Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

Vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu hljómar sem biðleikur

Skv. ummælum sem koma fram sjá hlekk - Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 6 February 2014 - þá er að vænta nýrrar hagspár frá starfsmönnum "ECB" sbr. orð -

"Regarding the medium-term outlook for prices and growth, further information and analysis will become available in early March."

- þ.s. starfsmenn gera tilraun til að spá fyrir verðbólgu nk. tveggja til þriggja ára.

Þetta þíðir væntanlega það, að vaxta-ákvörðun Seðlabanka Evrópu í mars - gæti orðið áhugaverður atburður.

 

Seðlabanki Evrópu heldur vöxtum óbreyttum!

Markaðurinn bjóst greinilega við vaxtalækkun því að í kjölfar kynningar á ákvörðun bankaráðs "ECB" þá hækkaði gengi evrunnar nokkuð. 

En þ.e. mjög merkilegt að "veikasta" hagkerfið af risahagkerfunum í heiminum, skuli hafa sterkasta gjaldmiðilinn. En hágengi evrunnar að sjálfsögðu - magnar upp verðhjöðnunar hættuna.

Skv. nýlegum tölum EUROSTAT stendur meðalverðbólgan í 0,7%. Eftir að hafa í 2-mánuði mælst örlítið hærri en samt neðan við prósent.

Skv. Mario Draghi - - kom sú lækkun á óvart.

  • "Inflation expectations for the euro area over the medium to long term continue to be firmly anchored in line with our aim of maintaining inflation rates below, but close to, 2%."

Ég veit ekki hvernig í ósköpunum þeir "geta haldið þessu fram" að verðbólgan síðar meir muni vera í samræmi við markmið "ECB" þegar þeir viðurkenna síðan, að hún muni vera afskaplega lág a.m.k. nk. 2-3 ár.

  • "As stated previously, we are now experiencing a prolonged period of low inflation, which will be followed by a gradual upward movement towards inflation rates below, but close to, 2% later on."

Það verður áhugavert að vera "fluga á vegg" þegar niðurstöður greiningar starfsm. bankans liggja fyrir um þetta framhald, nk. 2 - 3 ár.

"Output in the euro area is expected to recover at a slow pace. In particular, some improvement in domestic demand should materialise, supported by the accommodative monetary policy stance, improving financing conditions and the progress made in fiscal consolidation and structural reforms. In addition, real incomes are supported by lower energy price inflation. Economic activity is also expected to benefit from a gradual strengthening of demand for euro area exports. At the same time, although unemployment in the euro area is stabilising, it remains high, and the necessary balance sheet adjustments in the public and the private sector will continue to weigh on the pace of the economic recovery."

Akkúrat - - löturhægur hagvöxtur er hafinn. Og hann mun áfram a.m.k. nk. 2-3 ár vera löturhægur. 

Nefni að spámenn Framkvæmdastjórnarinnar spá meðalhagvexti til 2023 í kringum 1%. 

  • "Annual growth in M3 moderated to 1.0% in December, from 1.5% in November. "

Áhugavert að það hægir í 3-sinn á aukningu peningamagns. En margir hagfræðingar telja að þróun peningamagns, sé vísbending um þróun hagvaxtar ca. hálft ár fram í tímann.

Ég ætla ekki að slá neinu föstu um hvort þeir hafa rétt fyrir sér. En það gæti verið vísbending a.m.k. um það, að sá litli mældi vöxtur sem er til staðar.

Sé ákaflega brothættur - - og lítið þurfi út af bregða til að hann hverfi.

  • "As in previous months, the main factor supporting annual M3 growth was an increase in the MFI net external asset position, which continued to reflect the increased interest of international investors in euro area assets."

Eina ferðina enn, er meginástæða aukningar "breiðs peningamagns" innflæði evra frá útlöndum - líklega vegna þess að evrusvæði er nú með viðskipta-afgang sem heild. Þá leita evrur inn - - en ef evrusvæðið hefði viðskiptahalla þá mundu þær leita út.

Sem er eiginlega vísbending um það - að fyrir utan útflutningsdrifna hluta hagkerfisins.

Sé eiginlega ástandinu best lýst sem "kyrrstöðu."

Munum að Japan var með viðskipta-afgang allan tímann á milli 1990-2010. 

Mjög lítill hagvöxtur - - mjög lítil verðbólga - neyslu haldið aftur af erfiðri skuldastöðu margra neytenda og atvinnuleysi - - viðskipta-afgangur. Síðan er ástandið kórónað af "hækkandi gengi."

Og Mario Draghi heldur því enn fram, að verðhjöðnun sé ólíkleg:

"Let us ask ourselves what are the causes of such behaviour of inflation. First of all, we have to dispense once more with the question: is there deflation? And the answer is no. There is certainly going to be subdued inflation, low inflation for an extended, protracted period of time, but no deflation. The inflationary expectations continue to remain firmly anchored and we do not see much of a similarity with the situation in Japan in the 1990s and early 2000s."

Ég velti því stundum fyrir mér hvort hann er að gera tilraun til að tala niður - - hættuna af verðhjöðnun, með því að afneita henni - trekk í trekk.

James Mackintosh hjá Financial Times benti á að það hafi tekið 5 ár fyrir verðbólgu í Japan að hverfa, og síðan 2-ár til viðbótar. Fyrir verðhjöðnunina að verða föst í sessi:

Draghi smacks of hubris over ECB ‘success’

Evrukrísan hófst 2010 ca. í apríl þegar vandræðin í Grikklandi hófust. Nú er 2014. Ef við miðum við Leahmans krísuna 2008 og bankavandræðin í Evrópu vorið 2009. 

Þá er samt ekki þau 5 ár alveg liðin sem það tók Japan að enda í verðhjöðnun.

Með svo gríðarlegt atvinnuleysi - - stöðugt til staðar. Sem mun viðhalda "lamandi hönd" á eftirspurn. Ásamt því að atvinnuleysið sjálft minnkar mögulegan hagvöxt. 

Í ofan á lag, er skuldastaða aðildarríkjanna erfið. Fyrirsjáanlega mun aðhaldsstefnu ríkissjóða framhaldið - - mörg, mörg ár til viðbótar. Ekki má gleyma því að almenningur víða í Evr. er skuldugur sjálfur, og lélegur vöxtur þíðir að tekjuaukning almennings verður þá í besta falli hæg, þannig að skuldir lækki þá einnig í besta falli í miklum rólegheitum. Það einnig auðvitað er lamandi fyrir eftirspurn.

  • Þá blasir verðhjöðnunarhættan við.
----------------------------------
  • "The annual rate of change of loans to non-financial corporations (adjusted for loan sales and securitisation) was -2.9% in December, after -3.1% in November."

Og enn heldur samdráttur útlána til atvinnulífs áfram.

 

Niðurstaða

Líklega er það mikið ósamkomulag innan bankaráðs Seðlabanka Evrópu. Að Draghi er ekki mögulegt að leggja til neitt annað, en þennan biðleik til mars. 

Þannig að næsta vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu er hugsanlega áhugaverð. 

En á meðan gerir "ECB" ekkert frekar til að vega gegn hinum jafnt og þétt minnkandi verðbólguþrýstingi. En því lengur sem "ECB" bíður því öflugari þurfa mótaðgerðirnar líklega að vera.

En ef verðhjöðnun nær að verða "föst í sessi" í S-Evrópu. Þá mun vart lengur nokkur getað efast um það að skuldastaða þeirra landa sé ósjálfbær. Meira að segja últra lág verðbólga í langan tíma, er varasöm þegar skuldir eru svo rosalega háar sem í Ítalíu. En þá þarf ef hagvöxtur fer ekki yfir 1%. Afgang af rekstri ríkisins í slíkum hæðum, að ég held að það sé ekki til neitt dæmi um það í hagsögunni að land sem sé lýðræðisríki hafi getað viðhaldið það miklum rekstrarafgangi yfir tímabil lengur en áratug. Og Ítalía þyrfti sennilega að viðhalda honum a.m.k. 20 ár samfellt.

Það yrði sennilega útilokað í ástandi verðhjöðnunar.

Kv.


Der Spiegel segir Þýskaland með áform um nýtt björgunarprógramm fyrir Grikkland!

Tvær greinar á vef Spiegel fjalla um málið þ.e. Berlin Weighs New Aid Package for Greece - - og - - Greece Plans to Impress Creditors With Good News.

Skv. Der Spiegel telja þýsk yfirvöld enn ákaflega margt í ólagi með gríska prógrammið:

"In a five-page internal memorandum to his ministry, entitled "Greece Position Paper,"...the bankrupt state's deficiencies are numerous, including the issue of fundamental problems in public administration that remain to be remedied. Tax authorities are unreliable, the creation of a nationwide land registry has stalled, and privatization isn't moving ahead. The job market has also failed to become as flexible as desired."

En á sama tíma er hljóðið í grískum stjórnvöldum allt í einu orðið "jákvætt" en skv. því sem þar er haldið fram, er Grikkland að hefja "viðsnúning." 

"According to a Greek Finance Ministry official, the good news will include the first increase of retail sales in 43 months, and the first rise in the purchasing managers' index in 54 months. The "super-weapon" in Stournaras' arsenal, however, is the hefty 2013 primary budget surplus, now estimated at €1.5 billion, well above the official budget forecast of €812 million." - "Athens also plans a return to the markets by the end of 2014 in what it believes will be a definitive sign that the Greek economy is out of the woods."

Það virðast hafa komið fleiri ferðamenn - sem kannski skýrir aukningu í viðskiptum verslana, og það virðist í gangi einhver aukning í útflutningi - kannski að launalækkanir séu farnar að skila einhverjum áhrifum.

Afgangur af "frumjöfnuði" fjárlaga þ.e. áður en tekið er tillit til kostnaðar af skuldum, ef þ.e. rétt að sá sé til staðar og þetta stór; þá styrkir það samningsstöðu grískra stjórnvalda. En afgangur af frumjöfnuði þíðir að "tæknilega" geta grísk stjv. þar með "hótað að neita að borga" þ.s. þau geta fjármagnað sinn eigin rekstur. Eru ekki þá lengur háð fjármögnun til þess að reka grunnþjónustu.

  • En þ.e. hola í gríska prógramminu sem hefur blasað við síðan á sl. ári upp á ca. 10ma.€.
  • Skuldir Grikklands nema í dag 176%.

Hugmyndir þess efnis að leita inn á lánamarkaði - - hljóma eins og fantasíu órar. Þó svo að vaxtakrafa Grikklands hafi lækkað mikið síðan markaðurinn fór að trúa því að ESB ætlaði ekki að láta Grikkland verða gjaldþrota, nánast "no matter what."

Þá samt er markaðurinn ákaflega dýr - milli 7-8% vextir fyrir 10 ára lán. 

Örugglega miklu dýrara en að fá viðbótar lánsfé frá aðildarríkjunum.

 

Spurning hvort að grísk stjórnvöld eru að tala upp stöðuna vegna slæmrar stöðu í skoðanakönnunum!

Það er orðið langt síðan að ég skoðaði fylgisstöðu stjórnmálaflokka á Grikklandi. Ég fann tvær áhugaverðar kannanir aðra frá miðjum desember en hina alveg glænýa þ.e. frá 5. febrúar.

New Poll Shows SYRIZA in the Lead

Eins og sést í könnuninni frá miðjum desember er SYRIZA að mælast stærsti flokkurinn.

metron_analysis_poll

Í hinni glænýju könnun - er megin andstöðuflokkurinn Syriza enn í forystu.

Greece’s Major Opposition Party Stable in the Lead

euro2

  • Það skiptir miklu máli - - að verða stærsti flokkurinn.
  • Því skv. grískum kosningalögum, fær stærsti flokkurinn alltaf 50 þingmenn að gjöf.
  • Þetta var gert á sínum tíma til að auka líkur á "eins flokks" þingmeirihlutum.

Þetta gæti auðvitað verið farið að hafa áhrif á afstöðu ráðherra ríkisstjórnarinnar, gerir stjórnina síður viljuga til að - framkvæma frekari óvinsælar niðurskurðar aðgerðir. Eða að reka ríkisstarfsmenn. Eða að selja ríkisfyrirtæki.

Allt aðgerðir harðlega gagnrýndar af hinum ákaflega vinstrisinnaða Syriza flokki.

En við erum að tala um alvöru "harðlínu" vinstrimenn, svokallaða "anti" globalista.

Flokkur sem sennilega lítur á alÞjóðleg stórfyrirtæki sem eitt það versta sem búið hefur verið til í mannkynssögunni.

  • Í báðum könnunum er "Gullin Dögun" í öruggu 3-sæti.

Spurning hvort þetta eykur líkur á því að Grikkir segi einhliða "bless" við björgunarprógrammið og skuldirnar?

 

Hvað með stöðu flokkanna fyrir kosningar til Evrópuþings?

"The detailed poll shows that in first comes SYRIZA with 21.7 percent and follows New Democracy with 8.7 percent. Third is Golden Dawn with 7.1 percent and fourth is KKE with 5.1 percent. PASOK stands fifth with 4 percent and sixth is ANEL with 3.1 percent. DIMAR stands at 3 percent."

Takið eftir að fyrir utan "Nýtt lýðræði" sem er megin hægri flokkurinn í Grikklandi sambærilegur við Sjálfstæðisflokkinn á Íslandi.

Eru það eingöngu - - öfgaflokkar sem skipa efstu sætin skv. þeirri könnun.

En "KKE" eru grískir kommúnistar - - höfum í huga að grískir kommúnistar eru "unreformed" þ.e. þeir eru enn með þær sömu skoðanir og kommúnistar höfðu fyrir fall Sovétríkjanna. 

Þeir eru þannig séð "furðulegir steingervingar." 

Samanlagt fylgi öfgaflokka:  33,9% skv. þeirri könnun fyrir kosningar til Evr. þings.

 

Niðurstaða

Ég held að hinn gríski harmleikur sé langt í frá á enda runninn - - með bjartari framtíð framundan. En þreyta kjósenda á ástandinu skín mjög glatt í gegn í ofangreindum skoðanakönnunum. En fyrir utan fylgi flokka fyrir Evr.þings kosningar þ.s. öfgaflokkar hafa skv. könnun 33,9% mælast þeir skv. könnun á stöðu flokka innanlands samanlagt í 35,5%.

Að vísu eru litlar líkur á að þeir flokkar geti unnið saman. Syriza menn algerlega fyrirlíta gömlu steinrunnu kommúnistana í KKE. Og að sjálfsögðu nýfasistana eða nýnasistana í Gullinni Dögun.

Magnað að sjá grísku kratana með einungis 5,2%. Vinstrifylgið virðist gersamlega hafa sagt "bless" við hinn gamla meginflokk vinstrivængs grískra stjórnmála. Þess í stað virðist Syriza vera að taka yfir hið gríska vinstri. 

Það hlýtur að vera hrollvekjandi tilhugsun.

Það virðist einmitt vera að gerast þ.s. maður óttaðist að það stefni í að öfgamenn nái völdum í Grikklandi. Spurning hvort að Grikkland er "kanarí-inn í kolanámunni."

 

Kv.


Hvernig fór Þýskaland að því að endurreisa samkeppnishæfni á sl. áratug?

Mjög merkileg greining nokkurra ágætra þýskra fræðimanna kom upp í hendurnar á mér, þ.e.: Christian Dustmann, Bernd Fitzenberger, Uta Schönberg, Alexandra Spitz-Oener. Ritgerðin heitir "From Sick Man of Europe to Economic Superstar: Germany’s Resurgent Economy."

Það sem mér finnst áhugaverðast er tvennt:

  1. Það virðist verulega minnka hlutfall launamanna sem eru á töxtum verkalýðsfélaga. Það virðist því að verkalýðshreyfingin í Þýskalandi hafi dregið verulega í land á sl. áratug, með það að verkamenn skuli vera í félagi og sannarlega vera á taxta verkalýðsfélags.
  2. Síðan hitt, gríðarleg aukning á launamun innan Þýskalands. Þ.e. stöðnun hjá millistétt. Aukning í tekjum þeirra launahæstu. Minnkun og það veruleg í tekjum lægst launuðu.

-----------------------------------------------

"From 1995 to 2008, the share of employees covered by industry-wide agreements fell from 75 to 56  percent, while the share covered by firm-level agreements fell from 10.5 to 9 percent."

"he percentage of German workers that were not covered by an agreement in 1995 –1997 was highest in the tradable services (22 percent), as compared to tradable manufacturing (9.8 percent) and nontradables (12 percent)."

"By 2006 –2007, noncoverage had sharply increased in all three sectors to 40, 27, and 32 percent in the tradable services, manufacturing, and nontradables respectively, and this share continued to rise."

"By 2010, according to the German Structure of Earnings Survey, 41 percent of all employees in firms with at least 10 employees in the sectors Manufacturing, Mining, and Services are not covered by any collective wage agreement (StaBu 2013)."

-----------------------------------------------

Þegar þeir tala um "tradable" vs. "non-tradable" vísa þeir til þess hvort hlutfall útflutnings í heildartekjum sé minna eða meira en 25% hjá fyrirtækjum í viðkomandi greinum.

Það áhugaverða við þá greiningu er - - að íhlutaframleiðendur þ.e. þau fyrirtæki sem þjóna stóru framleiðslu fyrirtækjunum með því að sérhæfa sig í að framleiða einingar t.d. gírkassa í bíla eða mótóra fyrir t.d. ísskápa - - eða hvað annað.

Eru væntanlega lítt í því að flytja út, heldur tilheyra fyrirtækjaneti er vex í kringum stóru framleiðslufyrirtækin, er selja síðan setja saman fullbúin farartæki eða heimilistæki eða vélar fyrir margvísleg not og selja um heim.

Það er því sérstaklega áhugavert að skoða launaþróun í "non-tradable."

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/germany.jpg

Fljótt á litið virðist erfitt að sjá - - af hverju þýsku stóru framleiðendurnir náðu að bæta svo mikið samkeppnishæfni sína.

En ef maður áttar sig á því, að þeir - - hafa pínt "íhlutaframleiðendurna" heima fyrir, þannig lækkað kostnað sinn með þeim hætti. Þá er auðveldar að skilja þetta.

Enda er mikið jafnvel megnið af þeirri tækni sem t.d. er í bílum, framleidd utan "samsetningaverksmiðjanna" í fyrirtækjum sem raðað hafa sér í nágrenni við stóru verksmiðjurnar eða þá þægilega nærri öflugu flutningakerfi þangað sem afurðir íhluta framleiðandans komast skjótt til verksmiðjunnar sem sá framleiðandi þjónar.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0002_1227910.jpg

  • Takið eftir að skv. þessu hefur þýskum "íhlutaframleiðendum" lítt hnignað á sl. áratug, öfugt við sambærilega þróun á Ítalíu eða Frakklandi þ.s. yfir milljón framleiðslustörf töpuðust í hvoru landi á sl. áratug - - takið eftir tölunum 78,1%, 73,7%, 70,3% fyrir "tradable manufacturing."
  • Þó þetta sé ekki - - engin hnignun. Virðist að "launalækkanir" íhlutaframleiðenda hafi bjargað atvinnuveginum og líklega miklum fjölda starfa í framleiðslugreinum í Þýskalandi.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_1227911.jpg

Takið eftir því hve "unit labor costs end products" lækkar mikið hjá stóru framleiðslufyrirtækjunum.

Skv. sérfræðingunum sé ekki unnt að skilja þá þróun, nema með því að taka tillit til launaþróunar hjá "íhlutaframleiðendum" í Þýskalandi - - hin sökkvandi lína sýnir líklega þ.s. ég benti á að ofan að framleiðendurnir hafi "kreist" íhlutaframleiðendurna.

Þeir hafa bersýnilega pínt verðin niður, og á móti hafa íhlutaframleiðendurnir orðið að pína niður launakostnað - með að því er best verður séð lækkun launa venjulegs verkafólks hjá þeim.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0003.jpg

Í restina setti ég inn heildarmyndin af launaþróun eftir tekjuhópum þ.s. öllum atvinnugreinum er slegið saman.

Ef tekið er meðaltal af öllu, virðist að laun í Þýskalandi hafi almennt séð staðið í stað á umliðnum áratug.

En ef málið er skoðað nánar, þá má sjá að baki heildartölunni liggur - - umtalsverð launalækkun verkafólks. En þ.s. felur hana sýn þegar heildartalan yfir allt er skoðuð, er bersýnilega stórfelld aukning tekna eða launa þeirra tekjuhæstu.

Launabilið eykst því mikið!

Það er því ekki að furða að Þjóðverjar haldi að hinum þjóðunum leið launalækkunar - - því þeir gengu í gegnum hana sjálfir.

 

Niðurstaða

Svo það virðist eftir allt saman að Þjóðverjar hafi varið sínar framleiðslugreinar með því að skerða laun að stórum hluta á umliðnum áratug, og að auki með því að skerða að verulegu leiti réttindi og fríðindi verkafólks. 

Það er því ekki að furða að þýsk stjv. haldi því að hinum löndunum á evrusvæði að beita slíkum úrræðum, þ.s. þeir eða a.m.k. þýskir ráðamenn upplifa að sú aðferð hafi virkað "þrusandi" vel.

Ég velti því fyrir mér þ.s. skv. greiningu þýsku sérfræðinganna þeim verkamönnum fjölgandi sem eru ekki hluti af töxtum nokkurs verkalýðsfélags því ekki þáttur af félagslegri vernd þeirra. Hvort það þíði að þýska módelið sé að færast sífellt nær því bandaríska?

Eða hvað haldið þið?

 

Kv.


Bandaríkin og ESB ætla að bjóða Úkraínu "aðstoðarprógramm"

Þetta kemur fram í áhugaverðum pistli á Wall Street Journal: U.S., EU Wade Deeper Into Ukraine Standoff With Aid Plan. Hugmyndirnar virðast ekki fullmótaðar. En skv. frétt virðist í býgerð að Bandaríkin og ESB bjóði Yanukovych það að "halda" Úkraínu á floti með "styrkjum" en ekki "lánum" - - þess vegna nefni ég þetta "aðstoðarprógramm" samhliða því að Úkraína mundi stíga þau skref í átt að endurskipulagningu hagkerfisins sem AGS hefur farið fram á.

Yanukovych hefur verið eins og milli tveggja elda - - en í gangi hefur verið augljóst "reipitog" um Úkraínu milli "vesturveldanna" og "Rússland."

Það er ekkert sérstakt sem bendir til þess að stjórnarandstaða Úkraínu - - sé rekin af "agentum" vesturvelda eins og Rússar halda fram.

Frekar að deilur innan Úkraínu séu raunverulegar deilur milli þeirra hópa sem landið búa, þ.e. svokallaðs rússneska hluta landsins og hins ívið fjölmennari "úkraínska" hluta.

En eigi að síður hafa sumar Evrópuþjóðir styrkt stjórnarandstöðuna í Rússlandi með umtalsverðum hætti - - t.d. var áhugaverður pistill um það fyrir nokkru síðan í Der Spiegel:  EU Grooming Klitschko to Lead Ukraine.

Ukraine

Úkraína er sennilega einna helst mikilvæg í alþjóðlegu samhengi af völdum gríðarlega öflugs landbúnaðar, en landið er mjög gjöfult landbúnaðarland. Og framleiðir í hagstæðum árum allt að 1/3 af öllu hveiti í heiminum. Langsamlega mikilvægasta landbúnaðarsvæði Evrópu.

Úkraína hefur einnig öflugan framleiðslu-iðnað einna helst af klassísku tagi, þ.e. málmbræðslur. Og ofan á það er til staðar einhver umtalsverð framleiðsla á vélum og tækjum. En þessi iðnaður þarfnast endurnýjunar! Byggður upp á Sovéttímanum.

Þar er þó töluvert einnig af "legacy" hátækni-starfsemi tengd einna helst "hernaðartækni" t.d. Antonov flugvélaverksmiðjurnar sem enn þann dag í dag framleiða risastórar flutningavélar bæði skrúfuvélar og þotur. Zenit eldflaugar eru notaðar til reglulegra geimskota, þ.e. til að skjóta upp gervihnöttum. Þær eru framleiddar í Úkraínu.

Þarna eru umtalsverðir möguleikar! En einnig þörf fyrir umtalsvert fjármagn, svo að iðnaðurinn geti haldið áfram að endurnýja sig frá þeirri að mörgu leiti úreltu í dag tækni sem byggð var upp á Sovéttímanum.

Fyrir rússneska þjóðernissinna - - er landið ekki neitt minna en "vagga Rússlands" en Kíev ríki 10. - 12. aldar, er af flestum talið marka eiginlegt upphaf Rússlands. En eftir innrás Mongóla á 13. öld, áratugum eftir að Úkraínu konungsdæmið hafði leyst upp í fjölda smá-furstadæma, færðist smám saman valdamiðja á menningarsvæði því sem markar Úkraínu og Rússland. Yfir til Moskvu furstadæmisins.

Fór það að rísa upp sem veldi frá og með 14. öld. Var þó framanaf "dóminerað" af Mongólum sem Rússar kölluðu alltaf "tartara." Varð ekki að eiginlegu ríki fyrr en á 15. öld.

  • Fyrir rússneska þjóðernissinna eins og hann Pútín, er það algert stórslys ef Úkraínu ríkið er varð til við hrun Sovétríkjanna 1991, fetar sína vegferð "án Rússlands."
  • Þetta tengist þó einnig að sjálfsögðu möguleikum Rússlands að vera stórveldi, en Úkraína meðan Rússland stjórnaði landinu, var ávallt gríðarlega mikilvæg. Án Úkraínu er Rússland miklu mun veikara land.
  • Þannig að stuðningur Evrópu og Bandaríkjanna við stjórnarandstöðuna í Úkraínu - - snýst ekkert endilega um "lýðræðisást." Þó það henti sjálfsagt að setja málið fram með þeim hætti.
  1. En fyrir bæði Evrópu og Bandaríkin - - er veikt Rússland mun hentugra.
  2. Heldur en "sterkt" Rússland.

Ég er samt ekki á því eins og rússneskir þjóðernissinnar halda, að öll uppreisnin í Úkraínu sé búin til af evr. og bandar. "agentum" sem stýri henni.

Heldur frekar þá sjái Bandaríkin og Evrópa "uppreisnina" sem tækifæri!

Það er þannig séð ekkert að því að nýta tækifæri - þegar þau koma upp í hendurnar á manni.

 

Niðurstaða

Á hinn bóginn þá held ég ekki að það sé Úkraínu fyrir bestu. Að segja alfarið "bless" við Rússland. Úkraína hefur enn í dag mjög djúpstæð viðskiptatengsl við Rússland. Ekki bara að megnið af orku sé þaðan keypt. Heldur eru framleiðsluvörur Úkraínu þekktar og viðurkenndar innan Rússlands. Meðan að þær eru lítt þekktar í V-Evrópu og að auki gjarnan standast þær ekki kröfur sem gerðar eru í V-Evrópu.

Ég sé ekki að það mundi ganga upp fyrir Úkraínu, að lokað sé á Rússland. Það væri miklu mun alvarlegra áfall fyrir Úkraínu hlutfallslega en það var fyrir Finnland að tapa Rússa viðskiptunum á sínum tíma. 

En það væri alls ekki mögulegt jafnvel með óskaplegum styrkjum frá Bandar. og Evrópu, fyrir úkraínskt efnahagslíf að skipta á skammri stundu yfir í að framleiða varning fyrir Evrópumarkað.

  • Ef menn eru með hagsmuni Úkraínu í huga held ég að augljóst sé að málamiðlunar sé þörf milli hagsmuna Rússa og hagsmuna Evrópu.

En Úkraína þarf augljóslega á Evrópumarkaði að halda. En þangað getur Úkraína eingöngu leitað smám saman - eftir því sem atvinnulífið endurnýjar sig. Það væri eðlilegt sennilega fyrir evr. framleiðslufyrirtæki að setja upp sjoppu í Úkraínu og notfæra sér ódýrt vinnuafl þar. 

En á sama tíma þarf Úkraína einnig mjög bersýnilega á Rússlands markaði að halda. Þ.s. ég sé ekki að ástæða sé að kasta frá sér Rússlands markaði, þó Úkraína hafi áhuga á að leita inn á Evr.markað. Fyrir utan að úkraínsk fyrirtæki eru enn að framleiða vörur til að selja þangað, vörur sem henta ekki V-Evr. markaði.

  • Best væri að Úkraína væri brú á milli V-Evrópu og Rússlands.

Úkraínumenn gætu verið mjög góðir milliliðir fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á að nýta Rússlandsmarkað síðar meir, að setja þar upp sjoppu til að framleiða varning fyrir báða markaði.

Ég sé því ekki að fyrir Úkraínu henti þessi framsetning er Pútín annars vegar og hins vegar ESB hafa sett upp.

Að Úkraína verði að velja "annað hvort" - - að velja bæði er að sjálfsögðu hin rökrétta niðurstaða.

Því ættu bæði Pútín og ESB að bakka! Efnahagsaðstoð er örugglega þörf þ.s. Úkraína er í alvarlegum skuldakröggum. Bandar. - ESB - Pútín, ásamt Yanukovyc forseta þurfa að mætast á ráðstefnu er getur verið haldin í Kíev. Og binda enda á þessa deilu! Pútín þarf auðvitað að átta sig á því að í dag er Úkraína sjálfstætt land en ekki fylki í Rússlandi.

Lausnin getur legið í því að Úkraína fái efnahags aðstoð, haldi Rússlands viðskiptum, en ESB bakki að hluta frá þeim samningi sem var í boði (en Pútín þarf einhverja eftirgjöf til að geta bakkað og samtímis haldið andlitinu) - - en Úkraína fái samt bættan markaðs aðgang í Vesturátt.

Þannig gæti Úkraína þrifist á nk. árum!

 

Kv.


Ísland mundi alveg geta lent í höftum eftir upptöku annars gjaldmiðils

Það sem fjölmargir horfa á með draumnum um annan gjaldmiðil. Er að losna við gengisfellingar helst með varanlegum hætti. Að bakki þeim draumi liggur mismunandi hugsun.

Hjá vinstri sinnuðum einstaklingum er líklegt að það tengist þeirri hugsun að gengisfellingar þjóni því eingöngu að skerða kjör, og að með því að losna við þær séu kjör launamanna varin. Ég skal ekki rengja að sannarlega verður kjaraskerðing ef gengið fellur, en þ.e. þó misskilningur að án gengisfellinga séu kjör þar með "tryggð."

Annar hópur sem aðhyllist þá hugsun að gengi gjaldmiðla eigi að vera stöðugt, er hallur undir þýska nálgun - þ.e. stöðugleika verðgildi peninga. Það að gjaldmiðlar eigi að vera einhvers konar "verðmætageymslur" þ.e. þú getir treyst því að hann hafi stöðugt verðmæti til framtíðar. Vandinn við þá hugsun er að aldrei í sögunni hefur tekist að finna nokkurn hlut - sem hefur ætíð stöðugt verðmæti.

Svo eru þeir sem horfa fyrst og fremst á lántökukostnað, telja að stöðugleiki gjaldmiðils fylgi lágir vextir síðan ódýr lán, en þá eru menn að horfa á þ.s. velmegunar aukandi atriði að geta skuldað sem mest. Geta keypt sér stærri eignir eða stærri bíl eða borgað lánin upp fyrr.

 

Vandi flestra er að menn virðast ekki alfarið skilja hvernig Ísland virkar!

  1. Gengisfellingar eru ekki til þess að hygla ríkum kvótagreifum. Þessu trúa margir þó.
  2. Ekki er það eiginlegur tilgangur þeirra að skerða lífskjör, þó kjaraskerðing fylgi ávalt gengisfellingu. En töluverður fjöldi virðist halda að einhver tegund af illmennsku liggi að baki.
  • Þetta snýr oftast nær að viðskiptajöfnuði landsins.

Fjölmargir virðast ekki skilja það vandamál sem fylgir því að Ísland er örhagkerfi með afskaplega fáar grunn undirstöður sem skaffa 90% eða þar um bil allra gjaldeyristekna, sem fjármagna allan innflutning.

Á sama tíma eru rúmlega 90% alls neysluvarnings fyrir utan matvæli innflutt - - en ég bendi fólki á að horfa í kringum sig á sínum heimilum og sjá hvort þar er að finna nokkuð sem er búið til á Íslandi annað en matvæli.

Að auki eru okkar atvinnuvegir sveiflukenndir - hvort sem það eru verð á mörkuðum sem sveiflast - eða náttúran er að stríða okkur eitt árið - eða erlendar hagsveiflur.

  1. Vandamálið í hnotskurn er að tekjurnar eru takmarkaðar.
  2. Og á sama tíma er geta Íslands til skuldsetningar einnig takmörkuð.
  • Í gegnum okkar hagsögu er hin dæmigerða íslenska hagsveifla eftirfarandi.

Í kjölfar stórrar gengisfellingar koma nokkur ár af uppgangi þ.s. hagvöxtur er góður og laun hækka að nýju. Framan af tímabilinu er viðskiptajöfnuður jákvæður þ.e. um afgang er að ræða. En ávallt hingað til á einhverjum tímapunkti. Skiptir úr hagstæðum jöfnuði yfir í halla. Ég man ekki eftir nokkurri undantekningu á því að ísl. hagsveifla hafi ekki endað í halla.

  1. Vandinn við halla er sá að þá gengur á gjaldeyrisforða Íslands.
  2. Halli á viðskiptajöfnuðinum er einmitt oftast nær - - ástæða gengisfellingar.

Þetta snýst ekki um - illmennsku.

Ekki heldur um það að hygla ríkum á kostnað fátækra.

Heldur um þann grunnvanda, að þegar viðskiptahalli hefur myndast af einhverri ástæðu. Og skiptir þá engu máli hvernig þ.e. hvort þ.e. vegna þess að tekjur af utanríkisviðskiptum hafa skyndilega skroppið saman vegna áfalls að utan eða frá náttúrunni eða vegna þess að launahækkanir hafa verið umfram aukningu gjaldeyristekna. Þá kemur alltaf á endanum að þeirri spurningu - - hvað á að gera?

  1. Þegar gengur á gjaldeyrisforðann, þá er tæknilega unnt að slá lán á erlendum mörkuðum til að fjármagna þann halla, og með þeim hætti "verja lífskjör um einhvern tíma."
  2. En þá taka menn aðra áhættu þ.s. að lánstraust landsins er takmarkað, þ.s. geta þess til að borga af skuldum er takmarkað, vegna þess að tekjur landsins eru takmarkaðar. Svo að ef sú leið er farin og viðskiptahalli heldur áfram, skuldir hrannast upp ár eftir ár - - kemur að því á endanum að markaðurinn hættir að lána landinu "punktur." Þá falla lífskjörin samt en að auki þarf að borga af allri skuldasúpunni sem hefur bæst við, svo að lífskjörin í reynd falla meir en hefði gerst, ef gengið hefði verið fellt áður en til skuldsetningar koma.
  3. Það er til þriðji valkostur, þegar gengur á gjaldeyrisforða og hann er að verða hættulega lítill, að setja á "innflutningshöft." Líklega er það skárri valkostur en að velja leið skuldsetningar. Svo skuldakreppu í mörg - mörg ár á eftir.

Síðan 1959 hefur Ísland ávalt valið gengisfellingar lausnina á þessum vanda. 

Sannarlega er gengisfelling "skammtímalausn" en samanborið við það að "skuldsetja landið" eða að "setja á innflutningshöft" virðast leið gengisfellingar mun skárri.

Það hefur sem sagt - - skort langtímalausn á þessum vanda!

 

Hvað getur gerst ef tekinn er upp annar gjaldmiðill, og viðskiptahalla vandi landsins er enn óleystur?

Nú geri ég ráð fyrir að komist til valda meirihluti sem telur að vandi Ísland sé stærstum hluta rangur gjaldmiðill. Lausnin sé að fá "alþjóðlegan" gjaldmiðil. Þá komi betri dagar án gengisfellinga með stöðugri lífskjör, lága verðbólgu, ódýr lán - - og mér skilst, meiri fjárfestingar og hagvöxtur.

Tja, þ.e. afskaplega margt sem á að leysa með nýjum gjaldmiðli ef maður hlustar á áhugamenn.

Í stað þess að bíða mörg - mörg ár eftir evru. Þá gæti mönnum dottið í hug "einhliða upptaka" á gjaldmiðli X - - líklegast bandar. dollar. Þó heyrst hafi aðrar tillögur.

Gjarnan heyrirst frá slíkum áhugamönnum að auki sú hugmynd, að viðskiptahalli muni ekki lengur skipta máli, eftir að nýr gjaldmiðill hefur verið tekinn upp.

En slíkur áhugamaður hefur staðhæft við mig - - að þegar alþjóðleg mynt hefur verið upp tekin. Muni aðilar erlendis vera til í að lána einstaklingum hér á grunni þeirra lánstrausts, þ.e. þeirra persónulega lánstrausts. Sama muni gilda um fyrirtæki.

  • Þetta er dálítið "sjarmerandi" næív hugmynd.

-----------------------------------------

Ríkisstjórn skipuð slíkum áhugamönnum. Mundi því taka upp einhliða erlendan gjaldmiðil - líklegast dollar. Þeir gætu sameinast um það með áhugamönnum um evru. En tæknilega séð er ekkert því til fyrirstöðu að fara inn í evru síðar meir.

Þá væri hugmyndin að með því væri með einum steini, slegnar þær flugur að lækka hér á skömmum tíma vexti - lækka verðbólgu - auka til muna stöðugleika "því að dómi þessara aðila eru það sjálfar gengisfellingarnar sem eru megin orsök óstöðugleikans á Íslandi og verðbólgunnar að auki."

-----------------------------------------

  • Slík ríkisstjórn mundi því ekki neitt sinna "viðskiptahalla vandamálinu" svo að þ.e. líklega 100% öruggt, að það vandamál mundi banka að dyrum.

En Ísland hættir ekki endilega allt í einu að hafa síendurtekinn viðskiptahalla - bara vegna þess að tekinn er upp annar gjaldmiðill.

Margir sem aðhyllast alþjóðlega mynt, eru með þann misskilning að vegna þess að þ.e. gríðarlega mikið til af þeim gjaldmiðli í heiminum, þá muni ekki aftur koma hér upp skortur á gjaldeyri - það tengist líklega þeirri sjarmerandi "naív" hugmynd að persónulegt lánstraust aðila eða einstaklinga verði þá það atriði sem öllu máli skipti. Ef þetta væri rétt, væri engin þörf fyrir höft á Kýpur.

Sennilega er þ.s. hrjáir þetta fólk skortur á læsi á hagfræði.
-----------------------------------------

  1. Vandinn er sá að þegar viðskiptahalli mundi verða til við þær aðstæður að hér hefur verið tekinn upp "alþjóðlegur" gjaldmiðill sem Ísland sjálft getur ekki prentað.
  2. Þá þíðir það að myndast hefur stöðugt nettó útstreymi af peningum úr landinu.
  3. En misskilningur þeirra sem halda að hér verði ekki gjaldeyrisskortur er sá, að ef þ.e. enginn sem sér um það að tryggja við aðstæður viðskiptahalla, að ávalt sé nægt fé í umferð á Íslandi. Þá við aðstæður er stöðugt nettó streymir fé úr landi. Mun jafnt og stöðugt draga úr fé í umferð.
  4. Punkturinn er sá, að við þessar aðstæður þá erum við í reynd með "gjaldeyrisforðann í daglegri umferð" í stað þess að við varðveitum forðann í Seðlabankanum - en gefum þess í stað út okkar eigin peninga til daglegra nota. 
  5. Það þíðir í reynd að nákvæmlega sami hluturinn gerist - - þ.e. "gjaldeyrisforðinn minnkar" og þ.s. í þessu tilviki hann er í daglegri umferð. Þá minnkar samtímis heildarframboð á lausafé á landinu.
  • Það kemur óhjákvæmilega að sömu spurningunum og þegar við erum með krónu, nema að búið er að útiloka þann möguleika að gengisfella.
  • En á endanum er forðinn "í umferð" orðinn hættulega lítill, sem í þessu tilviki mundi einnig þíða að raunverulegur skortur væri á fé í umferð - menn hefðu því ekki tryggan aðgang að lausafé til daglegra athafna.
  • Það leiðir á endanum til þess - - að aðilar sem ekki hafa gjaldeyristekjur þ.e. í þessu tilviki tengjast ekki með nokkrum hætti útflutningi eða ferðamennsku, og hafa því ekki beinan aðgang að fé frá útlöndum. Eiga það á hættu að geta ekki útvegað sér fé til að greiða af skuldbindingum.
  • Það ætti að vera augljóst þeim sem hafa einhvern "hagfræðiskilning" að þá fer að hrikta undir stoðum hagkerfisins á landinu - - en þetta ástand að auki mundi þíða "vandræði við innflutning" því "verslanir" eðli sínu skv. nema þær sem hafa mikla sölu til ferðamanna "hafa ekki sjálfstæðar gjaldeyristekjur" - - þess vegna í slíkri lausafjárþurrð innan hagkerfisins væru þær ófærar um að tryggja örugga greiðslu til "erlendra birgja."
  • Jafnvel þó að í tilvikum fái verslanir lán til að tryggja sig, þá væri það í besta falli skammtímavermir ef viðskiptahallinn heldur áfram - - en á endanum mundu kúnnar verslana hér heima lenda í vanda með að útvega sér "lausafé." Þetta myndu erlendir bankar líklega fljótt skilja, og líklega vera fljótir að loka á lán til verslana á Íslandi.
  1. Þá væri kominn hætta á "innflutningshöftum."
  2. Gott og vel, ríkisstjórnin loksins skilur að viðskiptahallinn er að skapa alvarlegan vanda. Og ákveður að "taka erlent lán" til þess að útvega meiri "dollara" fyrir Seðlabankann. Og þar með endurreisa lausafjárstöðu í umferð á landinu.
  3. Gott og vel, en ef viðskiptahallinn heldur áfram. Þá mun lausafjárvandinn koma aftur upp síðar - þegar það fé sem keypt hefur verið með skuldsetningu ríkisins væri óðum að þverra.
  4. Gott og vel, ríkisstjórnin tekur - aftur lán. Og er nú vöknuð upp með það að "alvarleg krísa er komin." Því miður er seinna lánið dýrt - erlendir bankar heimtuðu háa vexti. Lánstraust landsins komið á brauðfætur. Enda gildir enn það sama í þessari sviðsmynd að tekjur landsins sem og lánstraust er hvort tveggja takmarkað.
  • En verkalýðsfélög - - þverneita að lækka laun. Þegar ríkisstjórnin fer fram á það. Til að með þeim hætti leysa viðskiptahalla vandann.

Á endanum býður ríkisstjórnin fullkominn ósigur. Og neyðist til að taka upp "innflutningshöft."

Auk þess hefur hafist óróleiki á innlenda fjármálamarkaðinum er lánstraust ríkisstjórnarinnar beið hnekki, og fjármagnsflótti hefur hafist.

Fljótlega í kjölfarið eru einnig tekin upp "gjaldeyrishöft."

 

Niðurstaða

Því miður er þessi sviðsmynd sem ég set upp. Langt í frá ósennileg. En ef nýr gjaldmiðill er tekinn upp einhliða án þess að endir sé bundinn á síendurtekningu viðskiptahalla hérlendis. Þá tel ég að "gjaldeyrishöft" væru óumflýjanleg um leið og "viðskiptahalli hefði eyðilagt lánstraust ríkisins."

Þ.e. endalokin væru líklega samtímis - gjaldeyrishöft og innflutningshöft.

Boðskapur minn er ekki sá að "upptaka annars gjaldmiðils leiði óhjákvæmilega til slíkra vandamála."

Heldur að hinn eiginlegi vandi Ísland - sé hin sífellt endurtekna tilhneiging til viðskiptahalla.

Ef þ.e. óleyst vandamál mundi upptaka annars gjaldmiðils líklega enda ákaflega illa.

Meðan að þ.e. enn óleyst vandamál, er líklega minnst slæmt að halda okkur við "gengisfallandi krónu."

Ég á við að af slæmum valkostum sé gengisfelling og verðólga ásamt háum vöxtum, minna slæm afleiðing en það hvað annars getur gerst.

-------------------------------------

Lausnin liggur í því að menn verða að skilja að Ísland verður áfram ákaflega óstöðugt þó svo tekinn sé upp annar gjaldmiðill. Það þíðir að lífskjör hérlendis verða áfram a.m.k. ca. álíka óstöðug sem hingað til. Það þarf eitthvað að taka þann óstöðugleika í staðinn ef við notum ekki gjaldmiðil til þess. Minnst slæmt væri að láta þá launin í staðinn vera ca. álíka óstöðug.

Til þess að tryggja trúverðugleika yrði að ganga frá slíku fyrirkomulagi fyrirfram. Jafnvel festa í stjórnarskrá.

 

Kv.


Alger fyrra að halda því fram að upptaka evru væri jafnt og stöðugleiki

Vandinn er sá að margir horfa eingöngu á 2-þætti. Þ.e. verðbólgu sem sannarlega er ákaflega lág í aðildarlöndum evru. Og vexti - - sem reyndar eru lægri víðast hvar en á Íslandi. En samt ekki þeir sömu alls staðar.

En ef maður horfir á atvinnuleysi, þá hefur það aukist í flestum aðildarlöndum evru eftir að evran var tekin upp, þó að í tilteknum þröngum hópi ríkja í N-Evrópu sé atvinnuleysi ca. það sama og áður.

Einnig hefur hagvöxtur minnkað og almenn velmegun að auki í flestum aðildarlöndum evru, nema í sama þrönga hópnum er ástand þeirra atriða ca. það sama og áður.

  • Ef þið trúið mér ekki að atvinnuleysi hafi aukist.
  • Velmegun minnkað.
  • Hagvöxtur dalað!
  • Lesið þá eftirfarandi skýrslu starfsm. Framkvæmdastjórnar ESB: Quarterly Report on the Euro Area
  1. Minnkaður hagvöxtur - aukið atvinnuleysi - minnkuð velmegun.
  2. En á móti, minni verðbólga og sennilega lægri vextir.
  • Er ekki beint þ.s. menn hafa í huga þegar menn dreyma um evru!

 

Af hverju hefur evran leitt til minni hagvaxtar í Evrópu, aukins atvinnuleysis og að auki minni velmegunar?

Líklega vegna þess að það fóru inn í evruna lönd sem ekkert erindi áttu þar inn. Þegar ég tala um lönd sem áttu þar ekkert erindi. Þá á ég við öll aðildarlönd evru í S-Evrópu. Að auki fátæk lönd í N-Evrópu sem sem tilheyrðu fyrrum Sovétríkjunum eða A-Evrópu svokölluðu "Járntjaldi" en þ.s. ráðamenn halda enn að evran sé einhvers konar lykill - - að því að komast inn í 21. aldar velmegun.

  1. Vandinn við það að búa við evru er sá, að ef þú ert samtímis fullur meðlimur að "innra markaði" ESB, þá hefur atvinnulífið engan "buffer" til að verja það - - fullum afleiðingum samkeppni við fyrirtæki í öðrum löndum innan sambandsins. Má líkja eigin gjaldmiðli við "samkeppnishindrun."
  2. Málið að baki bjartsýni í tengslum við evruupptöku, beinist að þeirri hugmynd að "samkeppni leiði til skilvirkni" og "framþróunar." Ég er ekki að segja að ekkert sé til í því. En málið er að menn gleyma neikvæða þætti á samkeppni, nefnilega þeirri. Að þeir minna skilvirku lenda undir.
  3. Það atriði skiptir máli, ef þ.e. verulegur munur á skilvirkni atvinnulífs milli hagkerfa þegar þau afnema þann "buffer" sem felst í eigin gjaldmiðli. En "bjartsýnismenn" hafa gjarnan tilhneigingu að ofáætla jákvæðar afleiðingar af aukinni samkeppni. Sérstaklega - eigin getu til að sigra í þeirri samkeppni. En ef samkeppnishæfnisgjáin er of víð - - getur það gerst að þess í stað að styrkjast af aukinni samkeppni. Láti atvinnulíf þjóðar undan síga og við taki síðan kreppa. Og síðan vaxandi kreppa.
  4. Ef það gerist, þá kemur mikið atvinnuleysi - velmegun í því samfélagi verður fyrir áfalli - ríkið verður fyrir tekjutjóni og hallarekstri - og ef það sker ekki nægilega hratt niður þá lendir það einnig í skuldasöfnun.
  • Það ástand sem ég sé fyrir mér sem mögulega endaútkomu af því, að hagkerfi gangi inn sem ekkert erindi átti inn - - er ástandið "fátæktargildra."

Þessi vandamál eiga ekki við, þegar það eiga í hlut lönd sem eru í hagkerfisþróun samkeppnisfær við kjarnaríki evrunnar í N-Evrópu.

Þau lönd hafa líklega hagkerfi sem standast þá auknu samkeppni sem af verður, þegar þau afnema "bufferinn" á milli sinna hagkerfa, sem eigin gjaldmiðill er.

  1. Vandinn er einfaldlega sá að Ísland er ekki eitt af þeim löndum, sem líklegt er til að plumma sig innan evru.
  2. Vegna þess að Ísland er með "ranga hagkerfis uppbyggingu."

 
Þegar land gengur inn í evru sem á ekkert erindi inn, þá lendir það í efnahagsvandræðum - lífskjaratapi og auknu atvinnuleysi!

Ef við viljum ekki vera þannig land. Þá eigum við ekki að stefna að evru fyrr en Ísland hefur umbreytt sínu hagkerfi að nægilegu marki.

Í reynd er alls ekki víst að eftir 20-30 ár þegar Ísland gæti verið búið að endurskapa sitt hagkerfi, að þá væri það evran sem mundi verða fyrir valinu. Enda stefnir Evrópa inn í langvarandi stöðnunartímabil.

  1. Ísland þarf að klára að iðnvæðast.
  2. Svo að Ísland sé ekki að flytja út "hrávöru" að 70% hlutfalli gjaldeyristekna.

Ég sé ekkert tæknilega ómögulegt við slíka aðgerð - - hér er framleitt ál. En hér eru ekki framleiddur neinn varningur úr áli, engin tæki sem eru verulega gerð úr áli.

  • Hrávöruhagkerfi eru alltaf ákaflega óstöðug.
  • Þau hafa því gjaldmiðla sem sveiflast stórt öðru hvoru.

Það er vegna þess að sjálft hagkerfið verður fyrir slíkum sveiflum, af völdum sveifla innan framleiðslunnar hvort þ.e. þættir í framleiðslunni sjálfri sem skapa þá sveiflu eða náttúrufarssveiflur eða verðsveiflur á mörkuðum.

Á sama tíma eru hagkerfi sem framleiða fullunna hátæknivöru yfirleitt miklu stöðugri.

Því að verðin fyrir slíka framleiðslu - - eru það oftast nær til mikilla muna stöðugri en verð á hrávörum.

  • Við höfum nú horft á hvert Asíulandið á fætur öðru iðnvæðast.
  • Ísland þarf að iðnvæðast einnig - (ég á ekki við að bæta við álverum).

Það blasir við, að framleiða úr áli. Hingað til virðist svo vera að menn stari á þennan möguleika. En fallist ávallt hendur. Því að það verður augljóslega ekki auðvelt að byrja.

Þ.e. töluverður þröskuldur að komast yfir - fyrsta kastið.

  1. Hér skortir þekkingu á framleiðslu af því tagi. Því verða verð framanaf líklega lág þ.s. gæði framleiðslunnar líklega verða lakari því laun, og líklega hagnaður lítill sem enginn fyrsta áratug framleiðslutilrauna.
  2. Það eru líkindi á verulegum taprekstri fyrstu árin jafnvel fyrsta heila áratuginn. Slík starfsemi þyrfti því á því að halda að þeir sem standa í henni hafi djúpa vasa og séu þolinmóðir. Meðan að þekking á því að framleiða gæðavöru er að myndast, meðan að starfsmenn eru að læra góða færni - - þannig að smám saman batni verð.
  3. Að auki tekur tíma að vinna sér trausta kúnna.

Þess vegna má það ekki gerast eins og þegar farið var í "fiskeldið" á sínum tíma, að of margir fari af stað í einu.

Ef það gerist væru gjaldþrot og fjárhagsleg töp algerlega örugg útkoma.

Eftir að fyrsti áratugurinn er liðinn, ætti starfsemin vera farin að skila sæmilegum arði. Tja, eins og það tók fiskeldið a.m.k. þann tíma að komast í þannig stöðu. Sama um loðdýrarækt.

Þ.e. talað um að það taki allt að 20 ár fyrir nýja grein að ná þroska. 10 ár er þannig séð lágmarks viðmið.

  • Óhjákvæmilega held ég að stjórnvöld þurfi að taka þátt í þessari uppbyggingu að einhverju leiti, með einhvers konar nálgun sem sé vinsamleg þeirri þróun.

Fjármögnun þarf að vera hagstæð og helst lán að vera víkjandi.

Þetta er auðvitað þyrnir í augum - - frjálshyggjumanna. Sem segja að slík afskipti skaði samkeppni. Að ef grein getur ekki plummað sig án aðstoðar. Eigi hún ekkert erindi - sé ekki arðbær.

Slík harðlínuviðhorf hafa einnig staðið slíkum hugmyndum fyrir þrifum.

  • En við sjáum að í Asíu, þar eru allt önnur viðhorf til slíkra hluta.
  • Í Asíu hafa stjv. einmitt haft mjög mikil afskipti af atvinnuuppbyggingu. Og tekið mjög virkan þátt.
  • Þ.e. alveg sama til hvaða Asíulands er horft. 

Munum í hvaða löndum hefur nú ítrekað farið fram - - sennilega best heppnaða atvinnuuppbygging á plánetunni.

 

Niðurstaða

Ég segi að Ísland þurfi og eigi að fókusa á uppbyggingu atvinnulífs með markvissri atvinnuuppbyggingarstefnu, að fyrirmynd Asíuþjóða. Tja, ef við förum 100-150 ár aftur í tímann. Var farið í Evrópu einnig í sambærilega atvinnuuppbyggingu t.d. í Þýskalandi þ.s. stjórnvöld lögðu mikið fé til hennar. Studdu hana með hagstæðum lánum og margvíslegum inngripum sem gerðu nýrri framleiðslu auðveldar um vik að komast á legg.

Við höfum þegar of lengi beðið þess, að uppbygging gerist af sjálfu sér. Eins og vinsælar hægri sinnaðar hagfræðikenningar segja að eigi að gerast. 

Það þíðir ekki að Ísland eigi ekki - - einnig að skapa atvinnulífinu hagstæð samkeppnisskilyrði með hagstæðum sköttum, skilvirku innanlandskerfi og reglukerfi sem hvorki er of veikt né of íþyngjandi.

En sumt gerist ekki af sjálfu sér. Stundum þarf íta hlutum úr vör, svo að einkaframtak fáist til þátttöku. En þó menn tali gjarnan um það að einkaframtak sé áhættusækið. Þá er það smávegis villandi, því að menn taka áhættu þegar þeir sjá gróða "rétt handan við hornið." En menn eru miklu mun tregari til að hætta sínu fé, þegar gróði tekur mörg ár að framkalla.

Þess vegna getur ríkið stöku sinnum þurft að koma til skjalanna! 

Ef ríkið sér að til staðar er flöskuháls sem það getur rutt úr vegi.

En um leið og fyrstu fyrirtækin eru farin að skila góðum hagnaði. Búin að útvega sér viðunandi markaðsstöðu og kúnnahóp. Starfsmenn hafa lært að framleiða vandaða vöru. Þá munu fjárfestar fá áhuga á frekari uppbyggingu. Og ríkið getur hætt að skipta sér af málum. Frekari aukning umsvifa getur farið fram alfarið í takt við dæmigerð hægri sinnuð hagfræðilögmál.

 

Kv.


Versta verðfall á alþjóðamörkuðum síðan evrukrísan var hvað verst 2010

Það er áhugavert hve stórt ruggið á alþjóðamörkuðum - af völdum þess að "US Federal Reserve" eða seðlabanki Bandaríkjanna hefur ákveðið að minnka prentun, er að reynast vera. Það var vitað, að um leið og það yrði öruggt að dregið yrði úr prentun. Mundi atburðarás fara af stað - einhvern veginn lík þessari.

"Stocks in the US, UK, Europe and Japan have not posted simultaneous declines for January since 2010 when the eurozone debt crisis was at its height, prompting Investors to warn the inauspicious start did not bode well for the rest of the year."

En nú þegar menn eru staddir í miðri markaðspaníkinni, þá rifja menn einnig upp hvað hefur áður gerst þegar markaðir fara í "skrekk ástand" og þ.e. áhugavert að bera - fjármagnsflótta frá "Ný markaðslöndum" eða "Emerging Market Countries" eða "EM Countries" saman við þ.s áður hefur gerst.

Fann þennan hlekk á vef Financial Times: Signs of ‘Panic,’ in Three Charts

Myndin að neðan sókt þangað!

Skv. erlendum fréttavefjum, flúðu 12,2ma.$ úr "Ný markaðs" hlutabréfasjóðum í janúar 2014. Til samanburðar, hvarf allt sl. ár  15ma.$: Emerging market funds lose $9 billion in past week: data

Eins og sést á myndinni að neðan - - er þetta þegar orðin nokkuð myndarleg "fjármagnshreyfing."

Næsta mynd er ekki síður áhugaverð en skv. "emerging-market debt and equity funds over the past three months have seen outflows of about $42 billion, or about 4% of all assets under management."

Ef tekið er 3-mánaða tímabil, er flæðið úr hlutabréfasjóðum í "Ný Markaðslöndum" orðið 42ma.$.

Eins og sést, þá er hreyfingin farin að líkjast skv. því "paníkástandinu" þegar verst var ástandið á mörkuðum, tja - - mitt í Leahmans krísunni. Þá dugar ekki minni samanburður eins og sjá má.

Á þessari stundu er engin leið að vita - - til hvers þetta leiðir. En skv. erlendum fréttamiðlum er markaðs skrekkurinn að fylgja hefðbundnum línum - - þ.e. fyst er fókusað á þau lönd sem talin eru mest viðkvæm, en skv. hreyfingum föstudags er fókus markaða að víkka þ.e. rússneska rúblan féll nokkuð, það gerði ungverska fórintan, og jafnvel pólska slottíið féll nokkuð. Og verð bréfa lækkuðu einnig í þeim löndum. En í "hápaník" getur markaðurinn refsað löndum "án þess að þau eigi það endilega skilið."

Að auki lækkaði vaxtakrafa á bandar. ríkisbréf - - tja alveg eins og gerðist þegar evrukrísan blossaði upp öðru hvoru á árunum 2010-2012. Gull hækkaði í verði. 

Það getur auðvitað verið - - að markaðurinn muni ná botni, síðan muni verð hækka að nýju. En 3-myndin setur fram spá um einmitt það!

Myndin spáir því að markaðurinn muni fara að kaupa - - þegar ca. 15ma.$ hafi flætt út til viðbótar miðað við útflæði í lok vikunnar.

  • Slíkt er hin vanalega sveifla - - en þ.e. alltaf möguleiki á því, að "þessi sveifla" verði öðruvísi.
  • Sumir stara á Kína - jókerinn í hagkerfi heimsins sennilega.
  • Meðan að aðrir - - benda á evrusvæði. En ein ábending er sú, að gengislækkun gjaldmiðla "EM" landa muni "auka líkur á verðhjöðnun í Evrópu" því að "innflutningsverð" afurða sem fluttar eru inn til Evrópu, muni lækka í evrum talið. Þ.e. bent á að skv. EUROSTAT var verðbólga í desember á evrusvæði ekki nema 0,7% að meðaltali.

Það hefur auðvitað verið tekið eftir því, að verðbréfamarkaðir í London, Tokyo, New York og Frankfurt hafa lækkað nú allir samtímis í febrúar - - og þetta er versta sameiginlega fall þeirra síðan 2010.

 

Næsta vika getur verið áhugaverð

En nú er febrúar að hefjast, ef þetta er "meðal" bylgja þá ætti hún að taka enda í fyrri hluta febrúarmánaðar, og bréf hækka að nýju eða a.m.k. verð ná jafnvægi.

Áhugaverð er gagnrýni Seðlabankastjóra Indlandsbanka - "Raghuram Rajan - I have been saying that the U.S. should worry about the effects of its policies on the rest of the world." - "We would like to live in a world where countries take into account the effect of their policies on other countries and do what is right, rather than what is just right given the circumstances of their own country."

Ég velti fyrir mér hvort hann sjálfur mundi fylgja slíku prinsippi!

Þetta er þó ekki líklegt talið hafa áhrif á ákvörðun "US Federal Reserve" að halda áfram að draga smám saman úr prentun.

Það er einmitt punkturinn:

  • Að Seðlabanki Bandaríkjanna er langt í frá hættur prentun, ætlar að halda áfram að tappa hana niður út árið?
Það má allt eins velta því upp hvort umrót á mörkuðum verði allt þetta ár í tengslum við "taper."
  • Seðlabanki Bandaríkjanna hefur enn einungis - - minnkað prentun tvisvar.
  • Hann hefur ekki enn - - langt í frá hætt henni.

Það er því merkilegt hve mikil áhrif minnkun mánaðarlegra kaupa "US Federal Reserve" eru.

  1. Hafandi í huga, að þrátt fyrir að þau hafi verið minnkuð um 10ma.$ í 2-skipti.
  2. Nema þau enn á hverjum mánuði, 65ma.$: Fed To Further Trim Monthly Asset Purchases To $65 Billion As Economic Growth Continues

Það þíðir að mánaðarleg kaup hafa einungis verið minnkuð tæplega um 1/4.

Og seðlabanki Bandaríkjanna stefnir að því að hætta kaupum við árslok.

  • Það getur verið vísbending þess, að peningaflæði til "Ný-markaðs landa" hafi í reynd búið til fjárfestingarbólu, sem hafi verið orðin - þetta viðkvæm.

Ef umrótið á mörkuðum heldur áfram í hvert sinn er seðlabanki Bandar. tilkynnir frekari samdrátt í prentun, þá gæti álagið á einstök lönd innan "Ný Markaðs landa" orðið of mikið, og fréttir farið að berast í ofan á lag um viðkvæmt ástand í einstökum stórum hagkerfum meðal "EM" landa, þá er alveg möguleiki að - - að ástandið verði virkilega "áhugavert."

Þá gæti raunverulega stefnt í "fjármálakrísu" í "Ný-markaðslöndum" eins og eftir 1995.

Sem getur þítt - - að fjármákakreppa í nýmarkaðs löndum sé líkleg - frekar en að vera ólíkleg.

 

Niðurstaða

Ég veit, það hafa flestir verið að pæla í Kína - sem hættu fyrir hagkerfi heimsins. En nú getur verið að skellur sé yfirvofandi í "ný markaðslöndum" sem virðast hafa verið umtalsvert viðkvæmari fyrir "fjármagnsflótta" en nokkurn óraði. Fyrst að einungis um 24% af hlutfalli minnkun á seðlaprentun "US Federal Reserve" getur startað fjármagnsflótta frá Asíu - - sem er á skala við fjármagnsflótta þaðan, í samburði við Leahmans krísuna.

Og "US Fed" ætlar að hætta prentun á árinu. Sem þíðir væntanlega að gjaldmiðlasveiflan nú í gangi, er rétt að hefjast.

Megir þú lifa áhugaverða tíma - - eru gömul kínversk íllmælgi.

Verður þá þess í stað að ástandið róist á næstunni viðvarandi paníkástand út þetta ár? 

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 271
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband