Mun Grikkland verða - misheppnað ríki?

Ég er að velta fyrir mér hvaða afleiðingu það hefur, þegar Grikkland er að mörgu leiti undir sambærilegum kringumstæðum og Þýskaland eftir Fyrra Stríð - - þ.e. sett undir úrslitakosti um að greiða upphæðir sem það getur ekki mögulega greitt til nk. áratuga, og eins og í Þýskalandi hafa kröfuhafar nú gengið úr skugga um að þeir hafi eins mikla stjórn á aðstæðum og þeir geta.

Ég er að velta fyrir mér afleiðingu þess, að svo virðist að Alexis Tispras hafi samþykkt allar kröfur kröfuhafa, þar með þeirra úrslitakosti frá sunnudag: Grikklandi settir þeir úrslitakostir að uppfilla allan óskalista kröfuhafa fyrir fimmtudag, svo til greina komi að ræða 3-Björgun Grikklands.

Hann meira að segja samþykkti kröfuna um að setja 50 milljarða ervra að andvirði af grískum ríkiseignum í sjóð undir stjórn kröfujafa, til að selja á móti kröfum.

  1. Höfum í huga, að gríska þjóðin hafnaði með drjúgum meirihluta 60% rúmlega atkvæða, þessu prógrammi.

  2. En nú hefur ríkisstjórnin sem hún kaus, til að endursemja um skuldir Grikklands - - skilað engu öðru en því. Að Grikkland verður sett undir ef eitthvað er enn stífara prógramm en áður.

  • Það virðist að hótun Wolfgang Schaeuble hafi gert gæfumuninn. Þ.e. hann kom fram með þá hugmynd, að Grikkland mundi fara í 5-ára útlegð frá evrusamstarfinu.

  • Þetta hefur sennilega brotið á bak aftur andstöðu meðal Frakklands, og Ítalíu -  - við hugmyndir Þjóðverja.

  • Því að með því, sýndi hann fram á að Þjóðverjar voru tilbúnir í Grexit. En aftur á móti, virðist að Frakkland og Ítalía - hafi blikkað.

En þ.e. augljóst - - að ef Grikkland fer úr evru. Þá um leið breytist eðli evrusamstarfsins og þaðan í frá væri stöðugt uppi sú spurning - hvaða land fer næst.

Frakkland hefur getað séð fyrir að röðin gæti komið að þeim.

M.ö.o. virðist að úrslitakostir þeir sem Grikkir hafa samþykkt, séu í einu og öllu í samræmi við kröfur ríkisstjórnar Þýskalands - - sést m.a. á því, að krafan um að setja ríkiseignir í 50ma.€ sjóð til að selja þær smám saman upp í kröfur kom frá Þýskalandi.

  1. Hafið í huga, að þetta er ekki samæbærilegt við einkavæðingu, sem oftast nær felur í sér sölu ríkiseigna til innlendra fjárfesta - þá helst féð í landinu.

  2. Þetta fé mun allt fara úr landi, og þær eignir seldar til erlendra aðila sem ætla að sækja sér arð af sinni eign sem verður þá einnig fluttur ár hvert úr landi.

Það sem Þýskalandi virðist hafa tekist, er að breyta evrunni í valdatæki fyrir Þýskaland.

  • Um leið og þú missir stjórn á þínum skuldum, rennur sjálfstæði þitt algerlega til Þýskalands.

  • Og Þýskaland virðist eingöngu horfa á málin út frá hagsmunum þýskra fjármálafyrirtækja.

Grikkland virðist verða nokkurs konar -protectorate- þ.e. í reynd undir stjórn erlendra aðila.

Stjv. og þing fá fyrirmæli að utan, fylgja þeim fram, erlendir aðilar verða staddir í helstu ráðuneytum til að fylgjast með, og gera athugasemdir.



Þess vegna óttast ég upplausn í Grikklandi

Þýskaland virðist haldið makalausri gleymni yfir því sem gerðist í þeirra eigin landi á 3. og 4. áratugnum, en punkturinn er sá - að þ.e. afar ósennilegt að kröfugerð sigurvegara Fyrri Styrrjaldar, hafi ekki spilað þar verulega rullu.

Kannski telur Þýskaland að það verði mögulegt að halda stjórn á aðstæðum í Grikklandi. Enda Grikkland mun smærra land. Grikkland getur ekki ógnað öðrum Evrópuþjóðum, nema að það verði svo mikil upplausn þar - - að stór hluti þjóðarinnar sé á flótta.

  • Þ.e. einmitt spurningin sem ég set fram, gæti það gerst að svo mikil upplausn verði í Grikklandi að stór hluti þjóðarinnar verði landflótta?

  1. Tsipras virðist hafa samið landið undir ástand sem virðist standa mjög nærri, beinni stjórn kröfuhafa á landinu.

  2. Og það bendi flest til að sú stjórnun verði með þeim hætti, sem var svipaður því hvernig farið var með Þýskaland - - að fókusinn verði að hámarka það fjármagn sem unnt verði að sækja til Grikklands.

  3. M.ö.o. að ef einhver hagvöxtr verður, þá einfaldlega færi kröfuhafar sig upp á skaftið og sæki það fé líka. Þýskaland virðist ekki hafa gefið eftir prinsippið um fulla endurgreiðslu.

  • Grimmdin gagnvart Grikklandi virðist óstjórnleg.

Menn veifa því í heilagri reiði, að Grikkland hafi logið sig inn í evrusamstarfið.

Það virðist að réttlát refsing til Grikkja, sé nk. 60 ár - að halda Grikkjum í fátækt svo lengi. 2-nk. kynslóðir Grikkja í örbyrð sé sú refsing sem evrusvæði skaffi Grikkjum.

----------------------

Nema auðvitað að það verði mjög raunveruleg uppreisn meðal almennings í Grikklandi.

Eini aðilinn sem getur þessu breytt er grískur almenningur. Og einungis með því að gera algera uppreisn gegn kröfum kröfuhafa.

Það mundi að sjálfsögðu þíða, að Þýskaland mundi sjá til þess að Grikkir mundu ekki geta fengið nokkra fyrirgreiðslu frá nokkrum stað, a.m.k. í samhengi ESB.

Nema að Þýskaland getur ekki hindrað að Grikkland fái frá landbúnaðarsjóðum ESB eða byggðasjóðakerfi ESB - - nema að grunnreglum þeirra sjóða væri breytt.

En miðað við reglur þeirra, mundi Grikkland áfram fá sitt hlutfall áfram. Þó það gerði uppreisn gagnvart kröfum þýskra kröfuhafa.

Og það mundi áfram taka fullan þátt í atkvæðagreiðslum innan ESB. Sem meðlimur að sambandinu, er hefði yfirgefið evruna.

Nema auðvitað að Þýskaland mundi búa til nýtt samband, án Grikkja - tæknilega mögulegt sbr. þegar Þýskaland bjó til sér klúbb svokallað "Stöðugleika samband" sem á endanum allar aðildarþjóðir gengu í nema Bretland.



Niðurstaða

Það mun ráðast á nk. dögum hvort að uppgjöf Alexis Tsipras leiði það fram að gríska þingið mæti þeirri kröfu að lögsetja allar kröfur kröfuhafa fyrir fundinn sem halda á meðal kröfuhafa nk. fimmtudag.

En Tsipras virðist hafa gengist inn á að fullnægja þeirri kröfu. Og síðan í framhaldinu stefnir í að Grikkland muni sæta viðbótar kröfugerð til að mæta framtíðar fjármögnun þ.e. "Björgun 3."

Tsipras virðist þegar hafa samþýkkt kröfu Wolfgang Schaeuble að 50ma.€ af ríkieignum fari í sjóð, undir stjórn kröfuhafa. Til að selja smám saman upp í skuldir.

Útkoman virðist sú að Þýskaland hafi náð fram hagsmunum þýskra fjármálafyrirtækja, þ.e. að ná sem mestu fjármagni til baka út úr Grikklandi. Þannig verði Grikkland blóðmjólkað nk. 60 ár, Grikkjum á meðan haldið í örbyrgð.

Ef þetta er ekki uppskrift að upplausn í Grikklandi, veit ég ekki hvað er.



Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 44
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 562
  • Frá upphafi: 847220

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 536
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband