Er Pútín að gera tilraun til að brjóta upp bandalag uppreisnarhópa gegn Assad?

Skv. frétt Reuters - segir Pútín að svokallaður "Frjáls sýrlenskur her" sem er hvorki meina né minna, en hin upphaflega uppreisn innan Sýrlands - þegar hermenn er áður tilheyrðu stjórnarher Sýrlands, gengu til liðs við fjölmenn götumótmæli og tóku vopn sín með sér.
Þá breyttust götumótmæli í vopnaða uppreisn, þegar hluti stjórnarhersins reis upp gegn eigin stjórnvöldum, og kallaði sig - "Hinn frjálsa sýrlenska her."
Sá atburður varð ca. í ágúst 2011.

Putin says Russia backs Free Syrian Army alongside Assad troops

"President Vladimir Putin said on Friday Russia is supporting the opposition Free Syrian Army, providing it with air cover, arms and ammunition in joint operations with Syrian troops against Islamist militants."

"Asked about Putin's remarks at a briefing, U.S. State Department spokesman John Kirby said it was "unclear to us ... whether these claims of support to the FSA are true" and noted that "the vast majority" of Russian air strikes had targeted groups opposed to Assad."

Ástæða þess, að mín tilfinning er að þetta sé - ótrúverðugt.
Er, hve mikið blóð hefur runnið síðan vopnuð átök hófust í ágúst 2011.

En, eftir að hluti stjórnarhersins reis upp í uppreisn, þá beitti sá hluti sem hélst hollur stjórnvöldum - - sé virkilega af alefli til að brjóta þá uppreisn á bak aftur.

Fátt bendi til þess, að í nokkru hafi verið haldið eftir.

  1. Yfir 300þ. látnir. Meira að segja Assad hefur viðurkennt, mannfall eigin liðs yfir 60þ. Þó hélt Assad yfirráðum yfir flughernum, gömlum sovésk smíðuðum herþotum t.d. MIG 29 og MIG 27.
  2. Og ekki má gleyma, 12 - milljón á faraldsfæti meðal íbúa. Sem er ótrúleg stærð, í landi með ca. 17 millj. íbúa fyrir stríð.


Sjá kort frá SÞ - yfir dreifingu flóttamanna, innan Sýrlands!

http://www.internal-displacement.org/assets/library/Middle-East/Syria/graphics/201410-map-me-syria-idmc-en-thumb.jpg

  • Öll héröð landsins, hafa mikinn fjölda flóttamanna.
  • Það bendi sterklega til þess <--> Að hóparnir sem byggja landið, séu að hreinsa hvern annan. Svipað og í fyrrum Júgóslavíu, þegar Króatar hreinsuðu minnihlutahópa á sínum svæðum, sama gerðu Serbar þ.s. þeir voru í meirihluta eða þeirra liðssveitir réðu, Bosníu Múslimar er voru veikasta fylkingin - var oftar í hlutverki fórnarlamba.
  • En punkturinn er sá - að þegar slíkar gagnkvæmar hreinsanir eru í gangi --> Þá skapar það gríðarlegan fjölda flóttamanna innan landsins.

Ekki síst - bendi það til, mjög ofsafengins hatursástands milli mismunandi íbúa.

Það bendi m.ö.o. til þess að -- að landið sjálft sé brotið í sundur.
Að samskipti íbúa -- hafi flosnað upp í ástand, fullkomins haturs.

Sem geri samstarf af því tagi sem Pútín talar um --> Afskaplega ósennilegt!

Þetta mikla hatursástand - að sjálfsögðu að auki útskýri, mikinn stuðning meðal Súnní Araba hluta íbúa, við afar róttækar hreyfingar.
Eins og fólk sé tilbúið að berjast með hverjum sem er - sem sé fær um að berjast við stjórnvöld, og þeirra bandamenn.

  • Það að flestir þeirra sem hafa flúið landið - - virðast vera Súnní Arabar, þ.e. um 4 milljónir flúnar úr landi, og ca. 3-milljónir Súnní Araba, flóttamenn á svæðum undir stjórn uppreisnarmanna.
  • Bendi til þess, að stjórnvöld og Hesbolla --> Séu að hreinsa Súnní Araba hluta íbúa, er áður var meirihluti landsmanna.

Þetta er af hverju --> Mér finnst svo afskaplega ólíklegt að það samstarf sem Pútín og Assad, tala um.
Geti raunverulega verið í gangi.

  1. Þess í stað, sé sennilegar að um tilraun sé að ræða af hálfu Rússlands, og Assads.
  2. Að sá tortryggni meðal raða uppreisnarmanna, sem hafa á þessu ári -- verið í samstarfi um sameiginlegan her, og hefur það samstarf virst virka að því marki.
  3. Að þeim sameiginlega her, virðist hafa tekist að -- halda sinni víglínu, þrátt fyrir árásir úr lofti af hálfu Rússa, og árása á landi á sama tíma frá bandamönnum Írana og hersveita sem enn eru hollar Assad.
  • Þegar - - hernaður sé ekki að virka.
  • Sé nú gripið til áróðurs.

En ég efa ekki, að ef --> Áróður mundi duga til að rjúfa samstöðu uppreisnarmanna.
Þannig að her þeirra tvístraðist aftur í - mismunandi fylkingar.

Mundu Rússar ekki vera seinir, að siga hersveitum Assads, og bandamanna Írana - á þá.

 

Niðurstaða

Mér virðist yfirlýsingar Pútíns um samstarf við hinn - Frjálsa sýrlenska her - líklegast vera tilraun til þess, að sá tortryggni milli fylkinga uppreisnarmanna, í von um að samstarf þeirra um sameiginlegan her - brotni upp.

En eftir því sem ég fær best séð, þá hefur þeirra sameiginlegi her - haldið velli og nokkurn veginn víggsstöðu sinni, þrátt fyrir stöðugar loftárásir Rússa - samtímis árásir á landi frá hersveitum hliðhollar Írönum, og hersveitum hliðhollar Assad.

Þetta sé m.ö.o. - hernaðaraðgerð.

En of mikið hafi gerst síðan stríðið hófst í ágúst 2011, til þess að sennilegt sé að nokkur möguleiki sé á samstarfi milli fylkinga Assads og einstakra hóp uppreisnarmanna.
Of mikið blóð - of mikið hatur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo aftarlega á merini að það er hrikalegt.  Þessi rússagríla er að fara með þig út í hróa hött.

Meirihluti þeirra sem eru að berjast í Sýrlandi, á móti Assad, eru "mercenaries".  Koma frå Qatar, Saudi, Tyrklandi, og ýmsum löndum um allan heim. Sá hópur sem getur talist "Sýrlendingar" hefur engin umráð, sem hægt er að tala um ... í norður Sýrlandi, eru það Tyrkir og þeirra "mercenaries" sem eru aðal stoðin, ásamt Al Qaida (Al Nushra Front), og ISIS. Það er af þessari ástæðu sem veður er að skiptast í lofti ... um allan heim.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.12.2015 kl. 03:44

2 Smámynd: Snorri Hansson

Einar, það dugar ekki að  lesa bara einhvern einn miðil áður en þú kemur með stórar yfirlýsingar. ( Þú ert næstum eins slæmur og íslensku fréttastofurnar.) Þetta veldur því að flest sem þú skrifar er tóm vitleysa.

Ég lét þig fá upplýsingar um samninga og brottfluttning uppreisnarmanna frá Hom svæðinu en þú segir það vitleysu.

 En sammt er þetta nú í fréttum á SKY news, CCTV, RT og líklega flest öllum  hinum..

Hér talar Assad ;

&#147;Opposition is a political term, not a military term. So, talking about the concept is different from the practice, because so far, we&#146;ve been seeing that some countries, including Saudi Arabia, the United States, and some western countries wanted the terrorist groups to join these negotiations. They want the Syrian government to negotiate with the terrorists, something I don&#146;t think anyone would accept in any country,&#148;

&#147;Opposition, for everyone in this world, doesn&#146;t mean militant,&#148; Assad stressed. He said that Damascus is already engaged in dialogue with certain armed &#147;groups, not organizations&#148;, so they would lay down their arms in exchange for &#147;amnesty from the government&#148; and a chance to return to &#147;normal life.&#148;

&#147;This is the only way to deal with the militants in Syria. Whenever they want to change their approach, give up the armaments, we are ready

https://www.rt.com/news/325690-syria-negotiate-terrorists-assad/

Snorri Hansson, 12.12.2015 kl. 16:07

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Snorri - endurtek að ekki er unnt að taka mark á fréttum frá Sýrlandi sem koma beint frá sýrlenskum stjórnvöldum - það sama gildir um rússneska ríkisfjölmiðla að ekki er unnt að taka nokkurt mark á fréttum frá þeim miðlum.

Endurtek - - rússn. ríkisfjölmiðlar. Russia Today er í eigu rússn. ríkisins, og þ.e. vitað að RT er - málpípa rússn. stjv.

M.ö.o. - áróðurs miðill.

Þ.s. kemur frá RT - er ekki unnt að kalla fréttir.
Heldur sé um að ræða, hvað rússn. stjv. vilja koma á framfæri.

Þá þarf að meta það hverju sinni, af hverju þau vilja - að akkúrat sá teksti sé settur fram fyrir almanna sjónir.

    • Vegna þess að rússn. stjv. eru beinir þátttakendur í stríði í Sýrlandi, og að auki hafa mikla hagsmuni að verja.

    • Þá má algerlega reikna með þvi, að tilgangur texta í RT sem fjallar um málefni Sýrlands - sé að styðja hagsmuni rússn. stjv. í Sýrlandi hverju sinni.

    M.ö.o. - nákvæmlega sama hlutverk, og skipulagður áróður alltaf gegnir.
    ______________

    Það þíðir ekkert að senda mér hlekki frá RT.
    Ég mun aldrei taka nokkurt mark á þeim.

    Nema að þú getir fundið hlekki um akkúrat sama efni.
    Frá aðilum sem tengjast Rússlandi eða sýrl. stjv. með nákvæmlega engum hætti - og þá má umfjöllun þess aðila, ekki byggjast á því efni sem kemur frá RT eða kemur frá sýrl. stjv.

    M.ö.o. - verður að vera raunverulega sjálfstæð umfjöllun.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 13.12.2015 kl. 21:47

    4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Bjarne Örn Hansen-- Geisp. Þarna er í gangi raunveruleg uppreisn, og hefur verið allan tímann.
    Annars getur þú ekki skýrt - dreifingu flóttamanna innan landsins, né utan.

    Síðan, er óhugsandi að þær hreyfingar sem berjast v. stjv. væru það sterkar sem þær eru - ef þær hefðu ekki víðtækan stuðning íbúa á þeim svæðum sem þeir ráða yfir.

    En auðvelt er að benda á ISIS - að ISIS hefur ekki tekist að ráða nokkur landsvæði þ.s. íbúar eru þeim andstæðir.

    Þ.e. nægileg sönnun þess - þegar haft er í huga, að hvergi er sjáanlegur nokkur vottur af andstöðu meðal íbúa þeirra svæða sem andstöðu hreyfingar við Assad ráða yfir <--> Að þær hreyfingar njóta raunverulegs stuðnings íbúa þeirra svæða.

    M.ö.o. sé þetta - raunverulegt borgarastríð.
    Ekki stríð utanaðkomandi - afla gegn stjv. landsins.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 13.12.2015 kl. 21:52

    5 Smámynd: Snorri Hansson

    Hér er ágæt grein:   

    http://uk.reuters.com/article/uk-mideast-crisis-syria-idUKKBN0TS0GR20151210

    Snorri Hansson, 14.12.2015 kl. 02:05

    6 Smámynd: Snorri Hansson

    Hér er frétt hjá MSN ( raunar Rússnesk ) 5000 manna her frálsa Sýrlendinga fái nú vernd Rússa og vopn til að berjast við ISIS. Semsagt mikill viðsnúningur Að þýnu mati er þessi frétt auðvitað haugalíi. Fyrir nokkrum dögum voru tilboð frá Rússum um þetta að þessi hópur snúi sér alfarið að ISIS 

    http://www.msn.com/en-gb/news/world/putin-claims-support-to-syrian-rebels/ar-BBns6k9

    Snorri Hansson, 14.12.2015 kl. 02:36

    7 Smámynd: Snorri Hansson

    Þú trúir ef til vill SKY news :  

    http://news.sky.com/story/1257179/syria-rebels-evacuated-from-city-of-homs

    Snorri Hansson, 14.12.2015 kl. 02:50

    8 Smámynd: Snorri Hansson

    Video frá  BBC  :

    http://www.bbc.com/news/world-middle-east-35048404

    Snorri Hansson, 14.12.2015 kl. 03:00

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Maí 2024
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (3.5.): 9
    • Sl. sólarhring: 59
    • Sl. viku: 249
    • Frá upphafi: 847331

    Annað

    • Innlit í dag: 9
    • Innlit sl. viku: 245
    • Gestir í dag: 9
    • IP-tölur í dag: 9

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband