Ég hef áhyggjur af stöðu bankakerfisins, í ljósi þess sem fram kemur í riti Seðlabanka Íslands Fjármálastöðugleiki

Það sem vekur athygli, eru gríðarleg vanskil innan bankakerfisins einkum hjá fyrirtækjum, en þó einnig mjög umtalsverð hjá almenningi. Hætta er klár á mjög miklum útlánatöpum. Á móti er uppgefið eigið fé bankanna allra sagt vera a.m.k. 17%. Að auki, að hagnaður þeirra sé góður, þ.e. 20% af eiginfé.

En, sá hagnaður er fullútskýrður með uppreikningi á virði útlánapakka, sem bankarnir fengu að meðaltali á 50% afslætti. Þennan leik geta þeir vart endurtekið á þessu ári, til að mæta afskriftum sem eiga eftir að verða mjög miklar - ef raunverulega á að koma hagkerfinu af stað, með endurskipulagningu skulda atvinnulífsins.

En, ég leyfi mér að efast um getu bankanna, til að afkrifa nægilega mikið, til þess að einhver umtalsverð hreyfing muni eiga sér stað, á atvinnulífinu. En, sl. ári reyndist fjárfesting sú minnsta síðan eftir seinna stríð.

Svo lítil fjárfesting, er einnig hættuleg fyrir bankana, því það þíðir að atvinnutæki ganga úr sér, geta atvinnulífsins til að standa við endurgreiðslu skulda dalar, lengra fram litið - ef fjárfesting helst svo lítil.

Það myndi einnig skila frekari hnignun hagvaxtargetu hagkerfisins, með öðrum orðum niðurspíral!

 

Fjármálastöðugleiki 2011/1

  • "Samanlögð reiknuð arðsemi eigin fjár stóru viðskiptabankanna þriggja nam um 20% árið 2010.
  • Á árinu 2010 námu þóknunartekjur viðskiptabankanna þriggja um 18 ma.kr.
  • og tekjur af fjármálastarfsemi 23 ma.kr.
  • Tap var af markaðsskuldabréfum en hagnaður af hlutabréfum.
  • Þrátt fyrir styrkingu krónunnar á árinu nam gengishagnaður um 18 ma.kr.
  • Samanlögð tekjufærsla viðskiptabankanna vegna metinnar virðishækkunar yfirtekinna útlána nam þannig 78 ma.kr. eða tæplega 40% af hreinum rekstrartekjum. bls. 15
  • Á tímabilinu nam ný virðisrýrnun útlána um 61 ma.kr." bls. 15

Ég fæ ekki betur séð, að ef bankarnir hefðu ekki gripið til þeirrar bókhaldsbrellu, að uppreikna lánasafnið um 78ma.kr. hefði virðisrýrnun útlána um 61ma.kr. skilað verulegu tapi.

Í reynd túlka ég niðurstöðuna sem þannig, að raunverulegt rekstrartap hafi verið á bönkunum á sl. ári, en ekki þessi meinti 20% af eiginfé hagnaður.

 

Spurning um það, hvað bankarnir gera á þessu ári:

Tafla II-2 Útlánaáhætta, eiginfjárkrafa og áhættugrunnur1
Ma.kr..........................................Samtals eiginfjárkrafa...........Samtals áhættugrunnur
Hið opinbera, ríkis- og fj.m.ft.....................5.........................................66 = 3,6%
Fyrirtæki................................................52........................................645 = 35,6%
Einstakl. og smærri fyrirtæki....................22.......................................268 = 14,8%
Fasteignaveðlán........................................8.......................................105 = 5,8%
Vanskil....................................................31.......................................390 = 21,4%
Eignir í endursölu.....................................27......................................337 = 18,6%
Samtals..................................................145...................................1.811 

  • "Lán viðskiptabankanna til fyrirtækja námu um 56% af heildarútlánum, 25% voru til heimila og um 5% til erlendra aðila.
  • Af fyrirtækjalánum var tæpur helmingur til þjónustufyrirtækja og um fjórðungur til sjávarútvegsfyrirtækja. bls. 16
  • Um 45% lána stóru viðskiptabankanna þriggja til fyrirtækja eru í vanskilum.
  • Um þriðjungur fyrirtækja hefur sl. ár haft viðvarandi neikvætt eigið fé, þ.e. verið ógjaldfær.
  • Dragist endurskipulagningin á langinn mun það halda aftur af eðlilegri starfsemi fyrirtækja, sem hefur neikvæð áhrif á bankakerfið og efnahagslífið til lengri tíma litið. bls 37

Vandinn er klár, enn er ástandið nákvæmlega eins og þegar sl. vetur 4. skýrsla AGS varaði við því að það væri áhætta fyrir framvindu Íslands, ef endurskipulagning skulda fyrirtækja héldi áfram að dragast.

Það eru mjög slæm tíðindi, að innan þessara skuldavandræða, sé um helmingur skuldir innlendra þjónustu fyrirtækja. En, þau mörg hver lentu í fanginu á viðskiptabönkunum þ.e. urðu raungjaldþrota en fengu að starfa áfram upp á náð og miskunn.

En helmingur af helmingi fyrirtækjaskulda, er þá 25%. Skv. þessu þ.s. útlán fyrirtækja eru 56% heildarútlána, þá eru um 28% heildarútlána bankanna, til innlendra þjónustufyrirtækja, sem mörg hver eru raungjaldþrota.

 

Spurning hvað 28% er há upphæð?

  • "Í lok árs 2010 nam bókfært virði heildarútlána þeirra um 1.700 ma.kr."  bls. 16
  • 28% af 1.700 = 476.

Þannig að miðað við þetta, geta verið kringum 470ma. í húfi í tengslum við innlend þjónustufyrirtæki.

  • Ef helmingur þess innheimtist ekki, væri það litlir 235 ma.
  • Ef við erum að tala um 1/3 innheimtist ekki, þá erum við að tala um 158ma.

Spurning hve mikið högg þetta væri fyrir eigið-fé?

"Eiginfjárgrunnur samstæðna stærstu viðskiptabanka nam 452 ma.kr. í árslok 2010, þar af námu víkjandi lán um 47 ma.kr. Uppistaða eiginfjárgrunnsins er því hlutafé og uppsafnaður rekstrarhagnaður. Eiginfjárhlutfall viðskiptabankanna, reiknað samkvæmt eiginfjárákvæðum laga um fjármálafyrirtæki, nam um 21% í lok ársins og hækkaði um rúmlega 5 prósentur frá fyrra ári." bls. 24
  • Takið eftir að samanlagt eiginfé bankanna er 452ma.kr.
  • Þannig, að bankarnir lifa af, ef 50% skulda þjónustufyrirtækja reynast verðlausar.
  • Þeir fara þó niður fyrir lögbundið 17% hlutfall, en haldast samt yfir 10%.
  • Auðvitað eru meiri afskriftir framundan en bara þetta, en þessi gæti reynst vera stærsti einstaki áhættuliðurinn.
  • Skuldir sjávarútvegs eru eins og fram kemur að umfangi cirka helmingur lána til þjónustufyrirtækja, sem myndi gera umfang þeirra milli 200-300ma.kr.  
  • Þær skuldir ættu að vera traustari, þ.s. sjávarútvegurinn hefur eða ætti að hafa traustari tekjur.
  • Nema að það sé rétt sem sjávarútvegurinn heldur fram að nýtt sjávarútvegsfrumvarp skaði að ráði tekjustreymi, ættu afksriftir að hlutfalli að vera minni í þessum flokki, upphæðir í húfi til muna lægri.
  • Áhættan er sennilega ekki mikið yfir 100ma.kr. Getur vel verið vel innan.
  • Samanlögð afskrift þessara 2-ja liða gæti þó hugsanlega numið allt að 300ma.kr.
  • En einnig gæti hún reynst um helmingi minni.

 

Skuldir heimila!

  • "Skuldir íslenskra heimila eru miklar í alþjóðlegum samanburði...Í lok mars 2011 námu skuldirnar um 110% af landsframleiðslu sem er svipað og árið 2007. "
  • "Til samanburðar var skuldahlutfallið u.þ.b. 80% af landsframleiðslu um síðustu aldamót. Hlutfallið nú er svipað og á Írlandi en nokkru hærra en í Bretlandi, Portúgal og Bandaríkjunum."  bls. 38
  • "nema vanskil hjá heimilum nú...21% af heildarútlánum til heimila og hefur hlutfallið lítið breyst sl. mánuði. bls. 38
  • Í lok apríl 2011 voru tæplega 25 þúsund einstaklingar á vanskilaskrá37 og hefur sá fjöldi farið hratt vaxandi sl. mánuði eða um rúman þriðjung síðan í mars 2009. bls. 38
  • Gjaldþrotum og árangurslausum fjárnámum einstaklinga hefur einnig fjölgað verulega...fyrstu mánuðir ársins 2011 benda til þess að þau gætu orðið 9.000 á þessu ári. bls. 39
  • "Vísbendingar eru um að innheimtu sé í mörgum tilvikum lokið með árangurslausu fjárnámi...
  • Gjaldþrot einstaklinga voru 112 árið 2009, 139 árið 2010 og stefna í að verða um 150 á þessu ári, m.v. fyrstu fjóra mánuði ársins. bls. 39
  • "Hlutfall heimila sem eru í vanskilum með húsnæðislán er svipað og 2004 eða um 10%, og hlutfall heimila sem eiga erfitt með að mæta óvæntum útgjöldum er einnig óbreytt, 36%. Greiðslubyrði annarra lána en húsnæðislána hefur þó þyngst verulega og er orðin þung byrði á um 19% heimila árið 2010 samanborið við um 10% árið 2004. Vanskil vegna þessara lána hafa einnig aukist, en þó aðeins um sem nemur 2 prósentum. Um helmingur heimila á erfitt með að ná endum saman, svipað hlutfall og árið 2004." sbr. 40
  1. Niðurstaðan hvað skuldir heimila varða, er að heildar vanskil eru 21%.
  2. Vanskil húsnæðisskulda þó 10% sem sé cirka sama og 2004.

Árangurslausum fjárnámum, fjölgar þó hratt - en ekki gjaldþrots úrskurðum!

Að úrskurða í gjaldþrot kostar rúmar 200þ. - þetta gjald var ef ég man rétt hækkað a.m.k. 100% af ríkisstjórninni, sem hefur verið sniðug aðgerð.

En, annars hefði gjaldþrots úrskurðum klárlega fjölgað til mikilla muna meir.

  • Heildarskuldir heimila virðast nema rúml. 400ma.kr. skv. því að þær séu 25% af 1.700ma.kr.
  • Ef helmingur vanskila endar í afskriftum, þá væri það tap kringum 40-50ma.kr. 

Auðvitað geta vanskil heimila átt eftir að aukast umtalsvert, en hafa ber í huga að tugir þúsunda heimila, hafa reddað sér með úttöku aukalífeyrissparnaðar - að auki hefur sparifé minnkað á reikningum - og að auki hafa aðgerðir til tímabundinnar lækkunar greiðslubyrði sem ríkisstj. stóð fyrir að líkindum fækkað vanskilum sem annars hefðu orðið og þær aðgerðir fara að renna út.

Segjum að vanskil myndu 2-faldast, þá getur maður ímyndað sér útkomu nær 80-100ma.kr.

Punkturinn er að skv. þessu getur eigið-fé bankanna, minnkað hratt. Þ.e. ef hugsanlegar afskriftir heimila og fyrirtækja eru lagðar saman.

Nú á eftir, að ræða um fasteignir og aðrar eignir sem bankarnir eiga og vilja losna við, en skv. liðnum að ofan, eignir í endursölu í töflunni "Tafla II-2 Útlánaáhætta, eiginfjárkrafa og áhættugrunnur1" eru áhætta vegna þess liðar metin cirka hálfdrættingur á móti áhættunni vegna fyrirtækja-lána.

Ef þ.e. rétt, þá getur sú áhætta klárað eigið-fé bankanna, þegar maður leggur hugsanleg eða líklegar afskriftir þar ofan-á.

 

Umfang fjármálakerfisins er mjög íþyngjandi fyrir hagkerfið

Tafla II-1 Eignir fjármálakerfisins1, bls. 14

Eignir, ma.kr................................... 31.12.2009...................31.12.2010
Bankakerfi........................................3.909..............................3.891
þ.a. viðskiptabankar..........................2.573..............................2.644
þ.a. sparisjóðir.....................................383.................................137
Ýmis lánafyrirtæki..............................1.194..............................1.129
þ.a. Íbúðalánasjóður.............................795.................................836
Lífeyrissjóðir......................................1.849..............................1.992
Tryggingarfélög.....................................129.................................136
Verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir.............200.................................292
Lánasjóðir ríkisins..................................146................................160
Heildareignir.......................................7.427..............................7.600

Útlánastofnanir í slitameðferð..................2.800 ma.kr. m.v. árslok 2010.

Landsframleiðsla......................................................cirka 1.600ma.kr.

Ef 2.800ma. eru dregnir frá 7.600ma. fæst tala sem er jafnt og 3. þjóðarframleiðslur.

En rétt er að draga eignir þrotabúanna frá, enda ganga þær til kröfuhafa þegar þau þrotabú eru gerð upp, og koma ekki frekar við sögu hérlendis.

En flestir ættu að skilja, að því meir sem umfang þeirra skuldbindinga sem á hagkerfinu hvíla er, því stærra hlutfall þess fjármagns sem til verður í hagkerfinu á hverjum tíma, fer þá í það eitt að halda þeim skuldbindingum uppi.

  • Punkturinn er, að þá er minna til allra annarra hluta!
  • Þetta getur verið stór orsakaþáttur í því, hve óskaplega léleg innlend fjárfesting var á sl. ári, þ.e. sú minnsta á tímabilinu síðan eftir seinna stríð, þ.e. minnsta á lýðveldistímanum. 

Til að framkalla umtalsverða hreyfingu á hagkerfinu getur þurft annað af tvennu:

  1. Minnkun umfangs þessara skuldbindinga.
  2. Erlend fjárfesting.
  3. Eða hvort tveggja í bland.
Til að framkv. 1. er einfaldast, að afnema höftin og frysta vísitöluna á sama tíma.

Ef umfang skuldbindingar er ekki minnkað, má vera að hagvöxtur sé nánast ómögulegur um þessar mundir, án erlendra fjárfestinga. Þá þurfa þær sennilega að vera miklar að umfangi, sbr. hugmyndir um risa-álver.

Tafla II-8 Innstæður hjá viðskiptabönkunum1 bls. 23
......................................31.12.2009.........30.06.2010.........31.12.2010......Hlutfall af
Innstæður, ma.kr. innstæðum
Innlendir aðilar......................1.485...................1.534..................1.450..........88%
þ.a. í íslenskum krónum.........1.228...................1.330..................1.257..........87%
þ.a. í erlendum gjaldmiðlum.......257.....................205......................193.........13%
Erlendir aðilar...........................261......................299......................205.........12%
þ.a. í íslenskum krónum............200.......................240......................193.........94%
þ.a. í erlendum gjaldmiðlum.........61........................59........................13...........6%
Innstæður samtals..................1.746....................1.833...................1.655.........100%

  • Ákvað að sýna þessa töflu, því þar kemur fram minna þekkt áhættu atriði, í tengslum við afléttingu hafta, þ.e. innistæður í ísl. fjármálakerfinu í eigu útlendinga.
  • Ekki vitað hversu hátt hlutfall þeirra myndi vilja út eða myndi fara út, ef og þegar höft eru aflögð.
  • Þessi áhætta bætist við krónubréf og aflandskrónur. Heildaráhætta á útflæði hugsanlega er allt að 1.200 ma.kr. En fræðilega væri unnt að lækka hana verulega með samningum við krónubréfa hafa, um að greiða þeim seinna gegn því að bjóða þeim 100% endurheimtur krónubréfa að nafnvirði.
  • Ef þeim er þannig kippt út, ætti líklegt útflæði að rúmast vel innan gjaldeyrisforða
  • Ég er að segja að unnt sé að afnema höftin 1., 2., og 3.
  • Ef samið er við krónubréfa fyrst, segjum að unnt væri kannski að taka þau af við upphaf næsta árs, þ.e. ef mánuðirnir á milli fara í samninga við krónubréfahafa.
  • Ef síðan samhliða vísitalan er fryst, raunlækka allar peningalegar eignir, í hlutfalli við það gengisfall er verður kannski á bilinu 30-40%.

Sú raunlækkun þeirra, um leið gerir heildarumfang peningakerfisins mun sjálfbærara, en eins og fram koma að ofan er það heldur stórt þ.e. 3. þjóðarframleiðslur að stærð. Minnkun í 1,5 - 2 væri til mikilla bóta, og grunar mig myndi auka til muna hagvaxtargetu hagkerfisins.

 

Niðurstaða

Eins og ég hef útlistað sýnist mér staða bankakerfisins geta reynst vera tæp, þegar kurl koma til grafar. Hið minnsta sýnist mér næsta öruggt, að það fer vel niður fyrir núverandi löggilt eiginfjárhlutfall. En, jafnvel sýnist mér mögulegt að það fari alla leið niður í "0".

Að auki tel ég heildarumfang fjármálakerfisins klárt vera of mikið, og það sé örugglega a.m.k. hluti ástæðu fyrir deyfð hagkerfisins um þessar mundir.

Mér sýnist að annað af tvennu þurfi að minnka þetta umfang, eða að það þarf að koma stórframkvæmdum af stað skv. upphaflegum áformum ríkisstjórnar og AGS. Tek fram, ég vil frekar minnka kerfið, og tel það mjög framkvæmanlega aðgerð. En sú aðgerð tel ég myndi skila umtalverðri raukningu hagvaxtargetu hagkerfisins.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fjámálgeirinn  var vandamál nr. 1, ekki starfsfólkið heldur regluverkið. Hér stefnt að því að gengið  styrkist miða við gengið í helstur viðskiptalönum okkar. Það merki að hér er stefnt að því að verðlag og launatekjur [í ríkjum með frjálsan markaðsbúskap]  hækki meir en hér. Verðbólga mælist hærri hjá þeim.

Lánadrottnar stöndugra ríkja ekki trú á eiginlegum rekstri Íslands, að framlegð hans aukist. Þeir álíta fjármálgeiran hér óstöndugan, skilja hann ekki sem þroskaðann og segja AGS að tryggja að þeir fái sem mest reiðfé til baka, það er reiðufjár skuld Íslands lækki. Veðin eru búin.

Júlíus Björnsson, 3.6.2011 kl. 14:54

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Margur verður  af aurum api.  Reiðufjársöfnun er dýr og kostar í USA síðustu 40 ár um 4,5 % á ári vegna hækkunnar á almennum verðlagi og launatekjum þar í landi. Laun hækka í samræmi við verðlag til að framboð og eftirspurn haldist í hendur: þetta á við vsk. rekstur. Vextir og arður er hlutfall af tekjum síðast uppgjörs tímabils.

Hér borg vsk fyrirtæki litla launskatta, lítinn viriðsiauka, lítinn arð. Þau borgna vexti, eigna og húsaleigu, helst allt sem er verðtryggt.

Veðrtrygging í sjóðum er gerð með afskriftum til að eignarsafnið blási ekki út, svo kölluð verðtrygging á innláns vexti, gengur ekki upp til að verðtryggja sjóðrekstur, þetta er engin vandi að reikna út ef menn kunna bæði stærðfræði og tvíhliða bókhald, langtíma og skammtíma.   

Indexar er leiðarvísar um hækkanir og lækkanir [til að verðtryggja] þetta er ekki akkeri til að tryggja stöðuleika eða binda hækkanir við eins og tossarnir á vanþroskuðu eyjunni halda.

Menn er að gera ráð fyrir línleum vext á veltu verðtryggingar sjóða miðað við CIP , en þurfa samt að lækka vexti til leiðréttingar á eigin fé helst á fimm ár frest. Gera ráð fyrir er ekki sama og leiðrétt eftir á, en minna þar af leiðrétta ef gert er ráð fyir viðráðalegum vexti, það er vexti ferlis sem má rita upp úr tölum í bókhaldi.  

Hér eru eignasöfn ekki afskrifuð og hér er gert ráð fyrir veldisvíslegum vexti eignasafna veðlánsjóða.

Kleppara Seðlabanki vinnur í brjáluðum reiknilíkönum. Þessa vega lítur þetta svo frábærlega falllega út hjá honum bókhaldsalega. 

Júlíus Björnsson, 3.6.2011 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 42
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 292
  • Frá upphafi: 847433

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 288
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband