Er gengishrun pappírsgjaldmiðla framundan?

Erlendis af óháðum hagfræðingum, hefur nokkur umræða verið uppi um gengishrun pappírsgjaldmiðla!
  • En hvað eiga menn við með slíku?

Það er bent til sönnunar á það, að skuldakrýsa ríkir nú báðum megin N-Atlantshafsins, og samtímis hefur verið að hægja á hagvexti.

Ben Bernanke - ..."concedet that gowth has failed to gain traction. "Deflationary risks might re-emerge, implying a need for additional policy support," he said. "

Hann vísar til þess sem kallað hefur verið QE1, QE2 - sem er seðlaprentunarprógrömm sem rekin voru af "Federal Reserve" eða Seðlabanka Bandar. Norður Ameríku. Það seinna kláraðist í fyrstu dagana í júlí.

En þau hafa virkað þannig, að Fed kaupir skuldabréf sem alríkið bandar. gefur út. Þetta eykur peningamagn í umferð því með þessum kaupum býr seðlabankinn þá peninga til, en eyðsla ríkisins færir þá út í hagkerfið.

Þannig eykst peningamagn stöðugt meðan seðlaprentunaraðgerð stendur yfir - en annars þarf ríkið að selja skuldabréfin á markaði, og þá treysta á náð eða miskunn markaðarins.

En nú eftir slæmar hagtölur í Bandar. frá júní sl. er voru enn verri en tölur frá maí, sem þó þóttu mjög slæmar - þá virðist eins og Bernanke segir og loks viðurkennir; að ekki sé til staðar nægur sjálfbær hagvöxtur í Bandar.

 

Hvað gerist ef það verður QE3?

  • Fólk var ef til vill vart við, að allt í senn verðlag á alþjóðamörkuðum á olíu, korni þá helstu tegundum korns, og málmum - gulli, silfri, stáli o.s.frv. - hrávöru almennt; var hátt og hækkandi á sl. ári og fyrstu mánuðum þessa árs.
  • Síðan varð nokkur verðlækkun í maí og júní, á þessum sömu vörum. 
  • Það er enginn tilviljun að þær hækkanir voru að eiga sér stað á sama tíma og QE2 var í gangi, þ.e. seðlaprentun til að örva bandar. hagkerfið.
  • En vegna þess að gefið var út í maí að QE2 myndi taka enda í júlí, þá fóru verð þegar að lækka í maí og júní.
  • Ath. ekki bara bandar. neytendur urðu fyrir þessum hækkunum, heldur bárust þær til Evrópu einnig, ísl. og flr. landa.
  • Nokkur fj. óháðra hagfræðinga vill meina, eða túlka þetta þannig, að seðlagjaldmiðlar hafi verið að verðfalla gagnvart - gulli, kornvörum og hrávöru almennt.
  • Það er, falla gagnvart raunverulegum verðmætum.
  • Þessi túlkun er alls ekki út í bláinn!
  • Óhjákvæmilega, ef það verður af QE3, mun þessi atburðarás endurtaka sig - það er að verð á gulli, olíu og annarri hrávöru, ásamt matvöru - hækki á alþjóðamörkuðum (en dollar er alþjóðlegt viðmið á mörkuðum fyrir hrávörur, verðmyndun á sér stað í dollurum).

A. Evans-Pritchard - Gold standard back as world order cracks :"One of the big US banks texted me today to say that if QE3 actually happens, we could see gold at $5,000 and silver at $1,000. I feel terribly sorry for anybody on fixed incomes tied to a fiat currency because they are not going to be able to buy things with that paper money.

 

Meginvandinn er skuldakreppan við N-Atlantshaf

A. Evans-Pritchard - Gold standard back as world order cracks :""As the twin pillars of international monetary system threaten to come tumbling down in unison, gold has reclaimed its ancient status as the anchor of stability. The spot price surged to an all-time high of $1,594 an ounce in London, lifting silver to $39 in its train." - "It is very scary: the flight to gold is accelerating at a faster and faster speed," said Peter Hambro, chairman of Britain's biggest pure gold listing Petropavlovsk."

A. Evans-Pritchard - Gold standard back as world order cracks :"Step by step, the world is edging towards a revived Gold Standard as it becomes clearer that Japan and the West have reached debt saturation. "

  • En skuldakreppan grefur undan trúverðugleika allra megin gjaldmiðlanna á því svæði - einkum dollars, evru og punds.
  • Allir þessi gjaldmiðlar eru í vandræðum - þ.e. því mjög villandi að skoða stöðu þeirra hvern gegn öðrum, mun áhugaverðara að skoða stöðu þeirra gagnvart raunverðmætum annars vegar og hins vegar gagnvart gjaldmiðlum landa sem teljast stöndug t.d. svissneska frankanum, og nýjast - sænsku krónunni.
A. Evans-Pritchard - Gold standard back as world order cracks :"On one side of the Atlantic, the eurozone debt crisis has spread to the countries that may be too big to save - Spain and Italy - though RBS thinks a €3.5 trillion rescue fund would ensure survival of Europe's currency union." - "On the other side, the recovery has sputtered out and the printing presses are being oiled again. Brinkmanship between the Congress and the White House over the US debt ceiling has compelled Moody's to warn of a "very small but rising risk" that the world's paramount power may default within two weeks."
  • QE3 mun framkalla frekara gengisfall allra þessara gjaldmiðla gagnvart raunverðmætum - að auki víxlverka áhrif krýsunnar á Evrusvæðinu, hún hefur sjálfstæð neikvæð áhrif.
  • Ekki má heldur gleyma öðrum sjálfstæðum neikvæðum áhrifum, þ.e. sá "brinkmanship" sem er ástundaður milli Repúblikana og Demókrata "in US Congress". En, hvorki meira né minna verður alríkisstjórnin greiðsluþrota þann 2/8 nk., ef ekki næst samkomulag milli aðila svo að fjárlög alríkisstjórnarinnar fái samþykki, ásamt frekari heimildum frá þinginu til þess að skuldsetja bandar. þjóðina frekar.
  • Þessa stundina, virðist ástand mála svo alvarlegt að maður veltir fyrir sér, hvor krýsan fellir heimshagkerfið fyrst - það er Evrukrýsan eða krýsan í Bandar.
  • Mér sýnist báðar hafa fulla möguleika til að framkalla nýja heimskreppu - sökkva heimshagkerfinu.


Fleira keyrir upp verðlag á gulli?

Á sama tíma og allt er í volli v. N-Atlantshaf. Þá eru hagkerfi S-Ameríku og SA-Asíu á fullri ferð. Þar er rekin mjög laus eða slök peningastjórnun, í reynd víða eru innlánsvextir neikvæðir eins og þekktist hérlendis á 8. áratugnum.

  • Þá niðurgreiða sparifjáreigendur í reynd útlán! 
  • Í Kína einkum er þetta áberandi, og ódýrum lánum er dælt út í hagkerfið, til að fjármagna framkvæmdir - fjárfestingar og fjölgun útflutningsgreina.
  • En þetta er í reynd ósjálfbær stefna - einnig.
  • Mjög ódýrt lánsfé getur einnig skekkt hagkerfið, skapað tímabundinn grundvöll undir í reynd óhagkvæma starfsemi - sem fellur um leið og skorið er á ódýru lánin.
  • Að auki, skapar þetta hættu á margvíslegum framkvæmdabólum - því mjög ódýrt lánsfé gerir framkv. sem annars ekki borga sig, gróðavænlegar.
  • Margir hagfræðingar hafa áhyggjur af því sem þeir telja að sé "misallocation" í stórum stíl innan Kína, í of mikið af húsnæði t.d. og einnig, að þar sé að finna útflutningsgreinar sem einungis borga sig meðan lánsfé kostar nærri ekki neitt.
  • Menn óttast að einkum í Kína, í minna mæli á Indlandi, í Brasilíu einnig - sé að hlaðast upp tímasprengja.

A. Evans-Pritchard - Gold standard back as world order cracks :"Fuelling the blaze, the emerging powers of Asia are almost all running uber-loose monetary policies. Most have negative real interest rates that push citizens out of bank accounts and into gold, or property. China is an arch-inflater. Prices are rising at 6.4pc, yet the one-year deposit rate is just 3.5pc." - ""There is no depth of market in these other currencies, so gold is the obvious play," said Neil Mellor from BNY Mellon."

 

Það er ákveðin kaldhæðni í því að Evran var búin að ná umtalsverðri útbreiðslu innan gjaldeyrisvarasjóða margra landa sbr. "reserve currency" og nú allt í einu - þegar staða Evrunnar er þannig að hrun er blasir við - jafnvel algert hrun.

Þá er úr vöndu að ráða - því það eru engir gjaldmiðlar þarna úti nægilega stórir sem geta tekið við þessu fé, án þess að hækka í einhver fáránleg bóluverð. 

  • En ekki vilja menn heldur í jenið, eða pundið, eða dollarinn, til að minnka áhættu. 
  • Þá er aðeins eftir, að fjárfesta í raun-verðmætum. Gulli - silfri - öðru óforgengilegu.

A. Evans-Pritchard - Gold standard back as world order cracks :"China, Russia, Brazil, India, the Mid-East petro-powers have diversified their $7 trillion reserves into euros over the last decade to limit dollar exposure. As Europe's monetary union itself faces an existential crisis, there is no other safe-haven currency able to absorb the flows. The Swiss franc, Canada's loonie, the Aussie, and Korea's won are too small."

 

Hvað með krónuna?

Hún gæti í reynd lent í frekar góðum málum - ef við losum um höftin og hleypum henni lausri - því ólíkt öðrum gjaldmiðlum í kringum okkur, þá er undirstaða hennar ekki hagkerfi sem byggist á:

  • Neyslu - sem getur horfið eins og dögg fyrir sólu.
eða -
  • Þjónustu - en þjónustuhagkerfi eru þau sem fyrir mesta tjóninu hafa orðið í núverandi heimskreppu, vegna þess að það er svo mikið auðveldara að skera niður kaup á þjónustu en t.d. kaup á olíu eða mat.

- heldur er grunvöllur hennar raunverðmæti -

  • Fiskur + ál: en ólíkt neyslu eða þjónustu, þá hefur matur eða málmur alltaf eitthvað verðmæti, því ólíkt þjónustu sem unnt er að skera af eða mikið niður, þá geta menn ekki hætt að borða og málma þurfa aðilar að kaupa, ef þeir ætla að smíða nýjar brír - hús eða hvað annað út málmi.
  • Það er mun dýpra á þær þarfir sem okkar útflutningur þjónar!

Þannig að ef fer í hönd langvarandi kreppa - í hinum risastóru þjónustuhagkerfum fyrir Austan okkur og Vestan okkur, þá erum við með í okkar höndum raunverðmæti, sem alltaf einhver mun vilja.

Ef núverandi markaðir hrynja, þá verður unnt að selja þá vöru á aðra markaði sem eru að opnast.

Þó svo að SA-Asía og S-Ameríka, geti dalað nokkuð, er ekki þar til staðar nein sambærilegt skuldadæmi sem er að keyra hagkerfin nær okkur í bólakaf.

Ég er að tala um skammtíma niðursveiflu ekki langvarandi stöðnun og kreppu - sennilega lengur en áratug, sem sennilega er þ.s. framundan er í Evrópu og Bandaríkjunum.

----------------------------

Punkturinn er - að krónan gæti orðið tiltölulega sterkur gjaldmiðill, a.m.k. um tíma.

Evran - ef hún ferst ekki - og dollarinn, gætu lent í mjög verulegri verðbólgu og raunvirðislækkun. En ég sé ekki að í reynd, sé nokkur undankoma á evrusvæðinu frá því að spila svipaðann leik og Bandar. með dollarinn, þ.e. að prenta - hafa vexti á "0" og hamast á prentvélunum, í von um að skapa næga verðbólgu og raunvirðislækkun skulda með þeim hætti.

Þá fara bankavextir upp í hæðir sem við könnumst við. Lífskjör hrapa verulega.

Það mun eiga sér umtalsverð jöfnun lífskjara í heiminum, með hrapi lífskjara í Evrópu og Bandaríkjunum.

 

----------------------------------------Rignir inn slæmum efnahagsfréttum 15/7

8 Evrópskir bankar feiluðu á "stress testi"

Eight banks fail Europe stress tests :"Five banks in Spain, two in Greece and one in Austria flunked the test. Expectations were for five to 15 banks to fall short and need to raise 10 billion euros or more in capital."

Mig grunar að mörgum muni finnast grunsamlegt að einungis féllu bankar á prófinu á Spáni og Grikklandi, fyrir utan þann eina til viðbótar í Austurríki.

Þetta og einnig fréttir frá Bandar. um aukna svartsýni neytenda, sennilega hafði neikvæð áhrif á markað fyrir skuldatryggingar - sjá hækkun að neðan.

Nine banks fail Europe stress tests :"“Near-fail” banks... which also have substantial exposure to risky sovereign nations...12 banks fall into that category – seven in Spain; two in Greece; two in Portugal and one in Cyprus.""

Klárt að spænska bankakerfið er í mjög slæmu ástandi. Við þessar fréttir þá aukast sennilega vandræði bæði Ítalíu og Spánar, en vandræði þeirra virðast haga saman í augum fjárfesta.

 

Trú bandarískra neytenda á framtíðina - fellur

U.S. Consumer Confidence Unexpectedly Declines to 63.8 From 71.5 in Index :"Confidence among U.S. consumers unexpectedly fell in July to the lowest level in more than two years, adding to concern that weak employment gains and falling home prices may keep households from spending."

Það eina merkilega er, að það sé talað um þetta sem óvænta niðurstöðu. En, fyrir mánuði varð orðið ljóst að húsnæðisverð í Bandar. var aftur farið að falla.

Aukin svartsýni neitenda eiginlega var fyrirsjáanlegur atburður - eftir það.

European Stocks Retreat After U.S. Consumer Confidence Unexpectedly Falls :"European stocks fell as U.S. consumer sentiment unexpectedly declined and investors speculated that stress tests on Europe’s banks may show they have insufficient capital to weather the fiscal crisis."

Það rignir inn neikvæðum fréttum!

 

Skuldatryggingaálag - verðfall í dag í Evrópu!

Ekki hægir neitt á krýsunni í Evrópu miðað við þessar nýju tölur!

Nýjar tölur - 17.30 - Markit Itrax Sov - 15/7

Staða Markit Itrax Sov kl. 17.30 13/7 

Grikkland...........2.468 / 2.340


Portúgal.............1.140 / 1.085


Írland..................1.120 / 1.060

Spánn..................349 / 313


Ítalía...................305 / 282 /
------------------------------------------------

Ísland..................231 (maí. 2011 - nýrri tölur ekki komið fram enn) 

 

Þróun vaxtakröfu fyrir 10 ára ríkisbréf

Vaxtaálag hækkaði fyrir lok markaða í dag 15/7.

Ísland seldi 5 ára bréf, vaxtakrafa 10 ára er vanalega nokkuð hærri - á bilinu 0,5-1% vanalega.

Grikkland............16,86% (16,77 12/7,  17,02 11/7)

Portúgal..............13,05% (13,36 13/7, 13,36 12/7, 13,39 11/7)

Írland.................13,95% (13,78 13/7, 13,35 12/7, 13,38 11/7)

Spánn..................5,86% (5,75 13/7, 5,8 12/7, 6,04 11/7 - 5,56 sl. viku)

Ítalía...................5,63% (5,48 13/7, 5,56 12/7, 5,71 11/7, 5,28 þann 8/7, 5,21 þann 7/7 var 5,08 í 6/7 og 4,99 fyrir 2-vikum)

Ísland..................4,993% (5 ára)

 

 

Niðurstaða

Ég held að það sé töluvert til í þessu, að það stefni í mikið raunverðfall pappírsgjaldmiðla í heiminum. Þetta muni byrtast í miklum verðhækkunum á raunverðmætum í þeim gjaldmiðlum sbr. gull, silfur, olía og kornvörur. 

Orsök verði stöðug minnkandi tiltrú á helstu höfuðgjaldmiðlum - samtímis, þ.e. : jeni, dollar, evru og pundi - annars vegar.

Og hins vegar, stöðug seðlaprentun a.m.k. í Bandar. en ég tel að Evrópa þurfi að gera slíkt hið sama, sem dælir peningum út í hagkerfið, og framkallar stöðuga raunminnkun virðis þeirra gjaldmiðla.

Þetta er auðvitað verðbólga - og samtímist, mikil lækkun lífskjara sem sennilega er framundan í Evrópu og Bandar. N-Ameríku, Japan örugglega einnig.

---------------------

Eins og þið sjáið - heldur áfram að rigna inn slæmum efnahagsfréttum - frá Evrópu og Bandar.

Við getum endað hér úti í ballarhafi með bestu lífskjörin eftir allt saman, vegna þess að grundvöllur okkar hagkerfis liggur í raunverðmætum.

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Einar,

Er ekki málið það að stærsti hluti efnahagskerfa heimsins er bundinn í pappírum sem hafa engin raunveruleg verðmæti, s.s. futures og derivatives?  Þetta eru ekkert annað en fjárhættuspilapeningar sem hafa ekkert á bak við sig. 

Ef ég man rétt skv. Financial Times 2008 þá voru um 520.000 milljarðar dollara bundnir í slíkum pappírum, eitthvað um 10 ára GDP allra þjóðlanda heims.  Ég held að það hljóti að koma að því að þetta rugl fari á hausinn og gjaldmiðlar raunverulegs verðmætis komi aftur.  Commodities munu hækka í verði eins og þú segir og verða aftur undirstaða markaða í stað þess að verðlausir pappírar séu það sem allt flýtur á (og pappírsbátar eru ekki þekktir fyrir góða endingu;)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 15.7.2011 kl. 17:48

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Arnór - í reynd eru sjálf hagkerfin þ.s. stendur að baki slíkum gjaldmiðlum, svo þ.e. eðlilegt að þegar þú skuldsetur hagkerfin geigvænlega, þá falli þeir gjaldmiðlar.

Þ.s. á sér stað verður þ.s. á hagfræðimáli kallast "correction" þ.e. að gjaldmiðlarnir falli niður á þann verðmæta fót sem að baki þeim í reynd stendur, í formi verðmætaframleiðslu að frádregnum kostnaði við skuldbindingar.

Því miður hefur framleiðsla raunverðmæta minnkað mjög í Bandar. en einnig innan Evrópu. Þannig, að sennilega mun koma í ljós að það að skipta úr framleiðslu yfir í þjónustu, eru ekki skipti á jöfnum verðmætum.

Svo sennilega fara lífskjör langt niður eða þanga til, að laun eru samkeppnisfær við framleiðslu miðað við framleiðni, miðað við hagkerfi í SA-Asíu, með tilliti tekið til flutningskostnaðar.

Það verði jöfnun lífskjara.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2011 kl. 18:32

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það á þá auðvitað einnig við, að þegar grefur undan verðmætagrunni hagkerfisins, þá hljóti að grafa undan gjaldmiðlinum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2011 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 29
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 294
  • Frá upphafi: 847470

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 291
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband