ESB ætlar að senda Bretlandi reikning fyrir risastórum summum vegna BREXIT, einnig ætlast til þess að Bretland borgi áfram í sjóði sambandsins eftir BREXIT

Hörðustu hugmyndir um stefnu gagnvart Bretlandi, virðst ætla að verða ofan á, en sú afstaða er virðist ætla að vera ofan á -- virðist sú að tryggja það að Bretland uppskeri engan hinn minnsta ávinning af BREXIT.
Það virðist með öðrum orðum, ætla að verða ofan á - sú afstaða að gera BRETLAND að -víti til varnaðar- ef ske kann að einhver önnur lönd síðar íhugi að yfirgefa sambandið.
--Útkoman virðist þá stefna í þá allra verstu mögulegu, að öll Evrópa tapi, BREXIT endi í hörðustu mögulegu lendingu, þ.s. samskipti Breta og meginlandsins líklega snar versna í kjölfarið.
--M.ö.o. virðist mér mál stefna í þá átt sem ég hef talið, minnst skynsama af öllum!

UK faces Brexit bill of up to €60bn as Brussels toughens stance

Wolfgang Schäuble sets out tough line on Brexit

"Michel Barnier, the commission’s chief Brexit negotiator..." - "His team is looking at a gross upper estimate that includes unpaid budget commitments, pension liabilities, loan guarantees and spending on UK-based projects." - "The commission is also leaning towards assuming Britain remains on the hook for some of the EU’s long-term budget beyond 2019 — planned spending that was promised to member states but not yet marked as a “commitment” in a budget year."

Fjármálaráðherra Þýskalands, hefur tekið afstöðu - Wolfgang Schäuble.

“Until the UK’s exit is complete, Britain will certainly have to fulfil its commitments,” - “Possibly there will be some commitments that last beyond the exit … even, in part, to 2030 … Also we cannot grant any generous rebates.”

 

Vandinn sem aðildarríki standa frammi fyrir er, að ef Bretland fer - hækka greiðslur annarra aðildarlanda til sameiginlegra sjóða ESB - umtalsvert!

Mér virðist sú stefna vera að skjóta föstum rótum - að leysa þetta vandamál pólitíkusa aðildarríkjanna, að ef Bretland borgar ekki áfram - þá þurfa þeir að tjá sínum landsmönnum og kjósendum, að þeir þurfi að greiða meira í sameiginlega sjóði.

  1. Með þeim hætti, að heimta að Bretland borgi til margra ára til viðbótar, nokkurn veginn það sama og Bretland hefur á seinni árum verið að leggja í sameiginlega sjóði.
  2. Samtímis, virðast aðildarríkin ætla að framkvæma BREXIT á 2-árum. Sem þíðir væntanlega, harkalega lendingu.
    --Meðan Bretland ætti að borga skv. þeirra kröfum -- hefði það enga tryggingu fyrir aðgengi að markaði aðildarlandanna.

Þannig virðist mér samtímis --> Bretland gert að víti til varnaðar!
Auk þess, að ætlast er eigi að síður, að Bretland borgi áfram sinn skerf til margra ára.
Án þess þá að vera meðlimur - hafa nokkur áhrif á ákvarðanir um það hvað gert sé við það skattfé Breta, ef þeir samþykktu - slíka afarkosti.

  • Aftur á móti virðist mér klárt að bresk stjv. hafna slíkum kröfum.

Þá væntanlega stilla pólitíkusar aðildarríkjanna málum þannig upp - að Bretar hafi svikið sínar skuldbindingar gagnvart borgurum aðildarríkjanna.
Þannig verði sökinni varpað á Breta, þegar þeir fyrir rest - þurfa að afsaka það fyrir eigin kjósendum, að greiða verulega meira í sameiginlega sjóði.

 

Niðurstaðan væri þá til að eytra samskiptin til margra ára!

En ef eins og virðist sennilegt Bretar hafna greiðslukröfum alfarið - BREXIT gengur í dag eins harkalega og hugsast getur.
--Þá verði efnahagsskaði Breta og aðildarlanda hámarkaður, t.d. gæti tjón Írlands orðið verulegt.
--Samtímis að aðildarlöndin neita alfarið þá sennilega að semja um nokkurn hinn minnsta "Post BREXIT" viðskiptasamning við Breta!
Meðan Bretar neita að semja um að greiða kröfu aðildarlandanna!

Þetta gæti leitt til verulegra verri samskipta Breta við meginlandsríki.
Og öfugt að sjálfsögðu -- það ástand gæti varað töluvert lengi.

Á hinn bóginn --> Gæti það bitnað á NATO samstarfinu.

  1. En Bretar gætu orðið minna viljugir að beita sér að vörnum meginlandsins.
  2. Ef það gerist, þá veikist varnarmáttur Evrópu.

En Bretland er enn í dag, það Evrópuland er mestu fé ver til hermála!
--> Það gæti svo farið að helsti sigurvegarinn í ljósi útkomunnar verði Pútín af Rússlandi.

 

Niðurstaða

Mér virðist útlit fyrir afskaplega harkalega lendingu á BREXIT málinu. Ég er ekkert viss að þetta sé snjall leikur hjá aðildarlöndunum. En útkoman gæti bitnað á vörnum meginlandsins, þ.e. samstarfinu innan NATO.
Það samtímis því að öryggisógnir fara vaxandi.
Og Trump lofaði í kosningabaráttunni að endurskoða samstarf Bandaríkjanna innan NATO.
Ekki síst virðist hann ætlast til þess að önnur NATO lönd borgi -> En ég er ekki viss hvað hann akkúrat þar meinar, en það má skilja það þannig að hann ætlist beinlínis til þess að þau borgi Bandaríkjunum.

Rússland gæti endað sem sigurvegarinn í þessari rymmu, þ.e. ef harkaleg lending BREXIT og tilraun aðildarlandanna til að þvinga fé upp úr Bretlandi, leiðir til þess að varnarsamvinna Evrópuríkja -- veikist.

Þá væru pólitíkusar aðildarlandanna að láta deilur í tengslum við ESB - bitna á NATO, og öryggis samstarfi Norður Atlantshafs ríkja.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Brexit er gott mál.  Sama á við um Trump ... hvort sem hann nú verður forseti eða ekki, þá verður ekki breitt því sem gerst hefur.  Ljóst er, að "fasistar" eru stærri hópur en áður áætlað ... þetta á sérstaklega við Evrópu.

Síðan ertu alltaf inni á Rússabullinu.

Ég ætla að spyrja þig, hvernig sérðu fyrir þér innrás og "occupation" Rússa á Evrópu?

Ég bý í Evrópu, og vil ekkert með þetta rusla hafa ... að segja að þessi fasistaskríll sé rusl, er vægt til orða tekið. Og Rússar eru almennt, gáfaðri en þú og ég til samans, svo að þeir séu að koma hingað er bara kjánaskapur. Þeir leystu ekki upp Sovét, vegna þess að þeir gáfust upp fyrir kananum ... heldur vegna þess, að þeir vildu standa að sínum auðæfum sjálfir og ekki þurfa að borga brúsan fyrir ruslið.  Sama og Evrópa stendur fyrir í dag ... þeir eiga enga peninga til að standa undir uppihaldinu á svæðinu ...

þetta eru þín eigin orð ... og þú heldur virkilega, að Rússar hafi áhuga á því?

Hvenær ætlarðu að átta þig á þessari fyrr?

Hvað varðar NATO ... heldur þú virkilega, í alvöru ... að ef Rússar myndu nota Sarmat II og eyða Evrópu, að Bandaríkjamenn labbi út á götu og fremji allir sem einn sjálfsmorð af því að þú og ég séum dauðir?

Kanski þú sért eins og Afganir og Miðjarðarhafsbúar ... ennþá með heilabúið á mið-öldum.  En NATO, er úrelt fyrirbrygði, og ekkert öryggi af því. Evrópu væri betur farið, að læra að lifa í sátt og samlyndi við grannlönd sín.

Og ef þeir geta ekki lært, þá segi ég eins og kaninn ... "They can die trying".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.11.2016 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 505
  • Frá upphafi: 847160

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 481
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband