Spurning hvort Barnier lítur hótun Borisar Johnson að Bretland labbi út án samnings - bluff?

Skv. fréttum hafnaði Michael Barnier megin kröfu Borisar Johnson á stundinni hann frétti af henni. Barnier tjáði skýra höfnun sína í e-mail til helstu diplómata sambandsins!

Image result for barnier boris

  1. PM Johnson has stated that if an agreement is to be reached it goes by way of eliminating the backstop. This is of course unacceptable and not within the mandate of the European Council.
  2. As suggested by his rather combative speech, we have to be ready for a situation where he gives priority to the planning for 'no deal', partly to heap pressure on the unity of the EU27.
  3. No deal will never be the EU’s choice, but we all have to be ready for all scenarios.
  4. Mr Barnier urged EU member states not to peel off in the face of Mr Johnson's demands, saying they should -- remain calm, stick to our principles and guidelines and show solidarity and unity to the 27

Ef ég skil plott Borisar rétt, virðast hann og samráðherrar líta svo á ef Hard-Brexit sé haldið stíft fram sem - plan B.
--Þá muni ESB gefa eftir.

M.ö.o. að nýja ríkisstj. Bretlands haldi að -- Barnier og samninganefnd ESB sé með - bluff.

Hinn bóginn virðast mér viðbrögð Barniers geta bent til þess, hann álíti framsetningu hinnar nýju ríkisstjórnar Bretlands -- bluff.

--Ef báðir álíta hinn - bluffa. Rökrétt gefa hvorugir eftir.
--Þetta er klassísk - game-theory. Eða - prisoners dilemma.

Michel Barnier blasts Boris Johnson's 'unacceptable' demand to ditch Irish backstop

 

Er það sennilegt að Boris sé með - bluff?

Höfum í huga, Barnier varð þess vitnis í - 3 skipti, breska þingið felldi Brexit-samning Theresu May.
--Þegar breska þingið framkv. atkvæðagreiðslur til að skoða sinn hug í tíð May.

Þá - felldi þingið allar útgáfur!
M.ö.o. - engin af valmöguleikunum þingmenn íhuguðu, fékk meirihluta.

  • Þar með talið, möguleikinn - Hard-Brexit.

Barnier auðvitað eins og ég, man eftir þessari innri skoðun breska þingsins á afstöðu sitjandi þingmanna!

  1. Þetta þíðir á mannamáli, Barnier getur talið sig hafa ástæðu að ætla.
  2. Ef Boris Johnson fer með fyrir þingið tillögu um útgöngu án samnings.
  3. Þá líklega felli breska þingið þá tillögu.

--En þ.e. breska þingið sem á endanum ræður þessu ekki ríkisstj. Bretlands.

Enginn getur 100% öruggt vitað fyrirfram að þingið greiði atkvæði með sama hætti, og er það var að skoða hug sinn með atkvæðagreiðslum -- um nokkrar mismundandi ályktanir.

Hinn bóginn, fyrst að sama þing hefur áður fellt ályktun um Hard-Brexit með sæmilega öruggum meirihluta.
--Virðast a.m.k. líkur á að það muni einnig fella formlega tillögu um Hard-Brexit.

Boris stæði þá frammi fyrir sama vanda og May!

--Líklega mundi ESB aftur veita Bretlandi framlengingu á Brexit, ath. - aðgerð sem ESB getur gert einhliða.

 

Niðurstaða

Við skulum sjá hvort - gísk mitt reynist rétt vera. En tilfinning mín lesandi skrif Barniers, meining Barniers sé sú menn skuli anda með nefinu, og tal hans á þann veg að ESB ætti vera tilbúið fyrir allar sviðsmyndir - tek ég sem að Barnier ætli að taka ríkisstjórn Bretlands á orðinu, lofa henni að láta reyna á hvort takist að fá samþykki breska þingsins fyrir Hard-Brexit.

Miðað við niðurstöðu fyrri atkvæðagreiðsla þingsins með núverandi þingmönnum, þá held ég að líkurnar séu ekki slæmar að hótun ríkisstjórnar Bretlands reynist vera bluff.

--Kenning mín er sú að Barnier ætli að lofa Boris að hengja sjálfan sig í eigin ól þannig séð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert Brexit og Trump ekki endurkjörinn forseti Bandaríkjanna.

Hvað verður þá um mörlensku öfgahægrikarlana, Jackie og börnin?! cool

Þorsteinn Briem, 27.7.2019 kl. 13:20

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.6.2019:

"Fimm þeirra stjórnmálamanna sem keppast um að verða forsetaefni demókrata á næsta ári gætu lagt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að velli samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar. cool

Joe Biden fyrrverandi varaforseti og Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður mælast með mikið forskot á forsetann. Þrír frambjóðendur til viðbótar mælast lítið eitt sterkari en Trump en þó innan skekkjumarka.

Fox News fréttastofan birti í dag niðurstöður skoðanakönnunar. Þar var fólk spurt hvern það myndi kjósa sem næsta forseta. Fólk var beðið að velja á milli Trumps og hvers og eins þeirra sem mest fylgis njóta af frambjóðendum demókrata.

Um 49 prósent sögðust myndu velja Joe Biden ef slagurinn stæði milli hans og Donalds Trumps. Samkvæmt því fengi Trump 39 prósent atkvæða. Ef baráttan stæði milli Trumps og Bernie Sanders hefði Sanders betur með 49 prósentum atkvæða gegn 40 prósentum." cool

Þorsteinn Briem, 27.7.2019 kl. 13:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jackie og börnin.

Þorsteinn Briem, 27.7.2019 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 76
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 1442
  • Frá upphafi: 849637

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 1328
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband