Merkel og Sakozy gefa loforð án nokkurs innihalds!

Þetta er óttalegur skrípaleikur hjá þeim greijunum.

En það er augljóst að þau eru ekki sammála nema á mjög almennum nótum, þ.e. að einhverskonar björgun banka á evrusvæðinu sé nauðsyn.

Sú aðgerð þurfi með einhverjum marki, að vera samvinnuverkefni aðildarríkjanna.

Síðan, að áætlunin skuli verða tilbúin fyrir lok október.

Þetta virðist nokkurn veginn allt innihaldið.

Sem segir mér, að fundur þeirra hafi nokkurn veginn verið án árangurs.

Merkel, Sarkozy promise new crisis package, offer no details

Merkel: Euro Leaders Will Do All Necessary to Support Banks

Nicolas Sarkozy and Angela Merkel set a date to save Europe

Merkel, Sarkozy Say Deal is Near to Stabilize Euro Zone

Ég skil þó alveg - hver kjarni deilunnar er!

  • Frakkar vilja að Þjóðverjar borgi. Nota nöfn eins og samstarf, sameiginlega aðgerð sem "cover".
  • Þjóðverjar vilja að hver þjóð fyrir sig borgi - eins og var síðast.

Frakkar vilja sleppa við það að borga - því fjárhagsleg staða Frakklands sjálfs er kominn í hættu.

Frakkland er eftir allt saman, að verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna DEXIA bankans, a.m.k. 200ma.€ tjón vegna þess banka einsamals.

Frakkar eru því ólmir um að, gera þennann kaleik bankabjörgun sameiginlegann - sem þíðir að þá lendir stærsti hluti heildarsummu á Þjóðverjum, en franskir bankar eru mjög fallvaltir - þeirra bréf hafa fallið a.m.k. um helming síðan v. upphaf árs, franskir bankar fá ekki lengur fjármögnun frá utanaðkomandi bönkum nema gegn veðum - sambærilegt ástand og okkar bankar stóðu í síðustu mánuðina sem þeir störfuðu - að vera hvergi treyst, fengu einungis lán gegn veðum, og síðan er veð kláruðust - hrundu þeir. Þetta er einmitt hættan sem Frakkland stendur frammi fyrir vegna eigin bankakerfis, franska ríkið getur orðið fyrir jafnvel enn stærra fjárhagstjóni en síðast þegar það var upp á 18% af þjóðarframleiðslu í kjölfar "sub prime" krísunnar.

Ég er að tala um, að tjón franska ríkisins geti reynst vera - 200ma.€ í einhverju margfeldi. 

OK, aðilar í dag segja að heildarkostnaður af endurfjármögnun banka á evrusvæðinu öllu, sé líklega við þá upphæð þ.e. 200ma.€. En það miðar við verðin eins og þau eru áætluð akkúrat í dag.

En verðlag er mjög hverfult núna - getur breyst mjög hratt og einnig - mikið.

Það miðar ekki við, það viðbótar verðfall sem mjög líklega verður, þegar frekara "loss of confidence" á sér stað, t.d. þegar næsti franski bankinn leggst á hliðina - eða þegar líklega kemur í ljós að Frakklands sem var með engann mældann hagvöxt á 2. ársfjórðungi, var líklega á 3. fjórðungi í samdrætti.

En þessi upphæð hækkar mjög hratt - ef gera þarf ráð fyrir einu eða tveim prósentum til viðbótar, í endurfjármögnun per banka.

 

Niðurstaða

Mér sýnist líklegasta ástæða þess hve innihaldsrýr loforð Sarkozy og Merkel voru, eftir fund þeirra á sunnudag 9/10 sl., sé að þau hafi ekki náð saman um það meginatriði - hvernig á að fjármagna þá sameiginlegu björgun sem þau tala um að hrinda í framkvæmd. 

Merkel vill að þetta sé eins og síðast, þ.e. hvert ríki fyrir sig sá um sína banka, en segist til í að aðstoða lönd sem í ljós kemur að ráða ekki við slíka endurfjármögnun heima fyrir. 

En þá verði það gegnt ströngum skilyrðum.

Aðstoð frá sameiginlegum sjóði verði, einungis nýtt þegar annað bregst. Þetta er mjög skiljanleg afstaða því Þjóðverjar borga alltaf stærsta hluta kostnaðar við slíkar sameiginlega aðgerðir.

Merkel er því að gæta hagsmuna sinna skattborgara.

Frakkland á sama tíma, sem komið er í veika stöðu efnahagslega og mjög líklega fjárhagslega að auki, nýbúið að lenda í stóru fjárhagslegu áfalli vegna DEXIA, vill fyrir alla muni að kostnaðinum við bankabjörgun sé dreift sem mest á sameiginlega sjóði, sem þá þíði að kostnaður Frakklands sjálfs minnki en Þjóðverjar borgi að stórum hluta.

---------------------------

Þarna held ég að hnífurinn standi í kúnni.

Það verður mjög áhugavert að fylgjast með því hvernig þeim tveim mun ganga út mánuðinn - að leysa þessa grundvallardeilu.

Að mörgu leiti líkist þetta deilunni um það, hvort kostnaður af endurfjármögnun ríkja á að vera sameiginlegur þ.e. Þjóðverjar borgi, eða að hvert og eitt ríki eigi að standa straum af þeim kostnaði sjálft.

Þjóðverjar hafa sett þak þ.e. 440ma.€ á umfang björgunarsjóðs Evrusvæðis. Það er sá sameiginlegi sjóður, sem er verið að ræða um að taki einnig þátt í bankabjörgun.

En augljóslega ræður hann ekki við hundruð milljarða evra viðbótarkostnað af bankabjörgun.

En skuldir Spánar og Ítalíu hlaupa á um 2.400ma.€. Talið hefur verið af óháðum hagfræðingum að sjóðurinn verði að fara í 2.000ma.€ umfang - svo trygging hans hafi lágmarkstrúverðugleika gagnvart vanda Spánar og Ítalíu. Þá er ekki farið að ræða, viðbótarkostnað tengdum bankabjörgun.

Svo, þarna er reyndar kominn nýr þrýstipunktur á Þjóðverja um að stækka sjóðinn - - það er, borga meira.

Miðað við það, hve ákveðnir Þjóðverjar hafa virst um að hafna frekari stækkun björgunarsjóðsins, þá er ég ekki bjartsýnn fyrirfram um að, Frökkum gangi að sannfæra Þjóðverja um að taka við kostnaðinum við að bjarga bankakerfum annarra aðildarríkja evru.

Fylgjast með fréttum - er mín ráðlegging!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Almennt gildir að Bankar fá ekki lán frá öðrum Bönkum nema gegn veðum, eða Banka lán ekki almennt nema gegn veðum. Mín skoðun er verið sé að skera niður í Bankastrafsemis geira EU í heildina litið. Meðan aðilar karpa um framtíðar eignir og skuldir, stækka þær á hverjum degi. Hinvegar  verða eignir til úr tekjum og vextir í reiðufé eru kanski eignir framtíðar. Keppni á Vestulöndum í tekjusamdrætti er eða minnka sitt eigið árlega tekjutap.  Íslendingum gengur það einna verst. 

Íslenskir bankar fá ekki lán nema gegn veðum í reiðfjár útsafni eigin veðsafna eða með innlögnum almennings í reiðufé. Aðilar lána út á framleiðslutekjur framtíðar sem verða vonandi pappírs viðskipta eignafærslur.  Þess vegna verða stórnsýslur í keppni við vsk. tekjuskapandi rekstur að draga úr sínu bruna [eyslu í kjaftæði] á reiðufé sem  er í umferð á hverju ári. 

Júlíus Björnsson, 9.10.2011 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 46
  • Sl. sólarhring: 256
  • Sl. viku: 1412
  • Frá upphafi: 849607

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 1303
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband