Bandaríkin ganga í gegnum sína verstu krísu í manna minnum -- fyrsta sinn í áratugi gæti Texas fylki lent Demókratamegin!

Ég hef verið að skoða þróun dreifingar COVID-19 innan Bandaríkjanna nú reglulega síðan -- ný aukning hófst af hratt vaxandi krafti í Suður-fylkjum Bandaríkjanna í júní.
Sl. tvær vikur hafa ítrekað verið slegin ný met í daglegri fjölgun tilfella!
Tölur sína að dreifing er hraðari í júlí, en hún var í apríl og maí, er sjúkdómurinn herjaði mest í Norður-fylkjum Bandaríkjanna!
--Það hefur verið vinsæl kenning innan Bandaríkjanna, m.a. haldið á lofti af Trump sjálfum, að sjúkdómurinn mundi réna með hitum sumarsins -- en með sjúkdómninn í afar hraðri útbreiðslu í Florida, Texas, Kaliforníu og Arizona í júlí - afsannar greinilega kenninguna.

  • Einmitt spurning hvort ranghugmyndir hafa ekki átt þátt í útbreiðslunni.
    Leitt til þess, að þrátt fyrir að hafa horft á sjúkdóminn breiðast hratt um norðurfylkin í apríl og maí, síðan réna eftir það.
    --Hafi suður-fylkin samt vanmetið hættuna, gripið til ónógra aðgerða til að hindra hraða þróun smita, þegar útbreiðsla farsóttarinnar loks hefst af krafti hjá þeim.
    --En þ.e. erfitt að halda því fram, að ónógar aðvaranir hafi borist -- fyrir júní, var sjúkdómurinn búinn að ganga um Evrópu og Asíu - í rénun á þeim svæðum, og einnig innan Bandaríkjanna á Nýja-Englandssvæðinu, Michican og öðrum fylkjum norðarlega.

    This is the greatest public health catastrophe in the US since the 1918 influenza, and the principal difference is that we knew enough to stop this from happening to this extent, -- says Barry Bloom, a professor of public health at Harvard University.

    Prof Bloom says the experience of New York and other places that were hit hard earlier in the pandemic should have served as a clarion call to other states.
    -- They had a head start, but the political attitude was that the only thing that counted was keeping the economy going. They paid a big price for that. It is so frustrating because it didn’t have to happen.

  • Sem sagt, það getur enginn veifað því ónógar upplýsingar hafi verið til staðar.
    Þarna sé til að dreifa pólitískum axarsköftum á sögulegum skala!
    Líklegt að útbreiddar ranghugmyndir hafi ítt undir þá stefnu.
    --Útkoman sé gríðarlegt - nýtt áfall fyrir Bandaríkin.
    --Nú er kófið lamar Bandaríkin öðru sinni, í dreifingu innan Suður-fylkjanna sem virðist ef eitthvað er - enn hraðari en fyrri dreifing kófsins í Norður-fylkjum Bandaríkjanna í apríl og maí.

    Aukning er hafin í tölum yfir dauðsföll, er virðast lagga eins og sérfræðingar spáðu ca. mánuð eftir aukningu tilfella!
    --Það þíðir væntanlega, að dauðföll nálgast líklega hámark seint í ágúst.
    --Þá getur látnum Bandaríkjamönnum hafa fjölgað - hressilega.

Takið eftir -- þó kófið teljist í rénun í Norður-fylkjunum.
Þíðir það ekki enn - ekki mælist ný-smit per viku, færri slík per viku.
Ekki heldur fólk þar sé hætt að látast vegna kófsins!

  • Hröð þróun smita -- þíðir, Kalifornía - Texas og Florida.
    --Geta náð New-York innan 2ja vikna.
    Ef miðað út frá fjölgun per viku sl. 2 vikur.
  • Hvort þau mundu síðar einnig ná New-York í fj. dauðsfalla.
    Kæmi í ljós síðar þ.e. ágúst og september.

  • Vísbendingar að hröð fjölgun í Suður-hl. Bandar. sé að valda einhverrji nýrri fjölgun smita í sumum fylkja Norðarlega í landinu - sl. tvær vikur eða svo, er líklega skírist af innanlands-ferðum fólks út einu fylki í annað.
    Fólk getur smitast sannarlega síðan borið smit heim.

  • Ath. auðvelt að þekkja fylkin með ný-fjölgun smita á því.
    --Þau eru með fá-dauðsföll í hlutfalli við smit.
    Meðan fylkin er fengu smit í fyrri öldu smita.
    --Hafa mun hlutfallslega fl. dauðsföll heilt yfir.
    Þar sem þau hafa haft kófið lengur.
    --M.a. vegna þess fjölgun dauðs-falla laggar alltaf a.m.k. mánuði eftri, hraðri nýfjölgun smita.

 

Samanburðartölur milli fylkja -- fylkin með flest smit efst!

  1. New-York, 433.314 smit - 32.552 dauðsföll -sl. viku- 401.706 - 24.979.
    (New-York er samt með fækkun ný-smita per viku hefur verið samfellt sl. 2 mánuði, 
    M.ö.o. sjúkdómurinn í rénun -- rénun þíðir greinilega ekki hann sé hættur þar.)
  2. Californía, 382.968 smit - 7.702 dauðsföll -sl. viku- 320.804 - 7.017.
  3. Florida, 337.569 smit - 4.898 dauðsföll -sl. viku- 269.811 - 4.346.
  4. Texas, 330.501 smit - 4.007 dauðsföll -sl. viku- 258.658 - 3.192.
  5. New-Jersey 182.936 smit - 15.776 dauðsföll -sl. viku- 175.298 - 15.541.
    (Annað fylki þ.s. kófið er í rénun, sbr. fækkun nýsmita per viku sl. 2 mánuði,
    þó kófið sé sannarlega ekki hætt enn í fylkinu eins og sjá má.)
  6. Illinois, 161.785 smit - 7.483 dauðsföll -sl. viku- 155.048 - 7.388.
  7. Arizona, 141.265 smit - 2.730 dauðsföll -sl. viku- 122.467 - 2.237.
  8. Georgia, 139.872 smit - 3.168 dauðsföll -sl. viku- 116.926 - 3.001.
  9. Massachusetts, 113.238 smit - 8.419 dauðsföll -sl. viku- 111.597 - 8.325.
  10. Pennsylvania, 104.780 smit - 7.079 dauðsföll -sl. viku- 95.266 - 6.904.
  11. Norður-Karolína, 97.958 smit - 1.651 dauðsföll -sl. viku- 85.701 - 1.503
  12. Louisiana, 88.590 smit - 3.511 dauðsföll -sl. viku- 78.122 - 3.416.
  13. Michican, 81.338 smit - 6.364 dauðsföll -sl. viku- 76.766 - 6.314.
  14. Maryland, 77.206 smit - 3.368 dauðsföll -sl. viku- 73.109 - 3.319.
  15. Virginia, 73.373 smit - 2.025 dauðsföll -sl. viku- 70.670 - 1.966.
  16. Tenessee, 76.336 smit - 838 dauðsföll -sl. viku- 61.960 - 741.
  17. Ohio, 73.859 smit - 3.138 dauðsföll -sl. viku- 65.592 - 3.058.
  18. Suður-Karolína, 67.612 smit - 1.135 dauðsföll -sl. viku- 56.648 - 961.
  19. Alabama, 65.234 smit - 1.286 dauðsföll -sl. viku- 53.587 - 1.121.
  20. Indiana, 55.654 smit - 2.820 dauðsföll -sl. viku- 51.612 - 2.760.
  • Bandaríkin: 3.834.373 smit - 142.881 dauðsföll - 1.775.450 náð heilsu: 
    Worldometer USA. Tölur stöðugt endurskoðaðar.
  • Hin heimildin: Where U.S. coronavirus cases are on the rise.
    Sá vefur farinn að lagga viku í birtingu tölulegra niðurstaðna!
    --Er skapar skemmtilegan möguleika á samanburði milli nýrra talna og talna vikunnar á undan.
  • Bendi fólki á að opna sjálf vefina sem ég nota til samanburðar.

--Það sem skiptir mestu máli - er hvar er hröðust fjölgun smita!
--Það á eftir að koma í ljós hve hátt kúfur dauðsfalla síðar rís í þeim fylkjum þ.s. mest hefur fjölgað smitum seinni part júní og í júlí.

  • Ekki hægt að fullyrða t.d. að Kalifornía - Texas og Florida.
    Eigi eftir að ná eins hátt í fj. dauðsfalla og létust í New-York.
  • En það auðvitað getur átt eftir að gerast.
    Þau fylki nái einnig New-York síðar meir í þeirri stærð.


Ég er enn á því að Kófið sé mesta áskorun Trump, og líklega eigi eftir að ráða því hvor frambjóðandinn nær kjöri!

1. Mars sl. velti ég fyrir mér hvort kófið gæti skaðað endurkjörs-möguleika Trumps: Gæti COVID-19 skaðað framboð Donalds Trumps? COVID-19 byrjuð að dreifast í Bandaríkjunum!.
--Í ljósi þess er síðar hefur gerst eru þær vangaveltur reynast ekki á sandi byggðar.
Takið eftir að þessi færsla er frá því áður en Trump lýsir yfir neyðarástandi, er hann gerði ca. miðjan Mars. En 1. Mars er þegar greinilega hröð útbreiðsla hafin. Síðan hefur Trump af mörgum verið gagnrýndur fyrir sein viðbrögð. Fyrst að ég á Íslandi vissi þá þegar sjúkdómurinn var farin að berast hratt um Bandar. -- hafði Trump greinilega enga afsökun, að bíða með viðbrögð sín í - tvær viðbótar vikur!

Trump er enn að leitast við að ná því sem kallað er -traction- sem á Íslandi er gjarnan orðað sem - viðspyrna!
--Skv. nýjustu tölum getur verið hann sé að ná þar um einhverjum árangri!

Á vef Financial Times er vefur þ.s. teknar eru saman tölur um stöðu frambjóðannanna!
Sú staða er endurskoðuð a.m.k. einu sinni per sólarhring: Trump vs Biden: who is leading the 2020 US election polls?.

  1. 30. júní, var staðan!
    Biden 307 kjörmenn áætlaða!
    --198 úr fylkjum þ.s. Biden hefur meir en 10% forskot.
    --109 úr fylkjum þ.s. Biden hefur milli 5-10% forskot.
  2. 30. júní, var staðan.
    Trump, 148 líklega vs. örugga kjörmenn.
    --115 úr fylkjum þ.s. Trump hefur meir en 10% forskot.
    --Einungis 33 í viðbót úr fylkjum þ.s. Trump hefur milli 5-10% forskot.

Heilt yfir hefur Biden aukið forskot sitt -- bendi á að 270 kjörmenn duga til sigurs.

  1. 19. júlí er staðan.
    Biden með 308 áætlaða kjörmenn.
    --188 úr fylkjum þ.s. Biden hefur meir en 10% forskot.
    --120 úr fylkjum þ.s. Biden hefur milli 5-10% forskot.
  2. 19. júlí er staðan.
    Trump, 132 áætlaða kjörmenn.
    --115 úr fylkjum þ.s. Trump hefur meir en 10% forskot.
    --Einungis 17 í viðbót úr fylkjum þ.s. Trump hefur milli 5-10% forskot.
  • Greinilega hefur Trump í annan stað þynnt forskot Biden í nokkrum fylkjum.
  • Sama tíma hefur Biden unnið á heilt yfir, þ.e. Trump hefur misst naumt forskot er hann hafði í nokkrum fylkjum er virðast nú hafa færst yfir til Biden - þ.e. Biden naumt forskot þar í stað naums forskots Trumps.

--Skv. þessu er sveifla sl. mánaðar -- frekar til Biden!
--En yfir til Trumps!
Ljósi þess að kófið er enn í hröðum vexti í S-fylkjum Bandaríkjanna.
Einmitt þeim fylkjum Trump sækist eftir endurkjöri.

Er alveg full ástæða orðin -- til hóflegrar bjartsýni um tap Trump í nóvember.
Trump er ekki a.m.k. enn sjáanlega að snúa þessu við.

Því ekki undra að Biden dreymi nú um sigur í Texas: Biden eyes historic opportunity as Trump’s star wanes in Texas

En Trump hefur tapað það miklum stuðningi í Texas, að möguleikar frambjóðandanna virðast ca. jafnir í því fylki.
--Meðan Biden hefur nú sæmilega öruggt forskot í Florida
Bendi á að sl. áratugi hefur enginn orðið forseti er ekki hefur unnið Florida.

 

Niðurstaða

1. mars sagði ég: COVID-19 gæti reynst sú prófraun er gæti reynst Donald Trump hvað erfiðust. Út frá því er síðar hefur gerst virðist ljóst að hvað var grunur minn þá hafi sannarlega rækilega ræst. 
Eins og staða mála er - blasir við stórsigur Demókrata. Þetta virðist stærstum hluta til, höfnun kjósenda á Trump - fremur en nokkur aðdáunarbylgja á Biden.
Biden er veikur frambjóðandi fremur svo en það virðist ekki koma að sök.
--Upplyfun fólks af því hvernig ríkisstjórn Trump hefur farið með mál tengd kófinu, ásamt viðbrögðum við fjölda-mótmælum í júní vegna morðs lögreglumanns á blökkum manni.
--Virðist stærstum útskýra þessa stóru tilfærslu atkvæða.

Neita því ekki að veikleikar Biden hugsanlega geta skapað Trump einhvern möguleika.
Hinn bóginn, hefur Trump greinilega ekki náð að nýta sér þá sl. mánuð.
--Trump er nú lengra undir en hann var fyrir mánuði.

Og kófið er í hraðri aukningu enn í Suður-hluta Bandaríkjanna!
Nær þar líklega ekki hámarki fyrr en í ágúst!
--Ath. kosningar eru í nóvember.

Það verður því afar erfitt fyrir Trump klárlega að breyta umræðunni í Bandaríkjunum.
Trump þyrfti að -- ræsa einhverja risastóra atburðarás, ef hann ætti að breyta þjóðfélags-umræðunni, er Bandaríkin eru þetta djúpt á kafi í kófinu.

  • Þetta veldur auðvitað vangaveltum um hugsanlegt stríð, í þeim tilgangi að búa til þá breytingu þjóðfélagsumræðu sem Trump sennilega á að halda, ef hann á að eiga einhvern möguleika!
    Þetta vindur spurningunni að Kína, en Trump hefur sl. mánuði beint mjög harðri orrahríð í ræðum að því landi, maður sér á erlendum miðlum -- gríðarlegu hatri beint að Kína frá - fylgismönnum Trumps.
    Gæti Trump dottið í hug að fara í stríð við Kína í örvæntingu?
    Síðasta færsla á undan: Ætlar Trump æsa til stríðs við Kína, því það stefnir í hann tapi forsetakosningum í Bandaríkjunum eftir 4. mánuði?

Bendi samt á Trump hefur ekki startað neinu stríði á 4 árum enn.
Spurningin vaknar samt, vegna gríðarlegrar hörku gagnrýni Trumps á Kína.
Og vegna að virðist vonlítillar stöðu Trumps fylgislega sl. 2 mánuði.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 19.7.2020 kl. 17:51

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 19.7.2020 kl. 18:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ótrúlegt að lesa hina daglegu ræpu Páls Vilhjálmssonar, aftaníossa Trumps, um múslíma og áreiðanlega veit hvorugur þeirra að múslímaríkin Tyrkland og Albanía eru í NATO, svo og Norður-Makedónía og Svartfjallaland (Montenegro), þar sem 19% íbúanna eru múslímar. cool

Member states of NATO

"North Macedonia has the fifth-highest proportion of Muslims in Europe (33.3%), after those of Kosovo (96%), Turkey (90%), Albania (59%), and Bosnia and Herzegovina (51%)."

Öll eru þetta lýðræðisríki, enda þótt hægriöfgakarl sé nú við völd í Tyrklandi, rétt eins og í Bandaríkjunum. cool

Og hersveitir NATO hafa verið í Kosovo til að verjast þar innrás Serbíu, sem er kristið ríki. cool

"Bosnia and Herzegovina is an applicant for membership to the European Union and has been a candidate for NATO membership since April 2010, when it received a Membership Action Plan."

"
On 10 June 1999, the UN Security Council passed UN Security Council Resolution 1244, which placed Kosovo under transitional UN administration (UNMIK) and authorised Kosovo Force (KFOR), a NATO-led peacekeeping force.

Resolution 1244 provided that Kosovo would have autonomy within the Federal Republic of Yugoslavia, and affirmed the territorial integrity of Yugoslavia, which has been legally succeeded by the Republic of Serbia."

"
In 2014, the former Prime Minister Hashim Thaci declared, that the National Government had decided to establish a Defence Ministry in 2019, and officially transform the Kosovo Security Forces into the Kosovan Armed Forces, an Army which meets all the standards of NATO members with the aim to join the alliance in the future." cool

Þorsteinn Briem, 19.7.2020 kl. 19:30

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Stóru fréttirnar frá Bandaríkjunum er ekki kófið heldur valdaránið sem er verið að fremja í Bandaríkjunum.
Það er alveg ljóst orðið að Bandaríska elítan er að fremja þar valdarán með aðstoð FBI og CIA.
New York Times hefur svo þjónað sem vaki fyrir straum af allskonar lygasögum um Trump sem hafa svo samstundis verið teknar og spunnar áfram af öðrum fjölmiðlum.
Starfsmannastjóri Varaforsetans hefur síðan þjónað sem njósnari fyrir hópinn innan Hvíta Hússins og hreinlega tekið skjöl af borði forsetans og afhent þau leyniþjónustunni.
Þetta er allt skjalfest í dag. Eiðsvarið að auki.
Með þessu hafa Bandaríkin afhjúpað sig sem algert Bananalýðveldi.
Það er ekki einvörðungu svo að þessi harðsvíraða mafía stjórnar ekki einungis í nær öllum tilfellum hver verður forseti ,heldur er hún líka fær um að hrekja forseta úr stóli sem þeim líkar ekki við ef hann kemst til valda af slysni eins og Trump gerði.
Það er ekkert sem heitir virkt lýðræði í þessu landi lengur.
Þetta valdarán er klassískt dæmi um hvernig fer ef fjölmiðlar ,fyrirtæki og stjórnmálamenn komast allir í eina sæng.

Í raun er þetta fasískt fyrirkomulag. Þessi litla grúppa á alla fjölmiðlana,mest alla peningana og stjórnar þannig algerlega hvað kemur fyrir almennings sjónir.
Þetta er klassískt dæmi um hvernig fer ef að fjölmiðlar hætta að virka sem upplýsingatæki og fara að starfa sem málpípur.
Nú eru til dæmis ekki sagðar fréttir að þessum glæpum innan  stjórnkerfis landsins ,af því að þeir sem eru að fremja glæpinn eiga alla fjölmiðlana.
Svona virkar fasismi.
Áhrifin af þessu hafa svo ekki farið fram hjá fólki á alþjóðasviðinu. Þar hefur þetta ríki hagað sér eins og hvert annað fasískt ríki í áratugi.
Hótanir ,mútur og árásarstíð hafa verið einkennismerki þessa ríkis um langann tíma,og fóru algerlega úr böndunum við fall Sovétríkjanna.
Hámarkinu var svo náð undir stjórnatíð Obama og Hillary sem eru blóðugustu ómenni sem hafa sitið við stjórnvölinn þarna í áratugi.
.
Í síðastu færslu skrifaðir þú um samskifti Kína og Bandaríkjanna. Ég er sammála þér um flest sem þú skrifar.
Hinsvegar komst þú ekki inn á hversvegna ástandið er svona.
Ástandið má rekja til aðgerða Obama og Hillary í stjórnartíð þeirra.
Pivit to Asia var ekki helgarferð fyrir tvo til Taiwan eins og fjölmiðlarnir láta í veðri vaka.
Pivit to Asia var aðgerð þar sem Obama raðaði niður nýjum herstöðvum og stækkaði eldri ,við sundin suður af Kínahafi.
Þetta var gert til að geta ráðið algerlega yfir siglingaleiðum frá Kína.
Svar Kína við þessu var að setja upp herstöðvasar  á rifjum í sunnanverðu Kínahafi.
Pivit to Asia var hernaðaraðgerð sem miðaði að því að ná yfirráðum yfir utanríkisverslun Kína og jafnframt að einangra landið frá nágrannaríkjunum.
Dæmigerð fasísk hugmyndafræði.
Það er síðan dæmigert að þegar Kínverjar bregðast við þessu segja fjölmiðlarnir einum rómi að Kínverjar séu orðnir árásargjarnir.
Einum rómi ,af því að það er bara ein rödd leyfð.

.

Ég held að flestir geri sér orðið grein fyrir hvers konar ófreskja Bandaríkin eru orðin á alþjóðavettvangi. Þetta er hinsvegar óhemju valdamikið ríki og fólk um allan heim lifir í stöðugum ótta vegna þess.
Og það á ekki rætur sínar að rekja til Trump. Grunnurinn að þessu var lagður fyrir löngu. Líka að átökunum um Suður Kínahaf.

Vonandi fer þessu samt að linna .
Það stefnir í vopnuð innanlandsátök í Bandaríkjunum að loknum næstu kosningum hver sem vinnur þær. 
Fylkingarnar hafa þegar vopnast.
Kannski það verði þá upprof á ofsóknum þeirra gegn öðrum þjóðum á meðan.

RT

Borgþór Jónsson, 20.7.2020 kl. 06:30

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, eru virkilega engin takmörk á hve stórt þú getur bullað? Valdarán í Bandar -- ha - ha - ha -- og að Pivot to Asia hafi snúist um herstöðvar - greinilega veistu ekkert um hvað Obamastjórnin var að hugsa, aðgerð sem sneriist um að umkringja Kína sannarlega en ekki með herstöðvum heldur viðskipta-samningum. Sem er allt annars-konar aðgerð en þú heldur ranglega fram.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.7.2020 kl. 08:55

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég spyr nú bara eins og ólétt ekkja ,eins og stundum er sagt.
Hvar hefurðu eiginlega verið maður.
Á þessari mynd geturðu séð Bandarískum herstöðvum snyrtilega raðað við allar siglingaleiðir frá Kína.
Þrjár af þessum stöðvum eru nýjar,svokallað Pivit to Asia.,aðrar hafa verið stækkaðar.
Vissulega eru margar af þessum stöðvum litlar en það er í mínum huga nokkuð augljóst hvaða tilgangi þessar stöðvar þjóna þó þú eigir í erfiðleikum með að koma auga á samhengið.
Kínverjar geta ekki varið siglingaleiðina frá Kína um suður Kínahaf frá meginlandinu, þannig að þeir byggðu eyjar í einskismannslandi til þess.
Bandaríkjamenn eru fúlir yfir þessu af því að þeir halda að þeir eigi allt einskismannsland.
Bandaræikjamenn segja að Kínverjar séu árasargjarnir. Sérðu virkilega ekki fáránleikann í þessu kjaftæði?

Það mun vera af því að þeir eru exeptional ,standa hærra og sjá lengra eins og stjórnmálamenn þeirra segja gjarnan.

Þú trúir því kannski að herstöðvarnar séu þarna til að verja siglingaleiðir. Okkur er sagt það.
Mér vitanlega eru Bandaríkin eina ríkið sem heldur uppi einhliða hafnbanni gegn öðrum ríkjum, og ekki bara einu heldur mörgum.
Tilgangurinn með því er að svelta íbúa þessara ríkja. Það er býsna lýðræðislegt ,eða hvað.
Þeir eru greinilega ekki að verja siglingaleiðirnar þarna.
Læðist alls ekki að þér sá grunur að herstöðvarnar séu þarna til að geta hamlað siglingum frá Kína ,eins og Bandaríkjamenn hafa gert gegn öðrum þjóðu,og gera enn.
Og það var ekki Trump sem kom þeim fyrir þarna. Það var Obama og fyrirrennarar hans.



.

Varðandi valdarán.
Þú virðist fella þig jafn illa við orðið valdarán og við orðið Nasisti um Úkrainskann öfgaþjóernisinna sem ráfar um með hakakrossa og blys að sið Þýskra Nasista.
Gyrðir sig jafnframt í gamlar nasistabrækur frá SS Galasia.

.
Við getum kannsi sameinast um eitthvað annað orð til að lýsa því sem hefur verið að gerast.
Það sem hefur verið að gerast og er alltaf meira og meira staðfest, er að þegar  eftir að Trump var tilnefndur sem frambjóðandi Republikana byrjaði grúppa sem samanstendur af stjórnmálamönnum úr báðum flokkum,fjölmiðlum og bæði CIA og þó einkum FBI að leita leiða til að koma í veg fyrir eða að gera Trump ósætt í embætti.
Til þessa var dælt út lygasögum um hann og samstarfsmenn hans voru sumir fangelsaðir fyrir engar sakir. Upplognar sakir.
Á grundvelli þessara lygasagna fékk svo þessi mafía leyfi til að hlera framboð Trumps.
Grunntónninn í þessu var og er að Trump væri handbendi Putins Rússlandsforseta.
Hverri lygasögunni á fætur annarri var ungað út ,mest í samkrulli NYT,CNN og CIA.
CNN gekk meira að seigja svo langt að hafa sérstakann starfsmann sem gerði ekkert annað en að bera út og búa til sögur
Þegar kom svo í ljós að enginn fótur var fyrir þessu var bara búin til ný saga,nú um Úkrainu.
Jafnvel þó að útskriftir af samskiftunum væru lagðar fram sem sýndu að ekkert saknæmt hafði átt sér stað var þetta dauða hross barið miskunnarlaust áfram í fjölmiðlum vikum saman.
Þessar aðfarir er væntanlega það sem þú kallar lýðræði,en ég kalla tilraun til valdaráns.
Það er enginn vafi að tilgangurinn með þessum söguburði var sá að koma því svo fyrir að lýðræðislega kosnum forseta væri sætt í embætti. 
Annar angi af þessu var svo þegar komst upp um kosningasvik Hillary Clinton í forkosningunum.
Rússum var að sjálfsögðu kennt um en maðurinn sem lak upplýsingunum var drepinn fljótlega og nú er smá saman verið að murka líftóruna úm manninum sem birti upplýsingarnar (Assange) ,í Bresku fangelsi. Líklega verður hann drepinn með einum eða öðrum hætti eins og var trúlega gert við Skripal feðginin sem eru algerlega horfin án þess að hafa nokkru sinni fengið að tjá sig um sín mál.
.

Önnur lygasaga sem er þó hálfu hættulegri er lygasagan um að Rússar hafi skift sér af Bandarísku forsetakosningunum.
Þessi lygasaga hefur leitt til þess að þessi tvö stærstu kjarnorkuveldi heims ramba nú á barami styrjaldar.
Stóryrði,viðskliftastríð ,stríð.
Þetta er hinn venjulegi ferill sem liggur að hörmungum.
Bandaríska mafían fetar þennan stíg óhikað af alkunnri heimsku og ofstæki. Og heilaþveginn almenningur lætur sem ekkert sé. Finnst þetta fullkomlega eðlilegt.
Bananalýðveldi dauðans.
 

Borgþór Jónsson, 20.7.2020 kl. 22:58

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er kannski rétt að vekja athygli á því að þegar þessum herstöðvum var komið fyrir þá áttu Kínverjar engann flota sem gat athafnað sig á úthöfunum.
Þeir höfðu því lítinn möguleika á að loka þessum lífæðum sínum,sem væri að sjálfsögðu einskonar sjálfsmorð.

Borgþór Jónsson, 20.7.2020 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 388
  • Sl. viku: 834
  • Frá upphafi: 848156

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 810
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband