Neysludrifinn hagvöxtur er virkilega ekki fær leið á Íslandi!

Dr. Stefán Ólafsson, þreytist ekki á að halda á lofti hugmyndinni, að hækka laun - til þess að skapa störf, koma atvinnulífinu af stað, skapa hagvöxt. Ásakar menn um "láglaunastefnu."

Þjóðarsátt um lág laun næstu 3-4 árin? "Raunar hefur Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, lagt áherslu á að hækkun launa (ekki þó hæstu launa) sé góð leið út úr kreppu. Þegar heimilin eru á kafi í afborgunum of mikilla skulda hjálpar kauphækkun við að auka eftirspurnina í hagkerfinu. Hún örvar einkaneysluna og hagvöxtinn. Snýr hjólum atvinnulífsins hraðar. Býr til störf."

Ég ætla ekkert sérstaklega að hnýta í Krugman, en vara við þeirri hugsun að álíta hagfræðikenningar "algildar."

Þvert á móti þurfi ávallt að skoða samhengið, í þessu tilviki þá leggur Krugman þetta til í Bandaríkjunum, sem eru 1.000 falt stærra samfélag en Ísland.

Sem er dvergríki með innan við milljón íbúa.

Þetta skipti öllu máli - - en líklega er nægilega hátt hlutfall neysluvara framleiddar innan Bandaríkjanna, til þess að "hækkun launa" geti hugsanlega virkað sem - innspýting fyrir hagvöxt.

------------------------------

En það skiptir öllu máli í þessu samhengi, hve mikið af neysluvarningi er innfluttur!

Á Íslandi, þ.s. 90% alls neysluvarnings er fluttur inn, fyrir utan mat.

Myndi launahækkun, fyrst og fremst búa til - viðskiptahalla.

En ekki hagvöxt!

  1. Við þekkjum hvað gerist - að í viðskiptahalla gengur á gjaldeyri í gjaldeyrissjóði Seðlabanka.
  2. Að lokum er hann of smár til að tryggja innflutning, þá stöndum við alltaf frammi fyrir valkostunum, að fella gengið eða taka upp innflutningshöft. 
  • Hugmynd Dr. Stefáns væri uppskrift að kollsteypu - í samhengi Íslands.

 

Stefán Ólafsson - "Við sáum það gerast hér á Íslandi á árinu 2011. Þá var góður hagvöxtur í tengslum við góða kaupmáttaraukningu." - "Kaupmátturinn hefur batnað lítillega, einkum á árinu 2011, en alltof hægt 2012 og 2013. Við erum enn of nálægt botni kjaraskerðingarinnar. Þess vegna eru allir óhressir með kjör sín."

Þarna er Stefán mjög íllilega að misskilja samhengi hlutanna!

Það var ekki vegna kaupmáttaraukningarinnar - sem það var hagvöxtur!

Heldur, var það ár mjög góð makrílganga + mjög góð loðnuveiði + verð á fiskmörkuðum fóru upp það ár + auk þess að það var gott ferðamanna ár.

Næstu ár á eftir, hefur ekki vegnað eins vel, því að kreppan í Evrópu hefur ágerst þannig að fiskverð hafa ekki verið eins hagstæð - síðan þó makríllinn hafi verið hér enn, fengum við einungis góðu loðnuveiðina að auki það árið, þó hefur enn verið aukning í ferðamennsku.

Síðan sl. ár, hafa fiskverð farið niður, það hefur enn frekar hægt á hagvexti því það hægði á aukningu gjaldeyristekna, og þá að sjálfsögðu - er ekki eins mikil kaupmáttaraukning.

 

Stefán Ólafsson - "Það þarf ekki slíka láglaunastefnu í grannríkjunum til að ná stöðugleika eða samkeppnishæfni – eða hagvexti."

Stefán hefur gaman að bera saman epli og appelsínur, fyrir utan að einhverra hluta vegna - virðist hann ekki telja Írland með þegar hann talar um "nágrannaríki." En þá virðist hann eiga við Norðurlönd.

Sem eru lönd, sem ekki lentu í alvarlegri efnahagskreppu og að auki ekki eru í skuldakreppu.

Ég hef margbent Stefáni á að, skuldakreppa og efnahagskreppa, vanalega hafi mjög neikvæð áhrif á lífskjör almennings.

Og hann þarf ekki að fara lengra en til nágrannalandsins Írlands.

En skv. Stefáni "...með hruninu gekk mesta kaupmáttarskerðing sem orðið hefur í Evrópu yfir íslensk heimili, með um 20% rýrnum ráðstöfunartekna."

Ég ætla ekkert sérstaklega að rengja þær tölur, en ég bendi á að laun ríkisstarfsmanna voru lækkuð um 30% á Írlandi. Þ.e. ekki víst að laun hafi lækkað eins mikið meðal atvinnulífs. 

Laun ríkisstarfsmanna voru lækkuð um ca. 40% í Eistlandi, það voru einnig miklar launalækkanir í hinum Eystrasaltríkjunum - - og ég hef heyrt tölur nefndar um kjaraskerðingu að meðaltali sem er kringum 25%. En í þessum löndum var fyrir kreppu hressilegur viðskiptahalli þ.e. á bilinu 8-12% af þjóðarframleiðslu. Halla sem eytt var með kjaraskerðingu.

Ég er næsta viss, að hún var a.m.k. ekki smærri en sú tala sem Stefán nefnir.

Að auki hafa orðið miklar kjaraskerðingar í Grikklandi og Portúgal - ég efa að það sé minni skerðing en sú sem Stefán nefnir.

  • Þannig, að ef tala Stefáns er rétt, er það örugglega ekki rétt lengur - - að hér hafi orðið mesta kjaraskerðingin.

 

Stefán Ólafsson - "Nú vilja atvinnurekendur framlengja það ástand um þrjú til fjögur ár til viðbótar – til að auka “stöðugleika”. Ef það gengi eftir væri búið að festa þjóðina á láglaunakjörum í hátt í áratug."

Nú verð ég að halda til haga, aðvörun Seðlabanka Íslands: Fjármálastöðugleiki!

  1. "Á árunum 2014-2017 er áætlað að afborganir innlendra aðila annarra en ríkissjóðs og Seðlabankans af erlendum lánum muni á hverju ári nema að meðaltali um 5½% af landsframleiðslu."
  2. Til samanburðar má geta þess að undirliggjandi viðskiptaafgangur,
    þ.e. það sem í raun var til ráðstöfunar af tekjum þjóðarinnar til að greiða niður
    erlend lán, nam rétt liðlega 3% af landsframleiðslu á síðasta ári.
  3. "Vandinn gæti aukist við það, að
    óbreyttu, að horfur eru á því að þessi afgangur fari minnkandi á næstu árum þar sem þjóðhagslegur
    sparnaður nær ekki að halda í við aukna fjárfestingu." 
  • "...ljóst að koma þarf til endurfjármögnunar á þessum skuldum ef forðast á umtalsverðan þrýsting á gengi krónunnar."
  • "Hún fæli í sér að skuldirnar yrðu greiddar niður á lengri tíma, annaðhvort með samningum við núverandi kröfuhafa eða með nýjum og lengri lánum."

--------------------------------------

Ég verð að gera ráð fyrir að Stefán hafi ekki kynnt sér þessar aðvaranir!

En skv. þessu, blasir við landinu - kjaraskerðing.

Á sama tíma á augljóslega við, að ekki er grundvöllur fyrir launahækkunum.

  1. Þess í stað þarf ný ríkisstjórn að fara í hreina björgunaraðgerð, til þess að koma í veg fyrir hina yfirvofandi lífskjarakserðingu. Á meðan verður Stefán, líklega í fylkingarbrjósti þeirra, sem í fullkomnu skeytingarleysi við veruleikann. Munu heimta launahækkanir.
  2. En einungis með því að framlengja þau lán sem Seðlabankinn vísar til annaðhvort með beinum samningum við eigendur þeirra lána, eða með því að útvega önnur lán með hagstæðari greiðslukjör greiða hin fyrri upp; er hugsanlega unnt að forða þeirri kjaraskerðingu.
  • En þá er ekki enn búið að skapa nokkrar forsendur - lífskjaraaukningar.
  • Og þvert ofan í þ.s. Stefán heldur, er virkilega ekki fær leið - að einfaldlega hækka launin.

En ég held að við getum ekki treyst því, þó að okkar samningamenn verði allir af vilja gerðir, að þeim takist að ná fram meiri lækkun greiðslubyrði en þeirri - sem dugar til þess að verjast hinni yfirvofandi kjaraskerðingu.

En það mun ekki duga hrópendum eins og Stefáni, sem munu benda á miklu mun betur stæð lönd eins og Noreg eða Svíþjóð, og hrópa. Af hverju eru launin ekki eins góð og þar?

Algerlega halda áfram að leiða hjá sér ítrekaðar ábendingar þess - - að erlendu gjaldeyrisskuldirnar, virkilega raunverulega séu að lækka lífskjörin okkar.

Hvernig geta menn verið svona sprenglærðir!

En svona arfa vitlausir á sama tíma?

 

Niðurstaða

Maður verður nánast dasaður yfir vitleysunni sem dettur upp úr mínum gamla kennara í HÍ. En hann hefur ágæta þekkingu á því að gera spurningakannanir, á því að vinna félagsfræðilega rannsóknir. En þegar kemur að hagfræðilegum málefnum. Þá er eins og að öll hans skynsemi - fari út um gluggann.

Það virðist ekki mögulegt að ná til hans með einfalda hluti eins og, að þegar þjóð skuldar mikið, þá hefur það neikvæð áhrif á lífskjör.

Það sé ekki mögulegt, að hafa hér hærri lífskjör en svo, að það sé til nægur afgangur af gjaldeyristekjum, til að greiða af þeim skuldum - svo landið verði ekki gjaldþrota.

--------------------

Ps: Hagvaxtartölur fyrir evrusvæði fyrir áhugasama:

Eurostat - Flash estimate for the first quarter of 2013

 

Kv.


Stuðningur minnkar í Evrópu við svokallað "Evrópuferli"

Það kom fram í heimsfjölmiðlum, að ný könnun Pew rannsóknarseturs bandaríska þingsins í Washington City, hefði sýnt minnkaðan stuðning við - frekari dýpun samstarfsins meðal aðildarþjóða ESB.

Ég tek hérna gott yfirlit yfir þær myndir sem fram koma í könnuninni!

The New Sick Man of Europe: the European Union

Sérstaklega er áhugavert hve stuðningur við Evrópusambandið hefur minnkað á einu ári!

Jafnvel enn áhugaverðara, hve hratt hann minnkar við frekari dýpkun samstarfsins.

2013-EU-01

  • Ótrúlegt hrun stuðnings í Frakklandi, hlýtur að vera stuðningsmönnum ESB í Evrópu, áhyggjuefni.
  • En þetta getur staðið í samhengi, við það - - - að Frakkar virðast einna svartsýnastir allra.
Sjáið síðan hrun í stuðningi við - Dýpkun samstarfsins!

2013-EU-25

Einnig verulegt fall í trausti Evrópumanna á stofnunum ESB.

Þó of langt væri enn gengið að tala um hrun, þá hlýtur sú þróun að vekja áhyggjur í Brussel!

2013-EU-26

  • En sérstaklega hlýtur það vekja ugg í Brussel, að stuðningur við ESB hrapar jafnvel enn meir meðal ungra Evrópumanna!
  • Það er ekki gott fyrir framtíðina, en þekkt er að fólk mótar skoðanir gjarnan á yngri árum, sem sitja síðan eftir er það fullorðnast!

2013-EU-29

Evran hefur samt enn mikinn stuðning Evrópubúa!

Þrátt fyrir kreppu og atvinnuleysi, það hlýtur þá að vera, að almenningur sé ekki að tengja evruna við vandamál Evrusvæðis. Öðrum þáttum sé kennt um, af almennum borgurum.

2013-EU-30

  1. Sérstök athygli er vakin á stöðu Þýskalands annars vegar og hins vegar Frakklands.
  2. En þ.e. eins og Frakkar og þjóðverjar séu staddir inni í sitt hvorum veruleikanum.
  3. Svo ólík er sýn þeirra.

2013-EU-02

  • Takið eftir að 91% Frakka eru þeirrar skoðunar að staða efnahagsmála í Frakklandi sé slæm, og þ.e. aukning um 10% milli ára. 
  • Stuðningur Frakka við ESB hefur einnig minnkað verulega milli ára.
  • Og ótrúlegt að 77% Frakka telja að aukin efnahagsleg tengsl innan Evrópu, hafi veikt stöðu Frakklands - efnahagslega.
  • Engum kemur á óvart, að Hollande nýtur lítils álits í dag.

Áhugaverð mæling sýnir að bilið á milli afstöðu Frakka og Þjóðverja - breikkar!

Rétta orðið er frekar - gjá, en bil!

2013-EU-34

Annar áhugaverður samanburður er sýnir svart á hvítu hve líkt afstaða almennings í Frakklandi er að þróast afstöðu almennings í S-Evrópu!

2013-EU-36

En ástæðan kemur líklega til, vegna þess að franska hagkerfið hefur sl. rúmt hálft ár, virst vera nánast í frjálsu falli.

Sterkar vísbendingar eru uppi, að Frakkland sé komið yfir í samdrátt, og sé líklega á leið inn í suður hópinn.

Í stað þess að hafa fram að þessu, verið líkari Norður hópnum.

Takið eftir hvernig Frakkar hugsa líkt S-Evrópu þjóðunum!
Þeir eru mjög svipað bölsýnir um Framtíðina og þær!
2013-EU-16
En skv. næstu mynd, eru Frakkar líka farnir að finna fyrir kreppunni!

  • Fækkun þeirra sem telja sig í góðum málum, segir áhugaverða sögu.
  • Aftur, takið eftir Þýskalandi! 
Ekki furða að Þjóðverjar líta öðrum augum á málin, þ.s. efnahagslegar aðstæður almennings hafa batnað, meðan yfir sama tímabil fara þær versnandi hjá hinum þjóðunum!

2013-EU-17

Þetta skýrir örugglega af hverju sýn Þjóðverja er svo ólík sýn hinna þjóðanna!

Takið eftir órúlegri svartsýni í öðrum löndum en Þýskalandi!

Hérna má sjá, að Þýskaland í reynd skilur hinar þjóðirnar eftir - frá og með 2010.

2013-EU-15

Hvað ætli sé efnahagsvandamál nr. 1 hjá Evrópubúum?

  • Atvinnumál að sjálfsögðu! 
  • Aftur skera Þjóðverjar sig frá, hafa litlar áhyggjur af atvinnumálum.

2013-EU-23

Næsta mynd, finnst mér - skuggaleg!

  • Magnað að 37% svarenda sem segjast lág innkomu, samtímis segjast í vandræðum með það að eiga fyrir mat.
  • Að hlutfallið sé 32% á Spáni, kemur mér ekki á óvart.
En ég er undrandi að hlutfallið sé þetta hátt í Frakklandi!
Frakkland kemur einnig ílla út í öðrum liðum, þegar kemur að kjörum lág innkomu.

2013-EU-22

 

Niðurstaða

Ég hugsa að hættulegasta ástandið fyrir framtíð ESB, geti verið hið hratt vaxandi bil milli Frakklands og Þýskalands. En hingað til, hefur það verið svo að samstarfið um ESB hefur getað haldið áfram. Þegar Frakkar og Þjóðverjar voru sammála eða a.m.k. gátu náð samkomulagi, um sameiginlega stefnu.

Frakkland virðist með mjög ákveðnum hætti, vera á leið í Suður hópinn. 

Meðan að hópur fylgiþjóða Þýskalands, flest ríki af smærra taginu í N-Evr. er enn fyrir hendi.

Miðað við þessa könnun, mun það vera ákaflega erfitt fyrir Hollande forseta, að fá fram stuðning innan Frakklands. Fyrir frekari dýpkun samstarfsins um - evruna.

Þó fylgið við hinn sameiginlega gjaldmiðil sé enn sterkt. Þá er andstaðan við, frekari yfirfærslu til Brussel. Greinilega orðin mikil - - til mjög mikil. Einna mest í Frakklandi.

Þetta hlýtur eiginlega að vera vatn á myllu "Front National" í Frakklandi og leiðtoga þess flokks, Marine Le Pen.

Þetta niðurbrot samskipta Frakka og Þjóðverja, getur leitt til vaxandi sundrungar og sundurþykkju innan sambandsins - skilað því að mikilvægar ákvarðanir verði ekki teknar. 

Sem getur stuðlað að því, að vandamál evrusvæðis verði ekki leyst!

 

Kv.


Bloggfærslur 15. maí 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 847112

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 441
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband