Hvað ef við afleggjum "vaxtabætur" og "leigubætur"?

Málið er að í þessa liði fara gríðarlegar upphæðir ár hvert - þetta eru hreinar millifærslur, eða, niðurgreiðslur.
Að auki sinnir þessu fjöldi starfsmanna ríkisins, sem eru á launaskrá -- þá starfsmenn væri unnt að segja upp störfum og þar með spara ríkinu verulegt fé.

 

Hvað væri þá unnt að gera í staðinn?

  1. Unnt væri að breyta leigulögum:
    A)Skapa forgang fyrir þá sem hafa fasta búsetu á Íslandi, á leigumarkaðnum. Þannig að ef einstaklingur sem sannað getur fasta búsetu hér í 12 mánuði - eitt form sönnunar gæti verið að hafa fasta vinnu sl. 12 mánuði á landinu, hugsanlegt einnig að kvittanir úr verslunum hér geti nýst sem sannanir --> Þá hafi sá forgang gagnvart þeim sem ekki hafi fasta búsetu.
    B)Síðan mætti, skattleggja með mismunandi hætti leigusamninga á markaðinum, eftir því hvort um er að ræða - að leigt sé til aðila með fasta búsetu eða ekki.
    M.ö.o. að það sé gert hagstæðara að leigja til þeirra er hafa fasta búsetu.
    **Þetta gæti dugað og vel það, til að tryggja nægt framboð af leiguhúsnæði til þeirra sem hafa fasta búsetu.
    **Skilgreiningin -- föst búseta, er þá almenn þannig grunar mig að það nýtist fordæmi frá "neyðarlögunum" frægu, þegar -- einungis voru tryggðar innistæður sem voru staðsettar á Íslandi --> Sem eins og frægt er, stóðst. Taldist ekki ólögleg mismunun.
  2. Unnt væri að -tímabundið- eða -varanlega- afnema sjálfstæði Seðlabanka, og síðan taka pólitískar ákvarðanir um hríð - um stýrivexti.
    Færa þá niður um nokkur prósent!
    Það ætti að lækka ívið vexti hér á markaðinum.
    **En það að seðlabankar eigi að vera sjálfstæðir er fyrst og fremst ríkjandi stefna - ekki meitlað í stein, Seðlabankar sögulega séð í öðrum löndum, hafa langt í frá alltaf verið sjálfstæðir.

    Höfum í huga -- að mjög líklegt er að vaxtabætur haldi nokkuð uppi húsnæðisverði, þannig einnig verðlagi á íbúðum af því tagi - sem þeir sem eru á vaxtabótum einna helst sækjast eftir.
    Þannig að - verðlag hækkar á móti, þeim kaupmætti sem vex við bæturnar.
    **Að þetta sé líklega svo --> Sést á því, að húsnæðisverð fer alltaf upp eða niður, í takt við bætt eða versnandi kjör.

    Ef þessar aðgerðir duga ekki --> Getur ríkið notað hluta þess fjármagns sem sparast til þess, að fjármagna í samvinnu við verkalýðfélög, nýtt verkamannabústaðakerfi.

En mig grunar að við aflagningu þessara kerfa - þá telst það sannarlega með að spara þá starfmenn sem ríkið þá þarf ekki á að halda.
Þá sparist mjög líklega nægilegt fé - til að loka þeirri gjá um fjármögnun sem er til staðar í heilbrigðiskerfinu.

Síðan er áhugavert að hafa í huga - að fyrir 30 árum þegar Ísland var ívið fátækara, þá vorum við að reka hér 3-hafrannsóknarskip + 4-5 varðskip.

Á sl. ári var hafrannsóknarskipunum tveim - lagt. Í staðinn samið við útgerðina að fræðingar fái að vera um borð í fiskiskipum -- fyrirkomulag frá því fyrir tíð hafrannsóknarskipa.
Og í dag er uppihald varðskipa einungis - 1 skip, annað til vara, það 3-ja er til en ekki er til áhöfn fyrir það.

  • Fyrir 30 árum -- voru þessi bótakerfi a.m.k. mun minni í sniðum, jafnvel ekki til.

Mig m.ö.o. grunar að við munum auk þessa geta aftur hafið fullan rekstur hafrannsóknarskipa.

Og allra 3-ja varðskipanna.

  • Vandinn er einmitt með -niðurgreiðslur- að þær minnka það fé sem til er hjá ríkinu.

 

Niðurstaða

Ég er viss að það fé er til hjá ríkinu sem þarf til þess að reka hafrannsóknarskip hér - eins og á árum áður. Auk þess að tryggja að það séu alltaf a.m.k. 2-varðskip úti á sjó, þ.e. þá þurfa öll 3 að vera í rekstri. Og til þess að heilbrigðiskerfið sé ekki fjársvelt.

Vandinn sé að fé sé varið í hluti - sem ríkið sennilega þarf raunverulega ekki að sinna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta eru djarfar hugmyndir og skemmtilegar til að pæla í.

Ég held að niðurgreiðslur af þessu tagi fari hvort sem er beint út í verðlagið og komi kaupendum og leigjendum að litlu gagni til lengri tíma.

Reyndar þyrfti íbúðaverð að lækka mikið til að vega upp tapið af missi vaxtabóta,en leigubætur gætu aftur á móti lagst af án teljandi vandræða.

Reyndar hef ég aldrei fengið vaxtabætur svo ég átta mig ekki alveg á hvaða áhrif tekju og eignaskerðingar hafa.

Hugsanlega þarf líka að beita verkamannabústaða fyrirkomulagi til að koma jafnvægi á leigumarkaðinn.

Áhinum endanum eru svo íbúðareigendur sem munu tapa peningum sem þeir eru búnir að borga fyrir íbúðina sína.

Sá sem væri nýbúinn að kaupa mundi hugsanlega glata allri útborguninni.

Svo eru lánastofnanir sem eiga íbúðir og tapa fé og einnig verða fyrir skerðingu á veðum.Það er hætt við óánægju á þeim bæjum.

Að hrófla við Seðlabankanum er svo öllu alvarlegra mál.

Það er orið svo inngróið í fólk að það megi ekki hreyfa við þessu batteryi að það er ekki nokkur leið ,held ég.

Ekki mundi það mæta einungis innlendri andstöðu,heldur er hætt við að þessu yrði tekið afar illa erlendis og sennilega leiða til einhverskonar óformlegra refsiaðgerða.

Enginn vill að slíkt fordæmi sé sett í hinum vestræna heimi.

Það verður því að finna einhverjar aðrar stjórnvaldsaðgerðir til að lækna vaxtavandamálið.

Fróðlegt væri að vita um hvað mikla fjármuni er að tefla,hugsanlega mætti skila hluta af þessu til baka í skattalækkunum,til dæmis með hækkun persónuafsláttar.

Það gleður mig samt að það er svolítill Putin í þér,þú ert svolítið "Authoritian" Mér finnst það ágætt.

Borgþór Jónsson, 7.3.2016 kl. 03:55

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei, ég get ekki ímyndað mér líkur á refsi-aðgerðum, en það gæti vel verið að einhverjir erlendir stjórnmálamenn, ræði það í fjölmiðlum - að slíkt væri slæmt fordæmi.
Til að tala strax niður einhverjar hugmyndir að gera slíkt hið sama í þeirra löndum.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.3.2016 kl. 08:53

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Mer líst vel á að  SEÐLABANKI  úlfabæli ræningja fengi smá pásu- frá vaxtaokri sem er á HEIMSMÆLIKVARÐA AÐ SLÁ MET !

Erla Magna Alexandersdóttir, 7.3.2016 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 33
  • Sl. sólarhring: 342
  • Sl. viku: 1399
  • Frá upphafi: 849594

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 1290
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband