Hrynur Evran fyrir haustið eða lafir hún fram á næsta vor?

Stóra vandamálið er sjálf uppsetning Evrusvæðis að hafa sjálfstæð ríki starfandi innan gjaldmiðils, hvert með eigin hagstjórn, en ekki eigin peningastjórn. Fyrir ríkin virkar þetta eins og að starfa með erlendann gjaldmiðil þ.e. þau ráða ekki magninu í umferð og geta ekki sjálf ákveðið að prenta það magn sem þeim sýnist.

Þetta vilja stuðningsmenn Evru meina að sé svo jákvætt, því með þessu séu einmitt freystingar sem akkúrat felast í sjálfstæðri seðlaprentun teknar af stjórnmálamönnum, sem geti þá ekki beitt seðlaprentun eða gengisfellingu sem útleið úr vandræðum.

Þetta muni leiða til vandaðri stjórnunar, því ef þessar þægilegur útleiðir séu ekki lengur fyrir hendi, viti menn að þeir verði að stjórna betur - eða þannig :)

Því miður hefur þetta ekki orðið reyndin, niðurstaðan er að pólitíkin og aðilar vinnumarkaðar í nokkrum löndum, voru jafn óskynsamir og áður var reyndin - svo nú eru menn að upplifa neikvæðu hliðarnar á málum!

  • Ef þú getur ekki prentað peninga eins og þú vilt, þá getur þú ekki beitt aðgerðum sambærilegum þeim sem Federal Reserve í Bandaríkjunum hefur beitt, þ.e. moka prentuðum peningum inn i hagkerfið, til að milda kreppuna - fyrst til að draga úr niðursveiflunni, síðan til að flýta fyrir hagvexti. Seinni þátturinn hefur ekki alveg virkað en sá fyrri gerði það.
  • Hin hliðin er þá dýpri kreppa, en flestir hagfræðingar telja ef ekki hefði verið fyrir QE1 og QE2 eins og peningadælurnar voru kallaðar í Bandar. Þá hefði skollið á til muna dýpri kreppa, til mikilla muna meira atvinnuleysi. Þetta er einmitt að gerast í löndum innan Evrusvæðis, sem eru í alvarlegri kreppu.
  • Annað vandi er, svo lengi sem skuldir þínar eru megni til í þeim gjaldmiðli sem þú hefur umráð yfir, þá getur land ekki orðið greiðsluþrota - því hagkerfi í slíkum vanda sögulega séð prenta sig þá út úr vandanum. Það er, verðfella gjaldmiðilinn og skuldirnar um leið. Sjá eftirfarandi grein eftir prófessor Paul de Grauwe við háskólann í Leuven, og heitir greinin The Governance of a Fragile Eurozone.
  • En, sá valkostur er ekki til staðar fyrir ríki innan Evru, því þarf að endurgreiða allar skuldir að fullu á kostnaðarverði + vextir. Þar sem ríkin ráða ekki eigin peningamagni, geta þau mjög raunverulega orðið greiðsluþrota, því tekjur eru takmarkaðar og magn peninga einnig, og ef kostnaður af skuldum verður meiri en tekjur þá eins og fyrirtæki eða einstaklingur, verður "sovereign default".
  • Viðbótar greiðsluþrots hættan sem fylgir aðild að Evru hefur ekki komist inn í hina íslensku umræðu, ath. þetta á þó ekki við Ísland nema í ljósi skulda í krónum en fræðilega getur Ísland defaultað á gjaldeyrisskuldir, og svo prentað og prentað. Hættan er fyrst og fremst verðbólga auðvitað lífskjaraskerðing, en ef vísitalan er fryst er unnt að láta allar krónuskuldir verðfalla sem ætti að rétta hlut skuldugra. Þetta er raunverulega útleið gagnvart skuldbindingum í krónum, ef allt annað bregst. 

 

Aðildarríki Evrusvæðis geta samt mjög vel ennþá bjargað Evrunni - málið snýst frekar um vilja - það er vilja þau taka á sig þær byrðar sem til þarf - ef Evran fellur þá verður það meir fyrir gjaldþrot viljans!

Stóra ástæðan fyrir tregðu Þjóðverja er upplifun þeirra af björgun A-Þýskalands! En, A-Þýskaland er enn byrði á V-Þýskalandi eða nánar tiltekið löndunum sem tilheyrðu því sem þá var Vestur.

East Germany Was and Is Greece

"More than 20 years later, the former East Germany is still an economic backwater, with unemployment rates double what they are in the west of the country."

  1. "Consider the similarities. When Germany reunified in 1990, wages soared throughout the East on the back of new labor union agreements that sought to equalize wages between West and East. Unit labor costs rose an astonishing 88% from 1990 to 1992, according to a paper from economists at the Centre for European Economic Research." - "East German firms, their productivity stifled by years of Communism, could not handle these increases. Soaring labor costs left manufacturers in the East totally uncompetitive, causing the region’s manufacturing base to collapse and unemployment to shoot up over 20%."
  2. "Greece too saw labor costs rise sharply in the decade after adopting the euro: a 39%  rise in unit labor costs and 36% rise in wages from 2001 through the first quarter of 2010. This despite stagnating economic productivity. Unemployment is now around 16%, a record high for the country." - Ég get bætt því við að iðnframleiðsla frá 2005-2011 hefur dregist saman um 16,1%. Svo það hrun líkist einnig hruninu í iðnframleiðslu í A-Þýskalandi. Grikkland í staðinn stórjók umsvif ríkisins og að auki fór almenningur að lifa á neyslulánum þ.e. skuldsetningu.
"Worryingly (for Greece), the German adjustment has taken a very long time. Despite billions of euros invested by the German government and a decade of labor-market reforms, unemployment in the East is still much higher than it is in the West...In 2009,  the unemployment rate in the five East German states and Berlin ranged from 10.6% to 13.9%, compared to Germany’s national rate of 7.7%."

And key to the adjustment that has happened in Germany is emigration from East to West..." - "EU officials often preach the virtues of labor-market mobility, but are they really hoping to see large-scale emigration from Greece to other parts of the euro zone?"

 

Skoðun á því sem var A-Þýskaland gefur ekki góðar vonir til að sú endurskipulagning sem predikuð er sem leið út úr vanda, þ.e. auka framleiðni - auka samkeppni - opna vinnumarkaðinn betur þ.e. þá geira sem hafa verið lokaðir fyrir samkeppni; sé leið til skjótra framfara.

En slíkar aðferðir geta skilað árangri en sá árangur er tímafrekur - mæling á velheppnaðri útkomu er ekki í árum, heldur áratugum.

Auðvitað því lengur að skila sér því djúpstæðari sem breytingar þurfa að vera.

Allt þetta þekkja þjóðverjar betur en nokkur önnur þjóð, því sameining Þýskalands má segja að hafi gefið forsmekk af því sem hið stærra samhengi Evrusvæðis stendur frammi fyrir.

Spurningin um björgun Evrusvæðis, er spurning um hvort hinar aðildarþjóðirnar eru til í að halda þjóðum í vanda uppi - með nær beinum peningagjöfum árum og árum saman, meðan þær þjóðir smám saman yfir langt tímabil eru að ná fótfestu.

Ef þær eru ekki til í það þá mun annað af tvennu:

  1. Aðildarríkjum Evru fækka - þ.e. lönd í vanda smám saman hætta þátttöku.
  2. Evran eins og leggur sig hrynur.

Ef aðildarríkin aðstoða lönd í vanda við að losna út úr Evru, þá getur það leitt til 1.

Ef það verður massívt stjórnlaust greiðslufall ríkja í vanda, þá mun líklega 2. verða ofan á.

Því lengur sem málum er ítt áfram, boltanum sparkað áfram, meiri peningum mokað á vandann - því líklegra verður 2.

 

Niðurstaða

Það er enn unnt að bjarga Evrunni. En tíminn er að renna út og hann rennur út hratt. Ég treysti mér ekki til að fullyrða að Evran hafi árið af þ.e. núverandi ár.

En ég vek athygli á eftirfarandi, vaxtakrafa 10. ára bréfa, í gær 7/7:

  1. Ítalía 5,21 (var 5,08 í fyrradag og 4,99 í sl. viku)
  2. Spánn 5,71 (5,56 í gær)

Eins og sést er vaxtakrafa Ítalíu á hraðri uppleið þessa dagana, en skuldir Ítalíu verða 120% af þjóðarframleiðslu þ.e. ríkisskuldir, halli á 1. ársfjórðungi var 7,7% á ríkinu sem hlutfall af þjóðarframleiðslu en ekki sem hlutfall ríkisútgjalda. Svo þetta er gríðarlegur halli.

Í júní sl. mældist samdráttur í iðnframleiðslu í báðum löndum þ.e. Ítalíu og Spáni. Skuldir Ítalíu eru um 1.800ma.€ eða liðlega 2-faldar skuldir Spánar. 

Það sem verra er, að eins og var um Portúgal var nettó hagvöxtur í reynd neikvæður á Ítalíu á sl. áratug um 1% per ár, þetta orsakaði það að Ítalíu tókst ekki á sl. áratug að minnka skuldir. Mjög takmörkuð hagvaxtargeta er mjög alvarlegur sjálfstæður vandi sem víxlverkar við skuldavandann, dregur mjög úr trúverðugleika um greiðslugetu ítalska ríkisins. Ítalía er í reynd Portúgal í nokkrum veldum.

Ítalía er fíllinn í postúlínsbúðinni. Og markaðurinn er klárt að verða órólegur, því hann veit að vaxtahækkun hefur neikvæð áhrif á stöðu Ítalíu og Spánar, sem í júní mælast í hreinni hagkerfis kyrrstöðu þ.e. "0" hagvexti. 

"0%" er mjög viðkvæm staða þ.e. getur mjög auðveldlega þróast í samdrátt, og þ.e. nákvæmlega hættan, og þá fer markaðurinn í paník tel ég sérstaklega gagnvart Ítalíu, á mun meiri hraða en nokkur getur spáð fyrir óttast ég.

 

ECB Increases Interest Rates : The European Central Bank raised interest rates for the second time since April to keep inflation in check and signaled that more rises are likely despite an escalating debt crisis in Greece and mounting evidence of slower growth in much of the 17-member euro bloc.

Europe descends into monetary madness :Perhaps it’s crisis fatigue, but monetary policy in Europe seems to have descended into madness.

 

Það er eins og stjórnendur Seðlabanka Evrópu hafi misst alla veruleikatengingu eða að þeir séu til í að skeita að sköpuðu.

Ég tek undir það að vaxtahækkunarferli ofan í alvarlega skuldakreppu svo alvarlega að hrunhættu er mjög mjög raunveruleg, þar sem staða Seðlabankans sjálfs er það alvarleg að gjaldþrot Grikklands eins og sér dugar til að þurrka út allt hans eigin fé ( Skuldbindingar á bókum Seðlabanka Evrópu 23,4 falt eigið fé! ), er BRJÁLÆÐI!

Ps: Nýjar tölur frá Bandaríkjunum, gefa nýja ástæðu til svartsýni. En skv. nýjustu fréttum urðu einungis til 18.000 störf í júní, sem er enn minna en í mái sl., sem þó voru álitnar hræðilegar tölur. Kyrrtaða í Bandar. ógnar einnig stöðu mála í Evrópu, en svo samofin eru hagkerfin orðin beggja megin.

US jobs shock hits FTSE

Worries Grow Over U.S. Jobs

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 53
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 318
  • Frá upphafi: 847494

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 314
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband