Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015

Ég er ekkert viss um -gjaldþrot- sé verri kosturinn fyrir Grikkland

Það var merkileg grein í FT-Alphaville hluta vefsíðu Financial Times: Why Greece might still choose to leave the euro.

En skv. þeirri greiningu er Grikkland í töluvert óvenjulegri aðstöðu:

  1. Megnið af skuldum gríska ríkisins eru nú í eigu - - útlendinga. Því skaðar -greiðsluþrot- fyrst og fremst erlenda eigendur skulda gríska ríkisins. Að auki ef gríska ríkið -velur þrot- þá fyrir bragðið, minnkar verulega fjárstreými úr landi. En ef Grikkland samþykkir -nýjustu úrslitakosti- þarf það að greiða nk. 30 ár eða svo, 3,5% af þjóðarframleiðslu ár hvert til eigenda krafna - - sem fyrst og fremst eru nú ríkissjóðir aðildarríkja ESB.
  2. Skuldir grískra fyrirtækja, eru stærstum hluta innan grískra banka, innan Grikklands, þ.e. 80% skulda grískra fyrirtækja - sem þíðir að ef þær eru færðar yfir í drögmur þá verða grísk fyrirtæki fyrir mjög óverulegu gengistjóni vegna -gengismisvægis. Það má jafnvel vera að þau -nettó græði á því- vegna þess að grísk fyrirtæki virðast varðveita hátt hlutfall sinna peninga í bönkum í öðrum Evrópulöndum - allt að 60% heildarinnistæðna fyrirtækja.
  3. Grískar fjölskyldur -virðast einnig hafa kosið að varðveita verulegt fé í erlendum bönkum- skv. greiningu sé fjármunaeign grískra fjölskylda erlendis, hærri en nemur skuldum grískra fjölskylda í erlendum bönkum. Það einnig þíðir - - að gríska fjölskyldur geta nettó grætt á gengismisvægi þegar eingöngu er horft á fjárhagslegar eignir vs. skuldir.

Þetta skapar það ástand - - að gríska ríkið hafi umtalsverða hvatningu til þess að kjósa gjaldþrot, frekar en að samþykkja - - kostnaðarsama greiðsluáætlun skv. -úrslitakostum kröfuhafa.

En ég sé enga augljósa ástæðu - af hverju útflutningur Grikkja ætti að skreppa saman, í kjölfar þrots - - sem þíði þá að í stað þess að blæða ár hvert 3,5% af þjóðarframleiðslu í formi gjaldeyris.

  • Þá haldi Grikkland því fé eftir - - höfum einnig í huga að útflutningur Grikklands er einungis skv. tölum FT-Alphaville ca. 33% af þjóðarframleiðslu.
  • Skv. tölum fyrir hrun 2010, var hann 23% - - síðan minnkar gríska hagkerfið um ca. 25% án þess að útflutningur skaðist. Sem leiði fram þessa aukningu hlutfalls útflutnings miðað við landsframleiðslu.
  1. Útflutningur Grikkja hafi m.ö.o. verið stöðugur þrátt fyrir kreppuna í landinu.
  2. Þ.e. líka rétt að hafa í huga að 33% hagkerfisins, þurfa þá að standa undir þessum 3,5% af þjóðarframleiðslu greiðslum nk. 30 ár. Þannig að þetta sé í reynd ákaflega þung greiðslubyrði.
  3. Í ljósi þess, sé afar ólíklegt að Grikkland hefði hvort sem er, nokkurt lánstraust yfir það tímabil. Þannig að ég sé það ekki endilega sem stóra -gagnröksemd- að gjaldþrots leiðin muni leiða fram -algert skort á lánstrausti.

 

Hvað segja fréttir af Grikklandi?

Ríkisstjórn Grikklands - virðist hafa ákveðið að slá saman öllum greiðslum sem AGS á inni hjá gríska ríkinu - saman í eina greiðslu fyrir mánaðamót júní:

Greece to delay IMF repayment as Tsipras faces backlash

Þetta hefur lyft brúnum - en Grikkland hefur rétt á að gera þetta skv. reglum AGS, þó að síðast sem slíkt hafi verið gert, hafi verið í tilviki Zambíu 1982.

  • Þá þarf Grikkland að greiða 1,5 milljarð evra um nk. mánaðamót.
  • Mér finnst þetta gersamlega réttlætanleg aðgerð - - hún hefur engin áhrif á stöðu annarra lána gríska ríkisins, þ.s. hún er ekki greiðsluþrot.

En síðan hefur vakið meiri athygli - - að Alexis Tsipras komst ekki á fund með kröfuhöfum sem halda átti föstudagskvöld, vegna uppreisnar innan eigin þingflokks. Hann varð því að vera í Aþenu, til að ræða við sinn eigin þingflokk:

Alexis Tsipras grounded by dissent from within Syriza

En ræða átti á þeim fundi - - nýja úrslitakosti kröfuhafa.

Þar er slakað á kröfu um greiðslur, úr 4,5% af þjóðarframleiðslu niður í 3,5% af þjóðarframleiðslu.

Á hinn bóginn - - er sú tilslökun sennilega ekki nægilega stór.

Á sama tíma, er krafa um - - tafarlausa lækkun lífeyrisgreiðsla í Grikklandi. Sem er mjög óvinsæl krafa innan flokks Tsipras.

Syriza flokkurinn - virðist eiginlega í uppreisn yfir þeim úrslitakostum:

Creditors agree bailout offer for Greece

Tsipras - - sennilega þarf ekki að svara þeim úrslitakostum alveg án tafar.

  • Hann hefur keypt sér smá tíma, með því að - - notfæra sér rétt aðildarríkja AGS, til að fresta greiðslum til síðasta dags mánaðar.

 

Niðurstaða

Eins og ég útskýrði þá eru aðstæður á Grikklandi óvenjulega með þeim hætti - sem sennilega minnkar töluvert áhættu Grikklands af gjaldþrotsvalkostinum. Þó svo að Dragman mundi gengisfalla töluvert án nokkurs vafa - - þá vegi upp á móti því tjóni fyrir kjör á Grikklandi það að peningalegar eignir margra Grikkja erlendis munu þá aukast að verðgildi í samhengi Grikklands, þ.e. kaupmáttur þess sparnaðar varðveittur á erlendri grundu vex þá á móti minnkuðum kaupmætti launa.

Þetta slær þá nokkuð á það hrap kjara, sem launahrap vegna gengisfalls framkallar.

Grísk fyrirtæki auk þessa, ættu ekki að verða fyrir - nettó fjárhagslegu tjóni.

  • Þetta geri gjaldþrot fyrir Grikkland - að meir aðlaðandi valkosti, en ætla mætti af umræðunni vítt og breitt.

Svo þarf þá Grikkland ekki að blæða úr landi í því tilviki 3,5% af þjóðarframleiðslu ár hvert í um 30 ár eða svo. Heldur því fé eftir heima í Grikklandi í staðinn.

 

Kv.


Rússland að endurskrifa söguna um - vorið 1968 í Prag

Tony Barber hjá Financial Times vakti athygli á þessu - - en skv. þeirri sagnfræði sem er þekkt, rétt að árétta að Gorbachev formlega baðst afsökunar á vorinu í Prag síðla árs 1989 rétt eftir að kommúnistastjórnin í þ.s. þá var enn Tékkóslóvakía - - féll; þá reyndi Alexander Dubcek sem var þá aðalritari kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu að gera breytingar í frjálsræðisátt.

Um margt má líkja þeim við breytingar sem Gorbachev sjálfur hrinti í framkvæmd mörgum árum síðar. En þetta var á Brezhnev tímanum - þegar allar breytingar í frjálsræðisátt voru álitnar ógnun. Fyrir rest var gerð innrás af sovéska hernum með aðstoð fylgiríkja í Varsjárbandalaginu, án þess að Tékkar veittu skipulagða mótspyrnu. Hér og þar brugðust þó almennir borgarar ókvæða við, það virðist að Sovétríkin hafi hætt við það að svipta Dubcek embætti samstundis þegar útbreidd almenn andstaða varð þeim ljós, heldur beðið með það í ár - - þegar hann lét af völdum, og var síðan settur út í horn. Eftirmaður hans lét síðan reka flesta umbótamennina úr flokknum, og við tók harðneskjutímabil.

  • En hin nýja sagnfræði Pútíns virðist segja töluvert öðruvísi frá.
  • Auðvitað - - NATO samsæri, hvað annað :)

Russia rewrites history of the Prague Spring

  1. "May 23, when Rossiya 1, a Russian state television channel, aired a so-called documentary entitled The Warsaw PactDeclassified Pages." - - Ný afhjúpun :)
  2. "...according to the Rossiya 1 programme. This asserted that the invasion was a pre-emptive move to protect Czechoslovakia against a Nato-backed coup, supposedly being planned under cover of “the peaceful civilian uprising with the romantic name of the Prague Spring”." - - > Þetta minnir mann óneitanlega á "valdaráns" fullyrðingarnar sem hafa farið ljósum logum á netinu í tengslum við rás atburða er friðsöm bylting varð í Úkraínu 2013.
  3. "The documentary then claims the  1968 invasion was move to protect Czechoslovakia against that Nato coup attempt." - - > Góðu Rússarnir hindruðu plott vonda NATO :)
  4. "Russian TV claims that Czechoslovakia’s 4-3 ice hockey victory over the Soviet Union in March 1969 — a famous post-invasion win for the underdog that brought joy to the streets of Prague — was really a 4-3 win for the Soviets."
  • Það má bæta við því, að skv. hinni nýju sagnfræði - er skautað yfir hreinsanir Stalíns, mætti ætla af lestri hennar -skilst mér- að Stalíns tíminn hafi einkennst af uppbyggingu og framförum, í tækni og vísindum, sem og í iðnaði. Allt litað rækilega ljósrauðum litum.

Síðan vitnar Toni Barber í skemmtilegan brandara: "A  ccording to an old Soviet joke, which alluded to the Communist party’s habit of rewriting history for ideological purposes, one bemused citizen says to another: “The trouble is, you never know what will happen yesterday.”"

Eins og þetta kemur mér fyrir sjónir - - virðist Rússland á leið með að verða afskaplega Orvellískt. En í sögu Orvells 1984, þá er söguhetjan íbúi alræðisríkis þ.s. valdaflokkurinn viðheldur ástandi stöðugs stríðs.

Þó svo að landið sé til skiptis í stríði við mismunandi lönd -- þá sé sagan endurskrifuð í hvert sinn, eins og að viðkomandi land hafi ávalt verið í stríði við það land sem það stríðir við það sinnið.

Auðvitað er þessi framsetning - - töluvert skopleg. Þó 1984 sé alvarleg bók aflestrar, þá má lesa töluverðan húmor úr þessari framsetningu og víðar í bókinni.

Erlendir fréttaskýrendur eru að benda á, hvernig nýjustu sögubækurnar í -Pútínístan- hljóma, þ.s. hlutirnir virðast settir fram algerlega með svart/hvítum hætti.

Þ.e. Rússland er alltaf í hlutverki -- góða riddarans.

Og svokallað -Vestur- sé ávalt sett fram í hlutverk - vonda aðilans.

Það eigi ekki einungis við um - - 20. aldar söguna, heldur nái þessu endurritun sögunnar, aftur í aldir sögu Rússlands.

  • Sú mynd sett fram að Rússland sé statt og stöðugt - - saklaust fórnarlamb, miskunnarlausra Vesturlanda.

Þannig sé teiknuð upp mynd - - sem mér virðist eiginlega orðin verulega Orvellísk.

 

Niðurstaða

Það sem er að gerast í Rússlandi leiðir mér fyrir sjónir - eina ferðina enn. Hversu gríðarlega merkileg bók 1984 er eftir George Orwell.

 

Kv.


ISIS virðist í sókn í átt til Aleppo, eina af helstu borgum Sýrlands

Eins og flestir ættu að vita, tóku sveitir ISIS borgina Palmyra fyrir skömmu. Skv. frétt NyTimes, þá kvarta leiðtogar uppreisnarmanna sem halda Aleppo og berjast við stjórnarher Sýrlands - - undan því sem þeir kalla "samstarf sýrlenska hersins og ISIS."

New Battles Rage Near Aleppo Between Syrian Insurgents and ISIS

http://vignette4.wikia.nocookie.net/leftbehind/images/7/76/Syria_map.jpg/revision/latest?cb=20141216072601

"Islamic State fighters have reached to within several miles of the main highway from Aleppo to the Bab al-Salam border crossing into Turkey."

Ef þetta er rétt, þá er -ISIS- að leitast við að -loka á samgönguleiðir- uppreisnarmanna í Aleppo yfir til Tyrklands.

Og þannig flækja mjög möguleika þeirra, til að - endurnýja vopn og skotfæri.

Að sögn uppreisnarmanna, hafi herþotur stjórnarhersins - ráðist á stöðvar uppreisnarmanna á svæðinu; samtímis því að ISIS hafi verið að ræðast fram gegn þeim þar.

  • Þó þetta geti bent til - samstarfs stjv. í Damscus við ISIS.
  • Þá er allt eins mögulegt, að ISIS sé að notfæra sér árásir stjórnarhersins á skæruliða, m.ö.o. ISIS séu tækifærissinnar.

En ISIS virðist ólíklegt hafa styrk til að taka Aleppo - - fyrr en með því fyrst að -einangra borgina, og uppreisnarmenn þar. Og veikja þannig bardagamátt uppreisnarmanna í borginni.

Taka Aleppo væri gríðarlegur sigur fyrir ISIS, ef það verður útkoman. Mun stærri sigur en þegar ISIS tók Raqqah fyrir 2-árum. En Raqqah er höfuðstaður ISIS.

  • Ef stjórnarherinn væri að - vinna með ISIS þarna á svæðinu, þá væri hann að spila mjög varasaman leik.
  • Því þ.e. afar varasamt að ætla, að ef ISIS heldur áfram að eflast, að þá muni ISIS ekki síðar meir - - nota vaxandi styrk sinn gegn sjálfum stjórnarhernum.

 

Niðurstaða

Hvað sem lesa má úr óljósum fréttum frá Sýrlandi - þá virðist eitt ljóst. Að ISIS er að sækja í sig veðrið, er að taka fleiri svæði, er að eflast og verða enn hættulegra afl. Þó að einhver í röðum stjórnarsinna, gæti ímyndað sér að það gæti hentað stjórninni - - að ISIS legði aðra uppreisnarmenn að velli. Þá samtímis við það ræður ISIS yfir fleiri svæðum, auknum fólksfjölda og því mjög sennilega - enn fleiri liðsmönnum. Því væri það sennilega afar óskynsamur leikur af stjórnarsinnum - að vinna með ISIS, jafnvel tímabundið á einu tilteknu svæði.

Þess vegna hef ég efasemdir um að slíkt samstarf sé til staðar - - að sennilegar sé að ISIS sé að færa sér í nyt þau tækifæri sem þau samtök sjá, þegar stjórnarherinn ræðst á stöðvar annarra uppreisnarhópa - - enda hefur megnið af því landsvæði sem ISIS ræður yfir innan Sýrlands verið hernumið af ISIS á kostnað annarra uppreisnarhópa.

Kv.


Hvernig mundi Reykjavík plumma sig sem sjálfstætt ríki?

Þessi pæling er meir til gamans, en Hilmar Sigurðsson borgarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi í svokölluðu -stjórnkerfis og lýðræðisráði- borgarinnar. Lagði fram tillögu um að - - Reykjavík segði sig úr lögum við Ísland; vegna þeirrar frekju sem hann telur Reykjavík vera beitta af Alþingi í ljósi atkvæðavægis sem sé borginni í óhag.

En um er að ræða reiði vegna meðferðar Samgöngunefndar Alþingis á tillögu um að færa skipulagsvald á -millilandaflugvöllum- til ríkisins.

Rétt að kanna hug borgarbúa til að stofna sjálfstætt borgríki

Í því ímyndaða tilviki að Reykjavík mundi komast upp með að segja sig úr lögum við Ísland

  1. Þá er hún auðvitað ekki lengur höfuðborg Íslands, þannig að stofnanir ríkisins allar með tölu, og ráðuneytin, Alþingi, Hæstiréttur - eiginlega allt á vegum ríkisins; flytur frá borginni - - t.d. til Kópavogs.
  2. Bjartsýnn einstaklingur benti mér á að í Reykjavík væri rekin öflug útgerðarfyrirtæki, á hinn bóginn - - sé ég ekki að þau mundu fá úthlutað nokkrum afla, þ.s. Ísland á miðin í kringum landið, Reykjavík á þá engin varðskip -en þau mundu færa sig t.d. til Kaupavogshafnar, enda í eigu ísl. ríkisins. Að sjálfsögðu mundu þá útgerðarfyrirtæki ekki fá úthlutað afla frá ísl. ríkinu - - og varðskipin mundu hindra skip frá Reykjavík í því að veiða. Útgerðarfyrirtækin og vinnslu, mundu þá flytja sig um set.
  3. Sami bjartsýni einstaklingur benti mér á að nær allir ferðamenn er koma til Íslands, koma við í Reykjavík - - en þ.e. að sjálfsögðu vegna þess að þ.s. Reykjavík er höfuðborg landsins er hún einnig samgöngumiðstöð landsins. Augljóslega yrði reist ný samgöngumiðstöð t.d. í Kópavogi. Ferðamenn mundu þá koma við þar við á leið sinni annað.
  4. Sennilega fer - - Háskóli Íslands að auki.
  • Við erum að tala um gríðarlega fækkun starfa í Reykjavík.
  • Sannarlega eru til staðar önnur fyrirtæki sbr. Íslensk Erfðagreining, Össur og einhver fjöldi hugbúnaðarfyrirtækja - er hætta ekki endilega að reka sig frá borginni. Á hinn bóginn grunar mig að þau einnig mundu fara vegna hnignunar borgarinnar.
  • Mikið tekjuhrap yrði hjá borginni - vegna allra þeirra útvarstekna er hún mundi missa, þegar öll störfin sem ríkið veitir mundu hverfa, störfum vegna ferðamanna sennilega einnig fækka verulega, og útgerðafyrirtæki sem og vinnsla fara annað.
  • Borgin yrði sennilega gjaldþrota fremur fljótlega í kjölfarið.

Sú mynd sem ég er að draga upp - - er Detroit í Bandarikjunum.

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/c/c7/Abandoned_Packard_Automobile_Factory_Detroit_200.jpg

Þ.e. gjaldþrota borg sem hefur misst helming sinna íbúa.

Þ.e. sú sýn sem ég er að draga upp utan um Reykjavík í þessu ímyndaða tilviki að hún gerðist sjálfstæð.

Þ.e. að eins og í Detroit hafi fasteignaverð hrunið vegna glataðra atvinnutækifæra -sem ekki sneru aftur- sem leiði til fólksflótta og þess, að heilu hverfin verði draugahverfi þ.s. enginn býr.

 

Niðurstaða

Hefur Reykjavík resktrargrundvöll sem sjálfstæð eining - - nei, algerlega af og frá.

Fólk í borgarstjórn er eitthvað haldið veruleikafyrringu.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 464
  • Frá upphafi: 847115

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 440
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband