Hver á áherslan í hagstjórn, að verða í framtíðinni? Ég vil kalla það "sjálfbærni"!

Margir þekkja hugtakið sjálfbærni einkum í tengslum við auðlyndanýtingu. En, undirliggjandi hugmynd er m.a. sú, að það sé rangt af ríkjandi kynslóð hvers tíma, að stunda slíka rányrkju á auðlyndum þeim sem landsmenn njóta í því skyni að taka út skammtímagróða meðan sú kynslóð lifir, og skilja síðan næstu kynslóð á eftir með sárt ennið - því eftir rányrkjuna gefi auðlyndirnar mun minna af sér fyrir þá kynslóð og jafnvel nokkrar næstu kynslóðir.

Þetta sníst um það, að hver kynslóð megi ekki vera um of eigingjörn, og beri syðferðisleg skilda til að hugsa um velferð næstu kynslóðar og helst einnig framíðakynslóða.

 

Ég vil viðhafa svipaða hugsun í efnahagsmálum!

Sjálfbærni í efnahagslegu samhengi, er þá sú krafa til ríkjandi kynslóðar hvers tíma, að hún skuldsetji ekki landið og þjóðina til langs tíma, þannig að næsta eða jafnvel næstu kynslóðir bíði af skaða í lískjörum; með því að á eigingjarnan hátt taka út gróða í formi hárra lífskjara um tíma, sem ekki sé raungrundvöllur fyrir, en skilja síðan næstu kynslóð/ir eftir með reikninginn af skuldinni.

Ég er hræddur um, að þetta hafi núlifandi kynslóð einmitt gert á síðasta áratug - en skuldafen þ.s. landið er lent í getur hamlað hagvexti og því lífskjörum til margra næstu ára, ef íllar er spilað úr núverandi stöðu, þannig skaðað a.m.k. lífskjör næstu kynslóðar miðað við þau kjör sem hún með rétti hefði átt að njóta; þannig að núlifandi kynslóð skuldi næstu kynslóð að gera sitt allra - allra besta, til að losa landið úr þeirri klemmu sem þ.e. statt í um þessar mundir.

Við þurfum að læra á þessu, þ.e. með sama hætti og við erum farin að skilja að við megum ekki vera of gráðug með auðlyndirnar, verðum við að læra að við megum ekki vera of gráðug í lífskjör - þannig að við förum á ný að búa til vandamál fyrir framtíðina að leysa! Megum ekki vera svo eigingjörn!

Lífskjör eru sjálfbær; þegar viðskiptareikningur landsmanna við útlönd sýnir hvorki halla né hagnað, með teknu tilliti til nauðsynlegs afgangs svo greitt verði af erlendum skuldum. Í því ástandi tekur þjóðin út hámarks lífskjör þau, sem sjálfbær eru.

Lífskjör eru ósjálfbær; ef halli er á viðskiptum við útlönd, með teknu tilliti til afborgana af skuldum, a.m.k. 3. ár í röð eða lengur.

Lífskjör eru óþarflega lág; ef afgangur er af viðskiptum við útlönd, með teknu tilliti til afborgana af skuldum - en afgangur er óþarfur umfram þ.s. þarf til að greiða niður erlendar skuldbindingar, en afgangur umfram það er þá ónauðsynleg lífskjarafórn ríkjandi kynslóðar.

 

Vandinn við viðskiptahalla

Ég ítreka þ.s. ég hef áður sagt, að viðvarandi viðskiptahalli er ekkert annað en lán, sem ríkjandi kynslóð tekur úr í lífskjörum sem eru umfram þ.s. hagkerfið í reynd hefur tekjur fyrir, sem þíðir í reynd að landið/þjóðin safnar skuldum því meiri sem hallinn er og því meiri því lengur sem hann stendur; og það lán er síðan endurgreitt með lakari lífskjörum síðar. En, alltaf koma skuldadagar.

Viðskiptahalli er sem sagt, sá valkostur að hafa það gott um tíma, á móti því að hafa það umtalsvert verr síðar.

Það síðar verður því verra, því stærri sem hallinn var og því lengur sem hann stóð yfir.

Það er raunveruleg hætta, að ef skuldastaflinn sem safnast upp er mikill að vöxtum, að sá muni koma niður á lískjörum þjóðar til margra ára þar á eftir, þannig að næsta kynslóð eða jafnvel kynslóðir, hafi það verr en ástæða hefði annars verið til.

 

Einföld regla!

Mér litist vel á að viðhafa +/- 2% vikmörk við viðskiptahalla - með teknu tilliti til fjármagnshreyfinga þ.e. afborgana af lánum og erlendra fjárfestinga sbr. enska hagfræði-hugtakið "Current account":

  1. að ef stefnir í afgang umfram 2% af þjóðarframleiðslu, þá sé gripið til vaxtalækkana - skattalækkana - framkv. þ.e. örvandi aðgerða.
  2. Ef stefnir í að halli fari yfir 2% þá sé gripið til vaxtahækkana - skattahækkana - niðurskurðar framkv. þ.e. samdráttaraðgerða.

Höldum honum sem næst "0" stöðu - reynum að láta útflutning aukast á hverju ári, og þá getum við smám saman híft lifskjör upp með sjálfbærum hætti.

Réttast væri að festa þetta í lög - jafnvel í stjórnarskrá!

 

Niðurstaða

Það sem við verðum að standast, er freystingin sem við höfum í gegnum árin margítrekað fallið fyrir, að hækka lífskjör meir en innistæða er til fyrir. En, þó svo að við Íslendingar höfum sennilega aldrei brotið eins herfilega af okkur hvað þetta varðar eins og á sl. áratug, þá hefur það margítrekað áður gerst að hagsveifla þ.e. hin dæmigerða toppar í ósjálfbærum viðskiptahalla og síðan kemur hrun. En, ósjálfbært ástand endar alltaf með hruni.

Ef okkur tekst í framtíðinni að standast þá freystingu, er ekkert fræðilega ómögulegt að hafa hér stöðug ástand, með jafnan þægilegann hagvöxt þ.e. án hinna dæmigerðu áfalla, lága verðbólgu - ástand þ.s. ástand mála er alltaf smá skárra árið eftir.

Erum við Íslendingar færir um að læra af reynslunni? Að lifa sjálfbært?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 403
  • Sl. sólarhring: 585
  • Sl. viku: 1290
  • Frá upphafi: 848785

Annað

  • Innlit í dag: 375
  • Innlit sl. viku: 1217
  • Gestir í dag: 365
  • IP-tölur í dag: 357

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband