Dómstólaleiðin, er fær!

Best væri, að Icesave málið félli á tímafresti. Þá hafa Hollendingar og Bretar val um að gjaldfella lánið á Tryggingasjóð Innistæðueigenda. Í framhaldi af því þarf á TR að lísa sig gjaldþrota, þá geta Hollendingar og Bretar farið með málið frammi fyrir Ísl. dómstólum. ----------------------- Að sjálfsögðu er ekkert víst, með útkomu dómsmáls. Það hafa nokkrir aðilar, bent á þann fræðilega möguleika, að á okkur væri dæmt að greiða meira en lágmarksgreiðslur. Þ.b. að hafa í huga, að reglur ESB um Innistæðutryggingasjóði, kveða einungis á um skildu sjóðsins til að greiða lágmarkstryggingu, innan 9 mánaða. Þannig, að sú krafa getur ekki byggst á reglum ESB um innistæðutryggingar. Varðandi jafnræðisreglu, þá er það mál á mjög gráu svæði, lagalega séð, þ.s. löndin er kusu að greiða meira en þeim bara, lagalega séð, voru þá að ganga lengra en lögin kváðu á um. Þ.e. því ekki augljóst, að réttarkrafa myndist í þessu samhengi, varðandi greiðslur umfram þ.s. reglur kveða á um, þó svo e-h ríki hafi kosið að greiða umfram en önnur ekki, þ.s. þau voru eftir allt saman, sjálf að ganga lengra en reglur kveða á um. En, til vara, ef niðurstaða væri að sú krafa stæðist, þá er það ekki endilega augljósasta útkoman, að dæma þessar svokölluðu fullu greiðslur. Það væri einnig hægt að krefjast þess, að Ísland afnæmi misréttið með öðrum hætti, t.d. með því að nema úr gildi þann verknað, er niðurstaða væri um að hefði framkallað þann misrétt. Ég held, að þessi ábending, sé dálítið notuð í pólit. tilgangi. ------------------------- Mín skoðun, er að helsta von okkar, til að endurreisa hagkerfið, sé minnkun skulda. Við verðum einfaldlega að sleppa eins billega frá Icesave málinu, og nokkur kostur er, til að Ísland geti forðast ríkisgjaldþrot. Síðan, gleyma menn oft réttlætiskröfu næstu kynslóða ísl. um mannsæmandi líf, þ.e. að núverandi kynslóð, sökkvi þjóðinni ekki í svo djúpt fen, að ekki verði komist úr því um langan aldur. Það felst engin aukning réttlætis í því, að við sökkvum okkur, það djúpt. Einnig, þarf að endurskoða þá grunnhugmynd, að rétt sé að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð með lánsfé. Mér, finnst það rökfræðilega ekki ganga upp. --------------------- VIð erum enn, í alvarlegri hættu á að ríkið fari í greiðsluþrot. Þ.e. ekki endir alls, en þ.e. þversögn að halda því fram, að aukning skulda minnki hættuna á þeirri útkomu, eins og Samfó liðar halda fram. Þvert á móti, þá snúast útreikningur á greiðslugetu, um útreikninga á vaxtagjöldum vs. tekjustofn, bæði til nútíðar og framtíðar, þannig að aukning skulda og þ.m. vaxtagjalda, augljóslega skaðar stöðu ríkissjóðs, og þannig einnig getu hans til að standa undir öðrum skuldum. --------------------- Hagfræðilega séð, er það slæmt að útlit er nú fyrir, að ekki verði af álversframkvæmdum á næsta ári. Skv. fjármálaráðuneyti, eykur það eitt efnahagssamdrátt í 4,7% á næsta ári. En, þá er væntanlega eftir að reikna með, samdráttaráhrifum þeirra efnahagsaðgerða er eru boðaðar af ríkisstjórninni, í fjárlagafrumvarpinu. Þá má bæta nokkur við þessa 4,7% tölu um samdrátt. Hugsanlega, verður næsta ár, eins slæmt samdráttarár, og þetta ár. Þessar fréttir, gera greiðslustöðu ísl. enn verri, en áður var talið. --------------------------- Það bendir allt í sömu átt. Við verðum að minnka skuldir. Við stöndum ekki undir því að bæta Icesave ofan á allt hitt, sem fyrir er. Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 34
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 552
  • Frá upphafi: 847210

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 526
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband