Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

Sumir vilja meina að árásin á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París - sé fyrirboði þess sem koma skal

Árásin er áhugaverð af nokkrum ástæðum - fyrst töldu menn hana hafa verið þaulæfða. En við nánari skoðun, kemur í ljós að morðingjarnir fóru fyrst í húsavillt, þ.e. næsta hús við hlið. Þar drápu þeir engan - síðan fundu þeir rétt hús. En þá fóru þeir fyrst inn á ranga hæð, skrifstofur Charlie Hebdo eru víst á 2-hæð, ekki 3. En síðan áttuðu þeir sig og fundu rétta staðinn.

  • Þetta sýnir að þeir hafa ekki njósnað um skrifstofur Charlie Hebdo áður en þeir létu til skarar skríða.
  • Þeir a.m.k. kunnu vel að beita hríðskotaryfflum sínum, það virðist að þeir hafi fengið þjálfun í búðum "al-qaeda" í Sómalíu.
  • Með öðrm orðum, ekki úr hópi þeirra, sem hafa verið að berjast í Sýrlandi.

French Police Storm Hostage Sites, Killing Gunmen

Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur lögreglan endað þeirra terror feril, báðir vegnir.

  • Þ.e. að auki áhugavert, að þeir - - völdu úr fórnarlömb. Þeir skutu ekki af handahófi.
  • Og þeir skutu ekki konur - - einn þeirra tjáði þetta konu sem var að reyna að skríða í felur á vettvangi.
  1. Málið er að talið er að þeir sem hafa barist í Sýrlandi séu ekki líklegir að hegða sér alveg með sama hætti.
  2. Hegðan Kouachi bræðranna -sem myrtu fólkið á skrifstofum Charlie Hebdo- sé frekar "al-Qaeda" en "ISIS."
  3. ISIS liðar - - eru taldir líklegir til þess að hefja skothríð í miðjum mannfjölda, til þess að - drepa sem flesta, eða að sprengja sig í loft upp.
  4. Eitthvað um 1.100 manns í Frakklandi einu, hafa snúið til baka frá Sýrlandi.

Það að ISIS liðar séu líklegir til þess að kjósa að drepa fólk t.d. á fjölförnum stöðum.

Geti gert það að verkum, að erfitt verði að verjast slíkum árásum.

Þær geti farið fram - hvar sem er nánast, og hvenær sem er.

 

Sumir hafa lagt til að - þessu fólki sé bannað að snúa heim

Ég held það sé ekki eins einfalt og að segja það. En flestir þeir sem ánetjast "ISIS" virðast ungir að árum - - dæmigerður slíkur sé einstaklingur rétt innan við tvítugt. Þetta séu 2-kynslóðar innflytjendur upp til hópa. Ekki nýir innflytjendur.

  • Það þíði - fætt og uppalið t.d. í Frakklandi í þessu tilviki.
  • Punkturinn er sá, að þá hefur sá fullan ríkisborgararétt.
  • Ég sé ekki hvernig mögulegt er, að banna ríkisborgurum að snúa heim.

En hætta er ekki sönnuð, endilega. Þó viðkomandi viðurkenni að hafa barist með ISIS. En ISIS laðar ungt fólk að með "lygum" - það þarf ekki að vera, að þeir sem snúa heim, séu allir fylltir af eldmóði baráttunnar fyrir málstað "ISIS." Heldur eru líkur á, að hluti a.m.k. snúi heim eftir að hafa orðið fyrir vonbrigðum, hafa misst áhugann á frekari þátttöku.

Það geti verið fjandanum erfiðara að greina á milli - þess sem snúið hefur heim, og ekki verður hættulegur. Og þess sem snýr heim, og mun reynast vera það.

  1. Hafið í huga, að sérhver ríkisborgari getur leitað réttar síns fyrir dómstólum.
  2. Hvernig á að sanna að sá sem ekki hefur framið glæp í heimalandi, sé líklegur til þess?

Útkoman er augljóslega að þessi einstaklingar ganga lausir. Það er sennilega eftirlit með þeim, en ólíklegt að lögreglan fylgist með hverju þeirra fótmáli.

Þeim sem snúa heim - mun halda áfram að fjölga.

Það þarf ekki að vera að allir hafi tekið þátt í bardögum, fengið fulla herþjálfun. En a.m.k. hlutfall þeirra líklega gerði það. Og kann því sennilega a.m.k. eins vel að fara með vopn, og Kouachi bræðurnir.

 

Af hverju ætli að börn innflytjenda séu að laðast að ISIS?

Mig grunar að - atvinnuleysisvandi Evrópu geti spilað þar rullu. En atvinnuleysi ungmenna er enn verra vandamál - ef marka má tölur: Euro area unemployment rate at 11.5%

  • Belgía...........21,6
  • Búlgaría.........21,4
  • Tékkland.........15,6
  • Danmörk..........11,4
  • Þýskaland.........7,4
  • Írland...........21,8
  • Spánn............53,5
  • Frakkland........25,4
  • Ítalía...........43,9
  • Lettland.........15,5
  • Lúxembúrg........18,4
  • Malta............13,5
  • Holland...........9,7
  • Austurríki........9,4
  • Pólland..........23,2
  • Portúgal.........34,5
  • Slóvakía.........29,2
  • Svíþjóð..........23,0
  • Ísland............9,9
  1. Hafið í huga - að börn innflytjenda eiga yfirleitt erfiðar uppdráttar.
  2. Og sérstaklega virðist þetta eiga við börn "múslima."

Hafið í huga, fædd og uppalin. Tala því málið eins og aðrir innfæddir.

En múslimar mæta ofan við meðallag - tortryggni. Og eru síður en aðrir innflytjendur - ráðnir til starfa. Þó er atvinnuleysi meira meðal innflytjenda fjölskyldna almennt en meðaltal.

Fyrir innflytjenda börn af múslima ættum - - gæti atvinnuleysi verið umtalsvert hærra en meðal atvinnuleysi ungmenna.

Ef við horfum á Frakkland, þ.e. 1 - ungmenni af hverjum 4. Er án atvinnu skv. tölum EUROSTAT.

Þá getur vel verið að fyrir börn innflytjenda frá múslimalöndum, sé atvinnuleysi jafnvel eins slæmt og t.d. meðal atvinnuleysi ungmenna á Spáni.

  1. Það getur vel verið, að börn múslima - - upplyfi þetta sem samfélagslega höfnun.
  2. Og að reiði vegna þess, brjótist út í andsamfélagslegri hegðan. Þau upplifi sig sem ekki hluti af því. Snúist gegn samfélagi - sem þeim finnist hafa hafnað sér.
  3. Hluti af slíkri uppreisn, gæti verið einmitt - - að leita í trúaröfgar sem eru tilbrigði við trú gamla heimaland foreldra þeirra.

-----------------------

En þetta er þekkt vandamál - að mikið atvinnuleysi elur á öfgum.

Og einnig á fordómum.

 

Niðurstaða

Ég held að atvinnuleysi sé gjarnan verulega vanmetinn orsakaþáttur, þegar kemur að því að rekja orsakir öfga - hvort það eru trúaröfgar eða aðrar öfgar. En samfélög sem eru sæmilega vel stæð með lágum atvinnuleysis tölum. Eru oftast nær fremur friðsöm.

Á meðan að fátæk samfélög með miklu atvinnuleysi, eru gjarnan samfélög togstreitu og átaka milli hópa. Sérstaklega ef verulega mikill munur er á milli ríkra og fátækra. Þá elur sýn á misrétti vegna misskiptingar auðs, gjarnan á hatursfullu ástandi - - ef slík misskipting fer saman við mikið atvinnuleysi og mikla fátækt þeirra sem ekki hafa atvinnu.

Það á einmitt við um flest samfélög Mið-Austurlanda, að þau eru óréttlát - samtímis að hvort tveggja atvinnuleysi og fátækt er útbreitt vandamál.

Ég hef lengi stutt þær hugmyndir, að efnahags þróun Mið-Austurlanda, væri besta meðalið til lengri tíma litið, til þess að draga úr öfgum.

 

Kv.


Komið hefur í ljós að einn múslimi var drepinn af íslamista hryðjuverkamönnunum sem réðust á starfsmenn gríntímaritsins Charlie Hebdo

Lögreglumaðurinn sem hryðjuverkamennirnir drápu á götunni nærri skrifstofu Charlie Hebdo, hefur verið nafngreindur. Skv. fréttum hét hann Ahmed Merabet ættaður frá Túnis, hafði verið lögreglumaður í 8 ár, og nýverið hafði lokið starfsnámi - til þess að gerast, rannsóknar-lögreglumaður. Fréttum ber ekki saman hvort hann var giftur eða átti kærustu, en virðast sammála að hann hafi verið barnlaus.

Ekki er vitað hversu trúaður hann var - en allir hans ættingjar eru að sögn múslimar.

Lögreglumennirnir sem þekktu hann, eru allir í sjokki - skiljanlega. Ef á að marka frásagnir, var hann vel liðinn - eins og gjarnan er sagt, þægilegur í samskiptum.

Policeman Ahmed Merabet mourned after death in Charlie Hebdo attack

Slain French Police Officer Becomes Symbol of Protests

One victim killed in Charlie Hebdo attacks was Muslim police officer Ahmed Merabet

'He died defending the right to ridicule his faith'

Ahmed Merabet Ahmed Merabet had worked as a policeman for eight years and had just qualified to become a detective. Photograph: Twitter

Skv. frétt Guardian, þá áttu sér eftirfarandi orðaskipti stað milli Merabet og hryðjuverkamannsins sem síðan skaut hann í höfuðið af örstuttu færi.

Do you want to kill us?” - skv. frásögn félaga Merabet, hafði hann dregið upp eigið vopn.

Merabet replies: “Non, ç’est bon, chef” (“No, it’s OK mate”).

Eftir að það fréttist að lögreglumaðurinn hefði verið múslimi af foreldri ættuðum frá Túnis - hefur hann orðið að töluverðum tákngervingi mótmæla gegn ofbeldi íslamista sem hefur sprottið upp í Frakklandi í kjölfarið á ódæðinu.

Ekki síst þegar það er haft í huga, að gríntímaritið hefur verið sérdeilis þekkt fyrir - endurteknar ádeilur teikninga þess, á Íslamstrú sem slíka.

Ofangreint - minnir á orð Voltaire: “I do not agree with what you have to say, but I’ll defend to the death your right to say it.

En eins og gjarnan vill gleymast, þá eru "aðrir múslimar" ekki síður fórnarlömb öfga íslamista.

 

Niðurstaða

Sennilega eru langsamlega fjölmennastir meðal fórnarlamba íslamista, aðrir múslimar. En þeir drepa aðra múslima ekki síður miskunnarlaust, en hvern þann annan sem þeim er í nöp við. Íslamista ógnin, sennilega mun verri fyrir löndin í N-Afríku og fyrir botni Miðjarðarhafs. Þar sem langsamlega flest fórnarlömb öfgaíslamista er að finna.

 

Kv.


Banvænasta hryðjuverkaárás íslamista í Evrópu síðan 2005

Skv. fréttum af árásinni á útgáfu gríntímaritsins Charlie Hebdo þá virðist fljótt á litið hún hafa verið vel undirbúin. Athygli vekur að þeir 2-einstaklingar sem framkvæmdu verkið. Myrtu 10 manns. Þeir virðast hafa gengið afskaplega "fagmannlega" að því.

Sem bendir til þess að þeir hafi ekki verið - - nýgræðingar.

The questions left by Paris terror attack

Terror Attack on Paris Newspaper, Charlie Hebdo, Kills 12

Heldur vel þjálfaðir sbr: "The gunmen were not only dressed and equipped professionally, but moved and behaved professionally, too. They appeared calm and disciplined. Their handling of weapons was restrained and they were precise in their use of ammunition. And they operated as a team, covering each other’s positions."

Ég er með hlekk á besta vídeóið af atburðinum, en vara fólk við því að í því er framið morð, lögreglumaður drepinn, áður en hryðjuverkamennirnir aka á brott

  • En þið sjáið einnig hvað sérfræðingurinn á við, þeir eru algerlega miskunnarlausir, en samtímis "professional."
  • Þeir bersýnilega vinna vel saman sem teimi.

Vitni á skrifstofu blaðsins - sagði að þeir hefðu talað fullkomna frönsku.

Corinne Rey - “It lasted five minutes . . . I hid under a desk,” - “They spoke perfect French . . . they said they were al-Qaeda.

Það vekur athygli, því það bendir til þess að þeir séu franskir.

Starfsmenn voru að halda sinn vikulega fund, er árásin átti sér stað - önnur vísbending þess að árásin var vel undirbúin, þ.e. þeir lögðu til atlögu er fólkið sem þeir vildu drepa var á staðnum.

Meðal látinna eru einmitt - - helstu teiknarar blaðsins.

"Clockwise from top left, the cartoonists Jean Cabut, known as Cabu; Bernard Verlhac, who used the name Tignous; Georges Wolinski; and Stéphane Charbonnier, known as Charb, who was also the editorial director of Charlie Hebdo."

 

Skv. frétt, þegar skotmennirnir gengu inn, þá gengu þeir beint að Stéphane Charbonnier og myrtu og lögreglumanninn sem gætti hans sérstaklega.

Skotmennirnir voru greinilega engir brjálæðingar - heldur yfirvegaðir í athöfnum. Ekki síst það, að þeir hverfa af vettvangi, þ.e. kjósa ekki að deyja píslarvættisdauða, eða sprengja sig í loft upp - - minnir verð ég að segja dálítið á athafnir svokallaðra borgarskæruliða 8. og 9. áratugarins. Eða hvernig IRA fór að á N-Írlandi.

Að þessu leiti sker sig þessi árás út - en ákaflega margar múslima árásir hafa verið sjálfsmorðs.

Að sjálfsögðu er "manhunt" í gangi, en hafandi í huga hve vel þetta virðist undirbúið - var örugglega búið að ganga frá flóttaleið fyrir skotmennina.

Þeir gætu vel verið þegar farnir frá Frakklandi.

charlie

Niðurstaða

Við vottum að sjálfsögðu fórnarlömbum slíks hrottalegs glæps alla okkar samúð. Vel væri við hæfi að sem flest blöð - tímarit og aðrir fréttamiðlar, birti sem mest af skopteikningum hinna látnu skopteiknara. Til að sýna samstöðu með þeim látnu - - og með því verki einnig fordæma þá aðgerð að myrða skopteiknara fyrir að búa til skopteikningar.

Vonandi finnast glæpamennirnir sem frömdu verknaðinn, þó ég óttist að þeir geti þegar verið farnir frá Frakklandi.

---------------------

Ps: Franska lögreglan segist hafa 2-grunaða ... 

Cherif Kouachi, left, 32, and his brother, Said Kouachi, 34, who are suspected in a deadly attack on a satirical newspaper in Paris.

... ekki fylgir sögunni hvaða upplýsingar lögreglan hefur, en það má vel vera að sjónarvottar hafi séð einhverjar vísbendingar meðan á flótta þeirra stóð í gegnum París, þ.s. þeir víst lentu 3-svar í ryskingum við lögreglu, lentu í einum árekstri áður en þeir hurfu sjónum.

... Grimmileg aftaka lögreglumanns hefur vakið athygli, er hann baðst vægðar.
----------------------------------
Ps2: Frönsk yfirvöld virðast viss að hinir seku eru þeir tveir sem þau hafa leitað síðan í gærkveldi, mér skilst að sést hafi til þerra er þeir rændu bensínstöð - þeirra sé leitað enn. Ef marka má fréttir skildi annar þeirra eftir debit kort í bifreiðinni sem þeir notuðu til að yfirgefa vettvang, hvort sem það var viljandi eða óviljandi: 

 

Kv.


Það virðist afar líklegt að Þýskaland taki "GREXIT" fram yfir - að skera niður skuldir Grikklands

Ég bendi á afar góða umfjöllun Der Spiegel: Germany Open to Possible Greek Euro Zone Exit. Hvers vegna Þjóðverjar með Merkel í fararbroddi líklega kjósa frekar "GREXIT" en frekari skuldaniðurskurð fyrir Grikkland. Hefur líklega að gera með það fordæmi sem slíkur skuldaniðurskurður mundi skapa gagnvart öðrum aðildarlöndum evru sem skulda Þýskalandi stórfé.

  1. Málið er náttúrulega, að Þýskaland er að hugsa um þær upphæðir sem lönd eins og Spánn eða Portúgal skulda þeim.
  2. Svo gæti það hentað þýskum stjórnmálamönnum, ef Grikkir hlaupa úr evrunni og taka greiðsluþrot í kjölfarið. Í stað þess að afskrifa að hluta skuldir Grikklands.
  3. Vegna þess, að þá geta þeir varpað skuldinni á Grikki. Segja að það sé Grikkjum nú að kenna, að skattborgarar Þýskalands séu að tapa fé.
  4. En ef þeir samþykktu að afskrifa, þá mundi ásökun marga innan Þýskalands, þegar tapið á grísku skuldunum kemur í ljós - - beinast að ráðandi pólitíkusum Þýskalands.

Skýringamynd Der Spiegel sýnir að 80% skulda Grikklands eru í opinberri eigu

Graphic: Greek State Debt

  • Eins og skýringarmyndin sýnir, þá eiga nú aðildarríki ESB ásamt AGS -- bróðurpart skulda Grikklands.
  • En með því að lána fé til Grikklands, svo að gríska ríkið hefur getað greitt upp skuldir einkaaðila að einhverju verulegu leiti, á sama tíma og afskriftir hafa hingað til eingöngu bitnað á skuldum Grikklands í einka-eign.
  • Þá er það komið svo, að einungis óverulegt hlutfall skulda landsins er í dag í einkaeigu.

Þessi staðreynd þíðir auðvitað að - - krafa frá Grikklandi um afskrift.

Leiðir til beins taps skattborgara hinna aðildarríkjanna.

Og pólitíkusar, ekki bara þeir þýsku, verða sennilega tregir til að samþykkja afskrift þeirra skulda, þar með - til þess að viðurkenna tap sinna skattborgara.

Þannig að líklega einnig hentar það hinum aðildarríkjunum, að Grikkland gangi út úr evru, verði greiðsluþrota.

Þá geti Grikkland orðið að - - box púða þeirra, sem munu vísa sökinni á Grikkland.

  1. Þrátt fyrir að ESB hafi í reynd 2012, gefið Grikklandi loforð um það að afskrifa skuldir Grikklands, ef það mundi takast að ná fram afgangi af frumjöfnuði fjárlaga - - sem hefr tekist. En pólitíkusar ESB virðast hafa ákveðið að gleyma því loforði.
  2. Og þrátt fyrir, að flestir hagfræðingar bendi á nauðsyn fyrir frekari afskrift skulda Grikklands - enda skuldir þess aftur á svipuðum slóðum og síðar var afskrifað.

Það sem Grikkland stendur frammi fyrir er "denbt indenture" eða "skulda-ánauð."

Ég á við, að skuldirnar séu slíkar, að þær verði einnig til staðar, þegar næsta kynslóð Grikkja fer inn á vinnumarkað, og líklega enn til staðar þegar börn þeirra næstu kynslóðar sjálf koma inn á vinnumarkaðinn.

Þetta verði kynslóðaskuldir - - ég sé einfaldlega ekki af hverju Grikkir ættu að samþykkja að greiða skuldir, sem munu lenda á þeim sem sjálfir höfðu engan hag af því á sínum tíma, er þær skuldir urðu til.

 

Niðurstaða

Krafan um skulda-afskrift er að mínu viti rétt og sanngjörn. Það er að sjálfsögðu rétt, að menn eiga að borga skuldir sínar. Og ef fólk ekki getur borgað, er selt ofan af þeim, eða ef um fyrirtæki er að ræða, er það gert upp.

Vandi er, þegar um er að ræða þjóð - - > Því þá er enginn náttúrulegur stopp atburður sbr. "dauði einstaklings" eða "gjaldþrot viðkomandi" eða "að fyrirtæki er gert upp eignir þess seldar" - - þannig að skuldirnar hverfa þá ekki, heldur halda áfram að íþyngja þjóðfélaginu.

Þá eins og ég sagði, framkallast ástandið - skuldaánauð.

Hættan af þessu, er ekki einungis viðvarandi skuldakreppa og fátækt landsins Grikklands, heldur það að landið verði öfgahópum að bráð - - upplausn og borgaraátök eru ekki endilega óhugsandi, jafnvel herstjórn eins og á 7. og fyrri hl. 8. áratugarins.

Grikkland verði að fá afskrift - ef það eigi að eiga möguleika á að rétta við.

 

Kv.


Sérfræðingar spá því að næsta verðbólgumæling Seðlabanka Evrópu sýni verðhjöðnun

Þetta virðast fyrst og fremst fyrir tilstuðlan olíuverðs lækkana undanfarið. En skv. fréttum dagsins, er "Brent Crude" komið í 53 USD: Wall St burnt by falling crude price

Á sama tíma hefur evran ekki mælst lægri gagnvart dollar í 9 ár: Euro falls to 9-year low

  1. Heilt yfir er ég þeirrar skoðunar að lækkandi gengi evrunnar,
  2. ásamt lækkandi oliuverði - - séu góðar fréttir fyrir Evrópu.

Ég er eiginlega farinn að búast við því, að "ECB" hefji "QE" prógramm fljótlega. Eftir að mælingar sýna meðalverðbólgu í lágri mínustölu.

Og þá ætti gengi evrunnar að lækka enn frekar - - á sama tíma og dollarinn mælist í sinni hæstu stöðu í 9 ár: Dollar hits 9-year high on rate rise hopes

Lága olían er þegar farin að skila sér í auknum hagvexti í Bandaríkjunum, en nýlega var sagt frá því að vöxtur í okótber, nóvember og desember 2014, hafi mælst 5%.

Hæsta hagvaxtarmæling í Bandaríkjunum einnig örugglega í mörg ár.

Þetta sést einnig í stórfelldri aukningu á sölu bifreiða: Cheaper fuel drives ‘stellar’ US car sales

Skv. frétt var aukning í sölu hjá GM 19% í desember miðað við sama mánuð árið á undan. Meðalaukning sölu bifreiðafamleiðenda 13% í desember.

Reiknað er með - - verulegri neyslusprengingu í Bandaríkjunum á þessu ári.

  • Talið er líklegt að olíuverð eigi eftir að lækka enn frekar, jafnvel niður fyrir 50 USD per fatið.
  • Þó þessi verð haldist ekki endilega í mörg ár.
  • Hafa sérfræðingar bent á, að tilkoma "Fracking" hafi breytt sennilega olíumarkaðnum.
  • En auðvelt er að auka dælingu með þeirri aðferð, þannig að meðan "Oil shale" æðið innan Bandar. endist - - þá getur það leitt til þess að olíuverð verði tiltölulega lágt um nokkurt árabil.
  • Þ.e. ef olíuverð hækkar verulega - - vaxi framleiðslan í Bandaríkjunum á móti.

Þá er það spurning - - hve lengi endist olían úr þessum "sandsteinslögum"?

En olíuverð gæti hugsanlega nk. 20 ár eða svo, sveiflast á verðbilinu 40 - 80 USD fatið.

Í stað þess sem var orðið um hríð, að það var að sveiflast milli 80 og rúmlega 100.

Meðan að olíuverðið helst þetta lægra - - þá getur það hjálpað verulega hagvexti í heiminum.

 

Niðurstaða

Evran hefur þegar lækkað rúmlega 13% sl. 12 mánuði. Hún gæti vel náð því að lækka rúmlega 20% ef full prentun hefst hjá Seðlabanka Evrópu. Þessi þróun - ætti að efla mjög viðskipti Bandaríkjanna og Evrópu, þ.s. evrópskar vörur verða þá - - ódýrar í dollurum.

Að vísu sennilega græðir Þýskaland einna helst á því. S-Evrópa mun síður, vegna mun minni hlutfallsleg útflutnings til Bandaríkjanna.

En næstu ár, hlýtur Evrópa að leggja stóraukna áherslu á Bandaríkjamarkað. Meðan að við siglum inn í tímabil - sterks dollars.

  • Það verður afar forvitnilegt að fylgjast með því, hvaða hagvaxtartölur koma frá Evrópu á þessu ári - - en vöxtur er enn að mælast afar slakur miðað við nýlegar mælingar.
  • Gengissveifla evru hefur verið mun smærri gagnvart asískum gjaldmiðlum - - sem einnig hafa verið tiltölulega veikir upp á síðkastið. Þannig að Evrópa græðir þar mun síður útflutningslega séð.

Það má vel vera, að evrópskir útflytjendur -sem hafa verið að fókusa á Asíu allra síðustu ár. Verði svifaseinir að bregðast við útflutningstækifærum til Bandaríkjanna.

Fyrir utan kannski Þjóðverja.

Þá gæti hagvöxtur í S-Evrópu enn haldist undir væntingum.

Lægra gengi evru - - gagnast að sjálfsögðu lítt í viðskiptum innan evrusvæðis. Mörg af Evrópulöndum, eru með ákaflega lítilfjörleg utanríkisviðskipti til landa utan ESB.

 

Kv.


Blaðamenn New York Times birta áhugaverða rannsókn á atburðum tengdum falli Yanukovych

Það sem kemur fram, er í samræmi við þá skoðun sem ég myndaði með mér á sl. ári þegar stjórn Victors Yanukovych féll að því er best varð séð "afar snögglega" forsetinn flúði í útlegð og flestir ráðherrar stjórnarinnar; síðan skipaði þing Úkraínu - stjórn til bráðabirgða.

Tæknilega mega þingmenn ákveða að umbera hvaða ráðherra sem er, lagatæknilega - þurfa þeir ekki að vera þingmenn eða tengdir nokkrum flokki.

Ukraine Leader Was Defeated Even Before He Was Ousted

"Riot police set up water cannons to shoot at protesters in Kiev last February"

 

Blaðamenn NY-times tóku viðbtöl við fyrrum liðsmenn BERKUT sveita innanríkisráðuneytis Úkraínu

Spurningin er - - > Af hverju BERKUT sveitirnar flúðu snögglega af vettvangi þann 21. febrúar 2014?

En eftir að öryggissveitir innanríkisráðuneytisins voru flúnar, þá stóð forsetinn frammi fyrir þeim valkosti að vera handtekinn eða leggja á flótta - - hann valdi seinni kostinn.

Um kvöldið föstudaginn hinn 21. febrúar 2014, var Yanukovych flúinn frá Kíev á þyrlu.

"Andriy Tereschenko, a Berkut commander from Donetsk who was holed up with his men in the Cabinet Ministry, the government headquarters in Kiev..." - "Around 2 p.m. that Friday,..., Mr. Tereschenko received a call from a deputy interior minister, Viktor Dubovik, with an order to leave the city." - "Mr. Dubovik, he said, put him in touch with the opposition lawmaker Mr. Pashinsky, who escorted the Berkut commander and his 60 or so men to the edge of town, from where they drove overnight by bus to Donetsk."

"Mr. Pashinsky estimated that in all, he arranged escorts out of the city for more than 5,000 officers from the riot police, Interior Ministry forces and other security units, like the special operations unit, Alfa." - "He said Mr. Dubovik was just one of the officials he worked with on the mass evacuation, but added that he did not know where the order to retreat had originated."

  1. Þarna er vísbending um - - svik aðstoðar innanríkisráðherra við forsetann!
  2. Af hverju var þingmaður stjórnarandstöðuflokks í samstarfi við aðstoðarráðherrann, við það verk - að koma liðsmönnum sveita innanríkisráðuneytis, út úr höfuðborginni?

Á fimmtudag virðist ríkisstjórn Yanukovych hafa misst sinn þingmeirihluta.

Í kjölfarið á þeim atburði, virðist Yanukovych hafa gert 11.stundar tilraun, til þess að semja um frið - við andstæðinga stjórnarinnar á götum Kíev.

En á föstudagskvöld, virðist brottflutningi öryggissveita Innanríkisráðuneytis hafa lokið, það sama kvöld virðast verðir Yanukovych sjálfs - - hafa yfirgefið hann.

  1. "Radoslaw Sikorski, who signed the truce deal as an observer. “It was astonishing. Within 45 minutes of the signing, after some prayer, we were walking out of the building, and all the riot police were leaving as we left the building,” Mr. Sikorski recalled. “Not just from the presidential compound, but from all the government buildings.”"
  2. "When Russia’s foreign minister, Sergey V. Lavrov, later complained to him that Mr. Yanukovych had been ousted in an armed coup, Mr. Sikorski told him that “this wasn’t a coup. The government was abandoned.” Mr. Lavrov, according to Mr. Sikorski, responded that “the police were without the power to shoot, so they were afraid of Maidan, so they left.”"

Ég hef aldrei heyrt um -vopnaða byltingu- sem fer fram með þeim hætti, að liðssveitir stjórnarinnar flýja af vettvangi án þess að sína lit til að berjast.

Síðan labba andstæðingar án fyrirstöðu inn í byggingar sem hafa verið yfirgefnar.

"Protesters invading the grounds of the residence of President Viktor F. Yanukovych on Feb. 22, 2014, after he fled Kiev."

  1. Rás atburða virðist hafa verið hröð, í kjölfar atburðar er varð miðvikudag, sömu viku í febrúar 2014 - - er skothríð fór fram af þökum opinberra bygginga; nokkur fjöldi lét lífið meðal mótmælenda. Þessi atburður virðist hafa leitt til þess að stjórnin missti þingmeirihluta - - "Inna Bogolovskaya, (fyrrum þingmaður flokks forsetans)...said the retreat was merely a response to a resolution adopted late Thursday that week by the Ukrainian Parliament that ordered all Interior Ministry troops and police officers to return to their barracks." - "Ms. Bogolovskaya said that the Thursday night vote sent an emphatic message to Mr. Yanukovych and his last backers that Parliament...had given up on him." - "This was the moment that Yanukovych realized that he no longer had even Parliament on his side,”"
  2. Það getur verið að liðsmenn öryggissveita, hafi túlkað ákvæði -friðarsamkomulags- sem Yanukovych reyndi að gera á síðustu stundu - - > Með þeim hætti, að forsetinn ætlaði að setja alla sök af rás atburða dagana á undan; á liðsmenn öryggissveitanna. Þeir því rétt upp fingurinn með því að fara af vettvangi - "security officers said in interviews that they were alarmed by language in the truce deal that called for an investigation of the killing of protesters. They feared that a desperate Mr. Yanukovych was ready to abandon the very people who had protected him, particularly those in the lower ranks who had borne the brunt of the street battles."
  3. Liðsmenn forsetans, hafi litið á 11-stundar tilraun forsetans, til að semja um frið - - sem uppgjöf. Forsetinn væri að gera tilraun til að bjarga eigin skinni, með því að "selja eigin liðsmenn" - þá hafi brostið allsherjar flótti í liðsmenn forsetans.

"One of the units that pulled out on Friday afternoon was a 30-man Berkut squad from Sumska, a region east of Kiev. Its acting commander, who asked to be identified only by his first name, Vladimir..." - "“The minister had disappeared, and nobody was taking calls,” he recalled. He finally reached a middle-ranking official at the ministry. Advised to leave as “all the chiefs are running away,” Vladimir contacted Mr. Pashinsky and requested an escort out of town. “We were all worried about being hung out to dry,” he said. He said he was not ordered to leave but simply told that he and his men could go if they wanted."

"But Mykhalo V. Dobkin, a Party of Regions baron who had for years worked closely with Mr. Yanukovych,...said he spoke with a senior presidential official whom he declined to name..." - "The official, Mr. Dobkin said, had looked out of his window in the presidential administration building on Friday afternoon and, shocked to see the police “laying down their shields and getting on buses,” rushed to see the president to ask what was going on. Told by Mr. Yanukovych that he had issued no order for a withdrawal, the official, according to Mr. Dobkin, then left the building, never to return."

 

Hrun ríkisstjórnar Victors Yanukovych kom mörgum í opna skjöldu því að gerðist svo snögglega

Mér virðist þurfa að skoða - af hverju þingið sneri baki við Victor Yanukovych. En það þíðir að fjöldi þingmanna hans eigin flokks - - hljóta að hafa svikið lit, og það snögglega.

Sá atburður gerist í kjölfar voða-atburðarins er nokkur fjöldi fólks var skotinn af leyniskyttum.

  • En eftir að ráðherrar stjórnarinnar voru flúnir, og forsetinn sjálfur.
  • Skipaði þetta sama þing, nýja stjórn.

Þ.e. lagatæknilega ekkert rangt við það - að sitjandi þingmenn skipi aðra stjórn. Og hún þarf ekki lagatæknilega séð að vera skipuð ráðherrum sem eru þingmenn.

Þingið virðist hafa samið við andstæðinga Victors Yanukovych á götum Kíev - - eftir allt saman skipuðu þeir fulltrúa mótmælenda í þá nýju stjórn.

Ég geri ráð fyrir því, að einstakir þingmenn hafi verið að - hugsa um eigið skinn.

  1. En hvernig sem ég lít á málið - - þá eru engin lög augljóslega brotin við það. Að þing landsins skipi nýja stjórn með nýjum ráðherrum.
  2. Eftir að ráðherrar fyrri stjórnar eru flúnir úr landi.

Ákaflega sérstök "stjórnarbylting" sem fer fram alfarið í samræmi við lög og líklega einnig stjórnarskrá.

En ég kem ekki auga á nein augljósa laga- eða stjórnarskrárbrot, við þá ákvörðun þingsins.

Eftir að bráðabirgðastjórn er sett eða skipuð, þá gilti áfram venjuleg þingræðisregla. Að þingið samþykkir lög.

  1. Það má hugsanlega halda því fram, að þingmenn hafi óttast um eigið líf.
  2. En hafið í huga, að þingmennirnir virðast taka þessa ákvörðun, að snúa baki við forsetanum - - á miðvikudag. Öryggissveitirnar leggja á flótta á föstudag.
  3. Það gefur a.m.k. líkur á því, að samkomulag hafi þá þegar legið fyrir milli sitjandi þingmanna, og andstæðinga - um að þeir þ.e. þingmennirnir mundu söðla um.

Mér virðist að það hafi verið - - svik hluta þingmanna flokks Victors Yanukovych, sem hafi ráðið úrslitum.

Strangt til tekið - - eru slík svik; ekki stjórnarbylting.

En flokkar hafa t.d. klofnað á Íslandi - - stjórnir fallið. Eða flokkar yfirgefið stjórnir t.d. þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, eina skiptið sem Þorsteinn Pálsson var ráðherra og þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins; klofnaði - ný vinstri stjórn undir forsæti Steingríms Hermannssonar var skipuð í staðinn, og Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi formaður Alþýðubandalags gerðist fjármálaráðherra.

Ég hugsa að sumir Sjálfstæðismenn - - hefðu verið til í að kalla það stjórnarbyltingu.

 

Niðurstaða

Ég fylgdist ákaflega vel með rás atburða í Úkraínu síðustu dagana áður en forsetinn flúði landið. Það sem kemur fram í viðtölum blaðamanna NYTimes kemur heim og saman. Að það hafi verið -flótti eða brotthvarf öryggissveita Innanríkisráðuneytis frá Kíev- sem hafi neytt Victors Yanukovych til að flýja land.

Sitjandi þing í Kíev, síðan skipaði nýja stjórn - sem var réttur sitjandi þings eftir allt saman.

Ég kem ekki auga á nokkur lög sem augljóslega hafi verið brotin, eða á nokkur augljóst stjórnarskrárbrot.

Þingið þó augljóslega - skipaði stjórn úr liði þeirra sem stóðu fyrir mjög fjölmennum götumótmælum er höfðu staðið samfellt í a.m.k. 3 mánuði á undan.

Það verður að reikna með því, að þingmenn hafi samið við þá hópa - - þingið síðan sat áfram. Ríkisstjórn skv. þingræðislegri reglu var háð því að þingið samþykkt lög.

Það má þó reikna með því, það að hópar hafa haldið áfram að sitja á "Sjálfstæðistorginu" geti hafa viðhaldið einhverjum þrýstingi á þingið.

  • Rétt að halda þó á lofti, að t.d. er þingið hafnaði tillögu Svoboda flokksins, að gera úkraínsku að löggildu tungumáli landsins - - sýndi þingið -tel ég- fram á að það væri ekki undir stjórn götumótmælenda.
  • Þingið hefur örugglega verið undir þrýstingi frá þeim hópum, en Svoboda fékk ekki sitt fram - - þetta varð aldrei að lögum. Eða stefnu stjórnarinnar.

Það hefur eigi að síður verið mikið notað af anstæðingum Kíev stjórnarinnar - þessi tillaga Svoboda flokksins, þó hún hafi verið felld af þinginu.

 

Kv.


Spurning hvort að evran endar í 1 á móti 1 gengi við Dollar?

Það hefur verið áhugaverð gengisþróun í gangi milli gengi evru við Bandaríkja dollar sl. mánuði. En skv. hreyfingu sem varð á föstudag, fór gengi evru við dollar i 1,2. En evran hefur oftast nær verið mun hærri en þetta við dollar, en hefur ekki verið lægri en þetta miðað við dollar síðan 2012 ca. bout er kreppan á evrusvæðinu var hvað verst. 

En skv. sérfræðingum er markaðurinn að "prísa inn" væntingar um ólíka vaxtastefnu á evrusvæði miðað við Bandaríkin - - þ.e. væntingar eru uppi um að næstu misseri verði vextir hærri í Bandaríkjunum en á evrusvæði.

Síðan segja sérfræðingar að markaðurinn eigi enn eftir að "prísa inn" fulla prentunaraðgerð þ.e. svokallað Q.E. sem Seðlabanki Evrópu sé ekki enn kominn með í fullan gang.

Svo sérfræðingar séu farnir að ræða lægra gengi en 1,2 við dollar, sem líklegt.

Mynd sýnir síðustu 12 mánaða verðþróun evru við dollar:XE Currency Charts (EUR/USD)

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/usd_eur.jpg

1,393 virðist gengishápunktur evru á þessu tímabili.

1,200 virðist nýjasta staðan skv. þessari síðu.

Það gerir 13,85% sveiflu.

Eða ef við tökum gengið síðan fyrir akkúrat 12 mánuðum, 1,359

Þá er sveiflan 11,7%.

  • Þetta virðist meir vegna hækkandi gengis dollars, en þess að evran sé að hríðfalla af krafti.
  • En gengi dollars er farið að rísa gegn öllum helstu gjaldmiðlum.
  • Heimurinn sennilega að sigla inn í nýtt tímabil sterks dollar.

Evran var auðvitað ekki til - - síðast þegar slíkt tímabil var til staðar á seinni hluta 10. áratugarins.

Ástæður að ætla að gengi dollars hækki frekar við evru, eru náttúrulega að búist er við frekari aukningu hagvaxtar í Bandaríkjunum - - þetta árið vegna lágs olíuverðs.

Meðan að reiknað er með því, að Seðlabanki Evrópu muni prenta evrur til að hamla gegn verðhjöðnunar hættu á evrusvæði - - og þannig sennilega koma gengi evru í enn lægri stöðu við dollar en nú.

Góð spurning hve lág evran getur orðið miðað við dollar, eða hve sterkur dollarinn getur orðið við evru.

 

Niðurstaða

Staða evrunnar næstu misseri virðist líkleg að endurspegla minni hagvöxt á evrusvæði en í Bandaríkjunum, sem og að auki það að vaxtastefna Seðlabanka Evrópu virðist vera að leita í öfuga átt við stefnu "US Federal Reserve" sem reiknað er með að hækki vexti fljótlega. "US Fed" er sennilega hættur prentun eins og stefnt var fyrir árslok. Meðan að "ECB" er að hefja prentunaraðgerð, og líklegur til að bæta frekar í hana á árinu - og kannski næstu misseri einnig.

Kannski nær evran 1:1 við dollar!

 

Kv.


Ef Grikkland endar utan evrunnar á árinu, gæti Ítalía verið næst - árið eftir kannski

Ég sá ágæta grein á vef Financial Times þar sem vandamál Italíu sem Matteo Renzi forsætisráðherra þarf að glíma við - voru talin upp: Renzi is the last hope for the Italian elite.

Einna áhugaverðasti punkturinn var sá, að svokallaðir "andstöðuflokkar" fá í dag um 50% mælt fylgi, samanlagt - á Ítalíu. Þeir eru af mjög margvíslegu tagi.

"It is that practically half the political spectrum — from Silvio Berlusconi’s Forza Italia party to Matteo Salvini’s Northern League and the Five-Star Movement — is represented by forces that espouse eurosceptic or anti-euro policies."

--------------------------

Ekki bara "5-stjörnu hreyfing" Peppe Grillo, sem er mótmælahreyfing gegn flokkakerfinu á Ítalíu, sjá Wikipedia: Five Star Movement.

Um margt minnir þetta mig á "Borgarahreyfinguna" sem spratt upp 2009. En það virðist að kjörnir þingmenn, séu -starfsmenn hreyfingarinnar- þ.e. án eiginlegra valda -hluti af hugmynd um að afnema völd pólitíkusa- heldur séu þeir háðir ákvörðunum sem teknar séu á "umræðuvef" rekinn af hreyfingunni þ.s. félagar greiða atkvæði um tillögur og frumvörp -síðan greiða þingmenn hreyfingarinnar atkvæði í samræmi við þann vilja." Borgarahreyfinging ísl. klofnaði þegar þingmenn hennar, sættu sig ekki við það, að vera "valdalausir" að það væru ekki þingmennirnir sem á endanum réðu því hvernig þeir greiddu atkvæði. Margir félagar þeirra litu á þingmennina sem svikara. -ég auðvitað tek enga afstöðu-

Svo eru þeir með hugmyndir um -svokölluð græn störf- í nöp við stór iðnað.

Þessi hreyfing fékk atkvæði á bilinu 20-25% þ.e. í kosningum til Evrópuþings, efri deildar ítalska þingsins, og neðri deildar þess.

--------------------------

Forza Italia og Norðurbandalagið - - munu líklega ekki geta unnið með 5-stjörnu hreyfingunni.

Á hinn bóginn - - mun hún líklega ekki heldur geta unnið með nokkrum öðrum flokki.

Og ég sé ekki að hún sé fær um að stjórna landinu, hvort sem er.

  • Punkturinn er auðvitað sá, að þó svo enginn flokkur mundi geta unnið með henni.
  • Þá gæti tilvist hennar, ásamt vaxandi fylgi við andstöðu á hægri vængnum við evruna og ESB sjálft - - gert það ómögulegt að mynda meirihlutastjórn er væri ESB og evru vinsamleg.

Á móti kemur, þarf alls ekki vera að mögulegt væri heldur að mynda meirihluta sem hefði hina skoðunina - - að taka Ítalíu út úr evru.

Sem gæti þítt, pólitíska lömun.

  1. Varðandi efnahags vandamál Ítalíu, slær mig mest að "iðnframleiðsla" hafi dregist saman um 25% sl. 6 ár.
  2. Skuldir ítalska ríkisins upp á 133% væru ekki eins hættulegar, ef ítalski iðnaðurinn væri í vexti og það væri sambærilegur viðskiptaafgangur á ítalska hagkerfinu, og Japan bjó við samfellt milli 1990-2010.
  3. Þá auðvitað væri ekki 40% atvinnuleysi meðal ungs fólks.

Renzi virðist a.m.k. vera hæfari foringi heldur en flestir sem hafa verið áberandi á Ítalíu seinni ár.

En á sama tíma, glímir hann við þau stjórnmál sem eru til staðar - hann virðist hafa merkilega gott samstarf við Berlusconi.

Hann virðist hafa tekið þá afstöðu, ef hann á að koma nokkru til leiðar, þurfi hann samkomulag við karlinn.

En karlinn hefur sagst vilja Líruna að nýju.

Það virðist ekki sérdeilis líklegt -miðað við það að hann býr við sama þingið of forveri hans í embætti Enrico Letta- að hann í reynd komi miklu til leiðar.

Hann hafi tekið áhættu, með því að velja að knýja ekki fram kosningar, því ef hann nær litlu fram af því sem hann stefnir að ná fram - þá mun hann hafa verið miklu af sínu pólitíska kapitali til lítils.

Kjósendur gætu þá í örvæntingu leitað í auknum mæli til þeirra flokka, sem segja að von Ítalíu liggi í því að endurreisa sinn fyrri gjaldmiðil. Þá er "and evru meirihluti" a.m.k. hugsanlegur.

Það mun auðvitað ráðast mikið af því, hvernig mál spilast á Grikklandi. Þ.e. hvort t.d. ef Syriza kemst til valda, og ef í kjölfarið á því Grikkland tekur að nýju upp drögmuna; hvort eftir það einhvers konar efnahagslegt kaos mun ríkja eða hvort að Syriza mun auðsýna a.m.k. lágmarks stjórnunarhæfilega. Því betur Grikklandi þykir vegna í kjölfarið, því í meira mæli muyndi sú útkoma styrkja þá sem vilja taka lönd eins og jafvnel Frakkland eða Ítalíu út.

 

Niðurstaða

Út af miklu atvinnuleysi og afar hægum hagvexti. Sem fátt bendi til að muni minnka atvinnuleysið á meginlandi Evrópu að ráði í nokkurri bráð. En fyrstu efnahagstölur sem eru að berast frá lokamánuðum sl. árs - - benda ekki til þess að hagvöxtur hafi glæðst síðasta fjórðung sl. árs í Evrópu. Heldur hafi ástandið einkennst af sömu stöðnuninni.

Þá hefur örvænting atvinnulausra farið vaxandi. Og eins og margir sáu fyrir, hefur fyrir bragðið fylgi við flokka - sem aðhyllast lausnir sem eru utan við meginstraum stjórnmála farið vaxandi.

Kosningar sem fara fram 2015, gætu skilað áhugaverðum úrslitum. Grikkland stendur frammi fyrir kosningum. Og þ.e. alveg hugsanlegt að ef slitnar upp úr stjórn Renzi á Ítalíu. Að þar verði einnig kosið. Á hinn bóginn, getur einnig verið að hún haldi áfram út árið - en ef hún skilar litlu þá mundu vinsældir hennar dala hratt. Og líklega fylgi við lausnir utan við meginstraum stjórnmála - - vaxa að sama skapi.

Ítalía gæti þá orðið næsta land á eftir Grikklandi, hvort sem það verður á þessu ári eða því næsta, þ.s. flokkar sem aðhyllast efnahagslausnir utan við svokallaðan meginstraum komast til valda.

Ef það gerist væri það töluverður jarðskjálfti í Evrópu. Svo eru auðvitað forsetakosningar í Frakklandi 2017. Þær gætu orðið mjög áhugaverðar, sérstaklega ef flokkar utan við -núverandi meginstraum- ráða ríkjum á Ítalíu þegar það ár kemur.

Þá gætu menn horft bæði til Ítalíu og Grikklands.

  1. Tek fram að ég hef aldrei litið svo á, að endalok evrunnar -ef þau yrðu- þíddi endilega endalok ESB.
  2. En það gæti leitt til annars konar ESB en í dag. Þá eru svo margar mögulegar útkomur, allt frá því að það leiddi til minni miðstýringar og smækkunar miðjunnar í ESB. Völd yrðu færð aftur til aðildarríkjanna. Yfir í að evruklúbburinn minnkaði, en þau lönd sem eftir væru mundu - - taka yfir stofnanir sambandsins og þá gæti sambandið sem slíkt minnkað einnig. Það mætti einnig hugsa sér samband lausara í reipum, með 2-gjaldmiðilssvæði. Eða jafnvel, að löndum utan evru mundi fjölga, evruklúbburinn minnka, og það leiddi til þess að jafnvægið milli evruklúbbs og landa utan evru mundi breitast löndum utan evru í hag. Það yrðu litlar breytingar á skipulagi samstarfsins - - > Kannski er það síðasta líklegasta útkoman.

Sambandið tel ég getur vel haldið áfram án sameiginlegs gjaldmiðils. Eins og það var til áður en sá kom til. Að sama skapi, ef ríkjum í evrunni fækkar - - þarf það ekki endilega að vera tilvistar ógn við sambandið heldur.

Samstarfið þarf ekki bara að þróast skv. "reiðhjólakenningunni" ávalt í eina átt, það getur einnig stigið til baka. Eða ég sé ekki af hverju það ætti ekki geta gerst. Og af hverju þá mundi það endilega leiða til endaloka sjálfs samstarfsins.

 

Kv.


Stundum þarf ekki mikið til að fólk farist - 36 farast í troðningi í Kína gamlárskvöld

Hvað akkúrat gerðist virðist óljóst, en ég er með hlekk á áhugaverða fréttaskýringu kínverska sjónvarpsins í Sjanghæ. Eðlilega á kínversku - en myndræn útskýring á atburðinum skilst nægilega vel. Virðist troðningurinn hafa orðið í tröppum - annar hópurinn á leið upp, þegar allt í einu hinn hópurinn reyndi að troðast niður. Og það varð troðningur á milli.

Fréttaskýring Yoku.com

Witnesses Recall Panic of Deadly Stampede in Shanghai

"“We were just trying to walk up the steps to see the light show, and then people at the top began pushing their way down,” said a 20-year-old man who gave his name only as Xu, while waiting for a friend at the Shanghai No. 1 People’s Hospital. “Then I heard someone scream, and people began to panic. We got crushed.”"

Það virðist að fólk hafi mætt á torgið til að sjá flott "laser" atriði sem sýna átti á að lísa upp með glæsilegum hætti svokallaðan "Sjanghæ turn" næst hæstu byggingu heims.

Enginn veit enn af hverju annar hópurinn ákvað allt í einu að troðast niður tröppurnar þ.s. fólkið fórst.

Shanghai New Year's Eve stampede kills 36 after fake money thrown from building

Sú kenning, að fölskum peningum hafi verið kastað út um glugga á næturklúbbi, virðist umdeild.

 

Niðurstaða

Ef þessi sorglegi atburður sýnir eitthvað, þá er það atriði að -risastórar þvögur- séu hættulegar. Rás atburða getur afar snöggt farið úr böndum. Fólk farist út af afar litlu tilefni.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 271
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband