Nýleg könnun í Bandaríkjunum - sýnir, dómsmálin ógna möguleikum Trumps til hugsanlegs sigurs á nk. ári!

Það hefur verið kenning Trumps, talsmanna Trumps og svokallaðra - fans. Að Trump styrkist við mótbyrinn, því meir sem sá verður stærri. Þannig að könnun Politico/Ipsos er áhugavert innlegg:

Three in five Americans say Trump should stand trial before the Republican primaries or 2024 general election

Sjá einnig: Lock Him Up? A New Poll Has Some Bad News for Trump.hhh

 

1. Spurning um sekt vs. sakleysi Trumps:

  • 14% Repúblikana telja Trump sekan.
  • 64% Repúblikana telja Trump, saklausan.
  • 21% Repúblikana, telja sig ekki vita.

14% Repúblikana telja Trump sekan - fynnst mér áhugaverðast

  • 53% Óháðra telja Trump sekan.
  • 20% óháðra, telja Trump saklausan.
  • 27% óháðra, telja sig ekki vita.

Þarna skiptir mestu máli - mun flr. hafa myndað sér skoðun gegn Trump.
Ef maður gefur sér, Biden og Trump, eigi þá er ekki hafa skoðun jafnt.
--Þá hefur Biden klárlega þarna, hugsanlegt forskot.

Ég læta vera að nefna frekari tölur um þessa spurningu.
Þ.s. fókus minn er á hugsanlegar vinningslíkur Trumps.
--Þá skipta skoðanir Repúblikana og óháðra - einungis máli.

 

2. Ef dómur fellur gegn Trump, hefur það skoðanamyndandi áhrif?

  • 44% aðspurðra -- töldu dóm ekki sannfæra þá að hætta stuðningi við Trump.
  • 32% töldu dóm gegn Trump, hafa þá afleiðingu að þeir kjósi ekki Trump.
  • 34% óháðra, voru sömu skoðunar, dómur mundi snúa þeim gegn Trump.
  • 13% - töldu að dómur gegn Trump, mundi snúa þeim til Trumps.

Skv. því, þá líklega snúast margir - óháðir, er ekki enn hafa myndað skoðun.
--Gegn Trump, ef hann er dæmdur.

Klárlega skv. því, hefur dómur neikvæða áhrif á sigurlíkur Trumps.
Ef hann fellur gegn Trump.
--Þ.s. Trump þarf á atkvæðum óháðra að halda.

Með helming óháðra þegar með þá skoðun, Trump sé sekur.
Skiptir -öllu máli- fyrir Trump, að ná til restar þess hóps.
--En þeir sem hingað til ekki hafa myndað sér skoðun, virðast mun líklegri skv. ofannefndu, að snúast þá gegn Trump.

Þau 13% er í könnuninni, segjast snúast með Trump - duga ekki til að vega á móti.

 

3. Áhugavert margir vilja, að dómsmál klárist fyrir kosningar!

  • 33% Repúblikana - gegn 45%.
  • 63% Óháðra - gegn 14%.

Þ.e. merkilegt hve margir Repúblikanar vilja þetta - þ.s. Trump leitast við að tefja mál.
Drjúgur meirihluti Óháðra þíðir líklega, að margir þeirra bíði eftir niðurstöðunum.
--Svo þeir geti ákveðið hvað þeir kjósa. Vísa aftur til þess, að margir þeirra, segjast snúast gegn Trump, ef dómar ganga gegn honum.

 

4. Flestir aðspurðra telja sig, skilja ákærurnar vel!

  • 60% töldu sig vel á nótum.
  • 1/4 - 1/3 taldi sig ekki skilja ákærurnar almennilega.

Líklega fækkar er á líður þeim er ekki skilja.

 

5. Á að fangelsa Trump, eða ekki?

  • 11% Repúblikana, jánka því.
    Ca. 30% þeirra, vilja vægari refsingu en fangelsi.
  • 43% enga refsingu.

Mér finnst merkilegt - hve margir þeirra eru samt til í að, Trump sé refsað.
11% hópurinn -- sýnir, að þ.e. til harður kjarni Repúblikana.

  • 51% Óháðra, vilja fangelsa Trump.
  • Einungis ca. 20% vilja vægari refsingu.
  • 14% ekki refsa.

Aftur er afstaða Óháðra -- áhugaverð.
--Þetta sýnir, að Trump hefur greinilegan mótbyr þar.

 

6. Er saksóknin gegn Trump, sanngjörn vs. ósanngjörn?

  • 23% Repúblikana segja saksóknina, sanngjarna.
  • 74% Repúblikana, akkúrat á öfugri skoðun.

Aftur finnst mér áhugavert - að þ.e. nokkur hópur Repúblikana.
--Sem greinilega eru ekki, Trump-sinnar.

  • 64% óháðra, telur saksóknina sanngjarna.
  • 34% þeirra, telur hana ósanngjarna.

Þetta tónar við spurninguna að ofan, sbr. hlutfall þeirra að ofan sem telja Trump líklega sekan vs. líklega saklausan.
--Þarna birtist greinilega enn á ný, mótbyr hjá Trump meðal óháðra.

 

7. Almennt álit vs. andstyggð gagnvart tilteknum einstaklingum!

  • 27% líkar við Trump -- 58% líkar ekki við hann.
  • 36% líkar við Biden -- 45% líkar ekki við Biden.
  • 22% líkar við, Merrick Garland -- 22% líkar ekki við hann.
  • 26% líkar við, Jack Smith -- 20% líkar ekki við hann.
  • 40% líkar við Dómsmálaráðuneytið -- 33% líkar ekki við það.

Trump hefur einkunnina: -31%.
Biden á sama tíma: -9%.

 

Niðurstaða
Ég er ekki að sjá úr þessum tölum -- þann mikla aukna stuðning við Trump.
Sem stuðningsmenn Trumps tala um. Nema kannski, þeir einungis meina - Repúblikana.

  1. Staða Trumps í þessum tölum, er klárlega veik.
  2. Takið eftir, ég skoða einungis svör Óháðra og Repúblikana.

Þ.e. sérstök ógn við Trump.
Sá - minnihluti Repúblikana - er virðist hafa snúist alfarið gegn honum.
Þó sá minnihluti sé ekki - rosalega stór.

Í kosningu er hann nægilega stór. Til að geta skipt sköpum.
--Ég meina, ef 10% - 15% Repúblikna, skila auðu við nafn Trumps.

Þá er það eitt og sér líklega nóg til hann geti ekki haft sigur.
Þar fyrir utan, hefur hann sterkan mótbyr meðal - óháðra.
--Hann þarf að hafa betur en Biden, um atkvæði þess hóps.

En miðað við ofangreind svör, lítur ekki vel út fyrir þess lags niðurtöðu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Það má ekki gleyma latínu fólkið og svarta fólkið. Trump er eini Repúblikaninn sem hefur náð að reyta fylgi af Demókrötum í þessum hópum. Þessir hópar hafa tryggt Demókrata sigur hingað til og þeir eru búnir að gefast upp á Biden.

Biden annað hvort hellist úr lestinni vegna elliglapa eða impeachment ákæran fellir hann (hann verður ákærður í haust). Ég þori að veðja að einhver annar verður í forsetaframboði en hann fyrir Demókrata.

það er ekkert að marka skoðanakannanir í dag, margir leyna stuðning sinn við Trump. Ef vika í pólitík er langur tími, þá er ár heil eilífð.

Birgir Loftsson, 26.8.2023 kl. 10:43

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Birgir Loftsson, ég hef ekki enn séð þess nokkur minnstu merki -  ákæra á Biden sé sennileg. Vandamálið virðist alger skortur á sönnunum. Þ.e. á tæru að - Hunter Biden átti tiltekin samtöl, en fram til þessa - kem ég ekki auga á nokkra tengingu við Joe Biden. Þó svo að 2-einstaklingar séu þeirrar skoðunar, að þeir hafi sent peninga -- þá virðist engin sönnun þess að Joe Biden hafi fengið þá. Eiginlega grunar mig að, Hunter sé algerlega að baki þessu einsamall - sbr. hann var á þessum tíma, djúpt sokkin í eitur-neyslu, þ.e. vitað að Hunter var töluvert að notfæra sér nafn föður síns, til þess að sannfæra fólk að láta hann hafa peninga. M.ö.o. grunar mig, að hann hafi pent platað þessa 2 menn, Joe hafi raun aldrei séð þá peninga - né vitað af þeim, skv. því sem hann sjálfur segir. Repúblikanar hafa verið að rannsaka þetta mál samfellt, síðan Trump enn var forseti. Ergo, er ég löngu búinn að afskrifa það mál. Ég held að Biden nái endurkjöri -- held að -elliglöp- hans séu ekki nærri eins alvarleg, og pólit.andstæðingar staðfhæfa -- ég bendi á að ríkisstjórn hans, hefur ekki verið - óskilvirk - en hún óhjákvæmilega væri það, ef sagan um alvarleg elliglöp væri raunverulega sönn. Þess vegna hafna ég eiginlega þeim sögum - sem óskhyggju andstæðinga hans, og söguburði ætlað að koma neikvæðri ímynd á forsetann. Ef maður skoðar skilvirkni forsetatíðar hans - hefur ríkisstjórn hans t.d. skilað frá sér, mun flr. lagafrumvörpum gegnum þingið, tja en ríkisstjórn Trumps afrekaði. Þ.e. einn mælikvarði á skilvirkni. Þar fyrir utan, hefur mér ekki virst Biden hafa haldið illa á málum varðandi átök við Putin -- en ef hann væri eins elliglapalegur sögur halda fram, kæmi það fram klárlega á skilvirkni ríkisstjórnarinnar. Ég held persónulega að Trump tapi - líklega. Ég hef ekki trú á að það sé einhver afar fjölmennur hópur sem skammast sín og þegir. Þvert á móti hefur mér virst Trumparar -- ætíð afar stoltir af því að vera Trumparar. Þannig, að ég hef eiginlega ekki trú á að til séu -- bældir Trumparar.

--Þegar haft er í huga, að meðaltal kannana um fylgi Trumps, hefur verið -consistent- nokkurn veginn frá því hann var forseti, m.ö.o. hann mælist frekar svipað vinsæll vs. óvinsæll nú og þá. Þá efa ég einnig að - kannanir séu að, vanmeta fylgi hans.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.8.2023 kl. 17:07

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Held að fólk sé löngu búið að tapa trúnni á amerísku réttarkerfi - O.J. Simpson setti digran nagla í þá líkkistu
Svo hvort Trump sé sekur eða saklaus í augum einhvers dómara skiptir bara engu máli
Meðan honum tekst að halda sig í sviðsljósi fjölmiðla - sem hann er reyndar snillingu í að gera og það ókeypis! með dyggri aðstoð Demókrata
þá eru allar líkur á að hann verði næsti forseti USA nema ef svo ólíklega vildi til að frambærilegur frambjóðandi með nægt fjármagn kæmi óvænt fram í sviðsljósið

Grímur Kjartansson, 26.8.2023 kl. 19:11

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"O.J. Simpson setti digran nagla í þá líkkistu"

Og Biden & co, og Alec Baldwin...

Það skifti máli að eiga pening og þekkja menn.

"kem ég ekki auga á nokkra tengingu við Joe Biden."

Þá skal ég segja þér fréttir: vissir þú að Hunter Biden og Joe Biden eru skildir?  Meira að segja mjög skildir?  Skoðaðu það nánar, þér gæti þótt það áhugavert.

Peningar og völd...

Ásgrímur Hartmannsson, 26.8.2023 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 446
  • Frá upphafi: 847093

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 423
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband