Seðlabanki Evrópu í ílleysanlegri klemmu! Styttist í endalok Evrunnar?

Vandi Seðlabanka Evrópu er að hann hefur þurft ekki einu sinni að halda uppi bankakerfi Evrópu, heldur einnig einstökum ríkjum. Ástæðan er sú, að aðildarríkjum Evru er ekki síður hætt við lausafjárvanda en bönkum.

Ástæðan er sú að þegar land er starfandi innan Evru, það er frjálst fjármagnsflæði í gangi, að auki hefur hvert land takmarkað fjármagn til umráða og getur sjálft ekki dælt inn peningum ef fé streymir allt í einu úr landi; þá þarf land eins og bankar geta þurft, að taka lán frá ECB til að viðhalda peningamagni í umferð.

Hinn bóginn er ECB bannað skv. sáttmálanum um bankann, að veita slík lán til ríkja, en samt hefur hann gert slíkt - einfaldlega annars hefði allt hrunið.

Bankinn gerir þetta auðvitað óbeint, þ.e. formlega telur hann sig þurfa að fylgja reglunni, en þetta fer fram þannig, að þegar ECB lánar ríkjum í gegnum seðlabankakerfi Evrópu til að þau endurláni til eigin banka til að halda þeim á floti, þá kaupa þeir bankar fyrir það fé skuldabréf af eigin ríkissjóð og ECB heimilar að þau séu notuð sem veð þó svo að vitað sé að þau séu orðinn vafasamur pappír.

Gavyn Davies - "The ECB is gradually being drawn into the “socialisation” of peripheral country debt, in ways which are completely outside the control of the central bank, and which could yet end in crisis."

Samkvæmt fréttum sl. viku þá ákvað ECB að gefa einnig undanþágu fyrir veðhæfi ríkisbréfa Portúgals eins og hann á sl. ári gaf undanþágu fyrir veðhæfi ríkisbréfa Grikklands, þannig að ECB samþykkir ríkisbréf beggja ríkja sem gild veð þó þau séu nú í ruslflokki skv. skilgreiningu matsfyrirtækja og þó svo að skv. reglum þeim er gilda fyrir ECB sé honum óheimilt að taka bréf með svo slakt veðhæfi gild.

Þessi fyrri frétt frá sl. föstudag, seinni frétt laugardags, - vikan sl. er súmmeruð upp. Niðurstaðan er að Evrukrýsan er að ná nýju hámarki. Markaðir eru farnir að fókusa á Ítalíu:

Euro falls heavily as eurozone woes deepen :"Over the five sessions, investors saw Portugal’s sovereign rating downgraded to junk status by Moody’s; a fightback by the European Central Bank which removed collateral rules on Lisbon’s debt; and a sharp sell-off in Italian bonds and credit default swaps which hit the country’s banking stocks."

ECB tightens noose on Southern Europe :As expected, the ECB waived its collateral requirements on Portuguese bonds, clearing the way for the country's banks to continue tapping the ECB's liquidity window following Moody's downgrade of Portugal's debt to junk. The ECB has already waved the rules for Greece. 

Gallinn við þetta er að því lengur sem þetta ástand varir að ECB veitir lán gegn vafasömum pappírum:

  1. Því hærri verður skuld landanna í vanda við seðlabankakerfið - og eiginfjár hlutfall ECB minnkar stöðugt, þegar skroppið í einungis 4,25% og stöðugt minnkandi, svo að í dag er greiðsluþrot Grikklands eitt og sér nægt til að þurrka úr eigin fé ECB.
  2. Mögulegt og/líklegt tap ECB eykst stöðugt eftir því sem magn vafasamra pappíra eykst innan eignasafns ECB.
  • Klemma ECB er sú, að hann getur ekki stoppað peningadæluna því þá:
  • Hrynur bankakerfi landanna 3-ja þ.e. Grikklands, Írland og Portúgals nánast samdægurs.
  • Þau hafa ekki valkostinn að prenta peninga til að leysa eigin lausafjárkrýsu eða til að leysa lausafjárkrýsu eigin banka - svo svokölluð neyðarlán er eina leiðin sem eftir er, fyrir utan frekari skuldsetningu við ECB.
  1. Aðildarlöndin vilja frekar íta löndum í vanda í svokölluð neyðarlán,
  2. því ef og þegar ECB verður gjaldþrota, þá lendir kostnaðurinn á þeim -
  3. með neyðarlánum senda þau þannig séð reikninginn til baka -
  4. nema að löndin í vanda geta ekki borið þann reikning.
Gavyn Davies - "The ECB is now financing around 20 per cent of the balance sheets of Greek and Portuguese banks, and has a total exposure to the troubled economies in excess of €400bn...the capital and reserves of the European System of Central Banks is only €81bn."
 
  • Meðan aðildarlönd ESB og Evrusvæðis, hafa ekki enn komið fram með trúverðuga framtíðarlausn á vanda ríkjanna í vandræðum, er ECB dæmdur til að dæla og dæla peningum áfram.
  • Svona ástand getur ekki endað nema á einn veg, með hruni - nema að einhver trúverðug leið B komi fram í tæka tíð. Það er enn hægt, en tíminn rennur óðfluga út.

Þessar upplýsingar koma fram í mjög áhugaverðri breskri skýrslu:

The ECB and the hidden cost of saving the euro!

  • Eins og sést fyrir neðan, hafa seðlabankar Sviss, Svíþjóðar og Noregs, mun sterkari eiginfjárstöðu. Ath. C+R as percentage of assets.
  • Svona til gamans má benda á að skv. nýjum Basel viðmiðum eiga viðskiptabankar hafa eiginfjárhlutfall að lágmarki 7%, svo 4,25% er ófullnægjandi fyrir viðskiptabanka skv. nýjustu alþjóðareglum.

Table 1: Spot the difference between the ECB and other central banks
(€m)..........Capital.............Reserves............Assets..........Leverage ratio....C+R as % of Assets
ECB............10,761............70,426............1,895,870............23.4: 1.............4.25
Swiss..........36,174................-...................226,641.............6.25:1.............15.96
Swedish......110.................7,235.................34,757..............4.73:1.............21.1
Norges..........8,441.................-....................49,345.............5.85:1.............17.1


  • Ég öfunda ekki Draghi þegar hann tekur við Trichet í haust, sem Seðlabankastjóri yfir Seðlabanka Evrópu, en þessi staða er einfaldlega svo herfilega vonlaus.

 



Til að bæta gráu ofan á svart, er fókus markaða að færast á Ítalíu!

Italy’s finance minister under fire :"Tensions have come to a head over Mr Tremonti’s insistence on austerity in eliminating the budget deficit, and his reluctance to endorse tax cuts demanded by the prime minister."

Berlusconi attack fuels Italy turmoil :"For the markets, Mr Tremonti – a tax lawyer and professor of ethics – is the government’s best guarantor of fiscal rectitude and debt stability, with Italy’s state borrowings running at 120 per cent of GDP, second only to Greece in Europe."

ECB tightens noose on Southern Europe :"Yields on Italian 10-year bonds rose to a post-EMU high of 5.21pc yesterday. Spanish yields reached 5.71pc before settling down slightly. The bond jitters follow a slew of grim data pointing to an economic relapse in both countries." - "Simon Derrick, currency chief at the BNY Mellon: "The situation is magnitudes worse than where we were a few months ago and the global outlook is following the pattern of mid-2008 before the Lehman crisis, so people are getting nervous," he said."

ECB tightens noose on Southern Europe :"Italy's finance minister, Giulio Tremonti, unveiled a draconian plan yesterday to balance the budget by 2014 and stay a step ahead of the bond vigilantes, warning of "disaster" unless €48bn of cuts were passed. "What is at stake is the survival of civil society in this country," he said."  - "With low private debt, Italy has managed to stay out of the maelstrom so far. However, its public debt is the world's largest after the US and Japan at €1.84 trillion. The upward creep in yields has begun to attract unwelcome attention, notably among Asian investors."

 

En ég vek athygli á eftirfarandi, vaxtakrafa 10. ára bréfa, í fyrradag 7/7:

  1. Ítalía 5,21 (var 5,08 í fimmtudag og 4,99 í sl. viku)
  2. Spánn 5,71 (5,56 í gær)

 

Eins og sést er vaxtakrafa fyrir Ítalíu á hraðri uppleið. En staða Ítalíu er alvarleg, með 7,7% halla af ríkisútgjöldum sem hlutfall þjóðarframleiðslu en ekki af ríkisútgjöldum, svo þetta er mjög mikill halli.

Á sama tíma eru skuldir Ítalíu þær 3. hæstu í heimi þ.e. 1.840ma.€, slakur hagvöxtur á sl. áratug þ.e. -1% kom í veg fyrir að Ítalía gæti náð þeim þá niður, í júní mældist samdráttur í iðnframleiðslu á Ítalíu og hagkerfið virðist á mjög viðkvæmum "0" punkti. 

Markaðurinn óttast að vaxtahækkanir ECB geti ítt Ítalíu yfir í samdrátt - Spáni einnig. Að auki er pólit. drama í gangi innan ítalskra stjm. milli fjármálaráðherrans Tremonti og Berlusconi, en Tremonti eins og fram kemur að ofan mælir fyrir nýjum niðurskurðarpakka til að reyna að róa markaði, meðan að Berlusconi virðist vilja lækka skatta og ekki skera eins hratt niður. Þetta drama eykur einnig spennuna.

Best að fylgjast áfram með Ítalíu í næstu viku, en skuldir Ítalíu eru það miklar að það má fullyrða að ekki sé unnt að bjarga Ítalíu frá falli, ef Ítalía er á leið í fall - þá hrynur Evran!

 

Svo má ekki gleyma Spáni!

ECB tightens noose on Southern Europe :"Over 90pc of Spanish mortgages are priced off the floating 1-year Euribor rate, which has risen 66 basis points to 2.19pc this year. Only 20pc of German loans are on floating rates. " - "Rate rises are ratcheting up the pressure as each month a fresh cohort of Spanish households sees a sharp upward adjustment in their mortgage payments. There is a hangover of 680,000 unsold properties on the market, according to government figures." - ""There is no sign of recovery," said Raj Badiani from IHS Global Insight. "House sales are falling again at double-digit rates and if this spills over into 2012, the pressure on the Spanish banking system could become unbearable," he said. "

Að sumu leiti er Spánn í verri klemmu en Ítalía, en þar er allt þveröfugt þ.s. ríkið skuldar ekki svo mikið. Heldur er það mjög alvarleg skuldastaða hagkerfisins þ.e. einka-aðila og einstaklinga. Ekki síst húsnæðisskuldir eftir eina mestu húsnæðisbólu sem sögur fara af - en þegar hún var í hámarki var meira byggt af húsnæði á Spáni en í Frakklandi og Þýskalandi samanlagt.

En eins og fram kemur, þá hækka vaxtahækkanir innan Evrusvæðis kostnað mjög hratt hjá þeim sem skulda húsnæðislán á Spáni. Því hafa vaxtahækkanir ECB mjög öflug samdráttaraukandi áhrif á Spáni - sérstaklega á Spáni, vegna þess hve gríðarlega hátt hlutfall húsnæðislána er á breytilegum vöxtum.

Spánn einnig eins og Ítalía, er á "0" punkti þ.e. hvorki hagvöxtur eða samdráttur í hagkerfinu skv. tölum frá júní sl. En slík "0" staða er mjög viðkvæm.

Spánn skuldar þó ekki eins gríðarlega mikið og Ítalía - innan við helming skulda Ítalska ríkisins. Spánn er þó stærra hagkerfi en samanlögð hagkerfi - Grikkland, Írlands og Portúgals.

Skuldir spánska ríkisins geta þó aukist mjög mikið skyndilega eins og átti sér stað á Írlandi, því spánska bankakerfið er á brauðfótum eins og það írska en hefur þó ólíkt því írska lafað fram að þessu. En vaxtahækkanaferli gæti ítt þeim í fall - svo sett af stað skriðu sem gerir spænska ríkið ógjaldfært einnig, eins og gerðist á Írlandi. Spánn er eiginlega Írland í nokkrum veldum, nema með minna skilvirkt hagkerfi, og meira atvinnuleysi - því minna fært um viðsnúning.

Það er því ekki furðulegt að vaxtakrafa hafi einnig hækkað fyrir Spán í sl. viku.

 

Bæði Spánn og Ítalía geta lent í vanda svo-til á sama tíma

Takið eftir því hvað háttsettur starfsmaður Morgan Stanley risabankans er að segja, en þetta er nánast lýsing á síðasta tímabili bólunnar þegar spekúlantar voru að kaupa krónur á fullu, til að ná sér í skammtímagróða, veðjuðu á hana svo að lokum gegn henni. En, skv. þessu eru spekúlantar enn að streyma inn, til að njóta góðs af loforðum sem fyrir hendi virðast innan Evrusvæðis til skammtímagróða þ.e. kaupa bréf ríkja í vandræðum, þiggja háa vext í boði - veðja á að þeir verði borgaðir út af sameiginlegum sjóðum ESB ríkja þ.e. skattborgurum. Síðan er hættan að þeir - eins og hér gerðist - fari svo jafnhratt út aftur, þá eins og frægt er féll krónan stórt. Gæti það átt eftir að gerast með Evruna?

 

ECB tightens noose on Southern Europe :"Hans Redeker, currency chief at Morgan Stanley, said the danger for the eurozone is that long-term investment inflows have dried up. They have been replaced by a growing reliance on hot money funds, attracted by Europe's higher rates." - ""This money is fickle. It will move out on the slightest sign of trouble. Europe's capital flows are sounding alarms," he said. By raising rates, the ECB may have made matters worse."

 

  • Evrusvæðið eins og var um krónuna síðustu misserin fyrir hrun, er orðið leiksvæði gamblara sem til eru í að hætta miklu fyrir mikinn gróða.
  • Það má segja að sé enn eitt teiknið um, að það dragi að lokum Evrukrýsunnar á einn veg eða annan, þá ekki hamingjusömum endalokum.

 

Niðurstaða

Er að styttast hraðfara í endalokin á Evrusvæðinu?

Ég óttast það.

Niðurstaðan verður þá ný heimskreppa. Ekki hagmingjuástand fyrir okkur heldur!

----------------------

Ísland með sínar auðlyndir verður samt tiltölulega vel stætt við þær aðstæður sem þá skapast, því hér er nægur matur, og næg orka.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Ég þakka kærlega fyrir miklar og velframsetta upplýsingar.

Snorri Hansson, 10.7.2011 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 286
  • Frá upphafi: 847462

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 283
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband