Munu lífeyrissjóðirnir ógna gengi krónunnar þegar höftin eru losuð?

Eitt sem hefur ekki farið hátt í umræðunni um svokallaða skafla eða snjóhengjur, þegar kemur að umræðu um það fjármagn sem líklega mun vilja út úr landinu. Þegar höftin eru losuð. Er fjármagn lífeyrissjóðanna. En það var áhugaverð grein á Bloomberg fréttaveitunni, sem kom einmitt inn á snjóhengjuvanda á Íslandi.

Swelling Iceland Cash Raises Capital Control Risks, TM CEO Says

En blaðamaður tók viðtal við forstjóra Tryggingamiðstöðvarinnar, Sigurð Viðarsson. Sigurður gagnrýndi vaxtastefnu Seðlabanka Íslands. En hann benti á að háir vextir - gerðu í reynd íllt verra.

Því að þeir stækkuðu hraðar en ella, þá snjóhengju sem þyrfti hleypa út. En meðan að höft eru til staðar, þá þyrfti allt fé sem til verður hérlendis að ávaxta sig hér innanlands.

Hann bendir á, að Seðlabankinn sé farinn að óttast verðþróun á hlutabréfamarkaði hér, en ummerki séu uppi um að verðhækkanir sem hafi átt sér stað undanfarið, séu hugsanlega ekki raunhæfar.

  1. "“All the valuables that are created in Iceland are stuck in Iceland,” he said. “If you take the pension funds, they alone have to invest for 134 billion kronur every year -- net. To put this figure into perspective, the combined value of the shares offered in TM Insurance and VIS Insurance, which also recently went public, was 19 billion kronur.”"
  2. "“When the capital controls are abolished, the pension funds should be among the first ones to get out,” said Vidarsson."

Það er einmitt seinni punkturinn hjá honum sem vakti athygli mína - - en ef við erum að tala um árlega fjármögnunarþörf vel yfir 100ma.kr. hjá lífeyrissjóðunum.

Þá getur verið um frekar skuggalegar upphæðir að ræða - sem sjóðirnir geta haft áhuga á að senda úr landinu, miðað við að höftin hafa verið á síðan hrunið átti sér stað í október 2008.

  • Til samanburðar, er upphæðin sem leitast er við að fá kröfuhafa til að afskrifa að sem stærstum hluta, 800ma.kr.
  • Þarna sé um að ræða - aðra snjóhengju.

 

Hvað á ég við!

Í ritinu Fjármálastöðugleiki kom fram eftirfarandi aðvörun frá Má Guðmundss.

  1. "Að sama skapi liggur ljóst fyrir að gjaldeyrir til að losa úr landi krónueignir gömlu bankanna og núverandi kvikar krónueignir erlendra aðila getur ekki komið af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og krefst því annars gjaldeyrisinnstreymis. "
  2. "Hröð losun þessara eigna, t.d. í tengslum við nauðasamninga, getur þannig ekki átt sér stað nema verðlagning og viðskiptagengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum feli í sér verulega lækkun frá mælingu þessara eigna nú í erlendum gjaldmiðlum miðað við bókfært verð þeirra og álandsgengi krónunnar. "
  3. "Takist vel til varðandi þetta gæti eftirleikurinn við losun fjármagnshafta orðið mun auðveldari fyrir vikið. "

-----------------------------------

Þetta er aðvörun þess efnis, að ekki sé nægur gjaldeyrir til að borga út hinum erlendu eigendum 800ma.kr. snjóskaflsins sem vitað er, að þeir hafa áhuga á að færa úr landinu.

Málið er, að það sama hlýtur rökrétt að eiga við um peningalegar eignir sem lífeyrissjóðirnir, líklega munu hafa áhuga á að færa úr landi. Ef höft eru losuð.

  • Þetta þíðir að gengið lækkar, ef leitast er við að færa þá peninga úr landi!

Það er eiginlega algerlega öruggt, að sjóðirnir muni vilja færa þá peninga einmitt úr landi.

Nema, að eitthvert tilboð komi til frá stjórnvöldum, sem sé svo áhugavert fyrir sjóðina.

Eða auðvitað, að þeim verði bannað sérstaklega að færa sitt fé úr landi.

  1. Einn möguleiki enn, er að vísitalan verði fryst - tímabundið eða sett á hana þak, einnig tímabundið (eða varanlega ef út í þ.e. farið).
  2. Þannig, að ef sjóðirnir kjósa að færa sitt fé úr landi, þá samtímis virðislækki þeir það fé sem þeir eiga hér heima. 
  • Þá væru þeir þannig settir milli tveggja elda!

En ég er á því að þetta geti verið nauðsynlegt, því ef vísitalan væri ekki fryst eða sett á hana þak, gætu þeir fært sitt fé úr landi - án þess að taka eigin áhættu með það fé sem þeir eiga hér heima.

Þ.s. verðtryggingin þá sjálfvirkt passar upp á að þeir tapi engu, þá líklega myndu þeir færa mun meira fé úr landinu, en ef þeir eru með ofangreindum hætti - settir í spennu.

En það væri mjög slæmt að leyfa þeim, að hækka kannski lán heimila 20%-30%.

Ekki síst vegna þess, hve ílla það myndi fara með nýlega veitt loforð Framsóknarflokksins til heimila, um leiðréttingu skulda :)

En auðvitað ekki síður, vegna þess að við slíka hækkun skulda heimila, yrðu líklega mjög mörg heimili hreinlega gjaldþrota.

-----------------------------------

Þarna er í reynd komið enn eitt vandamálið fyrir nýja ríkisstjórn, voru þó önnur vandamál ærin.

Þetta þíðir þó ekki, að tilgangslaust sé að semja við eigendur 800ma.kr. um sem mesta niðurfærslu af þeirra hálfu á því fé, því að minnka það fjármagn sem mest að umfangi.

Að sjálfsögðu smættar verulega þá gengissveiflu sem annars verður.

  • Ég er ekki með heildartölu á það fé sjóðanna sem má vera að vilji út.
  • En það getur vel verið hátt á 4 hundrað milljarð króna.

 

Væri þetta betra innan annars gjaldmiðils?

Vandamálið snýst um það, að meira fjármagn vill út úr landinu. En raunverulega er til staðar - innistæða fyrir að greiða á "réttu" virði - rétt skoðast þá sem núverandi virði. 

Ég bendi á Kýpur sem lenti í því nýverið, að þar skapaðist vandamál innan fjármálakerfisins - og þar varð að setja á höft. Til að takmarka streymi peninga úr landi.

Það er einmitt vegna þess, að meir fé vill úr landi en þjóðin í reynd getur staðið við, að borga út á "réttu andvirði."

  • Innan evru er til staðar nokkurs konar yfirdráttarheimild aðildarþjóða þ.e. "Target 2."
  • Vandi við allar yfirdráttarheimildir, er að þ.e. takmarkað hve mikið hver og einn ræður við að skulda.
  • Það á alls ekki síður við um þjóðríki en um einstaklinga.

Kýpur var einmitt búið að sprengja sig á yfirdrættinum, búð að taka yfirdráttarlán upp á nærri 60% af þjóðarframleiðslu, er aðildarþjóðirnar settu Kýpur stólinn fyrir dyrnar, og heimtuðu að Kýpur tæki annarskonar fjármögnun þ.e. "björgunarlán" ásamt ýmsum afarströngum skilyrðum.

Ég sannast sagna - sé ekki með hvaða hætti Kýpverjar geta afnumið sín höft.

Nema þeir hreinlega stærstum hluta afskrifi "sparifé þjóðarinnar" sem og fyrirtækja.

Það þíðir væntanlega að auki, að lífeyrissparnaður væri stærstum hluta farinn í glatkistuna.

En kýpverska ríkið er orðið það skuldsett, að það getur ekki gert meir til að baktryggja fjármálakerfi eyjaskeggja.

-------------------------------------

Ef við værum búin að taka upp einhliða t.d. dollar, en hefðum lent í sambærilegum snjóhengjuvanda, vegna þess að bankar hefðu fallið - við sett á höft til að stöðva útstreymi.

En værum að velta fyrir okkur því, að taka þau af.

Þ.s. þá gerist auðvitað er að ekkert verður gengisfallið - - en á móti, þá snýst útvegun peninga aftur um getu ríkissjóðs til að skuldsetja sig, svo fjármagn í umferð sé tryggt að nægilegt sé.

Hún er - takmörkuð getan sú.

Ef hann verður krunk - þ.e. springur á limminu.

Getur landið hreinlega - tæmst af peningum í kjölfarið. Og tekið við ástand peningaþurrðar.

En þá er ekki til peningur í umferð sem er nægur, til þess að nærri öll þau viðskipti sem vilja fara fram, það geti gert í því formi. Að peningar skipti um hendur.

Ég er að tala um, að landið gæti endað í "barter."

-------------------------------------

  • Punkturinn er að áhættan er langt í frá augljóslega minni, ef við værum með gjaldmiðil í notkun hérlendis, sem við sjálf ráðum ekki yfir.
  • Vandinn gæti þvert á móti orðið erfiðari úrlausnar, en við getum ávallt t.d. tryggt að nægt fé sé í umferð hérlendis, en Seðlabankinn getur ávallt séð um að fé í umferð sé til staðar án þess að skuldsetning ríkisins þurfi til.
  • Þannig að það reynir ekki á - styrk ríkisins frá þeim sjónarhól.

Við höfum fræðileg neyðarúrræði - tja, eins og "gjaldmiðilsskipti."

Þ.e. skipta úr krónum í nýjar krónur, eða "ríkisdal."

Þetta að mínu viti, skapar okkur - betri samningsstöðu gagnvart eigendum fjármagns. 

En ef við værum búin að taka upp gjaldmiðil, sem við höfum ekki full umráð yfir.

 

Niðurstaða

Það hefur enginn haldið því fram að það verði auðvelt verk að afnema höftin. En hve lengi þau hafa verið uppi. Hefur stækkað mjög verulega þá gengissveiflu sem af hlýst - sbr. peningar lífeyrissjóðanna. Og það vandamál versnar að sjálfsögðu áfram, ef höftin verða ekki tekin af frekar fljótlega.

En slík uppsöfnun að sjálfsögðu gengur ekki, það hlýtur að enda með einhverjum hætti - ílla.

En mér virðist líklegt - - að nauðsynlegt sé að hafa vísitöluna a.m.k. tímabundið í frysti, meðan höftin eru tekin af.

Þó svo að 800ma.kr. í eigu kröfuhafa, séu að stórum eða jafnvel stærstum hluta afskrifaðir.

Á móti kemur, að afskrift þeirra eykur traust, sem ætti að fækka þeim sem ákveða að færa sína peninga úr landi.

En um það verður óhjákvæmilega óvissa. En þ.e. ekki síður út af þeirri óvissu, ekki einungis út af því að miklar líkur eru á miklu fjármagnsútstreymi af hálfu lífeyrissjóðanna, að líklega þarf að hafa vísitöluna í frysti meðan höftin eru aflnumin og um einhverja hríð á eftir.

---------------------------

Þ.e. ekki fyrr en rykið sest eftir losun hafta, að staðan verður ljós.

Nokkrum mánuðum eftir þá stund, ættu málin vera farin að skírast.

 

Kv.


Atvinnuleysi hafi gert S-Evrópu mögulegt að stöðva viðskiptahallann!

Ég rakst á mjög áhugaverða grein eftir hagfræðinginn Gavyn Davies: The dramatic adjustment in eurozone trade imbalances. En samkvæmt nýlega fram komnum tölum virðist Suður Evrópa við það að vera að klára að loka gati sem nefnist - viðskiptahalli. En ég er ekki bara að tala um vöruskiptahalla, heldur að þær séu að ná því að jafna heildarviðskipti sín með teknu tilliti til fjármagnshreyfinga þ.e. svokallaður "Current Account."

Gavyn Davies vitnar í annan hagfræðing, Raphael Auer:

Rapid current-account rebalancing in the southern Eurozone

Raphael Auer hefur teiknað upp neðangreinda mynd, sem sýnir ferla 4 landa, þ.e. Grikklands, Ítalíu, Spánar og Portúgals.

  1. "Current-account deficits have been the smallest in Italy (red dotted line), where the deficit was in the range of -2 to -4% of current GDP during 2008 to 2011. Reflecting the low need for adjustment, the country’s CA deficit has only improved somewhat during the second half of 2012, nearly reaching 0 during July 2012."
  2. The monthly current-account deficit of Spain (blue dashed line) peaked at over -10% of GDP in 2008 and substantially improved to -5% in the course of 2009. During the third quarter of 2012, the magnitude of the deficit has been lower than a per cent of GDP, on a seasonally adjusted basis even reaching positive territory in October.
  3. The monthly current-account deficit of Portugal (orange dash-dotted line) had exceeded -10% of GDP for large parts of 2008 and 2009. It has substantially improved thereafter and, during the third quarter of 2012, it was less than -2% of GDP on a seasonally adjusted basis.
    In 2007 and 2008, the monthly current-account deficit of Greece (green solid line) had at times exceeded -15% of GDP. The country’s current account improved to the -10% region during 2010 and then rapidly improved to a deficit of around a per cent of GDP during the third quarter of 2012 (when adjusted seasonally).

Portúgal og Grikkland voru ekki alveg komin í höfn skv. tölum lokamánaða sl. árs, en sannarlega - verður því ekki neitað, að gott er að vera laus við halla á jöfnuðinum gagnvart útlöndum.

En þ.e. mikilvægt að því leiti, að þá getur verið að viðkomandi land hætti að safna skuldum gagnvart útlöndum.

Það er gott - - það reyndar í besta falli heldur hlutum í járnum. En heildarafgang þarf, ef á að minnka skuldir. En þ.e. önnur saga.

 

Svo hvernig hafa löndin farið að þessu?

Niðurstaða greiningar Gavyn Davies, er að löndin hafi stærstum hluta náð þessu fram með minnkun innflutnings - - eins og er í tilviki Íslands.

Mjög óverulega, með aukningu útflutnings. Það sama á við okkur einnig.

En óhugnanlegi þátturinn er - - að atvinnuleysið er stór þáttur í þessu.

Neysla þeirra sem séu atvinnulausir, hafi minnkað mjög mikið, og það sé líklega stór þáttur í jöfnun þ.e. minnkun innflutnings.

Þetta er mynd sem Gavyn Davies hefur teiknað upp, og eins og sjá má - - þá hefur orðið töluverð lækkun á kostnaði per vinnustund "labour costs" á Spáni, en flest löndin eigi þó enn langt í land með það, að ná Þýskalandi.

En eins og sést, þá eru löndin í besta falli að nálgast að ná til baka hækkun kostnaðar per vinnustund, sem átti sér stað frá og með í kringum 2000.

En á sama tíma, hefur Þýskaland ekki staðið kyrrt, þar hafi á sama tíma dregið úr kostnaði per vinnustund, Þjóðverjar yfir sama tímabil lækkað verulega sinn kostnað per vinnustund.

Þannig að enn er breitt bil! 

Þó það hafi mjókkað!

Gavyn Davies:

  1. "...it is implausible to attribute the huge improvement in trade deficits to the decline in relative labour costs, even though all of the troubled economies have taken strides in that direction."
  2. "The deterioration in competitiveness relative to Germany was so large during the boom years that much of it still remains in place despite the good work of recent times."

Gavyn Davies:
  • "If the troubled economies were to reverse their fiscal tightening in order to try to reduce unemployment, there would probably be a rapid return to rising trade deficits as imports grow more rapidly than domestic demand."
  • " Without the option of devaluing their nominal exchange rates to improve their competitiveness in one fell swoop, they are faced with a choice which is familiar to many deficit nations in the past: high unemployment, or trade imbalances which are difficult to finance within the euro."

Með öðrum orðum, þau hafi slegið af viðskiptahallann með atvinnuleysi í bland við launahækkanir, og niðurskurð ríkisins.

Ef þau myndu grípa til aðgerða, til að örva atvinnulífið þannig að störfum fjölgaði, myndi viðskiptahallinn koma aftur.

  1. Skv. þessu, verða þau að viðhalda háu atvinnuleysi, svo unnt verði áfram að knýja fram launalækkanir.
  2. Því það sé eina leiðin að geta útrýmt því einhverntíma, að loka samkeppnishæfnisgatinu við Þýskaland.

Miðað við það hve vítt það gat enn er, virðist ljóst að ennþá eru "ár" mikils atvinnuleysis framundan.

Meðan, enn verður þrýst á launalækkanir, neysla mun jafnhliða áfram dragast saman.

Ef einhver von á að vera um hagvöxt, mun þurfa að auka útflutning - - því meðan að neysla dregst áfram saman, verður það sem rekakkeri á hagvöxt.

 

Niðurstaða

OK, þ.e. árangur að hafa ekki lengur viðskiptahalla. Það þíðir að halli innan svokallaðs Target 2 millifærslukerfis evrusvæðis. Er þá væntanlega hættur að aukast. Getur meira að segja verið að sá sé eitthvað farinn að minnka.

En vegna þess hve atvinnuleysi virðist stór þáttur í því að minnka neyslu, sem dregur úr innflutningi.

Og vegna þess að löndin eiga enn töluvert langt í land með að loka samkeppnishæfnis gatinu við Þýskaland.

Virðast enn vera einhver ár framundan, á meðan löndin munu enn þurfa að þvinga fram frekari launalækkanir, sem mun halda áfram að draga úr neyslu. Sem getur fræðilega a.m.k. skapað einhvern viðskiptaafgang - með tíð og tíma.

Stóra vonin um viðsnúning virðist beinast að útflutningi.

En höfum í huga, þó að löndin séu ef til vill ca. hætt að safna skuldum út á við, eru ríkissjóðirnir enn reknir með umtalsverðum halla. Skuldir þeirra eru enn að hlaðast upp.

Og meðan að neysla er enn að minnka, þá eru þau samdráttaráhrif enn til staðar. Spurning hvenær utanríkisviðskipti hafa náð því að vaxa að nægilegu marki, að hagkerfið kemst upp fyrir "0".

  • Eitt virðist þó klárt, að nokkur ár eru enn eftir af þessari kreppu. 
  • En miðað við þann hraða sem til staðar um lækkun launakostnaðar, tekur vart minna en 3-4 ár til viðbótar fyrir þau, að loka samkeppnishæfnisgatinu við Þýskaland.

Það verður áhugavert áfram að fylgjast með því, hvernig almenningur í þessum löndum, tekur því að upplifa ár eftir ár eftir ár, af versnandi kjörum.

----------------------------------

Nýleg skýrsla ESB virðist staðfesta að jöfnun ójafnaðarins, hafi einkum verið í formi lækkunar lífskjara: COUNTRY ADJUSTMENT IN THE EURO AREA: WHERE DO WE STAND? 

Í þessari áhugaverðu ritgerð, kemur fram að í þeim löndum sem hafi sveigjanlegan gjaldmiðil, hafi aðlögun ójafnaðar í viðskiptum út á við, leitt til mun minna atvinnuleysi:

Rethinking Exchange Rate Arrangements after the Crisis

 

Kv.


Bloggfærslur 13. maí 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 463
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 439
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband