Steve Bannon biðst afsökunar, og gerir tilraun til að bakka frá ummælum að hluta - er gerðu Trump snælduvitlausan út í hann

Þau ummæli sem mesta athygli hafa vakið snerust um fund í Trump turni. Á þann fund mættu Donald Trump yngri, Jared Kushner eiginmaður Ivönku Trump og Paul Manafort þáverandi kosningastjóri Trumps - m.ö.o. fór fram nokkru fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.
--Ástæða þess að sá fundur hefur vakið athygli, er að upplýsingar um hann láku út er fjölmiðlar komust yfir e-maila frá Donald Trump yngra - sem neyddu Donna Jr. til að viðurkenna að sá fundur hefði farið fram, og að hann hefði verið á þeim fundi.
--Og hitt, að á þann fund mætti einnig rússneskur lögfræðingur sagður í sambandi við stjórnvöld Rússlands - skv. e-mailunum er láku, bauð lögfræðingurinn til sölu upplýsingar er hugsanlega gætu skaðað framboð Hillary Clinton.

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/7/7b/Steve_Bannon_by_Gage_Skidmore.jpg/1200px-Steve_Bannon_by_Gage_Skidmore.jpg

Rétt að taka fram, að þetta er á biksvörtu svæði lagalega séð í Bandaríkjunum, vegna eftirfarandi lagagreina:

Tilvitnanir úr eftirfarandi lögum: 52 USC 30121, 36 USC 510

  1. A foreign national shall not, directly or indirectly, make a contribution or a donation of money or other thing of value, or expressly or impliedly promise to make a contribution or a donation, in connection with any Federal, State, or local election.
  2. A solicitation is an oral or written communication that, construed as reasonably understood in the context in which it is made, contains a clear message asking, requesting, or recommending that another person make a contribution, donation, transfer of funds, or otherwise provide anything of value.

Þetta þíðir, að þátttaka á slíkum fundi er líklega lögbrot -- sem skýrir af hverju Bannon fór svo harkalegum orðum um þann fund, sbr:

  1. "The three senior guys in the campaign thought it was a good idea to meet with a foreign government inside Trump Tower in the conference room on the 25th floor – with no lawyers. They didn’t have any lawyers."
    "Even if you thought that this was not treasonous, or unpatriotic, or bad shit, and I happen to think it’s all of that, you should have called the FBI immediately."
  2. "...if any such meeting had to take place, it should have been set up in a Holiday Inn in Manchester, New Hampshire, with your lawyers who meet with these people".
    "Any information, he said, could then be “dump[ed] … down to Breitbart or something like that, or maybe some other more legitimate publication".
    "You never see it, you never know it, because you don’t need to … But that’s the brain trust that they had."

Nú aftur á móti, segist Bannon ekki hafa átt við son Trumps, er hann talaði um "treason" eða landráð -- og baðst afsökunar, sagðist enn styðja Trump heilshugar:

Under fire, Bannon backs off explosive comments about Trump's son

Steve Bannon apologises as aides defend Donald Trump’s fitness

  1. "Donald Trump, Jr. is both a patriot and a good man. He has been relentless in his advocacy for his father and the agenda that has helped turn our country around,"
  2. "I regret that my delay in responding to the inaccurate reporting regarding Don Jr. has diverted attention from the president’s historical accomplishments in the first year of his presidency,"
  3. "My support is also unwavering for the president and his agenda," - "I am the only person to date to conduct a global effort to preach the message of Trump and Trumpism, and I remain ready to stand in the breech for this president’s efforts to make America great again."

Rétt að hafa í huga, að hann sagði fleira í bókinni - Fire and Fury:

  1. "The chance that Don Jr did not walk these jumos up to his father’s office on the twenty-sixth floor is zero."
  2. "They’re going to crack Don Junior like an egg on national TV."
  3. "You realise where this is going," - "This is all about money laundering. Mueller chose [senior prosecutor Andrew] Weissmann first and he is a money-laundering guy. Their path to fucking Trump goes right through Paul Manafort, Don Jr and Jared Kushner … It’s as plain as a hair on your face."
  4. "It goes through Deutsche Bank and all the Kushner shit. The Kushner shit is greasy. They’re going to go right through that. They’re going to roll those two guys up and say play me or trade me."
  5. "They’re sitting on a beach trying to stop a Category Five."

Svo ég sé ekki að hann geti bakkað frá ummælum úr bókinni - Fire and Fury með þetta ódýrum hætti.

En hann segir með hætti er hljómar fremur neikvætt - að ekki sé möguleiki að Don Jr. hafi ekki rætt málið við föður sinn -- bein ásökun að Trump hafi í raun vitað um fundinn.

Síðan segir hann rannsóknina sérstaks saksóknara Mueller, greinilega beinast að peningaþvætti -- leiðin liggi í gegnum Manfort, Kushner og Don Jr.

Og hann segir Jared Kushner - spilltan.

Og hann virtist gefa í skyn - sbr. líkinguna við 5. stigs fellibyl - að Trump eigi ekki möguleika.

 

Niðurstaða

Það áhugaverða er að ég er fullkomlega sammála ummælum Bannons eins og þau eru höfð eftir í bókinni Fire and Fury - að fundurinn hafi greinilega verið ólöglegur, að því hafi verið óskaplega heimskulegt að mæta á hann persónulega og að auki einnig að halda fundinn í Trump turni.
--Ummæli Bannons úr bókinni er benda til þess að hann telji Trump standa fyrir 5. stigs fellibyl -- bentu ekki til þess að Bannon hefði trú á að Trump ætti möguleika.

Ég var að sjálfsögðu ekki hissa hvernig Trump brást við.
Eða að teymið í kringum Trump mundi bannfæra um leið Bannon, og bókina að auki.
En það var algerlega augljóst að það mundi vera gert.
--En hingað til hafa viðbrögð Trumps alltaf verið með þeim hætti, að tala um lygar.

Hafandi í huga hve mikið Bannon sagði, er ég ákaflega efins að honum verði fyrirgefið af Trump, og þeim stuðningsmönnum Trumps sem enn eru ekki til í að segja skilið við Trump.
Ég efa meira að segja Bannon yrði fyrirgefið ef hann kallaði ull ummælin höfð eftir honum, skáldskap eða lygar þess er skrifaði bókina.
--Það verðu áhugavert að fylgjast með því, hvort spádómur Bannons rætist að Donni Jr. verði fyrir rest tekinn fyrir í réttarsal í beinni útsendingu, og brotinn þar niður.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Merry

Kom du sæll Einar

Já, Bannon hefur gert stórt misstag með þetta - greinilega vonast til að fá míkið pening fyrir þetta bók, í stað ruglist allt og hann mun hafa vandamál að halda áfram - jú hann hefur biðst Trumps fyrirgjöf en ég veit ekki hvort hann fá það.

Merry, 8.1.2018 kl. 13:14

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Merry, mjög ólíklegt að Trump fyrirgefi.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.1.2018 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 723
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 666
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband