Norður-Kórea segir: engir frekari leiðtogafundir með Trump - fyrr en Trump sýni honum sé alvara með að semja!

Yfirlýsingin frá Norður-Kóreu virðist nokkurs konar svar við Tvíti Trumps þar sem hann virtist gefa í skyn að hann mundi hitta leiðtoga Norður-Kóreu fljótlega!

Donald J.Trump@realDonaldTrump - Donald J. Trump Retweeted Graham Ledger -:Mr. Chairman, Joe Biden may be Sleepy and Very Slow, but he is not a “rabid dog.” He is actually somewhat better than that, but I am the only one who can get you where you have to be. You should act quickly, get the deal done. See you soon!

North Korea says it won’t give Trump a summit for free

North Korea says no more talks with U.S. just so Trump can boast

PHOTO: In this undated photo provided on Monday, Nov. 18, 2019, by the North Korean government, Kim Jong Un, center, poses with North Korean air force sharpshooters and soldiers for a photo at an unknown location in North Korea.

Einn helsti diplómat nk. tjáði afstöðu stjv. NK - Kim Kye Gwan

Three rounds of DPRK-U.S. summit meetings and talks were held since June last year, but no particular improvement has been achieved in the DPRK-U.S. relations ... the U.S. only seeks to earn time, pretending it has made progress in settling the issue of the Korean Peninsula,

We are no longer interested in such talks that bring nothing to us. As we have got nothing in return, we will no longer gift the U.S. president with something he can boast of, but get compensation for the successes that President Trump is proud of as his administrative achievements.

Greinileg pattstaða í viðræðum!

Líklega er ágreiningurinn um - sjálfa kjarnorku-vopna-afvæðinguna, þ.e. líklega vilja stjórnvöld NK - alls ekki kjarnorku-vopna-afvæðast.

  1. Að mörgu leiti hefur Trump sjálfur aukið á tortryggni milli aðila.
  2. Þá vísa ég til hegðunar ríkisstjórnar Trumps gagnvart öðrum ríkjum en endilega Norður-Kóreu, en NK að sjálfsögðu íhugar slíkt þegar NK metur líkur þess að það sé þess virði að semja við Donald Trump.

--Helsta ákvörðunin sem Trump hefur tekið, sem skapar tortryggni.

Er auðvitað aðförin að Íran, en DT reif í tætlur samning sem Obama forseti gerði 2013 - nokkurs konar friðar-samningur við Íran af hálfu Bandaríkjanna, m.ö.o. kjarnorkusamningurinn.

  • Punkturinn er auðvitað, DT eyðilagði samning forvera síns.
  • Trump verður ekki alltaf forseti Bandaríkjanna.
  • Hvernig getur NK treyst því að næsti forseti -- rífi ekki í tætlur samning sem NK gerði við Bandaríkin?

NK er fátækt land, með örlítið hagkerfi -- kjarnorkuvopnin hafa kostað óhemju mikið í hlutfalli við landsframleiðslu NK -- ef farið væri að vilja Trumps.
--Mundi NK eyðileggja öll sín kjarnavopn.
--Eyðileggja allan búnað sem tengist kjarnorkuáætlun NK.
--Eyðileggja allar stórar eldflaugar sem og búnað til að smíða þær.
Ef NK væri búið að gera allt þetta - og síðan næsti forseti mundi rífa samninginn í tætlur, væri NK í gríðarlega veikri stöðu, Bandaríkin ættu nær alls kosti.

M.ö.o. aðför Trumps að Íran -- hefur sterklega undirstrikað fyrir Norður-Kóreu, hvernig næsti forseti gæti endurtekið Trump -- þ.e. ryft samningum forvera síns.
Og sett upp allar þumalskrúfurnar að nýju, í von um að stjórnin í NK félli loksins.

  1. Skilaboð NK til Trumps eru augljós.
  2. Ef þú fellur frá kröfu um kjarnorku-vopna-afvæðingu, færðu leiðtogafund.

Ég held að patt-staðan sé á þessum punkti! Stjórnendur NK séu harðákveðnir að gefa kjarnorkuvopnin sín ekki eftir - líklega ekki heldur þær eldflaugar og búnað til að framleiða þær sem geta borið kjarnorkuvopn.

Útlitið sé því ekki bjart fyrir möguleika Trumps til að skila þeim samningi við NK - sem hann sagðist stefna á 2017.

 

Niðurstaða

Ég er í engum vafa, stjórnendur NK líta kjarnorkuvopnaeign sína sem - helstu tryggingu tilvistar þeirra sjálfra við stjórnvölinn á NK, þetta hefur blasað við mér um töluverða hríð, blasti við mér áður en Trump hóf viðræðutilraunir sínar.
Trump hefur talað að mér hefur virst dygurbarklega í þá átt, að læra verði af mistökum fyrri forseta er hafa rætt við NK -- m.ö.o. skv. skilningi Trumps voru þeir samningar ekki nægilega góðir.
Hinn bóginn virðist stefna í, að Trump nái sennilega nákvæmlega engu fram áður en kjörtímabil hans rennur út -- við getum ekki gefið okkur að hann nái endurkjöri.

Hann stendur frammi fyrir vali, að skrifa undir eitthvað innihaldsrýrt plagg.
Eða að standa frammi fyrir því að enda forsetatíð hugsanlega með ekki neitt.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvar er rödd framkv.stj. SAMEINUÐUÞJÓÐANA í öllum þessum umræðum?

Ætti hann ekki vera að stilla N-Kóreu upp við vegg

með einhver úrslita-skilyrði tengt afvopnun?

Er ekki ÖRYGGISRÁÐIÐ búið að banna að n-Kórea eigi kjarnorkuvopn?

Jón Þórhallsson, 19.11.2019 kl. 11:45

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Þórhallsson, alltaf skondið er menn tala um SÞ með þessum hætti - fólk hlýtur að vita, helstu kjarnorkuveldi heims hafa neitunar-vald; það sé nánast óhugsandi að annaðhvort Kína eða Rússland, velji að beita ekki neitunarvaldi tl að hindra að NK sé stillt þannig upp að vegg, að stjv. þar sé enginn annar kostur skapaður en að gefast upp.
--DT getur endurtekið hótanir frá 2017 að beita hugsanlega kjarnaorkuvopnum einhliða gegn NK.
--Eða fyrirskipta hernaðarárásir að fyrra bragði í von um að eyðileggja þau.
Nefni þó að ég var sammála hershöfðingjanum sem þá var varnarmálaráðherra, að slíkt leiddi fram stríð er gæti orsakað manntjón upp á - milljónir.
Ef DT er til í að ætta á mannskæðasta einstaka stríð sem sést hefur í heiminum síðan Seinni-styrrjöld, rétt undir lok forsetatíðar hans.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.11.2019 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 392
  • Sl. viku: 832
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 808
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband