Af hverju segjum við gjarnan, að reka Ísland sé eins og reka heimilisbókhald? Allar hugmyndir um gjaldmiðilsskipti hitta á sama vandann!

Ég átti ágætt samtal við Andra Geir Arinbjarnarson á bloggi hans. Andri er einn af þeim málefnalegri á netinu, og vel unnt að ræða við hann í fullri kurteisi. En, það virðist vera sýn margra að við verðum að skipta um gjaldmiðil, þ.e. einnig gjarnan fullyrt að slíkt muni nánast sjálfvirkt leiða til aukinna fjárfestinga hér. Sérstaklega þessi seinni fullyrðing, sem fram kom hjá Andra hafði ég við að athuga.

 

Ísland er raunverulega mjög sérstætt, þ.e. ég veit ekki um nokkurt dvergríki sem hefur það sem við höfum, þetta snýst ekki um einhverja blinda þjóðernishyggju, einungis þekktar staðreyndir.

  1. Ísland er mjög óvenjulegt landfræðilega séð, einstakt eiginlega, þ.e. langstærsta eyjan í heiminum á rekhrygg, að auki er hér svokallaður heitur reitur (mantle plume). Þetta er þ.s. skapar þá miklu hitaorku sem hér er. 
  2. Hér eru að auki stórir jöklar, sem skapa stór virkjanleg vatnsföll.
  3. Síðan bætist við að hafið í kring er mjög gjöfult, ein mesta fiskigengd í víðri veröld.
  4. Náttúruleg sérstaða, skapar mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
  • Punkturinn er sá, að miðin - orkuauðlindirnar, skapa mjög öflugann útflutning, þannig að ásamt ferðamennsku, þá duga þessir 3. þættir fyrir landsframleiðslu per haus, sem þrátt fyrir svokallað hrun, telst enn vera mikil í samanburði við önnur lönd.

CIA World Factbook: Samanburður við lönd í heimsálfunum beggja vegna! Tölur frá 2010.

  1. Liechtenstein:  141.100$
  2. Luxembourgh: 81.800$
  3. Noregur: 56.000$
  4. Bandaríkin: 47.400$
  5. Andorra: 44.900$
  6. Sviss: 42.900$
  7. Austuríki: 40.300$
  8. Holland:  40.500$
  9. Kanada: 39.600$
  10. Svíþjóð: 39.000$
  11. Belgía: 37.900$
  12. Írland: 37.600$
  13. Danmörk: 36.700$
  14. Ísland: 36.700$
  15. San Marino: 36.200$
  16. Þýskaland: 35.900$
  17. Grænland: 35.900$
  18. Finnland: 35.300$
  19. Bretland: 35.100$
  20. Frakkland: 33.300$
  21. Færeyjar 32.800$
  22. Ítalía: 30.700$
  23. Grikkland: 30.200$
  24. Mónakó: 30.000$
  25. Spánn: 29.500$
  26. Slóvenía: 28.400$
  27. Tékkland: 25.600$
  28. Malta: 25.100$
  29. Portugal: 23.000$
  30. Slóvakía: 22.200$
  31. Kýpur: 21.000$
  32. Eistland: 19.000$
  33. Úngverjaland: 19.000$
  34. Pólland: 18.800$
  35. Króatía: 17.500$
  36. Litáen: 15.900$
  37. Rússland: 15.900$
  38. Lettand: 14.300$ 
  39. Hvíta Rússlan: 14.300$
  40. Búlgaría: 12.800$
  41. Tyrkland: 12.300$
  42. Rúmenía: 11.500$
  43. Serbía: 11.000$
  44. Svartfjalla-land: 9.900$
  45. Makedónía: 9.400$
  46. Albanía: 7.400$
  47. Úkraína: 6.700$
  48. Bosnía: 6.600$
  49. Kosovo: 2.500$
  50. Moldavía: 2.500$
  51. ESB 32.900$
  • Ísland býr nefnilega að því hagræði, að beggja vegna Atlantshafsins er að finna mjög auðug hagkerfi, sem veita mjög góð verð fyrir þann afla sem við veiðum, ásamt því öðru sem við framleiðum og seljum. Þannig, skila auðlyndir okkar - okkur mjög góðum tekjum.
  • Flest smá eyríki, búa í meiri fjarlægð frá auðugum mörkuðum, og njóta því minna hagræðis af sínum auðlyndum, en fyrir okkur þó fjarlægðir séu nokkrar eru þær þó ekki of miklar heldur.

 

Ókostir einnig, hverjir eru þeir?

  1. Sá stærsti er sennilega smæð þjóðarinnar, en sá þíðir að Ísland hefur mjög óverulegann heimamarkað, en svo smár er hann að hér borgar sig almennt séð ekki að framleiða neysluvörur - fyrir utan matvæli, heldur eru þær fluttar inn.
  2. Vegna fámennis, er vinnumarkaður fámennur og tiltölulega fábreyttur.
  3. Smæðin ásamt því að Ísland er fjær Evrópu, ef maður miðar við hana, en t.d. Bretland og Írland, héðan er ekki vega og járnbrautasamband við hana eins og Svíþjóð eða Danmörk hafa, gerir Ísland mjög ógyrnilegann fjárfestingakost - fyrir aðrar tegundir starfsemi en þá sem nýtir landkosti beint eða orkuauðlyndir.
  4. Hér eru ekki heldur að finna verðmæt jarðefni t.d. málma, sem geta skapað grundvöll fyrir námuvinnslu.
  • Ég er ekki að segja að við höfum fá tækifæri, en þau eru klárlega samt takmörkuð einnig.
  • Tækifærin liggja á vissum sviðum, þ.e. með miðin þegar fullnýtt, erum við að tala um frekari uppbyggingu starfsemi sem er orkufrek þannig að orkuverð skiptir meira máli en flutningskostnaður, þetta þarf ekki að vera álver allt eins t.d. framleiðsla á kísilþinnum t.d. við gerð sólarorkuhlaða.
  • Hvað annað varðar, þá er unnt að auka hér fiskeldi og loðdýrarækt, sbr. að nýta landkosti.
  • Lokum er það menntun fólksins, en það getur skapað tækifæri á sviðum hugbúnaðargerðar, en hugbúnaður er eitt af því sem engin landamæri þekkir né fjarlægðir, svo flutningskostnaður er ekki vandi.
  • Að lokum auðvitað ferðamennska.

Þetta á að duga fyrir mjög góðum lífskjörum, fyrir þetta fámenna þjóð!

 

Hvað er ég að meina með að skipti á gjaldmiðli, skapi ekki stóreflingu fjárfestinga eins og sumir vilja láta?

  • Aftur, smæð innri markaðar, af völdum fámennis, ásamt tiltölulega háum flutningskostnaði til og frá landinu, gerir ekki landið að árennilegum fjárfestingarkosti nema á tilteknum sviðum.
  • Sko, annar gjaldmiðill færir ekki landið nær Evrópu eða N-Ameríku, né fjölgar það þjóðinni - eða skapar nýjar auðlyndir sem ekki áður þekktust.
  1. Málið er að vegna ofangreinds, munu útlendingar fyrst og fremst hafa áhuga á fjárfestingum til útflutnings, því heimamarkaður hér er of lítill til að það svari almennt séð kostnaði, að setja hér upp starfsemi til að nýta hann.
  2. Ég sé ekki að gjaldmiðillinn sé í reynd umtalsverð áhrifabreyta, til eða frá, þannig að ekki sé neitt klárt orsakasamhengi sem útskýrir af hverju þeim ætti að fjölga, ef við skiptum um gjaldmiðil. Þvert á móti tel ég áhrifin cirka "0" til eða frá.
  3. Við erum að tala um starfsemi, sem er þannig að varan er flutt beint út - líkur yfirgnæfandi um að viðkomandi rekstur geri upp í einhverjum erlendum gjaldmiðli, útflutt vara sé verðlögð í erlendum gjaldmiðlum.
  4. Það eina sem gjaldmiðillinn kemur við sögu, er þegar borguð eru laun til starfsmanna eða verktaka sem reisa viðkomandi verksmiðju, allar bjargir eru aðkeyptar og fluttar inn, greitt fyrir með erlendum gjaldmiðlum.
  5. Svo, ekki er í reynd um að ræða, að fjárfest sé í krónunni - svo þá skapar það ekki snögga aukningu á eftirspurn eftir krónum, snarhækkar gjaldmiðilinn.

Innan annars gjaldmiðils, værum við einnig að höfða til alveg samskonar tegundar starfsemi, enda mjög raunverulegar takmarkanir um hvað borgar sig að gera hér, þannig að við værum ekki að sjá dramatíska aukningu á fjölbreytni um starfsemi hér - og erlendir aðilar myndu haga sér nákvæmlega eins þ.e. öll aðföng væru aðflutt þ.e. fengin að utan, enda ekki framleidd hér.

  • Ég sé í alvöru talað ekki, að háir vextir hér eða verðbólga eða hugsanlegar gengisfellingar, komi þessum rekstri nokkuð við - nema í gegnum stutt tímabil er laun hækka umfram raungetu hagkerfisins, áður en næsta felling lækkar þau á ný.
  • Það eina er veldur einhverju tjóni er hágengi, ef laun verða óþægilega há - en slík tímabil eru skammlíf oftast nær og enda alltaf í gengisfalli, því hágengi -þ.e. raungengi verður það hátt að viðskiptahalli skapast- er ekki sjálfbært ástand.
  • En, gengisfellingar eru í reynd bara bónus fyrir slíka aðila því þá lækka laun tímabundið, og innlendir vextir koma ekki við þá þ.s. öll lán eru í erlendum gjaldmiðlum og tekjur einnig.

Ergo - ég sé ekki að það sé neitt umtalsvert óhagræði af krónunni fyrir erlenda fjárfesta hér, sem eðli máls skv. munu fyrst og fremst hafa áhuga á að fjárfesta, í starfsemi til útflutnings. 

Vegna þess að óhagræði er ekki til staðar, er ekki rökrétt að ætla að gjaldmiðilsskipti skili aukningu fjárfestinga.

(Vandi er, að of oft er verið að byggja á því sem ég kalla heimskum samanburði, þ.e. tekinn samanburður á A-Evrópu, sem var innan A-tjaldins fram á veturinn 1989-90. Þau komast fljótlega í kjölfarið, í dramatískt aukin viðskipti v. V-Evrópu. Fá fríverslunarsaming við ESB á 10. áratugnum, flest ganga inn árin rétt fyrir eða rétt eftir 2000. Eðlilega á sér stað gríðarleg aukning verslunar við Evrópu þessi ár, enda var hún að hefjast nánast frá "0". Til samanburðar, höfum við samfellt og óhindrað verslað við Evrópu síðan seinna stríði lauk, haft fríverslun síðan 1971, og erum lifandi löngu komin í mjög víðtæk verslunarsamskipti. Ég sé ekki hvernig í ósköpunum, þau viðskipti geta aukist dramatískt - einfaldlega ekki mögulegt. En við getum ekki sjálfbært keypt meir inn en þ.s. við eigum tekjur fyrir. En eins og ég rökstuddi, skiptir gjaldmiðillinn ekki máli þegar kemur að erlendum fjárfestingum hér, verslun getur einungis verið fyrir þ.s. við eigum af peningum, svo hún helst sjálfkrafa í hendur við aukningu gjaldeyristekna. En, Magnús nokkur Bjarnason gaf fyrir nokkru út bók, þ.s. hann stundar svona heimska samanburðarfræði, bók sem látið hefur nokkuð verið með, og ályktar einkum út frá hinni meintu aukningu á verslun, að hér myndi landsframleiðsla aukast 6-7% með Evru, umfram þ.s. ella yrði - en hann virtist einfaldlega gera ráð fyrir að hér yrði sama meðalaukning á verslun og í ríkjum A-Evrópu, eftir að þau gengu inn í ESB, en þá var verslun þar enn í hraðri aukningu eftir að hafa hafist á "0" og ástandið ekkert sambærilegt. Einhvern veginn, hefur hann ekki fattað, að verslun getur ekki aukist hérna nema samsvarandi aukning tekna sé fyrir. Aukning verslunar án tekjuaukningar er þ.s. er kallað viðskiptahalli og sá endar alltaf á einn veg. Þetta var varin Dr. ritgerð - magnað!)

 

Ísland eins og eitt stórt heimili!

Ísland má eiginlega smætta í tekjur vs. kostnað, þ.e. skipta starfsemi í þá sem skaffar gjaldeyristekjur vs. þá sem ekki gerir það, þ.e. A vs. B. En nánast aðeins landbúnaður, er þarna fyrir utan.

Öll starfsemi debit meginn, sé haldið uppi af starfseminni sem er kredit meginn - þar með talið nær öll verslun, starfsemi ríkis og sveitarfélaga, nær öll framleiðsla fyrir innanlands markað sem ekki er á sviði matvælaiðnaðar, byggingastarfsemi. Margt fleira má nefna.

Það er einmitt lykillinn að svari mínu til Andra, að aukning lífskjara hér grundvallast óhjákvæmilega á því að auka gjaldeyristekjur - svo að meira sé unnt að flytja inn. 

Svo að ef þ.e. svo sem hann segir, að háir vextir og verðbólga, geri fjárfestingu hérlendis í annað en aukinn útflutning minna arðbæra, þá er það ekki endilega slæmt fyrirkomulag:

Andri Geir: “Þar með viðhöldum við núverandi kerfi þar sem þeir sem eru í útflutningi og hafa sinar tekjur í gjaldeyri hafa lægri fjármagnskostnað og geta því borgað hærri laun en þeir sem eru fastir í haftakrónunni. ”

  • Sem dæmi, þá skaffar álver eða kísilverksmiðja eða önnur orkufrek stóriðja sjálf ekki beint mörg störf, en það má segja að því fylgi mikið flr. afleidd störf, vegna aukningar gjaldeyristekna. En, það þíðir að það fjölgar störfum í greinum, sem grundvallast á innflutningi, t.d. verslun.

    Þetta er ástæða þess, að það getur hugsanlega stórdregið út atvinnuleysi akkúrat núna, að efla til stórframkvæmda, þ.e. fyrst að reisa viðkomandi verksmiðju og síðan skaffi aukning útflutningstekna fj. starfa óbeint.

    Það er einmitt þannig sem við aukum lífskjör hérna, að auka gjaldeyristekjur þ.e. A svo við getum gert meir af B, þ.e. aukið innflutning.


Öll gjaldmiðilsskipti hafa sama vandann í för með sér, þ.e. hvernig stýrum við viðskiptajöfnuðinum?
Í dag og sl. áratugi, er sú stýring mjög einföld, en ef halli fer yfir cirka 5% þá verður "loss of confidence" og krónan fellur, innflutningur fellur nægilega mikið til að smávegis afgangur skapist.

Það má segja, að þessi stýring á viðskiptajöfnuðinum, sé eiginlega helsta gagn sem okkar gjaldmiðill gerir - en halli leiðir til skuldsetningar og greiðsluþrots fyrir rest.

Svo, að gjaldmiðillinn tékkar okkur af við og við, þegar við eyðum um of um efni fram, þá fellur hann og það koma nokkur ár í afgangi, staðan sjálfleiðréttist.

Andri Geir:“Íslenskir launamenn sem fá borgað í krónum tapa enda verða þeir að borga fyrir sveigjanleika krónunnar þegar hún er gengisfelld, ekki þeir sem standa í útflutningi sem fá lægri launakostnað með gengisfellingu.”

Málið er, að launamenn geta ekki annað en tapað á því fyrir rest, ef eyðsla verður stjórnlaus of lengi, en það getur ekki endað nema í enn verri vandræðum þ.e. nýrri skuldakreppu, ef þessi sjálfleiðrétting er tekin af.

  • Þetta er svar mitt til þeirra sem vilja annan gjaldmiðil - þ.e. og um leið spurning á móti:Hvernig ætlið þið að tryggja stýringu á viðskiptajöfnuðinum?

 

  • Löngun íslendinga til betri kjara hefur alltaf verið sterk, þannig að í kjarasamningum hefur þeim jafnan tekist að ná inn heldur hærri prósentuhækkunum launa en hefur numið prósentuaukningu gjaldeyrstekna.
  • Þetta framkallar hina klassísku hagsveiflu, og um leið stöðuga innlenda verðbólgu, sem einkum verður til vegna víxlverkunar kaupgjalds og verðlags, þ.e. vegna þess að þ.e. alltaf hluti atvinnulífs t.d. verslunargreinar og auðvitað hið opinbera, sem eiga ekki valkost oft á tíðum um annað, en að velta kauphækkunum beint í verðlag.
  • Ég sé ekki af hverju gjaldmiðilsskipti ættu klárlega / augljóslega stöðva þennan dæmigerða riþþma.  
  • Fram að þessu, eykst alltaf innflutningur ár frá ári, í hinni dæmigerðu hagsveiflu því launahækkanir umfram aukningu gjaldeyristekna, minnka afgang smám saman af viðskiptajöfnuði og síðan fram að þessu, hefur það alltaf án undantekninga gerst, að á seinni hluta hagsveiflu er vaxandi halli á viðskiptajöfnuði og sá eykst stjórnlaust þangað til næsta gengisfelling á sér stað.

Sko þ.s. ég er að reyna að benda á, er að þessi riþþmi sem keyrir viðvarandi verðbólgu hér að jafnaði ásamt sífelldum hagsveiflum; mun gera það áfram innan annars gjaldmiðils.

Ég sé ekki að núverandi ríkisstjórn sé að framkalla nokkra breytingu á honum, þó svo annar flokkurinn stefni að aðild að ESB og að Evru, en bendi á að launahækkanir eru 2-föld líkleg aukning landsframleiðslu í ár. Mjög óvísst er einnig að loforð um 3,3% hækkun árin 2. næstu, sé ekki einnig umfram hagvöxt þau 2. ár. 

Punkturinn er sá, að öllu óbreyttu þ.e. án mjög djúpstæðrar hugarfarsbreytingar í þjóðfélaginu, þ.s. aðilar hætta að krefjast hækkunar launa umfram raun-aukningu tekna, mun hagsveifla þá ekki enda með gengishruni heldur með verra ástandi, þ.e. skuldakreppu og langri kreppu - sbr. þ.s. Portúgal mun líklega ganga í gegnum, en þeirra greiðsluþrot kemur fyrst og fremst vegna uppsafnaðra skulda vegna viðskiptahalla, þ.e. ekki vegna bankakreppu eða húsnæðisbólu.

Það sem ég er að segja, er að án slíkrar hugarfarsbreytingar, er betur heima setið en af stað farið, þ.e. okkur hag er betur búið í krónuhagkerfi.

En, að auki, bætist við að hér verða sveiflur við og við sem ekki eru af þessa völdum, og við verðum einnig að geta fengist við þær - ég sé bara eina leið til að unnt sé að búa við annan gjaldmiðil, skiptir engu máli hvern, þ.e. að fyrirfram sé gengið þannig frá því að launalækkanir séu eins sjálfvirkar og gengisfellingar. Þetta sé fest í lög, svo fyrirkomulagið hafi nægann trúverðugleika - jafnvel stjórnarskrá.

 

Niðurstaða

Mín niðurstaða er að búa áfram við krónu. Þetta snýst ekki um einhverja þjóðernis tilfinningu, heldur það að ég sé ekki að unnt sé fyrir okkur, að búa við annan gjaldmiðil. Þetta kemur til vegna skorts á aga annars vegar og hins vegar vegna þess að stórar og erfiðar sveiflur verða hér einnig við og við, sem við ekki getum stýrt. En snögg aðlögun upp á t.d. 25% er nær óframkvæmanleg með launalækkunum; nema auðvitað að það sé skv. fyrirfram frágengnu fyrirkomulagi, sem sátt hefur náðst um meðal þjóðarinnar. En, ég sé ekki slíka sátt neins staðar í augsýn, né nægann skilning þess að ekkert minna en þetta þurfi til - ekki síst virðist nær alger blinda hvað þetta varðar ríkja meðal þeirra sem eru fylgismenn gjaldmiðilsskipta.

Svo ég verð að standa gegn öllum hugmyndum um skipti á gjaldmiðli a.m.k. þangað til ég sé sannfærandi teikn þess, að þeir sem það vilja raunverulega skilji, hvað þarf til svo það geti blessast.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

CIA er allta að endurskoða þetta mat sitt, og aðaltriði er draga álytanir út frá samanburði elst við stöndug ríki.

Danmörk: 36.700

Noregur: 56.000

Sviss: 42.900

47.000 kr. var ekki nóg fyrir Ísland í samanburði við Danmörk frá 1960 -1990,  Hér var það vegna meir dreifbýlis og minni hlutfallslegra vsk fyrirtækja.  Hér er hægt  deila niður persónu afslátt og velta aftur út í verðlagið og lækka á móti þann kostnað sem fyrirtæki borg í vexti innanlands. Málið er að vextir og arður reiknast ekki til aukninga CIP í USA, hann metur allt út frá VSK. þess hluta sem almennir neytendur versla. 10 % tekju hæstu versla sértækt inn og líka þeir 10% tekjulægstu.       

Nú er kreppa og þá er tími til að loka varsjóðum og tapa REIÐFÉ ÚT í samfélgið. Varsjóðir er til að mæta neyð í framtíðinn.  Hér í dag fara 100 kr. inn ellisjóðina og 30 kr. út þetta mun ekki breytast eftir 30 ár.  Ég legg til að hætt sé að binda fé í sjóðum  sem tekur 30 til 45 ára að fá greitt úr til baka. Flestir sem eru eldri enn 50 ára byrjuða greiða inn um 20 ára, þeir ættu að geta fengið sitt til baka núna til 80 ára.   Seðlabanki Þýskaland er komið helling af 30 ár veðbréfum út ESB. Ef þau er verðryggð engin raunvaxta krafa þá er það fínt í áframhaldandi samdrætti í ESB. Þetta er varsjóður sem nýtist Þýsklandi einu.

Júlíus Björnsson, 5.6.2011 kl. 02:24

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fróðleg grein hjá þér Einar, sem svo oft áður.

Gunnar Heiðarsson, 5.6.2011 kl. 12:09

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í USA hækkað CIP línulega að jafnaði um 3,5% á ári frá 1936 til 1974, síða línulega um 4,5% á ári frá 1974 til 2005.   Ef eftirspurn 80% neytenda USA  sem versla almennt hefur verið sú sama allan tíman, og hlutfall húnæði kostnaðar, vaxta of skatta, hefur verið sama hlutfall af heildar launum, þá hafa Laun þess hóps fylgt CIP [í USA] og verið þannig óbreytt.  Vandamálið hér er að skilja ekki að menn verða að lifa við að allt hækki stöðugt jafnt og reyna ekki að að krefjast meiri almennra hækkannna á 5 ára tímabilum, en í ríkju sterkra gjaladmiðla. Hér er stöðuleiki þegar Króna rýrnar jafn mikið á fimm ára tíma bilum og gjaldmiðlar stöndugra ríkja. Allt verðlag hækkar ekki jafn á frjálsum mörkuðum en það hækkar jafnt í heildina litið yfir 5 ár.

Íslendinga vera að skilja menntaensku fyrst ef þeir vilja tileinka sér hugsunarhátt stöngura ríkja.   

Ísland er lokuð innri efnahagseining í ljósi krónu. Það þýðir ef hér er tveir geira í viðskiptum innbyrðis, Annar bókar hjá sér veldisvíslega tekju aukningu á hverju ár gagnavart viðskiptum við hinn geirann,  þá bókar hinn geirinn hjá sér veldisvíslega skuldaaukningu á hverju ári.

Þess vegna reiðufjárfesta [varasjóðir umfram reiðufjárgreiðslu] erlendis, vegna þess að skuldaveldisvísis kröfu aukning innlands eru farin úr böndunum.

Með því að auka innlands eftirspurn almennt um 30%  þá bókast þjóðatekjur hér  talsvert hærri. Með því að  gera ráð fyrir fastri línulegru meðal verðbólgu [almennri hækkun] á lengri tímabilum eins og stöndug ríki, þá tekur ekki að veðja á gengis mun fyrir vogunar sjóði. Hér er stefna að engin hækkun sé stöðugleiki, þá er verðbólga 0 , þá hækkar hinsvegar allur innflutningur um föstu verðbólguna erlendis.  Ef vægi innflutnings vex í heildar almennri eftirspurn, þá merkir þessi engin verðbólgu dýrkun hér meiri skerðingu á almennum kaupmætti.

Hversvegna er gert ráð fyrir veldisvísislegum vesti hér í útreikningum á íbúðalánum?

Í ESB má verðbólga ekki vera meiri en (3,5 x 5) = 17,5% á 5 árum,  (6 x 17,5)= 105 % verðbólga á 30 ára íbúðaveðlánum, 30 ára varsjóðum  2 flokks evru ríkja.

2,5% er meðal krafa sem þjóðverjar 1. flokks evru ríki gera:  það er 75<5 verðbóla á 30 ára varsjóðum hjá þeim.  Þetta er lög í ESB.  Þess vegna þegar kreppi að almenningi í evru ríkjum, þá er tvær skýringar, reiðufé rennur frá honum til þeirra 10 % tekjuhæstu og eða líka í Seðlabanka t.d. Þýskalands.  Reið við ójafnri tekju skiptinu kallast "strike" í öllum stéttum sama þjóðfélgs.  Það er eðlilegt að hækka verðlag hér til jafns við viðskiptlöndin.  Hér var það áður of lítið eða of mikið. Vegna vankunnáttu ráðamanna hér.  

Júlíus Björnsson, 5.6.2011 kl. 16:33

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í ESB má verðbólga ekki vera meiri en (3,5 x 5) = 17,5% á 5 árum, (6 x 17,5)= 105 % verðbólga á 30 ára íbúðaveðlánum, 30 ára varsjóðum 2 flokks evru ríkja.

Hún má ekki vaxa veldisvísilega eins og hjá lífeyrissjóðunum og íbúðlánsjóði hér, fram yfir 5 ára tímabil.

Hver vegna ekki að endurskoða reiknilíkön hér og setja inn línulega vöxt verðbólgu í spám lengri en 5 ár?  Spám sem taka til almennra hagsmuna.

Ræða svo málin á óbrjáluðum forsendum.

Júlíus Björnsson, 5.6.2011 kl. 16:42

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Frakkar ákveða gengi á Nýju Polnesíu og þess bera þeir alla ábyrg á efnahagsveiflum við eru svo heppnin að gæða fisku er efri millistéttar fæða í dag. Það þýði að markaðir yfir alla jörðina eru minni verð stöðug en áhætta minni þar sem dreift á miklu fleiri kaupendur. Tolla múrar EU 4,0% er hindrun fyrir risa magn framleiðslu. Í Þýsklandi eru sjávar hráefni frá Íslandi ekki einskorðuð við efri Millistétt. Margt smátt gerir eitt stórt og kostnað við markasetningu er greiddur af kaupenda voru og þjónustunnar.   Hér þarf ekki að setja dæmið upp að allt fari í miklu magni á fyrirverandi nýlendu ríki, vegna þess að við þurfa að fá frá þeim nauðsynlega fullvinnsu, magnil og plástur og farsíma, eða til að viðhalda veltulánum óþarfa fjármálgeira gagnvart erlendun bönkum.  Kúpa á bara sykur, sykur má vinna úr rófum og kaupa víða að. Gervisætur eru líka riðja honum úr vegi. Gæðaprótín efri millistéttar eru foréttindi Íslendinga. Selja kr/gramm eða kr/pund. Kjöt og fisk að hætti þroskaðra markaða. Læra alvöru alþjóðmarkaðafræði. Íslenskt lambakjöt er einstakt og líki sjávarafli. Ég veit um fólk í USA sem fékk Íslenskan fiski í skólum í gamladaga, fiskur fór í greiða niður kostnað við ríkisskólmáltíðir í USA. Var seldur ódýrt í magni. Við misstum þess skólamarkaði þegar stefnan var tekin á EU. Skýring var að Kanda ufsi hefði ráðið úrslitum.

Júlíus Björnsson, 14.6.2011 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 76
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 1442
  • Frá upphafi: 849637

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 1328
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband