David Cameron virðist hafa unnið út á hræðsluáróður -sem fékk byr undir báða vængi, skömmu fyrir kjördag

Sá áróður virðist hafa verið af -tvennum toga. Í fyrsta lagi hélt Cameron því fram, að hinum tiltölulega vinstri sinnaða leiðtoga Verkamannaflokksins, væri ekki treystandi í efnahagsmálum -sá efnahagsuppgangur sem er hafinn í Bretlandi, gæti verið í hættu.

David Cameron Cruises Home

Á hinn bóginn, er annað atriði sem gæti hafa haft mun meiri áhrif, en þ.e. þegar fregnir bárust af því, loka vikurnar fyrir kjördag -að verið gæti að Verkamannaflokkurinn mundi mynda minnihlutastjórn, með stuðningi flokks skoskra þjóðernissinna.

En Ed Miliban, hótaði því -opinberlega- að fella ríkisstjórn Cameron, en kannanir vikurnar fyrir kosningar, höfðu sýnt flokkana 2-nokkurn veginn hnífjafna. Þannig að það virtist geta gengið upp, miðað við það að kannanir virtust sýna Verkamannaflokkinn með nægilega marga viðbótar þingmenn. Til þess að slíkur -gambýttur- gæti gengið upp.

  1. Það virðist líklegt skv. þeim könnunum, að hvorki Verkamannaflokkurinn sé Íhaldsflokkurinn, næðu hreinum meirihluta.
  2. Það sem er hugsanlegt að hafi gerst, er að -margir kjósendur hafi kosið Íhaldsflokkinn- meir út á -hræðsluna út af því sem þeir kjósendur töldu geta gerst- ef Verkamannaflokkurinn mundi komast til valda.
  • Þá gæti mjög vel verið, að hræðsluáróður Cameron -út af hótun Ed Miliband- að stjórna með hlutleysi skoskra þjóðernissinna, hafi virkað.
  • Þ.e. að kjósendur í Englandi, sem hafi verið -pyrraðir yfir sjálfsstæðiskröfum Skota- hafi margir snúist gegn Verkamannaflokknum á lokametrunum fram að kjördegi.
  • Þegar þeir sáu fyrir sér, þann möguleika að skoskir þjóðernissinnar yrðu áhrifamiklir í landsstjórnmálum - - flokkur sem vill brjóta niður sambandsríkið Bretland.

Það geta þá hafa verið mjög alvarleg -taktísk mistök hjá Ed Miliband, hótun hans að mynda minnihlutastjórn, jafnvel þó að Verkamannaflokkurinn fengi e-h færri þingmenn, ef hvorugur stóru flokkanna næði meirihluta, með stuðningi skoskra sjálfsstæðissinna.

 

Niðurstaða

Kannski var það óttinn við áhrif skoskra þjóðernissinna á landsstjórnmál, frekar en að kosningin sé stuðningsyfirlýsing við Íhaldsflokinn; sem er að baki ósigri Verkamannaflokksins. En þ.e. áhugavert -hve lítið viðbótar fylgi Verkamannaflokkurinn náði að vinna á Englandi. Á sama tíma, galt hann algert afhroð í Skotlandi -fyrir stórsigri skoskra sjálfsstæðissinna.

En með stuðningi við hugsanlega minnihlutastjórn Verkamannaflokksins, hefðu skoskir sjálfstæðissinnar -getað haft margvísleg áhrif á sérmál Englands. Þ.s. eftir allt saman, ólíkt Skotlandi -er England ekki með sitt sérstaka þing, sem fjallar um sérmál Englands.

Heldur eru sérmál Englands, beint umfjöllunarefni breska þingsins. Hafandi í huga -yfirlýst markmið leiðtoga skoskra þjóðernissinna, að gera sitt besta til þess að -skapa úlfúð gegn skotum í Englandi "því hún telur það þjóna því markmiði að brjóta upp sambandið" þá gæti mjög vel verið -heilmikið til í því.

Að sú hugmynd að slá sér saman með skoskum þjóðernissinnum, hafi fengið marga breska kjósendur -til þess að skipta um skoðun í kjörklefanum.

En aldrei áður hafa kannanir verið eins fjarri kosningaúrslitum, síðan farið var að vinna kannanir í Bretlandi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 32
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 550
  • Frá upphafi: 847208

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 524
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband