Þrátt fyrir allt, verða enn refsiaðgerðir í gangi gagnvart Íran - þó að alþjóðlegar refsiaðgerðir tengdar kjarnorkuprógrammi Írans, séu fallnar niður

Skv. útskýringu Financial Times, eru þetta stærstum hluta aðgerðir er tengjast stuðningi Írans við Hesbollah, og nokkurn fjölda smærri hreyfinga Íslamista af meiði Shia Íslam.
Þær aðgerðir hangi uppi, að stórum hluta vegna andstöðu meðal Repúblikana að afleggja þær - en einnig þá rói Ísraelar og Saudi Arabar ásamt Flóa Araba vinum sínum - undir.

  1. Þær aðgerðir tilheyra eldri deilum Bandaríkjanna við Íran, sem hófust eftir að byltingin í Íran 1979 fór fram og keisarastjórnin sem Bandaríkin höfðu stutt - hrökklaðist frá völdum --> Einkum grunar mig, að mjög miklu hafi valdið - gísladeilan. Eftir að byltingarsinnaðir Íranar, tóku bandaríska sendiráðið í Teheran og starfsmenn í gíslingu. Deila sem stóð yfir í rúmt ár - og án nokkurs vafa, stuðlaði mjög að því að neikvæð viðhorft gagnvart írönsku byltingunni, urðu ráðandi vestanhafs.
    Mín skoðun er að gíslatakan hafi verið klár mistök af hálfu Írana, og ekki haft annað en - neikvæðar afleiðingar fyrir Íran.
  2. Meðan að gísla-deilan stóð yfir, réðst Saddam Hussain á Íran - og grunar mig sterklega, að gísladeilan hafi haft mikil áhrif á þá afstöðu í Bandaríkjunum --> Að styðja við Saddam Hussain í stríði hans við Íran.
    Það sama gerði Saudi Arabía -sem örugglega markar upphaf hatrammra átaka Írana og Sauda sem standa yfir enn þann dag í dag- og Súnní Araba furstadæmin við Persaflóa, sbr. flóa-arabar, studdu einnig það stríð gegn Íran.
    Meðan að þessi hildarleikur stóð yfir - Bandaríkin studdu stríðið gegn Íran, ásamt flóa Aröbum og Saudum. Þá hófst annað sjónarspil -> Innrás Ísraela í Lýbanon, og herseta þeirra þar.
    Eins og er þekkt, þá meðan á hernámi Ísraela stóð, þá risu upp hreyfingar meðal lýbanskra Shíta - og Íranar studdu þær hreyfingar eins og þeir gátu, uppskáru fylgispekt og stuðning þeirra hreyfinga á móti.
    Þær hreyfingar -þar beittu sér með margvíslegum hætti til stuðnings Íran- þaðan koma ásakanirnar, að Íran hafi stutt hryðjuverk. Hesbollah hreyfinging fremur fljótlega varð ráðandi, og réð niðurlögum keppinauta sinna meðal Shíta - og varð hreyfing lýbanskra Shíta.
    Það sem mest stendur í Bandaríkjamönnum, var hryðjuverk sem framið var í Lýbanon, þegar Bandaríkin voru þar í rúmt ár, með herlið -sem sagt var gegna friðargæslu- en mannskætt sprengjutilræði varð til þess, að Reagan ákvað að draga það lið frá Lýbanon.
    **Afar líklegt virðist að Hesbollah tengist þeirri árás, og Íran var þá þegar farið að styðja Hesbollah með öflugum hætti.
    **Síðar á sama áratug, gerð Hesbollah nokkrar árásir á samkomustaði Gyðinga m.a. í Argentínu - en Hesbollah leit svo á að þeir stofnanir gyðinga utan Ísraels, er styðja gyðingaríkið, væru réttmæt skotmörk Hesbollah meðan að á hernámi Ísraela stóð.

Það mun sennilega fyrr frjósa í helvíti - en að Íranar hætti stuðningi við Hesbolla!

Höfum í huga, að Hesbolla er róttæk íslamistahreyfing - þó þar fari hreyfing Shíta, í stað þeirra Íslamista hreyfinga sem eru mun þekktari á Vesturlöndum, hreyfingar Súnní Múslima.

  1. Hesbollah má eiga, að sú hreyfing hefur -ólíkt enn róttækari Súnní hreyfingum- skilgreint réttmæt skotmörk með miklu mun þrengri hætti.
  2. Hesbolla lítur á sig sem -baráttuhreyfingu fyrir Shíta- og stendur þá gjarnan gegn róttækum Súnníta hreyfingum. Vegna þess, að róttækar Súnníta hreyfingar, gjarnan vilja traðka á rétti Shíta - og sumar ráðast að Shítum með beinum hætti sbr. Al Qaeda og ISIS.
  • Með sínum hætti er Hesbollah - ákaflega miskunnarlaus. Þegar skilgreindir óvinir hreyfingarinnar, eiga í hlut.
  • Þannig hefur Hesbollah verið ásökuð fyrir að beita Súnní hópa, harðræði - þegar hreyfinging hefur náð stjórn á svæði, þ.s. íbúar blandast milli trúarhópa. Sérstaklega í átökunum innan Sýrlands.
  • Það má segja að það sé til staðar - gagnkvæmt vantraust.
  • T.d. í Sýrlandi, er það áberandi - að Hesbollah virðist skipulega hrekja Súnní hópa á brott, þar sem hreyfingin hefur náð svæðum.

Ásakanir uppi, að hreyfinging sé að skapa á landamærasvæðum Sýrlands við Lýbanon - - hreint Shíta svæði. Með því að hrekja Súnní íbúa í burtu!

Þetta er að sjálfsögðu mjög óheppilegt <--> Getur verið stór hluti skýringar þess, af hverju það eru svo margir Súnní Araba flóttamenn á svæðum innan Sýrlands þ.s. Súnní hópar ráða.

Óheppilegt -vegna þess- að þ.s. stjórnarherinn nú, nánast alltaf starfar í náinni samvinnu við Hesbolla -- er ákaflega sennilegt að Súnníar telji stjórnarherinn styðja þær hreinsanir sem Hesbolla virðist stunda.

Þetta líklega þíðir - að ef það gerðist, að sveitir Hesbollah og stjórnarhersins, næðu að sigrast á uppreisnarhópum - Súnníta. Þá mjög líklega mundi skella á fjöldaflótti þeirra Súnníta, þar á meðal meðal íbúa þeirra svæða - - við erum að tala um allt að 4 milljón manns.

  1. Vandinn virðist orðinn sá - að þetta sé orðið að Súnní/Shíta stríði. Eiginlega séu trúarátökin búin að taka yfir sviðið - af upphaflega borgarastríðinu.
  2. Sigur annars hvors aðilans, í þannig átökum -- muni leiða til fjöldaflótta.
  • Það sé þess vegna sem það sé nauðsynlegt - að enda átökin í Sýrlandi, með friðarsamkomulagi -- og mjög líklega, skiptingu landsins milli Shíta -þ.e. Írans og stuðningshópa Írans- og Súnníta, og þeirra er styðja Súnní Araba uppreisnarhópa.

__________
Vonir standa til - að samkomulag við Íran.
Er hefur nú bundið endi á alþjóðlegar refsiaðgerðir á Íran, er tengjast deilum um kjarnorkuprógramm Írana.
Muni hjálpa til við það verk, að binda endi á þetta stríð -- áður en frekari flóttamanna bylgjur skella yfir.

http://www.irangulistan.com/cartes/iran2.jpg

Hversu mikið vesen verða þær refsiaðgerðir Bandaríkjanna - er halda áfram?

Áfram verða aðgerðir í gangi af hálfu Bandaríkjanna - er tengjast íranska Lýðveldisverðinum, sem er nánast ríki innan íranska ríkisins - gríðarlega fjölmenn íslamista hreyfing.
Sú hreyfing - rekur eigin hersveitir við hlið almennra hersveita stjórnvalda Írans, yfir allt sviðið - þ.e. landhersveitir, sjóhersveitir og flughersveitir - 100% hliðstæða.
Að auki rekur sú hreyfing - - skóla, sjúkrahús, heilsugæslu - ekki síst, á mikinn fj. fyrirtækja í rekstri innan Írans.

Það sé því gjarnan góð spurning - hver ræður mestu innan Írans: Ríkið, klerkarnir, eða, íranski lýðveldis-vörðurinn.

Strangt til tekið er hann undir klerkunum, en -de facto- sé hann 3-aflið í Íran.

Hann haldi uppi róttækri stefnu, mjög and bandarískri oftast nær - oft róttækari en sú stefna meira að segja, sem klerkarnir reka.
Hann sé gríðarlega virkur í þeim átökum, sem hafa verið í gangi við Saudi Arabíu og flóa Araba.

  1. Bandaríkin ætla áfram að halda uppi refsi-aðgerðum gegn fyrirtækjum í eigu Lýðveldisvarðarins.
  2. Það sem flæki málin sé, að þær aðgerðir ná til fyrirtækja sem ekki eru bandarísk, en eiga viðskipti innan Bandaríkjanna eða við bandarísk fyrirtæki.
  • Þetta þíði - að þegar evrópsk fyrirtæki ætla að hefja viðskipti við Íran, nú í vikunni sem er að hefjast eftir að sunnudagurinn er búinn.
  • Þá þarf að gæta þess, að þau fyrirtæki í Íran sem þau ætla að starfa með, tengist ekki Lýðveldisverðinum.

Það sé hugsanlega snúið að tryggja það svo öruggt sé.

  1. En vegna þess hve stjórnvöld Írans - að því er virðist með stuðningi klerkanna.
    Leggja áherslu á að endalok alþjóðlegs viðskiptabanns - leiði til verulega mikilla erlendra fjárfestinga innan Írans.
  2. Þá örugglega munu báðir aðilar - beita Lýðveldisvörðinn þrýstingi um að standa til hliðar.

Að vera ekki hindrun.
Það verður að koma í ljós, hvort þetta skapar flækjur.

Svo eru nýjar refsiaðgerðir af hálfu Bandaríkjann, er þó virðst óverulegar: U.S. Imposes New Sanctions Over Iran Missile Tests

Miðað við lýsingu í frétt - virðist ólíklegt að þær aðgerðir hafi nokkur veruleg áhrif.
Obama virðist skv. þeirri lýsingu - hafa skilgreint þær aðgerðir þröngt.

Ástæða þess að Bandaríkjunum er uppsigað við eldflaugatilraunir Írana, er að -tæknilega- geta þær eldflaugar borið kjarnavopn, þó að skv. samkomulaginu - sem "I.A.E.A" sl. sunnudag formlega staðfesti, að Íran hafi uppfyllt - hafi Íran skilað öllum sínu kjarnakleyfa auðgaða úrani, og að auki tekið í sundur þunga vatns kjarnaofn, sem styrr stóð um - vegna þess að sá gat framleitt Plútoníum.

Það auðvitað þíðir, að ósennilegt er að þær flaugar verði búnar kjarna-oddum.

En með þróun þeirra eldflauga, viðheldur Íran a.m.k. þeirri tæknilegu getu - að síðar meir, ef einhverntíma seinna Íran smíðar kjarnasprengjur - að þá geta komið þeim fyrir á þeim eldflaugum, þ.e. ef Íran á hönnun fyrir kjarnaodd, sem sagt er að Íran eigi.

Þ.e. þá a.m.k. tæknilega mögulegt, fyrir Íran - að hugsanlega með frekar litlum fyrirvara síðar meir, að verða kjarnorkuveldi algerlega sambærilegt við Ísrael - það er, þar sem Íran sé þegar að fullþróa flaugar með næga burðargetu, sem þá -tæknilega- geta flutt kjarnavopn yfir umtalsverða vegalengd, t.d. hugsanlega til Ísraels.

  • Þetta er auðvitað sviðsmyndin sem forsætisráðherra Ísraels klifar á.

 

Ég aftur á móti held, að Íran - hafi ekki neina rýka hagsmuni af því, að láta verða af smíði kjarnavopna!

Ef losun alþjóðlegra refsiaaðgerða, leiðir til þess - að efnahags uppbygging Írans kemst á flug.
Þá verði það miklu mun stærri hagsmunir Írans, að rugga ekki þeim bát, að sú uppbygging geti tekist og gengið fyrir sig sem mest - án truflana.

  1. Höfum í huga, að Íran hefur í reynd miklu mun fjölbreyttara hagkerfi, heldur en t.d. Saudi Arabía - - sbr. framleiðir um milljón bifreiðar per ár, kvikmyndaframleiðsla er einnig mikil í Íran - og íranskar kvikmyndir áberandi í Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu.
    Pegugeot/Citroen hefur þegar ákveðið, að samstarfsaðili þeirra í Íran - verði einn helsti vaxtarbroddur PSA samsteypunnar á erlendum vettvangi í framtíðinni.
  2. Sem sagt - ekki bara olía og gas.
    Eiginlega lít ég svo á, að Íran -- eigi miklu mun betri möguleika, í framtíðar efnahags uppbyggingu, en t.d. Rússland.
  • Að sjálfsögðu - eigi sama við, ef samanburður er við Saudi Arabíu og flóa Araba.

Mig grunar reyndar - að ótti Sauda sé ekki síst sá, að efnahagsleg drottun Írans við flóann, verði slík - að Saudar muni eiga litla möguleika, svona - - 10 ár heðan í frá.

Að sjálfsögðu, mun efnahagsleg uppbygging Írans - stuðla að eflingu hers - flota og flughers Írans. Í dag er allur herafli Írana - gríðarlega úreltur eftir 30 ár af hörðum refsiaðgerðum.

Í dag, getur Íran ekki hætt sér í - bein átök við herafla annars lands, af þess sökum.

 

Auðvitað ef Íran er skoðað út frá olíuauðæfum!

  1. Þá er Íran í þeirri einstöku stöðu, að bjóða upp á aðgengi að Kaspíahafi, í gegnum Íran - en þar eru 3 - önnur olíuauðug lönd, þ.e. Kirgistan, Túrkmenistan og Azerbaijan. Eins og nú stefnir í -> Þá ætlar Kína sér bersýnilega að slá eign sinni á alla þá olíu sem þaðan streymir, sbr. 4-leiðslur alla leið til Túrkmenistan í gegnum Kirgistan, sem Kína hefur reist og skilst mér duga til að flytja um 90% af framleiðslu þeirra landa til Kína.
    Íran á gamla leiðslu með litla flutningsgetu - en nýjar er unnt að leggja, frá höfn við Kaspíahaf, til olíuhafnar við Persaflóa. Þannig nýta þau mannvirki til útskipunar við flóann, sem Íranar þegar eiga.
  2. Síðan er það eigin olíuframleiðsla Írana, sem Íranar segjast munu auka um 500þ.tunnur þegar í þeirri viku sem er að hefjast, og síðan auka um helming - á nk. 6-7 mánuðum. Þannig að síðsumars, sé sú aukning kominn inn. Margir draga þá tímasetningu í efa - en hver veit. Íranar virðast hingað til meina allt sem þeir segja - hví ekki þetta líka?

Þær Bandarísku refsi-aðgerðir sem halda áfram.
Gætu haft það sem hugsanleg megin áhrif - að halda bandarískum fyrirtækjum frá Íran.

Evrópsk orkufyrirtæki - sem og flugvélaverksmiðjan Airbus, og margvísleg evrópsk framleiðslufyrirtæki - - virkilega hugsa sér gott til glóðarinnar.

Heyrst hefur í fréttum, að Íranar hafi þegar pantað nokkra tugi Airbus þotna. Enda er gríðarleg uppsöfnuð þörf á að endurnýja flugflota Írana í innanlandsflugi.

Gríðarleg há slysatíðni - sé íbúum Írans mikið áhyggjuefni.

 

Niðurstaða

Ég hugsa að Íranar séu það einbeittir í því, að nú sé tækifæri Írans að renna upp. Að þeir láti ekkert stöðva sig - í því markmiði að byggja upp efnahag Írans á nk. árum.
En þeir hafa nú sl. 20-30 ár séð hvernig Kína hefur byggst upp, og mig grunar að Íranar hafi dregið af því sinn eigin lærdóm - m.ö.o. að efnahags uppbygging sé lykilatriði.

Þess vegna held ég persónulega, að lítil hætta sé á því að Íranar hætti á það nk. 10 ár meðan að samkomulag svokallaðra 6-velda við Íran stendur yfir; að það samkomulag fari út um þúfur, vegna einhvers sem Íran gerði af sér.

Vonandi verða þær vonir að veruleika, að þetta nýja upphaf fyrir Íran - stuðli að auknum sáttavilja Írans í deilum þeim, sem tengjast stríðinu í Sýrlandi --> En Íran er þar sannarlega megin þátttakandi <--> Á móti Saudi Arabíu og flóa aröbum, sem styðja uppreisnarhópa meðal Súnní Araba hluta íbúa landsins.

Á hinn bóginn má vera, að erfitt geti orðið að finna sátta vilja Sauda sjálfra.
En á sama tíma, veit enginn nákvæmlega, hvað Pútín vill - svo það þarf ekki vera svo, að það verði einungis um sáttavilja Sauda að sakast, eða skort á þeim vilja.

Ef Pútín -t.d.- heldur að hann geti stuðlað að sigri stjórnarhersins - þá má vera, að Pútín verði þar um, þrándur í götu.
En eins og ég útskýrði að ofan -- er afar sennilegt, að hvort sem um sé að ræða sigur uppreisnarmanna eða stjórnarhers með stuðningi Hesbolla sveita --> Að þá bresti á viðbótar fjöldaflótti frá Sýrlandi.
Á hinn bóginn, má vera að Pútín sé slétt sama um slíka afleiðingu, þ.s. að A)Hún mundi bitna á V-Evrópu, ekki Rússlandi. B)Pútín getur metið svo, að slík bylgja mundi auka fylgi við flokka á öfga-hægri væng í V-Evr., sem margir hallist að stuðningi við Pútín, þannig að slík bylgja gæti stuðlað að því að hagstæð fyrir Pútín stjórnarskipti verði í einhverjum V-evr. löndum. C)Þannig, að Pútín getur haft sínar eigin ástæður --> Til að vilja stuðla að slíkri flóttamannabylgju.

Við skulum vona - að Pútín vilji binda endi á þessi átök. En ef hann vill frekar spila "spoiler" hlutverk - þá gæti þess í stað stefnt í vaxandi átök, og einnig vaxandi líkur á nýjum flóttamanna bylgjum.

Og að auki, Íran taki upp þá sömu afstöðu - að vilja endi á þau átök.

En án vilja til samkomulags - getur ekkert samkomulag orðið. Þarf þar til vilja Írans og Pútíns - ekki síður en vilja Sauda og flóa Araba.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 26
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 291
  • Frá upphafi: 847467

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 288
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband