Tveir bandarískir öldungadeildar-þingmenn formlega óska eftir svari frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, hvort að þaðan var óskað eftir heimild til að hlera síma Donalds Trump

Þingmennirnir eru: Lindsey Graham fyrir Repúblikana, og Sheldon Whitehouse fyrir Demókrata.
--Þetta er áhugaverð tilraun af þeirra hálfu, en eins og hér á Íslandi; geta þingmenn formlega óskað eftir svari frá einstökum ráðuneytum - og eins og hér gildir, þarf ráðuneytið að svara fyrirspurninni.

Ef ráðuneytið svarar ekki --> Getur þingið krafist svars.

U.S. senators ask government for evidence Obama wiretapped Trump

  1. "We request that the Department of Justice provide us copies of any warrant applications and court orders...related to wiretaps of President Trump, the Trump campaign, or Trump Tower.”
  2. "We would take any abuse of wiretapping authorities for political purposes very seriously."
  3. "We would be equally alarmed to learn that a court found enough evidence of criminal activity or contact with a foreign power to legally authorize a wiretap of President Trump, the Trump campaign, or Trump Tower.”
  • "On Tuesday, House Intelligence Committee Chairman Devin Nunes told reporters his panel would consider issuing subpoenas if information being sought on Russia's possible role influencing the election was not forthcoming."

 

Eins og þarna kemur fram, óska þeir -- fullrar afhjúpunar af hálfu ráðuneytisins!

  1. Segjum, að svarið sé - já; að ráðuneytið hafi óskað eftir heimildum til að hlera Trump, og eins og til eru fullyrðingar um - fengið þær heimildir fyrir rest, þ.e. í annarri tilraun til að óska eftir þeim.
    --> Þá mundu þeir fara fram á full svör um það, með hvaða rökum!
    Eins og þeir segja, að ef svar ráðuneytisins - sé að ráðuneytið hafi gögn til umráða, um meint "plott" Trumps við Pútín.
    --Að þá væru þeir langt í frá ánægðir með Trump ef slík gögn mundu koma fram í dagsljósið.
  2. Tæknilega væri annar möguleiki sá, að -- eins og andstæðingar Obama fullyrða gjarnan á netinu; að slík beiðni hafi komið fram frá ráðuneytinu.
    --> En verið af pólitískum rótum sprottinn --> Það væri auðvitað, eins og Trump hélt sjálfur fram - sprengiefni á skala Watergate.
    Hinn bóginn, eiga stjórnvöld ekki að geta fengið slíka heimild -- nema með rökstuðningi sem dómari sem fjallar um veitingu slíkrar heimildar -- þurfi að samþykkja og á að gera svo á faglegum grunni.
    --Ef við gerum ráð fyrir að það sé ekki rétt, að bandar. dómarastétt sé meira eða minna full af aðilum er taka pólit. í stað faglegra ákvarðana -- ætti þessi möguleiki ekki að vera raunhæfur, að slík veiting geti hafa verið af pólit. rótum sprottin.
  3. Síðan er það auðvitað -- sem manni virðist sennilegast, að svarið sé -- Nei!
    Að það hafi ekki á sl. ári óskað eftir heimild til að hlera símtöl Donalds Trump.

Svar 3: Mundi auðvitað sýna fram á að Trump hafi verið að bulla!
--Eðlilega mundi það snarlega minnka hans trúverðugleika, sérstaklega sem það væri ekki í fyrsta sinn sem hann hafi bullað.

Svar 1: Væri þó hálfu verra fyrir Trump - þ.e. að ef ráðuneytið á sl. ári hafði rökstudda ástæðu til að óska eftir hlerunarheimild, og dómari hafi veitt slíka heimild - vegna þess að rökstuðningur fyrir þörf hafi verið fullnægjandi - studdur af gögnum sem ráðuneytið geti afhent þingmönnunum tveim!
--Þessi útkoma mundi setja Trump á verulega hálan ís!

  • En plott milli Trumps og Pútíns, ef sýnt væri fram á að það hefði raunverulega verið í gangi - fyrir kosningar; þá væri Trump þar með í mjög alvarlegum málum - gagnvart bandarískum lögum.
    --En ég er að vísa til laga um landráð.

Ég á reyndar ekki von á þeirri útkomu --> Svar 3: sé sennilegast grunar mig!
--Að Trump verði gripinn með allt niður um sig, varðandi að vera staðinn að bulli!

Það mundi auðvitað stórfellt skaða hans trúverðugleika, að ef hann væri staðinn að því að setja svo óskaplega alvarlegar ásakanir fram - sem reyndust staðhæfulausar með öllu!
--En hættan fyrir hann er einfaldlega sú, að margir hætti að taka mark á karlinum.

Það er auðvitað slæmt fyrir forseta, að henda frá sér trúverðugleikanum svo gersamlega nánast strax í upphafi þess.
--Ekki gott veganesti fyrir framhaldið hjá honum!

 

Niðurstaða

Á þessari stundu getum við ekki vitað hver svör Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna verða. En þar sem ráðuneytinu ber að svara -- þá væntanlega kemur það fljótlega í ljós hið sanna í málinu varðandi ásakanir Trumps í þá átt að ráðuneytið á sl. ári hafi óskað eftir hlerunarheimild.

Þ.e. sannarlega möguleiki að Trump hafi gert sjálfum sér, bjarnargreiða - ef ásakanirnar væru sannar þ.e. raunverulega, en í stað þess að um póltískt athæfi hafi verið að ræða; hafi ráðuneytið haft málefnalegar ástæður og gögn þeim til stuðnings - sem hafi verið af hverju ráðuneytið hafi -ef ásakanir væru réttar- fengið þá heimild frá dómara fyrir rest.
--Það væri töluvert kaldhæðin útkoma, því slík útkoma mundi setja Trump í mjög alvarlega stöðu gagnvart bandarískum lögum.

Þá væri sannarlega a.m.k. Watergate skala hneyksli til staðar!
--Eiginlega gott betur en það!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Og hvernig í ósköpunum þykist hann vita það?

    • Hann er ekki dómari - - heldur ráðunautur FoxNews um málefni er lúta að dómsmálum, þó hann sé hugsanlega með menntun af því tagi, er hann ekki starfandi dómari.

    • Og hann var að sjálfsögðu ekki í ríkisstj. Bandar.

    • Né var hann við störf sem dómari við FISA.

    --M.ö.o. veit hann nákvæmlega ekki neitt meir um málið, en hver annar - leikmaður.

      • Hann er m.ö.o. einfaldlega að lýsa sinni skoðun!
        --Sem er þannig séð, ekkert merkilegri en mín eða þín skoðun, þ.s. hvorugur okkar var heldur í ríkistj. Bandar.

      Varðandi hvað raunverulega var í gangi, á ég helst von á að fyrirspurnir þingmannanna, leiði það fram að sennilega var Trump að rugla -- m.ö.o. það hafi engin fyrirskipuð af ríkisstjórninni eða Obama formleg rannsókn verið í gangi.

      Síðan, að jafnvel þó að Obama geti fyrirskipað rannsókn -- hefur að sjálfsögðu Napolitano ekki minnstu hugmynd hvort að Obama - gaf slíka fyrirskipun.

        • Síðan er algert rugl af honum, að Obama hafi fyrirskipað -allherjar- njósnastarfsemi gegn bandar. borgurum --> En þessi maður er greinilega pólitíkus, þó hann hafi lögfræðimenntun --> En Obama tók í arf þær fyrirskipanir sem Bush forsetinn er sat á undan, hafði gefið út.
          --Það veit enginn, hvort að Obama var nákvæmlega búinn að kynna sér, hvað sú stofnun var að gera - er hann var orðinn forseti.
          --En njósnastarfsemin að sjálfsögðu hélt áfram, eftir að hann tók við embætti.

        Þetta lætur Napolitano vera að nefna -- að það var Bush karlinn sem setti það njósnakerfi af stað.
        M.ö.o. Repúblikanaforsetinn er sat á undan.

        Síðan hvernig hann fjallar um -- viðbrögð Obama í málum tengdum Trumop.
        --Lýsir manni, sem horfir á málið -- pólitískt.
        M.ö.o. sé ekki að koma fram sem hlutlaus greinandi.

          • Það þíði að þó hann sé lögfræðimenntaður--ætti ekki að taka mark á honum.


          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 9.3.2017 kl. 00:51

          2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

          Demókratar og Vinstri fjölmiðlarnir gengu aðeins of langt í Rússa kjaftæðinu og nú verður allt upp á borðið: Hver bað um simahleranirnar og hver lak þeim í fjölmiðla.

          Þetta hefur möguleika á að verða stærra en Watergate og Hussein Obama er berskjaldaður af því að það er enginn við völd til að náða karl greyið þegar hann verður dæmdur, engin Gerald Ford.

          Það verður gaman að fylgjast með þessu.

          Kveðja frá Houston

          Jóhann Kristinsson, 9.3.2017 kl. 01:24

          3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

          Passar þetta ekki inn í myndina að Obama vill komast inn á þing aftur og undir vernd hver svosem hún verður. Það var ljóst að Obama var miklu áhyggjufyllri síðustu mánuðina jafnvel síðasta ár þegar hann hélt ræður jafnvel var gloppóttur þ.e hikandi og horfandi upp í loftið.

          Ég hafði alltaf á tilfinningunni að han væri peð á stóru taflborði. 

          Valdimar Samúelsson, 9.3.2017 kl. 08:30

          4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

          Valdimar, vandinn við þessa umræðu - er að alltof margir sem raunverulega vita ekki, þykjast vita.
          --En enginn sem ekki var í ríkisstjórninni, eða starfsmaður ráðuneytisins - getur vitað á þessum puntki - hvort beiðni um hleranir á Trump - kom nokkru sinni fram.
          **En alltof margir tala eins og þeir viti þetta nú þegar.
          -------------
          Á þessari stundi - hefur enginn sannanir á hendi, um slíka hlerunar-aðgerð, þ.e. enginn fjölmiðill eða fréttaskýrandi.
          **Í besta falli, er þetta grunur a.m.k. sumra - um það að slík aðgerð hafi verið í gangi á síðustu mánuðum sl. árs.

          Menn hafa engan grundvöll fyrir fullvissu - eins og þá t.d. er Jóhann tjáir hérna rétt fyrir ofan.
          --------------
          Varðandi áhyggjur Obama - gæti hann einfaldlega haft áhyggjur af því, að næsti forseti yrði Trum.

          Þ.e. alveg málefnalegt að óttast það!
          Enginn veit enn, hvað Trump hyggst fyrir um fjölda mála.

            • Hann talar stundum, eins og hann ætli að hefja - átök við Kína.

            • Stundum talar hanns, eins og hann ætli, að fara illa með Mexíkó.

            • Svo var Kína að vara Trump við um daginn, að Bandaríkin væru á leið í árekstur við N-Kóreu, hefur Trump hugsað það til enda?

            • Trump gæti verið við það að ákveða, að senda nýjann her til Mið-austurlanda, við vitum það ekki enn -- en hann hefur gefið loforð t.d. að eyðileggja ISIS, sem geti bent til slíks.
              --Svo hefur hann mjög harða stefnu gegn Íran.

            • Enn vitum við ekki - hvort Trump ætlar að hefja harkaleg viðskiptastríð.

            ----Margt af þessu var Trump þegar búinn að segja fyrir kosningar.
            M.ö.o. nægar ástæður til að hafa áhyggjur af framtíðinni.

            Kv.

            Einar Björn Bjarnason, 9.3.2017 kl. 10:33

            5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

            Jóhann, "Rússakjaftæðinu"?

            Ég veit ekki alveg á hvaða stað þú ert.
            En þú virðist ákveða án nokkurra sannana, að CIA og FBI - fari með staðlausa stafi.
            --Sé ekki hvernig það geti flokkast - málefnalega nálgun.

              • Þ.e. ekkert undarlegt að fjölmiðlar, taki það fullkomlega alvarlega -- þegar helstu öryggisstofnanir Bandaríkjanna - taka málið alvarlega.

              • Það sé þver öfugt, undarleg nálgun - að ákveða án okkurra sannana, að þær stofnanir séu fullkomlega ómarktækar.

              Ég sægi í anda, stóra fjölmiðla á Íslandi - styðja pólitíkus með ráðum og dáð, sem væri undir rannsókn Ríkislögreglunnar á Íslandi.
              --Og staðhæfa, að sérhver sá fjölmiðill, sem ekki tæki fullkomlega einhliða undir stuðning við þann pólitíkus - er væri undir rannsókn, þar með væri ómarktækur.

                • Áhugavert, þegar rétt eða rangt, er orðið - eingöngu pólitísk afstaða, þ.e. eftir því - hvaða mann menn styðja.

                --------
                Að auki hefur þú sannfæringu, án nokkurra sannana eða beinna vísbendinga, nema orð Trumps - að Obama hafi verið að hlera hann fyrir sl. kosningar, eða lokamánuði sl. árs.
                --Þetta getur enginn vitað - enn sem komið er - sem ekki var annað af tvennu ráðherra í síðustu ríkisstjórn, eða starfsmaður tiltekins ráðuneytis.

                Kv.

                Einar Björn Bjarnason, 9.3.2017 kl. 10:42

                6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

                Þakka Einar en ég var að hlusta á viðtal í morgun við tvo ex CIA menn sem sögðu margt og meðal annars að Obama hafi þagað þ.e. gefir þegjandi leifi á að CIA inni fyrir stjórnina. Í þessu viðtali kom líka fram að Rússa-grílunni hafi veri plantað þ.e. að það liti út eins og Rússar væru að hafa áhrif á Kosningar í USA. http://video.foxnews.com/v/5352851597001/ 6 mín viðtal. 

                Valdimar Samúelsson, 9.3.2017 kl. 13:12

                7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

                Þorsteinn, Ég nenni ekki að ansa þessari steypu.

                "Þetta er náttúrulega frábært hjá CIA að geta svona brotist inní stýrikerfi síma, bíla, skipa og flugvéla, nú og skilið eftir sig slóð, rétt eins og bara Rússar hafi gert tölvuinnrás og hvað eina."

                --Hvaða ástæðu ætti CIA að hafa?
                Það að CIA - geti tæknilega gert eitthvað tiltekið, þíði ekki að svo hafi verið.

                Hinn bóginn er auðvelt að sýna fram á - rökrétta ástæðu fyrir Rússland.
                Að hafa brotist inn í tölvur Demókrata flokksins.

                  • Þ.e. einnig - miklu auðveldari aðgerð.
                    --En sú sem þú fullyrðir, að CIA eigi að hafa gert - að hafa plantað sönnunargögnum, að Rússland hafi gert tölvu-árás.

                  En slíkt "plant" er ekki eins einfalt og þú virðist halda.

                    • En CIA þyrfti þá fyrst -- að brjótast inn í tölvukerfi í Rússlandi.

                    • Til þess, að skapa -- rekjanlega slóð frá tölvukerfi innan Rússlands, baka til tölvukerfis Demókrata flokksins.

                    • Síðan, þyrfti CIA -- meðan þeir væru að stýra rússn. tölvunum, til svo slóðin lægi til Rússlands -- inn í t.d. FSB þ.e. leyniþjónustu Rússlands.

                    • Að brjótast þaðan, í tölvur Demókrataflokksins.

                    Þá erum við að tala um 2-falda hakk aðgerð.
                    2-falda áhættu á "exposure" að sjálfsögðu.

                    Auðvitað, að ráðast í sömu aðgerð --> Á 2-vel varin tölvukerfi, samtímis.

                    Með því að ráðast á 2-kerfi samtímis, er hættan á því að aðgerðin mistakist -- einnig verulega aukin, þ.s. það þyrfti þá að snúa á tölvustjórnendur - 2ja. töluvkerfa - samtímis.

                    --Mig grunar að "FSB" hafi betri - varnir en Demókrataflokkurinn.
                    Þannig að ég stórfellt efa -- að þetta sé raunverulega, möguleg aðgerð!
                    ---------------

                    CIA -- er ekki "omnipotent" eins og nýlegir upplýsingalekar sýna.
                    --Sannast sagna, efa ég að CIA-hafi þessa tilteknu hæfni-- að geta tekið yfir tölvukerfi "FSB" og síðan meðan CIA stýrði tölvum FSB -- réðist CIA á tölvur Demókrataflokksins.

                    Það sé m.ö.o. óraunsætt, að ætla að CIA - hafi getað framkv. slíka aðgerð, meðan að það sé vel framkvæmanlegt án vafa fyrir - FSB, að ráðast að tölvukerfi Demókrataflokksins:

                      • Sem Rússar eru ásakaðir um.

                      • Og er einfaldlega -- ágætlega trúverðug ásökun, að þeir hafi raunverulega framkvæmt.

                      Kv.

                      Einar Björn Bjarnason, 10.3.2017 kl. 00:27

                      8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

                      Valdimar, það skiptir máli, hvenær þeir voru í CIA - að auki einnig, hvaða störfum þeir þar gegndu.

                        • Lágmarkið, að þeir hafi verið í CIA-í forsetatíð Obama.

                        • Síðan, mega þeir ekki hafa verið - það lágt settir, að þeir hafi ekki grtað haft slíka vitneskju.

                        Svo er eiginlega ekki nóg -- að þeir segist hafa verið í CIA.
                        En menn geta logið slíku.

                        Það þarf að liggja fyrir einhver óháð staðfesting fyrir því.

                        Kv.

                        Einar Björn Bjarnason, 10.3.2017 kl. 00:31

                        9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

                        Þorsteinn, ég virkilega tek ekki þetta -umbrage- alvarlega.
                        En sannleikurinn um það mál - virðist hafa verið gríðarlega mistúlkaður.

                        Hér er umfjöllun sem gefur góða mynd af því, hver sá sennilega er: WikiLeaks Files Show the CIA Repurposing Hacking Code To Save Time, Not To Frame Russia.

                          • Þ.s. þetta -umbrage- virðist vera, er -- safn af kóða, sem CIA hefur komið sér upp.

                            • Fyrsta lagi, að þegar þú átt - safn af hakk-kóðum, sem þú hefur aflað þér.
                              --Þá gagnast það þér, til að búa til varnir fyrir tölvukerfi, gegn þannig hakkárásum.

                            • Í öðru lagi, að þegar þú hefur safn af hakk kóðum og hakk-aðferðum.
                              --Þá einnig gagnast það þér, til að fljótlega -- þekkja þá sem hafa framkvæmt hakk aðgerð.

                            • Þriðja lagi, þá er tæknilega unnt -- að endurnota slíka hakk kóða.
                              --Eins og fréttinn segir, þá sýni gögn WikiLeaks, að hakk kóðarnir voru teknir í sundur, í stutta búta.
                              --Til að búa til -- nokkurs konar, lekó kubba af kóðum, er væri auðvelt að setja saman með nýjum hætti. Þannig búnar til flýtileiðir fyrir CIA - forritara.

                            Engar sannanir eru til staðar, að CIA -- hafi notað þetta safn.
                            Til þess að -- framkvæma "false flag" aðgerðir.

                            Kv.

                            Einar Björn Bjarnason, 10.3.2017 kl. 01:20

                            Bæta við athugasemd

                            Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

                            Um bloggið

                            Einar Björn Bjarnason

                            Höfundur

                            Einar Björn Bjarnason
                            Einar Björn Bjarnason
                            Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
                            Apríl 2024
                            S M Þ M F F L
                              1 2 3 4 5 6
                            7 8 9 10 11 12 13
                            14 15 16 17 18 19 20
                            21 22 23 24 25 26 27
                            28 29 30        

                            Eldri færslur

                            2024

                            2023

                            2022

                            2021

                            2020

                            2019

                            2018

                            2017

                            2016

                            2015

                            2014

                            2013

                            2012

                            2011

                            2010

                            2009

                            2008

                            Nýjustu myndir

                            • Mynd Trump Fylgi
                            • Kína mynd 2
                            • Kína mynd 1

                            Heimsóknir

                            Flettingar

                            • Í dag (27.4.): 32
                            • Sl. sólarhring: 32
                            • Sl. viku: 467
                            • Frá upphafi: 847114

                            Annað

                            • Innlit í dag: 31
                            • Innlit sl. viku: 443
                            • Gestir í dag: 31
                            • IP-tölur í dag: 27

                            Uppfært á 3 mín. fresti.
                            Skýringar

                            Innskráning

                            Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                            Hafðu samband