Bandarískur iðnaður óttast - tollhótanir Trumps gagnvart Mexíkó, sem Trump hótar að innleiða í nk. viku

Hótanir Trumps um nýtt viðskiptastríð gagnvart Mexíkó, komu eins og þruma úr heiðskýru lofti seint í sl. viku - en hann hótar að leggja 5% toll á allan innflutning frá Mexíkó frá og með 10. júní nk. - sem hækkar í 25% í október.
--Uppgefin ástæða, fjölgun í komum ólöglegra innflytjenda að landamærum Bandaríkjanna, undanfarna mánuði.

  1. Trump ætlast sem sagt til þess, Mexíkó stöðvi þetta aðstreymi.
  2. Hinn bóginn eru landamæri Mexíkó við Bandar. ekkert styttri Mexíkómegin - þ.e. 3000km., en þau eru Bandaríkjamegin.
    --Kem ekki alveg auga á að Mexíkó gangi augljóslega miklu betur en Bandar. sjálfum, að stöðva aðstreymið.
    --Mexíkó er eftir allt saman, ekki einræðisríki - fólk má fara ferða sinna eins og það vill, m.ö.o. ekki lögregluríki t.d. sbr. Kína.

--Markaðir virðast nú spá -- 33% líkum á kreppu í Bandar. 2020, m.ö.o. 1/3.
--En, Mexíkó er stærsta einstaka viðskiptaríki Bandaríkjanna, viðskiptin við Mexíkó eru meiri að verðmæti, en viðskipti Bandaríkjanna við Kína.

Bandaríkin og Mexíkó - virka eins og eitt - hagkerfi.
Þess vegna munu álagðir tollar Trumps - valda svo miklum kostnaði fyrir bandaríska framleiðendur.
--Fyrirtækin starfa beggja vegna, mismunandi deildir þeirra senda vörur fram og til baka statt og stöðugt - þannig tæknilega gæti framleiðsla fengið á sig toll - tvisvar jafnvel þrisvar.
--Þau umpóla ekki öllu sínu skipulagi - einn, tveir og þrír.

Það sem gerist - er að neytendur borga brúsann!
Trump segir, tollarnir verða greiddir - reyndin er ekki af Mexíkó, heldur bandar. neytendum.
--Þeir virka eins, og nýir neyslu-skattar á bandar. almenning.

Automakers say Trump's threatened Mexico tariffs would cost billions

  1. LMC said prices on models imported from Mexico could increase by an average of $8,500, while the average price of a vehicle sold in the U.S. market could rise by as much as $2,500-3,000 when parts for assembly in the United States are factored in.
  2. In an email seen by Reuters, Toyota Motor Corp told its U.S. dealers the duties could cost its major suppliers between $215 million and $1.07 billion.

--Ég sé ekkert í þessu klárlega ótrúverðugt!

Meðan var Trump keikur - sagði tollana á Mexíkó taka gildi í nk. viku!

We’re going to see if we can do something, but I think it’s more likely that the tariffs go on, -- We’re going to see if we can do something, but I think it’s more likely that the tariffs go on,

Ég persónulega efa Mexíkó geti stöðvað það aðstreymi - sem Trump nefnir innrás, sem er afar hysterískt orðalag, en landamærin Mexíkó-megin eru eins löng og þau eru Bandaríkjamegin.
Og eins og ég bendi á að ofan, Mexíkó er frjálst land - fólk má fara um landið, ferðast eins og það vill - eins og Bandaríkjamenn heima í Bandaríkjunum.
--Þess vegna án mikils vafa, detta þessir tollar inn.

  1. Hinn bóginn, virðist Trump henda frá sér -- NAFTA samkomulagi sem hann gerði á sl. ári.
  2. Aðrir sem eiga í deilum við Trump - sjá hvernig hann fer að gagnvart Mexíkó.
  3. Hvernig getur nokkur maður reiknað með því - að það sé hægt að treysta nokkru því, sem væri skrifað undir - af hálfu Trump?

Bendi á að Trump sjálfur - rómaði NAFTA samkomulagið seint á sl. ári.
En ekki er greinilega Adam lengi í paradís hjá Trump!

--Trump heldur, að vera óútreiknanlegur, sé gott.
--Vandi er, ótúreiknanleiki skapar vantraust!

Mig grunar að Trump muni eiga í erfiðleikum í kjölfarið, að fá nokkurn þeirra aðila sem hann nú deilir við - til að undirrita nokkurt!

 

Niðurstaða

Tveir atburðir hafa nú skapar hressilegt verðfall á mörkuðum - versnandi viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína -- og hótanir Trumps sem virðist stefna að verði að veruleika í nk. viku um tolla á allan innflutning frá Mexíkó.
--Þannig setur Trump viðskipti Mexíkó í gíslingu - þrátt fyrir umsamdan frýverslunarsamning á sl. ári.
--Þetta virðist sýna, Trump beri ekki virðingu fyrir nokkru umsömdu.

Vegna þess að til samans eru efnahagsleg áhrif þessara tveggja viðskiptastríða á bandarískan efnahag veruleg -- eru markaðir farnir að prísa inn 33% eða 1/3 líkur á kreppu 2020.

Eftir þessi 2-högg, grunar mig að Trump muni líklega standa við tollhótanir gagnvart Japan og ESB - sem hann gerði á sl. ári, en hafa ekki enn komist til framkvæmda - - sbr. 20% tollur á innflutning bifreiða og íhluti í bifreiðar frá þeim löndum.
--Ef svo mundi fara, grunar mig að markaðir mundu hækka mat sitt á kreppu 2020.

Ekki er alveg ljóst af hverju Trump hefur gerst svo -- tolla brjálaður í seinni tíð.
Hinn bóginn, hefur hann lengi verið andvígur -- opnum frjálsum viðskiptum.
Hann virðist standa fyrir skoðun innan Bandaríkjanna, meðal íhaldsmanna í Bandaríkjunum -- sem aldrei voru fylgjandi lágtollastefnunni er innleidd var frá og með 7. áratug 20. aldar.
--Þeir virðast raunverulega halda, að Bandar. muni ganga betur í hátolla-umhverfi.

Ég er algerlega viss að það er rangt. Trump getur auðvitað - tekið upp raunprófun á hátollamódelinu, meðan aðrar þjóðir halda sig við lágtollamódel.
--Mig grunar að það hefði nákvæmlega þær afleiðingar, kreppa innan Bandaríkjanna.

  • Trump gæti tekist að eyðileggja sínar eigin - endurkjörsmöguleika.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Gott.

Vonandi ertu sannspár. Því lengur sem "Róm" logar ,því erfiðara verður að endurreisa hana.

Meira bensín.

Borgþór Jónsson, 6.6.2019 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 407
  • Sl. sólarhring: 446
  • Sl. viku: 880
  • Frá upphafi: 848152

Annað

  • Innlit í dag: 396
  • Innlit sl. viku: 855
  • Gestir í dag: 382
  • IP-tölur í dag: 374

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband