hvort er betra að búa við sameiginlegann gjaldmiðil eða eigin?

Punkturinn sem ég ætla að koma með að þessu sinni, er sá að þessi misserin er heimurinn að verða vitni að einni umfangsmestu hagfræðilegu-tilraun allra tíma. Tilraunin sníst um, "hvort er betra að vera með gjaldmiðil undir fullri eigin stjórn" eða "hvort er betra að vera meðlimur að gjaldmiðilssamstarfi, starfa undir sameiginlegum gjaldmiðli"?

Hvort er betra - er stóra spurningin. Kreppan reyndir á þetta sem aldrei fyrr!

 

Innan eigin gjaldmiðils

Svo fremi sem megnið af skuldum lands með eigin gjaldmiðil, eru í þeim gjaldmiðli (sem ekki á við okkur):

  • Þá getur ríkissjóður þess lands, í reynd "formlega" ekki orðið greiðsluþrota.
  • Því sá ríkissjóður getur alltaf skipað Seðlabankanum að lána sér fé án takmarkana, þannig án enda, tryggt greiðslur af eigin skuldum + vextir. 

Þetta er að sjálfsögðu ekki aðferð án galla.

En bandar. ríkið beitti þessu í hinum svokölluðu "QE1" og "QE2" aðgerðum, þ.s. US Federal Reserve" lánaði bandaríska ríkinu, fyrir öllum hallarekstri þess - þetta stóð yfir um rúmt eitt og hálft ár.

Að auki var bankakerfið aðstoðað við endurfjármögnun, með prentuðu fjármagni.

Samt varð ekki nein veruleg verðbólga, en það líklega var vegna þess, að verð voru víða að falla í hagkerfinu t.d. á húsnæði, laun lækkuðu einnig, eftirspurn minnkaði, aðilar lækkuðu verð til að ná til kaupenda - þessi hjöðnun verðlags kom á móti, svo að peningaprentun leiddi ekki til verul. verðbólgu.

  • Þetta er sem sagt ákveðinn jafnvægisleikur, ekki of - ekki van, þá er unnt að koma í veg fyrir t.d. bankahrun eins og um tíma var raunveruleg hætta á, í Bandar. 
  • Ríkið getur nýtt sér þann lúxus að geta fjármagnað halla með prentun með mjög lágum tilkostnaði, einmitt meðan eyðsla ríkisins heldur uppi hagkerfinu - í gegnum versta efnahagsáfallið.

Klassískur Keynes-ismi, með öðrum orðum.

Redding?

  • Bandaríkin með prentun endurfjármögnuðu banka sem þurftu aðstoðar við með mjög litlum tilkostnaði, án þess að valda neinni verul. verðbólgu. Það gerði Bretl. einnig.
  • Ríkið fjármagnaði með prentun, eyðsluaðgerð "stimulus" ætlað að halda hagkerfinu uppi, þegar það virtist vera að falla.
  • Það varð ekkert risahrun í Bandar. þó sannarlega hafi orðið kreppa.
En fræðilega er hægt að ganga lengra:
  • það er nefnilega unnt að búa til verðbólgu viljandi, með nægri prentun - til þess að framkalla þá afleiðingu, í því markmiði að raunverðfella skuldir:
  1. Þetta er útleið sem unnt er að fara, svo fremi sem allar eða nær allar skuldir eru í eigin gjaldmiðli.
  2. Þarna er aftur um jafnvægisleik að ræða, þ.s. þú vilt ekki óðaverðbólgu, einungis nægilega háa, til þess að á einum áratug segjum, hún dugi til að raunlækka skuldir innan hagkerfisins og skuldir ríkisins innan hagkerfisins; svo að nýtt borð skapist fyrir neyslu og eyðslu á ný.
  3. Sem dæmi kemur mér svokallaður "Stagflation" áratugur þ.e. 8. áratugurinn, til hugar. Þegar Bandar. voru með 8-10% verðbólgu í um áratug, og fj. vestrænna ríkja með enn meiri allt að 20-30%. Sá áratugur hefur líklega haft einmitt þau áhrif.
  4. Á 9. áratugnum hófst síðan hagvöxtur á ný.
Hættur?

Mörg ríki i gegnum tíðina hafa klúðrað slíkri jafnvægisstýringu í gegnum hagkerfislægð. 

  • Á einhverjum tímapunkti, ef prentun er haldið áfram, fer hún að valda verðbólgu að ráði.
  • Ef ríkið fellur í þá freystni, að halda sér í naflastrenginn frá "seðló" og eyða án takmarkana, sem sumir hafa nefnt sem sniðuga leið, þá á einhverjum tímapunkti verður hallarekstur ríkisvaldsins fjármagnaður með prentun, að verðbólguvél
  • Það hafa nokkur fj. ríkja á sl. öld gengið í gegnum óðaverðbólgutímabil, slíkt er endamark þess ef stjórnendur ríksissjóðs í efnahagslegum öldudal, missa alla sjálfsstjórn - í eyðslu og í örvæntingu grípa til ótakmarkaðrar prentunar til að redda sér.
  • Það er í reynd ekkert þak á því hve mikil verðbólga getur orðið. Zimbabve er klassískt dæmi. En Mugabe eyðilagði í reynd hagkerfið. Rak svo ríkið árum saman, með eyðslu umfram rauntekjur, sem reddað var með prentun. Ekki veit ég hve hátt hlutfall eyðslu var umfram tekjur, en miðað við hve hátt verðbólgan fór fyrir rest - einhver milljón prósent - hefur það verið umtalsvert mikill hallarekstur.

 

Evran

Evran hefur ekki síst verið hugsuð til höfuðs verðbólgu, verið lögð mikil áhersla á verðstöðugleika skv. þýskri fyrirmynd. Seðlabanki Evrópu hefur frá upphafi alltaf rekið sig með ívið lægra verðbólguviðmið en Seðlabanki Bandar. - sem getur eitt sér skýrt af hverju evran lengi vel var alltaf að smá hækka í gengi vs. dollarinn.

  • En skuldir hafa alltaf verið hin klassíska ógnun við verðstöðugleika, en þær eru hin klassíska ástæða efnahagshruna - þannig verðbólgu.
  • Þó efnahagshrun geti átt sér stað fyrir flr. orsakir. Hafi nægilega oft.
  • Algengasta fallástæða gjaldmiðla hagsögulega séð, er að skuldastaða sé að verða óþægilega há.
  • Þess vegna var ekkert undarleg þegar evrunni var komið á fót, að sett var regla um halla ríkissjóða - og um hámarks leyfilega skuldastöðu.
  • Það var því ákaflega slæmt fordæmi sem Frakkar og Þjóðv. gáfu á sl. áratug, er þeir fengu því framfylgt að þau tvö ríki mættu hafa meiri halla en það hámark sem upphafl. var miðað við.
  • En því miður, sást þeim sem skópu evruna, yfir það að skuldastaða hagkerfisins sem slíks, skiptir einnig máli.
  • Ekki bara ríkisins eins og sér.
  • En næst á eftir skuldum ríkisins sem ástæða gengisfalls, kemur viðskiptahalli - en ástæða þess að viðskiptahalli fyrir rest veldur gjarnan gengisfalli, er að slíkur halli hleður upp skuldum innan hagkerfisins sjálfs, þangað til að það hættir að geta vaxið - þá fellur gjaldmiðillinn.
  • Þessu var enginn gaumur gefinn - og enn er þessu afneitað sem orsök. En þ.e. eins og að enginn hafi velt því fyrir sér, hvað gerist - þegar skuldir hafa hlaðist upp innan hagkerfis, og gengisfall er ekki mögulegt?
  • Svo er það klúður innan einkahagkerfisins, t.d. bankabóla eða skuldabóla. Það er nefnilega svo, að þó svo að gjaldmiðlar hafi oft fallið vegna þess að ríkissjóðir missa stjórn á eyðslu sinni, þá hafa þeir nægilega oft einnig fallið, þegar stórfellt klúður á sér stað innan einkahagkerfisins.
  • Nægilega oft til þess, að ég skil ekki alveg - af hverju þeim möguleika var ekki heldur gaumur gefinn.

En "Sub Prime" kreppan í Bandar. var kreppa með upphaf í einkahagkerfinu, að stærstum hl.

Á Írlandi og Spáni voru einnig bólur.

Evrunni var stjórnað svo vel:

  • Að á einum áratug urðu til 2 bóluhagkerfi sem sprungu með látum.
  • 6 aðildarríkja af 17 búa við skuldastöðu sem er á bilinu erfið - yfir í ómöguleg.
  • Hallarekstur margra ríkja langt yfir heimiluðum mörkum - meðalskuldastaðan langt yfir mörkum.

Efnahagstilraunin mikla:

  • Vandinn er ekki síst sá, að 6 aðildarríkja búa við viðskiptahalla, við hin 11 (ath. fj. talan er misvísandi, því meðal hinna 6 er 3. + 5 stærsta hagkerfi svæðisins. Á sama tíma eru í Evr. nokkur fj. smærri ríkja sem gengur þokkalega).
  • Viðskiptahalli hleður upp skuldum innan þeirra hagkerfa sem hann hafa, sjálfstæður gjaldmiðill hefði löngu fallið, lækkað lífskjör - þurrkað út viðskiptahalla, og þannig snúið við þeirri þróun, þess í stað hefði hagkerfið hafið það ferli að greiða niður skuldir.
  • Af þessum 6, eru 4 í alvarlegum vanda. Það að þau eru enn með viðskiptahalla, þíðir að upphleðsla viðbótar skulda heldur stöðugt áfram. Ekki furðulegt því að traust hafi minnkað.

Þjóðverjar og stofnanir ESB telja, að ríkin í vanda geti snúið við úr vanda, með aðgerðapakka sem þeim hefur verið upp á lagt:

  1. Niðurskurður ríkisútgjalda - ríkin í vanda eru með of mikinn halla, gott og vel - skerið niður.
  2. Lækkið laun. En þ.e. eina leiðin ef á að snúa við viðskiptahalla inan evru.
  • Þjóðverjar og stofnanir ESB segja, að þegar fjárfestar sjá að ríkin séu að ráðast að sínum vanda, þá snúi tiltrú við til baka - vaxtakrafa muni lækka, fjárfestar fara að kaupa þeirra bréf á ný.
  • Hagvöxtur munu koma aftur - vandi leystur. Þjóðirnar þurfi einungis að taka á því. Þetta komi.

Viðtal Luc Coene við Belgískt blað er alveg klassískt fyrir þessi viðhorf: CNBC: Europe starting to control its deficits, says Coene. Annar hlekkur: End of euro is 'fantasy', says eurozone policymaker Luc Coene.

Luc Coene, a Governing Council member at the ECB: ""Mr Coene said that Europe was starting to take control of its budget deficits, but that it would take time to see how effective the austerity measures put in place would be.""

""I think that, for the moment, we are starting to have control over the situation," he said"

""Now we need a bit of time to see what is the degree of success that all of these plans will have.""

""Once we see that the results are there, markets will be reassured and will finance countries," said Mr Coene, who is also the Governor of Belgium's central bank."

Vandi:

  • Niðurskurður ríkisútgjalda minnkar efnahagsumsvif - hefur sjálfstæð slík áhrif, svo nokkuð meiri niðurskurð þarf til að sjá fyrir þau áhrif.
  • Aðgerðir, sem hafa það markmið að auka skilvirkni, munu einnig minnka efnahagsumsvif - hið minnsta fyrst um sinn, en þá er verið að auka atvinnuleysi framan af þegar starfsgreinar sem eru óskilvirkar fækka fólki og það tekur þær tíma til að ná fram nægilegum árangir, að þær fari að vaxa. Fækkun starfa framan af vegna aðgerða, þíðir auðvitað frekari samdrátt.
  • Launalækkanir, þær einnig minnka efnahagsumsvif.

Það verður ekki hjá því komist að megináhrif þessara efnahagsaðgerða verða þau að auka samdrátt - a.m.k. þangað til að endurskipulagning fer að skila sér.

Þá stækka skuldirnar í hlutfalli við landsframleiðslu. Það getur reynst vera umtalsverð aukning skuldahlutfalls, því viðbótar samdráttur gæti reynst töluverður - áður en viðsnúningur nær að hefjast. Ath. Sú hækkun skulda framkallar þörf, á enn frekari niðurskurði og hækkunum skatta, til að geta greitt af þeim.

  • Spurningin er þá um þennan millitíma - þegar vont fer versnandi?
  • Í besta falli - versnar vandi þeirra um hrið enn frekar, áður en hann fræðilega getur farið að batna. 
  • Það getur mjög vel verið - gefum okkur að ekki verði hrun eða uppreisn almennings - að við séum að tala um a.m.k. 2-3 ár, áður en hagvöxtur hefst og samdrætti líkur.

Það eru þó hagfræðingar sem segja, að þessi hagkerfi séu dæmt til þess að fara inn í svokallaðann "dauðaspíral" - ef þessu prógrammi er haldið til streytu:

  • En því má ekki gleyma að þegar hlutfall skulda hækkar - ath. ekki unnt að gera neitt til að lækka annað en að greiða þær niður, engin trix - þá þarf ríkið enn einn viðbótar niðurskurðinn, og hækkanir skatta - svo það geti haldið áfram að greiða af.
  • Þær skattahækkanir og niðurskurður, munu vera hagvaxtarhamlandi auk samdráttaraukandi.
  • Það er unnt að lenda í ástandi, þ.s. verulegur hagvöxtur er nær ómögulegur því skattar eru of háir - skuldir of útbreiddar.
  • Niðurstaða stöðnun í besta falli - annars dauðaspírall og svo hrun.

 

Niðurstaða

Efnahagstilraunirnar miklu V-hafs og A-hafs eru nú í fullum gangi í "rauntíma". Við getum því fylgst með framvindu kreppunar á hverjum degi í fréttum.

Þetta eru sennilega mjög sögulegir tímar sem við lifum.

Ég er ekki svo íkja viss - að maður ætti að vera upp með sér fyrir að vera uppi á svo áhugaverðum tíma :)

Niðurstaða um það hvernig fer - mun liggja fyrir á einhverjum enda.

 

 

PS: Comment af erlendum vef, sem ég skrifaði fyrir nokkru síðan:

You can actually destroy the value of your debt - as long as it's denominated in a currency you own 100%.

Of you can alternatively lower it's real valuation.

It's called inflation. The former would be hyperinflation.

The latter - a repeat of the stagflation years of the 70's.

That was bad, but not quite ruinous either.
------------------------

These kinds of options aren't available if your legal tender is the Euro, then you're out of luck quite completely, if your debt levels are beyond what you can handle. Then you truly shall become bankrupt.

These kinds of options neither are available, if your debt is substantially FX debt. In that case, you also become bankrupt if you lose control of your debt situation.
----------------------

So bankruptcy for countries indebted in currencies not under their full control - but the inflationary route for those that still own their currencies and have prudently been careful to mostly to be indebted only in that currency of their own.

It shall be an interesting experiment to watch unfold - which route is the lesser evil or the greater.

Those two experiments appear in process simultaneously, granting the world a truly rare opportunity to make a real time comparison, as the events unfold, and take their different logical courses.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 470
  • Frá upphafi: 847121

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 446
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband