Bloggfærslur mánaðarins, september 2016

Der Spiegel heldur því fram, að Erdogan - Assad og Pútín, séu nærri því að ná samkomulagi um Sýrland

Þetta má lesa í: Turkish Invasion Highlights Rapidly Shifting Alliances. Skv. mati Maximilian Popp og Christoph Reuter blaðamanna Der Spiegel. Sé megin fókus erdogans nú á baráttu við tyrkneska og sýrlenska Kúrda -- nánar tiltekið hreyfingar Kúrda tengdar PKK, eða Verkamannaflokki Kúrdistan.

  1. Þessi breytti fókus Erdogan -- sé að leiða til nýrra áhersla hjá erdogan í tengslum við átökin innan Sýrlands.
  2. Sá fókus, leiði til þess að Erdogan sé ca. búinn að sætta sig við það, að Assad haldi áfram að stjórna landsvæðum innan Sýrlands.
  • Að mati Maximilian Popp og Christoph Reuter sé hluti af líklegu samkomulagi Pútíns og Assads.
  1. Að gegnt því að Erdogan hætti að leitast við að stuðla að falli Assads!
  2. Þá hætti Rússland öllum stuðningi við sýrlenska Kúrda!

Map: Areas under the Control ...

Erdogan virðist vera að búa til sinn eigin -- sýrlenskan Súnníta her!

Erdogan virðist hafa tekið að sér - leyfarnar af svokölluðum "Frjálsum-sýrlenskum her."
__Og flutt þá frá Sýrlandi, í gegnum hluta af Tyrklandi, og er að nota þá nú á þeirri nýju víglínu á landamærum Tyrklands -- sem Erdogan hefur nú myndað.

  1. Útlit er fyrir að Erdogan ætli sér að skapa sýrlenskar súnníta hersveitir - undir stjórn Tyrkja, sem eiga allt undir stuðningi Tyrklandshers.
  2. Sem mótvægi á þessu svæði innan Sýrlands, við bardagasveitir sýrlenskra Kúrda, YPG.

Erdogan virðist þannig vera að búa til -- protectorate, innan Sýrlands.

Ég bendi einnig á þessa umfjöllun: Kurds Fear the U.S. Will Again Betray Them, in Syria.

 

Það sem geti verið að gerast!

  1. Sé að átökin innan Tyrklands - milli Tyrkja og Kúrda!
  2. Séu að blandast inn í átökin innan Sýrlands.

Ekki ósvipað því, að átökin innan Íraks - og Sýrlands, hafa mörgu leiti einnig - runnið saman.

Þarna sé m.ö.o. að myndast ný átakalína!

  1. Með því að Pútín og Assad -- þvoi hendur sínar af Kúrdum.
  2. Þá séu þeir ef til vill samtímis, að forðast það að blanda sér í þessa nýju átakasyrpu.

 

Það þíðir ekki, að Assad sé sloppinn!

En þó að ef til vill sé Erdogan að hætta tilraunum til að steypa Assad!

Þá eru Arabar við Persaflóa og Saudi Arabía -- örugglega ekki hætt stuðningi við Súnní Araba í uppreisn gegn Alavíta stjórn - Assads.

Að auki bendi ekkert til þess, að þó hugsanlega Tyrkland missi áhuga á því að steypa Assad - eða eiga í átökum við Íran.

Að það þíði, að tilraunum Flóa-araba og Sauda, til að veikja valdastöðu Írans -- séu við það að taka endi.

 

Niðurstaða

Það að Tyrkland sé farið að blanda sér í átök innan Sýrlands með beinum hætti - gerir ekki endilega stöðuna einfaldari. Það þveröfuga gæti gerst, að með opnun nýrrar átakalínu - milli Tyrkja og Kúrda. Þá verði átökin enn flóknari og erfiðari viðfangs.

  • Breitt afstaða Tyrkja getur þó verulega minnkað líkur á því að Assad verði endanlega steypt af stóli.


Kv.


Nokkuð er rætt á netinu, hvort að brottvikning forseta Brasilíu var -- valdarán!

Brottvikning Dilmu Rousseff, er sérkennilegur atburður að mörgu leiti.
Lagalega séð, var henni vikið frá fyrir þá sök -- að hafa stórlega fegrað stöðu brasilíska ríkisins fyrir kosningar er hún stóð frammi fyrir endurkjöri fyrir sitt 2-kjörtímabil.
Á því er alls enginn vafi, að hún stórfellt fegraði ásýnd stöðu mála fyrir þær kosningar, og það síðan kom mjög fljótlega í ljós af afloknum þeim kosningum - að staða mála var til mikilla muna verri; en hún hélt þá á lofti.

Hafandi í huga, að hún náði einungis endurkjöri með litlum mun!
Má alveg halda því fram, að hún hafi siglt á fölsku flaggi.

http://media2.s-nbcnews.com/j/newscms/2016_15/1492386/160412-president-dilma-rousseff-jpo-354a_29315c50d05306f505be0ad63a7d6a00.nbcnews-ux-2880-1000.jpg

  1. Fyrir kosningar, afneitaði hún því með öllu - að óveðurs ský hefðu hrannast upp í efnahagsmálum Brasilíu -- lofaði áframhaldandi velsæld og kjarabótum.
  2. Eftir kosningar -- hóf hún samstundis sparnaðar aðgerðir, til að bregðast við efnahags samdrætti sem þá var að hefjast; þá talaði hún um þörf fyrir að herða beltisólar og sparnað --> Sem þannig séð var í lagi, ef það hefði ekki verið svo fullkomlega á skjön við málflutning hennar, fyrir kosningar.
  • Síðan tók við versta kreppa sem Brasilía hafði séð í yfir 20 ár.

Í tilsvörum virtist hún alltaf hrokafull og árásargjörn!
Mjög fljótlega varð hún gríðarlega óvinsæl, eftir að kreppan var hafin.

  1. Það má nánast segja -- að hinar raunverulegu sakir hennar; hafi verið þær - hversu frámunalega óvinsæl hún varð.
  2. Og síðan, hve afskaplega ódyplómatísk hún var í samskiptum við aðra pólitíkusa.

Ætli það megi ekki sjá á niðurstöðu -- efri deildar brasilíska þingsins, ef það greiddi atkvæði gegn henni --> En atkvæðagreiðslan fór 61 - 20.

Þingmenn efri deildar höfðu snúist gegn henni!

Dilma Rousseff’s Impeachment Is the Start of Brazil’s Crisis—Not the End

Dilma Rousseff might be gone, but Brazil’s political crisis certainly isn’t

Dilma Rousseff ousted in Brazil because she was utterly incompetent

 

Það virðist enginn vafi um, að brottvikningin var lögleg aðgerð - ekki brot á stjórnlögum Brasilíu

Á hinn bóginn, þá fer þetta mál fram ekki einungis í skugga kreppunnar í Brasilíu - heldur svokallaðs "Petrobras" hneykslis, þ.s. ljóst er að fjöldi stjórnmálamanna var nánast á launaskrá hjá ríkisolíufyrirtæki Brasilíu.

Dilma sjálf var aldrei sjálft beint tengd við þær peningagreiðslur - á hinn bóginn var hún um tíma, stjórnarformaður Petrobras.
--Maður á mjög erfitt með að trúa því, að hún hafi virkilega ekki vitað nokkurn skapaðan hlut.

Hinn nýi forseti Brasilíu -- hefur á hinn bóginn, verið sakaður um mútur. Þó ekkert hafi verið sannað, og hann hafi ekki verið ákærður.
--Síðan hafi hann fengið á sig 8-ára framboðs-bann.

Það áhugaverða er, að í sérstakri atkvæðagreiðslu, um það hvort að Dilma ætti að fá sambærilegt 8 ára bann --> Var því hafnað, 42-36.
--Sem þíðir, að Dilma getur farið í framboð til þings - næst þegar kosið er eftir 2-ár.

  1. Ásakanir um tengsl við mútur - um mútur, ganga þarna þvers og kruss.
  2. Ljóst að enginn flokkur hefur hreinan skjöld -- það má reikna með því, að hugsanleg tengsl Dilmu verði nú rannsökuð, í kjölfar brottvikningar hennar.

En hvað var hún að gera sem stjórnarformaður Petrobras - áður en hún varð forseti, ef hún vissi ekkert um umfangsmiklar og skipulagðar mútur þess til stórs hluta brasilísku pólitísku elítunnar?

Mig grunar m.ö.o. að Dilma hafi ekki alveg eins hreinan skjöld, og hún vill láta.

  • Kannski er vandamálið í Brasilíu -- að pólitísk spilling sé almenn og útbreidd.
  1. Hvað um það -- fyrst að brottvikning forsetans var lögleg.
  2. Sé erfitt að samþykkja þá túlkun, að hún hafi falið í sér - valdarán.

 

Niðurstaða

Þannig séð - er líklega erfitt að túlka það svo að þeir sem greiddu atkvæði gegn forseta Brasilíu, séu betri manneskjur en hún eða að þeir þingmenn hafi hreinni skjöld en hún. Á hinn bóginn, var það raunverulega afar gróft hvað Dilma gerði er hún barðist fyrir endurkjöri, er hún afneitaði öllum slæmum tíðindum um efnahags framtíð Brasilíu. Lét þá svo að smjör drypi af hverju strái, og ekkert væri að óttast um þá framtíð. Síðan nánst daginn eftir kjördag -- fyrirskipaði hún upphaf sparnaðar aðgerða, og þá lá strax fyrir að landið var á leið inn í kreppudal. Viðbrögð hennar við umkvörtunum voru alltaf hrokafull og þ.s. kallað er á ensku "combative."

  • Það gætu verið hinir raunverulegu glæpir hennar, hversu yfirmáta óvinsæl hún varð nánast daginn eftir að endurkjör var í höfn.
  • Og síðan, hversu afar ódyplómatísk hún virtist alltaf vera.

Henni hafi tekist að fá nánast alla upp á móti sér!
--Hún hafi sjálf nagað sitt pólitíska bakland!

 

Kv.


Spurning hvort að lyf sem raunverulega mundi hindra Alzheimer - geti verið á leiðinni?

Ég reikna með því að fullt af fólki hafi - fingurnar í kross; ekki síst vegna þess að sú leið sem er farin með þessu lyfi - er enn umdeild.
M.ö.o. að langt í frá allir eru sannfærðir að sá árangur sem lyfið virðist ná, hafi þau áhrif sem vonast er eftir -- að hindra að fólk fái Alzheimer.
Það fer eftir því -eftir allt saman- hver er raunveruleg orsök sjúkdómsins.
Eða, m.ö.o. - hvort að kenningin að baki lyfinu, er rétt!

Biogen’s Plaque-Busting Alzheimer’s Drug Shows Promise

Alzheimer's drug shows promise in human trials

The Alzheimer's results are in: How Biogen and Eli Lilly stack up

 

Nú skulum við láta liggja milli hluta, hvort að kenningin að baki lyfinu er rétt - einfaldlega gefa okkur að svo sé!

  1. Rannsókn hefur sýnt lyfið hafa ágæta virkni.
  2. En einungis í skömmtum, sem valda alvarlegum hliðaráhrifum í hluta þeirra sjúklinga er tóku þátt í prófuninni.

Nýjar prófanir séu hafnar, sem ætlað er að rannsaka nánar - hvaða skammtur skilar áhrifum --> Í von um að unnt sé að finna áhrifaríkan skammt, án slíkra alvarlegra og hugsanlega hættulega hliðarverkana!

"Biogen’s drug, called aducanumab, was given to 165 patients, and the company says in those who took the highest dose it practically eradicated the amyloid plaques in their brains."

Nú ef við gefum okkur tvennt:

  1. Að skammtur sem ekki leiðir til hættulegra hliðarverkana fynnist - þannig að unnt sé að gefa sjúklingum lyfið í því skyni, að forða því að þeir fái Alzheimer.
  2. Þá gæti hugsanlega orðið mögulegt, að forða milljónum um allan heim frá þeim örlögum að verða fyrir barðinu á þeim hræðilega sjúkdómi.

Þetta eru auðvitað -- stór ef!

"Biogen has estimated that testing aducanumab could cost $2.5 billion, but if it works, it would be hugely profitable and essentially transform what it means to get old for many people."

  • Hagnaðurinn af fyrsta lyfinu - sem raunverulega mundi virka sem - hindrandi meðferð.
  • Yrði að sjálfsögðu gríðarlegur.

Ég þarf varla að nefna það, að auki að þeir sem fá Alzheimer eiga aðstandendur - sem ganga síðan í gegnum lífið með þann persónulega ótta!
--Að hugsanlega fari eins fyrir þeim!

Ef lyf sem raunverulega virkar kemur fram!
Þá væri það einnig mikil sáluhjálp fyrir slíka aðstandendur.

 

Niðurstaða

Ég er sjálfur aðstandandi einstaklings sem lést eftir að hafa klárað meðgöngu Alzheimer - alla leið! En sjúkdómurinn endar með því, að skilja sjúklinginn eftir fullkomlega sem það sem á ensku nefnist "vegetable." Þ.e. í ástandi sem mætti líkja við - heiladauða.
M.ö.o. allt sem var sá einstaklingur er þá horfið - að auki er líkami viðkomandi einnig visnaður, því á lokametrunum hverfur geta sjúklingsins til að geta nærst!

Vegna þess að sú vegferð tekur árafjöld, þá er þetta nánast eins og að fylgjast með hryllingsmynd á óskaplega hægri ferð - sem verður afar persónuleg upplifun því þetta er að koma fyrir þinn eigin ættingja!

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 24
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 487
  • Frá upphafi: 847138

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 463
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband