S-Evrópa er í hættu á því að enda í fátæktargildru!

Hugmyndin sem virðist vera uppi innan stofnana sambandsins er afskaplega einföld í reynd. En hún er sú að S-Evrópa skuli endurreisa samkeppnisgetu sína, með innri aðlögun þ.e. lækkun launa og samtímis auka skilvirkni. Skuldavanda skuli leysa með því að skera niður útgjöld, og endurgreiða skuldir.

Til þess að borga þann halla sem óhjákvæmilega skapast, þegar slík innri aðlögun á sér stað þ.e. launalækkanir draga úr eftirspurn og samdráttur ríkisútgjalda minnkar umsvif þess; þannig að heildarhagkerfið dregst saman.

Þarf þá að fá inn fjármagn einhvers staðar annars staðar að, þegar lokað er á leiðir eins og peningaprentun - - þannig að áherslan er á útflutning.

Þetta er í reynd "Þýska módelið" sem ætlast er til að öll Evrópa eða a.m.k. allt evrusvæði, api eftir og fylgi fram.

Martin Wolf er með áhugaverða grein um þetta atriði:

The German model is not for export

 

Gallinn við þýska módelið!

Á árunum 2000-2007 færði Þýskaland sig úr viðskiptahalla upp á 1,7% skv. Martin Wolf, yfir í afgang upp á 7,5%. Þannig tókst Þýskalandi þrátt fyrir aðhald í launum sem hélt niðri neyslu heima fyrir, að skapa nægilegan hagvöxt til þess að þýska hagkerfinu tókst að ná sér upp úr dívunni sem það lenti í. Við upphaf sl. áratugar og komast aftur til álna.

Takið eftir, að viðskipta-afgangurinn er í reynd aðferð, til þess að láta restina af heiminum borga fyrir þína efnahagslegu viðreisn!

Þú færð í gegnum hann, viðbótar hagvöxt sem er ekki í boði, ef þú ert eingöngu að treysta á innri eftirspurn.

---------------------------------

Það má einnig nefna Japan, en að mörgu leiti er Japan áhugaverðara dæmi, en Japan síðla haust 1989 lenti í mjög stóru bólukrassi, er risastór efnahagsbóla sprakk með látum. Og Japan lenti í djúpri efnahagslegri niðursveiflu.

Japan eins og Þýskaland er aftur á móti með mjög sterkt útflutningshagkerfi, og beitti í reynd sömu aðferð - - að senda reikninginn til heimsins.

Það með því að viðhalda margra prósenta viðskipta-afgangi, tókst að halda uppi nægum hagvexti til að halda sjó efnahagslega þrátt fyrir mjög alvarlega innri stöðu, þ.e. víðtæks skuldavanda sem var útbreiddur innan hagkerfisins ástand sem líkist því ástandinu innan evrusvæðis í dag

 

Stóra spurningin er - - getur evrusvæði sent heiminum reikninginn?

Ég á raun og veru við, getur heimurinn borið þann reikning. En menn eru að tala um það, að heimurinn geti ekki lengur borið uppi Kína sem risahagkerfi sem viðheldur stöðugum útflutningsafgangi.

En afgangur þíðir að einhver annar þarf að hafa viðskiptahalla á móti. 

Annars gengur dæmið ekki upp, en þjóðir með afgang ryksuga í reynd fjármagn til sín frá alþjóða kerfinu, þaðan sem það þarf þá að leita aftur með einhverjum hætti.

T.d. í dag eru Kínverjar mjög að kaupa upp eignir víða um lönd, alveg eins og Japanir voru að gera áratuginn milli 1980-krassins síðla árs 1989.

  • Hver getur haft nægilega stórann afgang á móti, til þess að mæta tilraun evrusvæðis sem heild, til þess að fjármagna sína innri aðlögun með stórum viðskiptaafgangi við önnur svæði í heiminum?

Martin Wolf - "The eurozone as a whole is forecast to run a current account surplus of 2.5 per cent of GDP. Such reliance on balancing via external demand is what one would expect of a Germanic eurozone."

2,5% afgangur er ekki nægur, hann þyrfti að verða a.m.k. eins hlutfallslega stór og sá afgangur sem Þýskaland viðhélt á sl. áratug, þ.s. taka verður tillit til þess að efnahagstjón þ.s. Evrópa þarf að borga fyrir er í reynd miklu mun stærra, en þ.s. Þýskaland var að fjármagna á sl. áratug.

Hvað kom fyrir S-Evrópuþjóðirnar á sl. áratug er áhugavert að muna, meðan þær bjuggu með Þýskalandi innan sama gjaldmiðils.

Martin Wolf - "Between 2007 and 2009, the fiscal balance shifted from a surplus of 1.9 per cent of GDP to a deficit of 11.2 per cent in Spain, from a surplus of 0.1 per cent to a deficit of 13.9 per cent in Ireland, from a deficit of 3.2 per cent to one of 10.2 per cent in Portugal and from a deficit of 6.8 per cent to one of 15.6 per cent in Greece."

Skuldakreppan er mikið til einmitt tilkomin vegna skulda sem hlóðust upp, vegna þessa viðskiptahalla.

Takið eftir því, að allar þjóðirnar sem voru með stóran viðskiptahalla lentu í alvarlegri kreppu síðar, og náttúrulega heimtar sá sem veitti lánin Þýskaland peningana til baka. Með vöxtum takk fyrir.

Nefni einnig, að Eystrasaltlöndin voru ekki með minni halla á sl. áratug. Og þau einnig lentu í djúpri kreppu.

  • Punkturinn er sá, að þið getir séð þessa sviðsmynd endurtekna fyrir heiminn allan, gersamlega fyrirsjáanlega, ef Evrópa myndi komast upp með að gera þessa tilraun.
  • Hinn bóginn held ég, að Evrópa í reynd komist aldrei upp með þessa tilraun.

 
Fleiri vandamál við sviðsmyndina, innri aðlögun!

Vandinn er sá, að stefnan er alfarið á grunni hagsmuna ráðandi afla innan N-Evr. ríkjanna. Þeirra örfáu ríkja í ESB sem enn vegnar vel. En þau eins og Þýskaland, eiga skuldir v. S-Evrópu og löndin í vanda. Þó svo að Þýskaland sé langsamlega stærsti einstaki eigandi skulda.

S-Evrópuþjóðir eru ekki blindar frammi fyrir því atriði, þess vegna fer hatur á Þjóðverjum svo hratt vaxandi, en um leið "andúð" á stofnunum ESB - sem virðast haldnar þráhyggju um þýska módelið.

----------------------------------

Ekki síst að ég fæ ekki séð, að S-Evrópa geti enst mörg ár til viðbótar í því að fylgja fram innri aðlögunar módelinu!

  1. Þýskaland og Japan gátu eflt sinn útflutnings svo stórfellt sem þau gátu. Vegna þess að aðstæður í alþjóða hagkerfinu voru hagstæðari en þær eru í dag. En ekki síst einnig vegna þess, að þessi 2-lönd áttu fyrir mjög öflug og gríðarlega samkeppnisfær útflutningsfyrirtæki.
  2. Ef þú átt ekki slíkan öflugan útflutningsiðnað fyrir, vandast málið stórum. En þá bætist við vandamálið, að skapa slíkan iðnað samtímis því að þú ert í innri aðlögunarkreppu. Og að skapa iðnað frá "0" eða a.m.k. stækka stórfellt lítinn útflutningsiðnað gera lítinn að stórum, allt tekur tíma. Svo þá er búið líklega að lengja kreppuna um - - > A.m.k. áratug.
  3. En ef þú færð enga aðstoð, til að fjármagna þann kostnað sem hagkerfið stendur frammi fyrir að utan, og samtímis þú ert með veikan útflutningsiðnað - - og þar ofan í hagkerfið er mjög skuldugt. Ekki síst stjórnvöld eru það einnig. Þá þarf ferlega djúpann niðurskurð alls þess sem heitir velferðarkerfi - í reynd stærstum hluta, afnám þess. Mikill fj. skuldara líklega verður gjaldþrota, sem veldur vandamálum í bankakerfinu. Og ríkið líklega einnig lendir í miklum vandræðum með sín eigin skuldamál. Sem líklega kallar fram kröfu eigenda skulda, um að það selji allt steini léttara til að greiða fyrir með.
  4. Líklega rúllar bankakerfið fyrir rest, og öll S-Evr. endar í svipuðum vanda og Kýpur í dag. Og ílla mun eins og þar ganga, að endurreisa traust á fjármálakerfinu, meðan enn gengur ílla að skapa forsendur fyrir endurreisn úr efnahagslegu holunni sem landið er komið í.
  5. Þá ertu kominn með þ.s. ég var að vísa til - - fátæktargildru

Við erum í reynd að tala um að færa S-Evrópu aftur í ástand af því tagi sem var til staðar á 4. áratugnum, þegar fátækir fengu í reynd nær enga aðstoð frá stjórnvöldum.

  • Að vera fátækur þíddi að eiga ekki neitt. Ég meina, ekki neitt.
  • Að vera atvinnulaus, þíddi að vera fátækur.
  • Að vera ekki fær um að vinna, þ.e. t.d. fatlaður eða veikur, þíddi að vera fátækur.
  • Að vera aldraður, ef þú hafðir ekki einhverra hluta vegna sparað nægilega til ellinnar, þíddi að vera fátækur. 

----------------------------------

Það þarf að muna, að á 4. áratugnum óðu upp alls kyns vafasamir karakterar, menn eins og Mussolini og fjöldi einræðisherra í Miðevrópu, það var borgarastyrjöld á Spáni.

  1. En það þarf að muna, að fátækir hafa kosningarétt.
  2. Að því leiti er tíminn frá 20. öld öðruvísi tímanum á t.d. 19. öld.

Eftir því sem fátækum fjölgar, því vex stuðningur við sjónarmið þeirra sem hafa ekki neitt að hverfa.

Og sjá enga vona, í núverandi stefnu.

Spurningin er þá einfaldlega um það, hvenær fátækir kjósendur ná meirihluta.

 

Í raun og veru er núverandi stefna stórhættulegt tilræði við framtíð Evrópu, en einnig heimsins alls!

Það verður í reynd mjög erfitt að skilja af hverju þetta er með þessum hætti, fyrr en maður skilur að Þýskalandi sjálfu er stjórnað af fámennri ofsalega ríkri elítu.

Prófessor Paul De Grauwe: Are Germans really poorer than Spaniards, Italians and Greeks?

Hana má einnig finna: Ágæt umfjöllun á Wall Street Journal - útskýrir ágætlega hversu villandi þessi greining er!

Figure 4. Wealth top 20% / wealth bottom 20%

Are Germans Really Poorer than Spaniards, Italians and Greeks?

Takið eftir, ríkustu 20% eiga 140 falt meira en 20% fátækustu innan Þýskalands.

Það er þessi 20% hópur sem virðist í reynd ráða öllu innan Þýskalands, og síðan í reynd óskaplega miklu einnig innan stofnana ESB.

Í reynd er þessi stefna ekki heldur þýsku þjóðinni í hag, heldur eingöngu sérhagsmunum 20% hópsins.

Því þýska þjóðin mun stórfellt tapa á því hatri sem er að byggjast upp gagnvart Þjóðverjum í S-Evrópu.

En þýska elítan stórgræðir á núverandi ástandi:

  1. Lánskjör til þýskra fyrirtækja hafa aldrei verið hagstæðari.
  2. Evran er mun gengislægri en þýska markið væri, og þar með eru launin sem elítan þarf að greiða raunverulega einnig minna virði, en annars væri. Meiri hagnaður og gróði.
  3. Vaxandi fátækt og örbyrgð í S-Evrópu, er að auka samkeppnishæfni þýsku fyrirtækjanna, en t.d. á sl. ári streymdi yfir milljón manns í atvinnuleit til Þýskalands frá ríkjum í efnahagsvanda þ.e. frá S-Evr. og A-Evr. Það þíðir, að þýska efnahagsvélin hefur aðgang að hæfu verkafólki á lágum launum, en það eru engin lágmarklaun í þýskalandi. Eingöngu lágmarkslaun stéttarfélaga, en ef þú ert ekki hluti af því þá ertu ekki á þeim lágmarklaunum. Hæfir verkamenn frá S-Evr. og A-Evr. eru að falbjóða sig á undirverði. Þetta auðvitað þíðir, að hæfa fólkið streymir frá löndunum í vanda.
  4. Þó svo að Þýskaland sé að tapa mörkuðum í S-Evr., vegna hratt minnkandi eftirspurnar þar. Þá hefur samkeppnisstaða þýsku iðnvélarinnar aldrei verið betri, gagnvart fyrirtækjum utan við Evrópu. Það er til samkeppni við Japan, Bandaríkin og Kína. Sem þýska iðnvélin í reynd horfir.

Í dag hefur 20% hópurinn nánast enga hagsmuni gagnvart S-Evr. en þá, að fá peningana til baka með vöxtum, og að fá eignir fyrir lítið - sbr. krafa um brunaútsölur eigna ríkissjóða S-Evr.

S-Evr. sé afskrifuð að öðru leiti, þannig séð.

-----------------------------------------

Það er sem sagt málið, að evrusvæði er í reynd að haga stefnu sinni skv. sérhagsmunum þröngs hóps, ofsaríkra einstaklinga sem hafa yfir að ráða óskaplega miklu fjármagni.

Þeir eru eingöngu að hugsa um eigin rass!

Ekki um hagsmuni þjóðanna, ekki einu sinni - eigin þjóðar.

  • Ef menn skilja þetta ekki, verður stefnumörkunin, óskiljanleg. 
  • En verður skiljanlegri, þegar þetta skilst! 

Þessi hópur virðist einfaldlega hafa frekar þrönga sýn - - það er hag sinna fyrirtækja - punktur.

Þeim virðist slétt sama um þá sem minna mega sín. Eða einstakar þjóðir.

Á 19. öld voru kreppur alltaf leystar þannig, að laun voru lækkuð - - það varð alltaf mikið atvinnuleysi í kreppum - - þær voru alltaf mjög djúpar - - það var ekkert velferðarkerfi - - skattar voru lágir - - ríkisvaldið gegndi einungis sínu klassíska hlutverki.

  • Á þessum tíma, var kosningaréttur einnig takmarkaður við eign!
  • Svo fátækir gátu ekki kosið.

Draumur elítunnar virðist alltaf vera að fara aftur á 19. öld, hvað samfélagsuppbyggingu varðar.

  1. En eins og 4. áratugurinn sýnir, í ástandi þ.s. fátækir geta kosið, munu kjósa.
  2. Þá velja fátækir fyrir rest, þá sem lofa þeim að hverfa frá ríkjandi stefnu!

-----------------------------------------

Hættan er með öðrum orðum, að það verði endurtekning 4. áratugarins, þegar síðast var haldið fram sambærilegri stefnumörkun, þ.e. hinna klassísku íhaldssömu hagfræði.

Að beita innri aðlögun - - samtímis því að ofuráhersla er lögð á lága verðbólgu.

Engin tilraun gerð til að hindra - - verðhjöðnun.

Hættan fyrir heiminn, er í því ástandi sem getur skapast innan Evrópu.

En það þarf að hafa í huga, að innan Evrópu áttu sér upphaf báðar heims styrjaldirnar.

En þ.e. einnig í því djúpa efnahagshruni sem getur átt sér stað.

Evrópa er í dag - - langsamlega mesta kerfislega hættan, fyrir heimshagkerfið. En einnig fyrir peningakerfi heimsins.

  • Það er í reynd verið að keyra fram stefnu sem getur ekki gengið upp.
  • Og mun enda með ósköpum, ef hún er ekki stöðvuð í tíma.


Niðurstaða

Vandamálið er "per se" ekki evran sem slík. Heldur sú efnahagsstefna sem fram er haldið á evrusvæði. Og virðist eingöngu henta sérhagsmunum 20% hópsins innan Þýskalands. Og einhverra tiltölulega ríkra innan þröngs hóps ríkja. En 20% hópurinn í Þýskalandi er sá sem ræður. Hinir eru fylgisveinar.

Það væri unnt að stjórna evrusvæði með afskaplega ólíkum hætti, þ.e. meir í átt við þá hagstjórn sem ástunduð er í Bandaríkjunum. 

Þ.s. stöðugt var með virkum hætti barist við þá niðursveiflu er átti sér stað. Og enn er verið að berjast með mjög virkum hætti, við afleiðingar þess hruns sem átti sér stað fyrir nokkrum árum.

Af því leiddi, er að í dag eru Bandaríkin sem heild búin í að lyfta sér upp fyrir þann topp, sem þau voru stödd á. Áður en kreppan hófst.

  • Þ.e. í reynd stefna 20% hópsins sem er að keyra S-Evr. niður í svaðið.
  • Og mun fyrir rest valda niðurbroti evrunnar, ef stefnunni er ekki hrundið á bak aftur.
  • Valda óskaplegu efnahagstjóni fyrir heiminn allan, þegar það niðurbrot á sér stað, með uppreisn almennings í S-Evr. Þegar hún loks kemst yfir þann hjalla, að yfirvinna það gríðarlega tak sem hin ofsaríka elíta hefur á stofnunum ESB sem og stærstu fjölmiðlum.

-----------------------------------------

Sú hugmynd að S-Evr. þjóðirnar fylgi fordæmi þýska módelsins, með því að gervallt evrusvæði fari í útflutningsdrifinn vöxt - eiginlega eingöngu.

Því meðan skuldakreppan ágerist, er stöðugt verið að drepa innri eftirspurn. 

Getur ekki gengið upp í dag, hefði líklega ekki heldur getað gengið upp í gær, en evrusvæði sem heild er hagkerfi svipað að stærð og hagkerfi Bandaríkjanna.

Það þíðir eiginlega, að það stefnir líklega í viðskiptastríð.

Ef raunverulega er leitast við að beita þeirri stefnu, en Bandaríkin eru bún að fá nóg af viðskiptahalla gagnvart Kína. Þau munu ekki sætta sig við að fá sambærilegan halla við Evrópu.

Né sé ég nokkrar líkur þess, að Kína sé til í að gerast nettó kaupandi í miklum mæli á varningi frá Evrópu, en hingað til hefur það haft þá stefnu að halda Evrópu sem nettó kaupanda á varningi frá Kína.

Ekki ætlar Japan að gerast slíkur nettó kaupandi heldur, en ný stjórn ætlar að efla japanska hagkerfið - takk fyrir.

Ekki getur Afríka eða S-Ameríka sýnist mér, tekið af sér hlutverk nettó kaupanda.

  • Það myndi soga til sín fé frá Afríku og frá S-Evr., með sama hætti og Þýskaland á umliðnum áratug sogaði til sín fé frá S-Evr.
  • Afleiðing, S-Evr. í kreppu í dag.
  • Afríka og S-Ameríka myndi lenda í sambæril. skuldakreppu v. skuldakreppu S-Evr. einnig á ca. áratug.

Það þíðir - að engin leið verður fyrir Evrópu að byggja upp nægilega stóran afgang.

Til að búa til vöxt, meðan að innri aðlögunarferlið heldur áfram.

Sem segir eiginlega það, að S-Evr. sé nánast fordæmd til kreppunnar löngu, meðan að S-Evr. heldur sér innan evrunnar, svo lengi sem evrusvæði er stjórnað af 20% hópnum þýska.

Ef S-Evr. getur ekki tekið stjórnina á evrusvæði yfir til sín, þá þarf S-Evr. að fara út úr evru.

Flóknara er það ekki, að svo lengi sem stefna 20% hópsins er viðhaldið, á S-Evr. ekki sér viðreisnar von innan evrunnar!


Kv.


Viðskiptastríð að skella á milli Kína og ESB?

Evrópusambandið hefur ákveðið að skella á háum tollum á kínversk framleiddar sólar-rafhlöður. Mig grunar að ekki sé unnt að leiða hjá sér samhengi kreppunnar í Evrópu. En eitt af því sem evrópsk stjórnvöld hafa verið að skera niður. Eru styrkir til evrópskra framleiðenda sólarhlaða, og samtímis einnig minnkað niðurgreiðslur á kostnaði við uppsetningu hlaða. Evrópskir framleiðendur hafa  í seinni tíð margir hverjir orðið gjaldþrota vegna taprekstrar. En þeir eru í harðri samkeppni við kínverska framleiðendur, sem sagðir eru njóta margvíslegra fríðinda frá kínverskum stjórnvöldum, sem hafa stöðugt einnig verið að keyra niður verðlag á sólarhlöðum - verðsamkeppni sem evr. framleiðendur viðrðast ekki vera að standast, þegar þeir á sama tíma eru að lenda í niðurskurði evr. stjórnvalda.

Kínversk stjórnvöld hafa umliðinn áratug eins og þau evrópsku, einnig litið á sólarhlöður sem strategíska framtíðar framleiðslu, mikilvægt að efla Kína sem mest á því sviði.

Innan Evrópu hefur grænn iðnaður ekki síst framleiðsla og uppsetning sólarhlaða, verið "hæpaður" sem ný von, ný hátæknigrein sem Evrópa geti haslað sér völl innan. Pólitískar áherslur á svokallaða "græna tækni" hafa notið vinsælda. Evrópa hefur viljað skapa sér samkeppnisforskot á því sviði. Framleiðendur í Evrópu, hafa notið þess að uppsetning sólarhlaða hefur verið styrkt víða um aðildarlönd Evrópusambandsins, á sama tíma og sjálf framleiðslan einnig hefur notið margvíslegra fríðinda.

  • En í kreppunni í síðustu tíð, eru allir þessir styrkir á undanhaldi.
  • Og allt í einu, óttast menn að evrópskir framleiðendur verði undir - hreinlega.
  • Hvað með framtíð græns iðnaðar, sem pólitíkin hefur verið að halda á lofti seinni árin?
  • Þá kemur, klassísk "protectionism" stemming!

Solar power installations fall in Europe as PV market shifts

EU To Impose Tariffs on Chinese Solar Panels

EU Plans Tariffs of Up to 67.9% on Chinese Solar Panels

Europe on verge of trade war with China over cheap solar panels

  • The tariffs, which will come into effect by June 6, will range from 37.3% to 67.9%, according to the document, drafted by the European Commission.
  • Some of the largest Chinese manufacturers will face duties on the higher end of that range.
  • "Dozens of European manufacturers have shut production or gone out of business as solar-panel prices have plummeted; the industry says unfairly priced imports from China are the cause."
  • The commission document portrays an industry that managed to expand in recent years despite rising Chinese imports but was particularly hard hit by Chinese competition starting in the middle of 2011.
  • "The price of Chinese solar panels imported into the EU fell nearly 75% between 2009 and last year."
  • "Solar-panel equipment has grown to become a significant chunk of China's exports to the EU, which is the world's largest solar market."
  • "The amount of new solar power installed in Europe fell sharply for the first time in more than a decade last year...New installation fell from 22.4GW in 2011 to 17GW in 2012, taking Europe’s share of new capacity down from 74 per cent to 55 per cent in what the solar industry said was a “turning point in the global PV [photovoltaic] market that will have profound implications in coming years”."

 

Evrópskir framleiðendur virðast hafa lent milli tveggja elda!

Eins og fram kemur í frétt Financial Times, varð viðsnúningur 2012 í uppsetningu nýrra sólarhlaða í Evrópu. Þeim fækkaði!

Þar ræður örugglega miklu, lækkun niðurgreiðslu kostnaðar við uppsetningu - samtímis því að kjör neytenda hafa verið í hnignun vegna kreppunnar.

Það má fastlega gera ráð fyrir því, að umtalsverðar verðhækkanir á sólarhlöðum í Evrópu sem tollarnir munu framkalla, muni valda frekari samdrætti í nýuppsetningum sólarhlaða.

Evrópsk fyrirtæki virðast hafa lent í verulegum taprekstri ca. frá og með 2011, og síðan það ár virðist fjöldi fyrirtækja hafa rúllað eða að móðurfélög hafa hætt framleiðslu sólarhlaða.

  • Líklega munu kínversk fyrirtæki, koma sér upp framleiðslulínum í löndum utan Kína.
  • Til að komast framhjá tollverndinni.

Og þá örugglega, í einhverju öðru láglaunalandi - t.d. Víetnam. Þannig, að líklega sé sú vernd sem evrópskir framleiðendur fá - skammlíf.

  • Niðurstaðan sé líklega sú, að enn eina ferðina sé Evrópa að verða undir, í samkeppninni við Asíu.
  • Þær vonir sem gerðar voru um uppbyggingu græns iðnaðar, sem nýrra framtíðarhátæknigreina, sé líklega að bregðast.

 

Niðurstaða

Evrópa virðist standa frammi fyrir brostnum vonum eina ferðina enn, en áður hefur Evrópa gert tilraun til að keppa í hátæknigreinum í tölvugeiranum, en Asía er í dag nærri algerlega dóminerandi í framleiðslu á tölvubúnaði - fyrir utan að Bandaríkin enn hafa töluverðan iðnað í Kaliforníu.

Grænn iðnaður var mjög "hæpaður" á umliðnum árum, sem hin nýja von. Framtíðargrein sem gæti vaxið án takmarkana - þ.s. augljóst virðist að heimurinn þurfi í vaxandi mæli á því að halda, að framleiða hærra hlutfall af sinni orku með meir umhverfisvænum aðferðum.

Mikið fjármagn hefur verið lagt í stuðning við uppbyggingu framleiðslu sólarhlaða. Ekki síst, fjármagni verið varið til að niðurgreiða kostnað við uppsetningu.

En enn eina ferðina, stefnir í það að asískir framleiðendur verði yfirsterkari.

Enn ein iðngreinin flytjist til Asíulanda!

Ef þetta heldur áfram, er erfitt að sjá hvernig Evrópa kemst hjá verulegu hrapi lífskjara fyrir rest. En þegar það dugar ekki framleiðendum að vera skilvirkir - því keppinautarnir eru það einnig, þá verður samkeppnin að beinni samkeppni um launakostnað.

Og þá tapar Evrópa óhjákvæmilega!

 

Kv.


Bloggfærslur 9. maí 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 478
  • Frá upphafi: 847129

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 454
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband