Er líklegt að Trump verði sviptur embætti?

Ég benti á þennan möguleika mánuðum fyrir kosningar: bandaríska þingið gæti svipt Trump embætti.
--En það er einmitt vald sem bandaríska þingið ræður yfir, þ.e. svokölluð -Impeachment proceedings.-

Richard Nixon eins og frægt er - fékk á sig réttarhöld bandaríska þingins í kjölfar formlegrar ákæru þess gagnvart honum vegna svokallaðs - Watergate máls, og síðan í kjölfar opinberra réttarhalda sem þingið stóð fyrir, allt í beinni útsendingu; þann 9. ágúst 1974 sagði Nixon sjálfur af sér - frekar en að vera settur af, af þinginu.

Þingið réttaði einnig yfir Bill Clinton - eins og einnig er frægt, vegna svoallaðs - Lewinsky máls. En Clinton stóð það mál af sér!

 

Í áhugaverðri skoðanakönnun, styðja 40% kjósenda ákæru þingsins gagnvart Trump, meðan að 48% kjósenda eru andvígir!

Það er stórmerkilegt, miðað við söguna, hve óvinsæll Trump er - en vanalega eru forsetar miklu mun minna óvinsælir en þetta; svo skömmu eftir embættistöku.

  1. "Overall impressions of Trump remain negative, according to the poll, with 52 percent viewing him unfavorably and 45 percent viewing him favorably."
  2. "PPP polling found that 49 percent of voters disapprove of Trump’s performance since his inauguration on Jan. 20 and 47 percent approve."
  3. "Pollsters also found that a majority of voters, 52 percent, would prefer former President Obama in his old role rather than Trump; 43 percent prefer Trump, and 5 percent are uncertain."

 

Í áhugaverðri frétt, hefur - alríkisdómari - fyrirskipað lögbann er gildir þegar í stað yfir allt landið, gegn umdeildum aðgerðum Trumps þ.s. Trump bannar fólk frá 7 löndum!

Ríkisstjórn Trumps - segist ætla að höfða ryftunarmál, strax.

Seattle judge blocks Trump immigration order

Þarna er greinilega um að ræða - öfluga gagnsókn gegn ákvörðun Trumps!

  1. "The challenge was brought by the state of Washington and later joined by the state of Minnesota."
  2. "The Seattle judge ruled that the states have legal standing to sue, which could help Democratic attorneys general take on Trump in court on issues beyond immigration."

Málareksturinn gegn -- tilskipun Trumps er í þessu tilviki, rekinn af - tveim fylkisstjórnum.

 

Impeachment of Trump - virðist þó ekki yfirgnæfandi líklegt enn!

En barátta er hafin fyrir því á - netinu. Að baki henni virðast standa - áhrifamikil pólitísk öfl innan bandaríska þjóðfélagsins.
--Trump þarf þar af leiðandi að hafa varann á!

  1. En meginskjól Trumps - liggur í þingmeirihluta Repúblikana.
  2. En til þess að -impeachment- geti hafist, þarf að hefja málið af - Fulltrúadeildinni. Þar sem einfaldur meirihluti þingmanna, dugar fyrir samþykkt formlegrar ákæru.
  3. Öldungadeildin síðar, rekur málið sjálft.

--Trump má m.ö.o. ekki missa stuðning Repúblikana á þingi.

  1. Það þíðir einfaldlega, að Trump má ekki - verða of óvinsæll.
  2. Samtímis þarf hann að gæta sín á því, að verða ekki staðinn að - sannanlegum lögbrotum eða jafnvel, stjórnarskrárbrotum.

Það er þess vegna sem málareksturinn, gegn tilskipun Trumps - getur skipt miklu máli fyrir Trump!
Því ef hann tapar því máli fyrir rest, segjum að ef það fer alla leið upp í Hæsta-rétt.

  • Þá gæti þar með verið komin fram - slík sönnun!

 

Eins og ég benti á um daginn, þá geta aðgerðir Trumps - skaðað hagsmuni fjölda þingmanna Repúblikana: Áhugaverð vörn fyrir, fríverslun, sem barst til Trumps frá bandaríska landbúnaðargeiranum -- ætli bandarískir bændur sjái eftir stuðningi við Trump?

En í þeirri grein, benti ég á þá líklegu staðreynd - að aðgerðir Trump geta leitt til mikils skaða fyrir landbúnaðarsvæði Bandaríkjanna!
-Sem hafa lengi stutt Repúblikanaflokkinn!

  1. Ef aðgerðir Trumps skaða þau svæði - eins og sannarlega getur gerst.
  2. Væri afar líklegt, að hagsmunaaðilar í þeim fylkjum, beiti þingmenn Repúblikana frá þeim fylkjum - vaxandi þrýstingi.
  • Ef m.ö.o. Trump missir stuðnings einhvers verulegs hluta þingmanna Repúblikana!
    --Gæti hann komist í raunverulega hættu!

 

Niðurstaða

Eins og ég benti á í mars á sl. ári - þá getur þingið svipt Trump embætti. M.ö.o. kom þessi ábending mín, mánuðum fyrir kjör Trumps sem forseta - þegar hann hafði ekki enn unnið sigur í prófkjöri Repúblikana.
--Þegar er hafin barátta fyrir -impeachment- gagnvart Trump.
En hvort þeirri baráttu vaxi verulega fiskur um hrygg - muni verða mjög verulega undir Trump sjálfum komið!

  1. En ef aðgerðir Trumps, fara með hætti er yrði almenningi í Bandaríkjunum - sýnilegur.
  2. Að skaða bandaríska hagkerfið, og framboð starfa innan þess.
  3. En það eru miklar líkur á því, að viðskiptastríð þau sem Trump - virðist stefna að; geti einmitt framkallað sýnilegt tjón af slíku tagi.
  4. Þá gæti stuðningur við Trump dalað nægilega mikið, andstaða við hann samtímis eflst -- að meirihluta stuðningur fyrir -impeachment- geti myndast á þingi.

Ef Trump er settur af - tekur varaforsetinn við, þ.e. Pence.
Eins og er Gerald Ford tók við af Nixon.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Ólíklegt eins og allir þínir spádómar. 

Guðmundur Böðvarsson, 4.2.2017 kl. 09:01

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er virkilega spennandi að fylgjast með þessu átökum og líka er athyglisvert að fylgjast með hvernig hlutirnir eru framkvæmdir.

Bandaríska valdastéttin sem hefur sitið í áratugi við kjötkatlana og ver þá nú af ótrúlegri heift.

Það er athyglsvert að fylgjast með hvernig þeir nota fjölmiðlana í þessu sambandi.

Þeir tveir atburðir sem hafa kallað á hvað mest mótmæli eru lögin á innflytjendur og brottrekstur dómsmálaráðherrans.

Þetta eru hvorutveggja strámenn sem eru blásnir upp úr öllu hófi af fjölmiðlum valdastéttarinnar og notaðir til að safna stuðningsmönnum Hillary út á göturnar.

.

Þriðja atriðið sem blásið er upp eru tilskipanir Trumps.Það er blásið upp að hann stjórnar mikið með tilskipunum og látið sem það sé eitthvað nýnæmi.

Sannleikurinn er að Obama stjórnaði einnig mikið með tilskipunum og eftir að hann í raun missti umboðið eftir kjör Trumps fór hann beinlínis hamförum í útgáfu tilskipana.

Ef það eru ekki einræðistilburðir þá veit ég ekki hvað einræðisstilburðie eru. Þó tilskipanir séu kannski ekki æskilegur stjórnunarmáti er það samt skárra að forseti með glænýtt umboð stjórni þannig heldur en forseti hvers stefnu hefur verið hafnað.

.

Varðandi brottrekstur dómsmállaráðherrans er það svo að nýr forseti rekur ALLTAF alla ráðherra fráfarandi stjórnar.Svoleiðis hefur það verið frá örófi alda.

Trump var samt ekki einræðislegri en það að hann rak ekki fráfaranndi ráðherra strax ,vegna þess að hinir "lýðræðissinnuðu" demokratar töfðu fyrir setningu nýs ráðherra.

Trump rak síðan fráfarandi ráðhera þegar hann fór að vinna gegn honum á pólitískum forsemdu.

Dæmigerður strámaður.

.

Sama gegnir um innflytjendatilskipunina.

Þessi tilskipun er ekkert nýnæmi og hefur oft verið framkvæmd áður ,þar á meðal af fyrrverandi forseta ,Obama. Að auki skilst mér að Trump hafi notast við lista í þessu sambandi sem útbúinn hafi verið í tíð Obama.

Þessi viðbrögð eru því dæmigerður strámaður sem blásinn er upp af fjölmiðlum valdastéttarinnar til að valda átökum ,sem að lokum muni leiða til brottvikningar forsetans ,eða gera hann valdalausan í þeim tilgandi að valdastéttin geti haldið áfram uppteknum hætti.

.

Spillingin í þessu kerfi er gríðarleg eins og við fengumm að skyggnast lítillega inn í í póstunum sem var lekið til Wikileaks.Þarna sáum við samt bara toppinn af ísjakanu ,sáum hvernig fjölmiðlar og stofnanir flokkanna vinna saman við að útiloka frambjóðendur sem gætu skaðað þessa valdastæett með einhveju móti.

Það sem við sáum ekki þarna ,allavega ekki í miklum mæli,var genngdarlaust sukkið með ríkissjóð þar sem stórfyrirtæki á sviði hergagna,herverktaka,heilbrigðis fyrirtækja af öllu tagi ,beinlínis eru heimagangar í fjárhirslum ríkisins.

Ágætt dæmi um þetta er framleiðsla Lokheed Martin á F 35 herþotunni sem er svo gerspillt að meira að segja mörgum þingmönnum var farið að blöskra.

Þessi vél sem getur ekki almennilega flogið og þá ekki nema tvo daga í viku ,og alls ekki barist ,stefnir í að kosta eina trilljón dollara fyrir skattgreiðendur.

Verksmiðjan getur ekki afhent nothæfa vél,en fær alltaf meiri og meiri pening.

.

Fyrirtækin endurgjalda svo greiðann með að ráða fyrrverandi starfsmenn ríkisins ,herforingja og fyrrverandi þingmenn á himinháum launum í stöður með enga starfsskyldu ,eða sem heiðursfélaga í stjórn fyrirtækisins með enga stjórnunarábyrgð.

.

Ofsinn í viðbrögðunum núna gefur til kynna að þessi valdastétt telur að þetta kerfi sé í hættu. Þetta á bæði við um Demokrata og Republikana.

.

Fram að þessu höfum við séð hveernig þessi valdastétt notar alla sína þræði til að steypa núverandi forseta til að vernda þett sundurrotna kerfi ,og það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig gengur.

Stuðningsmenn Demokrata hafa verið sendir út á götu til að vinna það verk.

.

Hin hliðinn á peningnum er svo sá hluti Bandaríkjamanna sem er orðinn þreyttur að þessari valdastétt og kaus forseta sem þeir héldu að mundi laga þetta ,hvort sem það eer hans meining eða ekki. Ég er ekkert sérlega trúaður á það.

En þetta er eitthvað sem kjósendur hans trúa að hann muni gera ,og spurningin er hvernig þeir muni bregðast við ef hann er hrakinn úr embætti.

Við höfum ekki ennþá séð þetta fólk á götunum ,en á einhverjum tímapunkti munu þeir birtast þar.

.

Fyrir nokkrum dögum varð atburður sem gæti átt eftir að valda straumhvörfum.

Hægrisinnaður fyrirlesari ætlaði að halda fyrirlestur í Berkley háskólanum en varð frá að hverfa vegna óeirða vinstri manna.

Þetta er ekkert óvenjulegt ,af því þessir hópar beita oft ofbeldi til að stoppa fyrirlestra hægri manna í háskólum og njóta gjarnan blessunar skóayfirvalda í þessum aðgerðum.

Það sem gerðist þarna var samt óvenjulegt að því leyti að óeirðaseggirnir börðu einn fundargesta nánast til dauða.Ef ég skilst rétt er ekki útséð um það enn.

Til að bæta gráu ofan á svart náðist þessi aburður á video sem gengur á netinu. Það sýnir þar sem óeirðaseggirnir eru að berja manninn með eihverjum verkfærum þar sem han liggur í götuni.

Atburður af þessu tagi gæti breitt stöðunni og leitt til átaka þegar fram í sækir og jafnvel leitt til borgarastyrjaldar. 

Hafa ber í huga að þó að hægrisinnað fólk sé að öllu jöfnu ólíklegra til að gripa til óeirða til að ná sínum málum fram,er það síst þægilegra ef það fer af stað.

Í þessu sambandi má minna á að áhugasömustu byssueigendur landsins eru alliir á bandi Trumps og ein af helstu röksemdum þeirra fyrir byssueign er einmitt að þeir telja sig eiga rétt á að verja sig fyrir árásum stjórnvalda á lýðræðið.

Ef heldur áfram með sama hætti ,og forseti þessa fólks verður hrakinn úr embætti með þessum hætti ,er alls ekki ólíklegt að þeir telji að nú sé tíminn kominn.

.

En það er virkilega spennandi að fylgjast með þessu.

Borgþór Jónsson, 4.2.2017 kl. 12:52

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi - sýn þín á mál er alltaf furðuleg aflestrar.
--Hvernig færðu það út, að atburðarásin sýni fram á - óskaplega spillingu?
Eða ertu einfaldlega löngu búinn að ákveða það innra með þér, að Bandar. séu óskaplega spillt.
--Eða hvernig færðu það út, að allir andstæðingar Trumps - séu fylgismenn Hillary?
Ég sé ekki á hvaða grundvelli þú getur ályktað með þeim hætti.
--Eða að Trump sé að fást við, alla valdastéttina í landinu?
Gríðarlega margir eru á móti Trump, af feykna mörgum ástæðum, enda er áframhaldandi stjórnun Trumps - gegn hagsmunum nærri allra íbúa Bandaríkjanna -- þannig að rökrétt ætti andstaðan smám saman að breiðast út og verða almenn.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.2.2017 kl. 15:52

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, gleymdi að nefna það, varðandi fullyrðingu þína - að sambærileg bönn hafi oft áður verið framkvæmd; að þá er það einfaldlega ekki staðreyndalega rétt.
--Einu skiptin sem þú getur nefnt, er þegar Bandaríkin voru í styrrjöld við annað land!

Síðast er ég leit, eru Bandaríkin ekki í formlegu stríði við löndin 7.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.2.2017 kl. 15:56

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Láttu þig dreyma Einar Björn,vísa ég þá til fyrirsagnar þinnar.--Svo mikið hef ég heyrt sem samrýmist því sem Borgþór skrifar. Vona að guð almáttugur bænheyri forseta Bandaríkjanna að leiða sig réttan veg.  

Helga Kristjánsdóttir, 4.2.2017 kl. 18:53

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég er því miður að fara í ferðalag svo ég hef ekki tíma til að skrifa langloku um Bandaríska spillingu sem ég tell til staðar,en við munum örugglega koma inn á þetta seinna saman.

Ég veit að það eru ekki allir sem mótmæla Trump stuðningsmenn Hillary,en ég tel að fylgnin þarna sé mjög mikil og einkanlega meðal þeirra sem eru sýnilegastir í þessari andstöðu.

Annars ,eins og við vitum voru þessar kosningar óvenjulegar að því leyti að meira en helmingur kjósenda var að kjósa frambjóðanda sem þeim þótti minna slæmur en hinn ,en ekki þann sem þeim fannst bera af hinum.

Ég hygg að Obama hafi sett samskonar bann á Írak,ég hef ekki ártalið við höndina,en á stjórnartíma Obama voru Bandaríkin ekki í stríði við Írak.

Bush lýsti yfir sigri í því stríði á stjórnartíma sínum.

.

Reyndar hef ég svo sem ekkert við það að athuga að menn séu á móti Trump,en það sem ég tel ámælisvert að það sé verið að efna til óeirða til að koma honum úr embætti.

Þá er ég að tala um óeirðir en ekki mótmæli eins og til dæmis kvennamótmælin.

Mér hefði samt þótt betra að þær hefðu komið hreinna fam í málflutningi sínum ,og ekki haft stuðningsmanneskju ISIS  í fararbroddi

Borgþór Jónsson, 4.2.2017 kl. 21:44

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Borgþór Obama setti 6 mánaða bann á Íraka 2011. 

Jimmy Carter setti ótímabundið bann á Írani 1979

og svo er búið að benda á samskonar ferðamönn sem aðrir forsetar hafa gert, en auðvitað hefur enginn gengið eins langt og FDR að setja þjóðerni sem voru Japanir í útrýmingarbúðir.

En það er auðvitað allt í lagi ef að ferðabönn eru sett á, en þá verður forsetinn að vera demókrati annars vinstraliðið af göflunum.

Svona er nú hræsni vinstraliðsins, en það sem verra er að fólk er farið að venjast þessari hræsni, segir og gerir lítið í því að anmæla ofstæki vinstraliðsins.

Einar er með einhverja óskhyggju að Trump verði sviptur embætti, það er jafn líklegt og að Einar vinni firsta vinninginn í Víkingalottóinu á morgun.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.2.2017 kl. 02:00

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, hættu þessu bulli -- það er með engum hætti sambærileg aðgerð að banna heilu löndin -- vs. að banna tiltekna hópa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.2.2017 kl. 20:08

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann, hættu þessu bulli - Obama bannaði aldrei öllum Íröskum ríkisborgurum að ferðast til Bandaríkjanna - þetta tal um meint 6-mánaða bann er í besta falli afar ónákvæmt --> En skv. mínum heimildum, þá voru VISA-beiðnir frá Írak teknar í nákvæmari skoðun eftir að 2-einstaklingar frá Írak voru teknir í Bandaríkjunum og taldir ekki átt að hafa fengið ferðaheimild. Sem hafi leitt til þess, að ferðabeiðnir voru teknar í nákvæmari skoðun -- sem hafi tafið allt ferlið.
--Þetta hafi alls ekki verið - bann!

    • "Jimmy Carter setti ótímabundið bann á Írani 1979"

    Í kjölfar töku sendiráðs Bandaríkjanna í Teheran.

    Síðast er ég heyrði - eiga Bandar. ekki í neinni alvarlegri deilu við nokkurt landanna 7.
    Ekki stríði heldur.

      • Það blasi þar með ekki við nein hinna sögulegu ástæðna sem fyrri forsetar hafa beitt.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 5.2.2017 kl. 20:18

      10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

      Ertu ruglaður Einar?

      Kveðja frá Houston

      Jóhann Kristinsson, 5.2.2017 kl. 21:41

      11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

      Það er verið að drepa menn frá USA í Sýrlandi, Iraq, Jemen og Sómalíu og við vitum af hverju Íran er á listanum.

      Í þessari viku sem er að líða þá vor þrír hermenn drepnir t.d. Einn af þessum var í Jemen. Herskipið Cole sem er frægt er fyrir utan strendur Jemen.

      Yfir 8 þúsund hermenn eru í Iraq, heldur þú að þeir séu bara í bíla leik í Iraq?

      Þú ert ruglukollar Einar, hættu að horfa á CNN.

      Þu hefur ekki hugmynd um hvað leyniþjónustur USA eru búnar að afstýra mörgum hryðjuverkum hér í USA og hvaðan hryðjuverkamennirnir koma.

      Það er ástæða fyrir því að Hussein Obama og hans merry men töldu þessi 7 lönd hættulegustu lönd fyrir USA.

      Ef einhver er að bulla hér á þessari síðu þá ert það þú Einar, lestu athugasemd 15 og þá sérðu hverslags bull þú ert með.

      Jimmy Cater setti ótímabundið bann á Íran 1979, er það ekki rétt?

      Obama setti bann á Iraqa í 6 mánuði, er það ekki rétt?

      Af hvaða ástæðu þessi bönn voru sett á skiptir ekki máli, það var verið að hugsa um öryggi USA í öllum þessum tilfellum, númer eitt.

      Kveðja frá Houston

      Jóhann Kristinsson, 5.2.2017 kl. 22:00

      12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Jóhann -

      I. Íran - "við vitum af hverju Íran er á listanum."- Jamm, Trump hefur þegið mútufé inn í sinn kosningasjóð, annað hvort frá Saudi Arabíu eða Ísrael.

      Jóhann - ég sé enga málefnalega ástæðu til að banna Íran - ekki nokkra.

      Þannig að mig grunar að Trump hafi þegið fé í kosningasjóð sinn, frá annaðhvort Ísraelum eða Saudi Aröbum, eða báðum.
      --------------------------
      II. Fordæmi:

      Trump virðist vera að teygja og toga valdmörk forsetaembættisins.
      Það eitt er næg ástæða til að staldra við!
      En Stjórnarskrá Bandaríkjanna með 3-skiptingu valds, er sérstaklega skrifuð þannig --> Til að halda framkvæmdavaldinu í skefjum.

      En Bandaríkin og Bretland, eru óvenju gömul lýðræðislönd - í sögulegu samhengi.
      --> En sögulega séð, enda mál með þeim hætti.
      -Að framkvæmdavald togar valdmörk sín, þar til lýðræði þróast í einræði.

      Slíkt þarf alltaf að skoða - alvarlega, er forseti vill teygja út valdmörk sín, með dramatískum hætti - eins og þessum.

        • Fordæmi þess að banna íbúa heillra landa, er Seinni Styrrjöld og Fyrri Styrrjöld.

        • Og gísladeilan við Íran í tíð Carter er lá við stríði milli Bandar. og Írans.

         

        Bandaríkin eiga ekki í styrrjöld við þau lönd -Það er verið að drepa menn frá USA í Sýrlandi, Iraq, Jemen og Sómalíu- það eru í gangi átök, innan þeirra landa - við hættulega hópa sem þar eru til.
        --Það þíðir, að Trump væri í óvéfengjanlegum rétti, að banna þá sem tilheyra þeim tilteknu fylkingum sem eru að berjast gegn stjórnvöldum þeirra landa.

         

         

         

          • Bandaríkin eiga t.d. í nánu samstarfi við stjv. Sómalíu og Líbýu, gegn vandræðahópum.
            --Það virðist því óneitanlega sérstakt, í slíku samhengi -- að banna þau tilteknu lönd, t.d. þegar náið samstarf gegn hryðjuverkum er í fullum gangi við landstjórnendur.

          -------------------------

          III. Er slíkt ástand til staðar, að aðgerðanna er þörf af öryggisástæðum?

          Það blasir einfaldlega ekki við mér að svo sé.

          "Í þessari viku sem er að líða þá vor þrír hermenn drepnir t.d. Einn af þessum var í Jemen. Herskipið Cole sem er frægt er fyrir utan strendur Jemen."

          Þar eru Bandaríkin að skipta sér af stríðsátökum -- hvernig tengist það, innflytjendamálum?
          --Bandaríkin t.d. misstu hermenn í Afganistan -- en aldrei settu þeir algert bann á Afganistan, meðan að þátttaka í stríði var í gangi.
          --Sama í Írak, að eftir að Saddam Hussain var steypt - féllu margir Bandaríkjamenn í Írak í átökum við margvíslega hópa - en þó var aldrei gripið til slíks -- banns sem við erum að ræða um.

            • Spurningin er ekki - hvort Bandaríkjamenn fall.

            • Heldur hvort að -- tiltekin aðgerð sé nauðsynleg, fyrir innra öryggi Bandaríkjanna.

            • Þá þarf að vera til staðar, málefnaleg ástæða að ætla, að þeir verkferlar sem eru til staðar, og hafa verið slípaðir til í gegnum mörg ár -- séu ófullnægjandi með öllu.

            -- --> Ég kem ekki auga á að Trump og Co. hafi sýnt fram á að svo sé.
            Jafnvel þó að -verkferlar væru galllaðir- þá þarf það ekki að vera svo, að svo íþyngjandi aðgerð sé nauðsynleg.

            "Obama setti bann á Iraqa í 6 mánuði, er það ekki rétt?"

            Ég vísa einmitt til þess. En það var atvik innan Bandaríkjanna - tengt tveim einstaklingum, er benti til þess að verkferlar í tengslum við Írak - væru gallaðir.

            Þá fyrirskipaði Obama - að verkferlar væru endurskoðaðir.
            --En ég samþykki þó ekki að aðgerð Obama sé sambærileg.
            Þ.s. ekki hafi um bann verið að ræða.

            Visa-afgreiðslur hafi aldrei verið stöðvaðar, heldur verið afar tafsamar um tíma, þ.e. Vsa-hafi verið afgreidd þá 6-mánuði, meðan endurskoðun var í gangi - en með afar tafsömum hætti.

            Eftir endurskoðun verkferla - hafi nýir verkferlar tekið gildi, þ.e. nýtt normal.

            Ef Trump og Co. geta sýnt fram á - að til staðar séu sannanleg tilvik sem benda til, alvarlegra galla á verkferlum -- -- þá gæti fordæmi Obama virkað.

            En ég sé ekki að -- nokkur greining af því tagi frá Trump og Co. liggi fyrir.
            --Eða nýlega hafi orðið - alvarleg atvik innan Bandaríkjann, sem með skýrum hætti sýni fram á -- að það þurfi sérstakar mjög íþyngjandi aðgerðir af þessu tagi, vegn tiltekinna 7-landa.

            --------------------------

              • Þannig að minn grunur er sá, að aðrar ástæður en þær sem Trump og Co. hafa uppgefið séu til staðar.

              • Nefnilega að Trump og Co. - vilji ekki flóttamenn frá stríðshrjáðum löndum til Bandaríkjanna.

              Það sé þess vegna sem tiltekin 6-lönd séu bönnuð.
              M.ö.o. að þetta snúist ekki um - innra öryggi.
              Heldur andstöðu við -- aðstreymi flóttamanna frá Múslima samfélögum.

              Það er mín skoðun á málinu - eftir að hafa fylgst með því, að þetta sé líklegast með þessum hætti.

              ---------------

              Þetta á örugglega eftir að fara í gegnum öll dómstigin, hvort sem þ.e. Trump og Co. sem áfrýgja stöðugt, eða að það eru andstæðingar Trump og Co. sem það gera.

              Kv.

              Einar Björn Bjarnason, 6.2.2017 kl. 10:45

              Bæta við athugasemd

              Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

              Um bloggið

              Einar Björn Bjarnason

              Höfundur

              Einar Björn Bjarnason
              Einar Björn Bjarnason
              Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
              Apríl 2024
              S M Þ M F F L
                1 2 3 4 5 6
              7 8 9 10 11 12 13
              14 15 16 17 18 19 20
              21 22 23 24 25 26 27
              28 29 30        

              Eldri færslur

              2024

              2023

              2022

              2021

              2020

              2019

              2018

              2017

              2016

              2015

              2014

              2013

              2012

              2011

              2010

              2009

              2008

              Nýjustu myndir

              • Mynd Trump Fylgi
              • Kína mynd 2
              • Kína mynd 1

              Heimsóknir

              Flettingar

              • Í dag (29.4.): 22
              • Sl. sólarhring: 36
              • Sl. viku: 508
              • Frá upphafi: 847163

              Annað

              • Innlit í dag: 22
              • Innlit sl. viku: 484
              • Gestir í dag: 22
              • IP-tölur í dag: 21

              Uppfært á 3 mín. fresti.
              Skýringar

              Innskráning

              Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

              Hafðu samband