Mun "Nei" leiða til þess að matsfyrirtæki, fella Ísland í ruslflokk? Getur plan ríkisstjórnar og AGS um stórfellda viðbótar skuldsetningu gengið upp?

Svarið við því er að, það getur vel verið að Moodies felli landið í ruslflokk! Sjá álit Moodies 23. febrúar sl. þar sem, talað er um hvað jákvætt sé fyrir Ísland, að segja "JÁ" við Icesave, og miðað við hvað þar kemur fram, þá má ætla að það verði Íslandi til stórfenglegs tjóns, að ef það getur ekki náð sér í viðbótar skuldir.

 

Rökstuðningurinn er hinn dæmigerði:

  1. Já, og Moodies eiginlega lofar hagstæðara mati, muni þar-af-leiðandi bæta aðgang Íslands að lánsfé.

  2. Viðbótar lánsfé þ.s. norðurlöndin hafa lofað, muni berast.

  3. Þeir spá því að JÁ muni auka líkur á því að skuldir Ísland lækki úr 267% í 182% af þjóðarframleiðslu - þarna vantar þó nánari útskýringu, þ.e. hvernig orsakasamhengið akkúrat er.

 

 

Varðandi lánshæfis-matsfyrirtækin, þá vitum við að þau eru þjónar stóru bankanna, sem eru þeirra aðal viðskiptavinir:

  • En, þau starfa þannig að þau fá greitt fyrir að meta viðkomandi fyrirtæki.

  • Að auki, selja þau bönkum og fjármálastofnunum, rannsóknavinnu á fjármálasviði - hafa sérhæfða forritspakka til sölu, o.s.frv.

Við getum leitt af því líkur, að stórir evrópskir bankar sem eiga í viðskiptum við þessi fyrirtæki, eru mjög líklega ekki sérlega hrifnir af þeirri tilhugsun, að Icesave fari fyrir dóm - og innistæðutryggingakerfi Evrópu verði þannig ruggað.

Þannig, að þ.e. ekki endilega algerlega öruggt - að mat t.d. Moodies, sé algerlega óháð því að taka tillit til sjónarmiða, sinna mörgu viðskiptavina í Evrópu. Þar á meðal, má örugglega einnig finna ríkisstj. Evrópu sem einnig má leiða líkum, að séu sama sinnis.

 

Maður á alltaf að spyrja - Af hverju?

Þetta hljómar mjög öfugsnúið - eða hvað. Til þess að lækka skuldir Íslands, þurfum við að segja "JÁ" við Icesave, svo lánstraust okkar batni annars vegar og hins vegar svo við fáum milljarðana frá Norðurlöndunum.

Hvað gera milljarðarnir frá Norðurlöndunum? Þetta er lánsfé á 5,5% vöxtum - og það á að greiða það auðvitað til baka, á þeim vöxtum. En, þetta kaupir okkur meiri tíma - hugsanlega!

Til þess að geta greitt þetta viðbótar lánsfé til baka + það sem þegar hefur verið tekið að láni; þarf að auka útflutning Íslands!

  • Það dugar ekki hagvöxtur í formi neyslu eða nokkurt svoleiðis!
  • Nei það þarf aukinn útflutning og það með hraði!

Þess vegna, hefur frá upphafi í plani AGS og ríkisstjórnarinnar, verið gert ráð fyrir tveim gígantískum álverum - annað fyrir norðan v. Húsavík og hitt á Reykjanesi.

Það tekur kannski 3. ár að reisa eitt stikki risaálver - skv. Seðlabanka Íslands er Ísland þegar með næga peninga út 2013, og þarf því ekki endilega að taka peningana frá Norðurlöndunum annars vegar og hins vegar þarf ríkið ekki endilega á því að halda, að fara út á lánamarkaði fyrr.

Nei, málið snýst um risaálverin og hefur allltaf gert það - þ.e. planið að Ísland sjálft taki - ofan í lánin frá AGS og Norðurlöndunum - lán fyrir risaframkvæmdum og þá fjárhagslegu áhættu sem slíkum framkvæmdum fylgir.

Það, á sem sagt, að opnast sá möguleiki að fá lánsfé nægilega ódýrt - svo að framkvæmdir geti borið sig.

----------------------------------

Stóra spurningin er: er það trúverðugt, að "JÁ" við Icesave + lán frá Norðurlöndum, þíði að þá verði allt í einu hægt til viðbótar við allt hitt að taka risastór lán til að fjármagna mjög umtalsvert áhættusamar virkjanaframkvæmdir á Reykjanesi og norður í landi?

 

Ég hef aldrei haft trú á þessu plani!

Þetta hefur allta virst mér "desperat" gambl. Þar að auki, held ég að það sé algerlega rangt, að ætla sér að beita þeirri aðferð, sem til hefur staðið frá upphafi að Landsvirkjun taki með ríkisábyrgð þau gígantísku lán sem þá þarf til.

  • Ég tel það algert grundvallar atriði, að láta ekki ríkið eða hið opinbera skuldsetja sig, hvorki beint né óbeint, fyrir slíkar framkvæmdir. 
  • Þetta á að gera í einkaframkvæmd 100% þ.e. bjóða einnig virkjanir út. Þó með samningi sem gerir ráð fyrir tímatakmarkaðri eignaraðild einkaaðila, t.d. 35 ár - að loknum þeim tíma LV myndi fá virkjun til eignar.
  • Að auki vil ég hafa virkjanir og álverin helmingi minni að umfangi, vegna óvissu um raunverulegt magn orku á þeim svæðum sem til stendur að virkja.
  • Að auki, skuli reisa verin á lengri tíma þ.e. áfangaskipta þeim t.d. í 2. 75þ. tonna áfanga, með nokkurra ára millibili, svo nægur tími sé til orkuöflunar.
  • En, þ.e. langt í frá ljóst, að mögulegt sé virkja svæðin, með þeim hraða sem plön hafa verið um - en þ.e. alltaf óvissa um raunverulega vinnslugetu háhitasvæða og eina leiðin til að vera alveg viss, er að virkja þau og finna út.
  • Þ.e. ferli, sem ekki er hægt að flíta fyrir að neinu ráði. En, á hvert svæði þarf að læra. Hvert þeirra hefur sín sérkenni, sína takta.

Þetta risa-álvera + risa-virkjana plan er einfaldlega alltof, alltof áhættusamt!

Með því að minnka umfang álveranna annars vegar og ætla þeim að auki lengri uppbyggingartíma; þá er þess einhver raunveruleg von, að hægt sé að láta dæmið ganga upp!

 

Gengur þá heildardæmið upp?

Við höfum a.m.k. þessi 2,5 ár til að svara þeirri spurningu.

En, eitt sýnist mér klárt að við þurfum að láta það ganga upp, með minni skuldsetningu.

Ef þ.e. svo, að fjármagnsþörf Íslands skv. planinu er slík að lánin frá Norðurlöndum eru nauðsynleg, þá þarf að laga planið að því að þeim sé sleppt. 

Það getur falið í sér, að þjóðfélagið þurfi að taka á sig frekari lífskjaraskerðingu - ef til vill. En, Moodies virðist meina að þá þurfi stærri afgang af utanríkisverslun.

Þetta þurfa auðvitað reikningshausar að liggja yfir. En, ég bendi þó á móti á, að ef framkvæmt er 100% í einkaframkvæmd, þá munum við skulda minna annars vegar og hins vegar að með því að sleppa lánunum frá Norðurlöndum og væntanlega Icesave einnig ef við komumst upp með að sleppa því; þá verður greiðslubyrðin minni síðar þó ef til vill verði skerðingin verri næstu 2. árin ef til vill en núverandi plan ráðgerir.

 

Skuldatryggingaálag Íslands er í dag það lægsta síðan fyrir hrun!

Það er auðvitað mjög áhugavert, að þann 15. mars. sl. var skuldatryggingaálag Íslands nánast það sama og Spánar!

Icelandic Market Daily 15. March

"At the end of trading yesterday, 5-year CDS spreads were at 243 basis points (2.43%), according to Bloomberg, which is also where they were at the end of last week. CDS spreads on Iceland are similar to those of Spain which were at 241 bps. at the end of trading yesterday."

Það verður mjög áhugavert að sjá viðbrögð markaðarins með skuldatryggingar sbr. CDS við því, ef þjóðin segir "NEI" á laugardaginn nk. CDS á að innibera áhættumat markaðarins með CDS á líkum þess að Ísland fari í þrot. 

Á hinn bóginn, metur Moodies Spán mikið hærra en Ísland. Á milli mats markaðarins með CDS og lánshæfis Moodies er breið gjá. 

  1. Ef Ísland segir "NEI" og Moodies + önnur matsfyrirtæki fella Ísland í rusl, og markaðurinn með CDS sýnir lítil viðbrögð; þá myndi það segja þá sögu að markaðurinn sé ekki lengur að taka svo íkja mikið mark á matsfyrirtækjunum.
  2. Ef, á hinn bóginn, neikvæð viðbrögð markaðarins með CDS eru hörð t.d. svipuð og fyrir einu og hálfu ári síðan; þá myndi það segja aðra sögu.

Það verður spennandi að sjá þau viðbrögð - en rökrétt séð ætti markaðurinn með CDS ekki að hreyfa sig neitt að ráði, því eftir allt saman hefur "NEI" við Icesave engin áhrif til eða frá, á gjaldþrots líkur Íslands - hið minnsta út 2013.

Ég sé í reynd ekki hvernig hægt er með sanni að halda því fram, að langtímahorfur Íslands batni, með því að þjóðin segi "JÁ".

En, mér er fyrirmunað í dag eftir sem áður, að sjá að álveraplan ríkisstjórnarinnar og AGS, hreinlega geti mögulega gengið upp!

 

Niðurstaða

Ég kaupi alls ekki það, að horfur Íslands batni, með því að Ísland samþykki að taka á sig frekari skuldir með því að samþykkja Icesave greiðslur annars vegar og hins vegar samþykki að klára AGS lánapakkann. Hvernig það á síðan, að leiða til hraðrar lækkunar skulda landsins, er ekki nægilega útskýrt.

Nema, að það feli það í sér, að menn virkilega trúa því að erlendir bankar verði virkilega þá til í að veita stórfellt áhættusöm risastór framkvæmdalán, til virkjanaframkvæmda á háhitasvæðum algerlega á óþekktum skala, á svæðum sem mörg hver er engin reynslusaga af - en ég fæ mig ekki til að trúa á það plan.

Það einfaldlega er of ótrúlegt! Þessa vitleysu verður að stöðva!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins og svo oft áður (alltaf í mínum huga) er þessi gein algjör snilld og ekki neinu þarna við að bæta.  Þegar menn rökstyðja mál sitt með þetta góðum hætti verður örugglega fátt um svör..............

Jóhann Elíasson, 7.4.2011 kl. 08:22

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það sem gerir stóryðjuplönin brjáluð er stærðin vs. tímaramminn, og auðvitað að ætla að láta ríkið bera ábyrgð á viðbótar skuldbindingu á þeim stærðarskala ofan á þær aðrar skuldbindingar sem til stendur að bæta á landið.

Eitt sem ryfjast upp fyrir mér, er að þegar Standards&Poors og Moodies gáfu Landsbanka einkunn, 2007 og fyrri hluta árs 2008, vildu þau meina að sókn bankans eftir innlánsfé, væri að styrkja stöðu hans.

Það gefur vísbendingu til þess, að ísl. stjv. hafi stutt bankana í því, að afla sér slíks innlánsfjár, á þeim grundvelli að svokallaðir sérfræðingar voru að segja þeim, að með þeim hætti vær bankarnir að bæta hlutfall milli innlána vs. útlána, og þannig minnka líkur á hruni, væri leið til endurfjármögnunar.

Við höfum brennt okkur áður á ráðleggingum matsfyrirtækjanna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.4.2011 kl. 12:43

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góður pistill og takk fyrir þitt framlag síðust vikur gegn þessu Icesave máli.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 470
  • Frá upphafi: 847121

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 446
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband