Það virðist afar líklegt að Þýskaland taki "GREXIT" fram yfir - að skera niður skuldir Grikklands

Ég bendi á afar góða umfjöllun Der Spiegel: Germany Open to Possible Greek Euro Zone Exit. Hvers vegna Þjóðverjar með Merkel í fararbroddi líklega kjósa frekar "GREXIT" en frekari skuldaniðurskurð fyrir Grikkland. Hefur líklega að gera með það fordæmi sem slíkur skuldaniðurskurður mundi skapa gagnvart öðrum aðildarlöndum evru sem skulda Þýskalandi stórfé.

  1. Málið er náttúrulega, að Þýskaland er að hugsa um þær upphæðir sem lönd eins og Spánn eða Portúgal skulda þeim.
  2. Svo gæti það hentað þýskum stjórnmálamönnum, ef Grikkir hlaupa úr evrunni og taka greiðsluþrot í kjölfarið. Í stað þess að afskrifa að hluta skuldir Grikklands.
  3. Vegna þess, að þá geta þeir varpað skuldinni á Grikki. Segja að það sé Grikkjum nú að kenna, að skattborgarar Þýskalands séu að tapa fé.
  4. En ef þeir samþykktu að afskrifa, þá mundi ásökun marga innan Þýskalands, þegar tapið á grísku skuldunum kemur í ljós - - beinast að ráðandi pólitíkusum Þýskalands.

Skýringamynd Der Spiegel sýnir að 80% skulda Grikklands eru í opinberri eigu

Graphic: Greek State Debt

  • Eins og skýringarmyndin sýnir, þá eiga nú aðildarríki ESB ásamt AGS -- bróðurpart skulda Grikklands.
  • En með því að lána fé til Grikklands, svo að gríska ríkið hefur getað greitt upp skuldir einkaaðila að einhverju verulegu leiti, á sama tíma og afskriftir hafa hingað til eingöngu bitnað á skuldum Grikklands í einka-eign.
  • Þá er það komið svo, að einungis óverulegt hlutfall skulda landsins er í dag í einkaeigu.

Þessi staðreynd þíðir auðvitað að - - krafa frá Grikklandi um afskrift.

Leiðir til beins taps skattborgara hinna aðildarríkjanna.

Og pólitíkusar, ekki bara þeir þýsku, verða sennilega tregir til að samþykkja afskrift þeirra skulda, þar með - til þess að viðurkenna tap sinna skattborgara.

Þannig að líklega einnig hentar það hinum aðildarríkjunum, að Grikkland gangi út úr evru, verði greiðsluþrota.

Þá geti Grikkland orðið að - - box púða þeirra, sem munu vísa sökinni á Grikkland.

  1. Þrátt fyrir að ESB hafi í reynd 2012, gefið Grikklandi loforð um það að afskrifa skuldir Grikklands, ef það mundi takast að ná fram afgangi af frumjöfnuði fjárlaga - - sem hefr tekist. En pólitíkusar ESB virðast hafa ákveðið að gleyma því loforði.
  2. Og þrátt fyrir, að flestir hagfræðingar bendi á nauðsyn fyrir frekari afskrift skulda Grikklands - enda skuldir þess aftur á svipuðum slóðum og síðar var afskrifað.

Það sem Grikkland stendur frammi fyrir er "denbt indenture" eða "skulda-ánauð."

Ég á við, að skuldirnar séu slíkar, að þær verði einnig til staðar, þegar næsta kynslóð Grikkja fer inn á vinnumarkað, og líklega enn til staðar þegar börn þeirra næstu kynslóðar sjálf koma inn á vinnumarkaðinn.

Þetta verði kynslóðaskuldir - - ég sé einfaldlega ekki af hverju Grikkir ættu að samþykkja að greiða skuldir, sem munu lenda á þeim sem sjálfir höfðu engan hag af því á sínum tíma, er þær skuldir urðu til.

 

Niðurstaða

Krafan um skulda-afskrift er að mínu viti rétt og sanngjörn. Það er að sjálfsögðu rétt, að menn eiga að borga skuldir sínar. Og ef fólk ekki getur borgað, er selt ofan af þeim, eða ef um fyrirtæki er að ræða, er það gert upp.

Vandi er, þegar um er að ræða þjóð - - > Því þá er enginn náttúrulegur stopp atburður sbr. "dauði einstaklings" eða "gjaldþrot viðkomandi" eða "að fyrirtæki er gert upp eignir þess seldar" - - þannig að skuldirnar hverfa þá ekki, heldur halda áfram að íþyngja þjóðfélaginu.

Þá eins og ég sagði, framkallast ástandið - skuldaánauð.

Hættan af þessu, er ekki einungis viðvarandi skuldakreppa og fátækt landsins Grikklands, heldur það að landið verði öfgahópum að bráð - - upplausn og borgaraátök eru ekki endilega óhugsandi, jafnvel herstjórn eins og á 7. og fyrri hl. 8. áratugarins.

Grikkland verði að fá afskrift - ef það eigi að eiga möguleika á að rétta við.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er engin góð leið í þessari stöðu, hvorki fyrir "Sambandið" eða Grikki.  Það er nokkuð ljóst að Grikkir geta ekki greitt skuldir sínar, á Eurosvæðinu eða utan þess.  Til þess að svo gæti orðið þarf alla vegna mikið að breytast.

En munurinn er að meiri parturinn af skuldunum nú er í opinberri eigu, en síðast þegar "Grexit" var á dagskrá voru Evrópskar fjármálastofnanir með mikið af fé í Grikklandi.  Nú er búið að bjarga þeim fjármálastofnunum, skattgreidðendur voru notaðir til þess eins og áður.

Nú er svo að sjá hver verður "sökudólgurinn" og hverjir "fórnarlömbin".  "The Blame Game", er jafn þróaður innan "Sambandsins" og víða annars staðar, ef ekki þróaðri.

En eitt af fórnarlömbunum verður ábyggilega Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, því hvernig "Sambandið" hefur notað hann, eða misnotað, getur orðið honum þungt högg. 

Fundargerðin frá 2010 sem var "lekið" gæti átt eftir að hafa mikil áhrif því flest sem haldið var fram þar virðist vera gerast nú.

Ekki beint traustvekjandi fyrir IMF og Lagarde.  Og ekki heldur til að auka traust á alþjóða samvinnu eða stofnunum.  En Íslendingar þekkja nú eitthvað til hvernig sú samvinna getur verið misnotuð.

En það er ekki að undra að ýmis "nýmarkaðslönd" vilji draga úr miklum og jafnvel óeðlilegum áhrifum "Sambandsríkja" í slíkum stofnunum.  Sumum finnst að "Sambandslöndin" hafi viljað fara með IMF eins og sinn "einkabanka".

Erfiðleikar Grikkja verða gríðarlegir, innan sem utan "Eurosvæðisins".  Hvort værir verra, er erfitt að spá um, og fer auðvitað ekki síst eftir því hvernig skilnaðurinn yrði, ef til kæmi.  Einnig eftir því hvort litið er til lengri eða skemmri tíma.

G. Tómas Gunnarsson, 7.1.2015 kl. 06:14

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Svo má ekki gleyma því heldur að Syriza flokkurinn gæti reynst ómögulegir hagstjórnendur. Ég er alveg viss að þú hefur rétt fyrir þér með það að vandamál Grikklands verða mikil hvort sem þeir hanga á þessu innan evrunnar eða ekki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.1.2015 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 44
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 545
  • Frá upphafi: 847266

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband