Er sennilegt að Obama forseti hafi látið hlera síma Trumps og samstarfsmanna Trumps?

Krafa Trumps um sl. helgi, að ásökun af hans hálfu - sem hann hefur ekki fært neinar sönnur fyrir né rökstutt sérstaklega - að Obama forseti hafi látið hlera persónulegan síma hans - að sú ásökun verði rannsökuð af bandaríska þinginu.
--Samtímis og bandaríska þingið, rannsaki ásakanir á samstarfsmenn Trumps - í tengslum við samskipti þeirra og sendiherra Rússlands.

Hefur sannarlega hreyft við umræðunni innan Bandaríkjanna.
--Eins og vanalega, fer afstaðan fullkomlega eftir pólitískum línum!

  • Sjálfsagt grunar einhverja!
    --Að Trump sé einfaldlega að, gera tilraun til að færa umræðuna, frá umræðu um ásakanir á hans samstarfsmenn!

Trump: “How low has President Obama gone to tapp my phones during the very sacred election process. This is Nixon/Watergate. Bad (or sick) guy!

White House asks Congress to probe if Obama ordered wiretap

Trump wiretap claim shot down by former intelligence chief

File photo: U.S. President Barack Obama (R) greets President-elect Donald Trump at inauguration ceremonies swearing in Trump as president on the West front of the U.S. Capitol in Washington, U.S., January 20, 2017. REUTERS/Carlos Barria

Mér hefur aldrei fundist það grunsamlegt, hið minnsta; að samskipti samstarfsmanna Trumps við Sergey Kislyak sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum - komust í hámæli!

  1. En einhverjum bandarískum hægri mönnum, finnst þetta benda til þess að -- ásakanir sem hafa undanfarið verið háværar á netinu - séu sannar, og Trump grípur nú á lofti --> Að Obama hafi látið hlera síma samstarfsmanna Trumps, jafnvel Trumps sjálfs!
    --Ég hef jafnvel séð ummæli á þann veg --> Að þetta væri hinn eiginlegi skandall, að Obama að þeirra mati eða skoðun - hafi látið hlera þessa síma.
  2. Hinn bóginn - virðist mér þetta augljós misskilningur!
    --En ég bendi á, á móti - að rökrétt sé að ætla, að bandarískar leyniþjónustur.
    --Fylgist náið með samskiptum Sergey Kislyak!
    --Þannig að það hafi sennilega lengi verið standard, að hlera öll samskipti sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og einnig rússneskra starfsmanna þess sendiráðs.
  3. Ég geng að auki svo langt - að benda á, að líklega sé "naive" eða einfeldningslegt, að ætla að símar Sergey Kislyak og annarrs rússn. starfsmanna sendiráðs Rússlands, séu ekki hleraðir.
  • M.ö.o. orðum, þurfi ekkert annað hafa gerst - en það, að þegar samstarfsmenn Trump höfðu símaasamkipti við Sergey Kislyak.
    --Hafi þau samtöl sjálfkrafa verið hleruð, og þar með lent í höndum leynistofnana Bandaríkjanna.
    --Vegna þess, að sennilega samfellt sl. áratugi <--> Hafi öll samskipti rússn. sendiráðsins, og rússn. starfsmanna þess --> Alltaf verið hleraðir.
    --Þ.e. samfellt sennilega í gegnum allt Kalda-stríðið.
    --Og örugglega áfram, eftir að Kalda-stríðinu formlega var lokið.

Því að sjálfsögðu í tíð Obama - sem og í tíð allra forseta Bandaríkjanna, líklega alla tíð til baka til -- Harry Truman, a.m.k. síðan í tíð - Eisenhower, er Kalt-stríð virkilega var komið á flugferð.

M.ö.o. stórfellt efa ég að símar Trumps - eða samstarfsmanna hans, hafi með verið hleraðir sérstaklega.

Þeir hafi einfaldlega lent í því - að þegar þeir hringdu í Sergey Kislyak, þá líklega lentu þau samskipti - á standard hlerunar-aðgerð bandarískra leynistofnana, á sendiherra og sendiráð Rússlands innan Bandaríkjanna!

--M.ö.o. er ég að segja, að það hafi líklega verið -- einstaklega heimskulegt, af Trump og samstarfsmönnum, að eiga samskipti í gegnum síma, við - Sergey Kislyak.
--M.ö.o. að þeir geti sjálfum sé um kennt, að hafa verið svo einfaldir, að hafa ekki áttað sig á því að þegar þeir höfðu símasamskipti við Sergey Kislyak - að þá mundu þau samskipti að sjálfsögðu berast til starfsmanna bandarískra leynistofnana - er væru stöðugt að hlera samskipti rússneska sendiráðsins og sendiherra Rússlands - við 3. aðila.

Þeir séu þar með að súpa biturt seyði af eigin heimsku, eða einfeldni.
--Ég eiginlega botna alls ekki í því, að þeim hafi dottið í hug að hafa bein símasamskipti við, Sergey Kislyak.
--Eiginlega er það sem ég hugsa, hreinlega þetta -- hvílík fífl!

 

Niðurstaða

Mín afstaða er m.ö.o. sú, að það sé engin þörf fyrir þá kenningu - að símar Trumps og samstarfsmanna hans, hafi sennilega verið hleraðir. Það er, ef sú kenning, á að útskýra það - af hverju samskipti samstarfsmanna Trumps við Sergey Kislyak - bárust til bandarískra leynistofnana!
--Þar sem ég tel það yfirgnæfandi sennilegt, að öll fjarskipti og símasamskipti Sendiherra Rússlands og rússn. starfsmanna sendiráðs Rússlands innan Bandaríkjanna.
--Séu einfaldlega - alltaf hleruð!

Þannig hafi það líklega verið, alla tíð a.m.k. frá forsetatíð Eisinhovers og kannski jafnvel frá tíð Harry Trumans -- örugglega hafi slíkar hleranir haldið áfram fram á þennan dag, þó svokölluðu Köldu-stríði hafi formlega lokið 1993.
--Þannig að með því að hafa samskipti í gegnum síma við Sergey Kislyak sendiherra Rússlands innan Bandaríkjanna, þá hafi það verið þar með fullkomlega óhjákvæmileg afleiðing -- að leynistofnanir Bandaríkjanna komust á snoðir um samskipti samstarfsmanna Trumps við Sergey Kislyak.

  • Svarið sé einfalt -- ef þú vilt eiga leynisamskipti við sendiherra Rússlands -- ekki ræða við hann í gegnum síma. Eiginlega, aldrei!

Það þurfi ekki að hlera sérstaklega -- símann sem hringir.
Með því að hlera síma Sergey Kislyak -- nái þeir öllu símtalinu.

  • M.ö.o. sé ég engin sérstök málefnaleg rök fyrir þeirri ásökun, að Obama hafi látið hlera síma samstarfsmanna Trumps, eða jafnvel Trumps sjálfs!

Það liggur þá á Trump sjálfum, að koma fram með gögn slíkum ásökunum til stuðnings.
En, leynistofnanir Bandaríkjanna - hafi að sjálfsögðu þau gögn sem þær stofnanir komust yfir, væntanlega með standard hlerunum á samskiptum Sergey Kislyaks við aðra.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Justice Department fór framvip við FISA dómstólinn að fá hleranir á Trump og nána samstarfsmenn hans i júní 2016 en var neitað. Ástæðan sem var notuð var að Trump og hans menn væru að njósna fyrir Rússa.

Það var farið aftur til FISA dómstólsins i október og beðið um hleranir af sömu ástæðu, en þá var Trump tekinn út af beiðninni og bara samstarfsmenn hans i kosningabaráttunni á listanum og það var leift.

Ef að einhver heldur að Hussein Obama hafi ekki verið á bak við þetta þá er ég með ocean front property in Arizon til sölu. 

Auðvitað var Hussein Obama driffjöðrin i þessu öllu og það er Hussein Obama og hans menn, sem eru að leka þessum símtölum i fjölmiðla.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.3.2017 kl. 20:57

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann -- óska eftir þínum tilvitnunum, en þú kemur fram með fullyrðingu án nokkurrar tilvitnunar -- meðan svo er, treysti ég mér ekki að taka nokkurt mark á þeirri fullyrðingu.
Eða svara þessu frekar - en að vísa til þess sem ég sagði að ofan.

Að það sé "naive" að hringja í sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og reikna með að slíkt símtal sé ekki hlerað.

    • Ég sé enga sérstaka augljósa ástæðu fyrir Obama að hlera Trump.
      --Mig grunar að ásakanir í slíkar áttir, séu af pólit. bergi sprottnar.
      --Tilraunir stuðningsmanna Trumps, að dreifa umræðunni - varpa totryggni á víðan vettvang, m.ö.o. rugla fólk í rýminu.

    Enda augljóst að ef þú ert svo vitlaus að hringja í sendiherra Rússlands.
    Þá sé það nánast það sama, og að senda e-mail til CIA.

    --------------------

    Varðandi hvort að Trump hafi verið undir sérstöku eftirliti, þá skv. frétt Guardian frá sl. ári, þá óskaði FBI-við FISA eftir heimildum til sérstaks eftirlits m.a. til hlerana, en beiðni um slíkt hafi verið hafnað af FISA.

    John McCain passes dossier alleging secret Trump-Russia contacts to FBI

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 5.3.2017 kl. 22:49

    3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Flest virðist benda til þess, að ásakanir með Obama tengingu, séu orðrómur; meðan að upplýsingar benda til þess að FBI hafi hugsanlega óskað eftir við FISA að fá að fylgjast með Trump og starfsmönnum hans -- m.ö.o. engin sjáanleg pólit. tenging, ef slíkt sérstakt eftirlit var í gangi: Trump&#39;s &#39;evidence&#39; for Obama wiretap claims relies on sketchy.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 5.3.2017 kl. 23:05

    4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

    Hann er auðvitað bara að ljúga þessu.

    Það eina sem þetta gerir, allavega gagnvart skynömum einstaklingum, er að draga fram hvurslags rugl er í gangi hjá þeeum manni og hans hirð.

    Þetta er alveg hætt að vera fyndið og ekki heldur hætt að kalla þetta barnalegt.

    Hlýtur að vera einhver strategía í gangi eða plan hjá þessu liði þarna.  Ég held að maðurinn sé stórhættulegur.

    Það versta við Trump er, - að það er alveg óvíst eða óljóst hvað hann ætlar sér.

    Minnir á Hiter eða Mussolini.

    Og ef maður les í Trump með Hitler til hliðsjónar, - að það var mjög algengt að fjöldu fólks væri að kóa með Hitler bara alveg þar til korter í þrjú.  Þar spilaði inní hve hann var snjall í að leika tvem skjöldum, plata menn fram og til baka.

    Það er alveg með ólíkindum hve margir td. hér uppi eru að kóa með þessu.  Þá geta menn séð að ástandið er slæmt.  Meir að segja í svona fjærlægð þar sem ruglið liggur alveg fyrir, - samt kóa menn með.  Er án efa mun erfiðara að sjá heildarmynd, skilja kjarna frá hismi ef maður er nálægt.

    Verulega fráhrindandi bara að sjá tilburðina, fas og látbragð Trumps.  Sláandi líkt Mussolini.

    Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2017 kl. 01:05

    5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Ég er ekkert viss að Trump sjálfur hafi nokkurt plan - þetta hljómar alltaf hjá honum, eins og - viðbrögð frá degi til dags.
    Það þíði ekki - að enginn hafi plan.
    Bannon hafi örugglega eitt!
    Síðan hafi Repúblikanar á þingi, sitt eigið.
    Svo má vera að hershöfðingjarnir tveir, hafi það þriðja.

    Meðan virðist Trump - meira eða minna, vaða um allt sviðið, manni virðist - stefnulítið. Meðan að þeir sem eru í kring, leitast við að toga hann - í sína hverja átt. Samtímis, og hann sé ekki sérlega góður í taumi, fer í einhvern - óvissu "tangent" er hann tekur, næsta reiðikast.

      • Meðan leitast stefnurnar 3-í sitt hvoru lagi, að koma taum á karlinn.
        --En ég er ekkert viss að hann fylgi nokkurri þeirra lína fullkomlega, og virðist gjarnan fara -villta- tangenta, er hann tekur reiðisköst -- meðan síðan þeir sem keppa um að stjórna honum, stöðugt gera tilraun til að - túlka atburði sér í hag, fá hann til að gera það sem þeir - vilja.

      --Útkoman verði nokkurs konar, kaos. Meðan 3-toga í reipin. En Trump er alltaf, óstýrlátur.

      Eiginlega er ég að segja, Trump karlinn - algerlega óhæfan í öllum skilningi.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 6.3.2017 kl. 08:31

      6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Áhugaverður hlekkur: 

      Unexpected deaths of six Russian diplomats

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 6.3.2017 kl. 08:46

      7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Þorsteinn, Obama fyrirskipaði ekki sérstaklega, þær hleranir -- það var Bush forseti sem bjó til -heimavarnarstofnun- Bandaríkjanna, og veitti henni þessa "sweeping" hlerana-heimildir á sínum tíma -- -- > Síðan tekur Obama við sem forseti, og fær það dæmi í arf frá Bush.
      --Eftir því sem ég best veit, þá höfðu þær hleranir gengið árum saman, áður en Obama tók við.

      Óvíst er að hann hafi vitað um þá þætti starfseminnar - áður en það mál komst í hámæli, með uppljóstrunum Snowden.
      ---------------

      Það eru -- ath, alls engar sannanir af nokkru tagi um það, að Obama hafi látið hlera síma Trumps.
      -Einhver sem fullyrðir annað, hefur algerlega á röngu að standa um slíkt.

      Það eina sem er til, er vefsíða sem birti það sem frétt, að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, hefði óskað eftir slíkum hlerunum.
      --Hinn bóginn, hefur enginn annar óháður aðili, getað fundið nokkrar upplýsingar slíkum fullyrðingum til staðfestingar.
      Þannig að rökrétt er ekki unnt að taka þær fréttir eða fullyrðingar, alvarlega.
      ---------
      Obama hefur ekkert verið -- "destroyed."
      Þ.e. kjaftæði.


      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 6.3.2017 kl. 17:02

      8 Smámynd: Borgþór Jónsson

      Það munu hafa verið gerðar tvær tilraunir til að fá heimildie til hlerunar á Trump og  það tókst í seinni tilraun.

      Það er ekki sérlega erfitt að fá slíka heimild á grundvelli hryðjuverkalaganna. Frá upphafi mun nefndinni hafa borist um 34.000 erindi um slíkt og fengið höfnun í 12 tilvikum.

      Það gefur því til kynna að beiðnin um hlerun á Trump hafi verið byggð á afar veikum forsemdum.

      .

      Mér sýnist að það séu flestir sammála um það sem til þekkja ,að þó að Obama hafi hugsanlega ekki fyrirskipað hleranirnar ,sé meðöllu útilokað að þær hafi verið framkvæmdar öðru vísi en með vitund hans og samþykki.

      Fréttatilkynning hans um þetta efni segir í raun ekkert annað en að hann hafi ekki verið upphafsmaður þessara hlerana.

      Þetta segir okkur að það er væntanlega ekki til pappírsslóð sem sýnir að Obama hafi fyrirskipað hleranirnar,en útilokar ekki að hann hafi farið munnlega fram á að einhver undirstofnun hans eða ráðuneyti hefði forgöngu um slíkt.

      .

      Þetta er alls ekkii ólíklegt í ljósi þess að Demókratar og republikanar  á þeirra snærum létu engum steini ósnúið til að koma Hillary í stólinn.

      Það eer í raun afar ólíklegt að þeir hafi ekki misnotað leyniþjónustuna í þessum tilgangi eins og annað.

      Borgþór Jónsson, 6.3.2017 kl. 18:38

      9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Þorsteinn, nei það eru engar skýrar vísbendingar um það - að Obama hafi gefið fyrirskipun að hlera Donald Trump, eða samstarfsmenn Donalds Trump.
      --Umtalið í þá átt, virðist -- fyrst og fremst, orðrómur.
      ----------
      Það að hann eigi að hafa óskað slíkrar heimildar -- virðist orðrómur.
      Það séu engar staðfestar heimildir um slíkt.

      Líklegasta skýringin á þeim orðrómi - er frétt Guardian (sem ég er með hlekk hér að ofan í athugasemd) frá sl. ári.
      --Þar sem fram kemur, að FBI - hafi óskað eftir slíkri heimild sl. sumar.
      Og ekki fengið.

      Síðan virðist -gróa á leiti- hafa spunnið söguna upp í - að það hafi verið Obama.
      --M.ö.o. að það séu -eins og ég sagði- engar skýrar visbendingar í þá átt, að Obama hafi óskað eftir slíku, eða fyrirskipað slík.


      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 6.3.2017 kl. 21:41

      10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Borgþór, nei - algerlega af og frá, það liggja engar - ítreka, alls engar skýrar heimildir fyrir því, að Dómsmálaráðuneytið, hafi óskað eftir hlerunarheimild.
      --Bendi á frétt Guardian -- sem ég er með hlekk á í athugasemd.

      En eins og ég bendi Þorsteini á, skv. þeirri frétt -- óskaði FBI eftir slíkri heimild sl. sumar.
      --Það sé sennilegasti grunnurinn að baki þessum orðrómi -- en skv. frétt Guardian frá sl. ári, fékk FBI ekki þá heimild.
      Síðan taldi Guardian sig hafa heimild þess, að FBI hafi síðar -- sent inn aðra ósk, með þrengri skilgreindum markmiðum þ.s. nafn Trumps kom ekki fram, og þá fengið heimild.

      --Taktu eftir hvað þetta er lík frásögn.

      M.ö.o. hafi þessi frétt, líklega lent á -Gróu á leiti Bandaríkjamanna- og sagan spunnist í þá mynd, að það hafi verið Dósmálaráðuneytið - í stað FBI.

      Þ.s. þetta hafi verið - FBI, en ekki Dómsmálaráðuneytið.
      --Sé engin ástæða að ætla að Obama hafi einhverjar slíkar meintar hleranir verið kunnugar.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 6.3.2017 kl. 21:47

      11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

      Enginn vafi á að Hussein Obama var að hlera síma landsmanna i USA, þarf ekki nema að lesa það sem Snowden hefur upplýst um hleranir Hussein Obama.

      Eða er Snowden með fake upplýsingar? Gæti verið. Neeeeei, ég held að Hussein Obama sé óþverri og með skitlegt eðli, þannig að ég trúi því að Hussein Obama hafi hlerað símtöl Trumparans, þangað til að annað verður sannað.

      Kveðja frá Houston

      Jóhann Kristinsson, 7.3.2017 kl. 01:53

      12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

      Mjög ahugaverð grein i the National Review, ég held að þetta sýni without any doubt að Hussein Obama vara að hlera símtöl Trump&#39;s. 

      Slóðin að greininni er hér fyrir neðan.

      http://www.nationalreview.com/corner/445504/obama-camp-disingenuous-denials-fisa-surveillance-trump

      Það skyldi þó ekki vera að Hussein og Hildiríður verði i appelsínugulu göllunum til fjölda ára. Ooooooooh, það er ekki svo gott fyrir demokratana, eða hvað heldur þú Einsi?

      Nú hangir Hussein Obama á voninni um að þeir sem láku þessum símtölum i fjölmiðlana finnist ekki, það skildi þó ekki vera að Trump hafi einhvern nú þegar, sem er að leysa frá skjóðunni.

      Kveðja frá Houston

      Jóhann Kristinsson, 7.3.2017 kl. 03:13

      13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

      Þetta er úttekt úr New York Times 20. janúar 2017. Takið eftir setningunni.

      One official said intelligence reports based on some of the wiretapped communications had been provided to the White House.

      Obama var ennþá i Hvíta Húsinu þegar þessi grein er skrifuð og i setningunni hér að ofan stendur skýrt og skorinort hleruð símtöl sem að Hvíta Húsið hefur lekið.

      "The F.B.I. is leading the investigations, aided by the National Security Agency, the C.I.A. and the Treasury Department&#146;s financial crimes unit. The investigators have accelerated their efforts in recent weeks but have found no conclusive evidence of wrongdoing, the officials said. One official said intelligence reports based on some of the wiretapped communications had been provided to the White House."

      Eins minn, þegar það kemur að staðreyndum þá ert þú latari en letidýr frá Mið og Suður Ameríku og nennir ekki að leita að þeim. Tók mig 5 mínútur.

      Kveðja frá Houston

      Jóhann Kristinsson, 7.3.2017 kl. 03:58

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Maí 2024
      S M Þ M F F L
            1 2 3 4
      5 6 7 8 9 10 11
      12 13 14 15 16 17 18
      19 20 21 22 23 24 25
      26 27 28 29 30 31  

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (5.5.): 28
      • Sl. sólarhring: 45
      • Sl. viku: 278
      • Frá upphafi: 847419

      Annað

      • Innlit í dag: 28
      • Innlit sl. viku: 275
      • Gestir í dag: 28
      • IP-tölur í dag: 26

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband