Vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu hljómar sem biðleikur

Skv. ummælum sem koma fram sjá hlekk - Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 6 February 2014 - þá er að vænta nýrrar hagspár frá starfsmönnum "ECB" sbr. orð -

"Regarding the medium-term outlook for prices and growth, further information and analysis will become available in early March."

- þ.s. starfsmenn gera tilraun til að spá fyrir verðbólgu nk. tveggja til þriggja ára.

Þetta þíðir væntanlega það, að vaxta-ákvörðun Seðlabanka Evrópu í mars - gæti orðið áhugaverður atburður.

 

Seðlabanki Evrópu heldur vöxtum óbreyttum!

Markaðurinn bjóst greinilega við vaxtalækkun því að í kjölfar kynningar á ákvörðun bankaráðs "ECB" þá hækkaði gengi evrunnar nokkuð. 

En þ.e. mjög merkilegt að "veikasta" hagkerfið af risahagkerfunum í heiminum, skuli hafa sterkasta gjaldmiðilinn. En hágengi evrunnar að sjálfsögðu - magnar upp verðhjöðnunar hættuna.

Skv. nýlegum tölum EUROSTAT stendur meðalverðbólgan í 0,7%. Eftir að hafa í 2-mánuði mælst örlítið hærri en samt neðan við prósent.

Skv. Mario Draghi - - kom sú lækkun á óvart.

  • "Inflation expectations for the euro area over the medium to long term continue to be firmly anchored in line with our aim of maintaining inflation rates below, but close to, 2%."

Ég veit ekki hvernig í ósköpunum þeir "geta haldið þessu fram" að verðbólgan síðar meir muni vera í samræmi við markmið "ECB" þegar þeir viðurkenna síðan, að hún muni vera afskaplega lág a.m.k. nk. 2-3 ár.

  • "As stated previously, we are now experiencing a prolonged period of low inflation, which will be followed by a gradual upward movement towards inflation rates below, but close to, 2% later on."

Það verður áhugavert að vera "fluga á vegg" þegar niðurstöður greiningar starfsm. bankans liggja fyrir um þetta framhald, nk. 2 - 3 ár.

"Output in the euro area is expected to recover at a slow pace. In particular, some improvement in domestic demand should materialise, supported by the accommodative monetary policy stance, improving financing conditions and the progress made in fiscal consolidation and structural reforms. In addition, real incomes are supported by lower energy price inflation. Economic activity is also expected to benefit from a gradual strengthening of demand for euro area exports. At the same time, although unemployment in the euro area is stabilising, it remains high, and the necessary balance sheet adjustments in the public and the private sector will continue to weigh on the pace of the economic recovery."

Akkúrat - - löturhægur hagvöxtur er hafinn. Og hann mun áfram a.m.k. nk. 2-3 ár vera löturhægur. 

Nefni að spámenn Framkvæmdastjórnarinnar spá meðalhagvexti til 2023 í kringum 1%. 

  • "Annual growth in M3 moderated to 1.0% in December, from 1.5% in November. "

Áhugavert að það hægir í 3-sinn á aukningu peningamagns. En margir hagfræðingar telja að þróun peningamagns, sé vísbending um þróun hagvaxtar ca. hálft ár fram í tímann.

Ég ætla ekki að slá neinu föstu um hvort þeir hafa rétt fyrir sér. En það gæti verið vísbending a.m.k. um það, að sá litli mældi vöxtur sem er til staðar.

Sé ákaflega brothættur - - og lítið þurfi út af bregða til að hann hverfi.

  • "As in previous months, the main factor supporting annual M3 growth was an increase in the MFI net external asset position, which continued to reflect the increased interest of international investors in euro area assets."

Eina ferðina enn, er meginástæða aukningar "breiðs peningamagns" innflæði evra frá útlöndum - líklega vegna þess að evrusvæði er nú með viðskipta-afgang sem heild. Þá leita evrur inn - - en ef evrusvæðið hefði viðskiptahalla þá mundu þær leita út.

Sem er eiginlega vísbending um það - að fyrir utan útflutningsdrifna hluta hagkerfisins.

Sé eiginlega ástandinu best lýst sem "kyrrstöðu."

Munum að Japan var með viðskipta-afgang allan tímann á milli 1990-2010. 

Mjög lítill hagvöxtur - - mjög lítil verðbólga - neyslu haldið aftur af erfiðri skuldastöðu margra neytenda og atvinnuleysi - - viðskipta-afgangur. Síðan er ástandið kórónað af "hækkandi gengi."

Og Mario Draghi heldur því enn fram, að verðhjöðnun sé ólíkleg:

"Let us ask ourselves what are the causes of such behaviour of inflation. First of all, we have to dispense once more with the question: is there deflation? And the answer is no. There is certainly going to be subdued inflation, low inflation for an extended, protracted period of time, but no deflation. The inflationary expectations continue to remain firmly anchored and we do not see much of a similarity with the situation in Japan in the 1990s and early 2000s."

Ég velti því stundum fyrir mér hvort hann er að gera tilraun til að tala niður - - hættuna af verðhjöðnun, með því að afneita henni - trekk í trekk.

James Mackintosh hjá Financial Times benti á að það hafi tekið 5 ár fyrir verðbólgu í Japan að hverfa, og síðan 2-ár til viðbótar. Fyrir verðhjöðnunina að verða föst í sessi:

Draghi smacks of hubris over ECB ‘success’

Evrukrísan hófst 2010 ca. í apríl þegar vandræðin í Grikklandi hófust. Nú er 2014. Ef við miðum við Leahmans krísuna 2008 og bankavandræðin í Evrópu vorið 2009. 

Þá er samt ekki þau 5 ár alveg liðin sem það tók Japan að enda í verðhjöðnun.

Með svo gríðarlegt atvinnuleysi - - stöðugt til staðar. Sem mun viðhalda "lamandi hönd" á eftirspurn. Ásamt því að atvinnuleysið sjálft minnkar mögulegan hagvöxt. 

Í ofan á lag, er skuldastaða aðildarríkjanna erfið. Fyrirsjáanlega mun aðhaldsstefnu ríkissjóða framhaldið - - mörg, mörg ár til viðbótar. Ekki má gleyma því að almenningur víða í Evr. er skuldugur sjálfur, og lélegur vöxtur þíðir að tekjuaukning almennings verður þá í besta falli hæg, þannig að skuldir lækki þá einnig í besta falli í miklum rólegheitum. Það einnig auðvitað er lamandi fyrir eftirspurn.

  • Þá blasir verðhjöðnunarhættan við.
----------------------------------
  • "The annual rate of change of loans to non-financial corporations (adjusted for loan sales and securitisation) was -2.9% in December, after -3.1% in November."

Og enn heldur samdráttur útlána til atvinnulífs áfram.

 

Niðurstaða

Líklega er það mikið ósamkomulag innan bankaráðs Seðlabanka Evrópu. Að Draghi er ekki mögulegt að leggja til neitt annað, en þennan biðleik til mars. 

Þannig að næsta vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu er hugsanlega áhugaverð. 

En á meðan gerir "ECB" ekkert frekar til að vega gegn hinum jafnt og þétt minnkandi verðbólguþrýstingi. En því lengur sem "ECB" bíður því öflugari þurfa mótaðgerðirnar líklega að vera.

En ef verðhjöðnun nær að verða "föst í sessi" í S-Evrópu. Þá mun vart lengur nokkur getað efast um það að skuldastaða þeirra landa sé ósjálfbær. Meira að segja últra lág verðbólga í langan tíma, er varasöm þegar skuldir eru svo rosalega háar sem í Ítalíu. En þá þarf ef hagvöxtur fer ekki yfir 1%. Afgang af rekstri ríkisins í slíkum hæðum, að ég held að það sé ekki til neitt dæmi um það í hagsögunni að land sem sé lýðræðisríki hafi getað viðhaldið það miklum rekstrarafgangi yfir tímabil lengur en áratug. Og Ítalía þyrfti sennilega að viðhalda honum a.m.k. 20 ár samfellt.

Það yrði sennilega útilokað í ástandi verðhjöðnunar.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 58
  • Sl. sólarhring: 127
  • Sl. viku: 947
  • Frá upphafi: 849136

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 866
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband