Afar villandi málflutningur þ.s. fullyrt er tjón Íslands upp á 53ma.kr. af því að Lee Bucheit samningurinn var ekki samþykktur á sínum tíma

Hlekk sem útskýrir ásökunina má sjá -hér- en um er að ræða grein er birtist á Kjarnanum.
En málið er það, að uppgjör þrotabúanna sýnir fram á tvennt:

  1. Þrotabúin áttu fyrir lágmarks greiðslum.
  2. Skv. uppgjörum þrotabúanna, þá var greitt úr þeim upphæð sem nemur 53.5 milljörðum króna, umfram -- það fé sem Bretar og Hollendingar greiddu út þegar þeir ákváðu að greiða sjálfir lágmarks tryggingu, gegn endurkröfu rétti í TIF.
  • Ástæðan er sú, að krafa kröfuhafa var í ísl. krónum - gengi krónu er hærra þegar lokauppgjör fer fram, þannig að kröfuhafa fá meira greitt úr þrotabúi LBI sem nemur þessari upphæð.

Ég sé ekki að ástæða sé til annars en að fagna því, að þetta uppgjör gekk svo vel upp.

 

En af hverju er málflutningurinn villandi?

  1. Ekki er tekið tillit til kröfu Breta og Hollendinga á ísl. ríkið -- um vexti, ef ég man upphæðina rétt, á bilinu 30-50ma.kr.
    --Fer eftir því hvenær uppgjör fer fram, hve miklir vextir hafa hlaðist upp.
    --Eins og flestir ættu að vita, voru uppgjör ekki kláruð fyrr en í ár.
  2. Íslenska ríkið, átti enga endurkröfu um þessar vaxtagreiðslur - í eignir þrotabúanna.
    --Þannig að ísl. skattgreiðendur, þar með almenningur, hefði ekki getað fengið það tjón sitt endurgreitt.
  3. Ísl. almenningur er ekki að greiða þessa 53,5ma.kr. umfram, heldur er það þrotabú LBI skv. sölu eigna.
    --Þetta er mikilvægt atrið -- þ.e. ekkert beint tjón af þessu fyrir almenning.
    --Tæknilega gæti gengi krónu hafa hækkað undanfarið eitthvað minna, meðan að þetta fé var að streyma út.
    -Tjón almennings er mun beinna í hinu tilvikinu.-
  4. Varðandi það hvort að Ísland beið eitthvert annað tjón af því, að deilan hélt síðan áfram eftir að almenningur hafnaði samningum, þangað til að ísl. ríkið vann deiluna eftir að dómur EFTA féll ríkinu í hag --> Væri gríðarlega erfitt að sýna fram á.
  5. Losun hafta hefur enn ekki endanlega farið fram.
    ---Endanlegt uppgjör þrotabúa fór ekki fram fyrr en í ár.
    *Ekki tel ég að unnt sé að halda því fram að dráttur þar um, tengist því að Lee Bucheit samningurinn var ekki samþykktur.*

Hverjir eru að taka undir þetta?

Guðni Th. í Sprengisandi sl. laugardag -- Jón Baldin Hanniballsson:  Ekki flýja, Ólafur – Áskorun frá Jóni Baldvini.

Ég held að með því að taka undir þessa fullyrðingar -- sé Guðni búinn að ákveða það fyrir mig!
Að ég greiði honum ekki mitt atkvæði!


Mikið af fullyrðingunum flokkast undir eftir á speki!

Enginn gat vitað það með vissu 2010, að þrotabúin mundu duga fyrir lágmarks greiðslum.
En nú 2016 gerður þau það með stæl.
---Þannig að fullyrðingar þess eðlis, að menn hefðu átt að vita betur.
---Byggja þar með á vitneskju dagsins í dag.
---Sem menn gátu ekki búið yfir fyrir 6 árum.

Að sjálfsögðu lugu ekki þeir sem óttuðust Lee Bucheit samninginn -- en fullyrðingin um lygar, stenst ekki að sjálfsögðu, þ.s. enginn gat vitað útkomuna með vissu.
-------------Og ég ítreka!

  1. Menn taka ekki tillit til vaxtakröfu Breta og Hollendinga!
  2. Sem ríkið hefði ekki getað fengið til baka, þar með tjón skattgreiðenda verið óbætt.

 

 

Niðurstaða

Ég vona Guðna Th. vegna, að hann fari ekki mikinn í stuðningi við þennan málflutning. Þó hann hafi tekið undir þetta sl. laugardag. Því mjög auðvelt er að sýna fram á að þessi framsetning er villandi, í besta falli.
---Ég átta mig ekki á því, af hverju vaxtakrafa Breta og Hollendinga er ekki nefnd, af þeim sem þusa um meint tjón þjóðfélagsins upp á 53,5ma.
Annaðhvort eru menn að gleyma henni - - eða vísvitandi að flytja villandi mál!

Síðan er almenningur ekki að tapa þessum 53,5ma.kr., en það er þrotabú LBI sem greiðir það fé -- ekki almenningur. En almenningur hefði sannarlega greitt vaxtakröfu Breta og Hollendinga, í gegnum hækkaða skatta á sínum tíma, eða lélegri þjónustu!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bara vextirnir áföllnu vegna Buchheit-samnings-laganna eru um eða hartnær 80 milljarðar króna, sem greiðast áttu í pundum og evrum.

Nánar hér: http://samstadathjodar.123.is/page/32915 = Krónuteljari við svartholið Icesave

D.S. = Daníel Sigurðsson véltæknifræðingur og kennari, mjög glöggur maður.

Jón Valur Jensson, 10.5.2016 kl. 03:12

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Ekki í raun "áfallnir" vextir, því að þjóðin hafði vit á að segja NEI, og EFTA-dómstólinn sýknaði okkur algerlega.

En hefðu atkvæði manna eins og Guðna Th. verið í meirihluta í seinni þjóðaratkæðagreiðslunni, þá hefði þjóðin aldrei fengið að heyra lausnarorðið frá EFTA-dómstólnum: þið, ríkissjóður Íslands og þar með þjóðin, úrskurðist hér með að vera saklaus og ógreiðsluskyld, þurfið ekki einu sinni að borga málskostnað.

Sbr. nánar hér (og víðar): Guðni Th.: "Ég greiddi atkvæði með Buchheit-samningnum eins og 40% þjóðarinnar" - Einnig ótraustur gagnvart varðveizlu fullveldis!

Jón Valur Jensson, 10.5.2016 kl. 03:19

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

... úrskurðizt ...!

Jón Valur Jensson, 10.5.2016 kl. 03:21

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Farmsetning Indriða er ekki bara villandi heldur er verið að fjalla um uppkjör þrotabúa sem koma Icesave þjóðaratkvæðagreiðslunum ekkert við.

Atkvæðagreiðslurnar snérust um það hvort íslenska ríkið ætti að greiða tryggingarnar og eignast kröfurnar eða ekki. Það er í reynd óviðkomandi því hvort kröfurnar voru einhvers virði eða ekki heldur snýst um það hver ber tjónið ef þær reynast lélegar.

Eins er líklegt að hefðu slitastjórnirnar verið að vinna fyrir íslenska ríkið að koma eignunum í verð í Bretlandi þá hefði niðurstaðan orðið önnur því þá hefðu breskir verið að hagnast á því að eignirnar færu á hrakvirði.

Guðni virðist því miður hafa verið einn af þeim ótrúlega mörgu sem aldrei skildu þetta mál.

Guðmundur Jónsson, 10.5.2016 kl. 09:04

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þegar rifist var um Bucheit samninginn var talað um 30-50ma., en auðvitað hefur lokauppgjörið dregist nokkur ár, svo það getur mjög vel verið að endanlegur kostnaður hefði verið 80ma.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.5.2016 kl. 11:43

6 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Þann 1. apríl 2014, við 1. ársfjórðungsgreiðslu þess árs, skv. Icesave III samningnum, hefði vaxtakrafan verið komin í um kr. 75 milljarða í beinhörðum gjaldeyri sem ríkissjóður væri búinn að sjá af í þetta svarthol ef þjóðin hefði ekki hafnað þessum ólögvarða samningi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl 2011. Ekki var þá (1. apríl 2014) búið að greiða úr þrotabúi gamla Landsbankans nema sem svarar til um 54% af fjárhæðum forgangskrafna þannig að örugglega er ekki fjærri lagi að ætla að vaxtakrafan hefði endað yfir 80 milljörðum.

Daníel Sigurðsson, 10.5.2016 kl. 18:56

7 Smámynd: Ágúst Marinósson

Finnst það langsótt að reyna koma höggi á Guðna á þennan hátt.  Bíð eftir sjá ykkur rifja eitthvað fleira upp frá aðdraganda hrunsins, t.d. einkavinavæðingu bankanna, sem er auðvitað rótin að flestu sem síðan gerðist, og gjaldþrot seðlabankans.

Ágúst Marinósson, 10.5.2016 kl. 21:11

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekkert hald í Guðna. Hann er ljúfmenni, en var kjarklaus í Icesave-málinu; slíkt gengur ekki, að kyssa á vöndinn eða flýja af hólmi.

Þetta var ekki bara spurning um atkvæði þessara 40% sem létu blekkjast af áróðri til að trúa að við hefðum ekki réttinn og gætum ekki unnið fyrir FTA-dómstólnum, heldur gerðust þeir þar með þátttakendur í atlögu Breta og Hollendinga og þýja þeirra að ríkissjóði Íslands og orðstír þjóðarinnar. 

Foreti Íslands bjargaði málinu með grasrótinni og atfylgi þeirra 60% kjósenda, sem sýndu meira hugrekki og sjálfstæðishug en Guðni Th. Jóhannesson.

Svo er maðurinn veikur fyrir Evrópusambandinu. Það er alger frágangssök fyrir forsetaframbjóðanda.

Jón Valur Jensson, 10.5.2016 kl. 23:42

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ágúst Marinósson -- Í hvaða skilningi er verið að gera tilraun að koma höggi á Guðna?
Það var enginn sem neyddi hann til að styðja þennan tiltekna málflutning sem ég vísa til. Ég er alls ekki að halda því fram að Guðni sé illmenni.
--En ég segi, að ég mun ekki kjósa hann, meðan hann styður málflutning af þessu tagi. Sem er skv. útskýringu í besta falli afar villandi - - þ.e. ekki Guðna til tekna að leggja nafn sitt við slíkan málflutning.
____
Að sjálfsögðu verður það notað af einhverjum, ef hann heldur því áfram.
Hann er auðvitað að gefa færi á sig!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.5.2016 kl. 23:51

10 Smámynd: Einar Karl

Á sínum tíma var alls ekkert óskynsamlegt að styðja Buchheit-samningana, enda var mjög tvísýnt hvernig málið gæti endað fyrir dómstólum. Með Buchheit-samingunum hefði Icesave-málið verið klárað tveimur árum fyrr en ella. Það er kostur sem hefði vegið á móti kostnaði sem hefði fallið á ríkið.

Einar Karl, 12.5.2016 kl. 14:03

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Peningalega og pragmatískt séð er þetta rangt hjá þér, Einar Karl.

En fyrst og fremst sýnirðu með þessu, að þú vilt ekki standa föstum fótum á lögmætinu - að gjöra rétt og þola ei órétt, eins og Jón forseti. Þú ert reiðubúinn að lúta þeirri nauðung að láta voldugri ríki þvinga okkur að samningaborði um að borga þeim ólögvarða kröfu og ólöglega kröfu, því að jafnvel var ólöglegt að hafa ríkisábyrgð á bönkum skv. Tilskipun Evrópusambandsins 94/19EC, sem var innleidd hér sem partur af EES-löggjöf. 

Gegn lögmætinu vildirðu kyngja ólögmætum yfirgangi, og það gerði Guðni Th. Jóhannesson líka með því að greiða atkvæði með Buchheit-samningslögunum, þvert gegn rétti Íslands, þeim sem sannaðist fyrir öllum heimi með úrskurði EFTA-dómstólsins snemma árs 2013, þar sem Ísland var sýknað í því kærumáli Breta, Hollendinga og Evrópusambandsins gegn ríkissjóði okkar.

Gjör rétt, þol ei órétt.

Jón Valur Jensson, 13.5.2016 kl. 02:38

12 Smámynd: Einar Karl

Þetta er rangt hjá þér jón Valur, það sem þú segir um mína afstöðu. Ég vildi auðvitað standa föstum fótum á lögmætinu, heldur betur. En ég taldi mörg lögfræðileg rök styðja málstað Breta og Hollendinga, ekki síður en málstað Íslendinga.

Ég tók ekki afstöðu til lögmætis út frá því hvaða þjóð ég sjálfur tilheyri, lögfræði er ekki eins og knattspyrna, lögfræðin snýst ekki um að styðja "sitt lið".

Einar Karl, 13.5.2016 kl. 10:22

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einar Karl, miðað við útkomuna þá auðvitað hefði Bucheit samningurinn ekki valdið Íslandi það alvarlegum tilkostnaði að ekki hefði verið unnt að ráða við hann!
Það var að sjálfsögðu áhætta að hafna honum -- þó auðvitað að fyrir rest þá endaði málið með þeim hætti, að Ísland tapaði líklega ekki á því að ekki varð af þeim samningi.
---En erfitt væri að sýna fram á nettó tjón.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.5.2016 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 475
  • Frá upphafi: 847126

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 451
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband