Atvinnusköpun eða umhverfisvernd!

Það hafa nú komið fram tvær áhugaverðar kannanir, keyptar af Landvernd:

  1. 43% á móti Bjarnarflagsvirkjun
  2. Andvíg byggingu fleiri álvera

Sú fyrri er ca. mánaðargömul, en sú seinni var kynnt í útvarpinu í hádeginu í dag.

Skoðum hlutfall svarenda, í fyrri könnuninni er þátttaka úrtaks 59,4% - í þeirri síðari einnig 59,4%.

Afstaða svarenda í fyrri könnuninni er 43% gegn virkjun en 30% á móti. Sú á að veita kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík orku.

Í þeirri síðari 51,3 andvíg frekari álverum en 30% hlynnt þeim.

Kort af Mývatni og Bjarnarflagi!

  • Landvernd er að heimta nýtt umhverfismat, sem mun a.m.k. seinka kísiliðju á Bakka um 2 ár að líkindum. 
  • Því miður þekki ég ekki hvaða meint eða raunveruleg hætta, stafar af Bjarnarflagsvirkjun - en bendi á mynd að neðan, að þ.e. ekki beint svo að svæðið sé ósnert. Þar er lítil virkjun fyrir.

Svo er hús með aðstöðu fyrir jarðböð, sem túristar geta notfært sér. Á öðrum stað innan marka háhitasvæðisins kennt við Bjarnarflag - sjá neðri myndina.

Ekki klár á því hvert afl litlu virkjunarinnar sem er þegar til staðar á svæðinu er, en líklega er fyrirhuguð Bjarnarflagsvirkjun upp á 45-90 megavött verulega mikið öflugari.

  • Ég hef ekki beint séð útskýringu á því - akkúrat hvað menn óttast.
  • En miklu stærri virkjun þíðir auðvitað flr. borholur - spurning hvort menn óttast samt fremur mengun af afgangsvatni virkjunarinnar

En eitthvert þarf afgangsvatnið að fara, sem líklega er miklu meira að umfangi heldur en íbúar á svæðinu geta nýtt sér. Og slæmt væri örugglega að láta það fara beint út í náttúruna.

Spurning hvort það geti ekki legið - tækifæri í því afgangsvatni?

En Bláa Lónið er nýtir afgangsvatn frá gufuvirkjun á Reykjanesi. Stækka aðstöðuna sem býður upp á jarðböð við Bjarnarflag kannski margfalt, vera með sundlaug einnig - og kannski einnig laug svipaðri þeirri sem er við Bláa Lónið.

  • Það getur einnig verið, að ótti sé við loftmengun - - ef gufu er hleypt út í andrúmsloftið frá borholum eða virkjuninni sjálfri - - en hún getur innihaldið t.d. brennistein.

Sjálfsagt þarf að gæta þess að ekki sé verið að hleypa magni af gufum út í loftið svo nærri þetta viðkvæmu vistkerfi sem Mývatn er. Brennisteinsmengun gæti vissulega skaðað lífkerfi Mývatns.

Svæðið nærri Mývatni - eins og sést á myndum samt nokkurn spöl frá. Nægilega nærri þó, til þess að skaði sé sannarlega hugsanlegur. Ég er alls ekki að segja að Landvernd hafi augljóst rangt fyrir sér.

Það þarf að fara gætilega í þessa uppbyggingu. En í henni á sama tíma geta legið mikil tækifæri fyrir Húsavíkur og Mývatnssvæðið. Rétt að halda því einnig til haga.


Varðandi álversumræðuna, þá er vert að halda til haga að Ísland er í skuldakreppu þessi árin!

Ein leið til þess að hún lýði hjá fyrr en frekar seinna - - er að hrinda í verk erlent fjármögnuðum stórverkefnum, sem dæla erlendu fé inn í hagkerfið.

Sannarlega var verkefnið í tengslum við Kárahnjúkavirkjun og álver Alcoa við Reyðarfjörð; rangt tímasett - þ.e. miðað við hagsveifluna á Íslandi þau ár. Getur hafa átt þátt í þróun til bóluhagkerfis.

Á hinn bóginn, þá er Ísland nú statt í öldudal - þar að auki í mesta skuldavanda Íslandssögunnar.

Það er alveg augljóst, að erlent fé getur flýtt fyrir því að landið losni úr kröggum sem liggja einkum í erlendum gjaldeyrisskuldum.

Að flýta fyrir því að sá vandi taki enda í fyrri lestinni frekar en þeirri seinni; þíðir að lífskjör almennings geta rétt við kútnum fyrr frekar en seinna.

-------------------------------

Tek fram, að líklega getum við náð okkur upp án slíkra framkvæmda - en þá í tímaramma er verður eitthvað lengri.

Kröfur um bætt lífskjör verða þá frústreðaðar eitthvað lengur - en í hinni sviðsmyndinni.

Spurning um valkosti!

  • Því má einnig bæta við - - að álver er ekki það eina sem unnt er að gera.
  • Má benda á kísilmálmverksmiðjuna sem stendur til að reisa við Bakka. 
  • Svo má vera að menn séu andvígir verksmiðjum yfirleitt.

Þá eru einnig til staðar möguleikar; eins og frekari uppbygging fiskeldis í fjörðum, firðir fyrir Austan og Vestan eru einna helst ákjósanlegir fyrir slíka uppbyggingu.

Að auki má nefna, að það eru tækifæri tengd landbúnaði - - sbr. frekari loðdýrarækt, en ekki síst - uppbygging í ilrækt.

Ilrækt er alveg raunhæfur kostur, en þá er einnig verið að tala um að nýta jarðvarma, en með örlítið öðrum hætti þ.e. ekki endilega "háhita."

Hugmyndir, að slík ræktun fái orkuna á svipuðu verði og álver - eða ekki miklu hærra; þá sé grundvöllur fyrir mikilli aukningu slíkrar starfsemi. Ég á við, að þetta geti orðið að stóriðju.

 

Ég hafna alls ekki því að gera eitthvað annað en álver - - en má ekki gera þetta allt saman?

  1. Eitt álver til viðbótar - að álverið við Helguvík verði klárað. Líklega síðasta álverið.
  2. Húsavík fær kísilmálmverksmiðjuna, sennilega í stað álversins sem norðanmenn hafa verið að heimta. Í tengslum við gufuvirkjun unnt að byggja aðstöðu við Bjarnarflag sambærilega við Bláa Lónið.
  3. Auk þess sem ég hef ekki enn nefnt, er unnt að hefja framleiðslu á hlutum úr áli - nýta álið sem hér er hvort sem er, til þess að auka útflutningsverðmæti áls. Þá hugsa ég iðnsvæði í grennd við alver Alcoa sennilega innan sömu girðingar nýtir sömu höfn, einnig svipað við Hafnarfjörð og síðan í Hvalfirði. Ef Álverið við Helguvík verður klárað, þá sé þar einnig svipað iðnaðarsvæði - sem framleiðir frekari verðmæti úr álinu sem álverið framleiðir.
  4. Stórfellt aukin ylrækt þ.s. ylræktendur fá svipað verð fyrir orkuna og álverin, að auki nýta varma úr jörðu - afurðir til útflutnings héðan.
  5. Aukin loðdýrarækt.
  6. Aukið fiskeldi.
  7. Sem ég hef ekki enn nefnt, hátækni-iðnaður einkum í Reykjavík og nágrenni, byggður upp í tengslum við háskólasamfélagið í Reykjavík. Akureyri getur hugsanlega gert eitthvað svipað.
  • Viljandi hef ekki haft hugsanlega olíu fyrir Norðan land á þessum lista.
  • Sama um hugsanlegar risahafnir.

Það eru draumar sem við ráðum ekki beint hvort munu eiga sér stað. Atriðin 1-7 aftur á móti eru allt framkvæmanleg atriði, sem við ráðum að stærstum hluta hvort munu eiga sér stað eða ekki.

Það sem ég er að tala um, er að með því að auka framtíðar gjaldeyristekjur landsmanna.

Getum við samið við þá sem eiga okkar gjaldeyrisskuldir, um að framlengja þau lán og lækka vexti.

Því með ofangreindri tekjuaukningu þá lækkar áhættan - fyrir þá aðila sem eiga þau lán.

--------------------------------

Þannig lækkar greiðslubyrðin samtímis því að gjaldeyristekjurnar hækka.

Og þar með unnt, að hífa verulega upp lífskjör.

Hækka bætur til aldraðra - til öryrkja - atvinnuleysis.

Minnka atvinnuleysi - hækka laun almennt.

Uppgangur leiðir til hækkaðs fasteignaverð á ný - svo hratt batnar eigna vs. skuldahlutfall húsnæðiseigenda, fyrir utan að til stendur að þeir fái eina leiðréttingu.

  • Fræðilega er unnt að sleppa viðbótar álveri úr þessum lista - ef andstaða er of mikil.
  • Það kannski hefur ekki nein úrslitaáhrif - þ.e. þau ár sem bætast við, að það taki lengri tíma að koma okkar lífskjörum í samt lag á ný, verða kannski ekki svo mörg.

 

Niðurstaða

Framsóknarflokkurinn er ekki sami flokkurinn er var við völd þegar Davíð Oddson of Finnur Ingólfs réðu, heldur eftir að hafa farið á sl. áratug mjög langt niður, ráða þar ríkjum mun hófsamari öfl en áður.

Hófsamari í þeim skilningi, að þetta er miðjufólk ekki hægri sinnað. Flokkurinn er þó aftur orðinn þjóðernissinnaður, en þó í hófsömum skilningi.

Ef á ég að líkja Framsóknarflokknum við einhvern erlendan stjórnmálaflokk, væri það einna helst Demókrataflokkurinn bandaríski en - ekki evrópskir krataflokkar. Þó ekki vinstrisinnaðir demókratar.

Það er það sem ég vill árétta - að Framsókn hefur leitað inn á miðjuna á ný

Ég held að það einnig sjáist á fylginu. Að Framsókn er að höfða til millistéttarinnar á landinu.

-----------------------------

Þegar ég segi hófsamari - á það einnig við um "uppbyggingarstefnuna." Hún er einnig hófsamari, hún var dálítið hrokafull undir Halldóri. Það var "keyrt yfir andstöðuna" í stað þess að ræða málin og útskýra. Meðan að í dag er líklegar að Framsókn muni verja miklu púðri í að útskýra sína afstöðu, til að afla henni fylgis - helst víðtæka samstöðu.

Sé því til í að ræða málin opinskátt við þá hópa, sem hafa efasemdir um tiltekin atriði stefnunnar.

Ég á von á því að tekið verði tillit til vel rökstuddra mótbára, ekki endilega þannig að verkefnin fari ekki samt áfram - heldur að þau verði aðlöguð, lagfærð - dregið úr skaðsemi þeirra eftir megni. Hönnun sniðin að því, að fela mannvirki sem mest. Gera þau falleg jafnvel.

Framsókn ætlar sér eftir allt saman ekki að endurtaka það tímabil, þegar flokkurinn hafði lítið fylgi.

Að fylgja hinum breiða hópi kjósenda er lykillinn að framtíð flokksins.

Þá vil ég meina að sjónarmið uppbyggingar og verndar geti mæst í miðjunni.

----------------------

Ps: Fékk ábendingu að virkjun við Þeystareiki eða Kröflu. Sé líklega skárri út frá verndun Mývatns.

Bæti þessi við.

 

Kv.


Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Kína funduðu um N-Kóreu!

John Kerry, eins og margir sjálfsagt muna að er fyrrum forsetaframbjóðandi, nú utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stað frú Clinton, fundaði á laugardag með ríkisstjórn Kína og ræddi við Yang Jiechi sem titlaður er í frétt Reuters "State Councilor."

  • Samkvæmt viðbrögðum Kína undanfarna daga, virðist ríkisstjórn Kína vera nóg boðið vegna hegðunar Kim Jong-Un.
  • En þó fræðilega geti Kína lokað á N-Kóreu, þá má vera að Kína sé einnig í smá vandræðum með málið.
  • En Kína vill ekki að N-Kórea hrynji stjórnlaust saman, og milljónir N-Kóreubúa flýi yfir Yalu fljótið. 
  • Spurning hvað Kína verður til í að bjóða valdaklíkunni þar í formi valkosta á næstunni.
--------------------------------------------

U.S. says agrees with China on peaceful North Korea solution

Yang Jiechi - "We maintain that the issue should be handled and resolved peacefully through dialogue and consultation. To properly address the Korea nuclear issue serves the common interests of all parties. It is also the shared responsibility of all parties,"

"China will work with other relevant parties, including the United States, to play a constructive role in promoting the six-party talks and balanced implementation of the goals set out in the September 19 joint statement of 2005."

--------------------------------------------

Best að halda til haga að samkomulagið sem Yang nefnir, gerði ráð fyrir því að N-Kórea myndi loka kjarnorkuverum sínum fyrir fullt og allt.

Að auki, að N-Kórea væri án kjarnavopna - sem og eldflauga af því tagi sem geta flutt slík vopn.

  • Þó hann tali um "viðræður" þá grunar mig, að þegar hann ræðir þessi mál við kollega sína í N-Kóreu, þá geti verið að hann verði ívið minna kurteis.

En  Kim Jong-Un hefur sagt nýlega, að kjarnavopnin væru "non negotiable" og landið ætlaði að reka kjarnorkuver, svo unnt væri að viðhalda þeim vopnabúnaði.

Sjálfsagt vill Kína, að N-Kórea taki upp svipaða efnahagsþróunarstefnu og Kína sjálft.

En elítan af N-Kóreu hingað til hefur ekki haft nokkurn áhuga á því, þvert á móti valið að svelta eigið fólk meðan hún sjálf lifir í vellystingum og viðheldur fjölmennum her.

Þróar kjarnavopn og eldflaugar í stað þess að þróa landið.

N-Kóreska elítan er ef til vill ekki algerlega án - samningsstöðu. Vegna þess, að hún er til í að láta almenning svelta - en ef Kína þrengir að landinu, hefði það líklega fyrst og fremst þau áhrif.

Ekki víst að það myndi hindra N-kóresku elítuna við það verk, að halda kjarnavopnum sínum til streitu.

  • Málið getur verið meira í þá átt, að múta liðinu.
  • Kjarnavopnin eru líklega, til þess að tryggja þeim sjálfum persónulega öryggi.
  • Kína gæti fræðilega, veitt tryggingar.
  • En þ.e. þó ekki víst að þau myndu vera til í að vera gestir kínv. stjórnvalda, til lífstíðar.
  • Eða leyfa kínv. hef að vera innan landamæranna.

Það getur því verið að svigrúm Kína til að hafa áhrif á hegðan N-Kóreu, sé minna en virst getur verið við fyrstu sín.

En líklega getur Kína, hótað viðskiptabanni af sinni hálfu - ef Kína er til í að taka þá áhættu, að N-Kórea geti hrunið saman.

Klárt eru þeir einnig frústreðaðir, en á sama tíma er óljóst - hvort þeir eru til í að beita nægilega miklum þrýstingi.

En leiðin að múta N-Kóreu, sýnir sagan - að einungis virkar í skamman tíma. N-Kórea vill síðan alltaf aftur nýjar mútur. Tekur upp gömlu ósiðina.

 

Niðurstaða

Í reynd þarf að binda enda á N-Kóreu. Örugglega þess virði þó það kosti milljón manns. En N-kóreönsk stjv. eiga örugglega eftir að drepa milljón af eigin landsmönnum. Ef þau halda áfram. Einungis spurning um tíma. Ég efa að það sé manneskjulegra í reynd, að íta ekki það duglega við N-Kóreu að hún falli saman.

En þó svo að kínv. stjv. séu mjög bersýnilega frústreðuð. Hafa þau hingað til alltaf verið varfærin. 

Kína virðist ætla að íta á málið í gegnum áhrif sín á N-Kóreu. En mig grunar að niðurstaðan verði í þetta sinn eins og áður, að N-Kórea fái mútur. En mér virðist þó að Bandar. ætli ekki að borga þær í þetta sinn. Og sennilega ekki heldur S-Kórea. Svo líklega komi það í hlut Kína að þessu sinni.

Kom Jong-un fái múturnar sem hann vill, svo hann sé til í að hætta vitleysunni í þetta sinn.

Kína sé í reynd ekki til í að taka þá áhættu, að enda vitleysuna eitt skipti fyrir öll. För Kerry hafi haft það markmið að segja Kínverjum, að N-Kórea væri þeirra vandamál að leysa. Bandar. stjv. væru hætt að taka þátt í leikriti N-Kóreu.

 

Kv.


Bloggfærslur 14. apríl 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 755
  • Frá upphafi: 848196

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 727
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband