Bloggfærslur mánaðarins, september 2016

Skv. könnun á vegum Reuters, virðast veikindi Hillary Clinton ekki ætla að skaða hennar fylgisstöðu gagnvart Donald Trump

Ég fjallaði síðast um aðra könnun, en niðurstaða hennar benti til þess að munurinn milli frambjóðandanna tveggja væri að minnka: Forskot Hillary Clinton á Donald Trump komið niður í einungis 2% .
En könnun Reuters/Ipsos gefur aðra niðurstöðu: Reuters/Ipsos-Poll.

  1. Ef þið opnið hlekkinn á könnunina -- takið eftir þróun fylgis frambjóðandanna.
  2. Eins og sést virðist fylgi Trumps undanfarið í uppsveiflu, meðan að fylgi Clinton nánast í kyrrstöðu.

Síðan er til önnur ný Reuters/Ipsos-Poll -- Þar sem fylgi Gary Johnson og Jill Stein er tekið með.

  1. Ef einungis er mælt fylgi Clinton vs. Trump, er fylgi þeirra 42,3% / 38,3%.
  2. Ef mæling tekur tillit til fylgis Gary Johnsons og Jill Stein, er fylgi Clinton vs. Trump 40,9% / 38,2%.
  • Johnson og Stein virðast skv. þessu, frekar ógn við framboð Clintons, en Trumps.
  • Á hinn bóginn, virðist fjölgun þeirra undanfarið sem vita ekki hvað þeir ætla að kjósa eða neita að svara, áhugaverð.

Mér virðist fjölgun þess hóps, helst geta skýrt það að fylgi Clinton virðist skv. þessum könnunum, ca. vera -- flöt lína, í seinni tíð!
M.ö.o. fylgisaukning Clinton hafi numið staðar, meðan að smá fylgisaukning er til staðar hjá Trump.
Trump sé þó ekki búinn að ná því fylgishámarki er hann náði er fylgisstaða hans fór hæst.

Sennilega er samt áhugaverðasta nýja Reuters/Ipsos könnunin þessi - en skv. henni hafa 81,7% á kjörskrá gert upp hug sinn, á móti segjast 18,3% hugsanlega geta skipt um skoðun.

Sjá einnig frétt Reuters: Clinton leads Trump as Americans shrug off her pneumonia scare.

Í fréttinni kemur fram, að kannanir bendi til þess að mjög fáir kjósendur hafi áhyggjur af heilsufari frambjóðandanna 2ja.
Þannig að líklega breyti veikindi Clinton nærri því engu um fylgisstöðu hennar!

"Clinton has an advantage among minorities, women, people who make more than $75,000 a year, and those with moderate political leanings. Trump has an advantage with whites, men, avid churchgoers, and people who are nearing retirement age."

Skv. þessu virðast líklegustu fylgismenn Trumps vera hvítir karlmenn meir en 50 ára aldri, sem ekki hafa háskólamenntun -- og líklega sækja kirkju reglulega!

Clinton virðist ætla að sópa til sín nær öllu fylgi svartra Bandaríkjamanna - digrum meirihluta fylgis Bandaríkjamanna af spænskumælandi ættum - sem og meirihlutafylgi meðal flestra annarra minnihlutahópa innan Bandaríkjanna -- auk þess að konur og fólk með háskólamenntun er mun líklegra að ætla að kjósa hana heilt yfir litið en Trump.

  • Þetta er áhugaverð skipting!
    --En heilt yfir virðist Trump hafa öflugan meirihluta hvítra karlmanna!
    --Nærri sama fylgi hvítra kvenna og Clinton.
  • Samtímis og að mjög víðtæk andstaða virðist við framboð hans, meðal helstu minnihlutahópa innan Bandaríkjanna!
    --Ásamt töluverðri ríkri andstöðu við Trump meðal háskólamenntaðra Bandaríkjamanna.

Spurning hvort þetta sýni --> Vaxandi klofning meðal þjóðarinnar?
--Þ.e. milli hvítra annars vegar og hins vegar, helstu minnihlutahópa!

 

Niðurstaða

Áhugaverð niðurstaða af skoðun á könnunum Reuters/Ipsos, virðist sú - að Trump og Clinton þurfi litlar áhyggur að hafa af Jill Stein og Gary Johnson.
Á hinn bóginn virðist mér fjölgun þeirra sem neita að svara eða vita ekki hvern viðkomandi ætlar að kjósa -- sem virðist gerast á sama tíma og fylgisþróun Clinton hafi orðið að flatri línu - geta verið megin áhyggjuefni Clinton.

Það bendi hugsanlega til þess, að efasemdir um frambjóðendu stóru flokkanna 2.-ráði líklega ferðinni, í fjölgun þess hópa!
En samtímis að fjölgun þess hóps, sé a.m.k. sl. vikur að bitna frekar á Clinton en Trump.

  • Fyrst að þessir kjósendur hafa ekki ákveðið sig enn, þá a.m.k. geta frambjóðendurnir 2.-enn keppt um hylli þeirra.

Miðað við það getur kosningin sannarlega enn farið á hvorn veginn!

 

Kv.


Forskot Hillary Clinton á Donald Trump komið niður í einungis 2%

Á tímabili var forskot Clinton heil 8% og sigurinn virtist mörgum nærri öruggur - en undanfarnar vikur hefur saxast á það forskot; og nú hefur Clinton neyðst til að taka sér frý frá kosningabaráttunni - vegna veikinda!

Það virðist því hugsanlegt að Donald Trump nái að þurrka út áunnið forskot Clinton!

Skv. New York Times/CBS News poll:

  1. Er forskot Clinton yfir landið í heild 46% á móti 44%
    --Þegar litið er á "líklega kjósendur."
  2. Meðal Bandaríkjamanna skráðir á kjörskrá, er staðan 46% á móti 41%.
  3. Ef fylgi óháðra frambjóðenda er tekið með, er staðan: Hillary Clinton 42%, Donald Trump 42%, Gary Johnson 8% og Jill Stein 4%.
  4. Aðeins rétt rúmlega helmingur þeirra sem segjast ætla að kjósa Clinton - segjast ákveðnir stuðningsmenn. Staðan er eins hjá Trump, að rétt rúmlega helmingur þeirra sem segjas ætla að kjósa hann - segjast ákveðnir stuðningsmenn.
    --Bendir til víðtækra efasemda meðal kjósenda um frambjóðenduna 2.
  5. Clinton hefur forskot á Trump meðal minnihlutahópa innan Bandaríkjanna, og bandarískra kvenna heilt yfir - og yngri hluta kjósenda!
  6. Meðan Trump hefur stuðning 57% hvítra móti 33% hvítra er styðja Clinton.
  7. Fylgi Trumps og Clinton er nærri hnífjafnt meðal hvítra kvenna, þ.e. 46% Clinton, 45% Trump.
  8. Clinton hefur 11% forskot á Trump meðal hvítra líklegra kjósenda, sem hafa háskólagráðu.
    --Mundi vera fyrsti demókratinn í 60 ár til að ná meirihluta stuðningi þess hóps.
  9. 45% stuðningsmanna beggja - sögðust vilja betri upplýsingar um heilsufar Trumps og Clinton.

Rétt að nefna að staðan innan einstakra fylkja skipti meira máli -- en mæld staða yfir landið sem heild!
Þar sem eftir allt saman, þá virka einstök fylki í forsetakosningum sem einstök kjördæmi.
Þannig að lítill prósentumunur í fylgi, getur skilað meiriháttar sigri -- ef atkvæði innan einstakra fylkja falla með þeim hætti, að sigurvegari vinnur naumlega fleiri fylkjum en þeim sem viðkomandi tapar í; og sá tapar í nokkrum þeirra með miklum mun.

T.d. vann Obama stærri sigur í fylkjakosningu, en hann mældist skv. prósentu fylgi yfir landið sem heild!

 

Niðurstaða

Þó að þessi mæling yfir landið í heild spái ekki fyrir um úrslit í einstökum fylkjum. En sigur í forsetakosningum innan Bandaríkjanna byggist á sigri innan einstakra fylkja eftir allt saman.

Þá a.m.k. virðist sjást í þeim tölum -- að Trump er að minnka forskot Clinton.
Veikindi Clinton geta sett strik í reikninginn -- nú þegar Clinton þarf að taka sér veikindafrý.

Það er alveg þar af leiðandi hægt að sjá það sem möguleika að Trump nái að jafna forskot Clinton alfarið!
Á hinn bóginn þarf að meta stöðu frambjóðandanna innan einstakra fylkja til að meta betur raunverulegar sigurlíkur.

 

Kv.


Rússneskir bloggarar ásökunum um bandaríska íþróttamenn eftir að hafa hakkað vef alþjóðasamtaka er berjast gegn lyfjamisnotkun íþróttamanna

WADA - eða World Anti Doping Agency, sakar rússneska hakkara um hakk á vef samtakanna: WADA Confirms Attack by Russian Cyber Espionage Group. En skv. því sem hakkararnir er virðast kalla sig Fancy Bear hafa dreift, sem WADA hefur staðfest að er rétt; tóku Serena Villiams, Venus Villiams og Simone Biles - lyf skv. heimild WADA, sem eru á bannlista samtakanna!

Russian Hackers Leak U.S. Star Athletes’ Medical Information

  1. Það sem þarf að hafa í huga er að -- sum bönnuð lyf er unnt að fá heimild samt sem áður til að nota; ef til staðar er sjúkdóms ástand eða annað líkamlegt ástand - sem skv. læknisráði krefst notkunar lyfs sem er á bannlysta!
  2. Það þarf auðvitað að hafa í huga --> Að þ.e. ekki sami hluturinn, að nota bannað lyf skv. heimild WADA!
    --Eða vera staðinn að því, að nota lyf sem er á bannlysta -- án heimildar!
  3. Óheimil notkun sem brotamaður leitast eftir að fela af fremsta megni -- er að sjálfsögðu fullkomlega réttlætanleg ástæða fyrir banni á viðkomandi íþróttamann!

Biles staðfesti á mánudag, að hún fengi lyf gegn athyglisbresti eða ADHD.

Nokkur fjöldi ofnæmislyfja er á bannlysta - og einnig lyf sem gjarnan eru notuð til að hjálpa íþróttamönnum að ná sér eftir - vöðvaáverka; og að auki fjöldi verkjastillandi lyfja.

  • Þarna er verið að gefa í skyn það að þekktir bandarískir íþróttamenn eigi það lyfjunum að þakka - árangur sinn!

Á hinn bóginn, það sem WADA fann út að Rússland er sekt um -- er þrautskipulagt svindl á Sochi leikunum í Rússlandi, þ.s. þvagsýnum rússneskra íþróttamanna var skipt út.

Rússneska leyniþjónustan, íþróttamálaráðuneyti Rússlands, sem og opinberar lyfjaeftirlitsstofur - voru beinir þátttakendur í því svindli.

Ekkert þessu sambærilegt hefur komist upp!
Síðan það komst upp eftir sameiningu Þýskalands -- að A-Þýskaland hafði svindlað með afar þrautskipulögðum hætti með notkun lyfja sérstaklega stera, á ólympýuleikum fyrri ára!

Einhvern veginn vissi maður þó, eða grunaði sterklega, því A-þýsku íþróttakonurnar sérstaklega í aflraunagreinum -- litu út eins og karlmenn sem stunda aflraunir.

  1. Að íþróttamenn fái að nota lyf á bannlista, skv. læknisráði og heimild WADA.
  2. Er ekki svindl!
  3. Þaðan af síður er það sönnun þess -- að Rússland sé beitt misrétti.

 

Niðurstaða

Það áhugaverða við hina rússnesku óhróðurs tilraun, er það - að málflutningurinn snýst um að sá þeirri hugmynd í huga fólks, að Alþjóða Ólympýunefndin - þar á meðal WADA; sé ekki síður spillt en íþróttamálayfirvöld innan Rússlands!

Sem í raun og veru gefur eftir þann punkt - að Rússland sé spillt!
--Ég verð ítrekað var við málflutning af því tagi, þ.s. leitast er við að halda því á lofti, að samfélag Vesturlanda og skipulag, sé alveg eins rotið og það rússneska!

Þetta er auðvitað dapurlegt þegar menn geta ekki lengur varið það sem þeir styðja með öðrum hætti! Menn vita að þeir hafa vondan málstað -- þegar þeir leitast við að teikna þá mynd, að aðrir séu eins slæmir og þeir aðilar sem þeir styðja!


Kv.


Spurning hvort að Trump geti grætt á hugsanlegum heilsuvanda Clintons

Augljósa svarið við því er að sjálfsögðu, hversu alvarleg lugnabólga hennar er! En lugnabólga getur að sjálfsögðu verið ákaflega - misalvarleg!

Tökum t.d. mig persónulega, en ég fékk sem krakki ca. 10 ára alvarlega lungnabólgu, var 3.-vikur á spítala! 1.-vikunni man ég lítt eftir, líklega í hitamóðu.

  1. En ég man þó, að ég var settur í --> Súrefnistjald!
  2. Og við það voru tengdir stórir kútar er litu út eins og mjög stórir gaskútar - mun hærri en t.d. þeir sem notaðir eru í gasgrillum.

Mér skilst að ég hafi virkilega verið mjög alvarlega veikur! Síðan leið hættutíminn smám saman hjá og súrefnistjaldið var tekið niður!

Clinton leidd út í bíl sl. sunnudag!

https://tribkcpq.files.wordpress.com/2016/09/160911123833-hillary-clinton-leaves-9-11-event-early-rs-00005305-exlarge-tease.jpg?quality=85&strip=all&w=770

  • En lungnabólga getur verið miklu mun vægari en þetta!

Hillary Clinton and pneumonia: "...milder pneumonia cases “will usually mean a few days or a week of being unwell, followed by a steady return to normal activity”. - "Dr Lim said even mild cases require proper rest and treatment, adding that it may take patients with less severe symptoms “longer than they expect” to make a full recovery."

  • Aldur hefur að sjálfsögðu áhrif - eldri sjúklingar líklega lengur að ná sér!
  1. Sem sagt, lungnabólga getur verið svo væg, að sjúklingur ef til vill hélt að viðkomandi hefði fengið - slæma flensu.
  2. Eða, eins og í mínu tilviki, raunverulega - lífshættuleg.

Miðað við þetta - hafandi í huga aldur Hillary Clinton -- jafnvel þó maður miði við vægustu lungnabólgu tilfelli; þíði það væntanlega að algeru lágmarki - að Clinton verði að fara mjög varlega með sig, nk. 2.-3. vikur.
--Sem þarf ekki þíða, rúmföst - eða hún geti alls ekki tekið nein viðtöl.

  • En það gæti gert útifundi, of áhættusama nk. 2. vikur a.m.k.
    --Þ.e. alveg hugsanlegt að ef þ.e. svo, að það dugi eigi að síður, til að bæta möguleika Trumps í keppninni um forsetaembættið!

Ég kem ekki auga á nokkra skynsama ástæðu til að taka undir netumræðu þess efnis, að augljóslega ami eitthvað annað að Clinton - en þ.s. hefur verið gefið upp.
--En ég sé ekki að neitt hafi komið fram, sem útiloki að rétt sé skýrt frá hvað ami að.

 

Niðurstaða

Það áhugaverða við fárið í kringum veikindi Clinton, er ákvörðun Trumps að - notfæra sér ekki þau veikindi með nokkrum beinum hætti. Ég efa að sú ákvörðun Trump hafi verið tekin frá öðrum sjónarhóli, en mati framboðs Trumps á því hvað væru skynsöm viðbrögð fyrir Trump.

Það má auðvitað vera, að Trump hafi ekki virst það sniðugt að snúa umræðunni í kringum kosningarnar, að umræðu um -- aldur frambjóðandanna!

En líkur eru á að umræða um veikindi þeirra, mundi fljótlega fara að snúast um aldur þeirra beggja -- en Trump er enn eldri en Clinton - eftir allt saman!

Eins og ein fréttin sem ég las benti á, þá er Clinton einu ári yngri en Reagan, sem er elsti forseti Bandaríkjanna við embættistöki fram að þessu - en Trump er 2-árum eldri en Reagan var við embættistöku; og mundi því slá aldursmetið ef hann næði kjöri.

  • M.ö.o. að framboð Trumps hafi líklega ekki séð sig græða á því að hvetja til umræðu af þessu tagi!

 

Kv.


Sérfræðingur telur stjórnvöld N-Kóreu, ekki brjáluð, þó að stefna N-Kóreu sannarlega hafi - brjálað útlit

"David C. Kang, a political scientist now at the University of Southern California." - Bendir á að N-Kórea hafi fundið tímabundna lausn á því vandamáli; að stjórnin í N-Kóreu hefði ekki átt að vera mögulegt að lifa af - í kjölfar hruns Sovétríkjanna 1991.

North Korea, Far From Crazy, Is All Too Rational

Útreiknað brjálæði!

Við vitum að N-Kórea hefur hagkerfi, sem þegar er löngu hrunið í öðrum löndum, eða önnur lönd hafa yfirgefið -- vegna þess að það gengur ekki upp.
Síðan vitum við, að stjórnvöld í N-Kóreu - eiga enga raunverulega vini í heiminum; þó Kína virðist velja að líklega sem "lesser evil" frá sjónarhóli Kína, að heimila N-Kóreu að eiga áfram - full utanríkisviðskipti við Kína.Fyrir utan þetta, þá er vitað að N-Kórea virkar sem fangelsi fyrir fólkið sem þar býr; þ.s. enn þann dag í dag, er viðhaldið þrælavinnubúðum í stíl við vinnubúðir sem kommúnistaríki viðhéldu fram að hruni þeirra, þ.e. fangelsuðu vinnuafli var haldið við störf af margvíslegu tagi -- undir byssukjöftum.
--Talið er víst í dag, að varningur sé framleiddur í af vinnuþrælum, sem haldið sé í ánauð til æfiloka, til útflutnings til Kína.
--Líklegt einnig að vinnuþrælar séu notaðir við hættuleg störf, t.d. tengd kjarnorkuvígbúnaði, og smíði neðanjarðar stöðva.

  • Ekki síst, spurning um lögmætis vanda - en bæði Kóreuríkin segjast stefna að sameiningu Kóreu, standa fyrir Kóreu alla --> En S-Kóreu hefur bersýnilega vegnað miklu mun betur!
  1. David C. Kang telur að elítan við stjórn N-Kóreu, hafi ekki séð neina leið aðra en --> Áherslu á vígbúnað, á herinn og á þjóðernishyggju með áherslu á fánann.
    "It put the country on a permanent war footing, justifying the state’s poverty as necessary to maintain its massive military, justifying its oppression as rooting out internal traitors and propping up its legitimacy with the rally-around-the-flag nationalism that often comes during wartime."
  2. Hegðan N-Kóreu eftir 1991, hafi verið útreiknuð, til þess að viðhalda stöðugri stríðshættu --> Sem stjórnin í N-Kóreu hafi notað til að þjappa landsmönnum utan um stjórnina í Pyongyang, samtímis og ógnin að utan hafi verið notuð - til að réttlæta að viðhaldið væri stöðugu ástandi ótta inn á við, þ.s. hver sem er gæti verið handtekinn og hnepptur í æfilangan þrældóm - hvenær sem er.


N-Kóreanska elítan, sé tilbúinn til að taka óskaplega áhættu; vegna þess að hún meti að það sé eina leiðin fyrir hana - til að lifa af!

Fókus á kjarnorkuvopn og eldflaugar -- sé ætlað að tryggja að annað af tvennu, að enginn þori að ráðast á N-Kóreu!
Eða, að veita N-Kóreu agnar lítinn möguleika á að lifa af stríðsátök -- í því skyni sé N-kóreanska elítan, til í að hætta á --> Takmarkað kjarnorkustríð, að mati David C. Kang.

  1. Þetta líklega þíði, að enginn möguleiki sé til að stöðva núverandi stefnu N-Kóreu, þ.e. fókus á kjarnavopn og eldflaugar.
  2. Meðan að Kína velur enn, að halda N-Kóreu á floti.

Sjá fyrri umfjöllun:

  1. Norður Kórea heldur áfram að ógna nágrönnum sínum með eldflaugum
  2. N-Kórea storkar heimsbyggðinni - eina ferðina enn, með kjarnorkutilraun

 

Ef maður gefur sér að David C. Kang hafi algerlega rétt fyrir sér -- þá eru líkleg viðbrögð Bandaríkjanna, Japans og S-Kóreu -- alvarleg ógn við áætlun elítunnar í N-Kóreu!

En líklegur fókus virðist á -- eldflaugavarnarkerfi, sbr: THAAD.

  1. Eldflaugavarnarkerfi ættu rökrétt séð, að virka vel gagnvart N-Kóreu.
  2. Vegna þess, að hversu harkalega sem elítan í N-Kóreu kreystir lífsblóðið úr eigin landi og íbúum; verður mjög takmarkað - hversu mörgum eldflaugum með kjarnorkuvopn, N-Kórea mun geta ráðið yfir.
  • Það þíðir, að það ætti að vera ákaflega praktískt - að tékka af ógnina af eldflaugum frá N-Kóreu, með uppbyggingu eldflaugavarnarkerfa.
  • Rökrétt viðbrögð stjórnenda N-Kóreu, verða ef til vill á þá leið, að fjölga kjarnorkuberandi eldflaugum sem þeir geta.

Heildar áhrif stefnu N-Kóreu, eins og ég hef bent á undanfarna daga!
--Séu líkleg að vera í þá átt, að magna vígbúnaðarkapphlaup innan Asíu.

En Kína hefur mótmælt hávært uppsetningu  THAAD í S-Kóreu, sem fyrirhugað er.
--Sagt kerfið ógn við sig --> Nokkuð í stíl við viðbrögð Rússlands, við eldflaugavarnarkerfi sem sett hefur verið upp í Póllandi og Rúmeníu.

  1. Það má reikna með því fastlega, að Kína svari með frekari fjölgun eigin eldflauga er bera kjarnavopn.
  2. Sem rökrétt leiði til frekari fjölgunar varnarflauga!
  3. Og auðvitað, geti leitt til þess að Japan eða/og S-Kórea komi sér upp kjarnorkuvopnum.

Það getur því stefnt í að innan nk. 20 ára - eins og ég benti á!
--Verði Asía hættulegasta svæðið í heiminum!

  • Þannig að kjarnorkustríð langsamlega líklegast sé að hefjast í Asíu.

 

Niðurstaða

Þó svo að stefna N-Kóreu sé ekki endilega órökrétt, ef maður skoðar hana eingöngu út frá þeim sjónarhóli, að tryggja áframhaldandi völd Kimmanna! Þá sé enginn vafi á að stefna valdaelítunnar í N-Kóreu - ef hún heldur áfram, muni rökrétt kynda undir vaxandi hættu á styrrjöld í Asíu. Það alvarlegasta er, að vegna þess að það stríð gæti verið háð með kjarnorkuvopnum - þá erum við að tala um --> Vaxandi ógn við tilvist mannkyns og lífsins alls á Jörðinni.

Allt til að halda einni valda-elítu við völd!
--En meira að segja, takmarkað kjarnorkustríð, gæti dugað til að drepa hátt hlutfall alls mannkyns - og leiða til útrýmingar þúsunda plöntu og dýrategunda, ef nægilega margar kjarnorkusprengjur eru sprengdar svo að ryk þyrlað upp í heiðhvolf plánetu Jarðar, verður það mikið að af leiðir - hnattrænn kjarnorkuvetur!

  1. Takmarkað kjarnorkustríð, sem ekki leiddi til notkunar Bandaríkjanna eða Rússlands á sínum kjarnavopnum -- gæti hugsanlega leitt til hnattræns kjarnorkuveturs er stæði yfir um 2 ár; þ.e. hnattrænn uppskerubrestur í 2-ár samfellt
  2. Sem líklega mundi samt duga til að drepa meir en 50% alls mannkyns úr hungri - kannski svo hátt hlutfall sem 70-80%, og að auki -- hugsanlega allar tegundur stærri landdýra sem og flestar tegundir stærri sjávardýra, og líkleg að auki mikinn fjölda plöntutegunda - sérstaklega í hitabeltinu.

Líklegastar til að lifa af væru dýra- og plöntutegundir í tempruðum eða kald tempruðum beltum. Dýra og plöntutegundir í hitabeltinu t.d. eru ekki aðlagaðar því að þola frost, þannig að ef frystir við miðbaug í meir en ár, eða jafnvel hátt í 2 ár, mundi fátt lifa af - af dýrum og plöntum er nú lifa í hitabeltinu.


PS: Ísland þarf ef til vill að íhuga hvernig mögulegt væri að lifa af kjarnorkustríð!

En svo fremi að engar kjanorkupsrengjur falla hér, og kjarnasprengingar eru það langt í burtu að óveruleg geislun berst hingað - þá væri vandamálið fyrst og frest falið í því að lifa af veturinn sjálfan!
--Tæknilega getur Ísland framleitt nægilegan mat og nægilegt rafmagn fyrir fæðuframleiðsluna með gufu-afli frá háhitasvæðum landsins!
--Góð spurning væri þá hversu djúp snjóalög yrðu, ef vetur t.d. mundi standa yfir í ca. 2 ár samfellt?
Hús mundu fenna í kaf án vafa, byggingar sem framleiða fæðu yrðu að vera nægilega styrktar <-> En væri samt unnt að tryggja að fæða mundi berast til allra?

  1. Þetta væri augljóslega mjög erfitt vandamál - en ekki endilega fullkomlega óleysanlegt!
    --Þannig að tæknilega gætu Íslendingar hugsanlega lifað af slíkt stríð - er væri háð langt í burtu í Asíu, án þess að verða fyrir nokkru verulegu mannfalli.
  2. Stærsta vandamálið gæti á endanum snúist um varnir, þ.e. ef útbreidd hungursneyð væri í nágrannalöndum, gæti freystingin orðið mikil -- að senda hermenn hingað.
    --Ef engar eru varnirnar! Nema auðvitað, að utanaðkomandi aðilar bregðast við svo seint, að ferðalög séu þegar orðin ómöguleg!

 

Kv.


N-Kórea storkar heimsbyggðinni - eina ferðina enn, með kjarnorkutilraun

Um virðist að ræða svokallaða "nuclear fission bomb" m.ö.o. kjarnorkusprengja sem byggist á kjarnaklofnun. Slíkar sprengjur eru mun aflminni en sprengjur sem framkalla, kjarna-samruna, eða svokallaðar - vetnissprengjur.
--Það áhugaverða er, að þetta er aflmesta sprengjan sem N-Kórea hefur sprengt fram að þessu, þ.e. kraftur upp á 10-kílótonn.

Skv. frétt: North Korea’s Nuclear Blasts Keep Getting Stronger

  1. 8. okt. 2006, 1 kílótonn.
  2. 24. maí 2009, 2,35 kílótonn.
  3. 12. feb. 2013, sprengikraftur ekki uppgefinn, en meiri en fyrri skiptin.
  4. 5. jan. 2016, sprengikraftur svipaður.
  5. 8. sept. 2016, 10 kílótonn.

Það sem er áhugavert við þetta er að krafturinn í sprengingunum 2013 og 2016, virðist benda til þess að N-Kórea sé að ná valdi á smíði kjarna-klofnunarsprengju, með kraft á bilinu 8-10 kílótonn!

Til samanburðar: Hiroshima sprengjan, 17kt - Nagasaki sprengjan, 21kt.

  • Skv. þessu teljast N-kóreönsku sprengjurnar, fremur kraftlitlar!

Á hinn bóginn, virðast síðustu 3-sprengingarnar benda til þess að N-Kórea hafi náð sæmilegu valdi á tækninni.
--Tilraunirnar 2006 og 2009 bendi til þess, að þær sprengjur hafi sennilega verið - lítt skilvirkar.

Það skilst í þeirri merkingu, að lágt hlutfall kjarnakleyfs efnis - er sprengjurnar innihéldu, hafi tekið þátt í virkninni er framkallaði sprengingu.

En að síðan þá - gangi þeim betur - þannig séð, í þeim skilningi að sprengjurnar séu skilvirkari.

Sennilegt virðist að N-Kóreu sé sennilega að takast að ná að þrengja hringinn um einhvers konar -- staðlaða hönnun!
--Sem gæti orðið að "warhead."

Decoding North Korea’s Claim of a Successful Nuclear Test

A Big Blast in North Korea, and Big Questions on U.S. Policy

North Korea Tests a Mightier Nuclear Bomb, Raising Tension

North Korea condemned for fifth nuclear test

http://static1.businessinsider.com/image/568d2d1fe6183e1d008b72e1-943-1266/nk%20map.jpg

Heimurinn virðist standa alfarið ráðþrota!

Vandamálið sem allar tilraunir Vesturvelda til að einangra N-Kóreu stranda á, er það:

  1. Að refsiaðgerðir fram að þessu hafa engin áhrif á hegðan N-Kóreu!
  2. Vegna þess að Kína heldur landinu uppi.

Eitt af því sem Bandaríkin undir Obama hafa samþykkt sem viðbragð - er að lofa S-Kóreu því að senda THAAD eldflaugavarnarkerfi til S-Kóreu.

Þeirri ákvörðun hefur verið mótmæl hátt af hálfu Kína - sem fullyrðir að kerfið sé í reynd beint að Kína!
--Þó að bandaríkjastjórn og S-Kórea hafni slíkri túlkun, bendi á að N-Kórea sé nærri því að geta sett kjarnavopn á sínar eldflaugar.

  • Punkturinn er sá -- að það getur verið að Kim telji að viðbrögð Kína feli það í sér, að hann hafi í reynd - heimild Kína til að gera það sem hann vill!

"“North Korea almost certainly sees this as an opportunity to take steps to enhance its nuclear and missile capabilities with little risk that China will do anything in response,” Evans J.R. Revere, a former State Department official and North Korea specialist, said in a speech in Seoul on Friday."

Það er Kína sem hefur alla strengi í höndum sér - þ.e. tryggir að N-Kórea geti haft utanríkisviðskipti -- er Vesturlönd hafa í reynd lokað á landið.
--Vörur frá Kína streyma til N-Kóreu.
--Varningur frá N-Kóreu er seldur í Kína.

  • Á meðan getur Kim sent Vesturlöndum - fingurinn!
  • Samtímis getur hann treyst á það að Kína - stöðvi allar aðgerðir innan SÞ með neitunarvaldi.

 

Af hverju gerir Kína ekkert í málinu? Samtímis og það hindrar aðra?

Í raun og veru veit enginn það -- en kenningar hafa verið nefndar!

  1. Einn möguleikinn, sem bent er á, er sá að Kína óttist hrun N-Kóreu -- en líklega skellur flóttamannabylgja á Kína.
    Enginn veit hvað mundi gerast, í því ástandi sem mundi fara af stað - ef stjórnin væri við það að hrynja. En hún ræður yfir kjarnorkuvopnum.
    --Kjarnasprengingar á yfirborði mundu geta sent geislavirkni sannarlega yfir svæði innan Kína.
  2. Annar möguleiki er sá, að Kína óttist þann möguleika - að S-Kórea nái N-Kóreu, ef N-Kórea hrynur. Þannig að Kína hafi bandalagsríki Bandaríkjanna, beint upp við sín landamæri.
    --M.ö.o. N-Kórea sé "buffer" ríki í augum Kína, sem mikilvægt sé að halda í.

Enginn veit í reynd hvort annað hvort - er akkúrat það sem leiðtogar Kína óttast.

En það má sannarlega fastlega reikna með því - að stjórnvöld Kína mundu óska þess að leiðtogar N-Kóreu hegðuðu sér með öðrum hætti en þeir gera.

En samtímis virðist ljóst - að Kína vill alls ekki rugga bátnum innan N-Kóreu.

  • M.ö.o. bendi fátt til annars en innan fárra ára verði það staðreynd að N-Kórea ráði yfir fjölda eldflauga er bera kjarnorkusprengjur.
  • Sem mundu geta náð til helstu landa Asíu.

Afleiðingin geti vart annað en orðið sú!
-Að hafa áhrif til stigmögnunar vígbúnaðarkapphlaups innan Asíu.

Eins og ég bendi á, í minni síðustu umfjöllun: Norður Kórea heldur áfram að ógna nágrönnum sínum með eldflaugum

 

Niðurstaða

Kimmarnir halda áfram að storka heiminum með kjarnorkutilraunum, og tilraunum með eldflaugum er geta borið kjarnavopn. Og fátt virðist benda til þess að nokkuð verði gert í því sem dugar til þess að hindra þá útkomu - að N-Kórea verði að kjarnorkuveldi er ráði yfir eldflaugum er bera kjarnorkusprengjur, sem unnt sé að skjóta á helstu þjóðir innan Asíu.

Afleiðingin geti vart annað orðið sú, að stuðla að mögnun vígbúnaðarkapphlaups innan Asíu.


Kv.


Utanríkismálaræða Trumps, full af rangfærslum - Trump lofar auknum útgjöldum til hermála, samtímis að hann ætlar að lækka skatta, auka útgjöld til samgöngumála

Miðað við stefnumálapakka Trumps, þá virðist mér að Trump mundi stórauka skuldsetningu bandaríska alríkisins -- en síðast er forseti Bandaríkjanna lækkaði skatta - samtímis og útgjöld ríkisins voru aukin; þá rökrétt skapaðist alvarlegur útgjaldahalli á bandaríska alríkinu.
--Þannig að í embættisíð George nokkurs Bush, varð mjög umtalsverð aukning í skuldsetningu bandaríska alríkisins!

Transcript of Donald Trump’s speech on national security in Philadelphia


Ræðan er full af stuðandi rangfærslum!

  1. ".Hillary Clinton’s legacy in Iraq, Libya, and Syria has produced only turmoil and suffering. Her destructive policies have displaced millions of people, then she has invited the refugees into the West with no plan to screen them."
  2. "Including Veteran healthcare costs, the price of the wars in Iraq and Afghanistan could total $6 trillion, according to a report in the Washington Examiner. Yet, after all this money spent and lives lost, Clinton’s policies as Secretary of State have left the Middle East in more disarray than ever before."

Þarna virðist Donald Trump treysta á að -- fólk sé búið að gleyma því, að George Bush m.ö.o. forseti Repúblikana, árið 2003 ákvað að gera ólöglega innrás í Írak!

Á sama tíma, var Hillary Clinton, einungis -- þingmaður í Öldungadeild Bandaríkjaþings.
--Hún greiddi atkvæði með stríðsþátttöku - sannarlega, en það gerðu samtímis -ef ég man rétt- hver einasti Repúblikani í Öldungadeild Bandaríkjaþings, og einhverjir aðrir af þingmönnum Demókrata þar.

  • Þingmaður ber auðvitað ekki ábyrgð á ákvörðun sem forsetinn, einn tekur.

Það var ekki Clinton -- sem laug að heiminum um meint efnavopn Saddams Hussain!
Né var það Clinton -- sem kom Ný-íhaldsmönnum til valda.

__Á undan innrásinni í Írak - hafði George Bush, gert innrás í Afganistan -- hrundið þar stjórn Talibana!

  • Hvernig sem því er umsnúið - ber Clinton ekki heldur ábyrgð á þeirri ákvörðun.

 

  1. Let’s look back at the Middle East at the very beginning of 2009, before Hillary Clinton was sworn-in." - "Libya was stable" - "Syria was under control." - "Egypt was ruled by a secular President and an ally of the United States." - "Iraq was experiencing a reduction in violence. The group that would become what we now call ISIS was close to being extinguished." - "Iran was being choked off by economic sanctions."
  2. "Fast-forward to today. What have the decisions of Obama-Clinton produced?" - "Libya is in ruins, our ambassador and three other brave Americans are dead, and ISIS has gained a new base of operations." - "Syria is in the midst of a disastrous civil war. ISIS controls large portions of territory. A refugee crisis now threatens Europe and the United States. And hundreds of thousands are dead." - "In Egypt, terrorists have gained a foothold in the Sinai desert, near the Suez Canal, one of the most essential waterways in the world." - "Iraq is in chaos, and ISIS is on the loose." - "ISIS has spread across the Middle East, and into the West." - "Iran, the world’s largest state sponsor of terrorism, is now flush with $150 billion dollars in cash released by the United States – plus another $1.7 billion dollars in cash ransom payments. In other words, our country was blackmailed and extorted into paying this unheard-of amount of money." - "Worst of all, the Nuclear deal puts Iran, the number one state sponsor of Radical Islamic terrorism, on a path to nuclear weapons." - "This is Hillary Clinton’s foreign policy legacy."

Þetta er að sjálfsögðu -- hróplega ósanngjarn málflutningur, í öllum atriðum.

  1. Það fór af stað atburðarás rétt fyrir árslok 2010, þegar fjölmenn mótmælahreyfing hófst í Túnis -- í janúar 2011, flúði Ben Ali land - stjórn hans féll.
    --Mótmælahreyfing síðan dreifðist um Mið-austurlönd, ca. í mars var Mubarak forseti af Egyptalandi - hans stjórn fallin í kjölfar mjög fjölmennra mótmæla á götum og torgum borga Egyptalands.
    --Um svipað leiti, hófst vopnuð uppreisn innan Líbýu.
    --Síðan um sumarið, hófust fjölmenn götumótmæli í Sýrlandi - - sú uppreisn varð að vopnaðri uppreisn, ca. í ágúst 2011.
  2. Tæknilega hefði kannski verið mögulegt að bæla mótmælin niður í Egyptalandi -- með hörku.
    --Það getur enginn vitað algerlega eftir-á. En rétt að benda á það, að svipuð tilraun valdhafa Sýrlands --> Leiddi til þess, að mótmælendur vopnuðust frekar en að gefast upp.
  3. Engin leið er að vita það -- ef engin afskipti hefðu verið höfð af átökum í Lýbýu, að Gaddhafi hefði haft sigur á uppreisninni er braust út í landinu og var víðtæk.
    --A.m.k. hefði það kosta mikið blóðbað!
    Það gæti vel verið, að það sama hefði gerst í því landi - og síðar í Sýrlandi, að tilraunir valdhafa til að berja niður uppreisn með hervaldi -- mistakist.
    --Lýbýa gæti allt eins verið - annað Sýrland.
    **Rétt að benda á að um þessar mundir er ný ríkisstjórn Lýbýu að klára það verk að binda endi á hersetu ISIS í borginni Sirte á strönd landsins, þ.s. höfuðstöðvar ISIS voru.
  4. Síðan hafði að sjálfsögðu Bandaríkjastjórn -- ekkert með það að gera, að þessi bylgja mótmæla fór af stað -- hreyfing kennd við - arabískt vor.
    --Það voru mistök Assads sjálfs - sem leiddu til þess, að óvopnuð uppreisn varð að vopnaðri.
    Það var ekki fyrr en borgarastríðið var hafið --> Sem nágrannalönd Sýrlands, runnu á blóðið --> Og ISIS fékk tækifærið að nota valdatóm sem myndaðist á stórum svæðum innan Sýrlands --> Til að verða að því veldi sem ISIS er í dag.

Svo er áhugavert -- hvernig Trump ræðst að samkomulaginu við Íran!

  • En staðreyndin er sú - að ekkert sem er í valdi Bandaríkjanna, gat hindrað Íran í því að verða kjarnorkuveldi, ef Íran raunverulega vill.
  • Það er hvað samningurinn sýnir, í reynd veika samningsstöðu Vesturvelda gagnvart Íran -- er ljóst var orðið, að engin leið var að forða þeirri útkomu.

Þau megin áhrif sem það hefði, að segja upp þeim samningi - af hálfu Bandaríkjanna.
Og styðja afstöðu Ísraels stjórnar í málinu.

Væri að Bandaríkin mundu einangrast í málinu!
--En afar ósennilegt er að Evrópa mundi styðja endureisn alþjóðlegra refsiaðgerða gegn Íran.
Enn ósennilegra að Kína eða Rússland, mundu það gera.

  • Megin áhrifin á stefnu Írans --> Væru líklega þau, að sannfæra Íran um að Íran þyrfti á kjarnavopnum að halda, til að tryggja eigið öryggi.
  1. Rétt að hafa í huga, að peningarnir sem Bandaríkin létu Íran fá.
  2. Eru peningar sem Íran á!
    --Fé á reikningum stjórnvalda Írans, sem varðveitt var í Bandaríkjunum, og frystir af bandaríkjastjórn.
  • Síðan finnst mér afar sérstakt -- að fullyrða að Íran sé mesta útflutningsland á hryðjuverkum.

Það sem Obama gerði --> Var að átta sig á því, að stefna Bandaríkjanna gagnvart Íran, var algerlega komin í þrot!

 

Trump ætlar stórfellt að auka hernaðarútgjöld

  1. "We will build an active Army of around 540,000, as the Army’s chief of staff has said he needs. We now have only 31 Brigade Combat Teams, or 490,000 troops, and only one-third of combat teams are considered combat-ready."
  2. "We will build a Marine Corps based on 36 battalions, which the Heritage Foundation notes is the minimum needed to deal with major contingencies – we have 23 now."
  3. "We will build a Navy of 350 surface ships and submarines, as recommended by the bipartisan National Defense Panel – we have 276 ships now."
  4. "And we will build an Air Force of at least 1,200 fighter aircraft, which the Heritage Foundation has shown to be needed to execute current missions – we have 1,113 now."
  5. "We will also seek to develop a state of the art missile defense system."
  6. "In addition, we will improve the Department of Defense’s cyber capabilities."

Hann fullyrðir að hann geti skorið niður á móti -- fyrir þessu.
--Þarna má sjá fullyrðingar um meintan kostnað, sem hann fullyrðir að sé hægt að afnema.

Hann virðist halda að stefna hans -- muni skila auknum tekjum!

Síðan er það auðvitað -- fjárkúgunarherferð hans gagnvart mikilvægustu bandamönnum Bandaríkjanna!

  1. "I will also be requesting that all NATO nations promptly pay their bills, which many are not doing right now. Only 5 NATO countries, including the United States, are currently meeting the minimum requirement to spend 2% of GDP on defense."
  2. "Additionally, I will be respectfully asking countries such as Germany, Japan, South Korea and Saudi Arabia to pay more for the tremendous security we provide them."

Hann virðist halda -- að niðurlagning herstöðva út um heim, spari stórfé!
--En hann ætlar ekki að fækka hermönnum!
--Eða fækka hertólum.

Heldur fjölga hermönnum og hertólum!
--Megin kostnaður herja, liggur í mannaflanum sjálfum, og hertólunum.

  • Augljóslega ætlar hann að stórfellt auka kostnað við hermál.
  • Það skipti mun minna máli, hvar tólin og mannaflinn er staðsettur!
    --Það muni mjög litlu kostnaðarlega hvort skriðdreki eða áhöfn hans, sé í Þýskalandi í herstöð þar, eða í Japan eða S-Kóreu; eða innan Bandaríkjanna.
  1. Hann hefur raunverulega sagt það -- að NATO lönd, og önnur bandalagslönd. Sem ekki mæta hans -fjárkúgunarkröfum- verði ekki varin.
  2. Að auki sagt, að ef kröfum hans er ekki mætt -- muni hann "walk away."
    --Sem ekki verði skilið með öðrum hætti, en að yfirgefa bandalag við það land eða þau ríki.

Hvernig hann ætlar síðan samtímis að hafa góða eða bætta samvinnu, við bandamenn Bandaríkjanna -- og hann beitir þá fjárkúgunaraðgerðum.
__Er mér hulin ráðgáta!

 

Trump ítrekar loforð - að þurrka út ISIS

  1. "Immediately after taking office, I will ask my generals to present to me a plan within 30 days to defeat and destroy ISIS."
  2. "This will require military warfare, but also cyber warfare, financial warfare, and ideological warfare – as I laid out in my speech on defeating Radical Islamic terrorism several weeks ago."
  3. "We should work with any country that shares our goal of destroying ISIS and defeating Radical Islamic terrorism, and form new friendships and partnerships based on this mission."

Hann segir þetta ekki beinum orðum --> En mér virðist í þessum orðum hljóti að felast landhernaður í Mið-austurlöndum.

Er hann segist tilbúinn í bandalag við hvern sem er, sem sé til í að berjast gegn hryðjuverkum --> Þá er erfitt annað en að taka það svo, að hann meini -- Rússland.

Á sama tíma --> Fordæmir hann samning Obama við Íran, sem er bandamaður Rússlands!
--Kallar Íran, helsta útflutningsland hryðjuverka.

Ef saga sl. 15 ára sýnir eitthvað --> Þá er það, að landhernaður í Mið-austurlöndum sé stórfenglega áhættusamur.

 

Það sem ekki kemur fram í þessari ræðu, en hefur áður komið fram -- að Trump ætlar að verja stórfé til uppbyggingar samgöngumannvirkja!

Sem rétt er að taka fram -- að eru þarfar aðgerðir!
Meðan að ég sé raunverulega ekki þörf fyrir þá hernaðaruppbyggingu sem Trump lofar.

  1. Vandinn er auðvitað að!
  2. Ætla að gera hvort tveggja samtímis.

Trump virðist halda -- að efnahagsstefna hans muni skila mikilli tekju-aukningu.

  1. Hann er með klassískar skattalækkunarhugmyndir Repúblikana -- þ.s. skattar verða mikið lækkaðir yfir línuna --> Sem á að skila aukinni veltu!
    --Þetta prófaði Bush einnig! Í embættistíð Bush var stórfenglegur hallarekstur.
  2. Í þessari ræðu nefnir Trump ekki stefnuna varðandi utanríkisviðskipti!
    --En ekkert bendi til þess að hann hafi fallið frá því --> En áður hefur komið fram, að hann virðist halda að utanríkis-viðskiptastefnan, muni skila stórellt auknum hagvexti í Bandaríkjunum, í hans embættistíð.

Hann virðist m.ö.o. halda - að skattalækkanir + stefnan um utanríkisviðskipti, skapi slíkan viðsnúning -- að það borgi fyrir hina dýru drauma!

En hann hefur ofan í allt þetta -- talað um að minnka skuldir Bandaríkjanna!
--Virðist m.ö.o. halda að stefnan þrátt fyrir dýrar útgjalda-hugmyndir, skili ríkum afgangi.______________

Að sjálfsögðu hafna ég því fullkomlega:

  1. En tollastefnan hans, mun þvert á móti - framkalla kreppu í Bandaríkjunum, og það mjög hratt!
  2. Að auki, líklega - heimskreppu að auki.
  3. Þá verður mikill tekjusamdráttur hjá alríkinu - auk þess að milljónir Bandaríkjamanna missa vinnuna.
  • Útkoma þegar útgjaldahugmyndir eru teknar í reikninginn, líklega mesti halli á alríkinu sem sést hefur.
    __Þar með, ofurhröð skulda-aukning.

 

Niðurstaða

Ræða Trump um utanríkismál, virðist mér stærstum hluta vera -- hreint rugl.

Hann snýr fullkomlega út úr sögu sl. 15 ára -- er hann virðist gera Hillary Clinton ábyrga fyrir innrásinni í Afganistan, sem George Bush tók ákörðun um, og innrásinni 2003 í Írak, sem George Bush einnig tók ákvörðun um.
__Þetta eru, grófar sögufalsanir.

Síðan ítrekar hann markmið sitt, að beita bandamenn Bandaríkjanna -- fjárkúgun. Þar virðist hann ætla sér pening - til að borga a.m.k. einhvern hluta sinna kostnaðarsömu drauma.

Svo lofar hann mestu hernaðar-uppbyggingu Bandaríkjanna síðan Kalda-stríðinu lauk 1991.

  • Hann fordæmir friðarsamning Obama við Íran.


Kv.


Ástralska leiðin fyrir Evrópu fundin?

Til uppryfjunar - þá er ég að vísa til samkomulags Ástrala við lítið eyríki Norðan við Ástralíu, um að halda flóttamannabúðir fyrir Ástralíu.
Í samhengi Miðjarðarhafs svæðisins, þá er augljóst að sennilega verður ekki notuð - eyja.

With Syria &#39;safe zone&#39; plan, Turkey faces diplomatic balancing act

Turkey seeks to establish ‘safe zone’ along Syrian border

 

Það virðist staðfest nú, að Tyrkir ætla sér verndarsvæði innan Sýrlands

"Turkey now wants international support for a deeper operation to take control of a rectangle of territory stretching about 40 km into Syria, a buffer between two Kurdish-held cantons to the east and west and against Islamic State to the south."

"Recep Tayyip Erdogan, Turkey’s president, has asked for the US-led coalition to help create a no-fly zone over this territory, which he hopes eventually to repopulate with refugees who have fled to Turkey in the five years since the Syria conflict began."

"Turkish President Tayyip Erdogan, his hand strengthened by Turkey&#39;s incursion, said on Monday he had raised the issue of a "safe zone" again with both Russian President Vladimir Putin and U.S. President Barack Obama at the G20 summit in China."

"Neither commented directly on the Turkish proposal, though both said they wanted to build cooperation in fighting terrorism in Syria. Erdogan&#39;s spokesman said there were neither objections nor clear signs of support in the meetings."

Það er augljóst að Erdogan þarf að afla hugmynd sinni stuðnings!

  1. Hann virðist vera að leita eftir því, að Pútín sættist á þetta -- gegnt því að Erdogan hætti tilraunum til að steypa Assad af stóli.
  2. En hann þarf eiginlega að bjóða NATO löndum -- eitthvað á móti.
  3. Það blasir einnig við, að hann þarf stuðning Evrópu við málið.

Erdogan vill bersýnilega slá nokkrar flugur í einu!

  1. Þ.e. hann losnar við ISIS frá landamærum Tyrklands.
  2. Hann ætlar sér bersýnilega með því að halda þessu tiltekna svæði innan Sýrlands, að hindra að sýrlenskir Kúrdar geti sameinað yfirráðsvæði sín - í eitt samfellt.
  3. Hann eignast umráðasvæði innan Sýrlands, sem veitir Erdogan aukið svigrúm til áhrifa á útkomuna innan Sýrlands.
  4. Og ekki síst --> Þessi möguleiki, að losna við 3-milljónir sýrlenskra flóttamanna innan Tyrklands, inn fyrir opinber landamæri Sýrlands.

Þetta kort er smávegis úrelt, en um sl. helgi lauk Tyrkland því að hreinsa svæðin meðfram landamærunum af ISIS - svæðið mundi ná til -Bab- og -Manbij-

https://offgraun.files.wordpress.com/2016/08/turkish_offensive_in_northern_syria.png?w=840

Málið er að þetta svæði gæti alveg tæknilega orðið að flóttamannabúðum fyrir fleiri en einungis þær 3-milljónir flóttamanna sem staddar eru í Tyrklandi

  1. Tyrkland hefur verið að heimta að ESB opni á frjálsar ferðir tyrkneskra borgara innan sambandsins.
  2. Að auki hafa Tyrkir heimtað að -- alvöru aðildarviðræður við Tyrkland hefjist að nýju.
  • Tyrkland þarf þá augljóslega að bjóða ESB löndum -- eitthvað bitastæðara.
  • En Tyrkland hefur fram að þessu - boðið.

Tyrkland gæti afskaplega vel notað það, að ESB aðildarlönd veittu flóttamannabúðum sem Tyrkir mundi reka á þessu væntanlega - verndarsvæði, rausnarlegan fjárstuðning.

ESB mundi verða mun líklegra til að samþykkja slíkt -- ef ESB aðildarlönd fengu að senda flóttamenn sem ESB aðildarlönd vilja losna við!
--Til hins tyrkneskra verndarsvæðis innan Sýrlands!

Þá geti vel verið að Tyrkland geti að auki - fengið aðrar kröfur sínar fram.

______________

Verndarsvæðið yrði þá smám saman væntanlega afar þéttbýlt og fjölmennt.

Ef menn hafa vit í kollinum, þá væri verulegu fé varið til þess -- svo slíkar risa flóttamannabúðir; snúist ekki upp í miðstöð fyrir öfgasamtök og hryðjuverk.

 

Niðurstaða

Punkturinn í þessu er sá - að Erdogan þarf að afla sér stuðnings við hugmynd stjórnvalda Tyrklands um verndarsvæði, svo það komist raunverulega fyrir alvöru á koppinn. Erdogan þarf sjálfsagt að lágmarki - að Rússar samþykki að umbera það að Tyrkland reki verndarsvæði innan Sýrlands.
Síðan þarf Erdogan stuðning Bandaríkjanna og helst ESB aðildarlanda einnig, við þá hugmynd.

Þá kemur mér það til hugar, fyrst að Erdogan ætlar að flyta þangað þær 3millj. sýrlenskra flóttamanna sem flúið hafa til Tyrklands síðan borgaraátök hófust innan Sýrlands 2011.
Að þá sé því ekkert bersýnilega til fyrirstöðu - að ESB aðildarlönd fái einnig að senda þangað flóttamenn sem þau vilja losna við.
--T.d. gegnt stuðningi við áætlun Erdogans, gegnt fjárstuðningi við rekstur flóttamannabúðanna, og einhverju fleira sem Tyrkland og aðildarlöndin mundu prútta um.

 

Kv.


Norður Kórea heldur áfram að ógna nágrönnum sínum með eldflaugum

Undanfarið hafa eldflaugaskot verið tíðir atburðir - nýjasta er skot á 3 flaugum yfir Japanshaf sem taldar eru hafa flogið um 1.000km., áður en þær féllu í hafið: North Korea fires three ballistic missiles as G20 leaders meet in China.

Augljóst að þ.e. ekki tilviljun, að G20 fundurinn er í gangi í kínverskri borg á sama tíma.

Nýlega skaut N-Kórea flaug frá kafbát, sem er nýtt - því það hafði N-Kóreu ekki tekist áður: North Korea Test-Fires Missile From Submarine.

Að auki er ekki langt síðan, að N-Kórea skaut á loft meðal-drægri eldflaug: North Korea’s Successful Missile Test Shows Program’s Progress, Analysts Say.

Það sem er merkilegt við þá tilteknu flaug, sem telst vera af tegundinni Musudan,

  1. Er að hún er á "mobile launcher" þ.e. farartæki ekur henni um. Þetta telst vera fullkomnasta eldflaugakerfi sem N-Kórea ræður yfir. Drægi er talið sambærilegt við svokallaðar IRBM flaugar, þ.e. "Intermediate Range Ballistic Missiles" eða hugsanlega á bilinu 2000km. - 3000km.
  2. Hinar flaugarnar, einnig "ballistískar" eru taldar mun skammdrægari -- þ.e. nokkur hundruð km. í tilviki flaugarinnar er skotið var frá kafbát, upp í kringum eða rúmlega 1.000km. í tilviki flauganna sem -- skotið var á mánudag.

Musudan á "mobile launcher" á hersýningu 2010

File:BM25 Musudan.jpg

Eldflaugatækni N-Kóreu telst samt enn, tiltölulega frumstæð

T.d. eru smærri flaugarnar 4-þ.e. einni skotið frá kafbát, og 3-sl. mánudag skotið frá landi -- taldar vera þróaðar út frá svokölluðum "Scud" flaugum, sem er það gömul tækni frá Sovétárunum - að þær voru þróaðar út frá tækni stolið frá 3-ríki Hitlers, þ.e. tækninni sem Hitlers Þýskaland þróaði í tengslum við V-2 flaugarnar.

Enn þann dag í dag, eru þær flaugar taldar notast við afskaplega lítiðfjörlegt "guidance" þ.e. þær fljúgi fyrirfram ákveðinn kúrs, leitast við að láta þær fljúga sem beinast, eiginlega nokkurn veginn sama tæknin og var notuð 1944-1945.

Eins og frægt var í stríðinu 1993 við Saddam Hussain, var mikið skotið af Scud flaugum á Ísrael -- og eins og einnig er frægt, komu Bandaríkjamenn fyrir Patriot varnarflaugum þar, en þær voru þá einungis 1-kynslóð Patriot, ekki taldar hafa skotið niður margar Scud í raun og veru.
--Langsamlega flestar Scud flaugarnar komu niður -- langt, langt frá líklega fyrirhuguðu skotmarki.

Tæknin í Musudan flaugunum er talin vera mun betri - en samt ljósárum frá því sem Bandaríkin eða Kína eða Rússland ráða yfir -- þ.e. sennilega hafi þær eitthvert raunverulegt "guidance" en líklega ekki sérlega nákvæmt þó.

En þannig séð þurfa þær flaugar ekki meiri nákvæmni en það -- að geta hitt eitt stykki borg. Um leið og N-Kórea er komið með nothæfa "warhead" hönnun fyrir sínar kjarnorkusprengjur.

  1. Fyrir utan frumstætt "guidance" sem leiðir til mikillar ónákvæmni.
  2. Hafa n-kóresku flaugarnar einnig þann galla að vera -- með vökvaeldneyti. En mun betra er að notast við, fast eldsneyti.
  3. Ástæðan er sú, að flaugum með vökvaeldneyti er ekki unnt að færa milli staða, með tanka fulla!
  4. Að auki er oftast nær ekki unnt að hafa þær fullar af eldsneyti í langan tíma.
  • Það þíðir að svokallaður viðbragðstími - er miklu mun lengri.
  1. Þ.e. t.d. í tilviki Musudan, meðan að farartækið væri að aka með flaugina væru tankarnir tómir. Það þíði að sjálfsögðu, að annað farartæki þarf væntanlega að fylgja með -- tankbíll.
  2. Síðan nemur flutningatækið staðar, flauginni er komið í upprétta stöðu. Síðan tengd við tankbílinn, og fyllt af eldsneyti.
  3. Síðan þarf auðvitað að aftengja tankbílinn, koma honum í burtu - áður en flauginni er skotið. Tæknimenn einnig þurfa að koma sér í örugga fjarlægð.

Líklega tekur þetta ferli a.m.k. - tugi mínútna.

Til samanburðar mundi "mobile launcher" með flaug er hefur fast eldneyti, ekki þurfa að gera neitt annað en að, A)Nema staðar, B)Koma flauginni í stöðu fyrir skot, C)Skjóta henni á loft.

Tekur örugglega ekki lengri tíma en - 5 mínútur.
--En fast eldneyti gerir það mögulegt, að hafa flaugarnar -- alltaf tilbúnar!

____________________

Flaugar sem Pakistan ræður yfir - og Íran; eru einnig taldar byggðar á "Scud" tækninni.
--Þannig að V-2 tæknin sem Hitler lét þróa, ætlar að lifa afskaplega lengi!

  • En þrátt fyrir allt, þó þær séu þunglammalegar í notkun - þá eru slíkar flaugar -tæknilega- færar um að bera kjarnaodd.
  • Sem fyrst og fremst sé þá háð kjarnorkutækni viðkomandi ríkis.
  • Og því, hvort að því landi hafi tekist að hanna svokallað "re-entry vehicle." Þ.e. hylki sérhannað fyrir kjarnavopn til að koma því heilu og höldnu aftur inn í andrúmsloftið og örugga leið til skotmarks.

Ekki er enn talið að N-Kóru hafi tekist að brúa það lokabil.
--Þ.e. "successful warhead design" og "successful re-entry vehicle."

En talið öruggt að Kimmarnir í N-Kóreu vinni í þeim atriðum.

Bandaríkin og Sovétríkin -- náðu valdi á öllum þeim atriðum í upphafi 7. áratugarins.

Eins og sést á mynd mundi Musudan ná til nær alls Kína, alls Japans, til Filipseyja, A-hluta Rússlands, Víetnams, Laos og Tælands!

File:North Korean missile range.svg

Hvaða áhrif má ætla það hafi ef N-Kórea nær fullu valdi á tækninni að skjóta flaugum með kjanorkusprengjum?

Ég held að megin áhrifin mundu verða þau - að kynda undir vígbúnaðar kapphlaupi í Asíu. En augljóslega láta S-Kóra og Japan það ekki standa aðgerðalaust. Í þeim löndum verði stórefldar varnir gegn "ballistískum flaugum."

Það hafi þau sennilegu áhrif, að leiða til þess - að Kína fjölgi sínum "ballistísku" flaugum, til að tryggja svipaðan tæknilegan áhrifamátt - í tæknilega hugsanlegum átökum við Japan eða S-Kóreu.

Fjölgun flauga Kína, mundi líklega stuðla að enn frekari eflingu gagnflaugakerfa -- sem og auka líkindi þess að Japan sjálft láti verða af því, að þróa kjarnorkuvopn.

Sem ég efa ekki að Japan geti hrint í verk á afar skömmum tíma -- enda hefur Japan rekið í áratugi svokallaða "breeder reactors" -- sem hafa þann eina tilgang að skila auka-afurðinni "Plutonium."

Japan á sennilega eftir áratuga rekstur slíkra -- nægt magn "Plutonium" fyrir mörg hundruð kjarnasprengjur!

Og það mundi koma mér afskaplega á óvart, ef Japan á ekki uppi á hyllu -- "warhead design" og að auki "re-entry vehicle design."

  • Eldflaugakerfið sjálf, væri sennilega tímafrekasti hlutinn.

M.ö.o. á örfáum árum, grunar mig að Japan gæti farið mjög nærri því að verða jafnöflugt kjarnorkuveldi - og Kína.
--Ef Japan ákveður að taka þau skref.

  • Pólitísk viðkvæmni heima fyrir hefur líklega hindrað slíkt fram að þessu - sem og líklegur þrýstingur Bandaríkjanna!
  1. Asía gæti orðið hættulegasta svæðið í heimi innan nk. 20 ára.
  2. Ef Kimmarnir gera sitt til að kynda undir vígbúnaðar kapphlaupinu, sem hafið er þegar milli Kína og Japans, og nokkurra annarra Asíulanda.

 

Niðurstaða

Eins óþægileg það verður að búa við Kimmana með langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnavopn, innan örfárra ára - sennilega. Þá sé það ekki síst líkleg áhrif eflingar N-Kóreu á sinni eldflaugatækni, til almennrar aukningar spennu í Asíu. Sem gæti haft varasöm áhrif -- í samhengi þess vígbúnaðar kapphlaups sem þegar er í startholunum milli Kína og nokkurra annarra Asíulanda.

Asía með stórhættulega vígbúna N-Kóreu, og vígbúnaðar kapphlaup milli Kína og nokkurra Asíulanda í fullum gangi -- gæti orðið afar varasamt spennusvæði innan nk. 20 ára.

  • Þar gæti langmesta hættan á upphafi 3-heimsstyrrjaldar skapast.

 

Kv.


Angela Merkel virðist hafa tapað héraðs kosningu í sínu heimahéraði fyrir flokki sem berst fyrir harðari stefnu gegn flóttafólki -- Líkur vaxandi á að stefna Evrópu gagnvart flóttamönnum harðni, án þess að það líklega leysi vandann

Skv. úrslitum í Mecklenburg-Vorpommern:

  1. Social Democratic Party of Germany "SPD" 30,2% í stað 35,6% 2011.
  2. Alternative for Germany (AfD) 21,9%.
  3. Christian Democrats (CDU) 19% í stað 23% 2011. Versta útkoma flokks Angelu Merkel í héraðinu - nokkru sinni.
  4. Linke eða "Left Party" 12,7% í stað 18,4% 2011.
  5. Græningjar 4,9% í stað 8,7% 2011.

German anti-immigrant party beats Merkel in her home district:"Despite losing support, the SPD (26 seats) and the CDU (16) won enough seats to be able to continue their coalition in Mecklenburg-Vorpommern, with the AfD as the second-largest bloc in the 71-seat state assembly with 18 seats. The SPD, which could also form a coalition with the Left Party, said it was leaving its options open."

 

Þetta er augljóslega slæm niðurstaða fyrir Merkel!

Þrátt fyrir allt, þarf alls ekki vera að þetta bendi til - yfirvofandi falls Merkel, sem hefur nú stuðning 45% kjósenda ca. í stað 67% fyrir ári.
--En Mecklenburg-Vorpommern er einnig hvar þingsæti hennar er!

Á hinn bóginn var ekki fylgissveifla flokks hennar stór þ.e. 4%.
--Þýskir kratar - þýskir græningjar og Vinstri-flokkurinn -- misstu svipað fylgi.

Sem raunverulega gerir sveifluna áhugaverða!
--En það getur þítt, að AfD hafi tekið fylgi - af öllum flokkum ca. jafnt.

  • Þetta samt augljóslega setur aukinn þrýsting á Merkel.
  • En samtímis, sé sá þrýstingur ekki endilega á Merkel - eingöngu.
  • Heldur deilt á flokkana sem fyrir voru!

 

Varðandi flóttamannavandann -- þá sé ég enga raunverulega lausn á þeim vanda!

Það virðist ljóst af fylgissveiflunni er nær yfir alla flokka -- þ.e. frá öllum flokkum yfir á AfD. Að óttinn við flóttamannabylgjuna sem skollin er á Evrópu; nái þvert yfir venjulegar pólitískar línur!
--Þ.e. þetta sé ekki endilega - hægri vs. vinstri mál, í dæmigerðum skilningi.

Það sé þó ljóst að átakalínan liggur milli þeirra:

  1. Sem vilja mun harðari stefnu gegn flóttamönnum, er m.a. mundi fela í sér verulega skerðingu réttinda þeirra - t.d. þegar kemur að málsmeðferð, og til stuðnings meðan á málsmeðferð stendur -- einnig áhersla á þrengingu réttinda flóttamanna til búsetu í Evrópulöndum.
  2. Síðan má setja alla aðra undir ca. einn hatt, sem nær þá yfir þá sem - jafnvel vilja stíga skref í hina áttina, yfir til þeirra - sem vilja sem minnsta stefnubreytingu þ.e. ca. status quo.

Þetta gangi þvert á hefðbundið hægri eða vinstri, þ.s. til eru vinstri menn sem eru harðir andstæðingar frekari aðflutnings flóttamanna, samtímis því að það eru til staðar hægri menn - svipaðrar skoðunar.

Og svo má segja það sama í spegli, að til eru vinstri menn og hægri menn, er standa á hinni línunni.

  • Það aftur á móti getur bent til þess - að margir þeirra sem kjósa AfD þessa stundina!
    --Eigi ef til vill fátt sameiginlegt annað, en vilja stefnubreytingu í málefnum flóttamanna.
  1. Spurning hvort það geti myndast -- 2. flokkakerfi.
  2. Þ.e. að málefni flóttamanna geti með tíð og tíma, orðið að nýjum klofnings ás; þannig að það geti verið til staðar -- hægri - vinstri - miðju-sinnaðir andstöðuflokkar gegn frekari aðflutningi flóttamanna.
  • Þannig að heildar útkoman gæti orðið sú, að stuðla að fjölgun flokka -- stóru flokkunum hnignaði; og hugsanlega verði erfiðar að mynda ríkisstjórnir í framtíðinni.

 

En ástæðan að ég segi þetta, sé sú -- að ég sé enga lausn á flóttamannavandanum!

M.ö.o. að sá vandi sé kominn til með að vera!

Bendi t.d. á hvernig það streymdu 5.500 flóttamenn alla leið til Noregs frá Mið-austurlöndum, árið 2015 eftir langa leið í gegnum Rússland: Noregur að setja upp mannhelda girðingu á landamærum við Rússland!.
--Þetta sýni að flóttamenn eru til í að leggja mikið á sig!
--Höfum einnig í huga, að fólk sem leita til Evrópu alla leið frá Afríku, hefur margt hvert ofan á að taka á sig hættuför yfir Miðjarðarhaf, lagt á sig hættuför að auki yfir Sahara þ.s. margir farast árt hvert til viðbótar við þá sem drukkna í Miðjarðarhafi.

  1. Málið er að ég held að vandinn þróist svipað og gert hefur í Bandaríkjunum, en þar er mikið talað um 11 millj. sem Trump vill vísa úr landi, en í raun má víkka þá tölu upp í 30 milljón.
    --En þessir 11 millj. búa ólöglega í Bandaríkjunum, og án allra réttinda -- þ.e. fá engan félagslegan stuðning, svo ég viti til - nema einstök sveitafélög ákveði annað.
    --Þeir eiga alltaf á hættu að vera sendir úr landi - geta þá ekki leitað til yfirvalda.
  2. Þetta hefur samt ekki stöðvað bylgju aðkomumanna til Bandaríkjanna -- að Bandaríkin hafi girðingu á landamærum, ásamt eftirliti.
    --Þá reglu að ólöglegir innflytjendur séu án réttinda.
    --Hafi engan rétt til opinbers stuðnings.
    --Og það sé ólöglegt að veita þeim vinnu.
  3. En þeir streyma samt að, því þeir fá samt vinnu.
    --Það hefur aldrei tekist að hindra að þeir fái vinnu.
    Jafnvel þó það séu viðurlög - hvort tveggja í senn fyrir vinnuveitanda og þá sem eru ólöglegir.

Það sem þá gerist sé --> Að ólöglegir aðkomumenn, verða að stétt vinnandi fólks, án allra réttinda!

  • Hafið í huga -- að það virkilega fælir ekki veitendur vinnu - frá, að veita vinnu.
  • Það sé sérstaklega -- svarti geirinn sem græðir á þessu.
  • Ekki síst -- glæpasamtök!

Ég held að það sé engin tilviljun að skipulagðar glæpahreyfingar séu mjög virkar og öflugar í landamærahéröðum Bandaríkjanna <--> Beggja vegna landamæranna!

  1. En þær hafi einfaldlega -- stöðugan aðgang að vinnuafli, sem geti ekki leitað til yfirvalda!
  2. Glæpahreyfingar --tel ég-- einnig að ástundi það, að hvetja fólk frá fátækum löndum Sunnan við Bandaríkin, til að leita til Bandaríkjanna --> Með því að reka svokallaðar "ráðningastofur" í þeim löndum, sem séu ekkert annað en - glæpafyrirtæki, er plata fátækt fólk til að leita, Norður.
  3. En glæpaflokkarnir græði gríðarlega mikið á því, að hafa stöðugan aðgang að -- rosalega ódýru vinnuafli, sem eigi engan möguleika á að leita til yfirvalda.

 

Margir vilja meina, að harneskjuleg stefna -- stöðvi flóttann til Evrópu

En ég held að dæmi Bandaríkjanna, sýni að það sé ekki rétt!

  1. En innan Bandaríkjanna, virðist mér sú stefna -- að gera ólöglega vinnuleitendur réttindalausa; fyrst og fremst hafa leitt til eflingu glæpasamtaka.
  2. En aðkomufólk án allra réttinda, og sem ef leitar til yfirvalda er strax rekið úr landi --> Er að sjálfsögðu, hið fullkomna vinnuafl glæpasamtaka.
  3. Það sé svo gróðavænlegt fyrir glæpasamtök, að fá áfram ofur ódýrt vinnuafl sem sé fullkomlega réttlaust því algerlega öfurselt slíkum samtökum --> Að glæpasamtök ástundi dreifingu lygaáróðurs með gylliboðum til fátækra íbúa fátækra landa, til að hvetja slíka einstaklinga til að halda áfram að leita til ríku landanna --> Þrátt fyrir að opinberir aðilar, tjái þeim annað! Þá sé gjarnan í fátækum löndum sem gjarnan eru rekin af spilltum stjórnvöldum, gjarnan mikil tortryggni gagnvart stjórnvöldum --> Því líkur á að upplýsingum dreift þaðan, sé ekki trúað.

Í evrópsku samhengi -- mundi þá líklega áframhaldandi aðstreymi fátækra réttindalausra atvinnu-leitenda.
Ef maður gefur sér, að sú stefna verði ofan á, að svipta slíkt fólk öllum réttindum -- ef þeir smygla sér samt - eða er smyglað, inn fyrir landamæri Evrópu.
--Þá leiða til eflingu skipulagðra glæpasamtaka, sérstaklega í S-Evrópu --> Sem mundu eins og mér virðist hafa gerst í Bandaríkjunum, eflast einkum í löndum nærri Suður landamærum Evrópu.

Öflugri glæpasamtök, leiða náttúrulega til -- eflingu glæpa almennt!
Þá alls þess sem skipulögð glæpasamtök stunda!

  • Deilan um ólöglegt aðkomufólk -- verður þá líklega lifandi deila í pólitíkinni í Evrópu, ekki ósvipað og að deilur um ólöglega innflytjendur gjósa alltaf reglulega upp í Bandaríkjunum -- undanfarna áratugi.

 

Niðurstaða

Ég held að mjög sennilega, ekki ósvipað og innan Bandaríkjanna, muni deilur um ólöglega innflytjendur halda áfram á komandi áratugum - það málefni mjög sennilega að auki og ekki ósvipað er samanborið við Bandaríkin; verði þá líklega mis áberandi í pólitísku umræðinni eftir árum - meir áberandi sum árin, minna sum önnur árin.

Ris og hnig innan umræðunnar, virðist ekki endilega í bandarísku samhengi fara eftir því hve fjöldi aðkomumanna er mikill per ár -- heldur frekar efnahags ástandi innan Bandaríkjanna.

Svipað gæti gerst í Evrópu, að ef framboð starfa innan Evrópu skánar, þá dragi úr andstöðu við ólöglegt aðkomufólk -- en ef útbreitt atvinnuleysi heldur áfram að vera viðvarandi ástand; að þá haldi andstaða við ólöglega innflytjendur - jafnvel áfram að eflast.

  1. Ég á aftur á móti ekki von á því, að fylgismenn harðneskjulegrar stefnu, muni sjá þann árangur af sinni stefnu -- að slík stefna bindi endi á aðstreymi ólöglegra aðkomumanna í atvinnuleit.
  2. Líklegra sé, að því harðari sem stefnan sé, því líklegra sé að ólöglegir aðkomumenn séu að starfa fyrir -- skipulögð glæpasamtök!
    --Það kaldhæðnislega er, að það geti vel farið svo að skipulögð glæpasamtök styðji slíka harða stefnu, til þess að tryggja að ólöglegt aðkomufólk eigi sem minnsta möguleika á að leita til yfirvalda!--Vegna þess að slík stefna verði þeim einmitt hagfelld. Vegna þess hve mikið þau græði á því, að hafa stöðugan aðgang að fólki sem eigi engan möguleika á að leita til yfirvalda -- þá muni þau gera sitt ýtrasta til að aðstoða flóttafólk að komast framhjá landamæraeftirliti. Samtímis og þau að auki -- dreifi áróðri í fátækum löndum í formi falskra gylliboða, til að viðhalda aðstreyminu.

Nettó útkoman verði -- efling skipulagðra glæpahópa!
--Harðneskjuleg stefna gegn innflytjendum geti að einhverju verulegu leiti, haft svipuð áhrif og vínbannið fræga á 3-áratugnum hafði á eflingu glæpasamtaka.

  • Það mun að sjálfsögðu efla þá neikvæði ímynd af ólöglegu aðkomufólki.
    --Að það stuðli að eflingu glæpa!
    --Sem að sjálfsögðu mun hjálpa við að viðhalda stuðningi við harða stefnu gegn ólöglegu aðkomufólki.

Líklega viðhaldist varanleg samfélags deila um þessi mál!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband