Eru einhverjar líkur á að varnar-garður gegn hraunstraum haldi? Mér finnst efasemdir þar um afar skiljanlegar - eftir allt saman er hraun ekki vatn og vatn er ekki 1000°C heitt!

Hugmyndin virðist að varnar-garður búinn til úr efni hróflað upp með gröfum úr næsta nágrenni, síðan þjappað niður með vélum; geti stöðvað hraun-straum.
Þetta er ekki svokallaður - leiðigarður.
Heldur raunveruleg stífla.
M.ö.o. lokað er á þá leið sem hraun-straumurinn liggur.
--Í von um að það leiði til þess að hraunið hækki meðfram garðinu.
--Garðurinn haldi.

Fyrir rest leiti hraunið síðan inn í annan dal - í aðra átt.
Sem er stór og hraun tæknilega ef hugmyndin virkaði gæti verið lengi að safnast fyrir í.

Vilja beina hraunflæðinu í Merardalabaðkerið

Mynd tekin af hluta hraunsins úr gosinu!

 https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/gos_mynd_hraun.jpg

En eru raunverulega einhverjar líkur á að garðurinn haldi, burtséð frá hve mikið hann er hækkaður?

Gosið hefur stækkað -- eina ferðina enn, eins og mér kom til huga að það gæti:

Gosið 2-faldaðist að stærð í gær, gæti hugsanlega gosið stækkað aftur? Síðan hugsanlega eina ferðina enn, jafnvel reglulega á nokkurra vikna fresti?

Meiri kraftur hefur komst í steymi hrauns, menn fóru í skyndingi að hrófla upp garði fyrir strauminn --> Þetta virðist skyndi-hugmynd, eins og menn allt í einu skyldu, að það væri yfirvofandi að hraunið mundi taka Suður-stranda-veg.

  1. Spurningin er hvað gerist með garðinn, þegar hraunið far að safnast upp við hann.
    --Ekki gleyma því, að þó yfirborð hraunsins sé storkið.
    Þá er undir storknaða yfirborðinu, bráðið hraun.
  2. Spurningin sem ég velti upp, hvaða áhrif hefur það á garðinn.
    Þegar hraunið hleðst upp -- þá hlýtur bráðið hraun á einhverjum punkti að liggja upp við hann, undir storknaða yfirborðinu.
  3. Sjálfsagt dreyma menn um, að garðurinn stoppi hraunið - þá kólni það þar við hann.
    Það sem undir sé, storkni þá einnig.
    --Hinn bóginn, er einnig stöðugt að hlaðast meira hraun frá eldstöðinni.
    Hún mundi halda stöðugt að bæta meir við.
    Þar með, bæta stöðugt við nýju bráðnu hrauni, er væri að streyma undir yfirborðinu.
  4. Vegna þess, grunar mér að -- bráðið hraun muni haldast undir, meðan hraunið safnast upp við garðinn.
    --Ekki gleyma heldur, að hraunið hefur gríðarlegan kraft, eins og risastór jarðíta.
    Hraunð sem bætist við, þrýstir sér ekki bara undir storknaða yfirborðið.
    Það einnig ítir storknaða hluta nýja hraunsins á undan sér, við sem höfum gengið meðfram hrauninu - höfum heyrt brothljóðin, þegar með brauki og bramli nýtt streymi hrauns ítir á þ.s. fyrir er komið, og virkar eins og jarðíta.
  5. Þ.s. ég vísa til, að hraun er mun þéttara en vatn.
    Þar með mun þyngra, m.ö.o. líklega ekki minna þétt en efnið í garðinum.
    Að auki, verður líklega bráðið hraun uppi við garðinn sjálfan mjög fljótlega.
    --Þ.s. mig grunar, að bráðna hraunið -- byrji að bræða sig undir garðinn.
    M.ö.o. fari að grafa undan honum.
  6. Sannarlega tæknilega, geta verktakar skóflað stöðugt meira efni ofan á, er garðurinn hótar að gefa sig.
    --En spurning er einnig, hve mikla áhættu með líf og limi þeirra má taka?
    En, eftir því sem meira bráðið hraun safnast upp.
    Verður atburðurinn sífellt hættulegri.
    --Þega garðurinn líklega gefur sig eftir rest.
  7. En mig grunar, að þegar það gerist - líklega allt í einu.
    Þá fari stór foss af bráðnu hrauni niður dalinn sem þeir eru að verja.
    Ef menn eru ekki búnir að færa tæki frá, þá fari þau líklega undir hraun með hraði.
    Fólk gæti átt fótum fjöri að launa.

Málið er að mig grunar að -- garðurinn gefi sig löngu áður.
En uppsöfnun hraunsins er búin að ná þeirri 8 metra hæð garðs sem er fyrirhuguð.
--Þ.e. bæði það að hraunið er eðlisþungt, mun meir svo en vatn, því með mikinn kraft.
--Og samhengið að gríðarlegur hitinn af hrauninu, mun -grunar mig- veikja garðinn.
Þegar það fari saman, þá held ég að garðurinn endist mun styttri tíma.
En þeir sem eru að reisa hann, virðast halda.

 

Niðurstaða

Ég skil vel að þessi garður er tilraun. Hinn bóginn, er þetta ekki sambærilegt við það þegar menn kældu hraun í Eyjum á 8. áratugnum. Það virkaði í Eyjum, vegna þess að gosið hætti fyrir rest. Annars hefði hraunið einfaldlega haldið áfram, burtséð frá gerðum mannsins.

Mig grunar að hitinn af hrauninu, m.ö.o. hugsanlega svo mikið sem 1000°C undir yfirborðinu, er hraunið safnist við garðinn -- muni veikja undirstöður garðsins.
Þar fyrir utan, sé þéttleiki hraun mun meiri en þéttleiki vatns, svo krafturinn af hrauni sé mun meiri -- en ef vatn væri að safnast upp við.
--Þéttleiki garðs úr efni, hróflað upp með hraði -- sé sennilega ekki gríðarlega mikill.
--Því styrkur þess garðs, ekki það rosalegur.

Þess vegna grunar mig að garðurinn -- fyrir rest einfaldlega taki af stað.
Þ.e. hraunið, íti honum fram og hann blandist við strauminn.
En er hann gefur sig, gæti orðið foss af hrauni niður í dalinn sem þeir eru að leitast til við að verja -- það gæti orðið hættuleg stund.
--Vonandi að enginn láti lífið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ákveðið magn kemur upp af hrauni í þessu eldgosi og á hversu löngum tíma þetta magn kemur upp skiptir nú ekki höfuðmáli, nema fyrir ferðaþjónustuna sem vill að sjálfsögðu að eldgosið standi sem lengst. cool

Og hvernig hraunið rennur fer eftir landslaginu á hverjum stað fyrir sig.

Í Heimaeyjargosinu, sem hófst 23. janúar og lauk 3. júlí 1973, var búið að reisa varnargarða strax í febrúar til að stöðva framrás hraunsins.

En fyrir gosið var auðvitað ekki búið að móta landslagið með tilliti til hugsanlegs hraunrennslis, þannig að álagið á garðana var mjög mikið og þeir brustu að hluta til.

Hraunið í Heimaey var einnig kælt með sjó en núna hafa eingöngu verið reistir varnargarðar, enda er gosið í Geldingadölum langt frá vatni og sjó.

Og við fyrirhugaðan flugvöll við Hafnarfjörð væri að sjálfsögðu best að móta landslagið þannig að hraun rynni ekki alveg að flugvellinum. cool

Fyrir ofan Hafnarfjörð og Garðabæ væri einnig hægt að reisa varnargarða ef búist væri við að hraun rynni niður í bæina.

RÚV, 15.5.2021 (síðastliðinn laugardag):

"Reisa á varnargarða og er það mat verkfræðinga að ekki megi bíða lengur. Þeir telja raunhæft að reisa svona hraunvarnir, það hafi verið gert í Vestmannaeyjum og á Hawaí." cool

Og ef ekki ætti að leggja flugvöll við Hafnarfjörð vegna hugsanlegs hraunrennslis hefði og ætti að sjálfsögðu ekki heldur að reisa þúsundir nýrra húsa fyrir hundruð milljarða króna á gömlum hraunum í Hafnarfirði og Garðabæ.

Hefur Sjálfstæðisflokkurinn talað um að flokkurinn ætli að hætta því? cool

15.5.2021 (síðastliðinn laugardag):

Áform um byggingu yfir 2.300 íbúða í Garðabæ

Og ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að flytja í burtu strax i fyrramálið alla 4.300 íbúa Vestmannaeyjabæjar, sem er við hliðina á eldfjalli sem gaus fyrir 48 árum?

Kom Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í veg fyrir að Vegagerðin, sem er í eigu ríkisins, byggði nýtt stórhýsi í Suðurhrauni í Garðabæ? cool

18.3.2021:

Vegagerðin flytur í maí í Suðurhraun 3 í Garðabæ (á móti Ikea og Costco)

Þorsteinn Briem, 19.5.2021 kl. 01:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef flugvöllur yrði ekki lagður við Hafnarfjörð verður innanlandsflugið einfaldlega flutt af Vatnsmýrarsvæðinu til Keflavíkurflugvallar og flugvellir á Akureyri, Egilsstöðum og í Skotlandi eru varavellir fyrir Keflavíkurflugvöll. cool

"Keflavíkurflugvöllur er vel í stakk búinn til að taka við innanlandsflugi, reisa þyrfti nýja flugstöð eða finna henni stað í húsnæði sem til staðar er á vellinum."

(Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll, möguleikar og samfélagsleg áhrif - Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, janúar 2014)

Hins vegar er hægt að reisa varnargarða gegn hraunrennsli og kæla hraun með vatni eða sjó til að stöðva framrásina, eins og gert var í Vestmannaeyjum.

Og varnargarðar gegn snjóflóðum og skriðuföllum hafa verið reistir fyrir milljarða króna á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum til að verja þar nokkur íbúðarhús. cool

4.3.2021:

Hægt að verja Suðurnesjalínu gegn hraunrennsli með varnargarði og kælingu

Nær allt landið undir norður-suður flugbraut Reykjavíkurflugvallar er í eigu Reykjavíkurborgar og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu. cool

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og meina öðrum að nota hann."

Ríkið getur hins vegar selt landið undir austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar til að fjármagna flugvöll við Hafnarfjörð. cool

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 100% verðbólga hér á Íslandi. cool

"Áætlað er að fullbúinn innanlands- og varaflugvöllur í Hvassahrauni [við Hafnarfjörð], sem jafnframt þjónaði sem kennslu- og einkaflugvöllur, kosti um 44 milljarða króna en kostnaður við nauðsynlega uppbyggingu í Vatnsmýrinni er um 25 milljarðar króna."

Mismunurinn er því einungis 19 milljarðar króna, sem fást með sölu á landi ríkisins undir
austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. cool

Flugvallakostir á suðvesturhorni landsins - Nóvember 2019

28.11.2019:

Samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um flugvöll við Hafnarfjörð

14.8.2020:

Meirihlutinn í Reykjavík fengi þrjá borgarfulltrúa til viðbótar

4.3.2021:

Flokkarnir sem mynda meirihlutann í Reykjavík bæta allir við sig fylgi frá síðustu borgarstjórnarkosningum

Þorsteinn Briem, 19.5.2021 kl. 02:04

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Eg hef trú á því að þetta haldi. Það væri samt gott að reyna kælingu meðfram meðan hraunið er að hlaðast upp og farið að renna annað. Síðan ef meirihlutinn í R.V.K er að bæta við sig , hvort við þurfum þá að hafa áhyggjur. Sá í neðra mun örugglega taka tillit til áforma um byggingu flugvallar í Hvassahrauni og hætta þessum ósköpum.cool

Jósef Smári Ásmundsson, 19.5.2021 kl. 10:06

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jósef Smári Ásmundsson, þetta er ekki leiði-gaður þ.s. hugmyndin er að loka á eina leið, hraunið rennur einungis annað ef garðurinn heldur dágóðan tíma meðan að hraunið safnast fyrir -- það getur einungis runnið annað ef það safnast fyrir nægilega lengi, til þess að að renna annað gerist náttúrulega. En þá þarf garðurinn að halda dágóðan tíma.
Kæling gæti auðvitað aukið líkur þess hann haldi. Annars efa ég að þær séu miklar.
Þetta er pottþétt einungis fyrsta gosið nú í langri röð gosa. Við erum örugglega stödd nú í nýju virknis-tímabili Reykjaness. Ekki gleyma Kefló getur farið undir hraun - vegurinn þangað gæti lokast. Það eru eldstöðvar einnig þarna yst á Reykjanesi - fer eftir hvar akkúrat sprungan opnast, þannig hvert hraunið leitar. Þ.e. nefnilega kosturinn við Reykjó - stór ástæða af hverju ég vil ekki færa völlinn - að enginn staður á öllu svæðinu er minna líklegur til að eyðileggjast vegna náttúru-hamfara. Reykjó gæti orðið að lífæð fyrir Rvk. á nk. árum - þegar hvert gosið á eftir örðu ógnar leiðum um það. Hvert hraunið eftir öðru rennur. Og það ríkis neyðarástand ítrekað á Reykjanesi utan við Rvk.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.5.2021 kl. 10:49

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Briem, áhugavert því Kefló gæti farið undir hraun - eini staðurinn sem engar líkur eru að hraun flæði er einmitt þ.s. Rvk. völlur er akkúrat nú - mörg hraun eiga eftir að flæða á Reykjanesi nk. ár og áratugi, við erum stödd á nýju virknis-tímabili á Reykjanesi - þannig vegir er liggja um Reykjanes út eftir því - geta farið í sundir af hraunflæði oftar en einu sinni - Suður-stranda-vegur líklega í þetta sinn - en Norður-stranda-vegur er mjög líklegur að eyðileggjast af einhverju hraunflæðinu og vera lokaður þá í góðan tíma meðan beðið er eftir að hraunið kólni -- sviðsmyndin sem þá blasir við er að Reykvíkingar hafi enga leið frá Reykjavík með flugi. Þú vilt taka áhugaverða áhættu með lífi og limi fólks í Reykjavík. Hætta á náttúru-hamförum eru sterkustu rökin fyrir að láta Rvk. völl vera í friði -- eiginlega bilun skv. minni skoðun að leggja hann af. Þegar haft er í huga miklar hættur af náttúruhamförum frá eldvirka-svæðinu er liggur eftir öllum Reykjanes-skaga. Ítreka eini staðurinn á öllu svæðinum sem er raunverulega öruggur fyrir flugvöll - - er akkúrat þ.s. Rvk. völlur er. Þ.e. enginn séns að Rvk. og Reykvíkingar missi aðgengi að flugi. Ef Reykvíkingar hafa þá lágmarks skynsemi að skilja að völlurinn í Rvk er nauðsynlegur fyrir byggðina í Rvk. - öryggi hennar.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.5.2021 kl. 10:55

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammála þessu, Einar. Spurning hvort sé ekki rétt að skoða að færa utanlandsflugið til reykjavíkur. Fyrir margt löngu fleygði ég því fram að réttast væri að færa innanlandsflugið til keflavíkur og jafnframt byggja þar nýtt hátæknisjúkrahús með Keilir sem menntunarstöð fyrir sjúkrahúsfólk.Hugmyndin byggðist á því hagræði að innan-og utanlandsflug væri á sama staðnum og sjúkrahús og háskóli tengt við það. Nú er komið upp alveg ný staða svo færsla utanlandsflugs ti R.V.K gæti verið lausnin.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.5.2021 kl. 11:48

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jósef Smári Ásmundsson, þ.e. hægt að lengja a.m.k. aðra flugbrautina út í sjó - held Rvk. sé ekki praktískur fyrir stærstu vélarnar, en með nokkur hundruð metra lengingu ætti Rvk. virka vel fyrir meðal-stórar þotur. Sambærilegar þeim er Flugleiðir hafa oftast nær notað. Einnig velt því fyrir mér einfaldlega sem fjárfestingu fyrir Rvk. sem borg - ef ferðamenn lenda beint við miðborginni, þá er labbifæri beint niður í miðborg frá vellinum, menn geta gengið frá vellinum beint að hóteli niðri í bær þurfa ekki leigara - þægilegra gæti það ekki verið fyrir ferðamann er kæmi í helgarferð til Rvk.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.5.2021 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 271
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband