Samanburður á nýrri spá Hagstofu Ísl og nýl. spá Seðlabanka, nokkru eldri spá ASÍ!

Áhugavert er að allar spárnar eru sammála um að hættar að reikna með risaálvers framkvæmdum á næsta ári. En, skv. fyrri spám þeirra allra átti hagvöxtur að meginhluta vera drifinn af slíkri risaframkvæmd á Reykjanesi.

En, athygli vekur að í staðinn reikna stofnanirnar með aukinni neyslu og aukinni einka fjárfestingu, til að filla það hagvaxtar tómarúm sem þá skapast. 

  • Allar stofnanirnar reikna með fjárfestingu lífeyrissjóða í vegagerð.
  • Einnig með Búðarháls virkjun og stækkun Straumsvíkur.
  • Síðan með því að Helguvíkur álver fari af stað 2012. 

Það er verið að halda því fram, að hagvöxtur hafi hafist á 3. ársfjórðungi þess árs.

Seðlabanki heldur því fram nú - og spá Hagst. virðist innibera þ.s. forsendu.

Hagstofa hefur hækkað áætlun sína um atvinnuvega fjárfestingu, segir aukningu á þessu ári.

Fyrir mína parta, er ég mynnugur þess að á þessu ári var lengi vel haldið fram að hagvöxtur hefði verið á fyrsta ársfjórðungi. Síðan átti hann að hafa haldið áfram inn á annan fjórðung. Mikið fanfare í fjölmiðlum, þess efnis að nú væri viðsnúningur hafinn - cirka í júní ef fólk man enn eftir þessu.

Fyrir bragðið, mun ég ekki trúa því að hagvöxtur sé hafinn, fyrr en ég sé staðfestingu þess á þegar lokatölur um þetta ár verða gefnar úr á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.

 

  • Aðal drifkraftur hagvaxtar skv. þessum spám, á greinilega vera fjárfesting.

Samanburður á könnunum (2010 innan sviga) þ.e. spá þeirra um næsta ár

Landsframleiðsla og helstu undirliðir hennar.....ASÍ............Hagst.............Seðlab.

Einkaneysla..................................................n,n...........2,6(-0,2)...........3,6(-0,3)

Samneysla..............................................-3,8(-3,3)......-4,3(-3,7)..........-2,4(-3,7)

Fjármunamyndun.......................................16(-24).......14,9(-4,6)...........8,3(-3,7)

Atvinnuvegafjárfesting................................33,9(-12).....23,5(11,3).........10,8(-13,6)

Fjárfesting í íbúðarhúsnæði.........................0,0(-21,9)....20,8(-23,2)........24,2(-22,1)

Fjárfesting hins opinbera...........................-23,5(-30,5)...-18,9(-25,5)......-13,5(-28,2)

Þjóðarútgjöld............................................1,9(-3,7)........2,4(-1,9)..........2,8(-1,6)

Útflutningur vöru og þjónustu......................1(-1,9).............1(-0,1)...........0,8(0,4)

Innflutningur vöru og þjónustu.....................1(-1,5)............2(2,7)............1,8(2,9)

Verg landsframleiðsla..................................1,7(-3,7)...........1,9(-3)..............2,1(-2,6)

  • Ein hugsanleg skýring á aukningu fjárfestinga fyrir þetta ár, er sú að framkvæmdir við Búðarháls eru hafnar. En, þær eru á hægu tempói þangað til að tekist hefur að ganga frá fjármögnun, sem enn er ekki frágengin.
  • Mér finnst þetta vera nokkuð áhættusamt, en þ.e. ekki nokkur leið að ábyrgjast það að lokafjármögnun takist, en LV er nú tvisvar í röð búin að fá neitun á láni frá Þróunarbanka Evrópu. Ég sé ekki í kortunum að afstaða Þróunarbanka Evrópu sé við það að breytast.
  • Ef LV hefði greiðann aðgang að hagstæðu lánsfjármagni, væri LV fyrir löngu búin að ganga frá fjármögnun.
  • Ef ég væri að vinna svona spá - þá myndi ég byrta 2 niðurstöður þ.e. aðra með Búðarháls og aðra án, þ.e. há og lág spá.
  • Mín persónulega spá - er vöxtur innan við prósent. En þá geri ég ekki ráð fyrir framkv. v. Búðarháls og því ekki stækkun Straumsvíkur.
  • Síðan má bæta einu enn inn, að síðast þegar ég heyrði var ekki enn búið að ganga frá samkomulagi við lífeyrisjóðina um framkv. í samgöngumálum á Suðulandi - þ.e. veginn sem á að hafa tollhlið.
  • Ég myndi einnig sleppa þeim framkv. í lágspá.
  • Ekki síst vekur athygli ótrúleg bjartsýni um aukningu á húsbyggingum þegar á næsta ári, en ASÍ skynsamlega reiknar með að lagerinn af tómu kláruðu húsnæði þurfi að ganga upp fyrst áður en möguleiki skapist á því, að eftirspurn skapist eftir nýbyggðu húsnæði.

 

Samantekt á vanda heimila og fyrirtækja:

  1. 1/3 fyrirtækja með neikvætt eigið fé.
  2. 50% fyrirtækja í vanskilum með lán við bankana.
  3. 24,4% heimila í greiðsluvanda!
  4. 27,95% heimila með neikvæða eiginfjárstöðu.
  5. 41,27% heimila í greiðslu- eða skuldavanda!
  6. 48.500 manns tóku út séreignarsparnað!


Ég rifja þetta upp, svo fólk geti haft þetta til hliðsjónar - en tölurnar eru skv.:

Hagsýn 1. tbl. 1. árg. 9. nóvember 2010

Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavandann

 

Niðurstaða

Ég hvet fólk til að tjá sig um það, hvort þ.e. þeirra upplifun að hagvöxtur í kringum eða tæplega 2% sé líklegur á næsta ári?

Ég er sjálfur mjög skeptískur á að - ef það verði hagvöxtur, að hann verði þetta mikill. En, mín skoðun, er að tilkoma hagvaxtar á næsta ári sé ef spurning. En, ég er sterkt skeptískur á að samdrætti sé lokið.

En, ég bendi á að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar er ekki frágengin. Ef fjármögnun heldur áfram að dragast, verður erfitt að sjá að LV muni treysta sér til að láta verktaka halda áfram jafnvel þeim takmörkuðu framkv. sem nú eru til staðar á svæðinu.

Né veit ég til þess, að samkomulag við lífeyrissjóði um framkv. í samgöngumálum á suðurlandi, sé frágengið - en nokkur andstaða hefur verið um þær hugmyndir um tollveg.

 

-----------------------------Að neðan spárnar 3

Ný endurskoðuð spá Hagstofu Íslands

Landsframleiðsla og helstu undirliðir hennar.....2010.............2011............2012

Einkaneysla..................................................-0,2...............2,6...............2,9

Samneysla...................................................-3,7..............-4,3..............-2,2

Fjármunamyndun..........................................-4,6..............14,9.............24

Atvinnuvegafjárfesting...................................11,3..............23,5.............30,1

Fjárfesting í íbúðarhúsnæði..........................-23,2...............20,8.............21,1

Fjárfesting hins opinbera.............................-25,5...............-18,9............-3,7

Þjóðarútgjöld..............................................-1,9...................2,4.............5

Útflutningur vöru og þjónustu.......................-0,1....................1................2

Innflutningur vöru og þjónustu......................2,7.....................2................6

Verg landsframleiðsla..................................-3........................1,9..............2,9

 

Hérna er svo spá Seðlabanka fyrir næstu 3. ár: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010

Landsframleiðsla og helstu undirliðir hennar.....2010.............2011............2012........2013

Einkaneysla...............................................-0,3 (0,5)......3,6 (3,3)......2,3 (3,5)......2,2

Samneysla................................................-1,7 (-3,2)....-2,4 (-3,8)...-2,4 (-2,4).....2,0

Fjármunamyndun.......................................-3,7 (-3,8).....8,3 (24,6)...22,0 (6,3).....12,2

Atvinnuvegafjárfesting..............................-13,6 (15,1)...10,8 (35,6)...26,3 (2,8).....12,0

Fjárfesting í íbúðarhúsnæði.......................-22,1 (-24,3)...24,2 (23,9)..20,4 (26,0)....15,9

Fjárfesting hins opinbera...........................-28,2 (-29,9)..-13,5 (-15,2)..4,5 (4,5).......8,0

Þjóðarútgjöld............................................-1,6 (-0,7).......2,8 (3,7).....4,2 (2,5).......4,0

Útflutningur vöru og þjónustu......................0,4 (-1,2)........0,8 (1,2).....2,0 (1,8).......2,0

Innflutningur vöru og þjónustu....................2,9 (1,3)..........1,8 (3,7).....4,8 (3,5).......3,9

Verg landsframleiðsla................................-2,6 (-1,9).........2,1 (2,4)....2,7 (1,7).......3,0

 

Spá ASÍ

...............................2010..........2011..........2012.............2013

Hagvöxtur................-3,7%..........1,7%..........1,7%...........3,8%

Samneysla...............-3,3%..........-3,8%........-1,8%..........-0,4%

Fjárfesting.............-24%............16%...........22%............20%

Atvinnuv................-12%.............33,9%.......29,9%..........22,6% (fjárfesting atvinnuvega)

Húsnæði................-21,9%...........0,0%.........8,0%..........20,0% (fjárfesting húsnæði)

Opinbera................-30,5%........-23,5%........-0,9%...........1,0%  (fjárfesting opinbera)

Þj.útgj.....................-3,7%...........1,9%.........4,2%...........4,5%

Útflufl......................-1,9%...........1,0%.........2,7%...........5,4%

Innfl.........................-1,5%...........1,0%.........8,6%..........7,2%

Verðbólga...................5,4%............1,9%........1,7%..........1,9%

Atv.leysi.....................8,2%............7,7%.........6,8%..........6,1%

Viðsk.jöfn..................-0,9%...........-0,3%........-4,1%.........-4,7%

 

Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar, það sem þú ert kurteislega að benda á, er að þegar ein forsenda Exel skjalsins bregst, þá er önnur smíðuð á staðnum.

Vinnubrögð sem komu fjárhag banka og fyrirtækja á kaldan klaka.

Kallast pólitík, ekki fagmennska og er starfsmönnum þjóðarinnar til háborinnar skammar að láta spila svona með sig.

Segi bara, geymt en ekki gleymt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.11.2010 kl. 08:50

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Mér fannst reyndar athugavert að í nýrri spá hagstofu íslands var einmitt tekið fram það sem ég hef talað um lengi, að aðalútflutningsverðmæti íslendinga, fiskur og ál eru takmörkunum sett. Ég hef talað fyrir því að meðal annars út af þessu hafi veiking krónunnar ekki hjálpað íslendingum næstum því eins mikið og veikiing gjaldmiðla stærri ríkja hefur fyrir þær þjóðir, auk þess sem stærri þjóðir framleiða miklu breiðara vöruúrval og því hafa neytendur kost á að snúa sér yfir í ódýrari, innlenda framleiðslu sem skapar atvinnu auk þess sem það hefur minni kaupmáttarskerðingu í för með sér. Svo eru líka erlendir skuldir Íslands, sveitarfélaga, fyrirtækja og heimila að miklu hluta í erlendum gjaldeyri sem hækka við lækkun gengis, en í stærri þjóðum þá eru nánast allar þessar skuldir í innlenda gjaldmiðlum og því hefur lækkun gengis enginn áhrif á höfuðstólinn.

Jón Gunnar Bjarkan, 29.11.2010 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 846656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband