Rök mín fyrir því að Frakkland sé næsta land í vandræðum - líklega!

Það vill svo til, að ég á í fórum mínum gamlar upplýsingar um það, hver kostnaður aðildarríkja ESB var af síðustu banka-endurreisn í kjölfar "sub prime" krýsunnar. Þó svo það segi ekki endilega akkúrat hver kostnaðurinn verður nú. Grunar mig þó, að það veiti einhverja hugmynd.

Ég átti í dag niður í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins smá debatt um þá fullyrðingu mína, að Frakkland væri sennilega næsta land í vanda. Þá var ég ekki með í fórum mínum upplýsingar um kostnað Frakklands frá því síðast er endurreisn banka fór fram skv. útreikningum frá 2009.

En eins og tölur að neðan sýna var minnið mitt ekkert bilað, er ég talaði um kostnað franska ríkisins sennilega við 20% af þjóðarframleiðslu - sjá tölur að neðan.

En ástæður þess að ég tel að Frakkland sé líklegt til að verða næsta land í vandræðum:

  1. Skuldir ríkissjóðs 83% af landsframleiðslu v. upphaf árs, nálgast 90%,
  2. Ef tekið er tillit til skuldbindinga v. ábyrgða annarsvegar tengdum björgunarsjóð evrusvæðis, og hinsvegar tengdum seðlabankakerfis Evópu; að auki gert ráð fyrir því að ábyrgðir Ítalíu detti út. Þá hlaupa þær skuldbindingar á cirka 10% af landsframleiðslu.
  3. Hagvöxtur á 2. ársfjórðungi mældist "0" í Frakklandi, síðan þá hafa tölulegar stærðir frá Evrusvæði, bent fremur til frekari minnkunar í vexti umsvifa í hagkerfi evrusvæðis. Með það í huga, getur það mjög vel verið að Frakkland hafi verið í samdrætti á 3. fjórðungi.
  4. Frakkland er með viðskiptahalla upp á rúmlega 4% af landsframleiðslu, en til þess að geta endurgreitt skuldbindingar við aðila utan hagkerfis þarf afgang. Meðan halli varir, þá setur það spurningarmerki við greiðslugetur lands. Og það ágerist eftir því sem frá líður og hallinn viðhelst, skuldir halda áfram að hlaðast upp - jafnt og þétt. Nú eru 3 ár komin frá 2008.
  5. Að auki er franska ríkið með umtalsverðann halla á fjárlögum. Viðbótar skattahækkunum og niðurskurði, stendur til að hrinda í framkv. til að glíma við þann halla. Slíkar aðgerðir frekar auka líkur á þróun yfir til samdráttar en hitt.
  6. Svo er það franska bankakerfið. En það hefur verið mjög undir þrýstingi fjárfesta undanfarið. Bréf franskra banka hafa hríðfallið þ.e. um helming að andvirði frá upphafi árs. Sem verður að teljast tilfinnanlegt. Nú þegar er fyrsti franski bankinn fallinn - DEXIA. Kostnaður skattgreiðenda a.m.k. 200 ma.€ af þeim banka einum. 
  7. Ef kostnaður franska ríkisins af bankaendurreisn verður svipaður og síðast, þá mun það kosta á bilinu 18-20% af þjóðarframleiðslu. Sjá tölur að neðan, frá 2009.
  8. Þá er mín spá að skuldir franksa ríkisins fari a.m.k. í 110%. Ath. í samhengi, áframhaldandi viðskiptahalla + útgjaldahalla ríkisins + að samdráttur sé hafinn í hagkerfinu.
  • Takið eftir tölunum að neðan, einkum því hver kostnaður franska ríkisins var síðast þegar fór fram fjárhagsleg endurreisn bankakerfa þ.e. í kjölfar "sub prime".

 

Sjá gömul bloggfærsla: 11.7.2009 Framtíð hagvaxtar í Evrópu

"Directorate General for Economic Affairs: : Quarterly Report" 2009 .

Austria             32,8

Belgium           79,2

Cyprus              0

Germany         23,2

Greece            11,4

Spain              12,1

Finland           27,7

France            18,1

Ireland        230,3

Italy                1,3

Luxemburgh  19,3

Malta               0

Netherlands  52,2

Portugal       12,5

Slovenia       32,8

Slovakia         0

Euro Area    24,6

EU 27          30,5%

 

Síðan er gaman að vitna í Mervyn King bankastjóra Bank of England. En skv. honum er núverandi fjármálakreppa sú versta sennilega í heimssögunni. Stór orð. En, ég get vel trúað því.

Mervyn King on QE2: why this time will be different :"The Governor of the Bank of England says the challenge facing the world economy is greater now than during the credit crunch."

World facing worst financial crisis in history, Bank of England Governor says :"“This is the most serious financial crisis we’ve seen, at least since the 1930s, if not ever. We’re having to deal with very unusual circumstances, but to act calmly to this and to do the right thing.”"

Og ef svo er, þá getur kostnaður Evrópuríkja reynst ívið hærri en ofangreindar tölur sýna. 

 

  • Síðan er áhugavert, að skv. fréttum er forseti Frakklands að þrísta á Merkel um að, fá að nýta neyðarsjóð Evrusvæðis, til að aðstoða við fjármögnun fjárhagslegrar endurreisnar franska bankakerfisins. 
  • En Merkel hefur talað á þeim nótum, að hvert ríki fyrir sig eigi að redda sér - eins og síðast. Og einungis komi til greina að nýta sjóðinn, ef um allt þrítur á einhverju landanna.
  • Þau 2 munu eiga fund um helgina - það væri mjög áhugavert að vera fluga á vegg þar!

 

Niðurstaða

Ég hef mjög sterkan grun um að, Frakkland verði innan fárra vikna í litlu síður slæmum málum en Ítalía. Ítalía hefur eitt meira að segja fram yfir Frakkland, að þar mældist smá hagvöxtur. Ekki "0" eins og í Frakklandi.

Það er ekki síst þetta samhengi - viðskiptahalli vs. líklegur samdráttur í hagkerfinu; með þeirri líklegu snöggu aukningu skulda ríkissjóðs, sem fylgja mun líklega nýrri endurfjármögnun bankakerfisins í Frakklandi - sem lætur Frakkland líta ílla út.

Þá standa mál þannig, að ef maður ímyndar sér vegasalt. Með lönd í lagi öðru megin á evrusvæðinu, og lönd í vandræðum á hinni hlið þess. Þá verða löndin í vandræðum klárt orðin heldur þyngri - ef Frakkland annað stærsta hagkerfi evrusvæðis, bætist við Ítalíu það þriðja stærsta og Spán það 5 stærsta.

Við þær aðstæður sé ég einungis eina mögulega björgun frá hruni evru, þ.e. að veita fjármögnun ríkja og banka, beint í verðlag með mjög massívri peningaprentun.

Það er þó ekki víst að slík aðgerð myndi duga, því önnur gjaldmiðlasvæði eru líkleg til að sína viðbrögð - eigin prentun sennlega. Þá erum við að tala um gjaldmiðlastríð sbr. "competitive devaluation" og endimörk slíkrar þróunar, sögulega séð, hafa verið viðskiptahöft.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Áhugaverð analísa frá STRATFOR:

Vice President of Analysis Peter Zeihan discusses the collapse of the Franco-Belgian bank Dexia and examines its effects on the European debt crisis.

The Franco-Belgian bank Dexia started collapsing Oct. 4, ushering the latest chapter of the nearly 2-year-old European financial crisis. Considering that Dexia is on the list of the top 50 global financial institutions, it is worth examining what happens during a bank bailout and shutdown process and applying that to the Dexia situation.

In minor cases, a cash infusion from a government is usually sufficient to hold the bank over until such time that normal economic growth can help the bank regenerate its finances. Growth has been middling in Belgium since 2008, and Dexia simply hasn’t been able to get out from under the problems caused by its non-performing assets.

In moderate cases, governments come in and take a percentage share of ownership of the bank, putting their own representatives on the bank’s board and forcibly restructuring it. This has already been done for Dexia, too. In the aftermath of that 2008 bailout, Dexia became majority-owned by various governments in France and Belgium.

But the restructuring procedures have not followed what we would consider to be a standard course. Normally, there are major changes at the top and policies are adjusted all throughout to make sure that the sort of indiscretions that led to the bank problems in the first place don’t happen again. Dexia, however, is not a normal consumer or business bank. Instead, much of its business comes from supplying credit to various parts of the Belgian state apparatus.

So when these entities took greater control of Dexia back in 2008, instead of encouraging Dexia to engage in more lending to private enterprise, which might actually regenerate its loan book, they instead encouraged Dexia to invest more in their dead issuances, allowing them to run larger deficits than they would’ve been able to otherwise. Somewhat ironically, the last bailout actually only reinforced the bad policies that had gotten Dexia into trouble the first place.

The final option is some sort of dissolution —typically the bank is broken up into pieces. The good pieces typically find eager buyers who are willing to pay more or less market value. The bad pieces, however, have to be bundled into some sort of bad bank where ultimately they are sold off piecemeal at pennies on the dollar. This is really the only option that is left for Dexia. But there are several problems even with this strategy.

First, any good asset sales right now in the current environment are not going to be bringing what we would consider full market value. Europe is basically in a mild recession at present — it could get a lot worse because of the financial crisis — and European banks have so far proven unwilling to lend much money to each other, much less go out and grab assets from a failed bank and one of Europe’s most debt-heavy states. Which means that the losses that the state is going to absorb when this is all resolved are going to be much higher than they would normally be.

Second, Belgium doesn’t have the money to absorb the losses of the bad bank right now anyway. Belgium already has a national debt of 100 percent of GDP and is having problems raising capital under normal circumstances — much less the sort of large infusion that would be required for a bailout of Dexia. Additionally, under normal circumstances, Belgium would turn to Dexia for financing — that’s obviously not an option anymore, which means, at least in the initial stages, the financial burden is going to be carried by France and France alone — something which will cost Belgium more in the long run.

Third, considering that Dexia is leveraged by a factor of 60-1 (for comparison, Lehman Brothers was only 30-1) and because it’s already 35-percent owned by the state, this is a bank that is going to be suffering far greater losses than normal because it’s extraordinarily damaged.

Dexia has over 500 billion euros in assets and 20 billion of those are government debts of Portugal, Italy and Greece. So let’s assume for the moment that the bailout only costs the Belgian government about 30 billion euros — which we see as fairly conservative. That alone would be sufficient to increase Belgium’s national debt load to 110 percent of GDP, putting them within easy reach of where Italy is right now.

Fourth, Dexia is a leading source of financing for the Belgian government – it’s not there anymore. Belgium is going to have to find another way to raise money on international markets — not just to cover the bailout but to cover its normal activities. That’s becoming increasingly difficult for states that have high debt and low government competency, and Belgium is certainly in that list. It’s now been over 480 days since Belgium has had a government, and last month its prime minister decided that he was going to quit. Added together, Belgium is being pushed very very close to needing a state bailout of its own.

Einar Björn Bjarnason, 7.10.2011 kl. 23:51

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Einar tveir frakkar komu þar sem ég vinn við fórum að ræða efnahsasmáli hjá okkur evrópu launamál og efnahasmál framtíð þar gætti töluverða svartsýnar annar átti eithvað í 5 eða 8 árinn í eftirlauaaldur sem er 62 ára hann eða 40 ár miða við 20 ára aldur hann taldi að fengi ekkert en þyrfti að bæti við 2 til 4 árum í vinnu til að komast af þegar hann næði ásættanlegu kjörum mér sýnist það sýna margt.

Rauða Ljónið, 7.10.2011 kl. 23:58

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Á að vera  eftirlaunaldur.

Rauða Ljónið, 8.10.2011 kl. 00:00

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eftilauna-aldur fer alveg pottþétt í 70 ár. En hver veit, kannski er 75 ekki óhugsandi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.10.2011 kl. 00:02

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Þetta er gegnu streyma sjóður ertu að miða við það ?

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 8.10.2011 kl. 00:05

6 Smámynd: Rauða Ljónið

Hann talaðu um 65 til 68 ára.

Rauða Ljónið, 8.10.2011 kl. 00:06

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég veit að Frakkland er með gegnumstreymis-kerfi. Þetta var annars merkileg skýrsla, þessi frá 2009:

"Directorate General for Economic Affairs: : Quarterly Report" 2009 .

Þeir rifjuðu nefnilega upp hvað er að gerast á næstu árum vegna fólksfj. þróunar, en þegar er farið að draga úr hagvaxtargetur Evr. af þess völdum.

Þegar þú ert með gegnumstreymi, er leið til að minnka kostnað að hækka eftirlauna-aldur. 

Það á eftir að verða erfitt verk að stýra ríkissjóðum Evrópu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.10.2011 kl. 00:24

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eftirlauna-aldur verður sennilega hækkaður í einhverjum þrepum. Í hvert sinn verða hörð mótmæli. En, ég á fastlega von á því að hann fari a.m.k. í 70 ár. Ekki loku skotið fyrir að fyrir rest, segjum á næsta áratug - fari hann jafnvel hærra.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.10.2011 kl. 00:26

9 Smámynd: Rauða Ljónið

Sama og ég sé.
Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 8.10.2011 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 43
  • Sl. sólarhring: 273
  • Sl. viku: 1409
  • Frá upphafi: 849604

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 1300
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband