Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Jacques Delors og Romano Prodi, umvanda við leiðtoga Evrusvæðis, segja þeim að klára samkomulag til að tryggja efnahagslegann stöðugleika svæðisins.

Þetta eru engin smávegis nöfn, en Jacques Delors and Romano Prodi eru báðir fyrrum æðstu yfirmenn Framkvæmdastjórnar ESB. Jacques Delors forseti Framkvæmdastjórnarinnar árin 1985-1994, mjög mikilvæg ár þegar kommúnismanum lauk í A-Evrópu, A-Evrópu ríkin gengu í ESB og innri markaðurinn var tekinn upp. Romano Prodi, forseti Framkvæmdastjórnarinnar, 1999-2004. Delors er sá sem lengst hefur setið af Forsetum Framkvæmdastjórnarinnar, nánast í dýrlingatölu meðal aðdáanda ESB.

 

Europe must plan a reform, not a pact :

  1. "The next two weeks will reveal whether European Union leaders have the stomach to address Europe’s underlying economic problems.
  2. Some member states remain outside the eurozone, but even they are not insulated against the risks of unco-ordinated growth strategies.
  3. The last time EU leaders met, in early February, a Franco-German proposal for a competitiveness pact was thrust upon them.
  4. It received short shrift from many around the table, as much for the indelicate manner of its presentation as for its content.
  5. Now an alternative is needed."

Fyrir neðan er smá innskot sem inniheldur þ.s. vitað er um tillögur Frakka og Þjóðverja, sem hafa fengið svo slæmar móttökur af öðrum meðlimaríkjum, og Jacques Delors and Romano Prodi vilja lagfæra.

Þ.s. vekur einna helst athygli, af því sem Jacques Delors and Romano Prodi segja að ofan, er að þ.e. bara 2. vikur eftir af þeim tíma, sem leiðtogar Evrusvæðis hföðu skammtað sér, til að leysa Evrukrýsuna. Ath. 2. vikur.

En, málið er að í apríl eru nokkrir stórir gjalddagar hjá nokkrum meðlimaríkja Evrusvæðis, og það getur hugsast að vandræði geti skapast við þau útboð á ríkisskuldabréfum, ef markaðurinn verður ósáttur við lausnir leiðtoganna.

Jacques Delors and Romano Prodi vilja nýjan samkeppnisviðmiðs sáttmála, nokkurn veginn í anda hugmynda Frakka og Þjóðverja, en þó með nokkrum breytingum, frá því sem fram kemur að neðan.

-------------------------------the unpopular French/German competitiveness pact proposal

  1. Abolition of wage/salary indexation systems: An important policy tool in many eurozone states, where it is considered an untouchable provision by labor unions, it indexes wages to inflation, automatically increasing salaries with price rises. Belgium already has objected vociferously to the provision.
  2. A mutual recognition agreement on education diplomas and vocational qualifications for the promotion of labor mobility in Europe: EU member states jealously guard their professional certification and standards to prevent an influx of cheap foreign labor. Streamlining this has been on the EU agenda for some time.
  3. A common assessment basis for corporate income tax: A redline for Ireland
     
    , which at 12.5 percent has one of the lowest corporate tax rates of the EU member states. The proposal was carefully worded to emphasize a “common assessment basis,” not a common corporate tax rate, showing that Berlin is willing to negotiate.
  4. Adjustments to the pension system to reflect demographic development (i.e., average age of retirement): A redline for many labor unions in Europe, the decision by Sarkozy to raise the retirement age in France from 60 to 62 caused widespread rioting and protest in late 2010
     . Germany would like to see all eurozone states set the retirement age at 67.
  5. An obligation for all member states to inscribe a debt alert mechanism into their respective constitutions: Already a constitutional provision in Germany
     
    , France has adopted it
     
    , too — albeit not to the same extent. The provision would set a constitutional limit for budget deficits in eurozone member states.
  6. The establishment of a national crisis management regime for banks: This provision could force eurozone member states to contemplate some sort of a eurozone-wide financial sector profit tax as a buffer in future crises. -upplýsingar Stratfor-"

-------------------------------the unpopular French/German competitiveness pact proposal

 "The French and German governments were right to note that Europe needs more effective economic governance...Finding a formula that works for all is no easy matter. But that task should be the preserve of the European Commission, not a cabal of two or three countries imposing a model on the rest."

Þarna koma Delors og Prodi að kjarna ástæðu þess hve tillögur Frakka og Þjóðverja hafa verið fordæmdar víða, að þær þjóðir ætluðu sér að setja þetta fyrirkomulag upp án yfirumsjónar Framkvæmdastjórnarinnar, sem flestir mátu þannig að Frakkar og Þjóðverjar ætluðu sér að stjórna málum. Hvað sem segja má um Framkvæmdastjórnina, þá nýtur hún sennilega meira trausts - þ.e. ríkin séu líklegri til að vera tilbúin að afhenda henni meiri völd yfir þeim sjálfum en að afhenda Frökkum og Þjóðverjum - þau sömu völd.

"EU leaders should adopt a “Community Act” for economic convergence and governance. This would aim to push forward in the most vital economic fields where closer alignment and co-ordination is needed.

  1. These should include pension reform,
  2. wage levels,
  3. corporate taxation rates,
  4. research and development, and
  5. investment in transport, telecommunications and energy infrastructure."

Jacques Delors and Romano Prodi nefna þau svið, sem þeir vilja fela Framkvæmdastjórninni, frekari yfirumsjón með í samvinnu við meðlimaríkin. En, þeir skilgreina ekki akkúrat hvernig - heldur segja að nánari skilgreiningar þurfi að spretta upp úr samstarfi Framkvæmdastjórnarinnar og meðlimaríkjanna, um hvernig beri að vinna að samræmingu innan þessara sviða.

 

Síðan hafa José Manuel Barroso, núverandi forseti Framkvæmda stjórnarinnar og Herman Van Rompuy, forseti Ráðherraráðsins - komið fram með eigin tillögur að framtíðar jafnvægis sáttmála

"Diplomats who have seen the plan, called “enhanced economic co-ordination in the euro area”, said the new measures were grouped into three clusters: competitiveness, employment and public finances." -

  • "Among the competitiveness proposals is a monitoring system for wage and productivity levels that would force countries to lower employment costs if they rose too quickly." -
  • "The “debt brake” proposal preventing countries from overshooting EU spending and debt limits does not require them to adopt a German-style version of the law but it would oblige eurozone members to make their own plans." -
  • "similarly, the new pension monitoring system would not force countries to raise retirement ages but it would develop indicators showing whether state pension schemes could be sustained under existing funding levels."

Þessar tillögur virðast til muna skilvirkari en tillögur Frakka og Þjóðverja, sérstaklega tillagan sem myndi, skuldbinda ríki til að halda niðri launakostnaði og jafnvel til að lækka laun - ef þau teljast hækka of hratt miðað væntanlega við eitthvert vegið meðaltal.

En, undirrót vandans á Evrusvæðinu er einmitt samkeppnisvandi, þ.s. launaþróun var mjög misjöfn milli landa. Þau lönd þ.s. laun hækkuðu mest umfram meðaltal svæðisins alls, lentu nær án undantekninga í vandræðum, þ.s. innflutningur varð meiri en útflutningur - skuldir söfnuðust upp í hagkerfunum.

En, rót vanda þeirra landa sem eiga við mesta erfiðleika að stríða, er ekki síst mjög miklar skuldir meðal almennings og fyrirtækja, janfvel enn frekar þær skuldir heldur en skuldir ríkisins sjálfs - ásamt viðskiptahalla sem í nokkrum löndum er enn of mikill og hagþróun þar því enn ósjálfbær t.d. Portúgal.

Þarna virðist gæta skilninga á því, hver undirrót krýsunnar raunverulega eru. Skilningur sem virðist alveg vanta, í hugmyndir Frakka og Þjóðverja.

En, þessar hugmyndir hafa þó sama galla og hinar, að vera að leysa krýsu framtíðarinnar þegar krýsa dagsins í dag, er enn óleyst.

 

 

Ég held  að það sé klárlega rétt, að Evrusvæðið þurfi að stíga frekari skref í átt að efnahagslegri samþættingu, til að efla efnahagslegt samræmi milli landa, koma í veg fyrir upphleðslu misræmis eins og þ.s. er undirrót vandans í dag - en lausn hugsanlegra framtíðarvandamála leysir ekki núverandi krýsu!

  • Það er megingagnrýni þeirrar áherslu, sem virðist ríkja um að leysa vandamál framtíðarinnar.
  • Að fyrst þarf að leysa vanda dagsins í dag!

Frank Walter Steinmeier, foringi þýska sósíal demókrata flokksins, er einmitt sammála þessari afstöðu minni.

Frank Walter Steinmeier: EU pact proposals will ‘not end this crisis’

"“It may be a crisis programme,” he said, “but if it is, then it is for another crisis than the one we have . . . Not a single element is appropriate to end this European crisis, which is not so much a currency crisis, but rather one caused by economic instability in big parts of Europe.”"

Nákvæmlega, upphleðsla efnahagslegs ójafnvægis sem átti sér stað á sl. áratug, er raunbakgrunnur núverandi vanda. Og áður en, ákveðið er hvernig ber að leysa næstu krýsur - verður að leysa þessa.

Frank Walter Steinmeier:

  1. "The core question at next month’s EU summit should be whether the eurozone rescue facility was big enough to calm the financial markets, he said.
  2. The agenda should also include the role of the ECB in the crisis, and whether steps should be taken towards launching European bonds, “whether they are called euro-bonds, or something else”."
  3. "It was also necessary to decide – not just for Greece but for other countries – whether debt restructuring involving private sector creditors was needed, Mr Steinmeier said. He argued last year in the FT for an “intelligent haircut” for bondholders by restructuring Greek, Irish and Portuguese debt."
  4. "Mr Steinmeier criticised Ms Merkel’s government for negotiating Franco-German deals in back rooms and ignoring Germany’s traditional close ties to the smaller EU member states. “That art seems to have been lost,” he said."

Það er merkilegt hvað ég er mikið meir sammála þýsku sósíal demókrötunum, en hægriflokki Merkel kanslara, um þessar mundir. En, Steinmeir ólíkt Merkel er til í að sjá raunveruleikann eins og hann er:

  • Að Grikkland, Portúgal og Írland - séu öll gjaldþrota og þurfi afskriftir.
  • Að auki, þurfi að skoða fyrir alvöru útgáfu sameiginlegra Evrubréfa svo lönd í skuldavanda, geti lækkað greiðslubyrði með því að skipta erfiðum skuldum fyrir ódýrari skuldir að sama andvirði en með lægri vaxtabyrði.
  • Ekki síst, geti þurft að stækka björgunarsjóð ESB, svo hann hafi örugglega úr nægu fjármagni að spila.
  • Síðast en ekki síst, harmar hann aðferð Merkel að taka ákvarðanir á leynifundum með forseta Frakklands, og síðan leitast við að þvinga þær upp á hin ríkin. Þetta sé að skapa samskipti Þýskalands við mörg smærri aðildarríki ESB.

 

Niðurstaða

Það er alveg ljóst, að starfaðferðir Merkel og Sarkozy, hafa valdið úlfúð og andstöðu. En, meðlimalönd Evrusvæðis virðast ekki til í að láta þau tvö segja sér fyrir verkum. Enn síður, vera til í að afhenda þeim tveim, hluta síns fullveldis.

Innslag fyrrum og núverandi forseta Framkvæmdastjórnarinnar, er áhugavert. En, ef einhver útgáfa þeirra hugmynda nær fram að ganga, þá munu áhrif Framkvæmdastjórnarinnar eflast umtalsvert innan Evrusvæðis, og Evruaðild fela í sér umtalsverða viðbótar eftirgjöf sjálfsforræðis miðað við það hvernig ástand mála hefur verið fram að þessu. En, líklega er til muna meiri efnahagsleg samþætting milli meðlimaríkja þess nauðsynleg, ef Evran á að ganga upp til frambúðar.

En þ.e. einmitt málið að krýsan er það alvarleg, að sjálf tilvist Evrunnar er í húfi. Í því ljósi ber að skoða fyrri fyrri forseta Framkvæmdastjórnarinnar, að það lýsi þeirri spennu og áhyggjum sem fyrir hendi eru.

Á hinn bóginn, vantar enn lausn á núverandi krýsu. Án þeirrar lausnar, getur Evran raunverulega hrunið. Steinmeier hefur rétt fyrir sér, að það liggur á. En, eins og Delors / Proti benda á, hafa ríkisstjórnir 2 vikur til stefnu, áður en kemur að þeim tímamörkum til að ná samkomulagi, sem þær settu sér í janúar sl. 

En á sama tíma, hefur andstaða innan Þýskalands við það að taka á sig kostnað, vegna vandamála hinna ríkjanna - eflst stórum. En, niðurstaða fylkiskosninga í síðustu viku veikti stöðu ríkisstj. Merkel í efri deild þýska þingsins, og hefur hún ekki lengur meirihluta þar. Í þeim kosningum náðu kjöri, andstæðingar þess að Þjóðverjar taki á sig frekari byrðar. Að auki, er samstarfsflokkur Merkel mjög andsnúinn því, að samþykkja slíkt. Þannig, að það lýtur úr fyrir að Merkel sé bundin í báða skó.

Í síðustu viku, kom fram listi þ.s. 189 helstu hagfræðinga Þýskalands, undirrita harðorða andstöðu við það, að leggja kostnað á Þýskaland í formi aðstoða við meðlimaríki Evrusvæðis í efnahagsvandræðum.

Að auki í síðustu viku, kom fram sameiginleg yfirlýsing meirihluta þingmanna sambandsþingsins þýska, um það að hafna því að gefa björgunarsjóði ESB frekari valdsvið, sbr. réttindi til að kaupa skuldabréf ríkja í vanda til að aðstoða við að halda niðri vaxtkakröfu á þeirra skuldum, réttindi til að veita ábyrgðir fyrir útgáfu ríkja í vanda á skuldabréfum svo þau geti fengið lægri vexti o.s.frv. Í reynd, lagðist Sambandsþingið pent gegn, öllum hugmyndum um að víkka út hlutverk björgunarsjóðsins.

Allt leggst þetta saman, og ég fæ ekki betur séð en að Merkel hafi ekkert pólitískt svigrúm heima fyrir, til að samþykkja tillögur um kostnaðarsama aðstoð við meðlimaríki Evusvæðis í vanda.

Þ.s. ég er fullkomlega sammála Steinmeier, um það að Írland - Portúgal og Grikkland, séu gjaldþrota ríki, og þurfi aðstoð til að vinna sig úr sínum vanda. Þá verð ég að segja, að mér lýst alls - alls ekki á blikuna; þegar kemur að líkegri niðurstöðu þeirra flóknu og erfiðu samningaviðræðna sme eiga sér stað milli aðildarríkja Evrusvæðis.

En, ef engin aðstoð við ríkin í versta vandanum mun koma, þá mun þetta ár eiga eftir að reynast þeim, alveg óskaplega - óskaplega erfitt.

Að auki, hrýs mér hugur við því hvað á eftir að gerast í apríl - þegar markaðurinn sér hve léleg útkoman líklega mun reynast vera. En, þá munu nokkur aðildarríki Evrusvæðis þar á meðal Portúgal og Spánn, leitast við að selja mikið magn af skuldabréfum.

Ég óttast að apríl og fyrri hluti sumar, geti reynst mjög - sögulegt tímabil. Heimssögulegt.

 

Kv.


Batnandi hagvöxtur í ESB, segir Olli Rehn, á sama tíma fer verðbólga vaxandi á Evrusvæði, búist við vaxtahækkun. Í Svíþjóð drýpur smjör af hverju strái, en hagvöxtur það mikill, að liggur við ofhitnun!

Framkvæmdastjórn Evrópu, hefur hækkað örlítið hagvaxtarspá sína fyrir árið innan Evrusvæðisins. En, á móti hefur spá um verðbólgu hækkað einnig. Sá hagvöxtur er einkum knúinn af hagvexti í Þýskalandi

Ef mönnum finnst mikið um hagvöxt í Þýskalandi, skv. spá 2,4% í ár, hvað þá um í Svíþjóð - sem stefnir í að hafa langmesta hagvöxtinn í Evrópu í ár þ.e. yfir 7%. Svíþjóð er ekki í Evrunni.

Rehn sees eurozone recovery gaining ground :"Olli Rehn, the commissioner for economic and monetary affairs, said he expected real gross domestic product in the eurozone, the 17 countries that use the euro currency, to increase 1.6 per cent in 2011 – slightly above the 1.5 per cent predicted in November." - "The Commission revised upward its inflation estimate for the eurozone from 1.8 per cent to 2.2 per cent, but emphasised that it believed core inflation was still low." - "Mr Rehn said he expected that oil prices would average more than $100 a barrel in 2011, well above the Commission’s $80 estimate for 2010." 

Miðað við ofangreindar tölur, ef þær standast, þá er í reynd nettó samdráttur lífskjara um 0,6%. En, verðbólgan er 0,6% umfram þessa hagvaxtarspá.

"Some outside analysts – such as Marie Diron, senior economic adviser to Ernst & Young – took a more negative view, however." - "“Overall, while the [Commission] sees risks to the outlook for growth as fairly balanced, we think that risks are heavily skewed to the downside. Policymakers should prepare for much less favourable developments than currently envisaged,” Ms Diron wrote.""

Ég er sammála því, að líklegasta sveiflan er niður-á-við. En, enn hefur ekki verið gengið frá lausn vanda Evrusvæðisins. Miklar líkur eru að Portúgal fari inn í björgunaráætlun ESB miðað við, að vaxtakrafa fyrir 10. ára ríkisskuldabréf Portúgals er komin yfir 7,5%.

Bjartsýni fer minnkandi um þá lausn, sem verið er að berja saman af leiðtogum Evrusvæðisins. En, fylkiskosningar í umliðinni viku í Þýskalandi, minnkuðu þingstyrk ríkisstj. Merkel þannig að ekki er lengur meirihluti að ræða í efri deil þingsins. Andstæðingar þess, að Þjóðverjar taki á sig hluta aðlögunarkostnaðar landa í vandræðum, hefur magnast. 

Þannig, hafa minnkað líkur á því, að stuðningsaðgerðir ESB við lönd í vanda verði efldar. Niðurstaðan liggur þó ekki enn fyrir. En, það verður fundur á nk. mánudag meðal leiðtoga Evrusvæðisins. Það verður áhugavert að vera fluga á vegg, þegar hann mun standa yfir.

Inflation pushes ECB closer to rate rise :"The European Central Bank’s 23-strong governing council, on thirsday, is expected to warn that risks have risen of inflation breaching its medium-term target of an annual rate “below but close” to 2 per cent." - "Eurozone inflation hit 2.4 per cent in February, the highest since October 2008, according to data from the European Union’s statistical office on Tuesday." - "Separately, the European Commission forecast eurozone inflation would average 2.2 per cent this year – the ECB is also expected to forecast that its target will be breached this year. Middle East unrest was tilting inflation risks upwards, the Commission warned."

Ef, Seðlabanki Evrópu hækkar vexti - sem mjög hratt vaxandi líkur eru á að hann geri, en Dragi líklegasti næsti Seðlabankastjóri er harðlínumaður varðandi baráttu gegn verðbólgu og síðan, þarf hann væntanlega að taka tillit til ótta Þjóðverja um verðbólgu - sérstaklega, jafnvel hugsanlegt að það verði hluti af samkomulagi þ.e. hluti smáa leturs gegn því að Þjóðverjar samþykki að hann taki við; þá mun það gera löndunum í Evrópu í mestu skuldavandanum erfiðara fyrir.

En, Evrusvæðið skiptist í tvennt alveg, lönd sem vegnar vel eða bærilega; og lönd sem vegnar ílla. Vaxtahækkun mun auka þann mun, og um leið auka líkur þess að löndin í vanda, muni ekki geta leyst úr sínum vanda.

Þannig að vaxtahækkun verður mjög tíveggjuð, ekki síst ofan í samdráttaráhrif sem bætast þarf á ofan vegna olíuverðs hækkana. Þannig, að minnkun hagvaxtar er mjög líkleg - myndi ég segja.

 

The Swedish tiger!

Sweden records fastest quarterly growth :"Sweden registered its fastest quarterly economic growth on record in the last three months of last year, burnishing its status as Europe’s best-performing economy." - "The forecast-beating 7.3 per cent year-on-year expansion looked sure to increase pressure on the country’s central bank to raise interest rates further amid concern over possible overheating." - "The Riksbank has already increased rates five times since last July,..." - "Domestic consumption has also recovered strongly..." - "The buoyant economy coupled with low interest rates has spurred a sharp increase in household borrowing..." - "Stefan Ingves, Riksbank governor,...warned it “remains to be seen” whether authorities had done enough to prevent a (housing) bubble." - "Sweden has introduced a cap of 85 per cent on the loan-to-value ratio of mortgages in another attempt to slow borrowing." - "Anders Borg, finance minister, on Wednesday told lenders they should not wait for the introduction of new international banking regulations to start increasing core capital levels." - "Finland, said on Tuesday that its economy grew by 5.2 per cent in the fourth quarter."

Það er ekkert annað. Svíþjóð er orðin tígur hagkerfi Evrópu. Næst eftir í hagvaxtar-röðinni kemur Pólland. Bæði löndin eru með eigin gjaldmiðil. Það þriðja í röðinni, er síðan Evrulandið Finnland.

Öll 3. löndin, á sl. áratug, viðhöfðu varfærna fjármála og efnahagsstjórnun. Í dag, uppskera þau varfærnina, í mun betri hagvexti en þekkist annars staðar í Evrópu. Kreppan er í reynd búin í þessum 3. löndum.

Málið snýst ekki um Evru eða ekki Evru. Heldur um góða hagstjórn. Þ.e. þ.s. skilur á milli landa sem vegnar vel, og landa sem vegnar ílla.

Ég sé ekki, að lönd innan Evru standi áberandi betur, en lönd utan Evru. Hið minnsta það. Einföld skoðun á staðreyndum, ætti að lækna þá sem halda að Evruaðild sé einhver formúla að velgengni. Alls ekki, hún er hvorki formúla að velgengni, né endilega leið til helvítis heldur.

 

Ísland og Evran

Fyrir okkur reyndar, á hið almenna samhengi ekki við, þ.s. okkar hagkerfi hefur ákveðna sérstaka eiginleika, sem gera Evruaðild óhentuga, sérdeilis. En, ég vísa til þess sem oft hefur verið nefnt áður, að grunnþættir okkar hagkerfis, séu of sveiflugjarnir annars vegar og hins vegar sé of miklar líkur þess að sveifla þeirra verði önnur, en sú sveifla sem hagstj. Evrusvæðis miðast út frá. En, erfitt er að búa við vaxta- og gengisþróun, sem er mjög á skjön við hagkerfisþarfir okkar.

En, það er lykilatriði að aðlögun hagkerfis að peningastjórnun Evrusvæðis - takist. Þetta sést mjög vel á gögnum úr skýrslu OECD sjá t.d. bls. 8 vinstra megin, þá sést meðal raunstýrivextir á Evrusvæðinu yfir tímabilið 2002 - 2007.

Raunstýrivextir á Evrusvæði 2002-2007:

  • - 3,0% Írlands
  • - 1,6% Spánar
  • - 1,5% Grikklands
  • - 1,2% Portúgals
  • - 1,2% Ítalíu

Það er gríðarlega erfitt að búa við neikvæða raunstýrivexti. Þetta segir einfaldlega, að stýrivaxtastefna hafi alls - alls ekki hentað þessum ríkjum á umliðnum áratug. En, ef lágir vextir eru þensluaukandi eru neikvæðir það, sannarlega enn meir. Sérstaklega vegna þess, hve þeir magna óskaplega eftirspurn eftir lánsfé. Af ofangreindu, verður því ekki furðulegt að bæði á Írlandi og Spáni, gekk yfir á sl. áratug óskaplega stórar fasteigna-verðs bólur. Öll þessi lönd búa við skuldavanda í dag.

Ofangreindar tölur, eru sterk vísbending þess að ofangreind lönd, hefðu ekki átt að ganga inn í Evruna. En, það skiptir virkilega máli, að hagkerfi þitt nái því, að aðlaga sig að gjaldmiðlinum. Ofangreint sýnir, að þessum löndum tókst það ekki.

Miðað við hvernig þessum löndum hefur farnast, þá sýnir það að ef ekki tekst að aðlaga hagkerfið að Evunni, þá séu verulegar líkur á því að ílla fari. Ég tel, klárt að okkar hagkerfi, sé mjög langt frá því að vera fært um að búa við þá vaxtastefnu- og gengisstefnu, sem viðgengst á Evrusvæðinu, vegna þess einmitt hve mikil hætta sé á sterkum hagveiflum hér í aðrar áttir. Ég lít svo á að ofangreindar tölur sanni, að slíkt sé mjög raunveruleg hætta.

Að auki bendi ég á bls. 4 í skýrslu OECD. Þar sést sá hluti hagvaxtar sem var ósjálfbær á Evrusvæðnu á umliðnum áratug. En, þar sést dekkti hlutinn hlutfall viðskiptahalla innan Evrusvæðis í heildarhagvexti Evrusvæðis, síðan ljósi hlutinn hlutfall viðskiptahagnaðar í þeim heildarviðskiptahagnaði.

Þ.s. halli og hagnaður helst í hendur, þá þarf til að sjá raunhagvöxtinn að þurrka út hallann en einnig samsvarandi að þykkt af ljósa svæðinu. Því, án hallans þá hverfur sjálfkrafa sá hluti einnig, því hann var búinn til af hallanum.

Þá kemur í ljós, þ.s. ég hef ítrekað sagt að svokölluð aukning hagvaxtar af völdum Evrunnar, var í reynd nær alveg þetta ósjálfbæra boom. Þ.e. samt einhver hagvöxtur til staðar kringum 2006 þó svo þetta væri gert, en sá er eðlilegur miðað við áratuginn á undan þegar engin var Evran.

Þannig, að þ.e. mjög orðum auknar þær fullyrðingar að upptöku Evrunnar, hafi fylgt mikil hagvaxtaraukning. Heldur, virðist hún vera afleiðing ákvörðunar sem sennilega var tekin á pólitíska sviðinu, að kynda undir hagkerfum Evrusvæðisins, með lágum vöxtum - með því að slaka á reglum um banka svo það verði aukning útlána og að auki með því að sem dæmi bæði Þýskaland og Frakkland voru með ríkissjóðs halla hvert ár, samtímis öllu þessu.

Svo mikilli kyndingu fylgir einnig áhætta, sem akkúrat er - stjórnlaus útlánasprenging - skuldaaukning og verðbólur, ekki bara bóla heldur bólur í fleirtölu. Þannig, að á móti þarf að beita samdráttaraðgerðum annars staðar, svo það fari ekki ílla. En, leiðin niður-á-við er hröð, ef menn missa stjórn á svo öflugri kyndingu.

 

Niðurstaða

Lífskjör eru enn á niðurleið að meðaltali á Evrusvæðinu, þ.s. hagvöxtur er innan við verðbólgu. Meira að segja í Þýskalandi er lífkjaraaukning sáralítil eða um 0,2%. Samtímis, er blússandi hagvöxtur í Svíjþóð - sem er utan Evrusvæðis. 

Þ.s. samanburður á milli landa segir, er að Evra er ekki lykill að velgengni, þó hún sé ekki endilega heldur leið til efnahagslegs helvítis. Löndum vegnar bæði vel og ílla innan Evrusvæðis. Sama á við lönd sem hafa eigin gjaldmiðil, að þeim vegar misvel. 

Því fylgir samt veruleg áhætta að taka upp Evru, ef aðlögun að peningastjórn Evru mistekst. Það sýnir útkoma sl. áratugar einnig.

Að auki, er stórlega ofmetið að Evra hafi stuðlað að auknum hagvexti.

Ég tel Evru ekki henta Íslandi, vegna þess að hagsveiflur Íslands séu of líklegar til að sveiflast skarplega í rangar áttir.

 

Kv.


Hvað gerist ef Icesave fer fyrir EFTA dómstólinn og Ísland tapar? Um þetta atriði er búin að standa undarleg ritdeila á opinberum vettvangi!

Sko, ef Ísland er dæmt brotlegt - sem væntanlega væri niðurstaða dóms ef Icesave fer fyrir dóm og málið tapast - þá er dómurinn búinn að dæma mál með þeim hætti, að Íslandi ber að borga svokallaða lágmarkstryggingu þ.e. 20þ. €. Í því tilviki, ber Íslandi að borga Bretum og Hollendingum til baka, þann huta sem þeir greiddu sínu fólki er nemur lögbundinni lágmarksupphæð.

Dómur mun gefa einhvern tímafrest fyrir okkur, að ná slíkum samningum.

Eftirlitsstofnun EFTA: Neyðarlög standast - - Íslandi ber að borga Icesave.

Directive 94/19/EC

Lögin um EES

  • Auðvitað er það möguleiki að niðurstaða nýrra samninga myndi skila lakari niðurstöðu, þannig þá að vaxtakostnaður væri meiri t.d. 5,5% eins og var í gamla samningnum.
  • Þ.e. einnig möguleiki, að fordæmi núverandi samnings væri notað.
  • Það er hið minnsta möguleiki á lakari samningi.
  • En, þ.e. einnig möguleiki á því, að Ísland myndi vinna málið og ekkert þurfa að borga.
  • Það er engin leið að vega og meta þessa möguleika, þ.s. engin dómafordæmi eru til staðar akkúrat um þetta atriði.
  • Ég treysti mér þó að slá einu föstu, að nær engar líkur séu til að Ísland fengi dóm, skv. kröfu um greiðslur umfram 20þ. €. 
  • En, þ.e. enginn lagagrundvöllur í sjónmáli til að undirbyggja kröfu um greiðslur umfram 20þ. €. Enda var gildandi lágmarksupphæð 20þ. € en ekki 50þ. €. Bretlandi og Hollandi, var heimilt að greiða umfram 20þ. € eða veita hærri tryggingu. En, á því heimildarákvæði er ekki hægt að undirbyggja kröfu gagnvart okkur.
  • En, þeir sem hafa nefnt slíkt sem möguleika byggja það fyrst og fremst á því, að hérlendis hafi allar kröfur verið tryggðar - en augljósa mótbáran við því er það, að ekki hafi verið í boði nein raunhæft vægari aðgerð en að tryggja allar innistæður hérlendis, til að mæta því sannarlega lögmæta markmiði að koma í veg fyrir algert hrun innlenda fjármálakerfisins.

 

Dómur ekki aðfararhæfur hér!

  • Þ.e. út af fyrir sig rétt, að ekki er hægt að framfylgja honum með beinum hætti gagnvart Íslandi, með öðrum hætti en þeim, sem lúta að almennum ákvæðum EES um það, þegar ríki gerast brotleg við EES samninginn.
  • En, ef Ísland semur ekki við Breta og Hollendinga, innan þeirra tímamarka sem dómur myndi gefa, þá er möguleiki að beita svokölluðum gagnaðgerðum, sem heimilt er að grípa til af hálfu Eftirlitsstofnunar EFTA, gagnvart brotlegu ríki.
  • Uppsögn EES er ólíkleg, en gagnaðgerðir myndu líklega fela í sér að kafli 4. um Fjármagn myndi tímabundið vera numinn úr gildi gagnvart Íslandi, eða þangað til að Ísland hefur lokið samningum við Breta og Hollendinga.
  • Það má deila um það, hversu óþægilegt það væri.
  • Mér finnst samt alls ekki koma til greina, að neita að semja í kjölfar tapaðra réttarhalda, nema að svo vildi til að Ísland væri statt í einhvers konar seinna hruns ástandi, og klárt að greiðslugeta væri algerlega fyrir bý. 
  • En, þ.e. þó óþarfi að fara sér óðslega við þá samningagerð, kasta til hendinni - eða taka einhverjum fáránlegum afarkostum. Ég er þó ekki að tala um vísvitandi tafir.
  • Það verða óþægindi af gagnaðgerðum, en ekki slík að það gefi ástæðu til að - að láta undan þrýstingi og klára mun lakari samninga en þá núverandi.
  • Þvert á móti, ættum við þá að stefna að sambærilegum samningum.
  • Svo lengi, sem viðræður eru í gangi, væri ólíklegt að gagnaðgerðir vindi upp á sig, þannig að einhverjar raunverulegar líkur skapist á uppsögn EES.
  • En mér finnst alveg koma til greina, að við sjálf segjum EES upp. En, mér sýnist að það geti veitt okkur möguleika, ekki síst til að mismuna innlendum aðilum á kostnað erlendra. En, það má vera, að uppsögn EES myndi auðvelda okkur, að beita sem dæmi skattalegri mismunun til að efla útflutning. Að, skilda útgerð til að landa afla hérlendis. O.s.frv.
  • Hin hættan, er að ekki verði af ESB aðild. Sem mér finnst ekki endilega vera skaði.

 

Ég tek fram, að ég er ekki að leggja til að Icesave deilunni verði beitt, til að koma í veg fyrir ESB aðild. Eða henni beitt, til að eyðileggja EES samninginn vísvitandi. En, Bretland er mikilvægt viðskiptaland okkar, alveg burtséð frá EES eða ESB fyrirætlunum. Þannig, að það eru margvíslegir hugsanlegir ókostir af því, að standa í langtímadeilum við þá.

Þannig, að það er sennilega okkur alltaf í hag að semja, ef kostnaðurinn við samning vs. áhætta, er hvort tveggja ekki mikil.

Þó núverandi samningur sé skárri, er hann langt - langt í frá án áhættu eða áhættulítill. Mín prívat skoðun er að, betra sé að salta Icesave málið þangað til, að búið er að selja eignir úr þrotabúi Landsbanka Íslands hf. Þannig, að þá liggi fyrir hvort upphæðir raunverulega eru viðráðanlegar.

Samtímis, minnkar væntanlega óvissan um framvindu Ísl. efnahagsmála þ.e. hver akkúrat er okkar framtíðar greiðslugeta.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 502
  • Frá upphafi: 847157

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 478
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband