Ný markmiðssetning ríkisstjórnar kallar á þörf fyrir dramatískan hagvöxt árin til 2020. Er það líklegt?

Ríkisstjórnin er kynnti í dag markmiðssetningu til 2020, sem virðast merkilegt nokk miðast við svokölluð "convergence criteria" ESB þ.e. inngöngu skilyrði í myntbandalag Evrópu. Þannig, að sú nýja áætlun inniber þá stefnumörkun, að ná þeim áfanga það ár að uppfylla skilyrðin um Evruna.

 

  1. Að skuldir ríkissjóðs verði ekki hærri en 60% af landsframleiðslu árið 2020.  
  2. Verðbólga verði árið 2020 ekki hærri en tvö prósentustig umfram verðbólgu í þeim þremur ríkjum ESB þar sem hún er lægst.
  3. Vextir (skammtímavextir) verði árið 2020 ekki hærri en tvö prósentustig umfram vexti í þeim þremur ríkjum ESB þar sem vextir eru lægstir.
  4. Þróunarstuðull Sameinuðu þjóðanna (HDI) fyrir Ísland verði sambærilegur við stuðul fimm efstu þjóða.
  5. Að vöxtur framfarastuðulsins (GPI) haldist ætíð sá hinn sami og vöxtur þjóðarframleiðslu.

 

  1. Að minnka hlutfall örorkulífeyrisþega af íbúafjölda úr 8,4% í 7,0% árið 2020.
  2. Að lækka hlutfall atvinnulausra (> 12 mán.) niður fyrir 3% árið 2020.  
  3. Að auka jöfnuð á Ísland með lækkun Gini stuðuls fyrir ráðstöfunartekjur í um 25 árið 2020.  
  4. Að bæta stöðu jafnréttismála þannig að gildi jafnréttisvísitölunnar global gender gap index  verði nálægt 0,9 árið 2020.  
  5. Að auka vellíðan og góða andlega heilsu þannig að meðaltal mælinga, samkvæmt WHO 5 kvarðanum8 hækki úr 64 árið 20099 í 72 árið 2020.  
  6. Að hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-66 ára sem ekki hafa hlotið formlega framhaldsmenntun fari úr 30% niður í 10% árið 2020.  
  7. Að 4% af landsframleiðslu sé varið til rannsókna, þróunar og nýsköpunar og að hlutfall framlags fyrirtækja í samkeppnissjóði og markáætlanir sé 70% á móti 30% framlagi ríkisins.
  8. Að Ísland verði meðal 10 efstu þjóða árið 2020 í rafrænni stjórnsýsluvísitölu og rafrænni þátttökuvísitölu sem mæld er af Sameinuðu þjóðunum.
  9. Að hátækniiðnaður skapi 10% af landsframleiðslu og 15% af útflutningsverðmætum árið 2020.
  10. Að notkun vistvæns eldsneytis í sjávarútvegi verði a.m.k 20% árið 2020 og að 20% alls eldsneytis í samgöngum verði vistvænt.
  11. Að Ísland taki að sér sambærilegar skuldbindingar og ríki Evrópu gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna árið 2020.
  12. Að vistvæn nýsköpun og afurðir hennar verði helsta vaxtargreinin næsta áratug, með 20% árlegan vöxt í veltu sem tvöfaldist fyrir 2015, miðað við 2011.
  13. Að árið 2020 gangi 75% nýrra bifreiða, undir fimm tonnum að þyngd, fyrir vistvænu eldsneyti.
  14. Að hlutfall innlendrar matvöru í neyslu landsmanna aukist um 10% fyrir árið 2020.
  15. Árið 2020 verði færni íslenskra grunnskólanemenda sambærileg við 10 efstu þjóðir samkvæmt OECD PISA rannsókninni á lesskilningi og læsi á stærðfræði og raungreinar.

  • Þetta eru vægt sagt mjög krefjandi markmið - í ljósi efnahagsaðstæðna!

 

Ísland 2020 – sókn fyrir atvinnulíf og samfélag

  1. "Framlag frumgreina, fiskveiða, fiskvinnslu og landbúnaðar til þjóðarframleiðslu hefur dregist saman á undanförnum árum og nam u.þ.b. 8% af þjóðarframleiðslu (GDP) árið 2008.
  2. Hefðbundinn iðnaður hefur staðið í stað undanfarinn áratug og nam hlutdeild hans árið 2008 um 16% af þjóðarframleiðslu.
  3. Byggingariðnaður nam 12% af þjóðarframleiðslu en ljóst er að hann var allt að því tvöfalt umfangsmeiri en forsendur eru fyrir til langs tíma.
  4. Þau 64% sem uppá vantar komu frá þjónustugreinum, þar af 26% frá fjármálaþjónustu. Ferðaþjónusta og skapandi greinar hafa vaxið gríðarlega.
  5. Líklegt er að fyrirtækjum og atvinnutækifærum sem greiða góð laun til framtíðar fjölgi mest í tengslum við iðnað og þjónustu, þ.m.t. hátækni og þekkingariðnað, líf- og læknavísindi, ferðaþjónustu og skapandi greinar."
  • Hvernig á að auka hátækni iðnað hérlendis með svo dramatískum hætti, að hann mælist stærri en sjávarútvegur sem hlutfall af landsframleiðslu - er mér ekki ljóst!

Þarna er sú villandi greining, að Sjávarútvegur ásamt landbúnaði sé 8% af landsframleiðslu. Þetta er villandi vegna þess, að samtímis því skaffar hann um 40% allra útflutnings tekna.

Skipting útflutningstekna var nokkurn veginn þessi, 2009:

  • Sjávarútvegur um 40%.
  • Ál, um 40%.
  • Ferðamennska, um 15%.
  • Samtals um 95%.

Þetta verða alveg ótrúlega krefjandi markmið, þ.s. þetta þarfnast mjög mikils hagvaxtar næstu 9 ár, svo þau náist.

"Ríkisstjórnin hefur hvatt til þess að markmið verði sett um að skapa 3-5% hagvöxt hér á landi árið 2011 og a.m.k. 3-5.000 ný störf."


Til samanburðar spá eftirfarandi aðilar: Samanburður á nýrri spá Hagstofu Ísl og nýl. spá Seðlabanka, nokkru eldri spá ASÍ! - Ný hagspá Greiningar Íslandsbanka gerir ráð fyrir 0,9% hagvexti næsta ár!

  1. Seðlabanki 1,9% hagvexti.
  2. ASÍ 1,7% hagvexti.
  3. Íslandsbanki 0,9% hagvexti.


Ég velti fyrir mér, hvernig á að framkalla svo dramatísk hærri hagvöxt á þessu ári, og síðan hvert ár næstu ár. Þ.e. í kringum 5%.

  • En, það verður að muna, að atvinnulíf er mjög skuldugt - sem dregur úr hagvaxtargetu.
  • Einnig, er almenningur mjög skuldugur, sem minnkar hans framlag til hagvaxtar næstu árin.
  • Að síðustu, er fjárhagur bankakerfisins á brauðfótum, þ.e. við gjaldþrotsbrún, svo ríkið má þakka fyrir að ef það hrynur ekki í fangið á því þetta ár.


Þvert á móti tel ég að 2020 sé til muna raunhæfari tímasetning, þ.s. þessi áratugur á eftir að vera áratugur mjög hægs hagvaxtar, þ.e. til muna lægri en þessar draumatölur.

  • Sennilega ekki nema á bilinu 0,5 - 2,5%.

En, skuldir mun einungis smám saman létta af hagkerfinu, og þá smám saman kemur hagvaxtargeta til baka. En einungis smám saman.

Þetta er ástæða þess, að ég miða við í kringum 20 ár sem til muna raunhæfari tímasetningu.

  • En, þ.e. ekki einungis vegna þess, að lækkun skulda tekur tíma -
  • þ.e. einnig vegna þess að uppbygging nýrra öflugra atvinnuvega tekur einnig vart minna en milli 15 - 20 ár.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 7.1.2011 kl. 20:27

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útflutningur á vörum og þjónustu árið 2009:

1. sæti:
Þjónusta 287 milljarðar króna (þar af samgöngur, flutningar og ferðaþjónusta 197 milljarðar króna),

2. sæti: Iðnaðarvörur
244 milljarðar króna (þar af ál 171 milljarður króna og kísiljárn 17 milljarðar króna),

3. sæti: Sjávarafurðir
209 milljarðar króna,

4. sæti: Landbúnaðarvörur
8 milljarðar króna.

Útflutningsverðmæti samgangna, flutninga og ferðaþjónustu var því níu milljörðum króna meira árið 2009 en útflutningsverðmæti áls og kísiljárns.

Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd árið 2009


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009

Þorsteinn Briem, 7.1.2011 kl. 20:30

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.


Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu,
einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% flyst úr landi.
"

Þorsteinn Briem, 7.1.2011 kl. 20:31

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sjá Hagstofu Ísland:http://www.hagstofa.is/?PageID=744&src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=UTA02201%26ti=%DAtflutningur+eftir+vinnslugreinum+n%F3vember+2009%2D2010%26path=../Database/utanrikisverslun/Utflutningur/%26lang=3%26units=Fob%20ver%F0%20%ED%20millj%F3num%20kr%F3na

                                            2009       2010
Alls100,0100,0
Sjávarafurðir42,339,9
00 Nýr, kældur eða ísvarinn heill fiskur3,12,1
01 Ný, kæld eða ísvarin fiskflök3,12,5
02 Annað ferskt, kælt sjávarfang2,62,7
10 Sjófrystur heill fiskur3,73,6
11 Sjófryst, blokkfryst flök0,50,3
12 Sjófryst flök ót.a.3,53,2
13 Annað sjófryst sjávarfang0,00,0
14 Heilfrystur fiskur ót.a.1,72,6
15 Landfryst, blokkfryst flök0,70,4
16 Landfryst flök ót.a.3,13,2
17 Fiskmarningur, frystur0,20,2
18 Fryst hrogn0,41,4
19 Annað fryst sjávarfang6,66,7
20 Þurrkaður saltfiskur0,50,6
21 Blautverkaður saltfiskur3,72,7
22 Saltfiskflök, bitar o.fl.1,21,3
23 Söltuð hrogn0,40,5
27 Skreið0,10,1
28 Þurrkaðir hausar1,41,1
29 Annar hertur, þurrkaður, saltaður fiskur0,00,1
31 Fiskmjöl3,32,7
32 Lýsi2,01,6
39 Afurðir fiskvinnslu ót.a.0,30,3
Landbúnaðarafurðir1,51,5
40 Lifandi dýr0,20,1
41 Eldisfiskur0,50,5
42 Ferskvatnsfiskur ót.a.0,00,0
43 Kjöt, nýtt, kælt eða fryst0,30,4
44 Kjöt, saltað, þurrkað eða reykt0,00,0
45 Óunnar húðir og skinn0,00,1
46 Sútaðar eða þurrkaðar húðir og skinn0,20,1
48 Ókembd ull0,00,0
49 Landbúnaðarvörur ót.a.0,20,3
Iðnaðarvörur47,555,4
50 Matvara í loftþéttum umbúðum0,60,6
51 Matvara í öðrum umbúðum0,10,2
52 Óáfengar drykkjarvörur0,10,2
53 Áfengar drykkjarvörur0,00,0
60 Leður og loðsútuð skinn0,00,0
62 Ull0,00,0
69 Önnur spunaefni0,00,0
71 Afurðir orkufreks iðnaðar36,442,9
72 Afurðir annars efnaiðnaðar3,74,2
82 Búnaður til fiskveiða0,50,4
83 Vélar og tæki2,01,6
89 Aðrar iðnaðarvörur3,95,3
Aðrar vörur8,73,3
90 Jarðnám0,10,1
91 Endurheimtar vörur til endurvinnslu1,11,0
92 Flutningsför7,01,7
99 Aðrar vörur0,60,5

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.1.2011 kl. 20:56

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Til samanburðar:

                  20092010
Útflutningur  
Samgöngur127.986,498.129,3
Ferðalög69.420,761.629,5
Önnur þjónusta89.881,073.138,5

Einar Björn Bjarnason, 7.1.2011 kl. 21:03

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

                   2009         2010
Útflutningur vöru, fob500.854,5415.792,8
Útflutningur þjónustu287.288,1232.897,3

Einar Björn Bjarnason, 7.1.2011 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 35
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 314
  • Frá upphafi: 847307

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 305
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband