Seðlabanki Svíþjóðar lækkar stýrivexti í - 0,35%

Jamm, þið lásuð þetta rétt - - mínus 0,35%. Seðlabanki Svíþjóðar elsti seðlabanki í heimi - er að herða róðurinn í baráttu gegn verðhjöðnun í Svíþjóð. Þetta þíðir auðvitað að peningar í Sviþjóð eru til boða á kjörum, sem eru hreint einstök.

  1. En er þetta hættuleg stefna?
  2. Þetta leiðir til þess að bankar geta boðið lán á gríðarlega lágum vöxtum - - en samt viðhaldið nægilega miklum vaxtmun.
  • Punkturinn er sá, að því ódýrari sem lán eru, því meiri er eftirspurnin eftir þeim.

Sweden takes interest rates deeper into negative territory

 

Það þíðir að þessi stefna er alls ekki án áhættu

  1. "House prices and household debt have been increasing in Sweden — and in neighbouring Denmark and Norway where rates are also at record lows — raising fears of an housing bubble."
  2. "Some economists are concerned about the effects of such low interest rates on the economy, which the Riksbank expects to post gross domestic product growth of 2.9 per cent this year."

Augljósa hættan er að sjálfsögðu - - lánabóla.

Lánabólur búa gjarnan til verðbólur - - fasteignabólur er fremur klassísk afleiðing.

En fasteignir er ekki það eina sem lánabóla getur haft áhrif á. En últra lágir vextir hvetja einnig til fjárfestinga, sem getur sannarlega verið gott. Á móti kemur, að reynslan er gjarnan af bóluvexti sú að mikið er af röngum fjárfestingum.

Menn gjarnan fara að - spekúlera út á lánsfé.

Þegar vextir eru -rosalega lágir- þá geta lán orðið aðlaðandi fyrir aðila sem vilja verða auðugir fljótt :

  1. Ég er að tala um - verðbólur einnig í hlutabréfum, sem aðra klassíska afleiðingu. Því það er freystandi að slá lán til að kaupa hlutabréf. Og þá að sjálfsögðu freystast menn til að kaupa mun meir en þeir hafa efni á að tapa. Og þ.s. þetta laðar að "get rich quick" týpur - þá er gjarnan keypt í áhættusömum bréfum er bjóða háa ávöxtun.
  2. Últra lágir vextir, geta ekki síður leitt til þess - að hlutabréf hækka í verði umfram það sem raunverulega er grundvöllur fyrir.
  3. En að þeir leiða fram - fasteignaverð umfram efnahagslegan grundvöll. Og skuldsetningu fasteignaeigenda - einnig umfram raun efnahagslegan grundvöll.

Þetta getur sloppið, ef hagvöxtur í Sviþjóð í framhaldinu verður góður.

En ef ekki, þ.e. ef lánin skapa verðbólgu í hlutabréfum og fasteignum, og hagvöxtur verður verulega undir væntingum - - yrði leiðrétting óhjákvæmileg.

Þá meina ég í hvoru tveggja, verðfall hlutabréfa og í fasteignum.

Í kjölfarið sennilega yrðu margir spekúlantar í hlutabréfum og þeir húsnæðiseigendur sem mesta áhættu tóku - gjaldþrota.

  • Þannig að þetta er í reynd veðmál hjá -Riksbank.

Vonandi tapar hann því ekki.

 

Niðurstaða

Eins og kemur fram í enska textanum vitnað til - er það ekki bara í Svíþjóð þ.s. getur verið að blása í verðbólur vegna rosalega lágra vaxta. Vextir eru einnig gríðarlega lágir í Noregi, og í Danmörku. Mér skilst t.d. af einstaklingi sem býr í Noregi - - að sá sem á þar húsnæði hafi rétt til að draga kostnað vegna lánavaxta frá skatti.

Ef vextir að auki eru mjög lágir, þá er það nánast fullkomin uppskrift af verðbólu á fasteignamarkaði, og lánabólu samtímis.

Þá er eins gott að olíuverð lækki ekki frekar en orðið er.

En það virðist alveg hugsanlegt að Norðurlön eigi bankakreppu hina síðari framundan.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Seðlabankinn hérna er, eins og venjulega með skottið á milli lappana, hækkar stýrivexti á móti öllum lögmálum, til þess eins að friðþægja erlenda kröfuhafa, með því að gefa meiri fóðurbæti á garðann til að fara ekki illa með sárfátæka kröfuhafa sem alls ekki meiga fara héðan án þess að taka með sér stórgróða, sem sauðsvartur almennningurinn borgar.

Kolbeinn Pálsson, 2.7.2015 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 37
  • Sl. sólarhring: 177
  • Sl. viku: 389
  • Frá upphafi: 847030

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 367
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband